Heimskringla - 30.08.1939, Síða 4

Heimskringla - 30.08.1939, Síða 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 30. ÁGÚST 1939 lEreimskrittglct | (StofnuB 1S86) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Wínnipeg Talsímis 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst j| ryrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. p 311 vlðskifta bréf blaSinu aðlútandl sendlst: Slenager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg =£ ‘‘Heimskringla" is published and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 glllllliriiliiiiiiiniMiii.... WINNIPEG, 30. ÁGÚST 1939 CANADA OG STRÍÐ í blaðinu Winnipeg Free Press birtist meðal annars eftirfarandi frétt s. 1. viku: “Mr. King, forsætisráðherra, hefir til- kynt, að stjórnin muni stíga þau spor, sem nauðsynleg þykja, vegna yfirvofandi stríðs í Evrópu, í samræmi við herlögin frá 1914. Lög þessi eru enn í gildi.” Þegar lög þessi voru samin og það var gert á þingi er skotið var á 18. til 22r ágúst 1914, var hugmyndin, að þau yrðu numin úr gildi af þinginu að stríðinu mikla loknu. En á öllum þeim þingum, sem haldin hafa verið síðan stríðinu lauk og þau eru nú orðin yfir 20, hefir þetta farist fyrir. Eins og menn muna frá stríðsárunum, eru lög þessi í því fólgin, að þau veita stjórninni ótakmarkað vald til allra hluta. Blöð, útvarp, fréttir og símskeyti eiga alt undir náð stjórnarinnar, ef hún vill beita valdi sínu. Hið sama er að segja um iðnað, framleiðslu, viðskifti og flutn- inga að stjórnin hefir vald til að haga rekstrinum, eins og hún álítur heppileg- ast. í raun og veru hefir stjórnin vald yfir eignum og breytni manna í smáu og stóru. En þrátt fyrir alt, er mikið undir því komið, hvernig stjóriíin notar þetta vald. f síðasta stríði er óhætt að segja, að það hafi ekki verið nærri út í æsar notað og í sumum greinum alls ekki, þó ýmsum fyndust herlögin óéfað hart lögmál. En lögin eru samt sem áður þau, að stjórnin getur tekið sér alt vald í hendur, ef hún kærir sig um það og á þarf að halda, ein- hverra hluta vegna. YERRI JAFNVEL EN ÆTLAÐ VAR Þegar fréttin barst fyrst út um hlut- leysissamning Hitlers og Stalins, ugðu ýmsir að meira kynni þar undir að búa en einskært hlutleysi. Það sem birt hefir verið af þessum samningi, ber það og að nokkru með sér, því í einni grein hans, er gert ráð fyrir, að fari annarhvor samn- ings-aðili í stríð við aðra þjóð, skuldbindi hinn sig til þess, að styðja ekki eða skifta neitt við þessa óvinaþjóð. önnur grein hlutleysissamningsins fjallar um þetta og ekkert annað. Fari því svo, að stríð verði milli Breta, Frakka og Pólverja annars vegar og Þýzkalands hins vegar, er það fyllilega áskilið í samningnum, að Rússar skifti ekki við þessar óvinaþjóðir Þýzka- lands. í fjórðu grein samningsins er ennfrem- ur tekið fram, að Rússar eða Þjóðverjar hafi ekkert saman að sælda við þá “flokka” eða þær þjóðir, sem í hug hafa að hnekkja valdi þeirra eða gengi. Hér virðist um ofurlítið meir en al- gengt hlutleysi að ræða. Enda er líklegt, að Joachim von Ribbentrop hafi seilst eins langt til og unt var, þegar hann var á annað borð seztur á meðal nýju mál- vinanna í Moskva, enda þótt viðurkent skuli að Franz von Papen, sé sá, er ísinn braut og það á sama tíma og brezku og frönsku herforingjarnir voru þar. Hann undirbjó innlimun Austurríkis og er því góður líka. Ennfremur má af fréttunum síðan sjá, að Rússar hafa hvatt Pólverja til að láta undan síga í málunum við Hitler til að forðast heimsstríð. En hví áminna þeir ekki Hitler, sem þetta eftirvænta stríð er að kenna? Þá hafa Rússar einnig lýst velþóknun sinni á því, að Bulgaríu sé veittur lands- hluti sá, er hún hefir krafist af Rúmeníu, af því, er ætla má, að Bulgaría er eina ríkið á Balkanskaga, sem er nazista-megin. Það sem Rússar vinna aðallega með þessum samningi, er að þeir þurfa nú ekki að óttast Þýzkaland, þó í skærur lendi milli þeirra og Japana. Og það er vissu- lega mikilsvert fyrir þá. Og fyrir Japani eru þessir samningar vonbrigði, enda hafa þeir nú þegar mótmælt þeim. ítalía hatar þá einnig og það líklegasta er, að bæði þessi lönd slíti vináttu sinni við Þjóðverja og öxullinn, samtökin á móti kommún- isma, séu úr sögunni. Spánn er einnig haldið, að ekkert vilji hafa með Rússa að gera og þá ekki heldur Þjóðverja úr því svona er komið. En auðvitað er það alt vatn á myllú Stalins. Og ef að minsta kosti stundarhagur er að þessu einnig fyr- ir Hitler, og það gerir aðstöðu hans í svip betri, mun honum í léttu rúmi liggja, hvað Japan eða ítalía hugsa. ítalíu má nú telja eitt af hinu mikla herfangi Hitlers hvort sem er, og verður það að líkindum, þar til Miðjaðarhafsfloti Breta og Frakka koma henni til hjálpar. Af þessum samningi Rússa og Þjóð- verja, hlýtur að leiða mikla breytingu á afstöðu þjóða heimsins. - Hitler vex mikill máttúr og megin með styrk Rússlands, en að öllu samanlögðu verður sá styrkur ekki meiri, en Bandaríkin ein geta veitt Bret- um og Frökkum, svo um aflsmuninn er óvíst fyrir Þjóðverja jafnvel þó um hern- aðarsamband við Rússa sé að ræða, sem að vísu er enn á huldu, og verður þar til áreynir. Það getur auðveldlega verið meira í samningunum um það, en birt hefir verið. GETUR ENDURVAKNING LfFSINS ÁTT SÉR STAÐ? Eftir Maurice Maeterlink (Frá upphafi vega hefir það verið hin eilífa spurning og ráðgáta mannkynsins, hvort ódauðleiki lífsins gæti átt sér stað, endurvakning þess eða upprisa. Einstætt svar við þessum spurningum hefir birst gegnum hinar fágætustu tilraunir enska vísindamannsins, Morley Martins. Það sem hér er skráð, er stuttur út- dráttur um þessar tilraunir og rannsóknir, úr kafla þeim er hr. Maeterlink, skrifar um þær í síðustu bók sinni: “Hin mikla inn- sýn.”—Þýð.) Síðastliðið ár dó í South Harrow í Lund- únum maður að nafni Morley Martin. — Hann hefir skilið oss eftir hinar einkenni- legustu vísindarannsóknir og uppgötvanir síðan Newton fann upp þyngdarlögmálið. Martin hafði sterka og ákveðna skoðun um að jurtir og dýr, að minsta kosti hrygg- dýrin, héldu áfram að lifa, miklu minni að stærð, en hin venjulega stærð þeirra, og í einskonar svefnmóki í fomgrýtisbjörg- um. Þessi björg eru hin fyrsta storknaða jarðskorpa, og fram til uppgötvunar Mar- tins, hafði aldrei nein merki dýralífs fund- ist í þeim. í stuttu máli, Martin trúði því, að hann hefði sannað að lífið væri ódauð- legt, eilíft og óeyðanlegt og að frummynd- in, væri til áður en það sem vér þekkjum sem efni. Upp úr hinum myrku iðrum jarðar gróf Martin ótölugrúa af þektum dýrum ásamt öðrum, sem eigi eru lengur til og enn öðrum sem eigi hafa ennþá skapast, í lífefnabúri náttúrunnar, en bíða síns vitjunartíma. Aðferð hans var fólgin í því að nota ákaflega mikinn hita og efnabreytingar. Hann endurlífgaði þessar tegundir, seg- ist honum sjálfum frá, ef til vill á svip- aðann hátt, eða með því skipulagi og þær koma fram í hinu hvítglóandi skýi eða gasi, sem áður fylti gufuhvolfið. Martin byrjaði tilraunir sínar árið 1929. Hann varði þeim litlu efnum, sem hann átti yfir að ráða til að reisa sér efnafræðis rannsóknarstofu. Þrátt fyrir óvild, andúð og áhugaleysi kunningja og vina, hélt hann tilraunum sínum áfram til dánar- dægurs. Ekki að ástæðulausu hélt hann uppgötvunum sínum leyndum af ótta við, að þeim yrði stolið. Þó að oss sé eigi að öllu kunnugt, hvern- ig hann hagaði tilraunum sínum, þá fund- ust eftir hann stuttar skýringar á því, hvernig hann starfaði. Hann setti forn- grýtismola inn í rafurmagnsofn og hitaði ofninn 2 til 3 þúsund stig á Fahrenheit hitamæli. Þegar hann tók grjótið út úr ofninum, þá var það orðið að glóð og vik- úrösku. Næst lét hann öskuna í gufu- hreinsara, hitastig 220 gráður, og þar gerði hann ýmsar tilraunir, sem enn þá eru eigi nákvæmlega kunnar hverjar voru. Eftir að hafa gert þessar tilraunir hafði hann fengið nýtt efni, sem hann nefndi hið upprunalega frumefni. Með því að nota trjáolíu gat Martin framleitt þetta efni í glæru formi eins og krystalla í lög- un. Við að skoða þetta frumefni í gegn- um geilsabrot, kom það í ljós, að það hafði mjög einkennilega eiginleika, það gat t. d. minkað eða jafnvel eytt með öllu útgeislun frá dýrum málmum. Eftir margra mánaða athuganir við daufa birtu, sást, að úr krystöllunum seytlaði vökvi, sem rann um botninn á geymirunum. Geymirarnir voru svo teknir ásamt inni- haldi þeirra og geislastraumi veitt í gegn- um þá með álíka ljóshraða og Röntgen geisla. Áhrifin urðu þau, að krystallarnir minkuðu fyrst, en leystust síðan upp í ótölugrúa smádýra. Ljósmyndir af þessari efnabreytingu voru teknar með aðstoð Röntgen geisla, því að áhrifin frá bjartri ljósbirtu reynd- ust mjög óhagkvæmileg. Á fleti, sem var einn þumlungur að hringmáli, gat Martin talið 15 þúsundir smáfiska, sem leystst höfðu upp úr fjörutíu krystöllum. Eftir skýrslum Martins að dæma, þá hafði hann við hinar sterkustu gerlavarnir, enda hefðu dýr hans eigi getað komið úr loft- inu, því að þær lífrænu tegundir sem hafa fundist þar í smásjá fram að þessum tíma, hafa verið einfrymisdýr. Dýr Martins voru aftur á móti fjöl- frymisdýr með mismunandi taugakerfi, er glögglega sást í gegnum smásjána. Áreiðanlegleiki og einlægni hins dána manns gerir það óhugsanlegt, að hér hafi verið um vísindalegt svikræði að ræða. Hefði það getað átt sér stað, þá kemur til kasta vísindanna og útskýra hvernig auðið var að sjá fiska, skordýr og jurtir í gegnum smásjá, sem gat stækkað 2—3 þúsund sinnum. En sjónarvottar sáu ná- kvæmlega þessi dýr á glerplötum Martins. Þegar þessar plötur voru rannsakaðar í gegnum smásjáná, sáust fyrst bólur, sem mynduðust í frumefninu. Innan skamms tíma breyttust þessar bólur í hryggdýr með mænu og rifbein. Næst sáust fæt- urnir, höfuðið og augun. Venjulega voru þessar myndbreytingar seinfara, svo að stundum nam nokkrum dögum. Þó átti sér oft stað, að dýrið þurfti aðeins stuttan tíma til að ná heildarformi sínu, og gátu þá sjónarvottar horft á heildarsköpunina. Til dæmis sást krabbi, sem hafði náð fulln- aðarsköpun, skríða af fleti þeim, sem smá- sjáin náði yfir. Þegar eg skrifa þetta niður, hefi eg á borðinu hjá mér 300 smá- sjárljósmyndir af þessum dýrum. Martin tók svo hundruðum skifti af þessum mynd- um, og það er hægt að rannsaka frá einni mynd til annarar hvernig lífið gerir til- raunir að aukast og sameinast. Á einni myndinni sást beinagrind á meðal frum- agnanna. Á annari mynd mátti sjá mynd- un augnanna. Á enn einni mynd gat að líta eitthvert æfagamalt ferlíki úr djúpum úthafsis, og sást það þarna með fullum skapnaði. Þessi dýr lifa, hreyfa sig og þroskast og finna fæðu sína í frumefni því, sem þau eru fædd í, uns vöxtur þeirra stöðvast, eða þau éta hvort annað. Það má geta þess, að Martin hepnaðist að fæða þessi dýr á einskonar mysu (serum), sem hann hélt leyndu, hverrar tegundar var. Hann hélt enn áfram tilraunum sínum. Hann lét þessi lifandi dýr í rafurmagns ofn, sem hann hitaði upp að 12 hundruð gráðu hitastigs. í leifum þeim sem Mar- tin tók út úr ofninum mynduðust dýrin aftur og héldu áfram að þroskast eins og ekkert hefði ískorist, og reyndust því óræk sönnun fyrir því, að þau væru ó- dauðleg og óeyðanleg. Árið 1935 veiddi Martin rauða sog- fiska í Michigan-vatninu í Baindaríkjun- um. Hann brendi hausinn af einum þeirra í 900 stiga heitum ofni. úr öskunni hepn- aðist honum að einangra svo hundruðum skifti örsmárra sogfiska, sem smásjáin sýndi að voru nákvæmalega sömu tegund- ar og fullvaxinn sogfiskur. Af þessum tilraunum komst Martin að þeirri niður- stöðu að frumdýrin væru safn af öðrum smárri dýrum, sömu tegundar, en mörgum sinnum smærri og óþroskaðri, og að þessar ófullkomnu verur störfuðu innan líffrum- anna. Skoðun hans var því að þær (líf- frumurnar) væru lífræn heild er væri í sambandi við rafstrauma sólarinnar, sem svo aftur væru aflgjafar lífskraftsins. Skoðun Martins er því sú, að dýr þau, er hann enduravkti af óminnis svefndvala sínum séu upprisa og viðhald eilífs krafts. Lífið er ekki aflgjafi veranna en verurnar og dýrin eru aflgjafi og viðhald uppruna- legs og óeyðandlegs lífskrafts. Alt er ó- dauðlegt, og þó að dýralífið blandist jurta- ríkinu, þá heldur það einkennum sínum og eiginleikum til endurlífgunar. Andstæða lífsins er eigi dauði, heldur aðeins dvali. Það má vel gera þær ályktanir, að mannveran sjálf sé falin í steina- lögum jarðarinnar. Það mann- líf er birtist oss virðist að vera örlítið hlutfall við hið ósýnilega líf. Eftir tilraunum Martins og ályktunum að ræða, og sem að nokkru leyti aðrar tilraunir styðjast við, sem haldið er á- fram í Rockefeller stofnuninni og annar staðar, má gera ráð fyrir hinum einkennilegasta á- rangri. Samkvæmt þeim til- raunum vaknar sú spurning, hvort alt mannlíf liðna tímans og framtíðarinnar sé eigi falið í steina og sandlögum jarðar vorrar. G. St. ÍSLENZKI KARLAKÓR- INN í NORÐUR DAKOTA SYNGUR í BISMARCK Eins og margir vita er nú í ár 50 ára afmæli Norður Dakota ríkis. Fram að árinu 1889 var þetta umdæmi kallað Dakota Territory. Þá skiftist það stóra svæði í tvent og mynduðust tvö ríkin, Norður og Suður Dakota og urðu upp frá því bæði full- veðja ríki í sambandinu sem kallað er: Bandaríki Norður Ameríku — “The United States of North America.” Víðsvegar um ríkið hafa svo verið ýms hátíðarhöld útaf 50. ára afmælinu. En aðal hátíðar- höldin fyrir ríkið í heild sinni fóru fram í höfuðborginni, Bis- marck, N. D., dagana 21—25 ág. Hinum ýmsu þjóðarbrotum, sem eiga heima í þessu ríki, var sérstaklega boðið að taka þátt í þessum hátíðarhöldum, á þann hátt að koma þar fram með þjóðlegar skemtanir, hver fyrir hönd síns þjóðflokks. Áttu þjóðarbrotin að koma fram með söngva, dansleiki og annað, sem bæri á sér þjóðlegan blæ. Guð- mundur dómari Grímsson varð þess var nokkru fyrir hátíðar- höldin að margir þjóðflokkarnir höfðu^ ákvarðað að taka þessu boði, og fanst honum það leitt að fslendingar, sem löngum hafa haft á sér gott orð í ríkinu skyldu í þessu efni reynast eft- irbátar annara. Og vegna hans mikla og velþekta þjóðernisá- huga, fór hann því að talfæra þetta við íslendinga, hvar sem leið hans lá, og loks fór svo fyrir tillögu hans að það skipaðist þannig til a&Karlakór fslendinga í Norður Dakota lofaðist til að fara til Bismarck og taka þátt í þessum hátíðarhöldum fyrir hönd íslendinga ef hægt væri að safna nokkru fé til að hjálpa til með kostnað sem ferðin hefði í för með sér. Þess er vert að minnast að það eru nálega 300 mílur til Bis- marck frá þessu umhverfi hér, ferðin hlaut því að taka að minsta kosti tvo daga. Og til fararinnar þurfti að minsta kosti 8 stóra bíla. Þess ber einnig að minnast að flestir meðlimir Karlakórsins voru um þessar mundir í sökkvandi annríki við þreskingu, og því alls ekki hægt um vik að hverfa frá verkum tvo eða þrjá daga. Rúma viku áður en lagt var af stað komu meðlimir kórsins saman til að æfa sig svo að segja að nóttu til, eftir að vinna erfiða vinnu í hita veðri allan daginn. Var þetta næsta erfitt, en menn ræktu það engu að síður með mikilli trúmensku, og má segja að það væri meðlimum kórsins til mikillar sæmdar. Hr. Ragnar H. Ragnar var nýlega horfinn aftur til Winni- peg eftir sumarstörf sín hér í þjónustu þjóðræknisdeildarinn- ar, en þegar í stað lofaðist hann til að sleppa öllu sem fyrir hendi væri þar norðurfrá og koma hingað og dvelja hér ' alt að tveggja vikna tíma til að æfa kórinn og ferðast með honum til Bismarck og stýra söngnum þar. Alt þetta bauðst hann til að gera án endurgjalds. Var það vel og fallega boðið og þakksam- lega þegið. Fljótlega eftir að karlakórinn hafði látið til leiðast að fara í þessa ferð, varð það niðurstaða þeirrar nefndar er hafði þetta !mál með höndum, að til þess að gera þenna þátt íslendinga í þessum hátíðarhöldum veglegri, ætti að vera með flokknum fjallkona og hirðmeyjar er tækju þátt í skemtiskránni. Varð nefndin einróma um það að biðja Mrs. H. Sigmar að taka að sér Fjallkonu-hlutverkið ,og lét hún tilleiðast, þó hún væri nýkomin heim úr löngu ferðalagi. Hirð- meyjarnar sem voru fengnar til að vera með henni voru þær Miss Kathryn Arason frá Moun- tain og Miss Lorraine Anderson frá Bismarck. Miss Arason er pianisti Karlakórsins, en Miss Anderson hafði líka verið beðin að syngja sólósöng í íslenzka prógrams-þættinum. Komu þær báðar fram í fallegum íslenzk- um búningum, Miss Arason í upphlut en Miss Anderson í skautbúningi. En þegar til þess kom að klæða Fjallkonuna í við- eigandi búning, var nefndin í vanda stödd. Virtist engin kostur á því, að gera það svo sómasamlega að vel mætti við una, nema sá einn að fá lánaðan fjallkonubúninginn hjá fslend- ingadagsnefndinni í Wpg. Var svo til þeirrar nefndar leitað. Hún brást vel- við, og lánaði bún- inginn. Kom hr. Jón J. Samson forseti íslendingadagsnefndar- innar með búninginn suður sam- kvæmt óskum nefndar sinnar. Fór hann með til Bismarck og tók þátt í athöfninni þar, og flutti síðan búninginn aftur til Winnipeg. Er nefndin hér inni- lega þakklát við íslendingdags- nefndina fyrir þessa hjálpsemi og góðfýsi, sem varð til svo góðrar hjálpar við þátttöku ís- lendinga í þessum hátíðarhöld- um ríkisins. Eins og til stóð lagði hópurinn íslenzki frá Pembina Co. á stað mánudagsmorgunin 21. ágúst. Munu hafa verið um 50 manns er fóru í 11 bílum. Voru það alt íslendingar úr Pembina Co. nema 4 menn er voru raeð frá Winnipeg, Jón J. Samson, sem áður var nefndur, Ragnar Ií. Ragnar söngstjóri, Dr. M. B. Halldórson, sem ávalt ber mjög hlýjan hug til þessa ríkis og S. |J. Sigmar, sem Mr. Ragnar hafði ;óskað að syngi með flokknum við þetta tækifæri. Veður var hið bezta, vegir greiðfærir og góður andi ríkjandi hjá öllum. Ferðin gekk vel og til Bismarck komu allir nálægt kl. 5—6 e. h. á mánudagskveld. Þegar til Bismarck kom voru móttökur bæjarins og júbíl- nefndarinnar þar ágætar og bænum og nefndinni til mikillar sæmdar. Nefndin lagði íslend- ingum til Paul Halldórson í Bis- marck, sem leiðsögumann meðan iþar væri dvalið. Fæði gaf hún | öllu fólkinu sem tók þátt í pró- graminu, og húsnæði veitti hún án endurgjalds meðlimum Karla- | kórsins. Hún útvegaði pláss í góðu gistihúsi fyrir kvenfólk er jvar með í förinni og einnig þá karlmenn, sem voru með í ferð- inni en voru þó ekki meðlimir Knrlakórsins. Var öll aðbúð góð, og vingjarnleg og kurteis framkoma þeirra er mest varð að umgangast. Salur í “Me- thodist” kirkjunni var íslend- ingum lánaður til að koma sam- an í og æfa sig hvenær sem þess væri óskað. Þriðjudagurinn 22. ágúst var sá dagur sem hin ýmsu þjóðar- brot í ríkinu áttu að taka þátt í skemtiskrá og öðrum hátíðar- höldum. Var sá dagur ágætur rigningardagur í Pembina Co. sem öllum þótti víst vænt um. En í Bismarck var það fádæma blíður, svalur og sólskinsríkur dagur. Voru landarnir allir þar á ferð og flugi frá morgni til miðnættis. Fyrir hádegi æfðu þeir sig, sem áttu að taka þátt

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.