Heimskringla - 26.07.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.07.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚLÍ 1939 UicimskrtiuiUt | (StofnuO 1886) Kemur út 6 hverjum miBvikudeoi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst p tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 511 viðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: g atmager THE VIKING PRESS LTD. 853 Saroent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans-. EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” ls publlshed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 SiuiuuuuuuiiiiiiimiuiniiiiiiiiiiiiJiitiiiiuiiiiniiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiUiniiitiniiuiiimiiimiiiiiuiiHiuiiiiuiiiiiiJJiiiinuitump WINNIPEG, 26. JÚLÍ 1939 HRÓLFUR KRAKI OG KAPPAR HANS Erindi flutt á samkomu Kvennasambands- ins í Sambandskirkju 1. júlí eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur Á þessu yfirstandandi kirkjuþingi, hafa nú þegar verið flutt ágæt erindi, af mönn- um og konum, sem hafa verið andlegur gróði þeim er á þau hafa hlustað. Erindi sem hafa fjallað um ýms mannfélagsmál og svo vitaskuld trúmál. Inn á þau grænu haglendi voga eg ekki mínum fótum að stíga, heldur ætla eg að líta um öxl litla stund, og seilast aftur í ramma heiðni, með því að rifja upp fáein atriði úr einni Fornaldarsögu Norðurlanda. Ástæðan fyrir því að eg ætla að gera Hrólfssögu Kraka og kappa hans að um- talsefni, eru lauslegar hugsanir, er flögruðu um hugann daginn sem konungs- hjónin brezku dvöldu í Winnipeg. Sá dagur var merkisdagur í sögu þessarar ungu borgar, því þá stundina var hún mið- stöð Bretaveldis. Um hádegisbilið kvað loftið við af kveðjum og heillaóskum til hinna prúðu konungshjóna, frá öllum þeim löndum er veldissproti Breta hefir snert. Austan frá Indlandi, um bláar leiðir lofts- ins, kvað spekingurinn og skáldið Tagore hetjuljóð, fyrir minni frelsis og mann- réttinda. Mér flaug þá í hug það, sem Charles Morgan sagði að það væri skáld- skapur, sem væri sagt af svo miklu viti sannleika og fegurð, að knúnar voru fram hugsanir og hugsjónir. Kvæði Tagore’s rótaði eitthvað til í minni eldabusku sál, líka gafst tóm til að láta hugann hvarfla, því við eldra fólkið höfðum hægt um okkur þar, sem við sátum suðub á Sherbrook stræti í skála þeim cr þj óðræknismenn höfðu bygt þar um þjóð- braut þvera. Kurteisar háar og horskar Norðurlandakonur gengu um beina, og veittu vel. Þarna sat Norðurlanda fólk og drakk skál konungshjónanna að fornum sið. Eg sá skáld þarna á strjálingi, en þau. þögðu. En það fann eg í andrúmsloftinu, að ef þau hefðu kveðið, mundi anda og efni hafa svipað til fornskáldanna. Hin fornu íslenzku hirðskáld kváðu lofkvæði viti, hugprýði og drengskap, það voru þeir kostir er konungum sæmdi, og þau sendu konungum Bersöglisvísur, ef þau sáu það í fari konunga, sém mínkaði manngildi þeirra. Fornu íslenzku hirðskáldin gáfu konungum vináttu sína og líf sitt, ef á lá, en frelsi sínu heimtuðu þau að halda. — Skáldin þoldu ekki kúgun því þau kunnu hugrúnar þær og málrúnar, er gera menn geðhorskasta allra guma. Þegar það er athugað að íslenzk hirð- skáld skipuðu andlegt öndvegi við erlendar hirðir um 300 ára skeið, auk fjölda annara ungra manna, er utan fóru til að leita sér frægðar og frama, er ekki ólíklegt, að um ferðir og frammistöðu þessara manna, hafi myndast sögur og æfintýri, sem hvorki eru skráðar í íslendingasögunum, eða getiö um í Noregs konunga sögum. Þessum æf- intýrum hafi svo verið bætt við síðar meir í það safn þjóðsagna, æfintýra, kvæða og kvæðabrota er þjóðin geymdi á tungu sinni og hver kynslóðin kendi annari. Það er því ekki að undra þótt það yrði býsna mikill æfintýrabragur á þeim sögum, sem íslendingar tóku upp á að skálda á 13. 14. og 15. öld, og það er mjög eðlilegt að konungar og kappar þeirra væru sögu- hetjurnar í þessum skáldsögum. Af öllum þeim skáldsögum, sem voru að einhverju leyti spunnar út úr gömlum kvæðum, kvæðabrotum og fomum þjóðsögum eru Fornaldarsögur Norðurlanda taldar merk- astar. Fyrsta ságan í því safni er Hrólfs saga Kraka og kappa hans. Dr. Finnur Jónsson telur hana með yngstu sögunum og hefir hún fundist aðeins í pappírs handriti. Söguskáldið lætur hana ske á þeim tímum, sem Ásatrúin var að missa mátt í hugum manna, en kristin trú ennþá engum kunn á Norðurlöndum, og menn trúðu því margir á mátt sinn og megin, trúðu mest- megnis á mannvit, hreysti og drengskap. Eftirstöðvar hinna hverfandi trúarbragða í hugum og breytni manna eru auðsæ, jafn- vel þótt goðin séu farin að fölna. Á þeim fornu heiðnu tímum urðu menn oft að ciga mikið undir annara drengskap, og það kom þá stundum fyrir að hann brást mönnum svo hraparlega, að náfrændur börðust um auð og völd, bræður og jafnvel systur, háðu bardaga um lond og konungs- tign. Þrátt fyrir átrúnað á vit og göfugt manneðli voru til menn er trúðu eingöngu á hnefaréttinn, stjórnuðust af ofsa, yfir- gangi og græðgi. Á þeim löngu liðnu dögum ríkti ófriður.og óheilindi í konungs- garðinum í Danmörku og um langt skeíð var illur bæjarbragur í Hleiðargarði, þar til Hrólfur Kraki tók við stjórn þar og setti sinn svip á hirðlífið. — Þarna sat eg á hörðum þjóðræknisstól og hugsaði fram og aftur um konunga, góða og illa konungsstjórn og konungáríki og einræði og yfirgang, sem mannkynið hefir orðiö að þola og líða fyrir. Eg hugsaði um stríð og styrjaldir, og hvað sú saga endurtekur sig, að menn eru sendir út í dauða og djöfulæði þegar græðginni liggur á gulli og völdum. Eg var að hugsa um Skuldarbardaga. Hér er útdráttur úr sögubrotunum í mjög lausum dráttum. Eg reyni aðeins að rekja þá þræði er harðast eru tvinnaðir í þessari örlagaþrungnu harmsögu Hleiðai- argarðs konunga. Helgi konungur Hálfdánarson - faðir Hrólfs Kraka réði ríki í Danmörku, föður- leifð sinni, endur fyrir löngu, hafði hann á unga aldri orðið að fara landflótta fyrir ofsa og yfirgangi Fróða konungs föður- bróður síns, er drap föður Helga og rudd- ist til ríkis í Danmörku. Fyrir styrk vina sinna og vandamanna náði Helgi ríkinu aftur í sínar hendur þegar honum óx aldur til, því hann var hraustmenni og her- maður mikill. Þá var talin bestur kvenkostur í ná- lægum löndum ólöf Saxlandsdrotning, var hún væn kona að yfirliti, en grimm í skapi og stórmannleg, en engan mann vildi hún eiga. Helga konungi þótti, sem sinn frami mundi aukast í að fá konu þessarar hvort sem henni væri það viljugt, vel eða miður. Býr hann sig í bónorðs- förina með miklu herliði. ólöf drotning hafði fátt manna heima við Þegar Helgi kom, og tók þann kostinn að bjóða konungi til veizlu, þótt óviljug væri hún að hlusta á bónorð hans. Var drotning allkát um kvöldið og lét veita vel. Þegar leið fram á nóttina voru allir hirð- menn Helga konungs mjög ölvaðir. Kon^ ungur hafði drukkið svo fast að hann féll sofandi í hvíluna. Drotning rakaði þá af honum hárið og néri í það tjöru vafði hann húðfati og sendi menn sína með hann til skipa. Sagði svo hirðmönnum hans að konungur þeirra var kominn til skipa, og vilji sigla því byr var góður. Þegar kon- ungur raknaði af rotinu hujgði hann á hefndir fyrir hryggbrot og svívirðingar Ólafar drotningar, en hún var vör um sig og sat jafnan með miklu liði. — Helgi kon- ungur tók það ráð að dulbúa sig og múta hirðmanni drotningar til að svíkja hana á sinn fund. Þegar hann hafði hefnt sinna svívirðinga á cV’otningu, með því að smána hana, lét hann í haf en hún fór heim til sín og undi stórilla hag sínum. Þegar stundir liðu fram fæðir Ólöf drotning fag- urt meybarn, var það á fárra vitorði. Drotning lagði alla óstund á barnið og gaf því hunds nafn, kallaði Yrsu. Sendi hún barnið í fóstur til karls og kerlingar, og skyldi það alast upp, sem þeirra barn. Árum síðar er Helgi konungur á sigl- ingu við. strendur Saxlands og forvitnar að hafa fréttir af landinu. Hann gengur á land dulbúinn og við skóg einn sér hann stóra hjörð. Ung og fögur mær gætti hjarðarinnar. Þóttist konungur aldrei fegurri konu litið hafa, og spyr hana að nafni. Hún kvaðst heita Yrsa Karlsdóttir. Konungur rendi þegar ástarhug til hennar og hafði hana með sér óviljuga til skipa, flutti hana heim til Danmerkur, gerði tiJ hennar virðulegt brúðkaup og unni henni mjög. Þegar Ólöf drotning fékk fregn um giftingu dóttur sinnar varð hún fáráð og eigi heilbrjóstuð, en hefndarhugur hennar fann fljótt að með þessu var Helga kon- ungi búinn harmur og svívirðing. Hún bjó skip sitt, og þegar til Danmerkur kom, gerði hún Yrsu orð að sjá sig. Þegar þær hittust, bauð Yrsa Ólöfu drotningu að ganga í höllina, en drotning afþakkaði boðið, en sagði nú dóttur sinni hver hún væri. Yrsa svaraði: “Mína ætla eg móð- urina versta og grimmasta, því þetta eru þau ódæmi að eigi munu fyrnast um aldir.” “Helga hefir þú goldið í þessu,” segir Ólöf, “og reiði minnar, en nú vil eg bjóða þér til mín með sæmd og vitðingu, og gera til þín í alla staði eftir því, sem eg kann best.” Yrsa fór með móður sinni og skildi eftir son sinn ungann, Hrólf, er ólst upp með föður sínum. En svo fékk þetta á Helga konung, að hann lagðist í rekkju og var all ókátur. Yrsa giftist síðar að ráði' móður sinnar, en á móti vilja sínum, Aðils Svíakonungi. Var hann ríkur, ágjam og óvinsæll og viðsjárverður. Aðils konungur bar illan hug til Helga konungs, reyndi Yrsa drotning að sætta þá, en Aðils gekk á gefin heit, sat á svikráðum við Helga og drap hann. Eftir ,það varð drotning óhæg í skapsmunum og sagði Aðils að hér eftir yrði hún honum aldrei holl ef hann ætti viðskifti við venslamenn Helga konungs. Hugsaði hún þar vita- skuld um Hrólf son sinn. Og drjúgan þátt átti Yrsa í sigrum þeim, er Hrólfur bar úr býtum í viðskiftum við Aðils konung, og hversu vel Hrólfi tókst að svínbeygja þann, er Svíanna var ríkastur. Yrsa sýndi þar hvað hún var vitur, þrekmikil og ráð- holl syni sínum. Hrólfur konungur tók ríki eftir föður sinn og sat í Hleiðargarði. Hafði hann þar slíka rausn og höfðingshátt að orðstír Hrólfs barst víða um lönd. Svo er Hrólfi lýst að hann var vitur og hugprúður, örr og stórgjöfull, trúfastur og vinvandur, láglegur að líta, en mjikill að reyna og torveldur, manna fríðastur, stórlátur við ómilda, en ljúfur og hógvær við vesæla, og við alla þá, sem ekki brjóta í bág á móti honum svo að jafnblítt, svarar hann fátækum, sem ríkum. Var það talinn mesti frami að vera með Hrólfi konungi í Hleiðargarði. Þangað streymdu hetjur og kappar víðsvegar að. Konungur afstýrði ófriði og skærum er stundum bryddi á milli hirðmanna, en lét þá stunda listir og leika. Þar voru samankomnir hinir ágætustu menn og bættu margir þeirra stórum bæjarbraginn við hirðina. Svipdagur kom yfir sundið frá Svíþjóð og hans fyrsta verk var að byrja á að ryðja úr öndvegissætunum heimsku, hroka og ofstopaskap þótt lítt yrði honum ágengt þar til hin vitra hjartaprúða hetja Böðvar Bjarki kom frá Uppdölum í Noregi, var hann mestur og bestur allra kappa kon- ungs. v Á leiðinni til Hleiðargarðs kom Böðvar að kotbæ einum og baðst gistingar, því náttmyrkur og óveður gerðu honum lítt mö^ulegt að halda lengra. Var honum veittur góður beini. Böðvar spurði karl tíðinda frá Hleiðargarði, konungi og hirð- mönnum hans og er þeir töluðust við grét kerlingin. Böðvar spurði um ástæðuna og kerling sagði honum að þau ættu son, sem hefði farið til borgarinnar til að skemta sér, en hann glettist þar við hirðmennina, sem tóku hann svo og höfðu að háði og hnútukasti. f þeirri beinahrúgu lægi hann, ef hann ekki væri dauður af meiðsl- um. Kerling bað Böðvar að launa nætur- greiðann með því að kasta til hans minna beini en meira, því henni sýndist hönd Böðvars sterkleg. Böðvar launaði næturgreiðann vel. Hann dró son kerlingar upp úr sorpinu og beinahrúgunni, og undir vernd og hand- leiðslu Böðvars Bjarka, varð þessi hug- lausi unglingur að Hjalta hugprúða, er Hrólfur konungur gaf síðar sverðið gullin- hjalta fyrir unnin afreksverk og nafnbót- ina hugprúði fyrir þann styrk í skapi og sjálfsstjórn, að hefna sín aldrei á hirð- mönnum þeim, er áður léku hann verst, er hann var orðinn þeim miklu meiri. Undir stjórn Hrólfs konungs ok kappa hans óx og efldist konungsríkið, friður lá í landi og sigursæld. Hrólfur konungur átti hálf systur að nafni Skuld. Aðils Svíakonungur og Yrsa drotning giftu hana ríkum konungi, sem hét Hjörvarður. Skuld drotning var grimm kona, kaldráð og drotnunargjörn, öfundaði hún bróður sinn og fanst henni að Hjör- varður konungur standa í skugga hans. Þar voru þau lög í landi að ef einn kon- ungur hélt á sverði annars konungs, varð sá er sverðið bar skattgildur hinum. Þann lagakrók notaði Hrólfur við mág sinn og galt fyrir dýru verði síðar. Er það eina atvikið í sögunni sem heldur er ljóður á ráði Hrólfs Kraka. En sá skattur efldi öfund og hatur Skuldar drotningar og dró að lokum til liðsöfnunar þeirra Hjörvarðar og Skuldar. Fóru þau á jólum með ofurefli liþs á leynd til Hleiðargarðs. Hrólfur konungur hugði þau komin til veislu, tók á móti þeim með rausn og var hinn glaðasti. Um nóttina ruddist lið Skuldar inn í Garðinn og var Hrólfur fá- liðaður og óviðbúinn og sá fljótt hvað verða vildi, en var hinn ró- legasti og mælti til manna sinna: “Takið oss þann drukk sem best- ur er til — og stundum það eina, að í minni sé vor hreysti.” Þá um nóttina var hin fræga Skuld- arorusta háð og vörðust þeir Hrólfur Kraki og kappar hans af dæmafárri hreysti og hugprýði. Ja<fnvel Skuld varð að orði: “ólíkur er Hrólfur konungur bróðir minn öllum öðrijm — en nú skal til skarar skríða.” Og þannig lauk Skuldarbardaga að þar féllu þeir allir Hrólfur Kraki og kappar hans, — en orðstír þeirra lifði. Aftan við söguna er prentað brot úr gömlu kvæði, “Bjarka- mál en fornu”; er þetta brot því miður alt, sem til er á ís- lenzku af kvæðinu, en Saxi sögu- ritari Dana, hafði haft kvæðið og ort það um á latínu. Dr. F. J. segir að kvæðið muni hafa verið gott og göfugt. Það er ekki óhugsandi að höfundur Hrólfssögu hafi kunnað þetta kvæði og haft það í huga þegar hann samdi söguna. Síðustu hendingarnar í þessu broti eru svona: “Hniginn er í hadd jarðar Hrólfur enn stórláti.” Þarna er æðrulaus harmur og eftirsjá; nógu fleygt og fáort til að vekja hugsanir og hugsjónir. Þormóður Kolbrúnar skáld kunni þetta kvæði og valdi það til að kveða hug í herinn morguninr. fyrir Stiklastaðaorustu árið 1030. Hefir Þormóður vafalaust ekki valið af verri endanum, þeg- ar um skáldskap var að ræða, til þess var hann sjálfur of ágætt skáld. Ef til vill hefir honum líka komið til hugar að eitthvað svipað væri í vændum fyrir Ólafi konungi og mönnum hans, því þeir áttu við ofurefli að etja. Hetjurödd Þormóðs hefir hljóm- að hátt á þessum hendingum úr Bjarkamálum hinum fornu: “Ættgóðir menn þeir er ekki flýja; vekjat ek yðr at víni, né at vífs rúnum, heldr vek ek yðr at hörðum Hildarleiki.” Höfundur Hrólfs sögu Kraka og kappa hans er nafnlaus og engar heimildir eru til fyrir því á hvaða tímabili sagan var sam- in. Að líkindum er hún ein af þessum kappa og kyngisögum, sem sagðar voru til skemtunar á mannfundum. En það er skrít- inn neisti í þessari gömlu sögu. Hún lætur börn gráta og fu!I- orðið fólk hugsa. Hún á mörg ítök í íslenzku máli af kjarnyrt- um setningum. Hún drepur víða fæti við dyr mannlegra til- finninga og segir sanneikann. Það er hægt að hugsa sér að þessi saga sé líkingamál, hugsuð og sett saman af vitrum manni, sem var þreyttur á að sjá margt fara aflaga, segjum í lok Sturl- ungaaldarinnar. Þá hafði lengi verið háður Skuldarbardagi á ís- landi. Beztu menn þjóðarinnar bárust á banaspjótum. Landið hafði tapað lýðræði sínu og kirkjan var byrjuð á að stíga á hálsinn á andlegu frelsi manna. Höfundurinn er þreyttur á út- sýninu, hann ferðast inn í hugar- heima og skapar sér menn, sem eru hugsjónir, eins og Hrólfur Kraki og kappar hans. Þannig vill hann að íslenzkt fólk sé. Hann þráir göfgi og vit Hrólfs Kraka, stolt Svipdags, mannúð og hugprýði Böðvars Bjarka og sjálfstjórn Hjalta hugprúða. Og raunakonan Yrsa drotning hefir þá skapgerð, að hún verður ekki fyrir borð borin af hatri móður eihnar ög hverri ^ftingunni annari ólánsamari. Söguna til enda stendur Yrsa þróttmikil og drengileg kona. Og höfundurinn sér fleiri mýndir umhverfis sig í mannlíf- inu, myndir sem hann ber í sterka liti. Hann sér konur eins og Ólöfu drotningu, sem stinga börnunum sínum í skúmaskot og láta kylfu ráða kasti, hvar spor þeirra liggja síðar meir. Hann sér böl umkomulausra mæðra, sem gráta yfir börnun- um í sorphaugum mannfélags- ins. Hann sér konur eins og Beru móður Böðvars Bjarka fæða börn, sem hefðu getað orðið miklimenni, en kjör og kringum- stæður mæðranna eru þannig að börn þeirra fæðast og vaxa upp hálfir menn og hálfir dýr eins og Elgfróði eða þau haltra á hundsfótum lífið út, eins og Þórir, fyrir annara áhrif og misgerðir. Sé sagan lesin sem líkingamál sér höfundurinn um víða veröld, og svo eru þessar persónur hans langlífar, að þær eru enn til um allar jarðir. Skuld drotning er á ferð með liði sínu og háir grimma bardaga í höll mannfé- lagsins. Við stöndum öll ótta- slegin, okkur stendur stuggur af að vita hversu hart í höggi mannvit, frelsi og réttlæti eiga púna. “Drjúgt er liðið Skuldar” sagði Böðvar Bjarki skömmu áður en hann féll í Skulda?- bardaga. Hjalti hugprúði svar- aði: “Af mér eru allar hlífar höggnar fóstbróðir.” Þessi til- finning er að merja úr okkur máttinn, fólkinu, sem lifum í dag, hún er að níða úr okkur starfsþrótt og lífsgleði, trúna á framtíðina trúna á okkar eigið lífsstarf. Æskulýðinn, sem við höfum alið upp, sjáum við ganga í stórhópum á vonlausum vergangi og stríð vofa yfir höfð- um þeirra. Er það að undra, undir kring- umstæðunum, þótt nokkrum úr þeim hóp verði stundum fóta- skortur ? Æskan sýpur það seyði, sem eldri kynslóðin hefir bruggað henni. Sannleikurinn er sá að fjöldinn allur af æsku- mönnum nútímans berjast eins og hetjur við örðugleikVna, og eru á ýmsum sviðum langt um- fram eldri kynslóðina. Þegar við höfum sökt hugan- um ofan í svarta nótt við að at- huga lið Skuldar, þá er það afar nauðsynlegt andlegri heilbrigði, að ganga út í glaðan daginn og gefa gætur að, hvað Hrólfur Kraki og kappar hans eru að starfa. Aldrei hefir mannsandinn unnið meiri þrekraunir í þarfir almennings velferðar, aldrei hef- ir miskunsemin rétt út styrkari hendur, aldrei hefir frelsi og mannréttindi verið jafnt allra eigín» ef einstakljngurinn vill leggja það á sig að hugsa og vernda þann rétt sinn. f þeim löndum, sem menn ekki hafa þegar gefið frelsi sitt í hendur einræðis og hervalds, er enn leyfð frjáls hugsun og mál. Nótt- in og dagurinn eiga að líkindum eftir að berjast lengi í mann- heimum. Á meðan á þeirri or- ustu stendur er liði Hrólfs Kraka þörf á vitsmunum, jafnvægi og hugprýði. f okkar litla íslenzka mann- félagi hér vestan hafs er beyg- ur í mönnum yfir því, að heldur sé farið að halla degi, en það er langt til nætur. Og eitt er víst, Vestur-íslendingar skilja nú bet- ur en nokkru sinni fyr, að þeir verða að standa saman um mál sín. Kirkjufélögin, Þjóðræknis-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.