Heimskringla


Heimskringla - 12.07.1939, Qupperneq 1

Heimskringla - 12.07.1939, Qupperneq 1
I Phone 96 361 QyV ^ Country Club ' BEER “famous for flavor” PEUSSIER'S Country Club Beer Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR VVINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. JÚLf 1939 NÚMER 41. Hr. Thor Thors alþingismanni og frú Ágústu haldið samsæti á Royal Alexandra Hotel Margir Vestur-íslendingar heiðraðir af stjórn íslands Koman þökkuð Til Thor Thors alþingismanns og frý Ágústu í einum af stærstu borðsölum hins ókannanlega völundarhýss, C. P. R. hótelsins í Winnipeg, söfnuðust saman nokkuð á ann- að hundrað íslendingar s. 1. mið- vikudag. Ástæðan var sú, að hr- Thor Thors og frú hans frá Reykjavík, sem nú eru hér stödd var þar til veizlu boðið af Þjóð- ræknisfélaginu. Eftir hina á- gætustu mál'tíð, sem byrja&i með íslenzkum fiskrétti, sem nefndur var gaffalbitar, og hV. Thor Thors sá fyrir að löndunum yrði gætt á, byrjuðu ræðuhöldin. Kvaddi forseti dr. R. Beck sér fyrst hljóðs með stuttu ávarpi og skýrði frá hvað í efni væri. Hann er vara-forseti Þjóðrækn- isfélagsins og stýrði samsætinu í fjarveru forseta þess, dr. Rögnvalds Péturssonar, sem liggur rúmfastur. Skiftust þá á ræður, söngur og hljómleikar um hríð. Eftir að allir sungu þjóðsöng fslands, flutti séra Guðmundur Ánason skemtilega ræðu fyrir minni ættjarðarinn- ar. Á eftir þeirri ræðu fluttu þeir dr. B. J. Brandson og séra Valdimar Eylands ræður fyrir minni heiðursgestanna, hinn fyr- nefndi minni hr. Thors, en hinn síðarnefndi minni frú Ágústu Thors. Var að ræðum þeirra gerður hinn bezti rómur og svar- aði hr. Thors þeim með góðri ræðu. Á milli þessara ræða söng frú K. Jóhannesson einsöng og ungfrú Agnes Sigurðsson lék piano ei^spil, af góðri tækni og sem bezta skemtun var að. Nú var stutt fundarhlé til að rétta úr sér ög tala saman. Að því loknu tilkynti hr. Thor Thors að hann hefði sérstakt erindi að flytja fyrir hönd stjórnar ís- lands. Hann hafði meðferðis nokkur heiðursmerki, er hann greip þetta tækifæri til að af- henda hlutaðeigendum. Hafði hann afhent nokkur af þeim áður, bæði í New York og í þess- um bæ, en aflauk svo þessu skylduverki sínu í veizlunni. A]]s telst oss að 27 hafi verið sæmdir Fálkaorðunni hér vestra, allir íslendingar nema einn, en það var lögfræðingurinn W. W. Ken- nedy í Winnipeg, er íslands- stjórn sæmdi fyrir þátttöku hans í gjöf Canada til íslands á 1000 ára hátíð alþingis, stofnun nem- endasjóðsins, en Mr. Kennedy rak það erindi Þjóðræknisfélags- ins og Vestur-íslendinga af mikilli kostgæfni. Orðurnar voru stórriddarakross með stjörnu, stórrlddarakross og riddarakross og eru nöfn þeirra er sæmdir voru birt á öðrum stað í blaðinu ásamt því, hverja orðuna hver hlaut. Hér gerðist nú nokkuð nýstár- legt og munu nú margir hugsa sem svo, að þetta sé skárra krossaflóðið. En eins og hr. Thors skýrði frá, kvað hann þetta hafa dregist miklu lengur en góðu hófi gengdi og ef mikið þætti nú á því bera hvað orð- urnar voru margar, væri það gamalli vanrækslusynd þjóð- bræðranna heima að kenna. —: Það er mjög algengt, að veita þessu viðurkenningu heima og hann taldi Vestur-íslendinga eiga sama rétt til hennar frá hvaða hlið sem á málið væri litið. Stjórnin á fslandi væri með þessu að þakka og viður- kenna starf Vestur-fslendinga í þágu íslenzks félagslífs hér og þjóðfélagsins sem þeir búa í, og í þágu íslenzku þjóðarinnar. Þó orðurnar væru margar álitnar, væru þeir margfalt fleiri, sem þær ættu skilið, er á málið væri litið frá þessari hlið. Fyrir hönd orðu-hafanna þakkaði séra Kristinn K. ólafs- son með all-langri ræðu. Enn- fremur hélt hr. W. W. Kennedy lipra ræðu og góða; kvað hann það skyggja á ánægju sína að dr. Rögnvaldur Pétursson gæti ekki verið hér staddur, sökum sjúkdóms þess er hann ætti við að stríða. Kvað hann fram- kvæmdir í námstyrksmálinu ekki sízt að þakka áhrifum hans. Var þeim orðum hr. Kennedy tekið af áheyrendum með langvarandi lófataki og augljósri samhygð. Komið var fram á tólftu stund, er samsætinu var slitið. Lofuðu allir kvöldið og glöddust yfir því, að hafa haft tækifæri til að kynnast hinum ágætu gestum /rá íslandi betur en áður. Dvöl Thors-hjónanna hér hefir verið stutt, miklu styttri en við hefð- um ákosið. En svo lítill tími sem gafst til að kynnast þeim áunnu þau sér hlýhug landa sinna hér, með alúðlegri fram- komu, og komu þeirra verður lengi með gleði minst af þeim. Thors hjónin lögðu af stað s. L sunn^idag til Norður-Dakota; flutti hr. Thors þar fyrirlestur samdægur og lagSi af stað dag- inn eftir til New York. Til ætt- jarðarinnar leggja þau af stað í júlí mánaðarlok. Vestur-fslendingar þakka komuna og æskja einskis fremur en að Thors-hjónin eigi eftir að heimsækja þá aftur. fslandi færa þau kveðjur allra sona þess og dætra að vestan, sem segja með skáldinu: “Eg bið: Þín framtíð færi líf og gróða og frelsissólin gylli hvern þinn tind.” Þið komuð, eins og bros á vorsins vörum, með vinahót frá kærri ættarþjóð, með fossahreim og sólaryl í svörum, og sálu vorri kveiktuð nýja glóð. Þeir minninganna mildir, hlýir eldar oss munu verma. þegar ævi kveldar. Richard Beck Sæmdir Fálkaorðu íslands Eftirfarandi Vestur-íslending- ingar hafa verið sæmdir Fálka- orðunni af stjórn fslands. Hefir sumum þeirra verið afhent orð- an í New York, öðrum í Winni- pegt og enn öðruin á Mountain, N. D. Hér birtast nöfn orðu- hafanna: Stórriddarakross með stjörnu hlutu W. W. Kennedy, K.C., Wpg. • Dr. Rögnvaldur Pétursson, Wpg. Dr. Vilhjálmur Stefánsson, New York Hjálmar Bergmann, K.C., Wpg. Dr. B. J. Brandson, Wpg. Dr. Joseph Thorson, Wpg. Árni Eggertsson, fasteignasali, Wpg. Á. P. Jóhannsson, fasteignasali, Wpg. Guðmundur Grímsson, Rugby, N. D. Gunnar Björnsson (fyrv." skatt- stjóri) Minneapolis. Stórriddarakross hlutu Sveinn Thorvaldson, M.B.E., Riverton, Man. Soffanías Thorkelsson, Wpg. Séra Kristinn K. ólafsson, Seattle, Wash. Jón J. Bíldfell, Winnipeg Guttormur skáld Guttormsson, Riverton, Man. Riddarakross hlutu Dr. Richard Beck, Grand Forks, N. D. Próf. Skúli Johnson, Wpg. Dr. Thorbergur Thorvaldson, Saskatoon, Sask. Séra Steingrímur Thorláksson, Garðar, N. D. Séra R. Marteinsson, Wpg. (tilkynt) Séra H. B. Thorgrímsen, Garð- ar, N. D. Ragnar H. Ragnar, Wpg. ófeigur ófeigsson, Red Deer, Alta. Emile málari Walters, New York Arnljótur Ólafsson, Wpg. Frú Kristín Hinriksson, Church- bridge. Frú Helga Stephansson, Marker- ville, Alta. Flett ofan af fikti Bi ackenr stjórnarinnar og fiskikaup- manna við hvítfiskveiði- lögin á Winnipeg-vatni Dómur var kveðinn upp í máli sem Karl Magnússon fiskimaðúr á Gimli hóf á móti fylkisstjórn- inni s. 1. föstudag. Fiskimaður- inn hafði sótt um veiðileyfi og sent borgun með umsókninni, en fékk það svar, að hann fengi ekki veiðileyfi á þessu sumri til hvítfisksveiði. Þetta var 27. júní. Leitaði Mr. Magnússon ráða til G. S. Thorvaldsonar, lögfræðings, er sá skjótt, að lög um takmörkun á veiðileyfum og fiskveiði hafði ekki verið birt í Canada Gazette um þetta leyti og voru ekki birt fyr en 8. júlí. Stefndi Mr. Magnússon þá fylk- isstjórninni. Var s. 1. föstudag kveðinn upp sá dómur í hæsta rétti (King’s Bench) af Mr. Taylor dómara, að fylkisstjórn- inni, eða fiskimálaráðherra hennar, Hon. J. S. MicDiarmid bæri að veita Magnússon leyfi til að fiska á þessu sumri. Sótti Mr. G. S. Thorvaldson málið fyr- ir fiskimanninn. Fylkisstjórnin varð að greiða málskostnað. Stjórnarráðið í Ottawa tak- markaði tölu báta er veiða máettu í 65 22. júní s. 1., að ráði Manitoba-stjórnar, en- ákvæði þetta var ekki birt í Canada Gazetta fyr en 8. júlí og kom því ekki fyr til greina. Fram til þess tíma mátti veita hverjum er um sótti veiðileyfi. Á s. 1. sumri voru leyfi veitt 167 bátum. Tala þeirra er nú veiða er 67, var hækuð síðan 22. júní um 2 báta. John Allan, K.C., lögfræðing- ur krúnunnar, sagði ekki orð á móti úrskurði dómarans. f dagblöðunum í gær, birtist ný saga í sambandi við hvítfisks- veiðina. Sex fiskimenn komu á fund Mr. G. S. Thorvaldsonar lögfræðings og báru upp þau vandkvæði sín, að þeim hefði að- eins verið leyft að fiska 10,000 pund af hvítfiski, en öðrum bát- um hefði verið leyft að fiska 25,000 pund. Mr. Thorvaldson fór þegar með }>eim á fund fiskimálaráðherra og kvaðst vilja vita fyrir klukkan 3 e. h. í gær, hvort mönnum þessum yrði bönnuð veiði, eins og þeim hafði verið tilkynt, er 10,000 pund landic birth and descent. I; think it can be truthfully said 1 that, in proportion to the popu- lation, the men and women who | hail from the Saga Isle have distinguished themselves more than any other racial group (in- cluding the Norwegians).” JOHN MOSES, Governor of North Dakota KOSIN FJALLKONA HÉÐAN OG HANDAN hefðu veidd verið, eða hvort þeim væri leyft að veiða 25,000 pund eins og öðrum. Rétt fyrir kl. 3 var Mr. Thorvaldson tilkynt, að fiskimenn þessir sem aðrir fengju leyfi til að veiða 25,000 pund. Fóru fiskimenn ánægðari heim til sín en þeir komu. Bæði þessi dæmi sýna, að fiski kaupmenn og Brackenstjórnin hafa verið að leika gráan leik á bak við tjöldin í þessum hvít- fiskveiðimálum og Mr. Thor- valdson á þakkir fiskimanna og almennings skilið fyrir að fletta ofan af því. Góð veiði er nú sögð í vatn- inu, þó bönnuð sé öðrum en vild- arvinum stjórnarinnar, fiski- kaupmanna og fiskifélaga. Thors-hjónin í boði hjá W. W. Kennedy Á heimili þeirra Mr. og Mrs. W. W. Kennedy, 125 East Gate, Winnipeg, var heldur en ekki gestkvæmt s. 1. laugardag. Höfðu hjónin efnt til útisamkvæmis (Garden Party) til heiðurs við Mr. og Mrs. Thor Thors frá Reykjavík og buðu nokkuð á annað hundrað íslenzkum vinum þeirra heim um leið. Heimili þetta er hið fegursta. Umhverfis það er stór og fagur grasigróinn bali á árbakkanum inngirtur, þar sem áin er ekki, af laufskúfuðum trjám á viltu eða óbygðu "íandi. Að koma þangað er sem að koma út í sveit. Frá götum bæjarins heyrist enginn skarkali og í nokkurs konar hljóðri sveitasælu gengu gest- irnir um þennan fagra reit og ræddu saman; á milli þess drukku þeir kaffi eða svala- drykki með margskonar bakn- ingum. Veðrið var ákjósanlegt og dagstundin frá kl. fimm til sólarlags leið sem draumur. Þar heyrðum við þau Mr. og Mrs. Thors bæði tala ensku reiprenn- andi og viðstöðulaust við enska gesti. Eftir þrjár stundir kvöddu allir hin gestrisnu hjón og góðu heim að sækja og þökkuðu á- gæta skemtun. • « Ríkisstjórinn í Norður- Dakota um íslendinga (Á fyrirlestrarsamkomu Thor Thors alþingismanns að Moun- tain sunnudaginn 9. júlí bauð dr. Richard Beck hann og frúv Ágústu velkomin fyrir hönd Norður Dakota ríkis og las upp bréf frá John Moses ríkisstjóra. Komst hann, sem er Norðmaður, þannig að orði í bréfi sínu.) “North Dakota is indeed for- tunate to have so distinguished a visitor as Mr. Thor Thors, Chairman of the ommittee in charge of the Icelandic Exhibi- tion at the Wörld’s Fair. May I ask you to kindly extend to Mr Thors a hearty welcome to North Dakota, both in behalf of the state and on my own per sonal behalf. I would like also to have you assure Mr. Thors of the high re^ gard in which we of North Da kota hold our citizens of Ice Hitinn var klukkan tólf í gær (11. júlí) í Winnipeg 89 gráður og var mælirinn þá að stíga. Mælar í miðbænum sýndu 95 til 100 gráða hita. Daginn áður var svipaður hiti og næstu kom- andi daga er engu betra spáð. * * * í september á komandi hausti, er sagt að Frajiklin D. Roose- velt, forseti Bandaríkjanna, heimsæki Minneapolis og St. Paul. Gerði Paul Bardal og Mr. Simpkin, bæjarráðsmenn, tillögu um að bæjarstjórnin biði forset- anum á sama tíma að heimsækja Winnipeg. Varð strax mikill áhugi fyrir þessu máli og mun borgarstjóri skrifa forsetanum og bjóða honum heim. * * * Fyrir skömmu höfðu Frakkar og Bretar fund með sér og ræddu um hvernig haga skyldi flug- árásum á borgir í Þýzkalandi, ef til stríðs kæmi og Þjóðverjar íefðu slíkan hernað í frammi. Var líklegast talið að senda flug- ið frá vígstöðvum Frakklands austur yfir Þýzkaland og halda alla leið til Póllands, því þangað yrði skemmra að flýja undan varnarflugskipum, eða 4. d. ekki nema 150 mílur frá Berlín, þar sem 400 mílur væru þaðan til vestur vígstöðvanna. Flugskipin áttu svo tóm að koma vestur og fljúga svo hátt að örugt væri. Að fljúga í vestur er ennfremur talið erfiðara vegna þess, að fjóra daga af hverjum fimm, eru vindar af ves/tri í Mið- Evrópu. Hvernig skyldi Hitler ítast á þetta? * * * Blöð Hitlers flytja þá sögu, að stjórnin á Englandi hafi gefið leynileg loforð um að styðja Þýzkaland, ef það réðist á Rússa í Ukraníu á síðast liðnu hausti, áður en Munich-samningurinn var gerður. Hvort sem þetta er sannleikur eða ekki, mun því ætlað að hafa áhrif á Rússa, sem Bretar og Frakkar eru nú að semja um bandalag við. * * * Mary ekkjudrotning í Eng landi hefir undanfarið verið að vinna að útgáfu bókar um brezku konungsfjölskylduna. Frægur rithöfundur ritar bókina eftir fyrirsögn drotningarinnar, en sjálf hefir hún þó ritað nokkra kafla ein. * * * “Nascopie”, skip Hudson’s Bay félagsins, lagði af stað í sumarferð sína norður til hafna við Hudson’s-flóa frá Montreal s. 1. laugardag. Var það hlaðið allskonar vörum handa íshafs- strandabúum. Það kemur við á 21 höfn, ferðast um 11,000 mílur og kemur til baka í lok septem- ber-mánaðar. Þetta er 27 ferð skipsins norður. * * * Eammon De Valera, forsætis- ráðherra Eire, leggur af stað til Bandaríkjanna 21. sept. n. k. Erindið er sagt ópólitískt og ferðin aðeins farin til skemtun- ar. De Valera er ekki fæddur á Ungfrú Lóa Davidson Hjá íslendingadagsnefndinni í Winnipeg, hefir blaðið frétt, að talning atkvæða um það, hver fjallkona yrði á íslendingadeg- inum á Gimli hefði farið fram 10. júní, kl. 6 að kvöldi og úrslit at- kvæða hefðu verið þau, að ung- frú Sigurborg (Lóa) Davidson væri kosin fjallkona. íslend- ingadagurinn á Giml verður haldinn 7. ágúst, sem áður er getið og hefir sérstaklega vel verið til hátíðarinnar efnt í ár þar sem um fimtíu ára afmæli þjóðhátíðardagsins er nú að ræða. ólafur norski krónprins og Martha krónprinsessa héldu með skipinu Stavangerfjord frá New York s. 1. fimtudag áleiðis til Noregs. Vikurnar sem þau dvöldu vestra, heimsóttu þau 34 ríki og ferðuðust um 15,000 míl- ur. * * * Zog konungur og Geraldine drotning sem nýlega voru hrak- in frá ríki í Albaníu, eru á leið til Gdyna, pólsku borgarinnar skamt frá Danzig við Eystrasalt, en ferðinni kvað heitið til Frakk- lands. * * * Serrano 'Suner, mágur Fran- cos, stjórnanda Spánar, og inn- anríkismála ráðherra, átti leyni- fund með Alfonso konungi í Róm nýlega og tjáði honum, að ekki kæmi til mála að hann eða erf- ingjar hans kæmust aftur til valda á Spáni. Suner er fylgis- maður Hitlers og Mussolinis og trúir þeim öðrum betur fyrir að vernda Spán. Og þeir eru á móti konungsstjórn þar. Hitler bendir á afdrif Hohenzollern- anna sem hann hefir svift allri von um völd, og Mussolini reynir alt sem hann getur, að láta þjóð- ina gleyma því, að ítalía hafi konung. Bretar munu ekki á móti því, að Alfonso sé aftur gerður að konungi. * * * Ríkisverndari Bæheims og Ma- hrein, von Neurath, hefir flutt frá höllinni Hradshin og býr nú á gistihúsi. Sú saga gengur meðal Tékka, að Masaryk sálugi hafi gengið aftur og ákaft var- að von Neurath við því að kúga Tékl^, og þess vegna hafi hann ekki getað haldist við í höllinni. Þetta er auðvitað aðeins drauga- saga, en hún er ákaflega út- breidd bæði meðal þeirra, sem trúa henni og hinna, sem ekki trúa henni. Sagan er líka mjög merkileg fyrir það, að hún sýnir umtalið á bak við tjöldin, og það, hvað fólkið brýtur heilann mikið um viðhorfið til Þjóðverja. Það er og víst, að andi Masaryks Iif- ir í tékknesku þjóðinni, þótt frlandi, heldur í New York, af1 ólíklegt sé, að hann gangi ljósum spönskum föður en írskri móður.logum.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.