Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.09.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. SEPT. 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA hann sig kominn í beinan karl- legg frá Agli Skallagrímssyni. Æfiferill hans er ekki renni- slétt skeiðrúm, og hlaut því ýmislegt sundurleitt að verða upp á teningi; hann leiðbeindi og greiddi úr málefnum margra manna, en aðrir urðu þá að lúta þar í lægra haldi og þess hefi eg orðið var að honum var hall- mælt meira en góðu hófi gegndi. Það ef gamla og nýja sagan í öllum sleggjudómum að þar er gengið fram hjá orsökum og til- drögum og það gera þeir einir sem ekki taka sér tíma til að leita sannleikans, en án sann- leikans nær ekkert mál farsæl- um endalokum. Það sem eg heti sagt um Harald Briem í þessari ófullkomnu ritgerð, er á engan hátt betra en hann á fullkomlega skilið. S. A. S. síðan þangað til nú. Hún hét þá jskrifaði mér og bað mig að koma; Rúna Líndal en heitir nú Mrs. J. ' á hátíð þeirra Seattle búa; það I Magnússon; er hún systir þeirra ! var fyrir nokkrum árum. Þeir KLETTAFJÖLL OG KYRRAHAF Eftir Sig. Júl. Jóhannesson Framh. Hallgrímson fór með mig víða um borgina og sýndi mér þar margt. Seattle er einkennilegur bær: sumstaðar er hann þannig bygður að hann líkist sumum fjallshlíðum á íslandi, þar sem einn stallurinn tekur við af öðr- um og er ein gata með húsaröð á hverjum stalli. Sumstaðar eru húsin bygð í svo bröttum halla að þau eru há að framan en örlág að aftan, hliðin er því eins og þríhyrna í laginu. Áður en Hallgrímson fylgdi mér aftur heim til Mrs. Thom- son eða réttara sagt heim til okkar eins og það var þá — fór hann með mig til afa síns og ömmu, sem Hallsons heita; eru þau tilkomumikil hjón og höfð- ingleg en háöldruð; . er gamli maðurinn svipmikill eins og forn víkingur, en glaðlegur og góðlegur eins og Sankti Kláus. Hallgrímson kynti mig einnig manni sem Ziegel heitir, hann er kapteínn á skipum Sambands- stjórnarinnar og eftirlitsmaður hennar norður um höf; hefir hann víða farið, margt reynt og séð og hefir frá ýmsu að segja. Hann er kvæntur íslenzkri konu, sem Ragnhildur heitir og er hálfsystir konu Hinriks Eiríks- sonar að Point Roberts. Hafði eg mikla skemtun af að tala við hann. Eg gæti trúað því að sá náungi ætti dagbók með ýmsum fróðleik. f Seattle mætti eg meðal ann- ara gamalli vinkonu minni, sem eg hafði ekki séð lengi. Það var Margrét Benediktson; hún á heima alllangt þaðan og gat eg því ekki heimsótt hana, þótt eg hefði feginn viljað. Margrét var um eitt skeið hin mesta at- kvæðakona hér vestra; stjórn- andi fyrsta og eina kvenna- blaðsins sem við höfum átt; brautryðjandi kvennréttinda- málsins og ein meðal allra öfl- ugustu starfskvenna bindindis- baráttunar. Auk þess lét hún lengi til sín taka um alt það, sem að einhverju leyti studdi ís- lenzka þjóðrækni. Er það Vest- ur-fslendingum hin mesta van- virða hversu lítil eftirtekt henni hefir verið veitt í seinni tíð. Hún er nú orðin háöldruð og hrum en sálin er enn ung og áhuginn logar upp enn þá ef ör- lítið er blásið að gömlu glæð- unum. Eg hefi látið þá skoðun í ljós áður og vil endurtaka hana hér að Margrét hefði að sjálf- sögðu átt að vera fyrsta kona sem gerð hefði verið að heiðurs- meðlimi Þjóðræknisfélagsins. — Eg sannarlega gef það ekki í skyn með þessu að hinar, sem þann heiður hafa hlotið hafi ekki verið hans verðar, en Mar- grét átti að sjálfsögðu að vera sú fyrsta. Einni konu mætti eg í Seattle, sem hafði stundað fyrir mig sjúkt fólk fyrir nálega þrjátíu árum og hafði eg ekki séð hana Líndals bræðra Walters og Hannesar. Hefi eg oft dáðst að því hversu frábærlega vel hún stundaði veika systur sína. Hafi drottinn nokkru sinni skapað konu séstaklega til þess hæfa að hjúkra sjúkum þá er það þessi kona. Stórskaði að hún skyldi ekki gera sér það að lífs- starfi. Maður hennar heitir Jón Mag. nusson, dugnaðar- og gæðamað- ur eins og hann á kyn til. Faðir hans var Magnús Guðmundsson frá Flóðatanga í Stafholtstung- um en móðir hans Þuríður Jón- asdóttir frá Skjálg, systir ívars Jónassonar aktýgjasmiðs. Mag- nús dó af öólslagi þegar hann var nýkominn til þessa lands. Man eg það glögt þegar sú frétt barst heim að hún var þrykt stóru letri í hugsun okkar heima sem sönnun þess hversu hættu- legt og bölvað það væri að vera í þessu skrælingjalandi — Ame- ríku. Eg var þá sannarlega enginn eftirbátur í þeirri hugs- un. Þuríður átti heima í Staf- holti þegar eg var á Svarfhóli og þekti eg hana vel; samt sá eg I hana ekki í fyrra þegar eg var I vestur frá; hún mun hafa verið of lasburða til þess að sækja hátíðina, enda sá eg það núna sem muna eftir Halli minnast þess hversu glaðvær hann var og j fyndin. Þegar eg kom fyrst til j Lundar þá átti hann þar heima og var lífið og sálin í flestu starfi bæjarmanna. Hann gekk t. d. fyrir því ásamt fleirum að reist var upp tré á fjölfarnasta stað “borgarinnar”, var það heljarmikil súla eða stöð sem lengi hafði haldið uppi loftinu í hótelinu, en var nú tekin þaðan þegar hótelinu var breytt. Hall- ur kvaðst trúa því að ef þessi gamla stoð mætti mæla þá kynni hún frá mörgu að segja. Var nú smíðaður dálítill kassi og negld- ur á stoðina. Hallur málaði á hana andlit, hendur og hand- leggi og skapaði úr henni beina kerlingu. Áttu nú öll skáld bæj- arins — og þau voru mörg — að yrkja vísur og láta í kassann, en fréttafróðir náungar áttu að skrifa alt sem merkvert gerð- ist í bænum og láta það einnig í kassann. Var nú safnast saman á hverjum morgni í kring um kerlinguna til þess að vita hvað hún hefði að segja, og það var stundum bæði margt og mislitt. Þá mætti geta þess að Hallur byrjaði alveg nýtt bókmenta fyrirtæki á Lundar. Hann stofnaði þar blað, sem var skrif- nýlega í blöðunum að hún er a® a nýju máli Vesturheimsku. látin. Einn góðan veðurdag meðan eg dvaldi í Seatte komu heim til mín þrír menn; var það Einar Grandy og tveir synir hans; höfðum við þekst vel þegar við vorum allir í Wynard; var Einar einn hinna glaðlyndustu og skemtilegustu manna þar um •slóðir; víðsýnn og bjartsýnn í skoðunum, vel lesinn og hinum beztu gáfum gæddur. Þeir feðg- ar bjuggu þrír saman, kona Ein- ars var löngu dáin; dóttir hans Anna er kona Dr. Jóns Árnason- ar í Seattle. Eg fór heim með þeim feðgum og dvaldi hjá þeim alllengi. Virtust þeir allir hver öðrum snjallari í því að búa til íslenzkt kaffi og það sem því tilheyrir. Einar var skýr og skrafhreifinn eins og í gamla daga og hafði frá mörgu að segja, bæði gömlu og nýju. Hann'sagði mér að endur fyrir löngu hefði hann stundað verzlun í þeim hluta Seattle, sem þá hét Ballard í félagi við einn þeirra Friðrikssona — mig minnir að hann sagði Friðbjörn Friðriksson. Verzlunaraðferðin var skrítin í þá daga: annar þeirra félaga var í búðinni til afhendingar o. s. frv, en hinn fór fyrri hluta dagsins frá húsi til húss til þess að hlusta á hús- mæðurnar telja það upp, sem heimilin þörfnuðust og skrifa það alt í minnisbókina sína. Síð ari hluta dagsins fluttu þeir svo vörurnar heim til kaupenda í hjólbörum. Eg man eftir því þegar eg kom hingað vestur að Gunnlaugur Jóhannsson fór á hjóli frá húsi til húss til þess að skrifa niður vörupantanir og þótti góður gestur; það var ein- hver dægrastytting að komu hans. Eftir að Einar og félagi hans hættu þessari verzlun bjó hann (Einar) alllengi fyrirmyndarbúi skamt frá Wynyard, en flutti vestur aftur fyrir nokkrum ár- um. Nú hefi eg lesið þá frétt að vestan að han sá látinn, enda var heilsa hans á fallanda fæti í fyrra sumar. “Loksins ertu þá köminn vest- ur, bölvaður, þó þú kæmir ekki þegar eg kallaði í þig.” Þetta heyrði eg sagt rétt fyrir aftan mig í mannþyrpingunni við Sil- ver Lake. Eg leit aftur og sá stóran mann og mikinn á velli. Það var Hallur Magnússon. — Hafði eg þekt hann bæði í Win- nipeg og á Lundar; konan hans var með honum; hún hét Jó- hanna, dóttir Stefáns Sigurðs- sonar og Auðbjargar á Lundar. Hallur var fyrsti maðurinn, sem Blaðið hét “Fonnið” og var svo fyndið að jafnvel það fólk, sem elzt var og nálægast gröfinni veltist um af hlátri. Brynjólf- ur Thorlákson prentaði blaðið í vél, sem hann hafði. Væri ein- hver náungi nógu fyndinn og nógu fær til þess að gefa út þess konar blað hér í Winnipeg, ætti það að geta unnið tvent í senn: skapað gleði og skemtun annars vegar og hins vegar látið okkur horfa í spegil hrognamáls- ins og skammast okkar fyrir meðferðina á íslenzkunni. Framh. SUNDURLAUSIR MOLAR Eftir M. J.* sektum sé þessi skylda vanrækt. Núverandi stjórnarfyrirkomu- lag má vera óbreytt í öllum aðal atriðum, en stefnum og störfum stjórnarfarsins, ber nauðsyn til að breyta; til dæmis sakamálun- um . Hefnd og hegning þarf að breýta í lækning og menningar- skóla. Kosningar til Alþingis Sérhvert kjördæmi hefir sinn þinðmann. Hver sýsla er eitt kjördæmi og Reykjavík fimm, 25 þingmenn fyrir alt landið. Þingið er ein málstofa. Þing- menn skulu kosnir til óákveðins tíma. Vitrustu, beztu og hag- sýnustu mennirnir skulu valdir. Framboð þarf ekki að taka til greina og stjórnmálaflokka skal ekkert tillit taka til. Þingið hefir æðsta vald yfir málefnum þjóðarinnar. Það út- nefnir ráðherra og æðstu dóm- ara landsins. Fjármálum landsins á að stefna að því marki að afnema allar skuldir og allar rentur af lánum. í þess stað skal stofna hjálparsjóð til að bæta kjör al- mannings og fullnægja þörfum þjóðarinnar. Þjóðin ætti að vera skuldlaus innan 10 ára. Allar athafnir þings og þjóð- ar ættu að stefna að einhverjum ákveðnum markmiðum, sem á- kveðið hefir verið að komast að á ákveðnum tíma. (Á siðmenn- ing þjóðarinnar byggist öll vel- farnan hennar). Aðal atirði skólakenslunnar ætti að vera að þroska vitsmuni, skilning og dómgreind ungmenn- anna. Kirkjan ætti að vera siðmenn- ingarskóli og prestarnir ættu að vera formenn allra barnaskóla þjóðarinnar. Eg enda svo þessar tillögur mínar með þeirri ályktan, að grundvöllurinn undir andlegri, efnalegri og félagslegri vel- gengni þjóðarinnar er: að allir meðlimir hennar hafi háar og göfugar lífsskoðanir og að þeir skilji vel og ræki rétt heilbrigða siðmenning á öllum sviðum þjóð- lífsins. Fáeinar tillögur um breytingar á stjórnarfari íslands, sem kom- ast ættu í gildi með nýrri lýð- stjórnarskrá þegar þjóðin tekur við fullveldi sínu 1943. ísland, með öllum þess öflum og efnum, gögnum og gæðum, á- samt þeirri rönd hafsins um- hverfis landið, sem kallað er landhelgi, er eign allra þeirra íslendingar, sem í landinu búa, kynslóð eftir kynslóð. Allur sölu og veðsetningar- réttur á jörðum landsins og öðrum auðslindum þess skal úr gildi numinn. Öllum þeim mönnum og kon- um, sem hafa heimili og búa á jörðum landsins, nýbýlum og bæjarlóðum skal gefinn afnota óðalsréttur meðan hann eða hún búa á þeirri jörð óg þessi réttur getur gengið í erfðir til afkom- enda meðan landið er vel hirt. Séreign hvers manns er alt það fé, sem hann hefir aflað með eigin starfi og hagsýni. Sérhverjum karli og konu 20 ára og eldri, sem skilur þýðing atkvæðagreiðslunnar og hefir staðist próf í því efni, skal bera skyldu til að greiða atkvæði í öllum landsmálum að viðlögðum kept. 0g eins hverjir keppa Itaka þátt í hollum leikjum. Það Það er að segja, öldunga deildir, ættu allir að læra <sem flesta konur eða menn yfir 60 ára, fjór- I leiki, á meðan þeir eru ungir, svo LÆKNIRINN Á RAUÐU TREYJUNNI * Með grein þessari fylgdi þetta bréf: Blaine, Wash., 17. ág. 1939 Kæri ritstjóri Hkr.: Mér þætti mjög vænt um ef þú birtir meðfylgjandi grein í blaðinu. Eg ritaði hana fyrir nokkrum mánuðum, en þegar eg heyrði hina afbragðs snjöllu ræðu Thor alþm. Thors, sem kom í Heimskringlu fyrir stuttu, mundi eg eftir greininni og fékk um leið áræði til að senda Heimskringlu hana til birtingar. Með vinsemd, Magnús Jónsson, frá Fjalli. Fjórtánda ágúst s. 1. byrjaði hin árlega samkepni í skozka leiknum “Lawn Bowling”. Það eru 54 grænir vellir í Manitoba, flestir af þeim eru hér í Winní- peg, þar af leiðandi er þessi ár- lega samkepni haldin hér. Það taka mörg hundruð manns, bæði konur og menn, þátt í þessum leik. Grænu fletirnir sem leik- irnir fara fram á, eru um 110 fet, á kant, svo það sé hægt að breyta um, og spila til skiftis, sitt kveldið á víxl á hvern kant. Það er leikið með boltum úr við eða samsettu efni, um 5 þuml. í gegn, eða 16 til 17 þuml. r. m. og þeir eru hlaðnir með blýi öðru megin, svo að þegar þeir eru að stansa þá velta þeir til þeirrar hliðar sem þyngri er. Leiknum er skift niður í þrjá flokka. 1. Átta, 4 á hlið, með 2 bolta hver. 2. Fjórir, 2 á hverja hlið, með 4 bolta hver. 3. Tveir, 1 á hlið, 4 bolta hver. í fyrstu tveimur, eru spilaðar 16 umferðir fram og til baka. En í þeim síðasta, eru vinningar taldir upp í lukku töl- una 13. Sá sem fær hana fyrst, vinnur leikinn. Vinningurinn liggur í því, að það sé notaður lítill hvítur bolti, sem settur er á völlinn, 6 fet frá þeim endan- um sem er fjær leikendunum (Sá sem spilar fyrst kastar hon- um og formaður þess manns færir boltann- á miðjan flötinn.) Svo þegar öllum boltunum hefir verið kastað, þá eru þeir taldir tsem næstir eru hvíta boltanum. Þá tekur stundum nákvæma mælingu. Á þessa samkepni komu menn og konur úr öllum áttum, og tsumir langt að úr öðrum fylkj- um, og allskonar verðlaun var að keppa um. Leikunum er rað- að niður eftir því, um hvað er ir á hlið? Tveir á hlið, einn á hlið. (Konur spila út af fyrir sig.) í fyrra tók eg fyrst þátt í þessari samkepni, og þá í öld- ungadeildinni, og tapaði. Nú tók eg þátt í aðal leiknum, fjór- ir á hlið, og náði í önnur verð- laun, og þóttist gera vel. Einn landa minna varð eg var við í þessum leik, alla vikuna, og það var Manni Johnson, og hann kom út með sigri í stóru verð- laununum. Landinn er óvinn- andi þar sem hann keppir. En leikendurnir allir störðu á rauðu treyjuna, já á læknirinn, sigurvinnarann í rauðu treyj- unni. Þarna var hann, dag eftir dag, í 90 gráða hita, ósigrandi, altaf jafn rólegur, aldrei stygð- ar yrði, þó félagar hans gerðu eitthvert feil. Og það fram á síðasta 'kveldið. Já, fram á sunnudagsmorgun kl. 1. Þar var hann á rauðu treyjunni að keppa við sinn síðasta Öeppi- naut, fyrir hæðsta sigri. Fólkið sat þarna í tugatali að sjá úr- slitin, mest af því að allir dáðust að lækninum í rauðu treyjunni, sem færðist fram og aftur um völlin, með sama hraða, en altaf jafn rólegur. Fólkið undraðist yfir áhyggjunni og dugnaðinum í þessum læknir sem er hátt á áttræðis aldri. Það var Dr. H. M. Speechly, sem þarna var að leika sér og skemta öðrum. Hann er frægur á mörgum sviðum, kannske bezt fyrir að eyðileggja flugurnar sem sjúga úr manni blóðið. Hans aðferð hefir ef- laust dregið úr varginum í kring- um Winnipeg. Svo dæmir hann um, hvert maður er sýkn eða sekur, þegar slys koma fyrir. Eg ^hefi ekki verið riðinn við nein bindindis, eða siðabóta mál, að eg hafi ekki séð, Dr. H. M. Speechly leggja <sitt bezta þar til. Eg held það sé aðeins einn Dr. Speechly til í Canada, svo hann þarf ekki að auðkenna sig með rauðri treyju, svo að fólk þekki hann, en rauða treyjan fór honum vel. Mig undrar yfir því að land- ar mínir skuli ekki taka þátt í þessum holla leik. Þar sem æssir leikvellir eru til, í öllum áttum, um alla borgina, og í út- jöðrum hennar .Þeir hafa tekið ?átt í flestum öðrum leikjum, og borið sigur úr býtum, t. d. Curling” og “Hockey”. íslend- ingar gleyma ekki í bráð, þegar ungu synir og bræður þeirra, komu heim frá “Olympic” leikj- unum, með stóra sigurinn 1920. Og aftur þegar þeir Johnsons bræður og Friðriksson og Skot- inn, sem þeir létu drekka ís- enzkuna úr pela þar til að það urðu blá í honum augun. (Dr. Blöndal gaf forskriftina frítt) Það var hæsti sigurinn í Can- ada fyrir “Curling” sem þeir komu heim með Því reyna ekki landar mínir, þennan holla leik á grænu völl- unum: góð hressing, hreint loft, holt fyrir bæði líkama og sál, því henni getur ekki liðið vel, nema líkaminn sé heilbriðgur, Þar fyrir er það nauðsynlegt, að þeir geti notið þeirra til að stytta sér stundir í ellinni, því þá eru dagarnir stundum langir og ekki æfinlega skemtilegir fyrir sumum. Eg er búinn að leika þennan boltaleik í sex ár, og á eftir að heyra fyrsta blótsyrðið við þann leik. Og manni líður æfin- lega betur, þegar maður fer frá honum, en þegar maður kom. Meira að segja þó maður hafi tapað í það og það skiftið. Það gerir gleðin sem honum fylgir. Það gerir ekkert til, í hvað íllu skapi sem maður hefir farið frá striti dagsins, þá kemst maður gott skap, við að keppa um endalok í þessum leik. Og allir takast í hendur með gleðibrosi í leikslok, vitandi fyrirfram, að önnur hver hliðin varð að tapa, og þá sjálfsagt að óska vinnend- unum til lukku, og taka þann næsta í karphúsið, og sýna hon- um í tvo heimana. Við þetta kemst maður í gott skap, sem er 'svo nauðsynlegt fyrir lífið. Það er oft að þessi leikfélög, bjóða hvert öðru til heimsókn- ar. Eitt það heimboð kom frá Selkirk í sumar, til okkar í East Kildonan. Og við fórum þang- að. Þar sá eg aðeins einn landa, það var Bjarni Dalmann. Hann var þarna að læra þennan leik. Hann sagðist hafa haft mikla skemtun af því að ganga í þann félagsskap. Þó hann væri kom- inn á elliárin þá samt hefði það gefið sér margar ánægju stund- ir, að kostnaðarlitlu. — Svo það eru fleiri en læknirinn á rauðu treyjunni, sem hafa gott af því að leika þennan boltaleik. Eg vona að sjá fleiri landa í næstu samkepni næsta sumar. A. S. Bardal SILFURBRÚÐKAUP Þann 3. sept. s. 1. safnaðist saman margmenni að heimili Mr. og Mrs. Þorsteins Gíslasonar við Steep Rock, Man. Höfðu börn þeirra hjóna, vinir og tengdafólk komið sér saman um, að heimsækja þau þennan dag, í tilefni af 25 ára sambúð þeirra. Laust eftir eða um 2 leytið e. m. voru saman komnir 70 manns. Mr. Einar Johnson frá Steep Rock var beðin að flytja þar fáein orð, og setja samkomuna. Var hún byrjuð með því að sungin var sálmurinn, “Ó, syng þínum drottni guðs safnaðar hjörð”. Þar næst flutti hann biblíukafla og bað bæn. Næst var sunginn sálmurinn: “Hve gott og fagurt og indælt er.” — Talaði hann þar næst nokkur orð til brúðhjónanna, afhenti þeim álitlegan silfursjóð á silf- urdisk frá vinum og venslafólki. Að síðustu var sunginn sálmur- inn, “Lofið vorn drottinn”. Við hljóðfærið var Miss Vala John- son, Steep Roek, Man. Var síðan sezt að hinum rausnarlegustu veitingum, var það alt mjög myndarlegt, eins og íslenzkum konum er að verð- ugu viðbrugðið. Silfurbrúðhjónin hafa búið frh. á 7 bls. MIHERST „ n|.T,ULERS UIMHED aMHEB!mhepstburG. ont. This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.