Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1940næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Heimskringla - 17.01.1940, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.01.1940, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 17. JANÚAR 1940 Þýðingar úr Kviðlingum Horazar (TRANSLATIONS FROM THE ODES OF HORACE) á ensku (úr frummálinu) eftir próf. Skúla Johnson og á íslenzku eftir ýmis íslenzk skáld Athugasemd: — Hóraz (f. 65 — d. 8 f. Kr. b.) var vafalaust aðalskáld Róm- verja á gullöld bókmenta þeirra, og ekkert rómverskt skáld (jafnvel að Vergilíusi og Ovidí- usi meðtöldum) hefir haft meiri * áhrif en hann. Eftir hann liggja Ádeilukvæði (Satires), Bréf (Epistles) og Kviðlingar (Odes). Þeim síðastnefndu er skift í f jór- ar bækur og eru í þeim flokkum hundrað og þrjú kvæði alls, um margvísleg efni. Af ljóðum Hórazar eru til fleiri handrit en af ritum nokkurs annars höfund- ar til forna, og hafa latínulærðir menn um aldaraðir lagt sig í það að endurskoða þau, að um- bæta texta þeirra og að semja skýringar um hann, og heldur sú vísindastarfsemi ennþá áfram. Árið 1935 (á öðru þúisundára- afmæli skáldsins) var mikið rætt og skrifað um Hóraz og rit hans; þar á meðal var merkileg skrá samin um útgáfur rita skálds- ins; taldist svo til, eftir miklar og langar rannsóknir, að á 16. öld hafi verið gefnar út 227 nýj- ar útgáfur af þeim, á 17. öld 195, á 18. öld yfir 400, og á hinni 19 yfir 1200 IÞýðingar kvæðanna eru ótal margar, ung skáld lásu oft kviðlinga Hárazar í skóla og urðu hrifin af þeim (t. d. á fs- landi á 19. öld lásu nemendur fyrstu tvær bækur kviðlinganna við vanalegt latínu nám); svo voru margir aðrir utanskóla sem þýddu annaðhvort eftir frum- texta-útgáfum eða eftir þýðing- um sem var að finna í erlendum málum er þeir skildu, því þeim oftlega fanst kveðskapur Hóraz- ar (jafnvel í þýðingum) ómót- stæðilega aðlaðandi. Þannig hef- ir það vafalaust verið fyrir mörgum vorra helztu skálda á seinni tímum, sem þýtt hafa tals- vert af kviðlingum Hórazar á viðkunnanlegt íslenzkt skálda- mál. Og var það veruleg yfir- sjón af okkar latínu lærðu ís- lendingum að þeirrar starfsemi var hvergi getið, svo eg viti til, á hinu mikla hátíðarári skálds- ins. Nú má máske bæta dálítið úr þessari vanrækslu með þeim hætti að Heimskringla birti allar þessar þýðingar sem eru á víð og dreif; þeim hefir aldrei verið veitt sú athygli sem þær verð- skulda. Þarflegt væri að gagnrýna þessi íslenzku ljóð og bera þau saman við frumtextann, en tvær ástæður varna því að svo megi verða: að finna hvaða texta-út- gáfur hinir íslenzku þýðendur lögðu til grundvallar yrði mjög erfið rannsókn ef ekki að öllu ómöguleg; í öðru lagi, yrðu lesendur að vera vel latínulærð- ir til þess að hafa verulegt gagn af þesskonar ritdómi, sem er ekki sanngjarnt að ætlast til. En nú stendur svoleiðis á að eg hefi 1 þýtt eftir beztu heimildum alla kviðlinga Hórazar á enskt skáldamál og hefir mér því hug- kvæmst að láta þær ensku þýð- ingar sem samsvara þeim ís- lenzku birtast þeim samhliða, i stað latneska textans. Flestir yngri fslendingar og allmargir hinna eldri skilja ensku fullvel og ættu því að hafa gagn og gaman af að bera þýðingar þess- ar saman. Frumkvæðin eru í margbrotn- um ljóðamyndum sem tíðkuðust á meðal Grikkja og Rómverja til forna, og notar Hóraz fleiri mis- munandi hætti í kviðlingum sín- um en nokkurt annað skáld sem sögur fara af. Rímvillur er hvergi að finna í ljóðum han, þar sem textinn er áreiðanlega Hórazar sjálfs. Hættirnir fornu eru bundnir meðal annars við samstöfulengd og hafa menn reynt oftlega að þýða fornkvæði þannig á nútíðarmál en allar þær tilraunir hafa reynst óhæfileg- ar. Nákvæmir þýðendur hafa því lagt sig eftir að finna heppi lega þjóðlega hætti sem svipar að nokkru til frumljóðanna lat nesku að hynjanda, línu-lengd, og samstöfufjölda, og svo einnig að þýða á þann hátt að ekki sé bætt við né dregið úr frumkvæð- unum. Aftur á móti er skáldum hætt við að þýða eftir sínu eigin höfði eins og sjá má hér og hvar í íslenzku þýðingunum. Gaman væri að rannsaka ná- kvæmlega hvað mikið áhrifr Hórazar gætir í íslenzkum kveð skap; vísindaleg gagnrýni þesí ara íslenzku þýðinga yrði veru legur vísir í þá rannsóknar-átt. Skúli Johnson SIC TE DIVA Ben. Gröndal 1826—1907 SIC TE DIVA HORACE: ODES I. 3. To Vergil: Reflections on Human Audacity So may the goddess Cyprus mastering, So Helen’s brothers, constellations bright, And sire of winds direct your voyaging, With all blasts save Iapyx fettered tight, If you the man you owe entrusted pay, O Ship, and give up Vergil hale and whole To borders Attic, and preserve, I pray, The one who is the half of my own soul. His breast bound oak and triple brass who first Entrusted frail bark to the savage sea, Nor feared the headlong Afric, but it durst Warring to death with northem gales to see, Nor rainy Hyades, nor wind that raves From southward,—lord supreme of Hadria’s Sea, Whether he wish to wake or lull its waves. What form of death’s approach e’er dreaded he Who, with eyes tearless, saw alarming sights: The swimming monsters, and the swollen main, And the notorious headlands, — Thunder-Heights ? God in his wisdom set apart in vain The lands with sund’ring ocean, if no less Leap across seas, untouchable that were, Ships impious. Through forbidden wickedness The human race falls, being so bold to bear All things. Through boldness Japhet’s scion brought, By baneful guile, to men the gift of fire; After this theft from Heaven’s home was wrought, Brooded o’er earth new bands of fevers dire, And doom of distant death made quick its stride, That formerly in coming had been slow, And Daedalus the vacant void tried With wings not given man. To Hell below Burst Hercules’s toil. Naught too high For mortals is; at heav’n itself we — dolts! — Aim, nor allow that Jupiter lay by, Through guilt of ours, his angry lightning-bolts. Matth. Jochumsson 1835—192C Helft míns hjarta hlýra dýran fel eg þér, fley, til fullrar gæzlu; skila vandlega Virgil skáldi Attiku strönd ósködduðum! Greiði þér gang hin gullinhærða Sýpruss Sjöfn, en signi bræður horskrar Helenu, heilla-stjörnur, hlýr þín bæði, en harður Ægir blási útnorðan, eða þegi, beint á eftir brautu knarrar. Baugur þríbyrður böðvar stáli hefur þeim hal um hjarta legið, er fyrstur lét fjalir veikar bera sig of bárur bláfreyðandi. Sá, er hugaður horfa þorði á Norðra og Suðra í návígi, og feigðþrungna fellibylji, blindsker og brim, • og blöskraði ekki. Engi feikn, fár né undur hefðu hans í stall hjarta drepið. Það var ragna ráð er Ránar dætur flæmdi braut af fastalandi. En syndug drótt samt sem áður , fer um öll höf, sem ekki værí. Æðir aldarkyn með ofdirsku og einskis svífst að eigi freisti. Sótti son Jafet sínu kyni illu heilli eld frá himni. En óhæfu ótal fylgdu sárar sútir og sóttnæmar, og Bani, sá er fyr biðlund hafði, lét greip sópa gumnabygðir. Dædalus djarfur dirfðist að þreyta flug til himins fyrirboðið, og Herkúll hinn hamrammi Heljar hlið með hendi braut. Ekkert ofbratt aldir hyggja, himni sjálfum heimskan storkar. Má-at Þrúðvaldr þrumur lægja sökutn sífeldra synda vorra. Gyðja kynsæl á Kyprusey! Bræður Helenu há himnanna Ijósin blá! Vindanna drottinn! Storma stríð heptið, en byrjar blæ beinið um djúpan sæ! Gnoð, er skáldvinar geymir míns fegurðar ljúfast líf, ljósi því vertu hlíf; Heilan að Grikkja helgri strönd heill beri hástokks þíns helminginn anda míns! Þrefaldur eir og þolgóð eik kringdi þess hjartað heitt hugprúður sem fékk leitt fyrstur brothættan 'fjalar kjöl ólmar á öldurnar, óttaðist hann ei par Hrannar og Ægis heljardans, helstjprnur heldur ei harðan né sunnanþey jafnstyrkan drottni hafsins hám hvurt sem hann æsir æ ellegar kyrrir sæ. Hve mátti dauðinn hræða þann sem að ósmeikur leit sjódrauga kvikan reit, og sem ógrátnum augum með boðana brotna sá bergrisa höllum á? Ónýtt var það að æðstur guð 'styrkri með himna hönd hafinu girti lönd, ef nú samt mega fara fley ótt yfir aldinn mar ei sem þeim leyfður var. Allt vogar mannsins áköf sál, bölið sem bannað er bráðgirnist þjóðin hver. Iapetuss djarfur jötun-son eldinn með illum hrekk úrþjóðum gefið fékk; eldinum fylgdi’ úr uppheims sal ömurlegt eymda-stríð; armæða’ og kvala hríð grúfði sig yfir gumna fjöld; dauðinn, sem fyr var fjær færðist þá jörðu nær örlaga brynju búinn í; dagshimins dreif um lá Dædalus vængjum á, mönnum þótt væri meinað flug. Hræðilegt heljar flóð Hekúles ramur óð. Ekkert er bratt fyrir aldar sjót, háum að himna stól hvert leitar moldar fól! Aldregi leyfir illskan vor hamrinum hvíldar stund hegnandi Þórs í mund. HIN FYRSTA NÝLENDA ÞÝZKU ÞJÓÐARINNAR Eftir Demaree Bess Það stjórnmálakerfi, sem þekkist undir nafninu þýzk þjóð- ernisjafnaðarstefna hefir um langa hríð vakið meira athygli en nokkurt annað stjórnskipu- lag. Síðan í marsmánuði 1939 hefir þessi stefna tekið á sig nýtt gerfi, sem vekur fylstu ástæðu til að gefa henni enn frekari gaum en jafnvel áður. Hún hefir seilst út yfir landamæri Þýzkalands og þýzkrar þjóðar, og tekið sér fyrir hendur yfirráð og innlimun útlends kynstofns í hinum slavnesku fylkjum Tékkó- slóvakíu. Eg fór til Prag síðastliðið sumar til að kynna mér og upp- götva ef auðið væri, hver áhrif hin þýzka nazista stjórn hefði eða myndi hafa fyrir hina út- lendu þjóð. Mig fýsti að vita hver munur væri á, ef einhvers munar gætti á milli venjulegrar stórveldis- stefnu og stóveldisstefnu Naz- istanna. Mig grunaði að í Prag, jafnvel frekar en í Þýzkalandi sjálfu, myndu ókostir og jafnframt kostir hinnar þýzku þjóðernis- jafnaðarstefnu koma í ljós. Eg vildi kynnast hv^r áhrif stjórn Nazistanna hefði á hvern iðn- rekanda og einstakling með hinni yfirunnu þjóð, svo sem: bankastjóra, verksmiðjueigend- ur,kaupmenn, stærri og smærri bændur og á verkalýðinn og at- vinnulíf hans. Að ytra útliti virtist Prag vera mjög svipuð og hún va ’yrir innlimunina. f þesisari gömlu borg, ein’ neð fegustu borgum í Evrópi túa nálega Tékkar einvörðung '•g fyrir því hafði hún losna 'ð mestu við óstjórn þá ser 'tti sér stað í sumum öðrum ba •'eimskum borgum, þar sem mil :ll minni hluta íbúanna. hini æstu Þjóðverjar, höfðu gert hin ar mestu óspektir. f búðargluggum í Prag ga' enn að líta birgðir af niðursoðn um vörum frá Bandaríkjunum súkkulaði frá Svisslandi, ilm vötnum frá Frakklandi, isöltuð- um styrjuhrognum frá Rúss- landi, — innfluttum vörum, sem ávalt finnast í landi, þar sem ríkinu er stjórnað til hagsmuna fyrir þjóðina, en þjóðin og ein- staklingarnir eru eigi til fyrir ríkið. En allar þessar birgðir voru auðsýnilega að fara þverrandi, og engin merki til þess að nýjar birgðir bættust í staðinn. Bráð- lega myndu búðargluggarnir verða eins tómlegir og í búðum í Berlín og Moskva, isem eg jkannast svo vel við. Á bændamarkaðinum í Prag var einnig gnægð af ávöxtum og garðmeti af þeim tegundum sem lítið þekkist af í Berlín. Bæheimur er frjósamt fylki, og framleiðslubirgðirnar af ökr- um hans bregðast aldrei. Árla sumars hópaðist unga fólkið, karlar og konur, saman í sólskininu á sund og baðstöð- unum meðfram Vltava ánni, sem rennur í gegnum miðja borg- ina. Þetta fólk og annað sem eg isá á götunum voru að mestu leyti tékkar. Þýzkir hermenn og lögreglu- þjónar sáust við og við, en virt- ust eigi að öðru leyti gefa til kynna neinar grunsamlegar at- hafnir. Stórveldisstefnan, eins og hún birtist 1939 Prag virtist að ytra útliti að vera önnum kafin, friðsæl og auðug borg í Vestur-Evrópu. — Samt sem áður uppgötvaði eg undir hinu glæsilega yfirborði. að alt þjóðlíf Tékkanna hafði breyst. Breytingar hafa einnig átt sér stað í huga alls þessa fólks sem eg sá. Fáir eða engir eru sömu menn og þeir voru fyrir ári síð- an. Þeir hafa glatað föðurlandi sínu í hendur innrásarseggja. Hin þýzka einveldisstefna hefir eigi einvörðungu lagt þá undir okð, heldur einnig það stjórn- skipulagskerfi, sem nefnist þýzk þjóðernis jafnaðarstefna, en sumir nefna fasisma eða “brún- ann bolsévisma”. Yfirgangur og eignaráð yfir Bæheimi og Moravíu síðan í marzmánuði síðastliðnum, er sögulegur stórviðburður hinnar Evrópisku stórveldisstefnu í því formi, sem hún birtist á því herrans ári 1939. Hin gamla þýzka stórveldis- stefna, er vér þekkjum svo vel, hefir átt isinn þátt í því að leggja undir sig lönd Tékkanna. Hún birtist með hinum þýzka her, hinu alþekta vopni slíkrar stefnu, og ennfremur með þýzk- um sérfræðingum af öllum teg- undum, hagfræðingum, banka- mönnum og öðrum stjórnarþjón- um. Hin gamla ofbeldisstefna kom tU Pæheims og Moravíu sam- hliða nazismanum, nýjum aðila í yfirganginum. Þó að margt bendi til að hér sé um náinn skyldleika að ræða koma ýmsar andstæður tii greina, er vekja ýmsar spurning- ar í huga vorum. Hver er það eiginlega sem stjórnar þessari sýningu í Prag? Undir hvaða vald eru auðlindir hinna rændu landa að leggjast? Hvað hugsa nazistamir sér að gera við ránfeng sinn? Eru þeir að gera samvinnu ’ ið tékkneska iðnhölda og auð- menn, eins og Marxista rökfræð- ingar hafa altaf haldið fram að '’asistarnir myndu gera? Eða sru þeir að gera hið gagnstæða og taka höndum saman við verkalýðinn gegn atvinnuveit- endum? Svör við öllum þessum spurn- ingum er hægt að fá í Prag uffl þessar mundir. Þjóðverjarnir trúa því, að þeir hafi sýnt með innlimun hinna téknkesku ríkja, hversu auðvelt það er að sigra sjálfstætt og þroskað ríki í Evrópu; miklu. auðveldara en í þeim löndum, sem skemmra eru komin í nú- tíma framförum. Og það virðist í raun og veru hafa við rök að styðjast að Tékk- arnir reyndust ennþá varnar- minni fyrir þá sök hversu iskipu- lag þeirra var fullkomið og fram- farir þeirra á háu stigi Ef verzlun þeirra og iðnaður hefði eigi verið eins fullkominn og þau voru, hefðu Þjóðverjar eigi getað samlagað þau á svo stuttum tíma og svo auðveldlega sínu eigin kerfi eins og þeir gerðu. Hin gamla stórveldisstefna þeirra gekk í broddi fylkingar og tók yfir hernaðar og stjórn- skipulags ráðin í hinum her- numdu löndum. En þegar til hagfræðinnar kom, kom hinn nýi nazismi til sögunnar og nálega stjakaði hinum gamla fausk á dyr. Þýzki herinn tók í hendur sín- ar hervaldið á mjög einfaldan hátt og með lítilli fyrirhöfn og allan hinn tékkneska herbún- að, afvopnaði tékkneska herinn, og sló eign sinni á hergagna- verksmiðjurnar til framleiðslu þýzka ríkinu. Þetta var alt gert á mjög skömmum tíma. Snemma á árinu 1939 höfðu Tékkarnir um miljón manna undir vopnum og einhvern hinn fullkomnasta herútbúnað í allri Evrópu. Snemma í júnímánuði var hinn tékkneski her algerlega úr sögunni, og þýzk hervaldsstjórn einvöld. f hinum tékkneska her voru um 11 þús. foringjar. Þýzku sigurvegaramir settu hina óbreyttu hermenn að vinnu af einhverju tagi, jafnvel þó að þeir yrðu að setja á hreyfingu ýms. opinber störf. Þúsundir af þeim réðu þeir til ýmissar vinnu í sjálfu þýzka ríkinu. Hinum 11 þúsund foringjum veittu þeir eftirlaun, og flestir þeirra ganga ennþá iðjulausir. Þjóðverjarnir halda að þeir geti haldið þessum fyrirliðum í skefjum með því að hóta þeim að svifta þá eftirlaununum, ef þeir vinni eitthvað til saka. — Hinn þýzki her lét greipar sópa um hinn mikla hervæðaforða, sem hinn tékkneski her hafði dregið saman um 20 ára skeið, og hafði komið fyrir í hinum vönduðustu neðanjarðar geym- slukjöllurum. f einni svipan fékk þýzki her- inn birgðir, þar á meðal fæðu- tegundir og gasolíu, sem til sam- ans var virt á eina biljón dollara. Þeir notuðu svo hundruðum skifti flutningsbifreiðar, sem runnu dag og nótt svo mánuðum skifti til að flytja þessar birgðir til Þýzkalands. Afvopnun og uppleysing hins tékkneska hers iskifti svo stutt- um togum og sýndi með því hina vel skipulögðu herstjórn Þjóð- verjanna. Með álíka leikni voru stjóm- málin tekin yfir. Hinni tékknesku stjórn var leyft að halda áfram með svip- uðu skipulagi og verið hafði, með mjög fáum persónulegum breytingum Aðalbreytingarnar

x

Heimskringla

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1181-3679
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
3834
Gefið út:
1886-1958
Myndað til:
29.07.1959
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jón Ólafsson (1892-1894)
Eggert Jóhannsson (1894-1897)
Einar Ólafsson (1897-1898)
Baldvin Lárus Baldvinsson (1900-1913)
Gunnlaugur Tryggvi Jónsson (1913-1913)
Rögnvaldur Pétursson (1914-1914)
Magnús J. Skaftason (1914-1917)
O.T. Johnson (1917-1919)
Gunnlaugur Tryggvi Jónsson (1919-1921)
Björn Pétursson (1921-1923)
Stefán Einarsson (1921-1924)
Sigfús Halldórsson (1924-1930)
Stefán Einarsson (1931-1959)
Ábyrgðarmaður:
Frímann B. Arngrímsson (F.B. Anderson) (1886-1886)
Útgefandi:
Prentfélag Heimskringlu (1887-1897)
Walter, Swanson & Co. (1897-1898)
B.F. Walters (1898-1898)
Baldvin Lárus Baldvinsson (1898-1900)
The Heimskringla News & Publishing Co. (1900-1913)
The Viking Press, Ltd. (1914-1959)
Efnisorð:
Lýsing:
Almennt vestur-íslenskt fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (17.01.1940)
https://timarit.is/issue/153815

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (17.01.1940)

Aðgerðir: