Heimskringla - 18.10.1939, Page 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. OKT. 1939
Híitnakringla
(StofnuB 1S89)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRE8S LTD.
S53 oo S55 Sargent Avenue, Winnipeg
TalsimiB 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
ryrirfram. Allar borganlr sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öu yiðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlst:
K-nager THE VIKINO PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Helmskringla” ls published
and printed by
THE VIKINO PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Teleptoone: 86 637
.....................
WINNIPEG, 18. OKT. 1939
EBINDI
flutt á Frónsfundi 17. okt.
Stefán Hansen
(Stefán Hansen, höf. þessa erindis, er ungyr
íslenzkur mentamaður og einn í hópi hinna efni
legri, þó þar sé vissulega margt ásjálegt manns-
efnið. Hann hefir Bachelor of Arts mentastigið
frá Manitoba háskóla, en heldur áfram námi og
hefir kosið sér að lífsstarfi það verk sem hér er
nefnt “actuary” og lítur að hagnýtri stærðfræði
Stefán er fæddur heima á Islandi að Kirkjufelli
við ölafsvík á Snæfellsnesi en kom með for'
eldrum sínum Bimi J. Hansen og Karitas Matt-
híasdóttur, er þar bjuggu, vestur um hæf 1914,
þá aðeins fjögra ára gamall. Faðir hans var
bamakennari. Bjuggu foreldrar hans 4 ár í grend
við Arborg í Manitoba, en hafa nú lengi átt heima
í Humboldt, Sask., þar sem Björa hefir stjórnað
smjörgerðarfélagi, með svo góðum árangri, að
starf hans hefir vakið eftirtekt hjá þeim, er yfir
markaði vömnnar sem hann framleiðir hafa að
segja, enda er hann maður skarpgáfaður. A
námsbrautinni hefir Stefán getið sér hinn bezta
orðstír, náð i skólaverðlaun og tvo vetur í dýr
námskeið, og framkoma hans hefir aflað honum
álits og vina. Hann er Islendingur í húð og hár
og er til með að verja með oddi og egg ef á
þarf að halda ágæti íslenzks arfs og lyndisein-
kunna).
Herra forseti! Háttvirta samkoma!
Eg tel mér það heiður að hafa verið
boðið að flytja hér erindi um iðnríkis skipu
lag. Með því að takast slíkt á hendur er
mér fullljóst, að mörg yðar §em hér eru
viðstödd hafið meiri, þekkingu og skilning
á “Technocracy” heldur en eg hefi. Eg
flyt yður athuganir mínar í þeirri von,
að þær megi verða yður eitthvert áhygð
areini. og jafnframt sem sýnishorn af
þeirri hugsun og skilningi sem meðal
greindir menn svona yfirleitt muni hafa
um Technocracy. Eg er þakklátur forseta
yðar, hr. Thorkelsson fyrir að hafa hvatt
mig til að hugsa um iðnríkis hugmyndina
og þá hreyfingu sem sú hugmynd hefir
valdið. Eg er honum sérstaklega þakk-
látur fyrir mjög skemtilega kvöldstund
við að hlusta á erindi Mr. Howard Scotts
og kynnast Technocracy og öðrum auka
atriðum, er aðal forseti stofnfélagsins
hafði á takteinum.
Áður en eg sný mér ákveðið- að því að
taka Technocracy til athugunar, vil eg
með leyfi ykkar minnast stuttlega á sumar
athugasemdir Mr. Scotts. Eg skal fyrst
láta þess getið, að á þeim stutta tíma,
er eg hefi haft til að kynnast málefni
mínu, þá hefi eg eigi getað gengið úr
skugga um, að enginn munur sé á eins og
eg skil iðnríkishugmyndina á einn veg og
því fyrirbrigði sem nefnt er “Technocracy
Incorpörated” á hinn veginn. Eg hefi eigi
haft tíma til að kynna mér sögu þeirra
vísindamanna, á Columbia háskólanum,
sem fyrst beindu smásjá sinni að hag-
fræði og iðnfræði fyrir nokkrum árum
síðan. Iðnríkishugmyndin skaut þá frjó-
öngum sínum til vaxtar nýrri vísinda-
grein. Það lítur nú út fyrir, að þrátt
fyrir ákveðna neitun stofnendanna og
flokksmanna þeirra, að hreyfingin sé ekki
stjórnmálahreyfing, að þá sé hún mjög
einkennilegt litbrigði af þeirri tegund. Hið
fyrsta er dró að sér athygli ókunnra að-
komumanna á samkomu hr. Scotts í sam-
komuhöll borgarinnar, var að allir þeir, er
sýndu að þeir væru stjórnar og aðstoðar-
menn við somkomuna, báru einkennisbún-
inga. Hver og einn var í gráum fötum
með sama lit, úr sama efni og með sama
sniði, bláu hálsbindi og einkennishnapp-
inn í treyjuhorninu. Skyrtur höfðu þeir
með sama lit, en því miður gat eg eigi
gengið úr skugga hver hann var. Eg hefi
talsverða tilhneigingu til að veita skyrtum
stjórnmálamanna eftirtekt, því að nú á
dögum höfum vér átt kost á að kynnast
stefnu stjórnarvalda yfir á meginlandi
Evrópu eftir þeim lit, sem er á skyrtum
þeirra.
T. d. á ítalíu hafa stjórnarvöldin svart-
ar skyrtur. Á Þýzkalandi hafa þau brún-
ar skyrtur. Á Stóra-Bretlandi, mætti eg
bæta við eru þau í viðhafnarskyrtum. Hr.
Scott, sem er ákveðinn andstæðingur Ev-
rópu, bannfærir evrópisk áhrif á þessu
meginlandi bæði þjóðfélagsleg hagfræðis-
leg og stjórnfræðisleg. Hann myndþhafa
fátt ágætt að segja um þetta fólk, sem hér
er saman komið, sem flest, eða meirihlut-
inn er fæddur yfir í Evrópu? Dýrin.yfir
í Evrópu sem hann einnig gaf í skyn að
srjertu þá tegund, er vér köllum menn
eru eftir máti þessa vísindamanns mjög
ólík dýrum Norður-Ameríku. Aðal ein-
kenni Norður-Ameríku dýranna eru stórt
höfuð, háir og þreknir herðakambar og
rýrar lendar. Evrópisku dýrin aftur
móti, segist honum frá, hafa lítið höfuð
rýrar herðar, en þreknar lendar.
Þetta höfuðlitla Evrópudýr snýr lend-
unum í vindinn og lætur berast fyrir veðri
Ameríska dýrið að hinu leytinu snýr höfð-
inu í storminn og býður honum byrginn
Það er eitt dýr hér í Ameríku, sem lýs
ingin á við, og það er vísundurinn. Ef ti
vill á meðal hinna mörgu einkennilegu at-
hugana þessa stórvaxna vísindamanns,
er sú, að dýralíf á þessu meginlandssvæði
hafi náð hámarki sínu í vísundinum. Mr.
Scott gefur í skyn, að fólkið á þessu meg-
inlandi, það er að segja, þeir sem ennþá
hafa ekki hið evrópiska sköpulag, sé bezt
siðað, bezt ment og skynsamast, og yfir
höfuð að tala bezta fólkið í víðri veröld.
Eg get bent á, að það er þó að minsta kosti
þessi munur á Hitler og hr. Scott, að Hitler
heldur að það sé þýzka þjóðin, sem sé
mesta þjóð heimsins. Þó að hr. Scott
segi, að hann fyrirlíti alt það sem hafi
uppruna sinn eða eigi sammerkt við Ev
rópu, þá hefir hann þó tileinkað sér, auk
einkennisbúninganna og þjóðernisstefn
unnar annað evrópiskt afkvæmi, sem sé
kveðjumerkið.
í sambandi við það, minnist eg dálítillar
sögu, sem amerískur fréttaritari hafði til
frilsagnar um kveðjumerki nazistanna.
Honum segist svo frá, að Hitler hafi tvo
mismunandi vegi að gefa merkið.
Stundum rétti hann upp hendina í jafn-
hæð við höfuðið, öðru sinni rétti hann
hana með hrifningu hátt yfir höfuðið.
Eftir að hafa veitt ýmsu öðru eftirtekt á
meðal nazistanna, spurði Ameríkumaður-
inn einn dag gamlan þýzkan vin sinn,
hvort hann vissi ástæðuna fyrir þessu
ósamræmi í kveðjum Hitlers. “Ástæðan
fyrir því,” svaraði Þjóðverjinn, “er sú, að
honum hefir enn eigi tekist að losná við
gamla venju. Alla æfina áður en hann
varð foringinn, voru þær einu skipanir sem
hann gat gefið: “Málaðu þangað upp! og
kalkaðu þar fyrir ofan.”
Það mætti benda á að þessi Evrópisku
áhrif, sem virðast hafa smeygt sér inn í
“Technocracy Inc.” hafa eigi á sér ein-
kenni lýðræðisríkja Evrópu, Englands,
P',rakklands og hinna Skandinavisku ríkja,
og það er eigi svo óeðlilegt, því að næst
skömm sinni á vinnu, þá er ekkert sem hr.
Scott fyrirlítur jafnmikið og lýðræði. —
Hann nálega urrar yfir þingræðishug-
myndinni, og skoðar það smán fyrir nokk-
urn Ameríkumann að vera sendur á nokk-
ur þjóðþing. Það er þó nálega hægt að
samhyggjast honum, þegar hann segir,
að margur maður sem hafi verið góður og
réttsýnn áður en hann var kosinn til þing-
setu eða þangað sem hann þráfaldlega
kallar “gas-hús”, hafi eftir það orðið
reglulegur “lúsablesi”. Auðvitað hljótum
vér að muna það, að hr. Scott er vísinda-
maður. Iðnríkis stofnfélag hans er vís-
indagrein. Það rannsakar tilraunir, safnar
sönnunum og tölum. Það setur aðeins
fram sannanir, ekki hugmyndir né ágizk-
anir. Þegar vér algerlega trúum svo
mjög á nákvæmni hinna vísindalegu rann-
sókna, þá geri eg ráð fyrir, að vér gætum
lítið annað gert en samþykkja það þegar
aðal stjórnarforsetinn segir oss, að það
séu aðeins tvær stéttir manna hér í Ame-
ríku. Hver og einn lendir í annan hvorn
hópinn. Eftir ummælum hr. Scotts, þá
eigum vér heima annaðhvort í flokki
“Chiselers” eða “Suckers”. Auðvitað vís-
indaleg nöfn.
Mörg af yður munuð eflaust skilja hina
skörpu skýringu hr. Scotts á glæpamanni.
Hann segir að glæpamaður sé maður með
ræningjaeðli, sem eigi hafi nægilegt fé til
að stofnsetja hlutafélag.
Eg vona að þið fyrirgefið mér fyrir að
leiða athygli yðar að því, að hr. Scott hefir
stofnsett “Technocracy”.
Svo að eg snúi mér að hinni alvarlegu
hlið málefnisins, þá skilst mér að það
séu tvær grundvallar hugmyndir mestu
ráðandi í “iðnræði” technocracy. Hin
fyrri af þessum, skilst mér að sé skipulögð
rannsókn og vísindaleg sundurliðun.
Óefað höfum vér hér í Canada hagstofu
sambandsstjórnarinnar, hinar ýmsu
stjórnardeildir, rannsóknarstofur fylkis-
stjórnanna, tilraunabú vor, málma og
korntegunda rannsóknarstofur og hinar
fjölmörgu konunglegu rannsóknarnefndir.
f öllu þessu hljótum við að hafa uppsprettu
af fróðleik.
Vér höfum bæði yfirgripsmikla og ná-
kvæma skýrslu um fólksfjölda í landi voru.
Vér vitum um tölu karla og kvenna og
aldursskeið þeirra. Vér vitum um hinar
mismunandi verkalýðsdeildir og embættis-
manna deildir, og kaupmannastéttina. Vér
vitum hversu marga verkfræðinga, vís-
indamenn og listamenn vér höfum. Vér
vitum hversu mörgum dölum og centum
hver þessara atvinnustétta vinnur fyrir
á ári í landinu o. s. frv. Að öllu saman-
lögðu höfum vér mjög nákvæmar skýrslur
yfir fólkið í landinu.
En á öðrum sviðum þá eru skýrslur okk-
ar ekki svo nákvæmar.
Vér höfum enga vísindalega þekkingu
á iðnaðarframleiðslu vorri.
Vér gætum reiknað framleiðsluna í doll-
urum, en það yrði engin vísindaleg úr-
lausn. Það yrði alt of ónákvæmt og háð
óviðráðanlegum áhrifum, og gæti hvorki
verið áreiðanlegt né komið að gagni.
Minna vitum vér um náttúruauðæfi vor,
eða hvaða vélar sem nú eru eigi starfrækt-
ar, gætu verið starfræktar? Ennfremuv
höfum vér litla vitneskju um ágæti þeirra
framleiðsluvéla, er vér höfum, og því
minni þekkingu á hve miklu þær gætu af-
kastað. Til að gera sér grein fyrir fram-
leiðslunni á sem einfaldastan hátt, þá eru
verksmiðjur vorar, landbúnaður og náma-
iðnaður starfræktur eingöngu til að fram-
leiða vörur. Aðal tilgangur framleiðslunn-
ar á þessum vörum, er notkun þeirra fyrir
það fólk, sem starfar beinlínis eða óbein-
línis að framleiðslunni, eða vinnur ein-
hver önnur þjóðnýt störf. Ef eitthvað af
þessum vörum er sent út úr landinu, þá
er það gert að eins af því, að vér í skiftum
fyrir þær fáum aðrar vörur, sem vér
þörfnumst, og framleiðsla þeirra meðal
vor hefði orðið oss dýrari og erfiðari en
vörur þær er vér létum á erlenda mark-
aðinn. Ástæðan fyrir því.'að vér áttum
kost á þessum vöruskiftum er sú sama hjá
viðskiftamönnunum. í sannleika ef vér
höfum eðlilegan og ákveðinn hagnað af
framleiðslu vissra vörutegunda og önnur
lönd hafa svipaðan hagnað, virðist það
vera hagkvæmileg úrlausn að nota þessa
aðferð. Eftir slíkum skilningi á fram-
leiðslu til nytja, er hún alls óskyld fram-
leiðslu til arðtekju. Með öðrum orðum,
þær eru tvær fjarskyldar andstæðuaðferð-
ir. Málefni vort er notkun og þörf. Fram-
leiðslu aðferð vor nú sem stendur er að
miklu leyti fyrir arðtekju, og að nokkru
leyti aðrar aðferðir, sem gætu verið skil-
greindar sem samvinna og þjóðnýtingar
aðferðir,_eða blendingar af þeirri síðari og
arðtekjunni.
Tilgangurinn með því að framleiða vör-
ur er í insta eðli sá, að þær verði notaðar.
Stundar orsakir sem nú valda framleiðsl-
unni, geta verið margar, svo sem arðtekja,
góðvild, æfintýraþrá, frægð og margar af
íinum óteljandi ástríðum mannsins. Sem
stendur skiftir það rriinstu máli, hver af
þessum orsökum er bezt eða hvort vér
íiöfum aðrar hvatir sem eru betri en nokk-
ur hinna.
Óskylt orsökinni sem eg hefi þegar bent
á, er tilgangurinn til framleiðslu, hið á-
kveðna markmið verkstæða vorra og jarð-
ræktarbúa, o,g sem vér erum aðallega bundi
inn við hér.
Ef það er ákvörðun vor með notkun
æssajra^ framleiðslutækja að framleiða
með eins litlum mannlegum krafti og auð-
ið er, eins miklar vörur og þörf krefur,
væri þá eigi sanngjarnt, að vér rannsök-
uðum vísindajega, framleipslukraft og
fullkomnun á þessum verksmiðjum vor-
um, akuryrkjubúum og námum.
Ef það er satt, sem það virðist að vera,
að til sé fólk, sem enn hefir eigi allar þær
vörur og þægindi, sem þörf virðist á að
það hefði-, sýnist yður það eigi mannlegt,
kristilegt og viturlegt að rannsaka skil-
yrðin fyrir að auka framleiðslukraftinn í
verksmiðjum vorum?
Ef á meðal vor er fólk, sem ennþá hefir
eigi nægilega fæðu og föt, eða sem býr í
köldum og rúmlitlum húsum, annaðhvort
með litlum húsgögnum eða engum, hefir
engar bifreiðar né leikvelli fyrir
börnin sín, ættum vér þá ekki
að rannsaka hvaða tegundir af
nýjum og hraðvirkari vélum vér
höfum, sem eigi eru notaðar?
Ef skortur er á vörum til að
fullnægja þörfum manna, ættum
vér þá ekki að grenslast eftir,
hvort eigi er nægilegt fólk til,
sem bæði hefir vilja og starfs-
krafta til að vinna að framleiðsl-
unni, og ef svo er eins og raunin
ber vitni um, að vér höfum nægi-
legan vinnukraft, hver er þá or-
sökin, að þetta fólk á sér engan
tilverurétt til í atvinnurekstri
vorum ?
Hvað veldur því, að þetta fólk
er eigi að vinna? Er það af því,
að það skortir verkfæri til að
vinna með? Eða hefir það ekk-
ert framleiðsluefni? Eða liggur
orsökin í slæmu þjóðskipulagi?
Ef vér höfum hóp af svöngum
og illa klæddum börnum á meðal
vor, og, vinir mínir, þau eru
mörg á meðal vor, og ef fólk
skortir fæði, hita, heilsusamlegt
húsnæði, húsgögn, ljós og rúm-
föt, því þá í herrans nafni er eigi
hver einasti vinnufær maður,
hver einasta starfsvirk vél í
landinu f hreyfingu að framleið-
slu þessara nauðsynlegu lífs-
þæginda ?
Hvaða vit er í því að leggjast
fyrir og helfrjósa, þegar axir
eru til og nægilegur eldiviður.
Er það eigi þjóðfélagslegt sjálfs-
morð?
Svo að eg verði eigi misskil-
inn, ætla eg að taka það fram,
að það sem eg hefi sagt, er
snertir verksmiðjur, jarðrækt-
arbú og námur, nær einnig til
flutningstækja og skemtistaða,
banka og vátryggingarfélaga. —
Það er auðvelt að skapa sér hug-
myndir, hversu nytsamar þessar
stofnanir gætu verið í þjóðfé-
lagi, er hefði ákveðna og skipu-
lagða framleiðsluaðferð, eða
aðrar meginhvatir til framleiðsl-
unnar, þar sem þessar stofnan-
ir eins og nú horfir við reynast
jafnnauðsynlegar og til dæmis
verksmiðjur vorar og akuryrkja.
Svo að eg snúi mér þá aftur að
iðnríkishugmyndinni “Techno-
cracy”, þá er hið fyrsta frum-
atriði hennar, eins og mér skilst
það, gagnger og vísindaleg rann-
sókn á hinum auðsæu misbrest-
um og ófullkomnun á fram-
leiðslutækjum vorum. Hið síð-
ara frumatriði hennar felst í því,
hvernig bót skuli ráðin á, eftir
að rannsóknin hefir leitt í ljós.
hverjir misbrestirnir væru.
“Technocracy” hefir þegar
gert mikla og skipulagða rann-
sókn.
Byrjunarstig hennar var það,
að hópur verkfræðinga og vís-
indamanna hófu tilraunarann-
sókn við Columbia háskólann í
Bandaríkjunum. — Eannsókn
þeirra var gefinn hinn mesti
gaumur, og blöðunum varð tíð-
rætt um hana. Þegar þeir höfðu
gert nokkurnveginn nákvæma
rannsókn á hagfræðislegri og'
iðnfræðislegri starfsrækslu í
Bandaríkjunum, var eigi nema
eðlilegt, að þeir gerðu ákveðnar
ályktanir.
Þær, er skiftu mestu máli voru
þær, að rannsókn þeirra leiddi í
ljós tilhneigingu í athafnalífinu,
sem hlaut að hafa skaðvænar af-
leiðingar.
Sem úrræði gegn þessari auð-
sæu hnignun, gerðu þeir skipu-
lagðan uppdrátt, sem þeim skild-
ist, að eigi gæti aðeins hindrað
þjóðskipulagshrörnunina, heldur
myndi hann ef starfræktur leiða
hagsæld og vellíðan yfir þjóðina.
Þessi vísindalegi og verkfræð-
islegi uppdráttur átti að skapa á
stuttum tíma allsnægtir af þeim
Tfsþægindum, sem svo er mikill
skortur á nú.
Eftir mínum skilningi, þá er
þetta skipulag hið annað frum-
atiði í iðnríkishugmyndinni.
Og það er um það, sem mál-
efni vort snýst.
Áður en leitast er við að
reyna að útskýra skipulag þeirra
þá er nauðsynlegt að gera sér
hugmynd um framleiðslu at—
hafnir vorar, hvernig þeim er
beitt og hverjum breytingum
þær taka.
í fyrsta lagi skilst mér, að
framleiðsla vor sé starfrækt af
tveim stéttum manna, sem hver
er háð annari. önnur stéttin er
sú, er vinnur að framleiðslunni.
Hin er sú, sem á framleiðslu-
tækin.
Stundum er framleiðandinn
einnig eigandinn, eins og til
dæmis greiðasali sem veitir á
gesti sína sjálfur, eða þá smá-
kaupmaður.
Þó á það sér miklu oftar stað,
að þeir sem hafa ákveðna hlut-
deild í framleiðslunni eins og t.
d. verkalýður í verksmiðjum og
stórum verzlunarbúðum eiga
ekkert af framleiðslutækjunum,
sem þeir vinna með. Hlutdeild í
því að geta notið framleiðslunn-
ar er því háð því að eiga annað-
hvort stofnféð sem notað er til
hennar, eða að leggja fram
vinnukraftinn.
Ef þeir, sem leggja fram vinn-
una eiga nokkurn skapaðan hlut,
þá er það í svo smáum stíl (lítil
lífsábyrgð eða nokkrir dalir á
banka), að hlutdeild þeirra er
að mestu háð verðgildi því er
vinna þeirra hefir. Ef fólki, sem
sjálft á engin framleiðslutæki,
er ekki gefinn kostur á að nota
annars framleiðslutæki, þá hefir
það enga kröfu til neins hluta
framleiðslunnar. Þetta fólk er
það, sem vér nefnum atvinnu-
leysingja. Auðvitað á vorum
tímum á það sér vart stað, að
fólk deyi úr hungri eða kulda. f
liðinni tíð gat það komið þrá-
faldlega fyrir.
Nú á dögum seilumst vér ofan
í framleiðslupottinn, og eftir
miklar og margar vífilengjur,
mælum vér í spæni góðverkin til
þessara auðnulitlu öreiga, en
stærstan hluta hljóta þeir sem
ráða skömtunaraðferðinni.
Svo að þá er hingað komið.
önnur stéttin á og stjórnar
framleiðslutækjunum, og sam-
kvæmt lögmáli þess eignaréttar
á hlutdeild í framleiðslunni.
Hin stéttin, sem annaðhvort á
lítið eða ekkert í framleiðslu-
tækjunum, hefir aðeins hlutdeild
í framleiðslunni svo fremi að
hún eigi kost á að vinna að
henni.
Það tekur aðeins almenna at-
hugun til að sjá, að eigendur
framleiðslutækjanna eru stöð-
ugt að endurbæta þau. Það er
aðeins af óhjákvæmilegri til-
viljun, að vér sjáum afleiðing-
arnar: á aðra hliðina betri eða
ódýrari vörur, og á hina hliðina
miklu færri verkamenn að
starfsrækslu við framleiðsluna.
Technocracy hefir leitast við
að rannsaka og sundurliða á vís-
indalegan hátt afleiðingarnar af
þessum iðnfræðislegu endurbót-
um á núverandi framfeiðslu-.
magni voru. Hún hefir reiknað
út VQxt þann á vörumagninu,
sem á sér stað með endurbætt-
um aðferðum og vélum. Þá hef-
ir hún ennfremur reiknað út,
hversu miklu meira vörumagnið
gæti aukist með ennþá betri að-
ferðum og betri vélum.
Þá er oss bent á, að vöxturinn
á vörumagni voru með nútíma
tækjum, verði að litlu leyti á-
kveðin eftir framleiðslukrafti
vorum. Vöruforðinn er eigi á-
kvarðaður né eftir þörf vorri fyr-
ir vörurnar, heldur kemur þriðji
liður til sögunnar, sem er að
öllu óskyldur hinum, og sem vér
nefnum framleiðsluarð eða
gróða.
En gróði, til allrar ógæfu, er
háður skorti á framleiðslunni að
meira eða minna leyti, eða að
minsta kosti jafnvæginu á
mMli vörubirgðanna og ákafri
eftirspurn eftir þeim. Með því
er oss bent á, að framleiðslu-
arður er því að mestu mæli-'
kvarði eða takmörk fyrir hið
almenna vörumagn. Technocracy
sýnir fram á, að þrátt fyrir