Heimskringla - 24.05.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 24. MAÍ 1939
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
The Beggar Woman
Froni the Icelandic of Gestur Pálsson
Huddled on the doorsteps there sat in the bitter cold
And coiled up in a shapeless heap a woman bent and old,
And her thin and crooked fingers with faltering movements weak
Did fumble ’mong the rags, a little warmth to seek.
Her eyes were dull and glassy, as if their light were lost
In a wild and stormy struggle on life’s tumultous coast,
They wandered without aim, as if she nought did care
And saw no longer anything but stark and grim despair.
Her forehead was covered with wrinkles deep and dark
Which sorrows great had left there as inscrutable marks.
Who tells of all oppressions and sufferings untold
That Fortune’s martyrs bear in a world that’s harsh and cold?
She may have been a pearl that was lost in time’s deep sea,
Forgotten and neglected by all, or perhaps was she
A gem that once had sparkled on a ring of purest gold?
But now she was a shard on the scrap-heap of the world.
X.
Þeirra Hátign
boðin velkomin
1 fyrsta skifti í sögunni,
heimsækir Hans Hátign
rikjandi konungur Breta og
Hennar Hátign drotningin
Canada. Um kombelti vest-
landsins, kvikfjárræktar
hérúðin og vestur yfir
Klettafjöllin, er konungs-
förinni heitið.
Þetta félag tekur undir með
miljónum þegnhollra Can-
adamanna, að óska Þeirra
Hátign ánægjulegrar ferð-
ar, vellíðunar og sælla
minninga um dvölina í
Canada.
GOD SAVE THE KING!
EATON'S
SAGA MÁRA Á SPÁNI
Það var hátíðisdagur hjá her-
mönnunum í Marokko, þegar
Franco herforingi lét flytja þá
frá Afríku til Algeciras, en það-
an átti að senda þá út, til þess
;að berjast gegn spönsku stjórn-
inni. Raunar voru þeir, Franco
og fylgismenn hans, Márunum
ekkert kærari en stjórnarliðið á
Spáni, — þar eð allir Spánverjar
tilheyra þeim hluta mannkyns-
ins, sem í orðræðum Mára eru
nefndir “Hinir vantrúuðu hund-
ar”, en það var þó samt sem áður
eitthvað hátíðlegt við það, að
Allah kom því svo Vísdómslega
fyrir, að það var sú sama guðs
kristni, sem á sínum tíma rak
börn Allah út úr Spáni, og nú
leiddi þau aftur. þangað. Og
jafnvel þótt það væri í þeim til-
gangi gert að drepa svo marga
sem kostur væri á af landsmönn-
um þessara kristnu manna.
Já, Marokkomennirnir höfðu
sannarlega margar ástæður til
að vera hrifnir af fyrirtækinu,
því að í raun og veru þýddi það
meira en litla breytingu á sam-
búð þeirra og Spánverja.
•
Þann 30. apríl 711 leiddi arab-
iski herforinginn Farik her yfir
Miðjarðarhafið til Spánar og
stökk sjálfur fyrstur á land við
rætur klettsins Calpe, sem seinna
var nefndur Djebel-al-Farik
(Fariks fjall), — en þekkist nú
undir nafninu Gibraltar.
Og þar með hófst innrásin,
sem á furðulega skömmum tíma
kom nærri því öllum Pyrena-
skaga undir arabiska stjórn, en
eftir það fóru Múhameðstrúar-
menn yfir Pyrenæafjöll og herj-
uðu í franska héraðinu Gas-
cogne, náðu Bordeaux á sitt vald
og sóttu í áttina til Poiter, þar
sem framrás þeirra var loks
stöðvuð — árið 732 — og reknir
aftur til Spánar.
En á skaganúm settust þeir
að, og þar gátu þeir smám sam-
an skipulagt voldugt ríki, en
uppgangur þess hefst fyrir al-
vöru, þegar Abd-ur-Rahonon,
árið 758, gerir sig að sjálfstæð-
um kalífa og gerir Cordoba að
höfuðborg ríkisins. Og um þrjú
hundruð ára skeið stóð þar hið
blómlegasta menningarríki. Bæði
listir og vísindi blómguðust
mj ög, og frá þessum tíma eru t.
d. byggingar þær, sem enn þann
dag í dag eru það merkasta, sem
ferðamaður sér á Spáni (Alham-
bra við Granada, bænahúsið í
Cordoba o. s. frv.); ennfremur
má bæta því við, að einn páfinn
(Sylvester II.) fékk mentun sína
við háskólann í Cordoba. Og
loks má bæta því við, að verzlun,
iðnaður og landbúnaður stóð með
svo miklum blóma, að síðan hefir
ekki annað eins þekst í sögu
Spánar.
En eftir þetta tímabil hófust
innanlandsdeilur,' sem orsökuðu
hnignun ríkisins, og smám sam-
an kom að því, að hinu volduga
ríki var skift niður í ótal smá-
ríki, sem áttu í sífeldum erjum
hvert við. annað, og voru auk
þess arðrænd af hinum kaþólsku
furstum, sem ekkert höfðu mátt
sín gagnvart hinu volduga sam-
einaða ríki. Og þegar það bætt-
ist loks við, að páfinn í byrjun
þrettándu aldar fór að hvetja til
krossferða gegn Múhameðstrú-
armönnum, streymdu skarar er-
lendra riddara inn í landið og
tóku þeir þátt í styrjöldunum,
sem urðu nú svo harðar, að yfir-
ráð Múhameðstrúarmanna, árið
1248, náðu aðeins yfir eitt ríki
(Granada). En samt sem áður
liðu tvær aldir áðnr en Múham-
eðstrúarmenn mistu sitt síðasta
ríki. Það skeði árið 1492, þegar
arabiski furst'inh Boabdil lét
Granada af hendi til Ferdinants
konungs II. og ísabellu drotning-
ar.
Það er rétt að bæta því við,
að árangurinn af sigri þessum
varð sá, að öllu fór aftur í land-
Það var á stjórnartíð Edwards VII, sem borgarar þessa bæjar ákváðu að
reka raforku sína sjálfir og byrjað var á að reisa verið í Pointe du Bois.
Á meðan George V var á veldisstóli, færðist starfsvið City Hydro mjög út.
Því fylgdi, að nauðsynlegt var að koma upp öðru veri hjá Slave Falls, sem
hafði orku tveggja “units”, er Edward ríkti.
Heimsókn núverandi konungs og drotningar á sér stað rétt eftir að tveimur
“units” hefir verið bætt við Slave Falls-verið, svo að þaðan kemur nú
helmingur orku kerfisins.
City Hydro býður Þeirra Hátign, George konung og Elizabeth drotningu
velkomin til Winnipeg og vonar að minningin um komu þeirra verði þeim
til ógleymanlegrar ánægju.
CITY HYDRO
“WINNIPEG’S OWN ELECTRIC UTILITY
HBC
IMPORTED
F.O.B.
SCOTCH WHISKY
This advertisement is not lnserted by
Government Liquor Control Commission.
The Commission is not responsible for
statements made as to quaúty oí pro-
ducts advertised.
inu og blómleg héruð lögðust í
eyði og loks, árið 1609—10, var
búið að drepa eða vísa úr landi
öllum Múhameðstrúarmönnum.
•
Og þar með var sambandi
Spánverja og Múhameðstrúar-
manna slitið, þangað til í byrjun
þe&sarar aldar, þegar Spánverjar
og Frakkar fóru að gefa Mar-
okko hýrt auga og langaði til að
innleiða þar sína menningu, en
það er, lauslega þýtt, þeir sáu að
þeir gátu hagnast á fyrirtækinu.
Árið 1904 urðu Frakkar og
Spánverjar sammála um að
skifta Marokko í “áhrifasvæði”,
en auðvitað séu hinir slyngu,
frönsku stjórnmálamenn um það
að Spánverjar urðu þar mjög
afskiftir, og ekki batnaði hagur
Spánverja við það, þegar hérað-
ið við Tangier var gert að al-
þjóðaeign árið 1912.
En Spánverjarnir hlutu þó j
þann hagnað, að á þeirra. lands-
svæði voru tvær borgir, sem frá
gamalli tíð höfðu verið spanskar
(Ceuta og Melilla) og frá þess-
um tveim borgum reyndu þeir
smám saman að selfæra sig inn
í landið; en brátt kom í ljós, að
það var miklum erfiðleikum
bundið, þar eð Márarnir þóttust
geta svo vel komist af með sína
eigin menningu. Þar voru því
sífeldar orustur háðar, og Spán-
verjum tókst ekki að ná yfirráð-
um í hinum torsóttu Rif-fjöllum,
þar sem hinir herskáu íbúar,
hinir svonefndu Rif-Kabylar,
reyndust þeim all-skeinuhættir.
Eftir skærur árum saman við
höfðingjann Raisuli kom svo sá
hættulegi tími, þegar hinn dug-
legi Abd-el-Krim safnaði stórum
herjum, og árið 1921 réðist hann
á her Spánverja, sem taldi 20,000
manns, og stráfeldi hann. Því
næst gerðist hann höfðingi yfir
nærri því öllu landssvæði Spán-
verja. — Seinna kom hann sér
upp 75 þúsund manna her, og
með þessum her réðist hann á
her Frakka árið 1925.
Ástandið var nú orðið hið al-
varlegast bæði fyrir Frakka og
Spánverja og þeir sáu þann kost
væntsan að standa saman og
með sameinuðum fransk-spönsk-
um her, sem taldi 200,000 manns
hepnaðist þeim loks að sigra
hinn hættulega Abd-el-Krim,
sem gefst upp árið 1926 og var
settur í fangelsi.
- NAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklcga lungnasjúk- dóma. Er aS flnni 6 skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Are. Talsimi: 33 ÍSÍ Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 ConfederatiorTXife Bldg. Talsíml 97 024
Ornci Phone Res. Phoni 87 203 . 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDINO Ornci Houis: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. ANO BT APPOINTMENT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólíl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Li?ndar og Gimli og eru þar ao nltta, fyrsta miðvlkudaH 1 hverjum mánuði.
Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talslml SO 877 ViOtalstími kl. S—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Leetur úti meðöl 1 viðlögum Vifltalstlmar kl. 2—4 «. h. 7—8 að kveldtnu Sími 80 867 666 Vietor 8t.
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inrurance and Financial ~ Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKK 8T. Phone: S6 601 WINNIPBG
Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Simi 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast ailskonar flutninga fram og aftur um bœlnn. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Pi&nts in Season We specialize in Wedding & Concert Bouqueta & Funeral Ðesigns Icelandlc spoken
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 883 MARGARET DALMAN TBACHER OF PIANO Sti BANNINO ST. Phone: 26 420
En samt sem áður stóðu smá-
skærur ennþá um skeið á hinu
spanska landssvæði, og ennþá er
ekki hægt að halda Márunum í
skefjum, nema með öflugu setu-
liði.
Þessir bardagar höfðu valdið
Spánverjum stórtjóni, og span-
ska þjóðin var smám saman orð-
in hundleið á Afríkuæfintýrinu
og ekki sízt, þegar það var á al-
manna vitorði, að duglausir her-
foringjar höfðu hvað eftir annað
att herjum sínum gegn stór-
hættulegum fjandmönnum, sem
þektu hvert holt og hverja hæð á
vígvellinum.
Og þessi óálnægja varð til
þess, að Primo de Rivera mætti
lítilli mótspyrnu, þegar hann lét
gera sig að einræðisherra árið
1923; því að allir álitu, að hann
væri sá sterki maður, sem gæti
gert sæmilegan enda á Marokko-
æfintýrið, sem reyndar fór á
annan veg.
•
Um meir en tólf alda skeið
hafa því Spánverjar og Múham-
eðstrúarmenn staðið hvor and-
spænis öðrum sem ósættanlegir
féndur og ekki bætti það úr
skák, að í trúarefnum eru þeir
jafn óbilgjarnir.
En samt sem áður kom það í
Ijós í byrjun uppreisnarinnar
1936, að einmitt hinir heittrúuð-
ustu kaþólikkar áttu mjög auð-
velt með að hefja samstarf við
“erfðaóvininn”, þegar þeir gátu
notað hann í stéttabaráttunni
gegn löndum sínum. Og þess
vegna hafa nú Márar fengið að
410 Medical Arts Bldg.
Dr. K. J. AUSTMANN
Stundar eingöngu
Augna, eyma, nefs og kverka
sjúkdóma
10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h.
Skrifstofusími 80 887
Heimasími 48 551
gista Spán í hálft þriðja ár, und-
ir stjórn þeirra manna, sem kalla
sig kristna.
Annars eiga þeir sennilega
fullan rétt á því, því að hinn
heilagi faðir í Rómaborg hefir
gefið Francó hershöfðingja
blessun sína.—Alþbl.
Tryggvi Magnússon listmálari
slasast við Ingólfsf jall
S. 1. laugardag fór Tryggvi
Magnússon listmálari í skemti-
ferð í bíl austur yfír heiði.
Austur við Ingólfsfjall fór
hann út úr bílnum og var á gangi
þar á veginum. Bar þá að annan
bíl, G. 66, lenti Tryggvi á bílnum
og féll á veginn.
Var hann fluttur niður á Eyr-
arbakka, en meiðsli hans voru
svo alvarleg, að hann var fluttur
þaðan í sjúkrabíl og hingað á
Landsspítalann. Var komið með
hann hingða kl. 7V2 í gærmorgun.
Hefir hann hlotið mikið höf-
uðhögg og liggur í dái annað
slagið, en er stundum með fullri
rænu.
Hefir ekki verið tekin mynd
af honum ennþá, svo að ekki er
hægt að segja um það, hversu
alvarleg meiðslin eru.
—Alþbl. 24. apríl.