Heimskringla - 12.07.1939, Blaðsíða 8

Heimskringla - 12.07.1939, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚLf 1939 FJÆR OG NÆR MESSUR f fSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Vatnabygðir sd. 16. júlí Kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli í Wynyard. Kl. 11 f. h. (M.S.T.) : Messa í Hólar. Kl. 2 e. h.: Messa í Mozart. Kl. 4 e. h. Messa í Grandy. Kl. 7 e. h.: Messa í Wynyard. Jakob Jónsson Young Icelanders News The Young Icelanders are go- ing to take a trip on the S. S. Keenora Sunday, July 16, 1939. All members are asked to bring their friends and anyone desir- ing to come is heartily welcome. Please arrange to be at the Redwood Dock at'2 p.m. on the above date and bring your own lunches. Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðs-1 Mrs. Anna Pétursson kona son frá Ashern og synir þeirra,Ólafs Pétursson fasteignasala að tveir, Sigurður og Leo, komu til! 123 Home St., Winnipeg, og bæjarins s. 1. fimtudag og börn þeirra, Elsie, Lilja, Pétur stöldruðu helgi. hér við fram undir GET IN THE GAME HERE'S TO'MEN who love the feel of a No. 7 Iron as it cuts the turf and lifts the ball to the green, v/ho like the smooth yellow skin of a foot- ball, the siiky strength of a fishing line or the whip in the rod, the glossy grain in a pair of skiis, the clean spikes on the soles of supple black track shoes, the grip on the golden handle of a tennis racket and the whine of the almost trans- parent strings as they cut the ball, the blended noise of siz- zling bacon and bubbling coffee cooked in camp equipment over a log fire, the balance in a good baseball bat, the rich smell of leather in a catcher's glove or the smooth grey cover of a softball. If you appreciate these feelings and you thrill at the sight of clean new sporting equipment — then you'll find Eaton's with its wide selection, a paradise to shop in. EATON'S Mrs. Hannes Pétursson, 353 Oak St., Winnipeg og dóttir þeirra hjóna, María, lögðu af stað í vikulokin suður til New York á heimssýninguna. Þær verða að heiman í tvær til þrjár vikur. * * Mrs. P. S. Dalman og dóttir, Alma, lögðu af stað til Vancou- ver, B. C., s. 1. sunnudag. Fóru mæðgurnar að heimsækja Paui Dalman hljómsveitarstjóra, son Mrs. P. S. Dalman. Þær bjugg- ust við að verða mánaðar tíma að heiman. * * * Miss Elsie Pétursson, dóttir Ólafs Péturssonar fasteignasala kom heim fyrir fáum dögum síð- an frá Vancouver, B. C. en hún hafði þar kenslu með höndum s. 1. vetur. Hún dvelur hér eystra fram undir lok ágústmán- aðar, en fer þá vestur aftur og heldur áfram kenslustarfi. Hún var fulltrúi stúlkudeildarinnar "Blómalind", í Vancouver á ellsherjar ungmenna þinginu (Youth Conference of Canada), sem haldið var nýlega í Winni- peg. * s|: * Valdimar Bjarnason frá Van- couver, B. C, (sonur Páls Bjarnasonar, sem fslendingum er kunnur fyrir skrif sín í Hkr.) kom til bæjarins fyrir nokkru og sat hér allsherjar þing ung- menna (Youth Conference of Canada) sem fulltrúi frá Van- couver. * * * Árni Eggertsson fasteignasali og Árni lögfræðingur sonur hans, Sveinn Thorvaldson, M.B. E., frá Riverton og Thórður kaupmaður Thórðarson frá Gimli, lögðu af stað s. 1. laugar- dag suður til New York á heims- sýninguna. Gunnar Guðmundsson frá Winnipegosis, Man., (fyrrum frá Wynyard), kom í gær til bæjar- ins. Með honum komu Mrs. G. Friðriks'son, og þrjár dætur hennar. Mrs. Friðriksson kom til að leita sér lækninga við augn- veiki. \7}A per cent hlutagróði.... Það borgar sig að nota Hydro orku vegna þess að af hverjum dollar eyddum fyrir hana fær bærinn innheimt 12*/2 per cent í sköttum, sem léttir skattbyrði almennings. Yfir tvö síðustu árin, hefir City Hydro lagt bæn- um til fé á þennan hátt, sem nemur $500,000. Þessi f járhæð er auðvitað auk reglulegra skatta, sem félagið greiðir bænum. Á þennan hátt hagnast þjóðfélagið aðeins með notkun City Hydro orku, svo munið að— CITY HYDRO er yðar — notið það! og Sigurður, lögðu af stað í skemtiferð til Austur Canada og Bandaríkjanna s. 1. sunnudag. Ferðinni var fyrst heitið til Minneapolis og Duluth, þaðan til Toronto, svo til Huntsville í grend við Toronto, þar sem Hannes sonúr þeirra Mr. og Mrs. O. Pétursson býr og sem er verkfræðingur í þjónustu On- tario-stjórnarinnar. Því næst verður haldið til Dryden, Ont., en þar býr Rögnvaldur sonur þeírra, verkfræðingur, sem við- skifti rekur á eigin spýtur. Að heiman var búist vð að vera í 3 til 4 vikur. * * * Mr. og Mrs. William Rinn frá Los Angeles, Cal., ásamt börn- um sínum Raymond og Lorna, eru nýkomin í heimsókn til for- eldra Mrs. Rinn, Mr. og Mrs. Jón Magnússon að 940 Ingersoll St. * * «¦ Dr. Sig. Júl. Jóhannesson var fluttur á spítala (General Hos- pital) s. 1. fimtu'dag og var skorinn upp við kviðsliti. Honum líður eftír vonum og menn búast við skjótum bata, en þess er æskt fyrstu dagana, að hann hafi sem mest næði og sé ekki heimsóttur. :;: $ :J: Dr. Richard Beck og fjöl- skylda hans sem hef ir dvalið um þriggja vikna tím^ í WinnipeL', leggur af stað heim til sín til Grand Forks, N. D., í dag. Dr. Beck á f orkunnar vandaðan íbúð- arvagn, sem hér eru kallaðir "trailers" og bílar toga Iétti- lega. Er kostur þeirra sá, að hægt er að á hvar sem er og vera. sem heima hjá sér. Dr. Beck flutti því húsið með sér og sama sem bjó hér í Winnipeg meðan við var staðið. Næst flytur hann til Ithaca eða hver veit hvert meðan á hvíld frá kenslunni við Norður-Dakota háskóla stendur. Meðan Dr. Beck stóð hér við, var, dvöl hans eitthvað annað en hvíld, því hann starfaði sífeldlega að þjóðræknismálum og stjórnaði öllum samkomum Thor alþm. Thors hér. Notuðu aðrir frí- stundir sínar eins og hann væri það viðhaldi íslenzkra mála hér mikil hjálp. * * * Ben Hendrickson, 449 Burnell St., Winnipeg, lézt á Gracc sjúkrahúsinu sunnudaginn 9. júlí. Var banamein hans hjarta- bilun. Lætur hann eftir sig konu, Kristínu Jónsdóttir og tvær dætur, Mrs. R. Storry, í Winnipeg og Lilliam Helgu, ó- gifta, heima. Faðir hins látna Hinrik Jónsson ættaður frá Leirá í Borgarfirði, býr í Selkirk og hefir gert lengi; þar var og hinn látni fæddur. Móðir hans, Guðrún Einarsdóttir, dó 1932; var hún frá Varmalæk á íslandi. Bræður hins látna eru 3 á lífi: Jón og Runólfur í Selkirk og Victor í Winnipeg. Ben Hendrickson var 48 ára að aldri, mesti myndar og hag- Ieiksmaður. Hann hafði unnið 27 ár sem vélstjóri hjá C. N. R. félaginu og fórst það starf, sem annað er hann gerði prýðilega úr hendi. Útförin fer fram frá útfarar- stofu A, S. Bardal 13. júh', kl. 1.30 e. h. Grafið verður í ís- lenzka grafreitnum í Selkirk. * * * Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. SARGENT TAXI SiMI 34 555 or 34 557 124 Vt Sargent Ave. Jón Kristjánsson frá Lundar, Man., kom til bæjarins fyrir helgina. Hann kom með syni sínum, Theodore Kristjánssyni, sem heima á í Lethbridge, Alta., og konu hans og þrem börnum, er heimsóttu hann til Lundar. Fylgdi Jón þeim hingað áleiðis heim aftur. Mr. Theodore Krist- jánsson og fjölskylda hans bregða sér suður til Chicago áður en þau halda vestur. * * * Þeir sem unnu silf ur bikarinn, skjöldinn og glímubeltið á ís- lendingadeginum að Gimli árið sem leið, eru vinsamlega beðnir að koma bikarnum, skildinum og beltinu hið allra fyrsta til Thorlakson og Baldwin að 699 Sargent Ave., Winnipeg. Útiskemtun (picnic) stúkn- anna Heklu og Skuldar verður haldið sunnudaginn 16. júlí á leikvelli Baseball klúbbs stúk- unnar Skuldar á Notre Dame Ave og Wall St., beint norður af Sargent Park. — Allskonar skemtanir, svo sem ræður og íþróttir fara þar fram. Allir vel komnir. Picnic þetta er svo auð- velt að sækja, að allir Good- templarar og vinir þeirra ættu þangað að koma. * # * Leiðrétting í lokagrein minni "Sitthvað úr langferð", í Hkr. 5. júlí, stend- ur: "En af Þorsteini bróður Leifs hefna, er engin stytta til". Á að vera: "En af Þorvaldi —" o. s. frv. Winnipeg, 10. júlí, 1939. S. Thorkelsson * * * Séra K. K. ólafson flytur fermingar guðsjþjónustur með altarisgöngu sem fylgir, sunnu- daginn 16. júlí: Otto, kl. 11 f. h. Lundar, kl. 2 e. h. Að Lundar fer athöfnin fram að nokkru leyti á ensku. * * * Séra K. K. Olafson flytur erindi í Argylebygð um efnið "Fyrirhugað samband kirkjufé- lagsins við "United. Lutheran Church in Ame/ica," sem fylg- ir: Glenboro, miðvikudaginn 19. júlí kl. 9 e. h. Baldur, fimtudaginn 20. júlí kl. 9 e. h. Brú, föstudaginn 21. júlí, kl. 8.30 e. h. Fólk er beðið að fjölmenna. Því gefst tækifæri að bera upp spurningar og gera athugasemd- ir. * * * fslendingadagur í Seattle Seattle-fslendingar efna til ís- lendingadagshalds við Silver Lake, sunnudaginn 6. ágúst 1939. Er það tólfti fslendinga- dagurinn þeirra á þessum stað. Einar Páll Jónsson ritstjóri Lögbergs, heimsækir Stranda- búa á þessu sumri í fyrsta sinni. Telur nefndin hann fyrstan á blaði af þeim er skemta, ásamt mörgu góðu hljómleika- og söng- Jfólki. íslendingadagurinn hefir hepnast Ijómandi vel undanfarin ár í Seattle, og er fylsta von um að hann verði það eigi síður í ár en áður. * * * . Útiskemtun (Picnic) stúkn- anna Heklu og Skuldar verður haldið 16. júlí á leikvelli Base- ball klúbbs stúkunnar Skuldar á Notre Dame Ave., beint norður af Sargent Park. Þangað er ætl- ast til að allir verði komnir kl. 2 e. h. Fer þar fram skemti- skrá og sport eins og að undan- förnu. Allir velkomnir. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Rögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. I MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar PETERS0N BR0S. ICE and WOOD DEALERS Box 46 GIMLI, Manitoba Fulltrúi ungmenna í stjórnar- nefnd hins Sameinaða Kirkjufé- lags er Helga Reykdal en ekki Helga Borgfjörð eins og stóð i síðasta blaði Hkr. íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að "Heimskringlu". — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. a íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundlr 1. íöstu- deg hvers mánaðar. Hfálparnefndin: — Pundir íyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu Söngæfingar: IslenzHi aöng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÓDÝR ELDIVIÐUR FYRIR SUMARIÐ Þurt Slabs og Edgings $4.00 corðið, $2.50 hálft cord Skjót, hreln uppkveikja 5 kassar $1.00 Kassaafsaganir $1.50 hálft cord, $2.50 corðið THORKELSSON'S LTD. License 3 Sími 21811 HITT OG ÞETTA Stærsti almennigsbíll heims- ins er í Þýzkalandi, smíðaður í Ulm. í bíl þessum eru sæti fyrir 120 farþega. Bíllin er 20 metrar á lengd og vélin hefir 150 hest- öfl. VIÐ KVIÐSLITI? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stal og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Faðirinn opnar útidyrnar og | sér^dóttur sína grátandi á trbpp-' unum. — Hvað er að þér, góða mín?t — Maðurinn minn er vondurjstarf okkar allra getur áorkað. við mig og nú vil eg flytja heim Eg veit að ykkur er mikill vandí "Land mitt, þú ert sem órættur draumur, — óráðin gáta fyrir- heit." Auðæfi íslands eru enn lítt rannsökuð en nú erum við að hefjast handa með öflugar vís- indalegar rannsóknir innlendra manna á ágætum lands og lagar. Að lokum aðeins þetta: Við heima óskum aukins sambands og samstarfs við ykkur — hérna handan við hafið. Við vitum að segja má um hvern Vestur-ís- lending: Þú ert vinur vorrar gömlu móður. — Vinátta ykkar hefir svo oftsinnis og glæsilega komið fram. Þáttaka ykkar í stofnun Eimskipafél. var fögur sönnun þess hversu miklu sam- til mömmu. — Þú kemur of seint, barnið mitt. Mamma þín er farin til ömmu. Dóróthea litla. kvartaði undan því morgun einn, að hún hefði verk í maganum. "Það er vegna þess að maginn er tómur," sagði móðir hennar. "Láttu eitthvað í hann cs vittu til hvert þér batnar ekki". Næst þegar Dórothea var í spurningum hjá prestinum á- samt stallsystkinum sínum, kvartaði prestur sáran um höf- uðverk. "Það er vegna þess að höfuðið er tómt," sagði telpan. "Viljið þér ekki reyna að láta ofurlítið í það og sjá svo til, hvort yður batnar þá ekki?" RÆÐA THOR THORS Frh. frá 5. bls. ur nú fært að tala hvert um álf- ur, sem við óskum; við tölum nú jafn auðveldlega við Rómaborg og Akureyri. Við vitum að skáldið hefir rétt fyrir sér er hann segir: á höndum að vernda hér í mann- hafi hinnar miklu álfu, þjóð- menningu ykkar og tunguna, sem verið hefir okkur öllum guð- leg móðir. Hvern þann skerf sem við heima á Fróni, gætum lagt ykkur í baráttunni, í hugs- un og athöfn, viljum við af heil- um huga af hendi inna. — Við erum allir börn sömu móður, fjallkonunnar glæstu og tignar- legu, og henni viljum við öll þjóna og heita því að vera altaf, hvert sem við förum og hvar sem við í fylking stöndum, sann- ir íslendingar. Það er stundum dapurlegt út- lit heima á gamla landinu, því að allir vita hversu við erum háðir árferði og gjafmildi nátt- úrunnar til lands og sjávar, en íslands hamingju hefir ætíð orð- ið eitthvað að láni, og við sjáum og vitum að: "Árdegið kallar, áfram liggja sporin, enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn." Þakka ykkur öllum og árna árs og friðar. With Shampoo & Finger Wave Complete AMAZIN6 VALUE ------Greatest Advertising Offer Ever Made------ A GUARANTEED SCIENTIFIC PUSH UP Permanent n«c WAVE "5 ____ This Offer Is Made by the Sclentific as an Advertising Special. Never Before Such Values. Beautiful, Lasting, Permanent Waves. Phone 24 86X SCIENTIFIC BEAUTY CULTURE 612 Power Bldg., Portage Ave. & Vaughan St., Winnipeg Winnipeg's Largest, Most Beliable, Best Equlppcd Beauty Salon

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.