Heimskringla - 27.12.1939, Síða 6
6. SÍÐA
HEiMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. DES. 1939
SVO ERU LÖG,
SEM HAFA TOG
Vegna þess að dómstólarnir voru um þess-
ar mundir mjög önnum kafnir, þá sat hún um
þriggja mánaða tíma í “Gröfunum” og beið
þess að mál hennar kæmi fyrir. í augum
heimsins var hún bara þjófur, sem beið dóms.
Réttarhaldið yfir henni var mjög stutt. Lög-
maðurinn sem varði hana var óvanur ungling-
ur, sem skipaður var til að verja hana svona
rétt til málamynda. Þessi lagasnápur var svo
þakklátur fyrir hina fyrstu viðurkenningu, sem
honum hafði nokkru sinni verið sýnd, að hann
fremur styrkti saksóknarann en hitt, að sak-
fella skjólstæðing sinn.
Málinu lauk því á þá leið, að tólf góðir
menn og trúverðugir, fundu hina titrandi stúlku
í fangastíunni seka.
Svona einföld var sagan um málshöfðun-
ina gegn Maríu Turner. En dómurinn sem hún
fékk var vægur. — Bara þrjú ár í fangeisi!
II. Kap.—Hinn glaðværi týndi sonur.
Þessi ógæfa harmþrungnu stúlkunnar í
fangelsinu varð að fremur þægilegu umræðu-
efni hinna fyrverandi samverkamanna hennar
í hinni miklu sölubúð. María Turner hafði
eignast fáa góðvini þar meðan hún vann í búð-
inni, og því var enginn til að harma forlög
hennar. Hinar tvær stúlkur, sem voru her-
bergisfélagar hennar, voru eins og hálf móðg-
aðar, því að á óljósan hátt, höfðu þær fundið
yfirburði hennar, og fundu nú til ánægju með
' sjálfum sér er þær báru sitt óskerta mannorð
saman við þessa ógæfu hennar.
Eins og margur heimspekingurinn hefir
bent á, þá gleðjumst við í leynum hugans yfir
óförum annara, einkum vina vorra, vegna þess,
að þeir eru oss næstir. Flestir eru fljótir til
að neita þessum sannleika hvað þá sjálfa snert-
ir. Þeir gera það vegna skilningsskorts á
hreinskilninni við sjálfa sig, vegna vöntunar á
sjálfsdómgreind, eða vegna þess að þeir vilja
ekki kannast við það opinberlega, og er það
sennilegasta ástæðan. í raun og veru þá vekja
óhöpp annara einkennilega ánægju í hugum
vorum, vegna þess að íhugun slíkra þjáninga
er þægileg andstæða borin saman við vellíðun
sjálfra vor. Vér þörfnumst sársauka annara
fyrir baktjald vorrar eigin gleði, alveg eins og
sýndin er nauðsynlegt baktjald fyrir dygðina til
þess að vér getum metið hana, jafnvel til að
skilja að hún er til. Svo dag þann, sem María
Turner stóð fyrir dómstólnum, streymdi undir-
alda notalegrar gleði um sálir hins þvaðrandi
vinnufólks í búðinni. Vandræði stúlkunnar
voru eins og hnöttur, sem sleginn var fram og
aftur af hinum mörgu tungum sem tóku þátt í
knattleiknum. Þetta var í fyrsa skiftið um
margra ára skeið, að starfsmaður í búðinni
hafði verið sakaður um þjófnað. Búðarhnupl
hafði verið svo óalgengt að það var ekkert um-
ræðuefni lengur. Þessi atburður var eins og
hressandi nýung og einn þeirra var sökudólgur-
inn. Meðstarfendur hennar töluðu um hana í
sundurlausum samræðum í hvert skifti, sem
þeir höfðu tíma og tækifæri, og þökkuðu með
velþóknun guðum sínum, að þeir væru ekki
eins og hún, og það með réttu. Ef til vill voru
þar kannske fáeinir, sem voru nægilega hjarta-
góðir til þess að finna svolítinn samúðarvott
með þessu mannslífi er þannig hafði beðið
skipsbrot.
Einn þeirra var Smithson, sem var einn
af yfirmönnum búðarinnar. Hann hikaði ekki
við að segja meiningu sína í þessu efni, þótt á
veiklegan hátt væri. Þrátt fyrir allan valds-
mannabraginn, sem Smithson hafði öðlast
vegna margra ára lögregluþjónsstöðu í búðinni,
þá var hann hreint ekki einbeittur í skoðunum.
En ummæli hans, þótt veikbygð væru, voru
samt öll Maríu í vil. Og hann talaði að vissu
leyti eins og sá sem veit hvað hann segir, vegna
þess, að hann hafði haft opinber afskifti af
máli hennar.
Smithson gekk í veg fyrir Söru Edwards,
en hún var einkaritari Mr. Gilders, er hún gekk
í gegn um eina búðardeildina þá um morguninn,
og spurði hana, hvert eigandinn væri kominn í
búðina.
“Kominn og farinn,” svaraði skrifarinn
með þeim þyrkingslega blæ, sem einkendi hana.
“Farinn!” endurtók Smithson, auðsjáan-
lega í vandræðum yfir þessari frétt. “Eg
þurfti nauðsynlega að sjá hann.”
“Hann kemur bráðlega í leitirnar,” sagði
Sara miklu alúðlegar. “Hann fór niður í dóm-
höllina. Dómarinn sendi eftir honum við-
víkjandi máli Maríu Turner.”
“Ójá, nú man eg eftir því,” sagði Smith-
son, og bætti svo við með einlægum innileika.
“Eg vona að vesalings stúlkan verði sýknuð.
Hún var viðfeldin stúlka, regluleg hefðarmær,
eins og þér vitið, Miss. Edwards.”
“Nei, ekki vissi eg það,” svaraði Sara dá-
lítið þurlega. En satt að segja þá ásótti sú
illa grunsemd skrifstofustúlkuna, að hún væri
sjálf ekki alveg eins mikil hefðarmær og hana
dreymdi um að verða. Að hún mundi aldrei
öðlast yndisleika Vere de Vere. Því þó að Sara
væri ágætis skrifstofustúlka, þá átti hún ekki
þetta háa og granna vaxtarlag, sem einkendi
uppáhalds skáldsögu hetjurnar í bókunum sem
hún las. Þvert á móti. Hún hafði það vaxtar-
lag, sem hefði þóknast Byron, sem hélt því
fram, að konur sem náð hefðu fullum þroska
ættu að vera holdugar. Nú mintist hún þess
með hálfgerðri öfund, að ákærða stúlkan hafði
verið höfðingleg á velli og í vaxtarlagi.
“Æ, þektuð þér hana nokkuð?” spurði hún
með reglulegum áhuga.
“Jæja, eg get nú ekki sagt að eg þekti
hana,” svaraði Smithson, með þessu tignar-
látæði, sem var ávöxtur margra ára lögreglu-
þjónskurteisi. “En samt væri mér óhætt að
segja að eg gerði það, að vissu leyti. Því sjáið
þér til, þeir settu hana í mína deild þegar hún
fór fyrst að vinna hér. Eftir því sem búðar-
stúlkur eru, var hún góð búðarstúlka. En
hvað sem það snertir,” bætti hann við með ó-
venjulegri röggsemi, “þá hefði hún verið síð-
asta stúlkan í víðri veröld, sem eg hefði ætlað
að væri þjófur.” Hann var dálítið sneypulegur
yfir að hafa látið í ljósi þessa hreinskilnu til-
finningu sína, óg flýtti sér að íklæðast hinu
daglega látæði sínu, er hann bætti við. “Viljið
þér gera svo vel og láta mig vita þegar Mr.
Gilder kemur inn? Eg þarf að ræða við hann
um eitt eða tvö smáatriði.”
“Gott og vel,” svaraði Sara um leið og hún
flýtti sér inn í einkaskrifstofu Mr. Gilders.
Hún hafði varla sest í sætið sitt við skrif-
borðið, þegar hún hrökk við, því að hurðinni
var svo harkalega hrundið upp. Er hún leit
upp heyrði hún glaðlega rödd hrópa:
“Hallo pabbi!”
f sömu andránni kom ungur maður inn í
herbergið. Hann var frjálslegur mjög í lát-
bragði og andlit hans ljómaði af ánægju. En er
hann sá tóman stólinn við skrifborðið, stað-
næmdist hann skyndilega og óánægju svipur
færðist yfir andlitið.
“Ekki hérna,” tautaði hann, en brosið
færðist samt brátt yfir andlit hans, er hann sá
skrifarann, sem nú hafði staðið upp og iðaði
öll af æsingi.
“Hvað þá? Mr. Dick!” stundi hún upp.
“Sæl vertu Sadie!” sagði hann góðlátlega
og kom til hennar og tók hjartanlega í hendina
á henni. “Eg er kominn heim aftur, en hvar
er pabbi?”
Er hann spurði þessarar spurningar, bar
alvörublærinn sem færðist yfir svip hans vott
um vonbrigði hans yfir því, að hitta ekki föður
sinn þarna á skrifstofunni, því að svo innilegt
var samband nýkomna mannsins og eiganda
búðarinnar. Vonbrigðin, sem sáust svo glögt
á svip hans voru ytri merki þess, sem í huganum
bjó. Hann var frábrugðin mörgum börnum í
því, að hann elskaði föður sinn í raun og veru.
Móðir hans hafði dáið fyrir mörgum árum síðan
og skildi honum ekkért ennað eftir til að
elska, því að hann átti engin systkini. Hann
elskaði föður sinn á svo innilegan hátt, að á
milli þeirra var hin sannasta vinátta, þótt mun-
urinn á skapferli þeirra væri mjög mikill. Þessi
einlæga og fölskvalausa ást, sem drengurinn
bar til föður síns sýndi að hann átti hjartalag,
sem hæft var fyrir ástir og trygðir og fúsleika
að fórna sjálfum sér fyrir þann, sem hann elsk-
aði. Annað en þetta varð ekkert sagt um hann
með vissu að svo komnu. Hann var skemt eftir-
lætisbarn hamingjunnar, ef svo mætti að orði
kveða. Hann var sannarlega ekkert annað en
iðjuleysingi í býflugnabúi veraldarinnar. Enn-
þá sem komið var, þá hafði hann notið gæða
h'fsins án þess að gera neitt til þess að eiga
þau skilið, eða án þess að gefa nokkuð í staðinn,
nema að brosa og vera innilega hamingjusam-
ur.
Um hin tuttugu og þrjú ár æfinnar hafði
hann öðlast hverja þá gjöf, sem peningarnir
gátu keypt. En hagurinn af þessu var þegar
alt var samanlagt lítill, en samt var það til
huggunar að skaðinn, sem af þessu leiddi var
ennþá minni. Munaðurinn hafði ekki gert hann
að ræfli. Hann hafði eigi æft þá lesti, sem
eru svo algengir með sonum hinna auðugu
manna. Einhver eðlisávísun verndaði hann
fyrir stórbrestunum, en smágallar hans áttu
aðallega rætur sínar að rekja til lífsgleðinnar,
og birtust í óhóflegu fjárbruðli, sem í raun og
veru skaðaði engan, en var bæði heimskulegt
og þýðingarlaust.
Útlit hans bar vott um þetta. Hann var
auðvitað prúðbúinn; hraustlegur í útliti og
iðaði allur af lífsfjöri. Augun voru skær og
litu djarflega á hvern mann og litu aldrei með
ósæmilegum tilgangi í augu neinnar konu. Þau
báru vitni um flekklausa sál, óþroskaða að vísu,
en óskemda. Alla æfi sína hafði Dick Gilder
gengið brautir gleðinnar, og átt ráð á þeirri
ánægju, sem hlýðir boði þess er hefir sanna
hæfileika til að njóta lífsins; og auk þess efni
til að láta alt eftir sér í þeim tilgangi. Ennþá .
sem komið var, var hann alveg óreyndur. Hann
hafði enga lífsreynslu. Eldraunir þjáninganna
höfðu ekki prófað hann. Þetta sérstaka atriði
sýndi samt þýðingarmikið einkenni, að strax
og hann kom heim úr utanlandsför sinni, þá
leitaði hann á fund föður síns og var bráðlátur
að heilsa honum og mjög angurvær þegar hann
var hindraður frá því. Þetta var kannske
smávægilegt atriði, en það sýndi samt ef til
vill mikilsverð atriði í lyndiseinkunn drengs-
ins. Það sýndi hl^tt hjartaþel, mann sem gat
þýðst hreina ást. En manni í hans stöðu,
hamla mörg öfl, sem alt af eru til staðins, svo
að heilbrigð trygð má eigi með þeim búa. En
hæfileikinn til að elska hreint og skilyrðislaust
er hin æðsta dygð.
Sara sagði honum frá því að Mr. Gilder
hefði verið kallaður ofan í bæinn til að tala við
setudómarann, en Dick tók fram í fyrir henni
með því að skellihlægja.
“Hvað hefir pabbi gert af sér nú,” sagði
hann og augu hans tindruðu. Hann brosti svo
yfir minningum sem komu upp í huga hans.
“Manstu þegar nýi lögregluþjónninn tók
hann fastan fyrir að keyra of hart. Var hann
ekki reiður? Eg hélt að hann ætlaði að láta
reka alt lögreglulið bæjarins. Vandræðin við
þessi atriði eru,” sagði hann með mesta lítil-
læti, “að maður verður að venjast þeim. Þegar
eg er tekinn fastur fyrir að keyra of hart, þá
fær þetta ekki minstu vitund á mig. Nei, ekki
mikið. En aumingja pabbi! Þetta eina skifti
blandaði næstum alt hans líf beiskju. Það réði
honum næstum að fullu.”
Þegar hér var komið hafði skrifstofu-
^túlkan náð sér eftir undrunina, sem á hana
hafði komið er ungi maðurinn birtist svona
snögglega. Kringluleita andlitið hennar skein
af velvild er hún horfði á unga manninn. Það
var móðurleg áskorun í rödd hennar, er hún
yrti á hann:
“Hvað er þetta, við bjuggumst ekki við þér.
fyr en eftir tvo eða þrjá mánuði ennþá.”
Ennþá hló Dick þessum smittandi hlátri,
sem leiddi bros fram á varir skrifarans.
“Sadie,” sagði hann í trúnaðarrómi, “þú
mátt aldrei láta gamla manninn vita um það.
Hann yrði svo uppblásinn yfir þessu og það or
ekki gott að foreldrar manns verði það. En
þér að segja, Sadie, þá fékk eg heimþrá og
langaði til að sjá pabba. Já, réttþað!” Hann
sagði frá þessu eins og hann væri bæði sneypt-
ur og undrandi yfir þessu. Það er ekki auðvelt
fyrir Engil-Saxa, að láta í ljósi hinar instu
tilfinningar sínar. Hann sagði frá þessu svo
undarlega hikandi, eins og hann furðaði sig
sjálfan á tilfinningum sínum.
“Já, eg þráði að komast heim til pabba
míns!” Og eins og til að hilma yfir þessa til-
finningu er hann hafði lýst, hló hann og bætti
við: “Auk þess var eg alveg peningalaus, Sadie.”
Skrifarinn kinkaði kolli.
“Það hefði nú mátt koma því í lag með
símskeyti, hugsa eg,” sagði hún.
Dick datt ekki í hug að mæla móti því,
því að hann hafði marg reynt það, að hvenær
sem hann bað um þeninga varð faðir hans við
þeirri beiðni.
“En hvað er pabbi að gera fyrir dómstól-
unum?’’ spurði hann.
Sara útskýrði það með sinni venjulegu
samvizkusemi. “Ein stúlknanna var kærð fyrir !
stuld.”
Eðli drengsins kom nú í Ijós í einni sinni
fegurstu mynd. Meðaumkvun hans kom strax
í ljós og einnig traustið, sem hann bar til föður
síns.
“Og pabbi fór ofan í rétarsalinn til að koma
henni úr vandræðunum. Það var pabba líkt.”
Sara lét samt ekki í ljósi neina hrifningu
yfir þessu. Hugur hennar var ekkert skáld-
legur og lítið gefin fyrir flugið. Þessu óskáld-
lega eðli hennar var það að þakka, hve góður
einkaritari hún var, þess vegna svaraði hún
þurlega:
“Hún var prófuð í dag og dæmd. Dómar-
inn sendi í morgun eftir Mr. Gilder til að tala
við hann um hvaða dóm hún ætti að fá.”
En þetta veikti ekkert fullvissu Dicks.
Hann elskaði föður sinn, og hann treysti þeim
sem hann elskaði.
“Þetta fer alt saman vel,” sagði hann með
sannfæringarkrafti. “Pabbi er allra manna
hjartabestur og hann kemur henni úr krögg-
unum.” En nú tók hann viðbragð og sagði og
stundi við:
“Hamingjan góða! Eg steingleymdi því
alveg,” málrómurinn bar vott um sneypu.
Skrifarinn horfði á hann forviða.
“Hverju gleymdirðu?” spurði hún.
Dick setti nú upp ennþá meiri trúnaðarsvip
en fyr. Hann hallaði sér að stúlkunni og tal-
aði mjög alvarlega:
“Sadie, hefir þú nokkra peninga? Eg er
alveg félaus! Leiguvagninn minn hefir beðið
hér fyrir utan allan þenna tíma.”
“Hvað? Já,” svaraði skrifarinn glaðlega.
“Ef þú vilt----”
Dick var nógu kurteis til að snúa sér und-
an og horfa á mynd á veggnum á móti, meðan
Sara gerði ýmsar leikfimis æfingar, sem eru
nauðsynlegar kvenfólki, sem hætta ekki á það
að tapa peningunum sínum með því að bera þá
í tösku.
“Hérna,” hrópaði hún og stóð á öndinni
af áreynslu og var blóð rjóð í framan.
Dick sneri sér skjótt við og greip banka-
seðilinn, sem honum var réttur.
“Eg er þér mjög þakklátur, Sadie,” sagði
hann með mikilli hrifnigu. “En nú verð eg að
flýta mér. Annars yrði þetta ekki nóg fyrir
farinu.” Að svo mæltu þaut hann út úr her-
berginu.
III. Kap—Aðeins þrjú tár.
Þegar eigandi búðarinnar kom að síðustu
inn á skrifstofu sína, bar svipur hans vott um
hina megnustu gremju. Hann lét ekki svo lítið
að varpa kveðju á skrifarann sinn, sem horfði
á hann með laukréttum skilningi á því, hvernig
hann væri í skapi. Með lægni sem var afleið-
ing langrar reynslu, þá valdi Sara umræðuefni
er kom hugsun hans inn á þægilegri brautir.
“Mr. Hastings í Empire búðinni hringdi
á mig í símann, Mr. Gilder, og bað mig að láta
sig vita hvenær þér yrðuð heima. Á eg að ná
honum í símann?”
Það birti strax yfir svip mannsins. Það
sást meira að segja votta fyrir brosi á vörum
hans, er hann settist við stóra mahognaní borð-
ið sitt.
“Já, já,” hrópaði hann með auðsæilegum
ákafa. Brosið jókst á þeirri stund, sem það tók
að ná sambandinu. Þegar hann loksins yrti á
vin sinn gegnum símann, var rómur hans með
glaðlegasta móti.
“Ó, góðan daginn. Já, vissulega. Fjórir
líka mér ágætlega. Sunnudaginn? Já, ef þú
vilt. Við getum farið eftir messuna og borðaö
hádegisverð í sveitaklúbbnum. Eftir að hafa
hlustað um hríð þá hló hann glaðlega með yfir-
læti manns sem veit að hann hefir yfirburðina.
“En góði vinur,” sagði hann hressilega, “þú
gætir ekki sigrað mig þótt þú reyndir í þúsund
ár; hvað þá, eg hitti nítján holur í níutíu og
tveimur skotum síðustu viku.” Hann hló aftur
að svarinu, sem hann fékk, lagði svo frá sér
áhaldið og sneri athygli sinni að bréfunum, sem
var snyrtilega raðað á borðið.
Nú gat skrifarinn ekki lengur bælt niður
forvitni sína.
“Hvað gerðu þeir við Turner stúlkuna?”
spurði hún og lét sem sig skifti það engu.
Gilder leit ekki upp úr bréfahrúgunni, en
svaraði fremur hörkulega og svipur hans var
þurlegur.
“Það veit eg ekki — eg gat ekki biðið,”
sagði hann. Hann hreyfði sig önuglega og
bætti við: “Eg veit ekki hversvegna Lawler
dómari var að ómaka mig viðvíkjandi þessu.
Það er hann sem á að kveða upp dóminn, en
ekki eg. Nú er eg orðinn langt á eftir með
verk mitt.”
Hann vann nú að starfi sínu í fáeinar mín-
útur. Skifti bréfunum og ýmsum skjölum til
hinna og þessara undirmanna sinna, og sagði
skrifara sínum fyrirskipanir sínar með þeim
hraða og ákveðni, sem einkendi hinn færa leið-
toga. Var það augljóst hverjum sem sá, að
þar var maður, sem hæfur var að veita ura-
fangsmiklunj fyrirtækjum forstöðu. Hæfileik-
ar þeir, sem getíð leiða til sigurs, báru sér ótví-
rætt vitni í svip hans og vaxtarlagi, og á hvern
hátt hann talaði. Edward Gilder var mikill
vexti, og átti auðsæilega yfir að búa þeim
ótakmarkaða lífsþrótt, sem er fyrsta skilyrðið
fyrir tilhögun og stjórn nútíma verzlunar fyrir-
tækjanna. Þrótturinn var áreiðanlega aðal'
einkenni mannsins. Hann var bæði hár og
þrekinn og holdugur. f raun og veru var hann
of þunglamalegur og í því fólst ef til vill aðal-
gallinn í eðli hans, því að hann var þunglama-
legur andlega, sálarlega og líkamlega. Þetta
gerði vart við sig í andlitsdráttum hans og and-
liti, sem var of þunglamalegt, fult að vöngum>
með framstandandi höku og klumbunef. En
það var enginn fitulopi á honum, né neitt
veiklulegt. Hann bar allur vott um grófgert
takmarkalaust afl. Hvergi sást fín lína í svip
hans. Hann var auðsæilega réttlátur maður,
samkvæmt sínum eigin hugmyndum, en aldrei
mundi hann tempra réttlætið með miskunsemí-
Hann virtist vera eins og hann líka var, mjö£
hagsýnn og hugsjónalaus kaupmaður. Haná
leit ekki glaðværum augum á lífið. Hann skoð-
aði það og sjálfa sig mjög alvarlega. Haná
skorti næstum gersamlega alt ímyndunarafh
en sá eiginleiki er algerlega nauðsynlegur til að
hafa samúðartilfinningu.
Skrifið þér þetta,” sagði hann undir eins
og hann hafði lokið við það sem hann var að
gera. Hann sagði svo fyrir bréfið og nú varð
rómur hans ennþa hátíðlegri, eins og í maniú
sem metur hinn dásamlega höfðingsskap sjálfs
sín.