Heimskringla - 18.10.1939, Síða 6
6. SÍÐA
HEiMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. OKT. 1939
Brögð í tafli
Eg lauk upp blaðinu áfjáður í þessar frétt-
ir, og las hvert orð í greininni, sem hét: “Orð
heldni aðalsmannsins”, og allar greinarnar í
fjármáladálkinum. Mig furðaði ekkert á því
sem eg las, er eg vissi hvernig á öllu stóð. Eg
hafði ekki búist við öðru af hertoganum. Hann
virtist hafa lánað nafnið sitt félagi einu, sem
hafði þá áætlun að koma í framkvæmd ónýtri
uppfyndingu. Átti hún að umturna öllum silki-
iðnaðinum. Ástæða hertogans að gerast einn
af stjórnendum þessa fyrirtækis var eingöngu
sprottin af mannúð hans. Hann hefði vonað að
hjálpa hnignandi bæjarfélögum með því að
endurvekja gamlan iðnað. En fyrirtækið
reyndist að vera tóm svik. Einn hinna reiðu
hlutabréfaeiganda, hafði staðið upp úr sæti
sínu og lýst því yfir, að það sem komið hefði sér
til að kaupa hlutina, hefði verið nafn hertogans
í stjórn félagsins, og dróttaði að honum illum
hvötum. Hertoginn hafði risið á fætur eins og
ekkert hafði ískorist. Hann follvissaði fundar-
menn um að hann kannaðist fyllilega við ábyrgð
sína í þessum efnum. Og ef síðasta ræðumanni
hefði verið alvara, þegar hann hafði sagt að
nafn hertogans hefði komið sér til að kaupa
hlutabréfin í félaginu, þá væri hann reiðu-
búinn að losa hann við þessi hlutabréf á því
verði, sem kaupandinn hefði gefið fyrir þau.
Ennfremur, væru einhverjir aðrir, sem með
sanni gætu sagt það sama, að nafn hertogans af
Rowchester hefði leitt þá til að kaupa hluti í
þessu félagi þá næði þetta tilboð til þeirra
líka.
Þingheimur æpti og klappaði hertoganum
lof í lófa. Það var óviðjafnanlegt, en þetta
gat aldrei kostað hertogann minna en hundrað
þúsund pund.
Eg lagði frá mér blaðið og vangar mínir
voru rjóðir af hrifningu. Eg hugsa, að ef her
toginn hefði verið nærstaddur á því augna-
bliki, þá hefði eg kyst hendi hans. Ásamt
blaðinu hafði Grooton fært mér bréf, og las eg
það með miklu minni hrifningu. Það var frá
lögfræðingafélagi í Lincoln Inn, og sagði það
mér í fáum og afmældum setningum, að sam-
kvæmt fyrirmælum skjólstæðings félagsins,
Sir Michaels Trogoldy, ættu þeir að borga mér
fimm hundruð pund á ári hverju.
XXVII. Kap.—Vinur eða óvinur-
Eg fékk engin boð frá Rowchester, og
borðaði því einn miðdegisverðinn. Eg hlýt að
hafa fallið í blund yfir vindlingnum mínum,
því hin léttu högg á hurðina mína virtust
koma úr mikilli fjarlægð. Svo hrökk eg upp í
stólnum, vindlingurinn var útbrunninn og
kaffið kalt. Eg hafði sofnað og einhver var að
berja að dyrum.
Eg hafði sent Grooton til þorpsins með
bréf og var því aleinn í húsinu. Eg stökk upp
úr stólnum, þegar hurðar handfangið snerist
og kona gekk inn í herbergið. Hún var sveipuð
kápu frá hvirfli til ilja, en eg þekti hana strax.
Það var Mrs. Smith-Lessing.
“Mrs. Smith-Leásing,’, sagði eg, “mér
þykir það slæmt.að eg get ekki tekið á móti
yður hér, sem stendur, staða mín leyfir mér
ekki að taka á móti gestum.”
Hún lyfti blæjunni frá andlitinu og hneig
niður í næsta stólinn. Mér hnykti við er eg sá
andlit hennar. Það virtist skin horað og aug-
un glóðu. Hún starði á mig næstum því með
skelfingu.
“Eg mátti til að koma,” sagði hún, “eg gat
ekki beðið lengur. Segið mér sannleikann, Guy
Ducaine, sannleikann, takið þér eftir.” Hún
horfði á mig óttaslegin. «
“Við hvað eigið þér?” spurði eg forviða.
“Eg veit ekkert hvað þér eruð að tala um.”
“Segið mér sannleikann um manninn, sem
kom til að finna yður kveldið þess sjöunda
janúar.”
Eg hristi höfuðið. “Um hann hefi eg
ekkert að segja,” svaraði eg ákveðinn. “Þegar
eg fann hann í mýrinni var hann dáinn. Eg
heyrði ekki fyr en síðar, að hann hefði spurt
eftir mér.”
“Þetta er sannleikurinn ?” spurði hún áköf.
“Já, þetta er satt,” svaraði eg.
Eg sá að henni létti fyrir brjósti, en hún
var ennþá áhyggjufull.
“Er það satt,” sagði bún, “að þér báðuð
þessa stúlku, hana Blanche Moyat, að þegja
yfir því að þessi maður hefði spurt hana eftir
yður í þorpinu og um leiðina að húsi yðar?”
“Það er líka satt,” svaraði eg. “Hún sagði
mér ekki frá því fyr en síðar og eg sá enga
ástæðu til þess að auglýsa það að maðurinn
hefði verið á Jeiðinni heim til mín.”
“Það var mjög heimskulega gert,” sagði
hún. “Þér hafið komið yður út úr húsi hjá
stúlkunni og hún segir nú eftir yður, og þér
lendið í vandræði.”
“Við því verður nú ekki gert,” svaraði eg.
“Eg talaði aldrei við manninn og sá hann aldrei
fyr en eg fann hann dauðan.”
“Guy!” hrópaði hún. “Þetta er hræðilegt.
Eg er ekki viss um það, en eg held að þessi
maður hafi verið faðir yðar.”
Þetta hafði mér líka oft dottið í hug, en
hrint því frá mér. En nú var engrar undan-
komu auðið. Eg horfði á konuna andspænis
mér og í andliti hennar sá eg ótta þann speglast
er eg sjálfur sýndi.
“Yðar vegna,” sagði hún lágt, “verðum
við að finna það út hvernig hann dó.”
“Dómsúrskurðurinn var, að hann hefði
druknað,” svaraði eg.
“Fólk breytir þeirri skoðun nú, auk þess
vitum við það bæði vel að hann druknaði ekki.”
“Þér eruð vissar um það ?”
“Fullviss,” svaraði hún. Hann hafði bréf
meðferðis og skjöl handa yður, það veit eg. Auk
þess flutti hann alt af með sér fjölda smámuna,
sem auðvelt var að þekkja hann af. Þegar
leitað var á honum í lögreglustöðinni voru vasar
hans tómir. Hann hafði verið rændur. Guy,
hann átti eins og eg, einn miskunnarlausan
óvin. Segðu mér eitt, var Ray ofursti í Braster
þetta kvöld?”
“Nei, það get eg ekki sagt yður,” svaraði
eg hásum rómi. “Eg vil ekkert meira hafa með
þetta mál að gera. Það er umliðið. Látum
það eiga sig.”
“En sjáið þér til, aumingja drengur. Þetta
tnál verður ekki látið liggja í þagnargildi. Sjáið
þér ekki að vitnisburður þessarar stúlku, af-
sannar þá skoðun, að honum hafi skolað upp úr
sjónum? Hann dó þarna á söndunum og var á
leiðinni til yðar og fanst fáein skref frá húsinu
yðar, dauður og særður. Þér verðið grunaður,
kannske kærður, það er óumflýjanlegt. Segið
mér nú salnnleikann. Var Mostyn Ray .í
Braster þetta kvöld?”
“Hann flutti fyrirlestur í samkomuhúsinu
í þorpinu,” svaraði eg.
Eldur tindraði í augum hennar.
“Þetta vissi eg,” hrópaði hún. “Að síðustu
hefi eg náð tangarhaldi á honum. Eg sá hon-
um bregða þegar eg talaði um föður yðar. Guv
eg skal bjarga yður, en eg mundi gefa allar
ólifaðar æfistundir mínar til að koma þessu á
Mostyn Ray.”
Eg hristi höfuðið.
“Þér getið það aldrei, það kann að leggjast
á hann grunur, en sannaður að sök verður hann
aldrei. Hafi morð verið framið þarna var það
gert án allra vitna.”
“Við sjáum nú til,” svaraði hún. “Það eru
til það, sem kallaðar eru líkur. Þær hafa komið
mönnum í gálgana fyr en nú.”
Við þögðum bæði um stund og gaf hún
gaumgæfilega gætur að mér á meðan.
“Guy,” sagði hún blíðlega, “þér eruð mjög
lí^ur því, sem hann var á yðar aldri.”
Kápan hafði fallið aftur af herðum hennar
og var hún klædd svörtum kveldbúningi með
perlufesti um hálsinn. Æsingurinn hafði gert
hana rjóða og eitthvað sem líktist tárum glitr-
aði í augum hennar og gerði þau blíðleg er hún
horfði á mig. Því lengur sem eg horfði á hana,
þeim mun ófjáðari varð eg að sjá hana aldrei
framar. Eg stóð á fætur.
“Eg bið yður ekki oft bónar,” sagði eg, “en
eg ætla að biðja yður að minnast þess að e.f
einhver sér yður hér, þá missi eg áreiðanlega
stöðuna.”
“Hvað gerir það til,” sagði hún fyrirlitlega.
“Eg er ekki rík kona, Guy, en eg kann að vinna
mér i'nn fé. Mostyn Ray trúir því kannske
ekki, en eg elskaði föður yðar. Æfi yðar hefir
verið aumkvunarlega smásmuðleg. Komið
með mér og eg skal sýna yður dýrð og fyllingu
lífsins. Þér eigið enga ættingja né tengsli.
Eg lofa yður því að eg skal verða yður fyrir-
myndar stjúpa.”
Eg horfði á hana alveg hálf rulgaður.
“Það er ómögulegt fyrir mig að gera neitt
þvílíkt. Mig langar ekki til að vera vanþakk-
iátur, en ekkert í heiminum gæti fengið mig til
að hugsa til slíks eitt augnablik. Eg hefi kosið
mér lífsstarf mitt. Haldið þér að eg gleymi
því nokkurntíma, að þér ásamt föður mínum,
lögðuð móður mína í gröfina og neydduð mig
til þess að alast upp vinum horfinn, og blygð-
ast mín fyrir nafn mitt og ætt ? Maður gleymir
ekki slíku. Eg ber ekkert hatur í huga, en eg
óska eftir að þér farið leiðar yðar.”
Hún.sat þar grafkyr og hlustaði á mig.
Er eg hafði lokið máli mínu mælti hún:
“Alt þetta sem þér talið um, er löngu liðið.
Allir geta öðlast fyrirgefningar. Eða er ekki
svo? Við fvö erum næstum ein í heiminum.
Mig langar til að vera vinur yðar. Þér kunnið
að komast að raun um, að eg er voldugri en þér
hyggið. Reynið mig og eg skal láta líkt yfir
okkur ganga. Eg þekki hæðir og dali lífsins.
Ef þér takið tilboði mínu, skal yður aldrei iðra
þess. Eg get sýnt yður óviðjafnanlega staði.
Eg get verið eins tryggur vinur og eg get verið
miskunnarlaus óvinur. Á milli okkar getur
enginn meðalvegur átt sér stað. Mig langar til
að vera vinur yðar. Gerið mig því ekki að
óvini yðar. Annaðhvort hlýt eg að verða.”
“Þetta er heimska,” svaraði eg, “það er
alt og sumt. Haldið þér að mig langi til að
skríða gegnum lífið hangandi í pilsfaldi konu.
Eg er nógu gamall og nógu sterkur til að hugsa
og breyta sins og mér er fyrir beztu. Framtíð
mín er mín eigin eign, hvernig sem hún verður.
Mig langar eigi í fjandskap neins, en vináttu
yðar get eg ekki þegið. Vegir okkar eru fjar-
lægir — mjög fjarlægir.”
“Það er nú alveg óvíst,” svaraði hún ró-
lega. “Eg hugsa að við munum brátt hittast
aftur og þá þarfnist þér kannske hjálpar minn-
ar.”
“Alls sem eg þarfnast nú er að þér hafið
yður á brottu,” sagði eg óþolinmóður.
Hún stóð upp úr stólnum.
“Gott og vel,” sagði hún, “eg skal fara.
En eg skal segja yður eitt, að eg er þrálát kona
og grunur minn er sá, að ekki líði á löngu,
þangað til þér lítið öðruvísi á málið. Viljið
þér ekki taka í hendina á mér, Guy ?”
“Hin litla hvíta hendi hennar kom hik-
andi fram undan kápunni. Eg hafði ekkert
ráðrúm til að íhuga hvaða afleiðingar það hefði
að sýna henni þann vinsemdarvott að taka í
hendi hennar, en eg kvaddi hana með handar-
bandi.
“Þér getið ekki farið ein,” sagði eg hikandi
um leið og eg opnaði dyrnar.
“Þjónn minn bíður eftir mér hérna rétt fyr-
ir utan,” svaraði hún, “og eg ér als óhrædd.
, Hugsið eftir því, sem eg hefi sagt — og verið
nú sælir.”
Hún sveipaði að sér kápunni og leið út í
myrkrið.
XXVIII. Kap.—Konu tunga.
Grooton kom aftur frá þorpinu eftir fáein-
ar mínútur. Hann bað um að fá að tala fáein
orð við mig og sagði:
“Mér finst það ekki nema rétt, herra minn,
að þér fáið að heyra um orðróm þann, sem
gengur í þorpinu, eg fór inn á veitingahúsið og
sat þar stundarkorn og hlustaði eftir því, sem
þar fór fram.”
“Snertir þessi orðrómur mig?”
“Já, herra minn.”
“Haldið þá áfram.”
“Þeir eru líka að tala um manninn, sem
fanst dauður nálægt húsinu, sem þér bjugguð
í. Það var álitið að honum hefði skolað upp
frá sjónum, en nú hefir það komið upp úr
kafinu, að hann hafi sézt kvöldið áður en lík
hans fanst. Hann var á ferð í þorpinu, og það er
líka sagt að hann hafi spurt vissa persónu að
því hvar þér ættuð heima. Hann hafi svo
lagt af stað heim til yðar. Hann fanst svo
dauður rétt hjá húsi yðar og það voruð þér,
sem funduð hann.”
“Nokkuð meira Grotton?”
“Það ér slaðrað heilmikið, herra minn.
Það er sagt að hann hafi verið ættingi yðar.
sem yður hafi verið illa við, og unga stúlkan,
sem lét föður sinn gefa lögreglunni þessar upp-
lýsingar, segir að hún hafi þagað um þetta
hingað til samkvæmt beiðni yðar.”
“Þeir álíta þá að eg sé valdur að dauða
þessa manns ?” sagði eg.
“Eg hefi heyrt þá skoðun látna í ljósi herra
minn,” sagði Grooton mjög hæverskulega.
Þakka yður fyrir Grooton. Eg mun nú
verða viðbúinn hverju sem fram vindur. Ef
þér heyrið nokkuð frekara þá látið þér mig
vita um það.”
“Það mun eg ekki láta bregðast, herra
minn,” svaraði hann. Hann hneigði sig og fór.
En þegar eg kveikti í pípunni minni og settist
niður, þá datt mér það skyndilega í hug að
maðurinn, sem helst var við þetta mál riðinn,
ætti að verða varaður við. Eg settist við
skrifborðið mitt og ritaði Ray. Eg hafði varla
lokið við bréfið, þegar eg heyrði fótatak úti
fyrir og síðan var barið all valdsmannlega á
dyrnar hjá mér. Eg opnaði hurðina strax.
Hertoginn og Lady Angela komu inn. Eg sá
strax af því hve áhyggjufull hún var, að eitt-
hvað hafði komið fyrir.
Hertoginn var klæddur síðri kápu yfir
kveldbúningi sínum og sá eg að hann hafði
gengið hratt. Hann leit hvast á mig er eg stóð
á fætur.
“Mr. Ducaine,” sagði hann, “eg má til að
biðja yður um að útskýra fyrir mér hina
skyndilegu brottför sonar míns.”
“Eg hrökk við og er eg viss um, að hann
sá það.
“Eg hefi þegar sagt Lady Angelu alt sem
eg veit um það mál,” svaraði eg.
“Frásögn dóttur minnar er mjög sundur-
laus. Sú saga sannar mér aðeins það, að
eitthvað hefir komið fyrir og því er haldið
leyndu fyrir mér.”
“Eg hugsa þá herra minn, að eini maður-
inn, sem gæti frætt yður til fullnustu um þetta
sé Ray ofursti,” svaraði eg. “Mig minnir
ekki betur, en að þér segðuð mér, að hann kæmi
hingað bráðlega.”
“Eg krefst þess,” sagði hertoginn valds-
mannslega, “að þér segið mér alt sem þér vitið
án frekari undanfærslu.”
“Eg veit mjög lítið, herra minn, nema það
sem eg heyrði. Eg býst við að Ray ofursti
hafi valdið hinni skyndilegu brottför sonar
yðar, og þætti mér betra að hann segði yður
frá því sjálfur.”
“Ray ofursti er ekki hér, en þér eruð hér,”
svaraði hertoginn. “Þér skuluð muna eftir því,
að eg er ekki gefinn fyrir neinar málalenging-
ar. Eg hefi sagt yður að eg krefst þessa, og
eg endurtek það.”
“Gott og vel yðar náð,” svaraði eg. “Eg
skal segja yður alt sem eg veit. Þetta skeði á
mánudaginn var, þegar eg var, eins og þér
munið í Lundúnum á fundi nefndarinnar.”
“Haldið áfram!”
“Eg fór heim hingað með síðustu lestinni
og flutti með mér fundargerninginn. Fram-
undan rBaster rGange húsinu, réðust einhverjir
á mig, vafalaust í þeim tilgangi að ná af mér
skjölunum, eg komst frá ræningjunum með að-
stoð Ray ofursta, sem hafði orðið mér samferða
á lestinni, áp þess að eg vissi um það.”
“Hvað svo ?”
“Árásin var gerð á landi Braster Grange.
Það virðist, sem Blenavon lávarður hafi verið
þar um nóttina. Næsta morgun krafðist Ray
ofursti að eg kæmi með honum þangað. Blen-
avon lávarður var þar fyrir og við hittum hann
að máli. Hann var særður á sama hátt og
maðurinn sem eg hafði sært nóttina áður.”
Mér virtist að hertoginn vildi ekki eða gæti
ekki skilið mig. Hann hnyklaði brýrnar og
fylgdist auðsæilega vel með sögu minni, en
hann virtist ekki hafa neina hugmynd um,
hvert hún leiddi. “Leigandinn í Braster
Grange,” bætti eg við, “er kona að nafni Mrs.
Smith-Lessing, sem Ray ofursti segir mér, að
sé í þjónustu leynilögreglunnar frönsku, eg er
hræddur um að Blenavon lávarður sé mjög und-
ir hennar áhrifum.”
Þá misti nú hertoginn taumhald á sér eins
og eg hafði búist við. Skelfing, undrun og
| fyrirlitning á slíkri fjarstæðu, lýstu sér í af-
mynduðu andliti hans og orðunum sem hann
I mælti af mestu reiði.
“Blenavon! Sonur minn! Ánetjaður
frönskum spæjara! Hvílík vitleysa! Hver
vogar sér að halda slíku fram? Angela eg —
eg bið þig fyrirgefningar.”
Hann þagnaði alt í einu og reyndi að stilla
sig, en rödd hans skalf af niðurbældri geðs-
hræringu.
“Angela,” sagði hann og sneri sér að dótt-
ur sinni; “veist þú nokkuð til þess að Blenavon
þekki þessa persónu?”
“Eg held að Blenavon hafi hitt Mrs. Smith-
Lessing í Bordighera,” svaraði hún. “Eg hefi
séð þau á ferð saman þó nokkuð oft.”
“Hér?” spurði hertoginn hörkulega.
“Já, eg hefi séð þau niðri á söndunum, og
Blenavon borðaði þar miðdagsverð kvöldið sem
Mr. Ducaine var að tala um.”
“Blenavon er bjáni,” sagði hertoginn. —
“Þetta er að minni skoðun sönnun fyrir því, að
hann þekkir ekki sögu þessarar konu. Hann
áleit hana sennilega æfintýra konu. Hvað hitt
snertir álít eg þetta eins mikla flónsku og
nokkrum getur dottið í hug. Ætlið þér, Mr.
Ducaine að segja mér frá því, að Ray ofursti
hafi farið svo langt að bríxla syni mínum um
það upp í opið geðið á honum, að hann væri í
félagi við þessa kvensnift?”
“Hann gerði það áreiðanlega, herra minn.”
“Og Blenavon? Ó, Ray er hringlandi band-
vitlaus;”
“Sonur yðar neitaði því, herra minn,” svar-
aði eg.
“Neitaði því! Þó það væri nú. Hvað fór
svo á eftir?”
Ray ofursti var mjög ákveðinn og mjög
valdsmannslegur. Hann krafðist þess að Blen-
avon lávarður færi tafarlaust af landi burt.”
“Jæja?”
“Og Blenavon lávarður samþýkti það,
herra minn,” svaraði eg rólega.
“Getið þér sagt mér, Mr. Ducaine, hvaða
hótanir Ray ofursti hafði í frammi við son
minn, til þess að hann samþykti þetta?”
“Eg veit ekkert meira um þetta mál, yðar
náð, ’ svaraði eg. “Ray ofursti mun sjálfsagt
gefa yður nánari skýringu.”
“Það væri betra fyrir hann,” svaraði her-
toginn hörkulega. “Eg mun síma honum að
koma hingað undir eins. Með yðar leyfi, Mr.
Ducaine ætla eg að fá mér sæti rétt sem
snöggvast, þetta hefir gert mig óstyrkan.”
Eg sá að það var satt. Þegar honum var
runnin reiðin, sá eg að hann var sjúkur og
þreyttur. Lady Angela lét hann setjast í
hægindastól og eg helti brennivíni á glas handa
honum. Hann dreypti í það og horfði hugsandi
inn í eldinn. Mér sýndist hann hafa elst um
áratug. Alt lífsfjörið, sem einkendi hann,
virtist horfið. Hann var gamall maður, útslit-
inn og önugur.