Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. SEPT. 1939 HARALDUR ÓLAFSSON BRIEM Þessar fáu greinar eða endur- minningar sem hér fara á eftir og tilheyra að mestu leyti Har- aldi Briem, eru frá níunda tug nítjándu aldar og því engin eig- inleg æfisaga þessa manns, og til þess þyrfti fróðari menn en eg er, til að lýsa hinni viðburða- ríku æfi þessa mikilhæfa manns svo að viðunanlegt gæti heitið, Eg hefi séð nokkur minning- arorð um Harald eftir þá tvo bræður hans, séra Valdimar og Jakob. Svo getur einhver hafa skrifað um hann rækilega æfi- minningu, þó mér sé það ekki kunnugt; hans er líka stuttlega getið í bókinni “íslenzkur aðall”, og er honum það enginn vegs- auki. En svo var því varið með þennan mann, sem og ótal fleiri sem mikið er í spunnið, að þeir fá ekki lof og prís frá allra tung- um og munni; þar syngur nú hver með sínu nefi og svo á það að vera. Eg var Haraldi samtíða um 8 ár og talsvert handgenginn og gæti þess vegna gefið af honum sæmilega lýsingu, en sökum fá- fræði minnar verður það alt í molum sem eg get sagt um þenn- an mikilhæfa mann. Nú vil eg lýsa Haraldi eins og hann kom mér fyrir sjónir. Haraldur var manna bezt á sig kominn, mikill vexti, ramur að afli, en kunni vel að stilla afli sínu; höfðinglegur á svip og í allri framkomu, augun blá, í stærra lagi, nokkuð hörð og rannsakandi, en láu s.tilt í höfð- inu; gáfurnar bæði miklar og fjölbreyttar. Eg geri ekki heimilislíf þessa manns að sérstöku umtalsefni, en heim að sækja var hann hí- býla prúður, gestrisinn og hinn viðræðubezti og gerði sér þar engati_ mannamun. Það fó|ru Víst æði margir glaðari í anda frá Haraldi heldur en þeir komu til hans. Hversvegna? Vegna þess að hann fann allra manna bezt lag á að tala svo við ólund og fáfræði að þær sáu þar sinn kost bestan að leggja á flótta. Hann var vinur barnanna og lét sér mjög ant um veila og fátæka. Eins við ljósmóður- störf, enda var hans oft vitjað í þeim efnum og reyndist jafnan vel. Eg heyrði konur segja: Þetta eru þær mýkstu hendur, sem á mér hafa tekið í þessum kringumstæðum. Það kann að virðast svo sem eg hlaði óverð- skulduðu lofi á þennan mann, en eg vil sýna að svo er ekki. En satt er það hvar sem Har- aldur lagðist á móti með fullri alvöru, þar var ekki við lamb að leika sér, sem eg sýni fram á síðar. Lundin var stór á hvora sveifina sem hún snerist. Har- aldur mun hafa búið um eða yfir 50 ár í Geithellahreppi í Suður Múlasýslu, fyrst á Rannveigar- stöðum og síðar á Búlandsnesi; Hann hafði jafnan undir hendi margt gangandi fé (sauðu), var sauðglöggur og hafði yndi af að ganga innanum féð og halda því á haga; hann sagði svo sjálfur frá. Búlandsnes er 90 hundraða jörð og landrými mikið, svo ligg- ur til jarðarinnar æði mikið æð- arvarp (dúntekja) og selveiði Á fyrstu búskaparárum sínum var Haraldur skipaður hrepp- stjóri og sáttasemjari en síðar oddviti. Það var haft að ágæt- um hvað H. Briem var slyngur sáttasemjari, því komið gat það fyrir þar, að menn greindu á þó góðir væru, og þættust þurfa að stefna hverjir öðrum. Þá var nú H. Briem sjálfsagður á það þing; hann var jafnan fljótur (að sögn) að finna merg máls- ins og að leggja á vog réttsýn- innar, það sem urh var deilt, enda tókst honum manna bezt að jafnt allar þær misklíðir er hann beitti sér fyrir. Fyrir það cg margt fleira ávann hann sér hylli og virðingu sveitunga sinna. Eg man það vel að þeir bændurnir Sigurður Björnsson á Þvottá, Ásmundur Jónsson á Flugustöðum, þeir bræður Gísli og Sæmundur Sigurðssynir á Múla og Einar Magnússon á Hamri; þessir menn sögðu allir eins; það er ekki trúlegt en þó satt. Það er sem Haraldi tækist að laga og færa til sátta hverja þá Þó líkams sár hans lækna þér ei tækist og lífsins fley á dauðans boða rækist, • í stríði dauðans stór er sigur unninn og stjarna lífsins upp í heiði runnin. Haraldur Briem orti fjölda af kvæðum og lausavísum og hygg misklíð í hreppnum sem hann e£ að um kveðskap hans mætti fæst til að beita sér fyrir. segja, eins og þar stendur, mis- Kaupstaðurinn Djúpivogur Jatn sauður 1 uiörgu^fé og þetta liggur í Búlandslandi, út honum voru, er eg þekti til, 10 —12 þurrabúðir, og grasbýla- lóðargjöld ölL skyldu renna til Búlandsnes bóndans, (af þessum býlum). En þau guldust mis- .fr£ [ sama gildir um kvæði og skáld- skap allra manna. Ekki er mér kunnugt að nokkuð sem talist getur hafi birst á prenti af kvæðum hans. En eg tel víst að ættingjar hans hafi komið kvæð- jafnlega, >vf margt var til fyr-i™ hans * M«skjalasafn fs- irstöðu svo sem óhæg og stirð an s sv0 hau a 1 e 1 1 verzlun, einokunar andinn hefir g eyms u‘ lengi verið og er enn lífseigur [ Um þann tíma sem að framan hvar sem hann nær sér niðri. Á ,er nefndur, var Stefán Guð- þessum aldartug sem fyr er á mundsson frá Torfastöðum í minst, voru tíðir hafísar, tregur, Vopnafirði, verzlunarstjóri á afli, lágt verð og ófullkomin út-[ Djúpavogi fyrir örum Wulf fél. gerð, móts við það sem nú er.[og gegndi því starfi með hag- Það er ekkert skrök þó eg segi sýni og dugnaði á hlið félagsins að þurrabúðar fólkið við Djúpa-(Og sína. Ekki gat tekist vin- vog var fátækt á þeim árum, en átta með þeim Haraldi og Stef- sem betur fer eru þar nú runnir áni, enda voru þeir menn ólíkir upp betri og bjartari tímar; eins að skapgerð og lundarfari og að og yfirleitt alstaðar á ættjörðu' því rak, að þeim lenti saman í al- vorri. [ varlegar deilur og málaferli, sem Eg gat þess að H. Briem lét enduðu með dámsúrskurðum; sér ant um veika menn og fá- j Stefán, sem var sækjandinn, en tæka í nágrenni sínu, og því til hafði þar af enga verulega sæmd sönnunar vil eg tilfæra nokkur e®a hagnað, en miklu fremur atvik er áttu sér stað og tíma, skapra,un og óvirðingu, sem þau 8 ár, er eg var samtíða H. kom fh af því að Haraldur stóð grejm langt frá því að vera leiksoppur t •, ... , .. , * Tj'i , • í höndum Stefáns eða sér óvitr- Ingibjorg het kona 1 Halsþmg- há, er bjó við fátækt og þröngan arl manna- kost; hún veiktist af hinni ill- Kona Stefáns var dönsk, And- ræmdu sullaveiki. Haraldur rea Wiwat, alin upp við Djúpa vitjaði hennar daglega, skar í v°£> ágætis kona, þau áttu mörg meinið og náði greftrinum út og horn og ólu þau vel upp hún náði sæmilegri heilsu og har sinn meðan deilur lifði mörg ár eftir þetta. þeirra Haraldar og Önnur kona, blind og karlæg fóðu yfir’ að Stefán . . hét líka Ingibjörð. Sonur henn-;heiman um nokkra da^a td smna ar er Jón hét ól önn fyrir henni utrettmga í óásjálegum kofa meðan hon Stefáns fór að Meðan hann var burtu, var það dag einn að börn ,. , ,, ,., „ ____,íx Stefans voru að leik smum þar um entist aldur til, og var ætið , . „ ... * uti. Þa vudi það ohapp til, að eitt barnið, (stúlka er Elsa hét) skar sig í framhandleggin á flöskubroti og særðl lífæðina nefndur Jón í Kofanum. Um eða innan við fimmtugt veiktist Jón af innvortis sjúkdóm (lifr- arbólgu) og gerðist banvænn. —, Haraldur Briem sá um og ann- aðist Jón eftir beztu föngum en Jón dó af þessu meini en H. B., sá um og annaðist útförina. Maður hét Sigurður Jóhanns-, son Málmqvist; kona hans var Friðrikka Friðriksdóttir; þau bjuggu skamt frá kaupstaðnum, svo blóðboginn stóð út í loftið. Móðir stúlkunnar lét sækja Harald, hann brást vel við og kom samstundis en spurði hvað að væri. Hann gerði við meiðsl- ið og batt vandlega um en sagði móðurinni að senda nú tafar- laust eftir Þorgrími lækni. — sem nefndur var Hlíð.*Þau voru lœknirinn kom næsta dag, leysti foreldrar Carls Malmqvist sem °mhúðirnar frá og skoðaði .sárið nú býr í Keewatin, Ont. Þau vandlega, en spyr svo, hver hefir höfðu tekið til fósturs ungan unnið hér að? Haraldur Briem, dreng er Lúðvík hét, hann var var svarað. Þá varð honum að sonur Kristjáns Jónssonar, al- ( or®i (a^ sögn). Þetta er svo vel bróður Eiríks Jónssonar í Ár- £erl' eg ®el; þar engu um bætt borg, sem dáinn er fyrir nokkr- hefði þessvegna ekki þurft að um árum. Lúðvík litli veiktist sæhja mig. Foreldrar Elsu lögðu af útvortis meini efst á læri Briem vel 1 >ökk þetta verk og mjög nærri slagæðinni. Harald- *ol(lu hann hefði bjargað lífi ur var fenginn til að reyna að barnsins og sagt var þau hefðu ráða bót á þessu meini, en sá víst borgað honum höfðinglega. fljótt, að það var ekki sitt með- En ekki breytti það stefnu færi, og var þá sent eftir Þor- þeirra Haraldar og Stefáns til grími Þórðarsyni læknir í Aust- samkomulags í þeim ágreinings- ur-Skaftafellssýslu, sem þá bjó málum er nú voru risin upp milli á Borgum í Nesjasveit. Lækn- þeirra. Frá því er sagt í upp- irinn kom til sjúklingsins og hafi Njálu um Mörð gýgju, að notaði þar hnífinn, sem venja hann var málafylgjumaður mik- er til og oft hefir gefist mæta ilk °£ síðan á dögum Marðar vel. En hér fór á þá leið að hefir ísland alið marga og mis- Lúðvík litli dó næstu nótt. —'jafna málafylgjumenn; og svo Fórsturforeldrar hans hörmuðu er það enn þann dag í dag og sárt að svona hlaut að fara, “en mun verða svo lengi sem lönd hann dauði á öðrum stað, enda- eru bygð. punktinn setur”. I Haraldur Briem var á sinni Haraldur Briem var skáld og tíð talinn málafylgjumaður mik- orti minningarljóð eftir dreng- ill og er það án efa réttmæli, sé inn undir nafni beggj^ hjón-[ tekið tillit til þess að hann gekk anna. Eg man nú aðeins tvö er- aldrei þá mentabraut sem lög- indi úr kvæðinu, sem tilheyrði, fræðingum er ætlað að ganga og Sigurði. og set eg þau hér: jþað mun hafa sannast þar sem j oftar að náttúran er námi ríkari. Þú vanst fyrir velferð hans og Það er aðeins eitt mál sem | mér er vel kunnugt um og stóð j yfir mig minnir árin 1887—8 í [ Geithellnahreppi og var stund- I um nefnt “stóra sveitamálið”. | Stefán Guðmundsson, verzlunar- ef fjör hans með því lægja af stjóri, var sækjandi málsins en lífi og varðir hann í hverju lífsins stríði, fyrirhafnar og fjármuna ei gættir, nauðum mættir. Haraldur Briem varði málið. Sökum þess að þetta mál náði aldrei þeim yfirréttardómsúr- skurði, isem til var ætlast í fyrstu, þá eins og féll það í gleymsku, en æði margt kom þó fram í rekstri þessa máls, sem mér finst vera frásagnarvert og geri eg sumt af því nú að umtalsefni hér. Á síðustu árum er Haraldur Briem gegndi oddvitastörfum, kom það fyrir að auka útsvör o. fl. guldust ekki svo vel sem æskilegt hefði verið og hrepp- urinn komst í skuld við verzlun- ina Örum Wulf í Djúpavogi, svo til vandræða þótti horfa; ekki man eg hvað skuldin var talin ,að fjárhæð, enda gerir það hvorki til né frá því alt var þetta greitt að fáum árum liðn- um. Menn sögðu hversvegna þurfti hreppurinn nú að detta í .skuldafenið. Jú, gjaldþolinu fór hnignandi, bæði fyrir hörð ár og erfið viðskifti, því þó verzlunin væri kölluð frjáls á þeim árum, eimdi samt eftir af hinni fornu einokun; flest við- skifti gengu gegnum verzlunar- bækurnar í út- og innskriftum, engin vara eða vinna borguð í peningum svo talist gæti. Þetta varð til stór óþæginda einkum fyrir þá efnaminni og ekki komst lag á þetta fyr en löggjöf- in og kuapfélögin tóku þar i taumana. Það var stundum að- laðandi sjón að sjá verzlunar stjóra koma fram úr stofu sinni, rauðeygðan með yfirvaldssvip og fyrirlitningar og ef busarnir sýndu ekki sæmilega auðmýkt var hann til með að segja þeim að halda kjafti eða fara þá til helvítis. Þessi fallegi siður er nú að leggjast niður og deyja út með öllu. Margt var talað um þessa skuld hreppsins, sem eðlilegt var og tæpast verður því neitað að einhver mistök Haralds og sam- verkamanna hans hafa átt þar nokkurn hlut að máli, en á hvern hátt var mér ekki svo kunnugt að eg geti nú fært til frásagnar. Síðari part vetrar 1887 ræddu þeir þetta mál með sér Harald- ur og samverkamenn hans; þeim fanst sem nú þyrfti að hefjast handa og heimta inn ógoldin aukaútsvör, en Haraldur dró heldur úr því, sagði á þá leið að nú væri ekki tími til að ganga hart að fátækum mönnum, því hver mun hafa fult í fangi með sig og skuldalið sitt. Eða til hvers væri að heimta nú óborguð lóðargjöld af sárfátæk- um mönnum, sem ekkert hafa til að borga með? Slíkt kemur ekki til mála. Og nú í vor fara fram kosningar í hreppsnefnd, og þá mun verða valinn nýr gjaldkeri hreppsins. Mig grun- ar eða órar fyrir hver hann er og ekkert mælir á móti því að hann fái nú að reyna sig þar. Þarna urðu þeir allir sammála og skildu að því sinni. Það eins og lá í loftinu að Stefán Guðmundsson yrði valinn gjaldkeri hreppsins á næsta vori og sagt hann væri viljugur að taka starfið að sér; hann var reyndur að reglusemi, dugnaði og harðfylgi svo nú. fór heldur að birta í lofti yfir hagsmunum hreppsins, sem átti án efa að standa bæði vel og lengi. Á næsta vori var hafður kosn- ingafundur að Geithellum og sótti þangað fjölmenni. Úr hreppsnefndinni fór þá Harald- ur Briem og annar maður sem Jón hét. í þeirra stað komu þeir Ásmundur Jónsson á Flugu- stöðum og Stefán Guðmundsson verzlunarstjóri á Djúpavogi. — Ásmundur var valinn oddviti en Stefán gjaldkeri. Við Sigurður Einarsson á Hlíðarenda ferjuð- um Stefán yfir Hamarsfjörðinn og lentum við svonefndar Geit- hellna grundir (forn áfanga- staður). Á leiðinni til baka mátti skilja á orðum Stefáns, að nú mundu hreppsmálin færast í betra horf en hingað til, og hann tók til að gæða okkur á nesti sínu, osti, kringlum og smjöri; þetta var á milli grasa, sem kallað er og fengum við Siggi því ósvikna matarást á Stefáni yfir fjörðinn og það alla leið inn á Breiðavog. Nú leið ekki langur tími þar til Stefán stefndi Haraldi og samnefndarmönnum hans fyrir farið og lét bóka svohljóðandi málsgrein: “Þó það hvergi finn- ist í skjölum málsins að sýslu- maður hafi skipað þessa máls- sókn, þá lá það í hlutarins eðli, þar sem sýslumaður hefir æðsta vald yfir threppafé, þá hafi hann skipað málsóknina.” Nú voru öll gögn fram komin sálttanefnd að Geithellum, tiljtil sóknar og varnar og málið þess að svara fyrir áfallna skuld j því tekið upp til dóms. Þannig hreppsins; hún stóð í verzlunar- féll dómur sá í héraði, að Har- bókum og Stefán bar ábyrgð aldur og meðnefndarmenn hans fyrir yfirmönnum sínum að það j skyldu greiða þessa skuld einn væri með alt rétt farið er þar fyrir alla og allir fyrir einn. stóð. Þeir stefndu mættu allir og Þannig endaði sveitarmál heima þetta stóra í héraði, og hugðu menn að alt mundi nú nú varð glatt á hjalla í herbúð- ganga sæmilega, en það snerist nokkuð á annan veg. Þegar byrja skildi umræður málsins, vék Haraldur sér að sækjanda og segir á þá leið: í hvers umboði ert þú hingað kom- inn að sækja þetta mál? Hinum varð orðfátt og svarar: “Þú ættir ekki að þurfa að spyrja svona Briem.” “Þá lýsi eg því yfir að þú hefir ekki, eftir þeim gögnum sem fram eru komin, lagaheimild til að sækja þetta mál; og eg stend hér ekki niður- lútur fyrir þér eins og fátækl- ingar, sem þú ónotar við búð- arborðið fyri engar sakir; láttu nú ekki standa í þér og vertu ekki að hósta á orðunum, stam- aðu þeim út, sagði hann, og svo mörg fleiri háðungar orð, sem hér verða ekki talin, en ekki eitt orð er gæti leitt til sátta eða samkomulags í þessu máli. — Að svo mæltu gekk Briem út úr stofunni og kom ekki til baka aftur. Það þótti mönnum undarlegt, að Haraldur hélt því fram að gjaldkerinn hefði ekki laga heim- ild til að sækja þetta mál. Var stórmenskan svona mikil eða skilningsleysi, eða hafði henn eitthvað annað fyrir sér, sem öðrum var nú hulið? Við sjáum það síðar; þannig endaði þessi sátta fundur í algerðri lokleysu. Tvennir verða tímarnir. Nú var Briem ekki að hjúkra fá- tækum sængur konum eða laga beinbrot og ekki heldur við sjúkrabeð deyjandi þurrabúðar manns, en þessum og þvílíkum störfum hafði hann oft verið bú- inn að gegna endurgjaldslaust að öðru leyti en þakklátum orð- um þeirra er hann hjálpaði. Nú var hann byrjaður á að etja kappi við þaulæfðan og harð- snúinn fjármálamann, sem hafði sigrað margar torfærur og voru því flestir vegir færir. Sækjandi stefndi málinu á ný til sátta fundar, og Haraldur var ámintur að hafa með sér bókina, er sáttargerðin skyldi rituð í; hann mætti ekki sjálfur en sendi bókina í vönduðum umbúðum; þegar leyst var til bókarinnar, sagði einhvcr, Iiann þorði þó ekki að halda bókinni, en úr umbúðunum kom borðkubbi en engin bóð, svo engan þarf að furða á því þó Stefán færi nú að renna í skap og svo mun það hafa verið. Svo lá þetta mál aðgerðalaust þar til síðari part vetrar, mig minnir 1888; þá kallaði sækj- andi Jón Ásmundsson sýslumann á Eskifirði til Djúpavogs. Þar var mál þetta tekið til rannsókn- ar og ekkert sparað til þess að mikla sakir á hendur verjanda. Mörg þing voru sett og þar bæði sótt og varist, en gerðu hvorki að reka né ganga. Síðasta þing- daginn var eg annað réttar-vitni og reyndi að taka eftir því sem fram fór þar. Meðal annars sagði Stefán við Harald, vertu ekki að teyja þetta mál, borgaðu skuldina. Þá svaraði Haraldur Briem: Þú yrðir jafn fýldur eft- ir sem áður þótt þú fengir þess- ar krónur. En það er annað sem eg minni þig á í annað sinn, þú hefir ekki heimild (rétt) til þess að sækja þetta mál fremur en hann Sveinn þarna, sem ekk- ert umboð hefir til þess. Sýslu- manni þótti þetta nokkuð langt um sækjanda. Nokkrir kváðu svo að orði: Þarna kom þá mað- ur fram sem þorði og gat full- komlega mætt málafylgju mann- inum, Harald Briem, og þá stóð vegur Stefáns á hátindi frægð- ar hans, en hinir sem töpuðu, urðu fátalaðir um úrslitin. Eg man það að góðmennið hann Gísli á Múla var fremur daufur í dálkinn við þessi málalok; hvað geri þið nú í þessu máli, spurði eg hann. Við getum ekk- ert, Haraldur verður að ráða. Haraldur réði því að héraðs- dómnum var ekki fullnægt, en hann tókst ferð á hendur einn með málsskjölin landveg til Reykjavíkur. Páll Briem frændi hans (síðar amtmaður) var þá málfærslumaður við yfirréttinn og til hans fór hann með skjölin. Hvað þeim frændum fór á milli og hvernig þeir réðu ráðum sín- um, fékk enginn að vita, en Haraldur kom til baka úr þess- ari langferð snemma í septem- ber. Svo lá þetta mál í þagnar- gildi þar til yfirdómurinn yrði kveðinn upp. Snemma um vet- urinn kom út í blaðinu fsafold lögbirtingarskjal frá landsyfir- réttinum sem hljóðaði á þessa leið: Einkennilegt mál hefir komið fyrir í Geithellnahreppi, hrepps- nefndin þar hefir stefnt sjálfri sér; sækjandi málsins, Stefán Guðmundsson, hafði ekkert lög- mætt umboð til að sækja þetta mál, og lítur því rétturinn svo á, að alt sem þessi umboðslausi Stefán hefir unnið í þessu máli, sé ónýtt verk og málinu því vís- að heim í hérað aftur. Málið var ekki tekið upp aftur, en fjárhagurnin var jafaður með frjálsum fjárframlögum að því er eg bezt veit. Haraldi Briem fórust þannig orð um sækjanda þessa máls: Eg viðurkenni að Stefán er dug- legur verzlunarstjóri og búmað- ur mikill, fjárglöggur og er það nógu stórt verk fyrir hann að inna vel af hendi, en þegar hann fer að vasast í hreppsmálum, sem eg og sveitungar mínir höf- um unnið að um 30 ár og alt farið sæmilega þá beiti eg hann hverjum þeim tökum er mér sýnist við eiga, hverjir sem mæla þar með eða mót. Einn vinur Haraldar hér vest- an hafs hefir mælst til að eg skrifaði fáeinar greinir um þennan mikilhæfa mann og þó það sem Jiér er um hann sagt sé mjög ófullkomið, þá hefi eg hvergi af yfirlögðu ráði hallað þar réttu máli og óska það þurfi ekki að styggja neina ættingja hans og vini hvorki austan hafs né vestan. Skrifað í ágúst, 1939. Sveinn Árnason Skaftfell Haraldur Briem gaf ungri stúlkun eitt sinn nokkrar heil- ræðavísur og er þessi ein af þeim: Á systir þinni ef sérðu blett, sýndu hann ekki neinum; hendi þína henni rétt og hjálpaðu í öllum greinum. Lítil athugasemd Eins og kunnugt er var Har- aldur einn af hinni alkunnu Briems ætt er svo marga ágætis- menn hefir alið og sjálfur taldi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.