Heimskringla - 17.01.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 17. JANÚAR 1940
Uu’imskrtniila |
(StofnuO 1S86)
Kemur út t hverjum miOvikudeot
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
SS3 oq SS5 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimia 86 537
VerS blaðslns er $3.00 é.rgangurlnn borglst
tyrlrfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD. g
311 vl6skKta brél blaSlnu aSlútandl sendlst: |
K'nager THE VIKINQ PRESS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
editor heimskringla
853 Sargent Ave., Winnipeg
••Helmskrlngla” ls publlshed
and printed by
THE VIKINQ PRESS LTD.
S53-SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Man
Teleptoone: 86 537
WINNIPEG, 17. JANÚAR 1940
FYRSTA STRÍÐSLÁN CANADA
Sambandsstjórnin hefir ákveðið að taka
lán nokkurt til framkvæmda málum þeim
er hún hefir með höndum í þágu stríðsin3.
Það er fyrsta stríðslánið er hún tekur. Var
eigi við því að búast, að hjá því yrði kom-
ist. Skattarnir er hún lagði á í byrjun
stríðsins, gátu ekki fullnægt þörfinni síðar
þó að sumu leyti mættu frekir heita.
Lántakan hófst s. 1. mánudag. Fjár-
hæðin sem fram á er farið, er tvö hundruð
miljón dalir (200,000,000). Ætlast er til
að það verði alt tekið innan lands, í Can-
ada. Mun þar um mestu valda sá mikli
gengismunur, sem er á peningum hér og í
New York. En lán þetta er auk þess ekki
svo hátt, að nokkur erfiðleiki verði því
samfara, að hafa það hér saman. Þeir
sem á annað borð hafa sparifé, munu, bæði
þegar á hina brýnu þörf lánsins er litið og
hitt að fé þeirra verður ekki á annan hátt
betur ávaxtað, ekki liggja á liði sínu.
Verðbréfin eru minst fimtíu dalir
($50.00) hvert; eru þau ekki hærri en þetta
til þess að hver og einn, sem nokkurt
sparifé á, geti verið þátttakandi í kaupum
þeirra. Það er og jáfnvel veittur nokkur
tími á greiðslunni fyrir það.
Nefndin sem skipuð hefir verið til að sjá
um framkvæmdir lántökunnar um alt land,
er þessi: Hon. J. L. Ralston, fjármálaráð-
herra King-stjórnarinnar, formaður. Hann
aðstoða fimm menn, er allir hafa áður
verið fjármálaráðherrar: Sir Thomas
White, Sir Henry Drayton, the Rt. Hon.
R. B. Bennett, the Hon. E. N. Rhodes og
the Hon. C. A. Dunning; fjórir hinna
fyrstnefndu eru íhaldsflokksmenn.
Til aðstoðar þessari yfirnefnd, eru skip-
aðir fjármálaráðherrar allra fylkisstjórna
landsins.
Sambandsstjórnin tók lán er nam einni
biljón dala ($1,000,000,000), í síðasta stór-
stríði, öll árin, er stríðið stóð yfir. Var
sem næst helmingur þess láns alls tekin í
Canada. Lántakan sem nú er hafin, er
ekki mikil hjá því.
Lánin sem menn skrifa sig fyrir, verða
talin tekin frá 1. febrúar á þessu ári og
greiðast því vextir af þeim frá þeim tíma.
YILL HÆTTA VIÐ FINSKA
ÆFINTÝRIÐ?
Blaðamaðurinn nafnkunni, A. C. Cum-
mings, á Englandi, skrifaði eftirfarandi
grein 13 janúar eg birti í blaðinu Winnipeg
Tribune:
“Stalin fýsir að hætta stríðinu við
Finna. Honum er ljóst að sá hernaður er
að verða kostnaðarsamur Rússum. En
hann verður að minsta kosti að vinna einn
sigur, svo hann haldi persónulega áliti
sínu, seip valdhafi, og lappa upp á her-
frægð Rússlands, sem talsvert hefir dvín-
að. Stríðið verður því að halda áfram,
sem stendur, en hitt er líklegt, að tæki-
færin vaxi til að reyna að semja frið.
Það er meira að segja allmikið um það
talað í Berlín, Moskva og ýmsum höfuð-
borgum hlutlausra landa, að Hitler sé á-
hyggjufullur út af áframhaldi stríðsins í
Finnlandi og bíði eftir tækifæri, að bjóða
milligöngu sína sem friðar- og sáttasemj-
ara þessara stríðsaðila.
Það er nú skoðun manna í London, að
Rússar hafi aldrei búist við hinni harð-
snúnu vörn Finna. Stalin hélt, að fáeinar
flugárásir mundu nægja til þess að ná í
héruð þau, er hann girntist svo mjög í
Finnlandi, cg sem það bjó undir, að vernda
sig fyrir Þjóðverjum í Eystrasaltslöndun-
um, ef þeir skyldu verða sigursælli í stríð-
inu en Bretar. Nú hefir hann komist að
raun um alt annað og að hinum annálaða
rússneska her, hefir verið tvístrað af her
Finna, þó einn f jórði að stærð sé við hann,
eða tæplega það.
Það er all-eftirtektavert, að blöðum og
útvarpi á Rússlandi hefir aldrei verið
leyft að birta fréttir af stríðinu í Finn-
landi. Alt sem þau hafa frætt þjóð sína
um er, að nokkrir menn hafi farið þangað
til þess að aðstoða verkamenn, er í Finn-
landi væru að hefja uppreist gegn kapital-
istastjórninni þar.
Þrátt fyrir þetta fréttabann, eru nú
fyrst fréttir að berast þjóðinni um þetta
stríð; er hún alt annað en ánægð með það
og óttast afleiðingarnar.
Járnbrautaflutningar eru mjög ófull-
komnir til að nægja hernaðarþörf í Rúss-
landi. Að koma vörum til hersins hefir
reynst afar tafsamt vegna illrar skipu-
lagningar á flutningum. Þetta á ekki að-
eins við flutninga til hersins á landamær-
um Finnlands, heldur hvar sem herinn
þarf annar staðar að koma saman. Það
hefir og orðið þjóðlífinu heima fyrir til
mikils ógagns að svona er og hefir hamlað
starfi og framkvæmdum víða um land.
Stalin mun nú vera þetta alt orðið ljós-
ara en áður. Að hann æski friðar, er því
hvorki ástæðulaust né ósennilegt.’’
ÁFENGISNAUTNIN YERST
Fyrir nokkru lagði tímaritið Samtíðin
þá spurningu fyrir fjölda manna, af hverju
íslenzkri menningu stafaði mest hætta nú
á dögum. Svörin urðu margvísleg, sem
við var að búast, svo sem lygar, óheilbrigt
uppeldi, aðflutt blekkinga-áhrif, flokks-
fargan með fyrirlitningu á reynslu og
réttri hugsun, skortur á sannleik, réttlæti
og kærleika, vanbrúkun íslenzks máls og
hirðuleysi um sanna íslenzka menningu.
Eitt svarið var áfengisnautnin. Sá er það
sendi, var Friðrik Ásmundsson Brekkan,
rithöfundur. Með því að fá svörin voru
ákveðin og ítarlegri, skal það í heild sinni
birt hér:
Sökum fámennis stafar íslenzku þjóð-
inni tiltölulega meiri hætta af áfengis-
nautninni en flestum öðrum þjóðum.
Hún er hættuleg heimilismenningunni
og uppeldinu, hættuleg uppvaxandi og ó-
kominni kynslóð, hættuleg fyrir siam-
kvæmislífið og skemtanalífið, sem á að
vera til endurnýjunar og aukins menning-
arþroska, hættuleg fyrir öll heilbrigð fé-
lagsleg störf og félagslega þróun. Hún
skapar óreiðu í fjármálum og einkalífi
manna og er undirrót glæpa og óknytta.
Hún er hættuleg í sambandi við alla tækni
og þó sérstaklega farartæki nútímans. Hún
er hættuleg fyrir fjárhag einstakling-
anna og efnahagslega menningu; yfirleitt
hættuleg allri heilbrigði, andlega og efnis-
lega.
Þetta eru í fáum orðum sömu kenningar,
sem eg oft hefi haldið fram áður opinber-
lega, og mér er það fullkomin alvara, að
ekkert annað einstakt fyrirbrigði í þjóð-
lífi okkar nú sé jafn ískyggilegt og áhrifa-
ríkt í þá átt, að menningu okkar geti staf-
að hætta af því. Auðvitað má benda á
fleira en áfengið eitt, en einhvers staðar
myndi það þó koma í samband við áfengis-
niautnina, eða sem afleiðing hennar.
KONUR ÆTTU EKKI AÐ
LESA ÞETTA!
Robert L. Ripley heitir maður; Hann
ritar greinar með fyrrisögninni “Believe
It or Not” í blöð og er að líkindum heims-
kunnur maður fyrir það. Hann er flestum
víðförulli, hefir heimsótt lönd og lýði um
allan heim til að viða að sér efni í greinar
sínar, þar á meðal fsland. Enda eru þær
hinar eftirtektaverðustu. Úr ferð sinni
til íslands, höfum vér aðeins séð hann geta
þess, er hér fer á eftir í sínu “Believe It
or Not” skrifi:
“Norðurlandastúlkur! Þær eru sem blóm
vallarins hjá öðru grasi, gæddar meiri og
náttúrlegri fegurð en — ja — eg veit ekki
hvort eg á að vera að segja það. Mig hefir
heldur enginn um þetta spurt. En hefði
einhver gert það, hefði eg svarað þessu —
og því með, að tyrkneskar stúlkur væru
einnig einkar fagrar. En eitt er víst í
mínum huga, og það er, að íslenzkar
stúlkur séu fegurstar allra. Úr fegurð
frakkneskra og spánskra kvenna, ætla eg
alt of mikið gert; hún er uppgerðarleg og
óeðlileg. Konur eru yfirleitt laglegar í
Eurasia (þar sem Evrópa og Asía koma
saman) og grískar stúlkur, einkum á Ióna-
eyjum, eru bráðsnotrar-------.”
ÞJÓÐABROTIN MÖRGU í
CANADA OG HITLER
Eftir Watson Kirkconnell
III. Kafli—Skandinavar í Canada
Canadamenn af skandnaviskum uppruna
eru óskiftir fylgismenn lýðræðisins. Þeir
eru og einróma andstæðir framferði Hitl-
ers.
Samkvæmt manntali 1931, eru hér 228,-
048 menn af skandinaviskum uppruna.
Þeir eru af þessum þjóðum: 34,118 Danir,
19,382 íslendingar, 93,243 Norðmenn,
81,306 Sviar. Fullur helmingur þeirra er
fæddur vestan hafs. Af íslendingum eru
tveir þriðju fæddir í Canada.
Eins og skandinavisku þjóðirnar hafa
sýnt það í Evrópu að þær hafi ef til vill
náð hærri menningu yfirleitt, en nokkrar
aðrar þjóðir, svo eru landar þeirra hér,
hinir þroskuðustu og dómgreindustu lýð-
ræðissinnar, sem hér er að finna. Hversu
þroskaðan karakter þeir hafa og eru lög-
hlýðnir, sézt bezt á fangaskýrslum lands-
ins, er bera með sér, að við lögin verða
langsamlega fæstir brotlegir af þessum
þjóðum í öllu landinu.
Hinn fólksflesti af þessum þjóðflokkum,
Norðmennirnir, gefa hér út tvö blöð:
“Vancouver Posten”, í Vancouver og
“Noröna” í Winnipeg. í hinu fyrnefnda,
eru engar ritstjórnargreinar, en hið síð-
ara, er Magnús Talgoy stjómar, er strang-
pólitískt. Gott sýnishom af því, er þessi
dómur um stefnu Hitlers (sérstaklega í
Austur-Evrópu):
“Þýzkaland hið nýja, lætur ekki slá
skjaldborg um sig, eins og það gerði á dög-
um keisarans”, segir Hitler í ræðu er
hann flutti fyrir istríðið. Það getur verið
eitthvað af viti í þessu. En það virðist
ekki vera hinum góða Adolfi nein bending
um það, að forðast að feta í fótspor keis-
arans og láta aðrar þjóðir umkringja
Þýzkaland, sem ekki getur annað leitt af
en hrun, eitt hið mesta hrun í nútímasög-
unni. Og þessi glámskygni maður hikar
ekki við að tala um sig, sem eftirmann
Bismarcks!
Adolf Hitler hefir tækifæri sem enginn
maður á undan honum hefir haft og sem
ólíklegt er að nokkur eftir hann hafi. Hann
hefir það á valdi sínu, að iðrast sinna fyrri
synda og jafna sakir við aðrar þjóðir með
því að keppa við þær í friði um markað
heimsins. En með 70 miljónir ofbeldis-
seggja sér að baki, sér Hítler það ekki, að
án þess að skifta í friði við Breta, Banda-
ríkin, Canada og fleiri ríki, er efnaleg
framtíð Þýzkalands óhugsanleg. f nútíð
sem í framtíð, veltur gæfa Þýzkalands á
þessu, en ekki draumum Hitlers um að
sólin hætti að skína á öll önnur lönd eða
aðrar þjóðir, en þýzku þjóðina, hvort sem
sæluríkið er í huga hans Ukraine eða önn-
ur lönd. Og skifti Hitler ekki brátt um
stefnu, legst ríki hans eins skjótt í rústir
og það reis upp úr þeim eftir stríðið. Hvort
sem frægð hans nú verður löng eða skömm,
umflýr hann' ekki dómsdag sinn. Nýja
Þýzkaland er stórt og voldugt á pappírn-
um. En þýzka þjóðin er orðin ein af fá-
tækustu þjóðum; hún stendur nú uppi á
skyrtunni og er gersamlega firt allri von
og andlegu lífi.”—(6. apríl 1939).
Þrjú svensk-canadisk vikublöð, “Canada
Tidningen” í Winnipeg, útgefið af Mr.
Esse Ljungh, “Canada Posten” í Winni-
Peg, stjórnað af Mr. F. O. Gustafson, og
“Nya Svenska Pressen”, í Vancouver, gefin
út af Mr. M. M. Lindfords — er skoðana-
lega lítið annað að segja um, en norska
blaðið er á var minst. Og svipað er að
segja um eina danska blaðið, sem'hér er
gefið út, vikublaðið “Danske Herold”, í
Kentville, N. S.; útgefandi þess er Mr.
Odin Knutze. Á siðgæði og trú, í lútersk-
um tón aðallega, leggja öll þessi blöð
nokkra áherzlu, en eru mjög frábitin öfga-
stefnum í stjórnmálum, svo sem fasisma
eða kommúnisma. Canada Tidningen skýr-
ir þetta ef til vill bezt með eftirfarandi
orðum:
“Hugsjónastefna sú, er nú virðist efst
á baugi í Mið-Evrópu, er í því fólgin, að út-
rýma frelsi og öllu sem varandi verðmæti
hefir fyrir mannkynið. Hún er eins og
flóð, sem grefur jarðveginn undan stoðum
menningarinnar, kristindómi og kirkj-
um.”—(25. maí 1939).
Skoðunum íslendinga vestan hafs er að
kynnast í tveimur vikublöðum þeirra,
Lögbergi” (ritstj. Einar P. Jónsson) og
“Heimskringlu” (ritstj. Stefán Einars-
son). Þau eru bæði gefin út í Winnipeg.
Þeim ber aðallega á milli í trúmálum. Er
Lögberg strang-lúterskt í kirkjumálum,
en Heimskringla er mjög fylgðjandi ís-
lenzkri frjálstrúarkirkju eða Únitörum.
fslendingar eru mjög samgrónir
þjóðlífi þessa lands og láta sig
hin þýðingarmeiri mál sig
nokkru skifta, svo sem stöðulög
ogf stjórnarskrá Canada. Sam-
bandsþingmaður þeirra fyrir
Selkirk-kjördæmi, * Mr. Joseph
Thorson, flutti.frumvarp á þingi
s. 1. ár, er að því laut, að ákveða
afstöðu Canada frekar í utanrík- j
is málum hennar og stríði. Hér
er ekki farið fram á neinn að-
iskilnað, heldur er að ræða um
stefnu, sem Canadamönnum,
bæði af frakkneskum og brezk-
um ættum þykir nokkru skifta
og segja má, að því lúta,
hvort að ráðuneyti Canada geti
steypt landinu út í stríð, án þess
að leita atkvæða eða vilja þegn-
anna um það. En að íslendingar
séu andvígir stefnu Hitlers, mun
engin efi á. Bera margar grein-
ar það ótvírætt með sér er birst
hafa um þau mál og skal hér á
eina bent, eftir Mr. Walter J.
Líndal, er birtist í Heimskringlu
5. apríl 1939:
“Það er mikil þörf á að við
áttum oss, sem bezt á því, hvar
við stöndum í utanríkismálun-
um, eins og nú er komið. Eng-
inn veit hvert Hitler snýr sér
næst. . . . Canada-menn hafa
spurt sjálfa sig þessarar spurn-
ingar. Við henni er aðeins eitt
svar — að vér stöndum samefti-
aðir, sem einn maður!”
Mr. Thorson hefir á sama
hátt, í þessu stríði, gefið sam-
bandsstjórninni hiklaust at-
kvæði sitt um það á þingi, að
styðja Bretland.
Skoðanir hinna 150,000 Hol-
lendinga sem þetta land byggja,
munu ekki vera langt frá þessu,
en þeir hafa nú sameinast svo
gersamlega þjóðlífi þessa lands,
að þeir eiga ekkert blað, gefið út
á sínu máli í Canada.
STÓRU MÁLIN
Alþingi hefir nú isetið í fulla
40 daga, en þó mun enn alt í
mikilli óvissu um það, hvaða af-
greiðslu hin stærri mál eiga að
fá í þinginu.
Þannig verður ekkert sagt um
það ennþá, hvaða tökum Al-
þingi tekur fjármálunum. Eng-
in ályktun verður dregin um
stefnuna, sem þingið ætlar að
taka í þessum málum, út frá
tillögum þeim, sem fram komu
við 2. umræðu fjárlaganna. Þær
tillögur voru fáar og yfirleitt
veigalitlar. Hinsvegar flutti
meirihluti fjárveitinganefndar
frumvarp, sem hlotið hefir nafn-
ið “höggormurinn”, þar sem
gripið er inn á ýms mál og mála
flokka og reynt að draga úr út-
gjöldunum. Engin eining mun
ríkja um þetta mál í þinginu.
Síður en svo; þar virðist hver
höndin á móti annari, og isum
blöðin, sem styðja ríkisstjómina
ráðast heiftarlega á þetta frum-
varp.
Af þessu er Ijóst, að erfiðlega
ætlar að ganga nú, sem endra-
nær, að fá útgjöldin lækkuð. Þá
verða altaf ótal Ijón á vegi. Sú
hefir verið reynslan á undan-
förnum þingum og sú ætlar að
verða reynslan nú. En ef Al-
þingi ætlar nú að ljúka störfum,
án þess að draga verulega úr út-
gjöldum ríkis -og bæjarfélaga,
þá verður þjóðin fyrir miklum
vonbrigðum, og þá er hætt við
að umbótastarfið, sem menn
væntu af þjóðstjóminni, verði
lítið.
Fleiri stórmál liggja óleyst á
Alþingi. Má þar t. d. nefna
kaupgjaldsmálið. Óhugsandi er,
að þingið fari heim, án þess að
trygt sé, að ekki logi alt í kaup-
deilum eftir fjóra mánuði. Þetta
er e. t. v. mesta vandamálið, sem
fyrir þinginu liggur. Við sjá-
um það, að dýrtíðin í landinu
eykst stöðugt, og hún heldur
áreiðanlega áfram að aukast,
meðan stríðið stendur. En því
meir sem dýrtíðin eykst, því
meiri verða erfiðleikar fólksins,
alls almennings.
Alþingi verður að finna lausn
á þessu vandamáli, þá Iausn, að
sanngjarnlega sé tekið á óskum
og kröfum verkamanna, án þess
að of þungur baggi sé lagður á
framleiðsluna. Það er vandi að
rata hér meðalhóf, en sé fund-
inn réttlátur grundvöllur, er öll-
um fyrir bestu að löggjafinn
tryggi vinnufrið.
Enda þótt nú líði óðum að
þinglokum, skulum við vona að
Alþingi eigi eftir að leysa mest
aðkallandi málin þannig, að allir
geti við unað. Og það væri ekki
vansalaust af stjórnarflokkun-
um, ef Alþingi færi heim, án
þess að ný stefna væri tekin í
fjármálunum.—Mbl. 12. des.
ISL AN DS-FRÉTTIR
fslendingar þurfa að ala upp
traustari dráttarhesta
Eins og Tíminn tjáði lesend"
um sínum í haust, hefir stjórn
Búnaðarfélags íslands. ráðið nýj-
an hrossaræktarráðunaut, Gunn-
ar Bjarnason frá Húsavík. —
Gunnar kom fyrir nokkru hing-
að til lands úr námsdvöl erlendis
og tók við þinu nýja starfi sínu-
Tíðindamaður Tímans hefh
átt tal við hinn nýja hrossa-
ræktarráðunaut um álit hans á
hrossarækt landsmanna og þmr
erlendar nýungar, er hann hafði
frá að greina, um rannisóknir á
eiginleikum og starfsþoli hesta-
— Að hverju álítið þér, að
landsmenn eigi að stefna 1
hrossarækt sinni?
— Eins og nú er komið höguiB
bænda hlýtur jarðrækt og -hey-
öflun að byggjast að mestu leyti
á dráttarafli. Þess vegna verð-
ur að leggja á það mesta áherzlu,
I að ala upp góða og trausta drátt-
; arhesta. Eins og nú standa aak-
; ir mun víða skortur á örugguiu
j og hentugum dráttarhest.um, og
: áreiðanlega væri hagkvæmara
1 að hestarnir væru færri en betri-
i Hestakynbæturnar þurfa að
stefna að því að ala upp stærri
iog sterkari hesta, þunga hesta
|og klárgenga, og bæta úr ýms-
um ágöllum í lundarfarinu. Oft
ier byggingalagi fótanna einn'ig
ábótavant og getur það orsakast
;af útiganginum, steinefnaskorti
1 að vetrarlaginu og slæmri hirð-
j ingu hófanna.
Reiðhestarnir þurfa hins veg-
ar að vera léttir og liprir.
— Hvað viljið þér segja uni
markaðshorfur erlendis ?
1 — í löndum sem Danmörku,
þar sem beitilönd eru lítil og
þar af leiðandi mikill kostnaður
við uppeldi hesta, hlýtur að
verða nokkur markaður fyrir
1 þá. íslenzkir hestar eru mjög ú'
, dýrir í Danmörku, seldir á l^
1 krónur i Kaupmannahöfn í sum-
ar, en aðrir hestar, þótt litlir
séu, eru miklu verðhærri. Norsk-
ir Vestlandshestar, sem aðeiiú
eru lítið eitt stærri, eru til dæiU'
is seldir á 600—800 kr., og svai"
ar það uppeldiskostnaði í DaU'
mörku. Til þess að íslenzkir
hestar yrðu eftirsóttir par,
þyrfti þeir að vera dálítið stæiri>
betur uppaldir og tamdir.
— Kyntuð þér yður exid ýmS'
ar nýjungar í hestarækt í l inU'
landi ?
— Eg dvaldi um hríð í FinU'
landi. Þar kyntist eg meðai
annars aflmælum, sem notaðir
eru til þess að komast að rauö
um þrek hesta og þol. Hafa
þessar tilraunir sýnt, að hest'
arnir draga í hlutfalli við þyngó
sína, auk þess sem skapferl1
þeirra hefir áhrif á þrek og þ°i'
Þýzkir menn hafa orðið t1}
þess, að gera athuganir á blóð1
hesta við vinnu. Hafa þær sýh*'
að eiginleikinn til að halda súj"
stigi blóðsins sem jöfnustu v1^
áreynslu, er afar mismunand1
hjá einstaklingum. Afkvæma'
rannsóknir hafa leitt í ljós, ^
þessi eiginleiki er ættlægur.
Einnig hafa þeir gert rann
sóknir, sem miða að því að a'
kveða, hve mikið fóðurefni hes^'
ar þurfa ;sér til viðhalds og ^
orkuframleiðslu. Þessar rann-
sóknir hafa sýnt, að örgeðJa