Heimskringla - 27.12.1939, Síða 4
4. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. DES. 1939
Itinmsknniila |
(StofnuD 1888)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
8S3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsímis 86 537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst =
tyrlrfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
3U vlSsktfta bréf blaSinu aðlútandl sendlst: m
K-'nager THE VIKING PRESS LTD
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Helmskringla” is publisbed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man
Telepbone: 86 537
IIIIHIIIIIWUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliUIIIIHIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIU^I^^WlUlllllllilllllllllllllllllffi
WINNIPEG, 27. DES. 1939
Á R A M ó T
í þetta sinn verður ekki skrifað almanak
um viðburði ársins, sem er að líða, en það
er einn sögulegur viðburður fyrir þetta
land, sem vert er að minnast á. Það var
24. des. 1814, fyrir réttum 125 árum, sem
samningurinn í Ghent var gerður, milli
Breta (eða Canada) og Bandaríkjamanna
og sem enda batt á stríðið 1812 milli
þessara nágranna þjóða. í samningi þess-
um var ákveðið, að engin varnarvirki
skyldu gerð á landamærum Canada og
Bandaríkjanna frá hafi til hafs, og engin
herskip sigla um vötnin, sem á landamær-
unum eru. Þetta þotti eflaust mörgum
manni þá ekki bera mikinn vott um stjórn-
vizku og mun ekki ennþá gera það, og
sannar Evrópa það nú. En árangurinn af
því er samt sem áður sá, að í stað her-
virkjanna hafa risið upp friðarbogar og
friðargarðar víðsvegar á þessum landa-
mærum og þrjátíu miljónir bíla sem fram
og til baka bruna yfir þau á hverju góð-
viðrasömu sumri, þurfa ekki að stöðva
vélarnar, meðan ferð þeirra er greidd, og
sem í því einu er fólgið að sýna vegabréf.
Að maðurinn er Canada eða Bandaríkja-
þegn, er trygging þess að engra frekari
spurninga þurfi við. Svo er traustið og
bræðralagið ríkt milli þessara þjóða.
Hér er aðeins um heilbrigða skynsemi
að ræða. Ef stjórnmálamenn Evrópu hefðu
ögn meira af henni en þeir virðast hafa,
þyrfti heimurinn ekki að kvíða komandi
ári.
Gleðilegt ár lesari sæll.
ÞJÓÐABROTIN MÖRGU f
CANADA OG HITLER
Eftir Watson Kirkconnell
II. kafli—úkrainar í Canada
♦
Úkrainar (eða Litlu Rússar) í þessu
landi eru undantekningarlaust stuðnings-
menn Canada og bitrir andstæðingar Hitl-
ers. Þetta nær eins til þeirra fáu sem
kommúnistastefnu aðhyllast og eru í fullri
sátt við Moskva enn sem fyr.
Úkrainar eru fjórða fjölmennasta þjóðin
í Canada. Um tölu þeirra flytja blöðin
oft sundurleitar og ýktar fréttir. Eftir
manntalinu 1931, og þar með til greina
teknar hinar tíðu breytingar á landamær-
um í Evrópu, eru þeir 244,629. Innflutn-
ingar hafa litlir sem engir verið síðari
árin.
Áhugi þeirra fyrir stjórnmálum, mun
vera meiri en nokkurs annars þjóðarbrots
í Canada. Ávalt hefir það ekki svo verið.
Á innflutningsárunum miklu frá 1900 til
1914, létu landnemarnir sig stjórnmál
mjög lítið skifta. En myndun Úkraine-
lýðveldisins og síðar fall þess (1917-1920),
hafði geisimikil pólitísk áhrif á Úkraina í
Canada. Eftir að ríkið hafði verið upp-
leyst, kom fjöldi mentaðra Úkraina til
þessa lands frá Evrópu. Blés bæði koma
þeirra og tortíming ríkisinsi mjög að þjóð-
ernisglæðunum, enda reis hér' upp þjóð-
ernisstefna hjá þeim svo sterk, að ekkert
kemst þar í jöfnuð við, nema ef væri írska
Fenian hreyfingin í Bandaríkjunum á 19.
öld. En Úkrainar eru miklu betur sam-
taka, láta hærra og brjótast meira um, en
þeir gerðu.
Meginið af þessum úkrainum, sem sig
svo kalla, komu fyrir stríðið mikla frá
austurrísku héruðunum Galizíu og Bukov-
ina, er skift var síðar milli Póllands og
Rúmaníu. Trúarlega heyra þeir til róm-
versk kaþólsku kirkjunni (en við þá kann-
ast orþódox kirkjan rússneska þó helzt
sem “grísk”-kaþólska eða “Uniata”). En
sem góðir þjóðræknissinnar kálla þeir
sjálfir kirkju sína: Úkrainisku orþódox
kirkjuna. öll heildin af þeim er úkrainisk-
ir þjóðernissinnar og hata Pólverja, Ung-
ara, Rúmena og Rússa. Aðrir Ukrainar
í Canada koma frá hinni eiginlegu Úkraine
og fylgja yfirleitt kommúnistum í skoð-
unum. Frá Rúþeníu, hinni karpatisku,
hafa nálega engir innflytjendur komið.
Er því á málefni þess héraðs litið, sem á
úkrainiska þjóðernisstefnu eða kommún-
isma.
í Canada eigi síður en í Evrópu, heyra
úkrainar til mörgum ólíkum stjómmála-
flokkum. Veikir það þá talsvert í bar-
áttunni fyrir þjóðernislegu sjálfstæði. f
Canada mætti aðgreina þá á þann hátt,
sem hér segir:
1. Konungssinna, sem æskja að kon-
ungsríki verði endurreist í Úkraine og
styðja Paul Skoropadsky, prins, til kon-
ungs. Hann var “hetman” eða ríkisstjóri
í úkraine 19Í8, í ríkinu sem stofnsett var
af þýzka hemum, er þar hafði aðsetur.
Canadisku blöðiri er stefnu þessa styðja,
eru “Ukrainian Toiler” í Toronto og
“Ukrainian Farmer” í Winnipeg.
2. Þá er “Ukrainian National Federa-
tion”, félag, sem er grein af hinni svo-
nefndu “Organization of Ukrainian Na-
tionalists (O. U. N.), sem aðal bækistöð
hefir í Yugoslavíu. Þeir bannsyngja
Skoropadsky, en hafa fyrir leiðtoga An-
drew Melnyk, hersir. Aðal verkefni
þeirra er að koma af stað byltingu í Ev-
rópu. Helztu bækistöðvar þeirra í Can-
ada eru Saskatoon, Sudbury og Oshawa.
Á Júða-hatri ber nokkuð hjá þeim og þeir
eru hemaðarlega hugsandi. f Norður-
Ameríku halda þeir fram að þeir séu lýð-
ræðissinnar og vinna að því að skapa
úkrainiskt lýðveldi í Evrópu. Blað þeirra
er “The New Pathway” í Saskatoon.
3. Ukrainian Self-Reliance félagið. —
Þetta félag er ólíkt hinum að því leyti, að
aðalmenn þess eru innfæddir og mentað-
ir Canada-menn. Þeir eru fordómalausir
um liðna tíð og meta á sína vísu, hug-
sjónina um úkrainiskt lýðveldi, en þeir
byggja ekki neinar viðreisnarvonir sínar
á Berlin eða Moskva. í trúmálum standa
þeir nærri Ukrainian orþódox kirkjunni
og eru 33,000 að tölu. Aðal málgagn þeirra
er “The Ukrainian Voice” í Winnipeg.
4. Þá eru þeir kaþólsku. Þeir eru
fylgjendur Uniata kirkjunnar hér og eru
um 70 af hundraði af canadiskum Úkrain-
um. Þó þeir hafi enga pólitíska stefnu-
skrá, eru þeir sterkir þjóðernissinnar og
eru hatursmenn kommúnista. Blöð þeirra
eru “Ukrainian News” í Edmonton og
“Future of the Nation” í Yorkton. í síðar-
nefndu blaði vottar fyrir Júða-hatri jafn-
framt óbeit á kommúnistum.
5. Orþódox flokkinum fylgja þeir er á
úkrainisku mæla og tilheyra rússnesku
orþódox kirkjunni í Canada; þeir eru um
100,000 og eru flestir frá Bokovina. Af
öllum úkrainum eru þeir fjarstir þjóð-
ernis-stefnunni og eiginlega stjórnmálum í
nokkurri mynd. Fjölmennastir eru þeir
í Vegreville nýlendunni miklu í Norður-Al-
berta. Blað hafa þeir ekkert utan kirkju-
blaðið “The Canadian Orthodox Messeng-
er” í Winnipeg.
6. Kommúnistarnir. Flokkur þessi,
sem hér lætur talsvert á sér bera, á fylgis-
menn sína innan Labor-Farmer Temple
Association. Þjóðemissinnar eru þeir sem
aðrir Úkrainar, en eru þeim samt ólíkir í
því, að þeir álíta þjóðbræður sína hafa
öðlast þjóðríki með því að Ukraine þeirra
er eitt ríkið í Sovét Rússlandi (Ukrainian
Socialist Soviet Republic); að þeir af
löndum þeirra sem í Póllandi voru, hafi
nú sem betur fer hlotið frelsi, og að það
eina sem eftir sé að gera, sé að leysa þá
landa sína sem í Rúmaníu og Ungverja-
landi búa, af klafanum og það sé verkefni
kommúnista að koma því í verk. Þeir
eru mjög andvígir Hitler og einræðis-
stefnum Evrópu og eru því oft í andstöðu
við þjóðbræður sína hér. Þeir gefa út
dagblað í Winnipeg er heitir “People’s
Gazette”,-
Af flokkum þessum tsem hér hafa verið
nefndir, eru það konungssinnarnir (Het-
manites) og National Federation-flokk-
urinn, sem fyrir ári síðan voru fylgjandi
Hitler. Þeir litu á Hitler sem bjargvætt
þjóðeraisstefnunnar og væntu þess að
hann gerði Ukraine að sjálfstæðu ríki. En
síðan að hann hrifsaði Bæheim og Moravíu
og seldi Ungverjum Karpata héruðin í
Ukraine, hafa tilfinningar þeirra breyst
gagnvart Hitler. Og stríðið milli Breta
og Þjóðverja, hefir algerlega gert þá frá-
hverfa Hitler og alla með Canada-stjórn
og því sem hún hefst að í stríðinu. En
eins og áður er gefið til kynna, verður
þetta ekki sagt um Úkrainisku kommún-
istana, sem að vísu hata Hitler, en eru
ennþá öflugir stuðningsmenn Sovét Rúss-
lands.
FERTUGASTA BREIDDAR-
GRÁÐAN
Það er haft eftir bændum í miðríkjum
Bandaríkjanna að ekki sé til neins að
keppa á ávaxta og matjurta-sýningum,
við þá bændur er búa á fertugasta breidd-
arstiginu, því þar nái allur jarðargróður
mestum þroska. Á þeirri gráðu er sagt
að kraftur sólar sé mestur, og því nái bæði
aldini og annar jarðargróður þar meiri
þroska en bæði fyrir sunnan hana og norð-
an.
Auðvitað eru miklar undantekningar á
þessu lögmáli. Bezta hveiti og aðrar korn-
tegundir eru nú framleiddar langt fyrir
norðan fimtugustu breiddargráðuna, en
það er fyrir það að þar er dagurinn
lengri að sumrinu og því þroski þesis er
að vorinu er sáð, fljótari. En svo er að-
gætandi að bezta uppskera af korntegund-
um fæst vanalega fyrst eftir að landið er
plægt í fyrsta sinn. Það eru engar skýrsl-
ur til svo eg viti sem sýna hvað mikið
hveiti fékkst af ekrunni í miðríkjunum
fyrst eftir að þau bygðust; hún getur
hafa verið eins mikil eða meiri en nokkurs
staðar norðar.
En hvað sem þessu líður, þá er hitt víst
að í nánd við ferugasta breiddarstigið
hefir maðurinn náð sinni fyrstu fullkomn-
un, bæði andlega og líkamlega. Því þó
menning byrjaði sunijar meðfram stór-
ánum Euphrates, Tígris og Níl, vegna
þesisi að á ísaldar tímabilinu sem ekki end-
aði fyr en fyrir 50,000 árum síðan, var
ekki lifandi mikið norðar; náði sú menn-
ing hámarki sínu í byggingarlist, stjórn-
kænsku og lagasetningu. Það var ekki fyr
en komið er til Gyðingalands, Iran (Persíu)
og Grikklands að hinar háleitari listir
hefjast, vís-indi, skáldskapur, hinar fögru
listir, heimspeki og háleitar hugmyndir
um guðdóminn; um 'hinn foma skáldskap
Indverja vitum við ekkert fyrir víst, en
líklegt sýnist það að hann eigi uppruna
sinn norðan við Himalaya-fjöll áður en
þeir lögðu Indland undir sig.
Meira að segja, flest af þeim helstu
trúarbörgðum sem nú eru játuð og höf-
undar þeirra hafa átt upptök sín í nánd
við þetta breiddarstig, einnig þeir menn er
svo hafa skarað fram úr öðrum að þeir
hafa verið kallaðir frelsarar heimsins.
Hefir Iran þar verið fremst allra þjóða
jafnvel fram á vora daga, enda eru Persar
hin merkasta þjóð og hafa verið frá upp-
hafi vega. Ekki er heldur langt þaðan
frá til Norður-Gyðingalands þar sem höf-
undur Kristninnar ól sinn stutta en að-
dáanlega aldur; og þar 'sem fegursta saga
allra trúarbragða, jólasagan átti uppruna
sinn. Hana hlýtur hver maður að dá
og elska hvert sem hann skoðar hana sem
sögulegan sannleika eða skáldskap.
En sýnilegasti votturinn um það hvað
sérstakt þetta breiddarstig er, er það, að
á því og nærri því hafa menn frá fyrstu
tíð til vorra daga bygt fleiri og stærri
borgir en á nokkru öðru breiddarstigi.
Þetta sannast bezt með því, að fylgja lín-
unni á landabréfinu frá Japan til Cali-
forníu.
Er það þá fyrst að Tokyo, stærsta borg
í Japan er aðeins fáar mílur sunnan við
línuna. Þaðan liggur hún yfir norður-
hluta Chusen (Koreu), fáar mílur norðan
við Tientsin en rétt meðfram Peking,
stærstu og líklega elstu borg í Kína. Þaðan
liggur línan vestur yfir þvera Asíu, fyrst
um eyðimerkur og strjálbygð svæði en
meðfram henni langt inn í land; liggur
hér Kína múrinn, mesta þrekvirki allrar
fomaldarinnar. Svo hittir hún tvær borg-
ir, Samarkand og Bokara, þær einu á allri
Asíu hásléttunni sem nokkuð kveður að.
Eru þær báðar æfagamlar og nafnkunnar
fyrir iðnað og verzlun. Samarkand var
höfuðborg Timur halta og var hann þar
jarðaður með konum sínum. Héðan liggur
línan yfir suðurhluta Kaspíu hafs rétt hjá
olíubænum Baku og þaðan vestur Litlu
Asíu, rétt hjá Ankara, hinni nýju höfuð-
borg Tyrklands, á aðra hlið er Mikligarð-
ur fáar mílur til norðuns', en Smyraa álíka
langt til Suðurs; og kveður svo Asíu á
rústum hinnar afarfornu Troju-borgar. Sú
borg var fyrst bygð langt aftur í steinöld.
Hún var bygð og eyðilögð níu sdnnum áður
en Grikkir gerðu útaf við hana í síðasta
sinni snemma á Rómverska tímabilinu.
Til Evrópu kemur línan sunn-
an við Salonicu (Þessaloniku),
en Aþenuborg er nokkrar mílur
til suðurs, en hún var höfuðstað-
ur hinnar forau grísku menning-
ar sem var svo glæsileg og hald-
góð að hún er enn að vissu leyti
undirstaða skólamentunar nú-
tímans. Er freisting að fara um
hana fáum orðum en það get eg
ekki vegna rúmleysis. Þó verð
eg að geta þess sem er á tiltölu
lega fárra manna vitorði að
Fom-Grikkir vissu ekki eifnu
isdnni að jörðin var hnöttótt, eins
og hið forna líkneski af Atlas
vottar, heldur voru þeir búnir að
mæla stærð hennar svo ekki
munaði nema þúsund mílum á
ummáli.
Þá liggur línan yfir suður
hluta ítalíu, með Neapel og Róm
á aðra hönd en Sykileyjar borg-
irnar messina og Syracuse á
hina. Á þessu svæði blómgaðist
hin foraa Rómverska menning
og hér hófst endurvakningar
tímabilið eftir viðalda myrkrið.
Hefir á ítalíu verið á öllum tím-
um að finna andlega jötna, snill-
inga og mikilmenni bæði til góðs
og illsi.
Næst liggur línan eftir Mið-
jarðarhafi yfir Sardiníu og svo
til Spánar, þar er höfuðborg
landsins, Madrid, beint á línunni
en Barcelona nokkuð til suðurs.
Næst liggur hún yfir Portúgal og
er Lisbon þá nokkrar mílur til
til norðurs en Oporto álíka langt
til suður. Þá liggur línan yfir
Atlants haf og kemur til Ame-
ríku fáar mílur fyrir sunnan
New York með öllum þeim bæja
klasa sem henni fylgir. Hún
liggur beint í gegn um Phila-
delfíu með Baltimore og Wash-
nigton fáar mílur til suðuns.
Þaðan vestur rétt hjá Columbus,
Ohio og Indianapolis, Indiana
með Pittsburgh, Cleveland, De-
troit og Chicago til norðurs en
Cincinnati, St. Louis og Kansas
City til suðurs. Hún liggur rétt
hjá Denver og Salt Lake City og
skilur við Ameríku fáar mílur
fyrir norðan San Francisco, inn-
an um rauðviðarskóginn nafn-
fræga, þar sem hið elsta, hæsta
og tignarlegasta alls þess er á
jörðinni lifir er að finna. Rétt
meðfram línunni á austurströnd-
inni er að fina hæstu byggingar
sem menn hafa enn bygt á Vest-
urströndinni, þær veglegustu
brýr sem enn hafa verið bygðar.
Suðurhluti þessarar jarðar er
að meisitu leyti hafinu gefin. —
Fertugasta breidar stigið liggur
þar fyrir sunnan öll lönd nema
suðurheimskauts landið, syðsta
hluta Suður-Ameríku, Tasmaníu
og syðri eyju Nýja Sjálands. Hér
er því ekki um borgir að ræða
á línunni sjálfri en allar helstu
borgir í næstu löndum eru svo
nærri henni sem þær geta kom-
ist, isvo sem Oape Town á suður-
odda Afríku, Buenos Aires og
Montevideo í Suður-Ameríku,
Napier og Wellington í Nýja-
Sjálandi, sín hvoru megin henn-
ar, og Sydney og Melboume í
Ástralíu.
Hobart í Tasmaníu er þar þó
undantekning því sá bær er
sunnan á eyjunni, en línan liggur
í gegum sundið milli Ástralíu og
Tasmaníu. Og sömu lögin ráða
hér sem á Norðurhveli jarðar,
hvað verklegar framkvæmdir
snertir. New York, sem er
á undan öllum borgum heims-
ins í því tilliti, hafði lengi
að sýna mestu brýr í heimi, en
svo komst Melbourne á undan
með brúarbyggingar, og nú síð-
ast San Francisco. Enda er Gold-
en Gate brúin hið tignasta
mannvirki er eg af veit. En allar
þessar borgir eru aðeins fáar
mílur frá fertugasta breiddar-
stiginu.
Áður benti eg á, að upphaf
vísinda, hinna merkari trúar-
bragða og liista væri að finna í
nánd við þetta breiddarstig. Það
er sama sagan þegar til upp-
fyndinga kemur. Fyrstu vís-
indamenn Vesturheims, Priest-
ley sem fann súrefnið um 1770
og Benjamin Franklin, sem fyrst
sýndi að eldingin er rafmagn,
áttu báðir heima í Phildelfíu,
beint á fertugasta stiginu. Gufu-
vélin var uppfundin á Bretlandi
og þar voru fyrstu gufuvagnar
bygðir, en fynsti gufubátur var
bygður í New York, og þar var
síðar upp fundinn fyrsti járn-
barðinn, Monitor, sem var vísir-
inn að allri nútíðar hernaðarað-
ferð á sjó, og ennþá síðar var í
því nágrenni uppfundinn og
bygður fyrsti kafbáturinn. Sím-
inn var fundinn upp í Baltimore.
Talsíminn fullkomnaður og fyrst
sýndur í Philadelfíu. f East
Orange, N. J., milli New York
og Philpadelfíu eyddi Edison
sinni uppfyndingasömu æfi og
þaðan eru komin mjög mörg af
þeim þægindum er vér nú höf-
um. Akuryrkju vélamar voru
uppfundnar í miðríkjunum með-
fram sömu línunni og þó Eng-
lendingar ættu fyrstu hugmynd-
ina um saumavél, var það í New
York isem hún á endanum var
fullkomnuð eins og vér nú þekkj-
um hana.
Hinar afarfornu uppfynding-
ar, fleigurinn, öxin og hjólið,
vitum vér ekki hvar áttu upp-
runa sinn en ekki er ólíklegt að
það hafi verið í suðurhluta Asíu
hálendisins nærri fertugasta
breiddarstiginu þar sem hvíti
kynflokkurinn er talinn að eiga
uppruna sinn.
En þó alt þetta sé upp talið og
öðru við bætt svo sem hinni að-
dáanlegu byggingar íþrótt Már-
anna, sem fullkomnaðist mest á
Spáni og í Iran. Hernaðar í-
þróttinni sem með öðru kom frá
| Grikklandi og ítalíu, eða því að
þrír mestu hershöfðingjar allrar
veraldarsögunnar, Alexander,
Cæsar og Napóleon voru allir
fæddir fáar mílur frá fertugasta
breiddarstiginu; þó er eitt verð-
mæti, eftir því er sögurnar
segja, sem þroskaðist mikD
norðar. Það er almenn velsæmis
jtilfinning. Hún hefir aldrei 1
1 suðurlöndum náð þeim þroska
! sem hún öðlaðist á Norðurlönd-
| um og líklega mest og bezt á ís-
| landi. Það var þessi almenna
j velsæmis tilfinning sem orsakaði
j þá miakalausu trúmensku við
I sjálfan sig sem sögurnar láta
j forfeður vora sífeldlega sýna-
I Orsakaði það að þeir sögðu sanri'
! leikann og héldu orð sín þó það
kostaði þá lífið. Það að í ölluiri
fornisögunum er sagt frá aðeinS
einu konuvígi og fylgdarmenij
Eyjólfs Grá óhlýðnast honum 1
að lífláta Auði konu Gísla Súrs-
sonar þegar hún rak sjóðinn **
nasir hans isvo blóðið lagaði nið'
ur eftir honum öllum. Fyrsts
og mesta orsök þessarar trá'
mensku við sjálfan sig var eftií'
tekt kynflokksins á því að ení'
inn maður umflýr ábyrgð verk^
sinna. Það er rauði þráðuriri1
sem liggur í gegn um allar vornr
fornsögur, þessvegna eru ]>&[
allar prédikanir þó ekki haf’
þær verið af stóli fluttar.
að sunnan að áhrifin voru ekkj
öll jafngóð sézt bert á þeirí1
breytingu á lundarfari man#
frá 1000 þegar hverjum manfl1
var trúandi til 1200 þegar ení'
um var lengur trúandi. En við
hverju má búast þegar sjálf^
biskupinn á Hólum gefur orð*'
laust aflausn fyrir annað ein5
afskaplegt hryðjuverk sef1
Flugumýrar brennu? En þrát'
fyrir alt er þessi trúmenska við
sjálfan sig enn ekki útdauð á
landi, því það var haft eftir út'
lendingum þeim er sóttu hátíð'
ina á Þingvöllum 1930 að meS4
hafi þá furðað að sjá allskyt3
hluti liggja á rúi og strúi um alj11
Þingvalla sléttuna en engu veri*
stolið. Við íslendingar megur1
þakka fertugasta breiddarstií'
inu eins og aðrir, fyrir
margt, en það dýrmætasta *
öllum verðmætum er vort ei%v
og mestu þjóðræknina tel eg K
að halda því við.
M. B. H-