Heimskringla - 18.10.1939, Side 3

Heimskringla - 18.10.1939, Side 3
WINNIPEG, 18. OKT. 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA ráðlagði stjórninni að hverfa frá gullinnlausn. Honum var svar- að að slíkít uppátæki mundi steypa fjárhag ríkisins í voða, en eigi að síður var hann kvadd- ur á fund stjórnarinnar til Whitehall fimm dögum síðar og tilkynti, að England hyrfi frá gullgenginu. Hann er alkunnur ræðurmaður hjá verkamanna- flokknum, er hálffertugur og hefir verið aðalritstjóri í eitt ár. —Mbl. 30. júlí. BRÉF Campbell River, B. C„ 3 okt. 1939 Kæri ritstj. Hkr.: Hér með sendi eg þér 3 dali fyrir blaðið. Þú gerir svo vel að senda mér kvittun. Það er lítið að frétta nema alt bærilegt. Um tíðarfar er það að segja, að það hafa verið ó- vanalegar rigningar en ekki mikið til skaða, þó -getur verið að hey hafi hrakið dálítið hjá sumum, en allan nýliðin sept. hefir verið sól og sumar. Ágæt uppskera alt yfir, laxveiði með meira móti og mun ekki af veita, þegar í stríð er komið. Nú er ekki um annað talað. Landar eru einlægt að smá koma austan úr kuldanum til að setjast hér að; þeir eru nú orðnir 20 og von á fleirum; einn af þeim sem seinakt komu var Ásgeir H. Bald- vin og kona hans; hann er son- ur Baldvins Helgasonar, alkunn- ur maður frá fyrri tíð. Sú fjöl- skylda kom vestur um haf 1873, hann var elstur af börnum Bald- vins, 23 ára, svo hann varð víst að sjá um alla fjölskylduna alt hvað hann gat. Þau hjónin eru nú orðin öldruð, hann nærri ní- ræður, hún dálítið yngri; þau eru bæði furðu hress; þau geta bæði lesið og skrifað ennþá; hann lítur út fyrir að vera í mesta lagi 70 ára gamall. Hann segir mér að það muni ekki vera nema þrjár manneskjur lifandi af þeim hóp sem kom með hon- um vestur. Það er hann og ein systir hans og einhver Brynjólf- ur á gamalmennaheimilinu á Betel. Hann er einn af þeim sem einlægt hefir komist áfram sem sjálfstæður maður; það er dásamlegt hvað sumir menn eru þróttmiklir. Það eru aðrir þrír sem eg vildi g'eta, sem komu hér vestur í sumar. Þeir komu frá Árborg, Man. Einn var Óskar K. Sig- urðsson, sonur Sigurðar Gutt- °rms frá Galtastöðum fram í Hróarstungu í N.-Múlasýslu. Eg sá alla þá fjölskyldu áður en þau fóru vestur um haf og nú er eg farinn að sjá sumt af þeirri fjöl- skyldu eftir öll þessi ár. Hinir eru 2 bræður, Þorsteinn og Lúð- vík, synir Þorsteins Einarsson- ar- Þeir eru allir ágætis dreng- ÍL Þorsteinn er horfinn austur aftur en Lúðvík er að vinna hér skamt frá. En Óskar er að sækja foreldra sína, koma þeim hér vestur á ströndina. Að endingu skal eg geta þess að það er mikið af góðu landi eftir hér í kringum Campbell Biver, útmælt í smá bújarðir, sem hægt er að fá með vægum kjörum. Sumt af því er stjórn- arland, 10 dali ekran. Jæja, ^etta er nú orðinn altof mikill vaðall svo eg kveð þig herra rit- stjóri með ósk um alls góðs. K. Eiríksson Kínverjar skýra orðið “lúxus” tannig: Það var einu sinni roandarín, sem lét vekja sig Þrisvar á hverjum morgni til ^ess eins að hafa þá ánægju að vita af því að hann mætti sofa lengur. * * HC f Transvaal hafa bændurnir tekið upp á því, að setja upp kríðarstórar rafmagns engi- sprettugildrur, sem drepa þessi ieiðu kvikindi. Á fáum dögum lágu í valnum 150 smálestir af engisprettum. ÍSLANDS-FRÉTTIR Guðmundur Kamban rithöfundur hefir lokið við að semja nýtt leikrit, og hefir það þegar verið tekið upp til leiks á konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Leikritið heitir á dönsku “De tusind Mil”. Leik- ritið gerist í einni af höfuð- borgum Norðurlandanna. —Alþbl. 18. sept. * * * Bardstrendingar drepa 180 marsvín f fyrradag voru rekin á land undan Hvammi á Barðaströnd, skamt fyrir innan Haga, 180 marsvín sum geysistór. Marsvínin tóku niðrí í sandi, sem er á þeim slóðum og busl- uðu svo mikið, að þau grófust í sandinn og komust ekki út aftur. Voru þau síðan drepin. —Alþbl. 12. sept. * * * Byssa springur og veldur slysi S. I. miðvikudag varð það slys í Höfn í Hornafirði, er 16 ára gamall piltur, ólafur Sigurðsson að nafni, var að skjóta til marks úr haglabyssu, að byssan sprakk í höndum hans og lenti brot úr henni í enni piltsins. Hlaut hann mikinn áverka og brotnaði enn- isbeinið. Læknir bjó um sárið, en Ólafur fékk brátt mikinn sótthita og var á milli heims og helju í 4 daga. Hann er nú á góðum batavegi. —Alþbl. 12. sept. * * * Krónan losuð við sterlingspundið til þess að afstýra verðhækkun Landsbankinn hefir óskað þess, að ríkisstjórnin aflaði sér heimildar til að losa íslenzku krónuna við sterlingspundið vegna áframhaldandi gengisfalls sterlingspundsins, en það hefir nú falið yfir 20%, síðan stríðið byrjaði. öll norðurlöndin hin hafa þeg- ar af þessari ástæðu losað sig við pundið, þó þannig, að Dan- mörk og Noregur hafa fylgst með falli pundsins dálítið niður á við, en síðan bundið gjaldeyri sinn við dollarinn. Danmörk hefir þó það fyrirkomulag á gengisskráningu hjá sér, að krónan á aftur að miðast við pundið, ef það skyldi stíga upp í ákveðið hlutfall við dollarinn. íslenzka ríkisstjórnin mun hafa tekið ákvörðun um að taka hér upp svipað fyrirkomulag á gengisskráningunni og í Dan- mörku. Danska krónan fylgdi falli pundsins niður í 8%, en ætlunin mun vera að íslenzka krónan fylgi því niður um 11%. Með þeirri skráningu á ster- lingspundinu, sem var síðast- liðinn laugardag, stóð það í 27 krónum íslenzkum, en eftir þessa breytingu mun það verða, miðað við laugardagsgengi þess, um 24 íslenzkar krónur og tilsvar- andi lækkun yerður um leið á N orðurlandagj aldeyri. Með þessari ráðstöfun er verið að reyna að koma í veg fyrir verðhækkun á erlendum vörum hér á landi, sem orðin var og fór vaxandi vegna falls sterlings- pundsins.—Alþbl. 18. sept. * * * Skömtun matvæla Samkvæmt bréfi ríkisstjórn- arinnar og nýútgefinni reglu- gerð, hefst skömtun á kaffi, sykri, haframjöli, hrísgrjónum, hveiti, rúgmjöli, svo og hveiti- og rúgbrauðum, frá 18. þ. m. — Samkvæmt reglugerðiíini verður vikuskamtur hvers einstaklings sem næst þessi: 500 gr. sykur 75 gr. kaffibaunir eða 62 gr. brent og malað kaffi, 250 gr. haframjöl, - 125 gr. hrísgrjón eða aðrar teg 600 gr. hveiti eða 750 gr. hveitibrauð 750 gr. rúgmjöl eða 1125 gr. rúgbrauð. (Til að finna hverju skamtur- inn nemur á vog þessa lands þarf ekki annað en að deila 28.4 í ofanskráðar tölur og þá kemur únzutala út. T. d. 500 grömm af sykur verða 17V^ únza eða rúm- lega eitt pund; og 62 grömm af kaffi eru rúmar 2 únzur eða einn áttundi úr pundi o. s. frv. — Hkr.) í hvert slátur, sem sönnur eru færðar á, að maður hafi fengið, eru ætluð 2 kíló af rúgmjöli. Svo er til ætlast, að skömtun ifari fram mánaðarlega í kaup- stöðum. En í sveitum, þar sem ekki verður við komið mánaðar- legum aðdráttum, má afhenda ávísanir til lengri tííma, en gæta skal þess, að skömtunarseðlum sé skilað iit á þessar ávísanir. Já. Eg fæ lánuð hingað öil handritin sem til eru af þeim í Höfn. Má vera að eg geti líka fengið lánuð handritin frá Sví- þjóð. Annars verð eg að hafa einhver ráð með að fá vitneskju um hvað þar er. Af handritum sem til eru í Englandi og víðar býst eg yið að fá ljósmyndir. Inngangar að sögunum verða allir samdir á ensku. Þegar búið er að gefa út textana með inn- aöngum og skýringum, þá verða gefin út ein 2 bindi um Forn- aldarsögurnar, þar sem gerð er grein fyrir þeim alment, og hverri fyrir sig. í fyrsta sinn verður þó skömt- unin aðeins fyrir hálfan mánuð — síðari hluta september. Jafnframt fyrstu skömtun, sem hér í bænum fer fram laug- ardaginn og sunnudaginn 16. og 17. september, ber öllum heim- ilisfeðrum að mæta á bæjarskrif- stofunni annan hvorn nefndra daga og gefa þar upp, að við- lögðum drengskap, upp á pund og jafnvel hálfpund — svo segir í reglugerðinni — hvað til sé á heimilinu af ofangreindum skömtunarvörum. Liggja við háar sektir, ef síðar sannast, að rangt hafi verið skýrt frá birgð- um. f matvöruverzlunum, sem með þessar vörur verzla, skal fram ■ fara birgðatalning í dag og á morgun, og liggur við alt að bænum þessar (talið í smálest- Bindin verða 8, og er búist við að út komi eitt bindi á ári, eða 2 á þrem árum. —Mbl. 5. sept. * * * Helstu matvælabirgðir Reykvíkinga Talningu á matvælabirgðum þeim, sem almenningur á að gefa upp, er nú lokið hér í bæ. Samkvæmt talningunni voru birgðir heimila sem hér segir: Kaffi 1935 kg., sykur 28,963 kg., hveiti 40,633 kg., rúgmjöl 9632 kg. haframjöl 13,759 kg., og aðrar kornvörur 8414 kg. Birgðir af kolum námu 2622 smálestum og 38 smál. af koksi. Eftir því sem næst verður komist eru heilarbrigðir af fram- angreindum matvörum þér í 10,000 króna sekt, ef ranglega verður frá birgðum skýrt. f fyrsta sinn verða allir heim- ilisfeður að mæta eða láta mæta, hvort sem þeir þurfa á skamti sínum að halda eða ekki, til þess að fullnægjandi og semfeld vit- neskja fáist um það, hvað til er á heimilum í landinu af þessum skömtunarvörum. Er heitið á alla að taka þess- um ráðstöfunum vel, þ'ýí að um): Kaffi 123 smál., sykpr 194 smál., hveiti ca. 560 smál. rúg- mjöl 642 smál. (þar af munu verzlanir úti á landi eiga all- verulegan hluta), haframjöl 146 smál., aðrar kornvörur 81 smá- lest. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt verzlunarskýrsl- um síðustu ára hefir innflutn- ingur á kaffi numið 6.5 kg. á mann á ári. Má því áætla, að þær veita almenningi aukið ör-1 kaffineyslan hér f bæ nemi um yggi, og eru alveg sjálfsagðar 250 smálestum. — (Núverandi eins og á stendur. —Skutull, Isafirði, 16. sept. Útgáfa Árnanefndar Árna Magnússonar Saltsíldin 80 þús. tn. minni en [ fyrra Um síðustu helgi var búið að salta á öllu landinu 243,927 tunnur af síld. Á sama tíma í birgðir 123 smál). Sykurneyslan hefir numið um 45 kg. á mann á ári, og eftir því ætti neyslan hér í bæ að nema nefndin|ca. 1700 smál. á ári. — (Birgðir hefir nýlega lokið fundum sínum 194 smál.). í Höfn að þessu sinni. Einn j ^f 0fan^ituðu má ,sjá, að nefndarmanna, Einar Arnórsson birgðirnar af kaffi og sykri, og hæstaréttardómari, er kominn j,é sérstaklega sykri, eru mjög ^eim‘ j takmarkaðar, og því nauðsyn- Blaðið spurði hann um hvaða |egi- ag a]menningUr gæfi hins verkefni nefndin hafði haft að ifrasfa sparnaðar. þessu sinni. Skýrði hann svo1_____Mbj 20. sept. frá: Merkustu fundarmálin voru' útgáfa orðabókarinnar yfir forn- málið og útgáfa Foraldarsagn- anna. Til undirbúnings undir útgáfur þessar hefir ríkissjóður Dana veitt Árnanefnd 25 þús. kr. á ^ , fyrra var saltsíldaraflinn 325,- Stefan Einarsson professor i , .... Baltimore hefir verið ráðinn til 337 tn- ' hltte5f!'n'a 206'147 tunnur. Vantar því rúmlega 80 þús- und tunnur upp á 'að sama salt- síldarmagn sé nú og á sama tíma í fyrra. Bræðslusíldaraflinn var um síðustu helgi 1,159,998 hektó- lítrar, í fyrra 1,523,704 hl. og í hitteðfyrra 2,165.640 hektólítr- ar. Reknetaveiði heldur áfram fyrir Norðurlandi og er einnig stunduð hér í Faxaflóa eins og Morgunblaðið hefir skýrt frá. —Mbl. 20. sept. * * * Eimskip sendir skip til New York Eimskipafélag fslands gaf út svohljóðandi tilkynningu í gær: Ákveðið hefir verið að láta eitt af skipum félagsins fara til New York í þessum mánuði. Brott- farardagur er ekki ákveðinn ennþá, en verður auglýstur síð- ar.—Mbl. 20. sept. þess að taka að sér undirbúning orðabókarinnar. Hann er vænt- anlegur til Hafnar í haust. En honum til aðstoðar hafa þeir verið ráðnir Jakob Benediktsson magister og Ole Vidding magi- ster. Jakob hefir tekið próf í klassisku málunum við Hafnar- háskóla, en Vidding í norrænu. En Einar Ól. Sveinsson hefir verið ráðinn til að annast útgáf- * una á Fornaldarsögunum. Fornaldarsögur i 8 bindum ' Blaðið spurði Einar ól. SveinS- son magister um þessa fyrirhug- uðu útgáfu sem hann á að ann- ast. Hann sagði m. a.: Tvær útgáfur eru til af Forn- aldarsögunum og er önnur þeirra yfir 100 ára. Hin er almikið yngri. En báðar eru þær lang- samlega úreltar. Auk þess hafa einstaka sögur verið gefnar út í “krítiskum” útgáfum. Ætlast er til, að við þessa út- gáfu verði rannsakað hvert ein- asta handrit, sem af sögunum er til, kanna það í eitt skifti fyrir öll, hvað nýtt kemur í leit- irnar. Á útgáfan að vera þann- ig, að textunum sé gerð veruleg skil, svo að því megi búa í fram- tíðinni. Ætlið þér að vinna að þessu hér heima? Bókhaldarinn: Starfsfólkið bað mið að grenslast eftir hvað forstjóranum kæmi bezt í brúð- kaupsgjöf. Forstjórinn: Haldið þér að það væri of langt gengið ef eg færi fram á lítilsháttar kaup- lækkun. KLETTAFJÖLL OG KYRRAHAF Eftir Sig. Júl. Jóhannesson Framh. Til þess að hægra sé að njóta útsýnisins á ferðinni um Kletta- fjöllin, eru opnir vagnar í lest- inni með þægilegum sætum; þangað þyrpist fólkið og getur horft þaðan í allar áttir. Þegar komið er vestur fyrir Calgary, fer lestin eftir Bogár- dalnum (Bow River), ýmist sunnan árinnar eða norðah yfir meira en 120 mílna svæði. Er þessi á með allra stærstu vatns- föllum í Vesturheimi. Hún renn- ur út í Saskatchewan ána og með henni í Winnipegvatn. Hér um bil 22 mílur fyrir vest- an Calgary byrja fjöllin; heitir fyrsta járnbrautarstöðin í þeim að austan Cochrane; er frá þeirri stöð til síðustu stöðvanna í fjöllunum að vestan, sem Mis- sion heitir, 600 mílur, og er fljótasta ferð yfir fjöllin 23 klukkustundir. Fjörutíu mílur fyrir vestan Calgary er stöð sem Morley heitir. f því héraði býr flokkur Indíána, Sem “Steingervingar” nefnast (Stoney Indians). Voru þeir fyr meir afar illvígir og .herskáir, en eru nú hinir mestu friðsemdar.-, dugnaðar- og iðju- menn. Til er fjöldinn allur þjóð- sagna, sem skapst hefir af hjá- trú og hindurvitnum meðal þess- ara Indíána. örnefnin segja þessar sögur að nokkru leyti. Þær eiga flestar upptök sín í hér uðunum umhverfis stóra fossa, sem Kananaskis heita, og eru í Bogánni. Alla hlíðina í þeim hluta dalsins hugsuðu Indíánar sér eins og heljarstóra veru í mannslíki, sem sé hálfliggjandi og hálfsitjandi. Er þessi vera verndarvættur héraðsins og þeirra, sem í því búa. Örnefnin í hlíðinni eru öll í samræmi við þessa sögu; þau tákna hvert um sig einhvern vissan lim eða lík- amshluta hins mikla verndara. Þar eru t. d. “Olnbogahæðir”, “Hnéhæðir”, Handhæðir”, “Höf- uðhæð”, “brjósthæð” o. s. frv. Þegar allar þessar og fleiri hæð- ir eru skoðaðar samtímis og hver um sig í vissri afstöðu til annara, mynda þær heilan lík- ama, sem Indíánarnir hafa séð í huga sínum með augum ímynd- unaraflsins. Jafnvel ferðamaðurinn, sem gys gerir að þessum barnslegu hugsunum getur tylt saman öll- um þessum limum í huga sér og horft á hinn mikla jötun eða verndarguð þeirra Indíánanna, þegar honum eru sýndai; hæðirn- ar, sögð örnefnin og skýrðar sögurnar. Sálarlíf hins rauða manns er ekki eins snautt og fáskrúðugt og margir halda, þeir eiga margar merkilegar sagnir, sem geymast og ganga mann frá manni alveg eins og sögurnar okkar gerðu á íslandi í gamla daga. Væri þar djúpur og auð- ugur brunnur úr að ausa fyrir einhvern, sem vildi skrifa merki- lega og fróðlega bók um hið and- lega líf Indíánanna. Svo telst til að þessir Stein Indíánar séu milli 300 og 400; fækkaði þeim afar mikið um tíma, en er nú aftur að fjölga. í Morley, sem er dálítill bær mitt á milli Calgary og Banff (fjörutíu mílur fyrir vestan Cal- gary og 40 fyrir austan Banff), halda þessir Indíánar nokkurs konar hátíð á hverju sumri; er það kölluð Indíánahátíðin og tal- in mesta hátíð, sinnar tegundar í Norður-Ameríku. Halda þeir glæsilega skrúðför á hverjum morgni meðan hátíð- in stendur yfir, sumir ríðandi og aðrir gangandi. Eru bæði menn og skepnur hlaðin svo marg- breyttu skrauti að ekki verður með orðum lýst. Sjást þar alls- konar handaverk, sem lýsa hinni mestu list og nákvæmni, smekk- vísi og hugviti. Sjötíu mílur fyrir vestan Cal- gary sjást háir steindrangar í þyrpingu, mjóir og beinir. Er það stuðlaberg sem staðist hefir allar árásir náttúrunnar, þó alc annað hafi skolað burt umhverf- is það. Þessir drangar eru sum- ir tíu mannhæðir, eru þeir nefndir “Hoodoos” eða skrípildi. Skamt þaðan sjást þrír háir tindar í röð, sem líta út alveg eins og horft sé á vangann á þremur konum, enda heita þess- ir tindar “Sytsurnar þrjár”. — Hæsti tindurinn er um 10,000 fet. Framh. HITT OG ÞETTA — Eg var 30 ár að komast að því, að eg hefi ekkert vit á tón- list, sagði Auber við Wagner. — Ertu þá hættur við tón- smíðar? spurði Wagner. — Nei, það var um seinan, eg var orðinn frægur. * * • * Hún: Var kossinn, sem eg gaf yður í gærkveldi, einhvers virði? Hann: Já, hann kostaði mig krónu. . . . Litli bróðir yðar sá til okkar. * * * Eins og kunnugt er voru vega- lengdir á Vestfjörðum til skamms tíma reiknaðar í “skrápskóm” eða “roðskóm”, eftir því hvað mörgum skóm maður slítur við að ganga á- kveðna vegalengd. En í Kína reikna menn veðrið í frökkum, eftir því hvað menn þurfa að klæða sig mikið. Á sumrin er vanalega “eins frakka” veður, en á veturnar getur það orðið “tíu frakka” veður. Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- s^ta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því | ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Govemment of Manitoba.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.