Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1940næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Heimskringla - 17.01.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.01.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA MEiMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JANÚAK 1940 SVO ERU LÖG, SEM HAFA TOG “Guð minn góður!” Það var ekkert guð- last í þessari upphrópun stúlkunnar; það var bara ósegjanleg skelfing, sem gagntók hana. Sara horfði á þessi tilfinningarmerki ungu istúlkunnar með sívaxandi undrun. Það var ekki í hennar eigin eðli að láta óhemjulega, og fanst henni svona óstilling næsta grunsamleg. Hún mundi líka eftir því, að þetta var ekki í fyrsta skiftið, sem Helen Morris hafði sýnt hluttekningu í kjörum Maríu Turner. Sara furðaði sig á hversvegna að hún gerði það. “Heyrið mér,” sagði hún með því umsvifa- leysi, sem henni var lagið. “Því eruð þér svona áhugasamar um þetta. Þetta er í þriðja sinn- ið, sem þér spyrjið mig um Maríu Turner. Mér þætti gaman að vita hvað yður skiftir það?” Búðarstúlkan hrökk mjög við og dökkur roði breiddist yfir hinn venjulega andlitsfölva hennar. Henni leið auðsæilega illa yfir þessari spurningu. “Hvað mig skiftir þetta?” sagði búðar- stúlkan, til þess að fá tíma til að átta sig. “ó, ekki neitt. Hreint ekkert!” Það létti yfir ör- væntingarsvip hennar, þegar hún fann upp skýringuna á því, hvernig á þessum áhuga stæði. “Hreint ekkert, nema hún er vinstúlka mín, mikill vinur minn. Ó, já.” í sömu svipan hvarf feginleikurinn og hinn hræðilegi raun- veruleiki lagðist eins og farg yfir meðvitund hennar, og þyrmdi yfir hana, en eymdarsvipur- inn sást í augum hennar, og á því hvernig fölu varirnar urðu sleppar. Röddin var dauð og tilbreytingarlaus er hún hélt áfram að tala, eða hvísla til þess að aðrir heyrðu það ekki. “Það er hræðilegt! hræðilegt. Þrjú ár. Ó, eg skildi þetta ekki. Það er hræðilegt! hræðilegt!” Að svo mæltu flýtti hún sér í burtu, lotin og talandi sundurlaus og óskiljan- leg orð Hún bar svip manneskju, sem kvelst af undrun og sorg. Sara starði á eftir stúlkunni og skildi ekk- ert í þessu. í fyrstu gat hún ekki getið sér til neina ástæðu fyrir öllum þessum æsingi, en bráðlega fann hin hagsýna og óskáldlega skyn- semi hennar, einfalda útskýringu á þessari óskiljanlegu eymd stúlkunnar. “Eg þyrði að veðja, að þessi stúlka hefir haft freistingu til að stela, en gerði það ekki vegna þess, að hún var hrædd.” Með þessa niðurstöðu, sem hún var ánægð með, flýtti skrifarinn sér leiðar sinnar. Henni datt það aldrei í hug, að stúlkan hefði haft freistingu til að stela og ekki staðist freistinguna. Vegna þessa stutta samtals við búðar- stúlkuna fór Sara að hugsa um Maríu Turner er hún kom aftur inn í skrifstofuna, það vildi svo til að Gilder hafði farið út rétt sem snöggv- ast, svo að hún var þar ein. Er skrifarinn leit á opnar dyrnar, þekti hún ekki fyrst í stað konuna, sem stóð þar. Hún mundi eftir Maríu Turner, að hún var há og grönn stúlka, sem bar vott um mikinn lífsþrótt í hverri hreyf- ingu, og hafði reglulegt andlitslag og litar- hátt, sem minti á blöndu af mjólk og rósum, með skínandi lífsgleði, þrátt fyrir ömurlegt umhverfi í stað þess sá hún nú veikbygðan líkama, sem stóð riðandi í dyragættinni, lotinn á þann aumlega hátt, sem ber vott um hrum- leika, en andlitið var náfölt, ©g ennfremur bar hún vott um takmarkalaust bjargarleysi, sem hefði þolað mikið, og yrði að þola ósegjanlega mikið meira. Eins og til að auka á hörmungar þessarar hrygðarmyndar, stóð maður við hlið hennar og hélt annari hendinni um álnlið hennar. Maður sem hafði harða hattinn nokkuð aftan í hnakk- anum, en höfuðið var kúlumyndað, og fætur hans voru mjög áberandi vegna þykku sólanna og breiðu tánna á skónum hans. Það var maðurinn, sem tók nú til máls. Hann hét Cassidy og var frá lögreglustöðinni. Hann talaði með rámri rödd, sem fór vel við hið karmannlega vaxtarlag hans. “Saksóknarinn sagði mér að koma með þessa stúlku hingað um leið og eg færi með hana niður á járnbrautarstöðina.” Sara stóð á fætur eins og í leiðslu. Henni skildist af hinni rámu rödd lögregluþjónsins, að þessi hrygðarmynd, í dyrunum væri María Turner, sem hún mundi eftir að var alt öðru- vísi. Svo hræðilega alt öðruvísi. Hún reyndi árangurslaust að tala með sínu venjulega fjöri er hún tók til máls: “Mr. Gilder kemur strax aftur. Komið inn og bíðið.” Hana langaði til að segja eitthvað meira, eins og í kveðjuskyni, eða til að sýna hluttekningu sína. En henni var ómögulegt að koma upp einu orði, og gat aðeins staðið eins og steingerfingur meðan maðurinn kom inn í herbergið með fanga sinn í eftirdragi. Þau gengu hægt áfram. Lögregluþjónn- inn, sem ósjálfrátt gengdi skyldu sinnar, gekk með stirðlegum fótaburði, til þess að verða samferða stúlkunni, sem reikaði á fótunum, og lét hann draga sig áfram; var henni það vel ljóst að allur mótþrói var árangurslaus gegn því heljarvaldi, er nú hafði náð tökum á henni. Þegar þau komu þannig eins og haltrandi inn á mitt gólfið, þá tókst Söru loksins að láta í ljósi samúðartilfinningu sína með orðum: “Mig tekur þetta sárt María,” sagði hún hikandi. “Mér þykir þetta hræðiíega leiðin- legt, hræðilega leiðinlegt.” Stúlkan, sem stansaði um leið og lögreglu- þ jónninn stansaði eins og auðvitað var, leit ekki upp. Hún stóð kyr og reikaði á fótunum eins og hún væri máttvana. Rödd hennar var eins og sneidd öllu lífi. “Þykir þér það,” sagði hún. “Eg vissi ekkert um það. Enginn hefir .komið til mín allan þa.nn tíma, sem eg hefi verið í “Gröfun- um’. ’ Það var hyldjúp viðkvæmni í rómnum, er hún bar fram þessi orð, sem voru svo hræði- lega þýðingarmikil. “Enginn hefir komið.” Skrifstofu stúlkan fann sneypuna streyma Um sig. Hún fann til réttlætisins í þessari á- sökun, sem gerð var eins og óafvitandi, því að alt að þessum degi, hafði hún aldrei hugsað um raunir stúlkunnar, sem sat í fangelsinu. Til þess að sefa sjálfsásökun sína, þá reyndi hún að sýna almenna samúð sína og mælti: “Nú, Helen Morris talaði um þig í dag. Hún hefir spurt um þig aftur og aftur. Hún var yfirkomin af sorg vegna þessarar ógæfu þinnar.” En þessar tilraunir skrifarans voru alger- lega árangurslausar. “Hver er Helen Morris?” spurði dauðalega röddin. Spurningin var ekki borin fram af neinum áhuga. Sara varð alveg forviða, því að hún mundi ennþá eftir þessum óstjórnlega áhuga, sem búð- arstúlkan hafði sýnt, er hún sagðist vera ná- kominn vinur sakfeldu stúlkunnar. En þessi gáta átti að verða óráðin, því að nú kom Gilder inn í skrifstofuna. Hann gekk með hinum hvatlega röskleika, sem einkendi allar hreyf- ingar hans. Han stansaði sem snöggvast er hann kom auga á gestina, sem stóðu á miðju gólfinu, svo talaði hann til stkrifstofustúlkunn- ar og bar ört á um leið og hann gekk yfir að skrifborðinu sínu. “Þér megið fara, Sara. Eg hringi á yður þegar eg þarf yðar með.” Nú varð þögn meðan skrifarinn fór út úr herberginu, en stúlkan og fangavörðurinn stóðu og biðu eftir honum. “Stúlka mín,” sagði Gilder blíðlega — hin harða rödd hans var mýkri, vegna þess að hann vorkendi henni í raun og veru. Eg sé mjög eftir því að þetta skyldi koma fyrir. “Þér ættuð að gera það!” svaraði hún strax. En samt lýsti rödd hennar engri til- finningu. Hreimurinn virtist lýsa því, að þessi orð væru sögð í þeim tilgangi að staðfesta ein- hver leyndardómsfull sannleiksatriði, sem væru alls ekkert tilfinninga atriði. En áhrif þeirra á húsbóndann voru óheppileg. Þau vöktu andúð hans gegn stúlkunni. Samúðarkend hans, sem hafði fundið til með henni, varð nú að engu. Það sem verra var, hún snerist í andúð gegn stúlkunni og móðgaði hann með því, að banda hendinni á móti vinsamlegri góðsemi hans. “Heyrðu, heyrðu!” hrópaði hann önuglega. “Þetta er engin vegur að tala við mig.” “Og hversvegna. Hvernig ætti eg að tala við ykkur?” svaraði hirðuleysislega röddin, sem nú fól í sér skuggalegan hreim. “Eg bjóst við að þú sæir sóma þinn í að vera svolítið auðmjúk eins og ástatt er fyrir þér,” svaraði auðmaðurinn önugur. Það var eins og líf færðist í máttlausan líkama stúlkunnar. Andlit hennar varð á sömu svipan þakið roða. Hún opnaði augun á einkennilega sviplegan hátt, og leit beint í augu mannsins, sem hafði verið húsbóndi henn- ar. “Munduð þér hafa verið auðmjúkur,” spurði hún, með rödd sem var nú orðin bæði mjúk og hljómfögur, en þó ógnandi um leið, og heiftúðug, “munduð þér vera auðmjúkur ef þér ættuð að sitja þrjú ár í fangelsi fyrir eitt- hvað, sem þér hefðuð ekki gert?” Þetta neyðaróp af vörum stúlkunnar var blandað angist, sem lýsti hinni hyldjúpu ör- væntingu hennar. Orðin hrifu Gilder framar öllu því, isem hann hafði haldið að væri mögu- legt í þessum atriðum. Hann fann að hann var í vanda staddur, og vissi ekkert hvað gera skyldi. Hann iðaði í stólnum eins og á báðum áttum, langaði til að segja eitthvað, en gat það ekki. Hann var ennþá að leita eftir einhverri spurningu, einhverri útásetningu, einhverri á- sökun, þegar hann sér til mestu huggunar heyrði hina hrjúfu rödd lögregluþjónsins. “Hirðið ekkert um hvað hún segir, herra,” sagði Cassidy og reyndi að sýnast mjög merki- legur. “Þeir segja þetta allir. Þeir eru sak- lausir. ó, auðvitað. — Já, þeir segja það allir. Það gerir þeim ekkert gagn, en þrátt fyrir það sverja þeir og sárt við leggja að þeir séu sak- lausir. Þeir þræta eins lengi og auðið er, alveg þótt sökin sé réttilega sönnuð á þá.” Rödd stúlkunnar var skær .Hún var bland- in ákafa og bar vott um einkennilega tign. Jafnvel einfeldnis staðhæfingar hennar gátu hafa haft mátt til að sannfæra hvern mann, sem ekki hefði verið haldinn fordómum þótt orðin sjálf væru svo venjuleg, að hver glæpamaður sem var, hefði getað sagt þau. “Eg segi yður að eg gerði það ekki!” Gilder sjálfur fann tilíinninguna streyma í gegn um sig eins og bylgju, en hann vildi ekki láta það á sig fá. Vegna skorts á ímynd- unarafli, gat hann ekki hugsað sér hversu þýð- ingarmikil stund þetta var fyrir stúlkuna, sem frammi fyrir honum stóð. Miklu fremur skoð- aði hann það skyldu sína, að ljúka við þetta óhappamál á þann hátt, að skygnast inn í hvert smáatriði þess, á hinn sama hátt og hann hafði altaf gert' í öll þau ár, sem hann hafði stöðugt klifrað frá dalnum upp á tindinn. “Hvað þýða öll þessi látalæti?” spurði hann hörkulega. “Þú fékst réttláta yfir- heyrslu og það lýkur þessu máli.” Stúlkan, sem stóð þarna isvo veikbygð og virtist leitast stuðnings við manninn, sem alt af hélt fast utan um úlnlið hennar, tók aftur til máls og talaði einkennilega skýrt næstum fjör- lega, eins og hún útskýrði með hægu móti það, sem annars væri hulið. “ó, nei, það fékk eg ekki,” sagði hún um- svifalauist, og var einkennilega viss í sinni sök. “Hvað þá, ef réttarhaldið hefði verið sann- gjarnt, þá væri eg ekki hér.” i' Hin harða rödd Cassidys tók aftur fram í fyrir stúluknni og bar rödd hans vott um hæðn- ina sem einkennir stétt hans. “Það er annað atriðið, sem þeir allir segja.” En stúlkan hólt áfram að tala jafn ákaft og lét hið grófa háð mannsins sig engu skifta. Augu hennar, isem voru orðin svo djúp að þau báru næstum purpurna blæ, voru hvest á Gild- er, sem einhverra hluta vegna, hann skildi ekki hversvegna, var mjög órótt undir þessu augna- ráði. “Kallið þér það réttláta yfirheyrslu, þegar lögmaðurinn minn var bara drengur. Maður sem rétturinn sagði mér að taka, drengur, sem var að verja mál í fyrsta sinn, mitt mál. Hann var að æfa sig — á minn kostnað! Stúlkan , þagnaði eins og hún væri lémagna af ofsa til- finninganna, að isíðustu litu hin tindrandi augu hennar niður og hin þungu augalok lokuðust aftur. Hún reikaði til svo að lögregluþjónninn herti á takinu um úlnlið hennar. Nú varð stutt þögn. Þá reyndi Gilder að hrista af sér þessa lamandi tilfinningu, sem yfir honum grúfði, og honum tókst það að nokkru leyti. “Kviðdómurinn dæmdi þig seka,” fullyrti hann pg reyndi að gera rödd sína hörkulega eins og í yfirvaldi. Á svipstundu hóf María andmælin á ný. Ennþá einu sinni skutu augu hennar eldingum á manninn, sem sat við borðið og hún gekk áfram eitt skref með valdsmannslegum svip og dró lögregluþjóninn með sér. “Já, kviðdómurinn dæmdi mig seka,” sagði hún með sárbeittum háðshreim í fallegu rödd- inni sinni. “Vitið þér hversvegna? Eg get sagt yður það, Mr. Gilder. Það var vegna þess, { að þeir sátu á ráðstefnu í þrjá klukkutíma án j þess að verða á eitt sáttir. Vitnaleiðslan virtist ekki vera fullnægjandi sumum þeirra. Jæja, dómarinn hótaði að læsa þá inni alla nóttina. Mennina langaði til að komast heim, svo auð- veldasti vegurinn var að sakfella mig. Finst i yður þetta hlutdrægnislaust? Og ekki nóg I með það. Var það sanngjarnt af yður, Mr. j Gilder? Var það sanngjarnt af yður að koma ! niður í réttinn í morgun og segja dómaranum, að eg skyldi verða dæmd í fangelsi öðrum til viðvörunar?” Feita andlitið á manninum stokkroðnaði er hún ákærði hann þannig, og augu hans hörfuðu undan hinu ásakandi augnaráði hennar. “Þú veist um þetta!” Aftur hafði skap hennar áhrif á hann, svo að um fáein augnablik fanst honum, að hann væri einhvernveginn sekur gagnvart stúlkunni, sem var svo hreinskilin og óvítandi. “Eg heyrði til yðar í dómsalnum,” sagði hún. “Fangastúkan er ekki langt frá dómara- sætinu, þar sem þér töluðuð við dómarann um mál mitt. Já, eg heyrði til yðar. Það sem fyrir yður vakti var ekki þetta, hvert eg hafði gert þetta eða ekki. Nei, eg átti bara að verða öðr- um til viðvörunar.” Aftur varð þögn og þá hóf stúlkan mál sitt á ný og talaði nú í breyttum róm. Rödd hennar hafði áður titrað af meðfæddri ásökunartilfinn- ingu á þessari misþyrmingu réttlætisins, sem hún leið fyrir, en nú var rödd hennar alvarleg rödd sannleikans. “Mr. Gilder,” sagði hún blátt áfram, “guð er mér til vitnis um það, að eg fer í þriggja ára fangelsi fyrir afbrot, sem eg hefi ekki framið.” En alvara þessa neyðaróps hennar hitti dauf eyru. Hið grófgerða eðli lögregluþjóns- ins, hafði fyrir löngu síðan glatað öllum blíðum tilfinningum, hafi hann átt þær. Hvað búðar- eigandann snerti, þá var hann ekki nægilega tilfinninganæmur, til að rödd stúlkunnar væri honum skiljanleg. Ennfremur var hann maður, sem ætíð fór eftir viðteknum venjum, en lét aldrei leiða sig inn á brautir ímyndunaraflsins eða samúðarinnar. Rétt í þessari andrá bætt- ist það við, að hann var sárgramur við sjálfan sig yfir því, að hafa ósjálfrátt látið mótmæli stúlkunnar hafa áhrif á isig gegn betri vitund. Þessi gremja, sem í raun og veru var gegn hon- um sjálfum, kom fram gagnvart stúlkunni og herti hjarta hans til að útiloka þar alla miskun- semi. Þessvegna var þessi yfirlýsing hennar um sakleysi árangurslaus — í raun og veru varð hún til þess að forherða hann gagnvart henni, og gerði hann hörkulegri er hún bar fram hina átakanlegu spurningu, sem hún hafði undrast ög liðið fyrir. “Hversvegna báðuð þér dómarann að senda mig í fangelsi?” “Þjófnaður sá, sem hér hefir gerst í búð- inni í heilt ár verður að hætta,” svaraði Gilder með mikilli áherslu, því nú hafði hann náð öll- um sínum venjulegu kröftum. Er hann talaði leit hann beint í augu istúlkunnar. Tilhugsunin um þessi búðarrán var alveg nægileg til að sýna sökudólgnum enga vægð. “Hann hættir ekki þótt eg sé sett í fang- elsi,” sagði María Turner ömurlega. “Það getur vel verið,” svaraði Gilder hörkulega, “en það kemst upp um aðra og þeim verður hengt.” Nú varð hann alt í einu glað- vakandi. “Þú gerðir mér orð um, að þú ætlaðir að láta mig vita hvernig stöðva mætti þennan þjófnað. Jæja, stúlka mín, gerðu það og þótt eg geti engu ákveðnu lofað um það, að ná þér út úr þessum núverandi vandræðum þínum, þá skal eg gera það sem eg get til þess.” Hann greip upp blýant og skrifbók, horfði með eftir- væntingu á stúlkuna og mjög spyrjandi. “Segðu mér nú,” bætti hann við, “hverjir félagar þín- ir voru.” Að maðurinn sem hafði gert henni svona hræðilega rangt til, þó óafvitandi væri, tók þetta sem gefin hlut, að hún væri þjófur, varð til að fylla bikar þjáninga hennar á barma. Þolinmæði hennar þraut gersamlega. Hún hrópaði upp með örvæntingu í röddinni, svo að Gilder hrökk við og kom hinum tilfinninga- lausa lögregluþjóni til að ygla sig eins og til að mótmæla. “Eg hefi enga félaga,” hrópaði hún hams- laus af reiði. “Eg hefi aldrei stolið neinu á æfi minni. Verð eg að marg endurtaka það fyrir yður?” Rödd hennar lýisti átaklegum sársauka er hún bætti við: “Æ, getur enginn maður trúað mér?” Gilder var mjög móðgaður yfir þessu sýn- ishorni af taugaveiklaðri sorg, sem honum, er var rólyndur maður, fanst algerlega óþörf eins og á stóð. Hann mælti með fyrirlitningu: “Ef þú getur ekki stjórnað sjálfri þér verðurðu að fara héðan.” Hann ýtti frá sér skrifbókinni með öllum merkjum um gremju og fleygði ritblýinu á borðið. “Því gerðir þú mér orð, ef þú hefir frá engu að segja?” spurði hann með vaxandi reiði. En nú hafði istúlkan náð sér aftur. Hún istóð þar dálítið hnípin og titrandi, en rétt áður hafði hún verið teinrétt. Hún talaði þreytulega er hún tók til máls. “En eg þarf að segja yður nokkuð, Mr. Gilder,” sagði hún rólega. “Eg bara eins og tapaði af því á leiðinni hingað, með þennan mann við hliðina á mér.” “Þeir gera það flestir í fyrsta skiftið,” sagði lögregluþjónninn með einskonar and- styggislegri ánægju. “Jæja,” sagði Mr. Gilder hikandi um leið og stúlkan þagnaði. María tók strax til máls og var nú meiri styrkur í rödd hennar. Þegar maður er lokaður inni í klefa í þrjá mánuði og bíður yfirheyrslu eins og eg hefi gert, þá hugsar maður margt. Þessvegna fékk eg þá hugmynd, að gæti eg fengið að tala við yður, yrði mér kannske auðið að koma yður í skilning um, hvar vandræðin eru falin í raun og veru. Of ef eg gæti það, og þannig hjálpað hinum stúlkunum, þá yrði þetta sem fyrir mig hefir komið ekki eins hræðilegt, og einhvern- veginn ekki eins þýðingarlaust.” Rödd hennar varð alt í einu biðjandi er hún hallaði sér í átt- ina til mannsins í istólnum. “Mr. Gilder?” spurði hún, “langar yður í raun og veru að láta stúlkurnar hætta að stela úr búðinni yðar?” “Það geri eg vissulega,” svaraði hann á- kveðinn. Stúlkan talaði með mikilli alvöru og yfir- vegun. “Gefið þeim þá sanngjarnt tækifæri.” Auðmaðurinn starði á hana alveg stein hissa yfir þessari óheyrilegu heimsku, að ætla sér að fara að ráðleggja honum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (17.01.1940)
https://timarit.is/issue/153815

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (17.01.1940)

Aðgerðir: