Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.07.1939, Blaðsíða 1
Beer at its best- KIEWEL'S BEER Phone 96361 iltyltt. Phone ^fe^^f ^^ ^^^T 9 p^^^j/irflrf^ 6 3 6 1 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 19. JÚLÍ 1939 NÚMER 42. HELZTU FRETTIR Dr. ólaf ur Stephensen dáinn Dr. ólafur Stephensen, fyrsti íslenzki læknirinn í Canada, 74 ára gamall, dó s. 1. mánudag (17. júlí) að heimili sínu, 162 Sherburn St., Winni^eg. Hann hafði stundað lækningar hér í bæ frá 1896 og þar til fyrir 10 árum, að hann tók sér hvíld frá störfum. Hann var gáfu og hæfleikamaður og tók mikinn þátt í þjóðlífi landa sinna hér á fyrri árum, og var einn af kunn- ustu og merkustu mönnum í hópi Vestur-íslendinga. Hann var fæddur og uppalinn á fslandi, kom til Canada 1893. Mentun sína hlaut hann í Latínu- skólanum í Reykjavík og frá há- skólanum í Kaupmannahöfn út- skrifaðist hann sem læknir. á Manitoba læknaskólann gekk hann eitt ár og útskrifaðist 1895. Hann innritaðist sem læknir í herinn í stríðinu mikla og var í læknisþjónustu í hernum í Ev- r'ópu frá 1916 til 1918. Dr. Stephensen lifa kona hans, fjórar dætur: Mrs. Robert Black, Mrs. V. J. Percy, Mrs. G. P. Kennedy og Emelie ógift, allar í Winnipeg, og þrír synir: Mag- nús, í Long Beach, Calif.; Stefán í Vancouver og Frank í Winni- peg. Tvær systur hins látna eru á fslandi. Jarðarförin fer fram á morg- un (fimtudag) kl. 2.30 e. h. Prestarnir séra V. J. Eylands og séra Rúnólfur Marteinsson jarð- syngja. Líkmenn verða: dr. B. J. Brandson, dr. W. D. Beaton, S. W. Melsted, G. L. Stephenson, S. Stephenson og S. Sigurjóns- son. Gyðingar þyrpast til Shanghai Gyðingar frá Mið-Evrópu löndunum flytja hópum saraan til Shanghai. Borgin er enn í sárum eftir stríðið og innflutn- ingur þangað hefir ekki verið eins takmarkaður og víðast ann- ar staðar. Á síðustu þrem til fjórum mánuðum hafa 9000 Gyðingar sezt þar að; í haust er búist við að þeir verði orðnir um 200000. Þeir setjast flestir að í japanska hluta borgarinn- ar og hafa, þrátt fyrir stríðið, komið þar fótum fyrir sig í við- skiftum. Nýlega var talið að þessir nýju borgarar í Shang- hai hafi opnað 29 matsöluhús, 49 fatabúðir, 377 smá iðnaðar- stofnanir, 194 læknaskrifstofur, 19 matvörubúðir og 92 smábúð- ir, með allskonar varningi. Hitler og Danzig f fréttum frá Evrópu í gær, er haldið fram að Hitler sé afhuga því að taka Danzig með hervaldi að minsta kosti í svip. Hvað gerast kunni eftir þing nazista í Nuremberg, sem haldið er í miðjum september sé óráðið. En þetta á að boða frið að minsta kosti um tveggja mánaða skeið. Þetta getur nú svo verið, en hitt er víst að Hitler ætlar sér að leggja Danzig undir Þýzkaland. Það getur verið að hann hiki við það, ef það kostar stríð, en hann mun einhver önnur ráð hugsa sér til þess. Á sama tíma og þessi frétt berst út, senda Austur-Prússar 40 mótorvagna til Danzig á ein- um degi, drekkhlaðna vopnum. Er það ekki einnig friðsamlegt? Eftir lögum Þjóðabandalags- ins, er Danzig fríborg, undir vernd Þjóðabandalagsins og er fulltrúi þess þar dr. Karl Burck- hardt, frá Svissandi. Af því borgin hefir ávalt þrifist á við- skiftum Póllands, var stjórn þess fengin öll umráð borgarimr ar í hendur af Þjóðabandalag- inu'. Komi eitthvert misklíðar- efni upp milli íbúanna og Pól- lands, á dr. Burckhardt að skera úr þeim, eða áfría málunum til Þjóðabandalagsins. Eitt af því sem ákveðið er í þessum lögum Þjóðabandalagsins viðvíkjandi Danzig, er að þangað er bannað að flytja vopn eða her. Alt þetta hefir Hitler leyft sér að brjóta undir nefinu á Þjóðabandalag- inu. Hann hefir bæði sent her- menn og vopn til Danzig í stór- um stíl undanfarna marga mán- uði. Eins og Danzig er til fyrir við- skifti Póllands, svo enr sjávar- flutningarnir frá Danzig lífæð viðskifta Póllands. Tapi Pólland Danzig, er það banaráð viðskif ta þess. En hvað á Þýzkaland að gera við borgina? Hún hefir aðeins hernaðarlega þýðingu fyrir það. Ráði Þjóðverjar yfir henni geta þeir hnekt Póllandi svo með því,. að :það verði að ganga Þýzkalandi á hönd. Pólland er eins varnarlaust án Danzig og Tékkóslóvakía var, eftir að Sudeten-héraðið var af henni tekið. Þrátt fyrir alt þetta, var skrafað um það á Frakklandi og Bretlandi í gær, að semja við Hitler um Danzig á friðsamlegan hátt. Og ofan á alt annað, kaus Þjóðabandalagið þrjár þjóðir til verndar Danzig. Þessar þjóðir voru Frakkar, Englar og Pól- lendingar. Þær hafa nú að vísu lýst því allar yfir, að það kostaði stríð, ef Þjóðverjar tækju borgina. En hversvegna láta þessi lönd öl! Hitler hrúga þangað hermönnum og vopnum, án þess að mótmæla því? Líkurnar eru til að Hitler eigi eftir að teyma allar þessar þjóð- ir á eyrunum o_g láta þær af- henda sér Danzig ennþá til þess -íið hann eignist eitt vígið enn. Eitt af því sem Hitler hefir nú hyg á, er að hann fái sig kos- inn forseta í Danzig sem er áuð- velt með svo mörgum Þjóðverj- um sem þar eru. Hann er þarí nú þegar heiðursforseti. Verði þessu ekki mótmælt, hefir Pól- land lítið að segja í Danzig eftir J það og Þjóðabandalagið. Fyrir dómstólunum kann að verða deilt um þetta, en það mun trauðla þykja ástæða til stríðs. Og þó er það svipað og að innlima borgina Þýzkalandi Stríðshættan getur því verið minni nú í Evrópu en áður. Fái Hitler alt sem hann vill án stríðs, er ávalt hægt að afstýra henni. Bretar kaupa við í Canada Stjórnin á Bretlandi hefir á- kveðið að kaupa allan þann viðj er með þarf { kolanámum á Eng- landi af Canada. Til jafnaðar nema þessi viðarkaup rúmum 16 miljón dölum á ári. Breta- stj^rn hefir áður átt þessi kaupj við Noreg og Svíþjóð og Eystra- saltslöndin, en telur rétt á stríðs tímum, að fá viðinn héðan. Stapp Breta og Japana Mr. Chamberiain, forsætisráð- herra Breta, tilkynti þinginu það s. 1. mánudag, að Brezka stjórn- in breytti ekki um stefnu í utan- ríkismálum sínum eftir geðþótta eða skipun Japana. Alþjóðahverfið í Tientsin er enn í herkví og sátta tilraun- irnar, sem enn standa yfir, virð- ast eiga langt í land. Japanir fara fram á hvorki meira né minna en að Bretar og Frakkar sérstaklega hafi sig burt úr Kína, eða láti af viðskiftum við Chiang Kai Shek, kínverska her- foringjann og skifti í þess stað, við Japani. Það er ekki al-j þjóðahverfið í Tientsin eitt, sem| hér er um að ræða, heldur alt I Kína. Bretar segja níu velda samn- inginn um viðskifti í Kína, ekki eiga fremur við sig og Frakka eina, en t. d. Bandaríkin og þeim samningum yerði ekki horfið frá, án samþykkis allra viðkomandi þjóða. En Bandaríkjaþjóðina virðast Japanir með engu móti vilja styggja. Hér stendur hnífurinn í kúnni og umsátrið í Tientsin er ekki víst að verði Japönum að til- ætluðum notum. Umsátrið byrjaði 14. júní í Tientsin, en svo virðist þó, af orðum Mr. Chamberlains að dæma, sem heldur hafi verið slakað á klónni af hálfu Japana og nauðþurft sé ekki enn í borg- inni; aðflutningur flestra nauð- synja sé leyfður. Enn sem komið er virðist þó vonin veik um að af sættum verði milli Breta og Japana og hnútar umsátursins í Tientsin verði leystir. Kærar þakkir, Vökumenn Ritið "Vaka" gat þess fyrir nokkru, að Vökumannahreyf- ingin á íslandi hefði með öðru á starfsskrá sinni, að útvega ís- lenzku vikublöðunum vestan hafs áskrifendur. Þetta áheit vökumanna, um Uðsinni sitt, situr ekki við orðin tóm, því s. 1. viku sendi einn af forsprökkum hreyfingarinnar, Egill Bjarna- son, Hemskringlu 25 nýja á- skrifendur. Heimskringla þakkar innilega drenglyndið og áhugann sem þetta ber vott um hjá Vöku- mönnum til málefna þeirra, er Vestur-íslendingar hafa með höndum. Það ber þess ljós merki að löndum heima er ant um að bræðraböndin milli þeirra og íslendinga hér haldist sem lengst óslitin. Það er og ein af heitþráðustu óskum Vestur- íslendinga. Heimskringla árnar hinum nýju kaugendum alls góðs og vonar að þeir hafi svo mikla skemtun af að lesa vestur- íslenzku að þá iðrist aldrei kaup- anna! Alúðarþakklæti til Egils Bjarnasonar og annara Vöku- manna fyrir þessa aðstoð þeirra. Flugi Japana mótmælt Japanir hafa ákveðið flug um- hverfis jörðina með ágústmán- aðar byrjun. Maður sem Leo Mahrer heitir og sem er ritan félags í Vancouver, er fyrir því berst að öllum viðskiftum við Japani sé hætt af hálfu Canada, hefir sent Mackenzie King for- sætisráðherra áskorun um að leyfa ekki Japönum þetta flug yfir Canada. Segir Mahrer að enginn efi sé ú því að flugferð þessi sé til þess ætluð, að vekja athygli annara þjóða á flugher styrk Japans og skjóta þeim skelk í bringu með því. Hann telur það mjög fjarri að flug- skipi Japana sé leyft að lenda hvar se'm ákosið sé í Canada, en brezkir borgarar séu klæðflettir, ef út fyrir borgarmúra Tientsin stíga. f flugskipinu, sem að vísu er ekk nema eitt, eru 6 úrvals flugmenn er auga munu hafa á lendingarstöðum í Canada. Islenzki þjóðbuningurinn hlýtur verðlaun á sýningu Snemma í þessum mánuði voru "Heimskringu" send ein- tök af "The Globe and Mail" og "The Evening Telegram" frá Toronto Ont., með myndum og umgetningu um hina árlegu sýn- ingu lista og iðnaðar, er haldin var síðustu víkuna í júní mán- uði í Graphic Arts sýningarhöll- inni í Toronto. Var þar sér- staklega haft til sýnis listir, iðnaður og handavinna þeirra þjóða, er hafa flutt inn í Canada víðsvegar að. Á þessu ári tóku þátt í sýn- ingunni um 30 þjóðflokkar frá ýmsum löndum, frá öllum álfum heims. Var sýningin fjölbreytt og glæsileg, gott sýnishorn af því, hvað innfluttu þjóðirnar geta lagt af mörkum, auðgað og bætt við menningu hinnai ungu canadisku þjóðar. Meðal annara er sýndu lista- verk þarna voru menn eins og myndhöggvarinn ágæti Em- manuel Hahn og listamálarinn Nicholas Hornyansky. Hahn sýndi meðal annars, brjóstmynd af Vilhjálmi Stefánssyni land- könnuði, sem er talin stórkost- legt listaverk, var myndin til sýnis þarna, sem sérstakt virð- ingarmerki listamnnsins fyrii' Norðurlandaþjóðunum, sem hafa tekið sér bólfestu í Canada. Toronto blöðin fóru mörgum lofsamlegum orðum úm sýning- una, og ekki sízt um litlu ís- lenzku deildina, er íslenzkar konur búsettar í Toronto komu á framfæri þarna. Mrs. Hugh L. Robson (Bergþóra Johnson) veitti forstöðu og vann að því að koma á þessari sýningu á ís- lenzkum handiðnaði. Með að- stoð þeirra Mrs. K. Frederick- son og Mrs. Al. Ford, sem ætíð eru boðnar og búnar til að styrkja alt íslenzkt í fámenna íslenzka hópnum í Toronto og grendinni. Landar í Toronto tíndu til alt ,sem þeir áttu í fórum sínum af íslenzkum munum og lánuðu á sýninguna. Það sem blöðin eystra nefndu sérstaklega til og luku lofsorði á, var hárfín ullar- vinna, vefnaður og prjónles úr silkimjúku handspunnu bandi, ýmist með sauðarlitum eða jurtalituðu alt í mjúkum mild- um litum. Silfursmíði, tréskurð og útskorið horn, glitvefnað og ýmiskonar útsaum. Leirmyndir sýndi María Jónsson, sem á undanförnum árum hefir stund- að nám við listaskólann 'í Tor- onto , og málverk lánaði Mrs. Kinton, voru það myndir frá Þingvöllum, sem hún málaði þar heima 1930. í sambandi við málverkin frá Þíngvöllum og það annað, er þarna var til sýnis, gaf Mrs. Robson skýringar og stuttan útdrátt úr sögu lands og þjóðar, þeim, sem spurðu og forvitnuðust um ísland. íslenzku búningarnir þóttu afar fallegir, var Miss Margrét Frederickson í upphlut, er Mrs. John D. Eaton lánaði, en Mrs. Robson var í sínum eigin skaut- búningi. Hlaift hún íyrir hann fyrstu verðlaun, silfurbikar. — Björg Jónsdóttir Carson 24. ágúst 1875—2. júlí 1939 "Þeim fækkar ört, sem fremst á verði stóðu á frama, vegs, og manndáðanna braut, sem undirstöður okkar giftu hlóðu og áttu geymda í hjörtum fagra sjóðu, er hver og einn í húsum þeirra naut." Fyrir fáum dögum síðan fluttu vikublöðin íslenzku dánar- fregn þessarar velþektu og ágætu konu. Nú langar mig til að bæta fáeinum orðum við það sem þar var sagt, þó upplýsingar um ættir hennar hafi eg ekki nægilegar til þess að gera því eins góð skil og eg hefði óskað. Björg var fædd á Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði í Norður-Múlasýslu 24. ágúst 1875. Foreldrar hennar voru þau Jón Árnason bóndi þar og Ólavía Jónsdóttir. Fluttu þau hjón til Vesturheims árið 1886 ásamt börnum sínum og bjuggu hér í Winnipeg um margra ára skeið, og er risna þeirra og góðgerðasemi enn í minnum höfð. Þrátt fyrir það að Björg heitin kom hingað vestur að- eins barn að aldri, tók hún snemma drjúgan þátt í íslenzkum félagsmálum. Mun hún hafa verið ein af stofnendum Tjald- búðarsafnaðar hér í borg og vann hún að öllum framfara- málum þess safnaðar af miklum dugnaði, uns hann hætti að starfa sem sérstakur söfnuður. Hún var og ein af stofnend- um Jóns Sigurðssonar félagsins og var sístarfandi að heill þess félags meðan kraftar hennar entust. Þar að auki tók hún þátt í margskonar öðrum félagsmálum og lét sér mjög ant um heill og heiður íslenzka þjóðarbrotsins hér vestra, enda unni hún fslandi og gladdist yfir hinum miklu fram- förum þess. Var vinum hennar því mikið gleðiefni að atvikin höguðu því þannig, að hún gat sótt hina miklu hátíð á Þing- völlum 1930, og geymdi hún margar fagrar endurminningar um þá ferð og veru sína heima. Joseph Carson, eiginmaður hennar, andaðist hér í Winni- peg í september mánuði 1938 og lifa foreldra sína þrjár dætur: Mrs. D. Bruce Murray og Mrs. James Braid Smith, báðar til heimilis í Winnipeg, einnig Miss Alma V. Carson til heimilis í Chicago. Fyrir nokkrum árum misti Björg heitin tvo bræður sína, Árna lögmann Anderson og Einar Sigurð Anderson. Hinn síðarnefndi féll í stríðinu mikla á Frakklandi. A.lífi eru fjögur systkini hennar: María K. Anderson, í Vancouver, Carl J'. Anderson, Winnipeg, Gunnl. Anderson, Winnipeg og Gunnar Anderson, Watson, Sask. Að hafa kynst þessari látnu merkis-konu er mikill ágóði, —andlega talað. Á þeim sviðum er mest um vert að kynnast sönnu fólki, fólki sem á hugsjónir sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Þeir sem þannig eru frá guðs hendi á götu vora settir, hafa ekki einungis bjargað sínu eigin lífi, heldur og auðgað líf allra þeirra sem gæfu báru til að hafa einhver kynni af þeim.« Frá öndverðu var heimili þessarar látnu konu samkomu- staður hinnar ungu uppvaxandi kynslóðar fslendinga hér. Hinu umkomulausa og fátæka skólafólki var hún. sem besta móðir og leiðbeinandi í hvívetna. Munu fáir kalla það fleipur er eg endurtek það sem fyr hefir verið svo fagurlega sagt: "Að þekkja hana var að elska hana". Hennar góðverk, ósérplægni og vinfesta fylgja henni út yfir gröf og dauða. Hér læt eg þá staðar numið og kveð þessa glæsilegu og trygglyndu konu með þessum alkunnu orðum: "Far þú í friði, Friður guðs þig* blessi, Hafðu þökk fyrir alt og alt." P. S. Pálsson Þótti þeim, er um dæmdu, að íslenzki skautbúningurinn bera af öllum öðrum þjóðbúningum, er þarna voru saman komnir. Af ummælum blaðanna að dæma sem frétt þessa flytja, hefir þessi íslenzka sýning þarna vakið mikla eftirtekt. Það hefir meira að segja verið vakið máls á því við Mrs. Robson, sem fyrir þessu hefir staðið, að ís- lendingar tækju þátt í þjóð- sýningu er að ári verður haldin í Ontario-fylki. En hvað sem um það verður, á þessi unga, hér mentaða, listræna og áhugasama kona fyrir því sem íslenzkt er, Mrs. Robson, miklar þakkir skil- ið fyrir það sem liún hefir að sér lagt við að kynna ísland og ís- lenzka þjóð á sýningunni í Tor- onto og gert það með svo góðum árangri, sem að ofan er lýst. — Þeim til fróðleiks sem ekki þekkja neitt til Mrs. Robson, skal þess getið að hún er héðan úr Winnipeg og er dóttir Gísla Jónssonar prentsmiðjustjóra og Guðrúnar skáldkonu Finnsdótt- ur konu hans.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.