Heimskringla - 27.12.1939, Page 2

Heimskringla - 27.12.1939, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA 1 VILLIHESTUR VINUR MINN Eg réðist í vinnumensku hjá fiskiveiða félagi, norður við Bristol-flóa í Alaska, eitt sum- ar. Um vorið störfuðum við að viðgerðum veiðarfæra og útbún- aði vímetanna fyrir laxagildr- urnar. Það var tilbreytingar- laust leiðinda starf, í óyndislegu umhverfi. Veðrið breytist aðeins frá úr- hellis rigningum í hráslaga hríð- ar. Dvalarstaðurinn var sóða- legt fiskiver við graslendislaus- ann smáfjörð. Þarna hékk þorp- ið framan í brattri fjallshlíð- inni, eins og óþrifa kaun á ásýnd jarðar. Saltrammir sjávarvind- ar blésu þar gegnum kræklótta, kyrkings skóga og yfir grágræn- ar mosaþembur. Óþefurinn frá úldnu þangi og rotnandi slori blandaðist við brækjuna frá Indíána kofunum og íbúum þeirra er báru með sér lýsis lyktina frá tveimur guano verk- stæðum og þremur niðursuðu- húsum. Þarna gat að líta alskyns landshorna lýð frá ýmsum þjóð- löndum. Þar voru kolsvartir negrar; kaffibrúnir maleyjar, frá Sandvík og Filipusareyjum; gulir mongólar, frá Japan og Kína; rússnesk-indíánskir kyn- blendingar, frá blóðblöndun hinna fyrstu íbúa og hvítingjar, af ýmsri gerð og ættstofni. — Tveir flokkar voru þó lang fjöl- mennastir: úrkynjaðir Indíánar og sídrukknir sjómenn, af norsku kyni, er börðust sér til skemtunar á laugardagskvöldum en eyddu hvíldardegifnum við peningaspil. Þeir sem engan þátt tóku í þessu gamni voru lítils metnir í þessu mannfélagi, og einn þeirra var eg. Mér leiddist því landvistin og hlakkaði til að komast á sjóinn, þar sem við skyldum halda vörð um laxakysturnar, við útnes og eyjar. Eg þráði hinar sólblíðu nætur, því þá á Alaska sér ann- an svip: þá birtast sveimandi hafísjakar á silfurskygðum fjörðum eins og risa svanir — nei eins og álfa hallir með krist- als súlum, greiptar í gler; þama rísa hvítglóandi jökulhettur yfir grænum hlíðum og roðaský á blátærum, norður himni. Margri ánægju stundinni hafði eg eytt við að skoða þessar myndir. — Engin hávaði mannlífsins trufl- ar þá skoðun meðan hugurinn skapar sín hillingalönd út í fjar- blámanum. Eg var þessvegna harla spor- léttur er boðin komu frá gamla Nikk, að finna sig á skrifstof- una. Eg stóð á gólfinu og horfði furðu djarfmannlega framaní rauðþrútið drykkjumanns and- lit forstjórans og beið þess að hinn voldugi maður opnaði sinn munn til að mæla. “Þú ert íslendingur, er ekki svo? spurði hann loks, með illa stemdum valdsmanns rómi. Eg kvað svo vera. “Ætli það ætti þá ekki bezt við að þú yrðir með Indíánanum á nr 14 í sumar, engin kærir sig um að vera með ykkur hvort sem er.’’ Eg hafði ekkert við þetta að athuga. Næsta dag fluttist eg, með fiskisnekkju, til úlfseyjar þar sem laxagildran, númer 14, lá tjóðruð niður við tryggar fest- ar. Indíáninn lá í varðskýlinu og las “De Bello Gallio” á frum- málinu. Það fór eins og þar segir: — á dauða mínum átti eg von en ekki þessu; að hitta lat- ínu lærðan Rauðskinna, út á laxamiðum, norður undir ís- hafsbaug. Hugði eg nú gott til samvistanna en laxmaðurinn var harla fáorður fyrst í stað og liðu svo heilir dagar að hann mælti ekki orð af vörum. Úr þessu rættist þó er blaðið Heimskringla barst mér í hend- ur með næstu bátsferð, úr ver- inu. Tók hann nú að gerast forvitinn og frétti mig margs um fornsögur vorar. Hann kannaðist við Heimskringlu Snorra Sturlusonar og kunni að meta frásagnarlist sagnfræð- ingsins í Reykholti. Eg komst brátt að því að félagi minn var háskóla lærður og harla fróður. Kunni hann kynstrin öll af kappa kvæðum og hetjusögum, og hafði miklar mætur á hvort- tveggja. Á sólskins dögum sat hann þó oftast hljóður, niður- sokkinn í tilbreiðslukenda draumvitund, sem skynjaði ná- lægð guðs í náttúrunni. En þegar marlöðrið þeyttist um kofaþakið og öldurnar æddu svo alt brakaði og brast, sagði hann mér sögur af Indíánum og háttum þeirra. Einn ofveðurs daginn þegar gildran virtist að því komin að liðast sundur, spurði eg hann um skólavist hans og hvert gagn hann hefði hlotið af mentun sinni. f j /OvtRSEAS\v ^TRottleo Bccntv ■] Chajspwmsmi*! ^I&RITISM EkPIRC' \s Lohoon ? ,t*T /M Awarded The Gold Championshiþ Medal Silver and Bronze Medals London, England 1937 PHONE 57241 Independently Owned and Operated The Riedle Brewery Limited Winnipeg, Manitoba This aaverusment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commlssion. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. “Mentunin, skólarnir, vísind- in, það er alt fyrir ykkur hvít- ingjana en við höfum þeirra lítil not. Og þessu til staðfestingar sagði hann mér söguna af Indí- ána, er nefndist Villihestur. Hann var sonur Rauð-arnar höfðingja og Jjótti efnilegur sveinn. í æsku tamdi hann sér íþróttir feðranna og þótti fræk- inn og sniðugur. Hann var flest- um jafnöldrum sínum frárri á skeiðinu, stökk þeim öllum hærra og lengra og læddist sem köttur um mörkina, þótti því lík- legur til að verða mikill veiði- garpur og höfðingi. örnin Rauða sá nú samt að hann varð ekki aðeins að standa kynbræðrum sínum framar að líkams atgerfi heldur hinum hvítu jafnfætis að mentun, því þeim heyrði landið og tækifærin til. Hann varð að nema lög þeirra og siðvenjur svo hann gæti varið réttindi Indíána gegn ágangi. Þessvegna var hann settur ti! menta í skólum. Hann gat sér þar bezta orðstír fyrir hegðun ! og ástundun og útskrifaðist lok3 með ágætis vitnisburði. Nú mundi honum flestar leiðir fær- ar, en þó fór á aðra Teið. Engin vildi við honum líta til kenslu né skrifstofu starfa. Það bar að taka hvíta menn fram yfir frum- bygjann. Þetta var til siðs og sá yrði víttur er út af brigði — gæti jafnvel spiltframtíðargengi hans og viðskiftasamböndum. — Og var svo þessum dökkskinn- ungum treystandi. Þeir voru öðruvísi en aðrir menn og van- séðir. Nei, Villihestur mætti hvarvetna tortrygð og fordóm- j um. Honum voru allar leiðir lok- aðar til frekari frama. Meðal síns eigin fólks stóð hann nú ekki jafnöldrum sínum á sporði. Hann skorti þjálfun til að þreyta við þá íþróttir og æfingu til veiðimensku. Meðan hann kúrði innanhúss, bogin yfir bókum sínum, höfðu þeir gengið í annan skóla, skóla lífsreynsl- unnar. Hann fékk sig þessvegna ekki til að ílendast meðal ættliðs síns og réðist að lokum, sem vinnu- maður hjá sveitar bónda. Bamakennari sveitarinnar hafði vetrarvist á sama heimili. Þar var ung og snotur borgar stúlka. Hún hafði yndi af allri fegurð og bústrit og búksorgir byrgðu augu búendanna fyrir slíkum hégóma. Frá hinum hráu mannlífsmyndum sveitar- bragsins flúði hún í kvæðin og sögurnar, en þarna var aðeins einn, sem gat notið þess með henni — Indíáninn. Þau tvö lifðu í nokkurskonar sér heimi þar sem lífið var svipmeira, fegra og göfugra. Þau leituðu frá mönnunum til náttúrunnar til að njóta lífsins. Þau ímynduðu sér aðra mann- heima í bragandi stjömum, sem blikuðu yfir snæþöktum víðern- um sléttunnar. Þau lásu ljóð- stafi guðanna í gneistandi ís- kornum við mánaskin á vetrar- kvöldum. Þegar vorið heilsaði, með ástar söngvum, í grænk- andi skógunum, reikuðu þau um mörkina og ræddu um unaðs- semdir jarðlífsins. Hleypidómar mannlífsins hjöðnuðu eins og reykur meðan lævirkinn ljóðaði í hlynviðar hríslunum, þegar rá- dýrið leitaði maka síns á mörk- inni. Þá var þeim Ijóst að ástin er æðst af gjöfum guðanna, vissu líka að þeim hafði gefist þetta dýrmæti. En maðurinn dvelur sjaldnast lengi í sinni paradís og nú fengu þau að reyna, að það, sem megn- ar að veita sælu getur líka ollað þyngstum sorgum. “Og því máttu þau ekki gift- ast”, flýtti eg mér að spyrja. “Indíánar eiga ekki að giftast né geta sér afkvæmi,” svaraði hann, eftir stundar umhugsun. “Þeir eru eins og visnuð lauf, sem frostvindarnir feykja á hjarninu. Það grænkar aðeins meðan það megnar að drekka WINNIPEG, 27. DES. 1939 næringar safan úr móður brjóst- um jarðarinnar. Við erum rót- arslitnir, visnaðir vesalingar, landflótta öreigar. Ykkur út- lendingunum er betur farið. Þið eigið þó eitthvert ættland ein- hver staðar, í vitundinni. Þið gleðjist af gengi þess og getið unnið því gagn og sóma, þótt í útlegð séuð. Okkur skortir hvöt til dáða af því við erum landsins 1 lýður. Sá sem glatar ættlandinu glatar sjálfum sér, hann er sviftur allri samtenging við for- tíð sína, á sér engar framtíðar vonir. Við, sem teljumst höfð- ingja ættar, étum náðarbrauð úr I höndum ræningjans í óðulum ! feðranna. Til þess að viðhalda lífinu verðum við að krjúpa að fótum höfðingjans, er hlær að vesalmensku Rauðskinnans. Við lifum ættfeðrunum til hneisu. Þessvegna megum við ekki gift- ast og eigum að deyja. Þannig er það. Ekki bætir það heldur úr að giftast hvítum konum. Niður- læging Indíánans fellur á hana eins og frosthret á vorgrænar engjar. Hann getur aðeins gert hana ófarsæla. Ættmenn henn- ar útskúfa henni af því hún hefir gert þeim vanvirðu. Meðal okkar er hún aumkunarverður útlendingur, er skortir sjálfs- virðingu með því að lúta svo lágt. Börnin þeirra, kynblend- ingarnir eiga sér hvergi athvarf. Þau eru útilokuð frá öllu sam- neyti hins hvíta kyns og una sér ekki meðal Indíána. Þannig er það. Villihestur vissi þetta og flýði frá freistingum ástarninar. — Hann gekk í herinn og var fljót- lega sendur til Filipusareyjanna til að yfirstíga þá innfæddu; því þótt Indíáninn sé lítils metinn, er honum ekki meinað að berjast og deyja fyrir landið og þjóðina. Veistu hvað stríð er? Það er helvíti af því það gerir svo marga að djöflum; þó kemur þar fram drengskapur stundum og þá bindast þau vináttubönd er annars eru nú sjaldgæf í breyt- ingum tímanna. Meðal nýliðanna, í herdeild Indíánans var ungur Ameríku- maður úr nágrenni Villihests- ins. Þótt þeir hefðu ekki áður sést, urðu þeir brát mjög sam- rýmdir. Þeir skemtu sér oft við að tala um menn og atburði er báðir þektu. Þess utan drógu þeir sig fremur út úr, af því báð- ir bjuggu yfir duldum sorgum; Indíáninn mátti ekki njóta þeirr- ar, er hann unni, en Ameríku- maðurinn fékk ekki ást sína endurgoldna. Svona gengur margt á misvíxl í mannlífinu. Filipusareyjar stríð er það kallað í bókunum. Nú almin- legt stríð var það nú raunar ekki, heldur eltingarleikur. Hin- ar hvítu hersveitir voru á stöð- ugum þönum út um fjöll og myrkviðurs skóga í leit eftir innlendum skæruflokkum er ennþá sýndu einhverja mót- spyrnu. Valt þá á ýmsu um vígsgengið. Eyjarskeggjar lágu í leynum og veittu árásarliðinu stundum illar skáveifur. Þeir læddust að þeim sofandi og stungu þá með rítingum. Þeir lokkuðu þá inn í launsátur og brytjuðu þá niður með bugsverð- um sínum. Þeir létu þá elta sig út í ófærur og réðust að þeim með skotvopnum. Einstaka sinnum urðu þeir hvítu að forða lífi sínu með flóttanum. Ameri- kanaT áttu samt ennþá verri óvini í hinum hættulegu hita- beltis sjúkdómum. Reyndist stundum erfitt að koma fársjúk- um mönnum undan óvinunum. Nei, það var nú ekki eins og hákall og brennivín að eltast þannig við hina afsleppu, dverg- vöxnu innbyggja í gegnum þykkviðinn, sem iðaði af eitur slöngum og yfir fenin, þar sem biljón stingflugur sveimuðu yfir rjúkandi hitabeltis foræðunum. Vígamóðurinn gat þá stundum runnið af mönnum, af sár þjáð- um sóttheitum hermönnum er hvergi fundu drekkandi dropa til að kæla tungu sína. Emile Scott, kunningi Indíán- ans varð fyrir því óláni að veikj- ast á undanhaldi. Liðsveitin var aðþrengd mjög og tvísýnt um undankomu. Sjúklingurinn gat ekki fylgt félögum sínum eftir og týndist í skógunum. Foring- inn sá sér ekki fært að stöðva undanhaldið en félst á uppá- stungu Villihestsins að hann færi til að leita han®. Hann gaf honum samt að skilja að slíkt væri hin mesta hættuför, en Indíáninn lét ekki letja sig. Villihestur fann félaga sinn í viðarrunni þar sem hann hafði ! búið um sig með byssuna til | taks, ef á hann yrði ráðist. f þrjá daga og þrjár nætur | annaðist hann um hinn sjúka, sem væri hann bróðir hans. — ! Hann bar hann á herðum sér | þegar hann þraut mátt til að ' ganga. Hann studdi hann hven- ær sem hann gat staulast áfram Hann mataði hann eins og barn. j Hann hélt vörð um hann meðan hann svaf eða hvíldist. Hann bægði frá honum flugum með bambus greinum. Hann hætti lífi sínu til að ná honum í vatn j að drekka. Eitt sinn barðist j hann við þrjá bændur er sóttu að honum með sveðjum, fyrir að jræna þá fjórum eggjum. Hann ; feldi tvo enn einn komst undan. Eftir það var þeirra leitað í ,skógunum. Þeir urðu að halda 5 kyrru fyrir á daginn og fela sig, ! en ferðast á næturnar milli öskr - I andi villidýra. | Villihestur gætti þess vand- I lega að ekkert týndist úr vösum I Scotts, er hann bar hann á herðum sér yfir torfærurnar. ^ Svoleiðis stóð á því að hann rakst á bréfið með skriftinni, “HRAKFARIR” GUNNLAUGS i sem hann þekti. Hann þurfti jeinu sinni ekki að gá að undir- j skriftinni til að vita hver hafði skrifað þessi orð. — “Nei vinur þinn verð eg til æfiloka en meira ^ekki, því hjartað heyrir öðrum , til.” Þegar Emile Scott tók loks að hressast á sjúkrahúsinu, mundi hann fæst af því sem gerst hafði í skógunum en rankaði þó við sér þegar hann rakst á bréfið frá henni, í vasa sínum. Það var líka annar miði í umslaginu og á hann var skrifað: “Berðu henni kveðju mína. Hamingja ykkar verður ham- ingja mín. Vinur ykkar, Villihestur.” Scott beið nú ekki boðanna að leita vinar síns en fékk aðeins þessar upplýsingar í herskýrsl- unum: “Villihestur, liðþjálfi týndur, líklega fallinn í hendur óvinanna.” Meira-var þar ekki og engin vissi neitt framar um Villihest Indíána. Samt er hann ekki dauður, hefir meira að segja séð þrjú efnileg börn, sem leika sér stund- um í litlum garði hjá litlu húsi í úthverfi einnar borgar. Það er húsið hans hr. Scotts, sveitar- liðsforingja segja menn; en hún sem brosir við börnunum út um gluggann, var einu sinni kennari í afskektri sveit og “las Ijóðstafi guðanna í tindrandi ískornum við mánaskin á vetrar kvöld- um.” Hamingjusamur? Jú, víst er hann hamingjusamur af því hann hefir gert hana hamingju- sama, og ætli það sé ekki mesta lánið að gera þeim gott, sem maður elskar. Jú ætli það nú ekki, þegar öllu er á botnin hvolft. Náttfari. Þig hlýtur að hafa dreymt illa undanfarið, Gunnlaugur minn, eftir nöldri þínu að dæma á árs- fundi “íslendingadagsins” 4. des. og svo riti þínu í “Löberg” þann 14. des. s. 1. Líklega veiztu það ekki að slæmir draumaf stafa stundum frá óheilbrigðum hugsunum og veikluðum melt- ingarfærum. Ráð við þessu vil eg gefa þér “góði”, og það er að hugsa fegur og borða fisk. Það “rifjast” upp fyrir þér ýmislegt í sambandi við “íslend- ingadags” hátíðahaldið á “liðn- um árum”, og það virðist valda þér miklum leiða og ó-gleði, er brýst út í ergelsi og aðfinslum, ekki einungis á málefnum, sem allir sannir íslendingar fylkja sér um og unna, eins og “íslend- ingadags” hátíðahaldinu að Gimli, heldur einnig á guði og náttúrunni. Þú kemur fram eins og keypóttur krakki, sem orðið hefir fyrir óréttlæti, og útmál- ar það í hálftíma ræðum og opinberu skrifi, hvílíkum voða hrakförum þú hafir orðið fyrir í rigningunni á fslendingadaginn í sumar. Þar stóðst þú holdvotur skjálfandi og skítugur, nöldrandi um veðrið, staðinn og nefnd- ina, sem alt gerði öfugt og hugs- aði ekkert um þig. Og svo batn- ar lítið þegar heim kemur, því þú getur ekki sofnað, hrakfar- irnar halda fyrir þér vöku og útgjöldin við Gimli ferðina hafa hækkað um nokkur cent, og ekki var umhugsunin um það gott svefnmeðal. Og svo gastu ekki komist í búðina þína á réttum tíma, daginn eftir, svo þar vai' nýr kostnaðar liður. Gimli-ferð- in hefir víst hlotið að kosta þig mikið, “góði”. Og það er von þér sárni. Þú ættir víst ekki gott með að taka undir með skáldinu og segja: “Eg vildi óska það yrði nú regn eða þá bylur á Kaldadal,— Þurfum á stað, þar sem storm' ur hvín og steypiregn gerir hörund vott. — Eruð þér sekur eða ekki sekur ? spurði rannsóknardóm- ari ákærða. — Eg hélt að þér væruð skip- aður til þess að komast að því, svaraði hinn ákærði. Canadian Rye Whlsky FIVE SCOTS Select Liqueur Whisky MONOGRAM London Dry Gin • The British Columbia Distillery Co. Ltd. Gáið að þvi að þetta merki sé á öllum B. C. D. vörum This advertisement is not inserted KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— stærsta íslenzka vikublaðið OUVClUðCllUCUU JU3 IIUU llisericil ^ Government Liquor Oontrol CommissK^ The Commlsslon is not responslble & statements made as to quallity oí P1^ ducts advertlsed.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.