Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA HERMAN OG RóSA Frh. frá 3. bls. bænum og vita hvað við fáum marga að byrja með. Eg hefi sjálfur verið í stúku í mörg ár. j West stendur upp og segir: Eg er með þér og eg skal hjálpa þér ^ og sjálfum mér alt sem eg get. Svo kveður hann og fer heim til sín. | Hér hefi eg dálítinn hlut, segir Herman, sem eg ætla að gefa minni góðu tilvonandi konu. — Hann tekur lítinn kassa upp úr vasa sínum og réttir Rúsu. Hún opnar hann og segir: ó, dem- antshringur. Er hann ekki in- dæll, og hann passar svo ve!. Hún stendur upp og gefur hon- um trúlofunar kossin, og hann var lengri en kossar eru vana- lega. Frú Hill stendur upp og segir: Mér finst eg vera orðin ung í annað sinn. Mér finst eg vera komin inn í annan heim, segir hr. Hill, en áður en eg fer þangað ætla eg að segja ykkur dálítið æfintýri. Það eru yfir 20 ár síðan eg var staddur á emigranta húsinu í Winnipeg að leita mér eftir vinnumanni. Þegar eg kom þangað, þá voru flestir farnir þaðan nema ein ung hjón og það voru þau fallegustu hjón sem eg hefi séð. Eg geng til þeirra og spyr þau að hvaðan þau hafi komið. Frá íslandi, segir maðurinn, sem dálítið tal- aði í ensku. Vantar ykkur vinnu?, spyr eg mannin. Hann segir já. Ef þið viljið vinna út á landi hjá mér þá skal eg gefa ykkur vinnu stöðuga, $40.00 da!i í kaup yfir sumarmánuðina og $30.00 yfir vetrarmánuðina. En hvað heitið þið ?, spyr eg. Kona mín heitir Rósa en eg heiti Pálmi Jónsson. Eg sagði þeim hvar eg ætti ^hesma. Innan klukkutíma lögðum við öll þrjú á stað hefm til mín, þau voru vel kát á leiðinni, þau sungu ís- lenzka söngva, þótt eg skyldi ekki eitt einasta orð, þá var eg hrifin af þeim indæla söng. Kona mín tók vel á móti okkur þá heim kom, og meir að segja hún kysti Rósu, henni þótti hún svo falleg, og eg skal segja ykkur það, að þeim kom vel saman, og þá okkur Pálma ekki síður. — Þau lærðu enskuna fljótt, þegar dagsverkin voru búin, þá sungu þau fyrir okkur. Það vorái skemtileg kveld. En við vorum ekki svo lánsöm að hafa þau lengi hjá okkur. Eftir liðugt átr varð 'Pálmi bráðkvaddir, það var sár söknuðúr að missa hann. Sex mánuðum seinna eignaðist Rósa mjög fallegt stúlkubarn. Þeim mæðgum heilsaðist vel, litla stúlkan var skírð og nefnd Rósa í höfuðið á móður sinni. Þegar hún var tveggja ára gömul, þá veiktist móðir hepn- ar mjög hastarlega. Við hjónin vorum yfir henni til skiftis, við fengum læknir handa henni; hann sagði að það væri ekkerti hægt að gera fyrir hana, enda INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler, Sask..........................K. J. Abrahamson Árnes................................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown................................Thorst. J. Gíslason Churcþbridge.........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe....................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake...............................H. G. Sigurðsson Gimli.,...................................K. Kjernested Geysir..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland..............................Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík................................John Kernested Innisfail............................Ófeigur Sigurðsson Kandahar...A.............................S. S. Anderson Keewatin..........................................Sigm. Björnsson Langruth...............................'..B. Eyjólfsson Leslie...'...........................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Lfndal Markerville........................ ófeigur Sigurðsson Mozart...,...............................S. S. Anderson Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor Otto...............................................Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Red Deer........................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík...........................................Árni Pálsson Riverton..........................................Björn Hjörleifsson Selkirk---------------------------- Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man........................K. J. Abrahamson Steep Rock.........................................Fred Snædal Stony Hill.........................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. Ólafsson Thornhill............................ Thorst. J. Gíslason Víðir..............................................-Aug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach......................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash......................Séra Halldór E. Johnson Cavalíer..............................Jón K. Einarsson Crystal...............................Th. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Elinarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton......................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain............................,...Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold....‘.............................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. Breiðfjörð The Vikásag Press Lhsíed Winnipeg, Manitoba vissi hún sjálf að sér mundi ekki batna. Eitt kveld segir hún við^ okkur: Hvað ætli verði um blessj að barnið mitt, þegar eg er far-J in? Kona mín segir: Við skul- um ala hana upp og kalla hana okkar dóttir ef þú vilt gefa okk- ur hana. Já með ánægju, seg’r hún. Guð blessi ykkur góðu hjón og elsku dótturina mína. Svo dó hún þessi góða kona, og litla stúlkan sem við tókum frá sinni deyjandi móðir er nú þessi Rósa okkar sem er nú trúlofuð hr. Hanson. Rósa heypur í fangið á sínum góðu fósturforeldrum, með tárin í augunum og segir: Svo eg er þá íslenzk eins og Herman og komin út af góðum foreldrum. Þið góðu hjón, segir Herman, eigið skilið að eiga góða og rólega ellidaga. Á búargði hr. Hill gengur alt ljómandi vel. Herman vinnur eins og víkingur og gömlu hjón- in elska hann eins og hann væri þeirra eigin sonur. Eitt kveld sátu gömlu hjónn inni í húsi og eru að tala saman, þá koma þau Herman og Rósa. Þá segir hr. Hill: Það er heldur dauft hér í kveld, getur þú ekki sagt okkur sögu Herman til að stytta kveldið? Eg kann ekki margar sögur, segir Herman, en eina ætti eg að geta sagt ykkur. Hún er svona: Eg var lengi í fæði hjá ís- lenzkum hjón í Winnipeg. Rétt hjá þeirra húsi var annað lítið hús, í því bjuggu hjón barnlaus. Þau hétu hr. og frú Jones, hann var enskur en hún skozk. Sam- komulag þeirra hjóna var heldur stirt, hann drakk út hér um bíl hvert cent sem hann innvann sér. Þegar hann kom heim á kvöldin slompaður þá tók frú Jones hann og fleygði honum upp í rúm, rétt eins og hann væri ullarpoki, því hún var stór og sterk, en hann lítill og enginn maður á móti henni. Hún vann fyrir heimilinu, tók inn þvott og hrensaði föt. Eitt kvöld sem oftar fór Jones ofan á bjórstofu; kona hans sér til hans og fer á eftir honum og alla leið inn í bjóstofuna. Þar voru margir inni, og þeirra á meðal var maður hennar. Hún gengur að honum og dregur hann heim með sér formála- laust og þegar þau voru komin inn í hús þá las hún yfir honum pistilinn. Eg heyrði og sá til þeirra í gegnum opin glugga sem var skamt frá mér, þar sem eg var að lesa í bók. Eg vil ekki hafa upp öll þau orð sem hún sagði við hann, því þau voru ljót. Næsta kvöld sat eg í sama stað og eg var kvöldið áður, þegar þau hjónin eru búin að borða, þá tekur frú Jones af borðinu leirtauið og fer með það fram í eldhús að þvo upp. En hr. Jones laumast þangað sem hattur frú Jones hangir, tekur hann og felur niður í kjallara. Þegar hann kemur út, segir hann við sjálfan sig: Hún eltir mig ekki hattlaus. Hann þekti ekki sína duglegu konu. Þegar frú Jones var búin með sitt verk, fer hún að gá að manni sínum, og sér að hann er farin út. Hún fer þangað sem hatturinn henn- ar átti að vera, en hún sér hann ekki. Þá segir hún: Fari hann nú norður og niður, hann hefir farið með hattinn minn. Eg á ekki til nema einn og verð eg því að fara á eftir honum hattlaus; og það gerir hún. Þegar hr. Jsnes kom inn í bjórstofuna litu menn upp stór- um augum og sögðu: Það er betra fyrir þig, hr. Jones, að fara strax heim til þín, því þú mátt vera viss um að kona þín kemur að sækja þig, og þá verður hún ekki létthent á þér. Ekki trúi eg því að hún komi hattlaus, því eg faldi hann niður í kjallara og hún á ekki til nema einn garm. f því kemur frú Jones inn, hattlaus, og segir: Svo þú faldir hattinn minn, drykkjusvolinn þinn, út með þig strax í bili; svo rekur hún hann á jundan sér heim. Þegar þau eru komin inn í húsið þá geng eg inn á eftir þeim, því eg var hræddur urn að húh mundi misþyrma honum. Gott kvöld, góðu hjón, segi eg. í Erindi mitt er að vita hr. Jones hvert þú ekki vildir ganga í Goodtemplara stúkuna. Jones lítur upp á hann stórum augumj og segir: Þá má eg aldrei bragða bjór. Ef þú heldur áfram að drekka segi eg, þá verður það til þess að kona þín skilur við þig og þú verður að mesta ræfli og enginn vill hafa þig. Eg lái konu þinni ekki þó hún sé nokk- uð hörð við þig, því þú átt það skilið. Ef þið viljið fara að mínum ráðum þá ættuð þið að byrja nýtt líf og ganga bæði í stúkuna, hún mun hjálpa ykkur ef þið ]j>urfið hjálpar með. Á endandum gat eg komið þeim í stúkuna, og nú líður þeim vel. Eg þakka þér fyrir söguna segir hr. Hill. Eg vona að þér gangi vel að stofna stúku hér. Eg er búinn að fá 40 nöfn str^x og hr. West hefir um 20, svo ætl- um við í kvöld að finna fleiri. Tíu dögum seinna var stúkan stofnuð með 150 meðlimum. Þá söng hr. Hanson sóló sem öllum þótti svo indælt að heyra. Eitt laugardagskvöld eru þau Herman og Rósa á gangi í bæn- um og mæta prestinum. Hann heilsar þeim og segir: Mikið værir þú góður Mr. Hanson, ef þú vildir svo vel gera og syngja sóló við messu á morgun og kenna á sunnudagsskólanum með okkur. Þú ert sá maður sem hefir sett nýtt líf í þennan bæ. Já, eg skal koma og gera alt sem eg get fyrir ykkur, segir Herman. Næsta laugardag voru þau Herman og Rósa gefin sam- an í kirkjunni, og það var í fyrsta sinni að allir gátu ekki fengið sæti, svo var margt fólk. Hr. West stóð upp með Herman, en systir prestsins (ógift) stóð upp með Rósu. Þegar öllum lukkuóskum var lokið, segir hr. West við Herman: Þú stendur upp með mér bráðum. — Stór veizla var haldin í samkomu- húsinu, húsfyllir, því allir voru velkomnir. ER EKKI KOMINN TIMI TIL AÐ RUMSKAST? - HAFKSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl & skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 ÍSS Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Orrici Phoni Ris. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDINO Orrici Houss: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. IND 8T APPOINTMINT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkd&mar Lsetur útl meðöl í vlðlögum ViBtaistímar kl. 2—4 e. 1. 7—8 ats kveldinu Simi 80 867 666 Vlctor Bt. Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talsíml 30 877 ViOtalstlmi kl. S—5 e. h. , A. S. BARDAL selur llkklstur og annast um útíar- lr. Allur útbúnaður sú bestl. Enníremor selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: SS 607 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. RBALTORS Rental, Insuranee and Flnancial - Agents Simi: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Gunnar Erlendsson Pianokennarl Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Rovatzos Floral Shop 806 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Freeh Cut Flowers Daiiy Plants in Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets & Funeral Designs lcelandlc spoken Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage ani Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast all.sk.onar flutnlnga fram og aftur um bselnn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 354 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. y. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 Þegar þjóðeyrisstefpan eða Social Credit hreyfingin, hófst í Alberta-fylkinu og dró að sér athygli allra landsmanna, með hinum glæsilega kosningasigri William Aberharts, sem tók þar við völdum ,vaknaði mikill áhugi víðsvegar um þetta land, fyrir því að skilja undirstöðuatriði hreyfingarinnar og þær hag- fræðikenningar, sem hún grund- vallast á. Þær eru orðnar ljósar mörgum, sem vissu lítil eða eng- in deili þeirra áður. — Mörgum virðist þó veita örðugt að átta sig a hinni nýju kenningu og er það að vonum, þar sem hag- fræðikerfið, sem vér búum við nú á tilveru stfna fyrst og fremst að þakka fáfræði almennings á peninga og viðskiftamálum. — Mikill þorri alþýðu er auk þess lítt hneigður til gaumgæfilegra íhugana og sættir sig jafnaðar- legast við nasasjónina eina, enda grípur almenningur oftast eitt- hvert lítið brot eða jafnvel aukaatriði úr hverri kenningu, og miðar við það álit sitt og af- stöðu. Menn hafa til dæmis talsvert* alment þá skoðun að Social Credit meini 25 dali á mánuði, sem þeir eigi að fá fyrir ekki neitt. Og hvað margir mundu hafa á reiðum höndum svar við því hvað liberalismi væri, sósíalismi og kommúnismi ? En þessar stefnur hafa verið uppi svo lengi, að menn láta sér nægja ef þeir kunna rétt að nefna þær. Með þjóðeyrisstefn- una eða Social Credit er öðru máli að gegna, hún er svo ný, að menn hafa naumast áttað sig nægilega á henni, jafnvel til þess að skapa sér vitlausa skoð- un, sem þá mundi nægja þeim eins og vitlausar skoðanir um aðrar stefnur og málefni. Eg hefi því verið að leitast við að finna fáorða skýringu á Social Credit, sem þó gæfi sæmilega hugmynd um hugsunina, sem liggur til grundvallar stefnunni, og hún er þessi: Að ýta undir holla neyzlu þjóðarinnar svo að eftirspurnin ireki á eftir framleiðslunni unz framleiðslumáttur og neyzla ,haldist í hendur. Þetta er að 1 mínu áliti grundvallaratriði, sem alþýða manna þyrfti að koma auga á. Fullnaðarskilningur á ! víðtæku og vísindalegu hag- fræðikerfi verður því miður seint eign alþýðu, jafnvel ekki þótt það væri í notkun, hvað þá heldur á meðan það er aðeins óframkvæmd hugsjón. Social Credit er í insta eðli sínu þessi hugsun: Að afla og neyta, og að beita þeim kröftum sem undir 1 núverandi fyrirkomulagi fara til ónýtis til þess að bæta úr þeim þörfum, sem nú eru ófyltar. Hvað sem skilningi almenn- I ings á hagfræði líður, er alþýð- an ekki svo skyni skroppin, að hún leyfði sér ekki að brosa að þeim bónda, sem svelti heimilis- fólkið og léti hið vinnufæra fólk heimilisins ganga vinnulaust, heldur en afla nauðsynja sinna. Samt er þetta einmitt það, sem canadiska þjóðfélagið er að gera með núverandi háttalagi. Hundr- uð þúsunda vinnandi og vinnu- lausra manna verða að neita sér um brýnustu nauðsynjar sið- aðra manna, þótt landið sé fult af auðsuppsprettum, og ákvarð- anirnar um hvað framleiða megi og hvers megi neyta, eru á valdi ' manna, sem hugað er um það eitt að halda við úreltu hag- fræðikerfi er leyfi þeim að arð- ræna þjóðfélagið í nútíð og fram- tíð. Slíkar ákvarðanir eiga að vera í höndum alþýðunnar eða þeirra er fara með umboð fyrir hana, fyr getum vér engan Social Credit haft, og ekkert lýðræði getur raunverulega átt sér stað á meðan alþjóð manna er haldið í hagfræðilegum þrældómi. Oss hryllir við að hugsa til þess að skamt aftur í fortíðinni fórnuðu menn ungu fólki, meyj- um og sveinum til þess að mýkja skap hinna grimmu goða og á- vinna sér hylli þeirra eða vin- áttu, en sinnu og hugsunarleysi steinblindar oss svo á yfirstand- andi tíma, að vér sjáum ekki, að þar sem forfeður vorir aftur i fyrnskunni, fórnuðu sennilega tylft eða tug, þá fórnum vér, hinir siðmentuðu menn nútím- ans, tugum og hundruðum þús- unda ungra manna og kvenna árlega, fyrir hásæti hinnar nýju harðstjórnar, sem svikist hefir til valda á meðan alþýða manna og þeir er hags hennar skyldu gæta hafa sofið svefni andvara og ábyrgðarleysis. Er ekki kominn tími til að rumskast? Páll Guðmundsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.