Heimskringla - 14.02.1940, Page 3
3. SÍÐA
WINNIPEG, 14. FEBR. 1940
HEIMSKRINGLA
sem verið er að reyna að geta
sér til um tölu íslendinga vestra,
stendur á blaðsíðu 248: “—Ann-
ars virðist tími til þess kominn,
að hafið væri íslenzkt manntal í
Vesturheimi, því þó að það sé
mikið verk og ekki fljót-unnið,
þá er það samt ekki ógerningur.”
Fimm ár eru liðin síðan þetta
var talað, en tvö síðan prófessor
Sigurður Nordal sagði í stór-
merkri ritgerð: ^Framtíð ís-
lenzkrar menningar í Vestur-
heimi” (Tímaritið, XIX, 1938):
“Helzt ætti að vera komið upp í
Winnipeg íslenzkri ættfræðis-
stofnun, þar sem hver innflytj-
andi, sem vestur hefir komið
væri skrásettur, ásamt greinar-
gerð fyrir ætt hans og einkenn-
um, og síðan allir niðjar hans og
hvert barn, sem fæðist af ís-
lenzkri ætt, hreinni eða bland-
aðri, og örlög þess og ferill smám
saman. Þetta væri að vísu dýr
stofnun og ekki kleift að koma
henni upp nema með miklu fjár-
framlagi, frá ríki, vísindastofn-
unum eða auðmönnum . .. .”
Þó þetta sé hin ágætasta uppá-
stunga, þá finst mér að eg
þekkja það af reynslunni, að alt
það bezt-íslenzka hérna megin
þurfi ekki að vonast eftir neinum
slíkum náðargjöfum, þó enginn
geti sagt um hvað verða kann í
framtíðinni. Eg er því von-
daufur um að þessi stofnun kom-
ist á fyrst tim sinn, og ekki á
meðan að ekki er neitt fé fyrir
hendi að launa einn einasta ís-
lenzku kennara árlangt, til þess
að bæta fyrir þau vanhöld, sem
orðið hefir á íslenzku uppeldi
unglinganna okkar ölí þessi ár.
Og þó er það deginum ljósara,
að ef okkur á að auðnast að
verða eins góðir íslendingar
fram árin og aldirnar, eins og við
erum orðnir nýtir Vesturheims-
menn, þá þyrftum við að eignast
tíu slíka kennara og alla full-
gilda í fræðum sínum, sem ár-
langt blésu sál feðranna inn í
vit íslenzku barnanna, unz þau
næðu andanum á móðurmálinu
okkar.
En þó að við getum ekki kost-
að menn til að taka manntalið,
þá getum við samt tekið það
sjálfir og hjálpast að með það,
því þó að það sé saman lagt
geysi mikið starf, þá ætti að
sannast þar málshátturinn:
margar hendur vinna létt verk.
Ef höfundi ensku greinarinnar
í Heimskringlu og þeir aðrir hér,
er sjálfsagt tóku eftir því í
gamla daga, að fóstrar okkar
hérna þögðu í hel þjóðar-nafn
°kkar, fósturbarnanna, — hefðu
þá strax hafist handa, og tekið
íslenzkt manntal vestan hafs um
sama leyti og fyrsti fslendinga-
dagur er haldinn í Winnipeg
(1890), og endurtekið það á
hverjum tíu ára fresti síðan, þá
væri manntal þetta í ár leikur
einn, og það fimta í röðinni. En
í stað þess verðum við nú að
hefja það manntal, sem í eðli
sínu er mörg manntöl saman
lögð. — Við verðum ekki að eins
að gjalda fyrir okkar eigin
Sömlu syndir, heldur einnig fyr-
lr gamlar syndir hérlendra
herramanna, sem hafa það lík-
^ega sér til málsbóta við hinztu
reiknings skilin, að þeir hafi ver-
>ð hræddir um að alt manntalið
^yndi frjósa saman í ofur lítið
ísland, er nafn okkar stæði þar.
f raun og veru er það skylda
°kkar að gera afkomendum okk-
ar og ókomnum öldum þessa
Srein fyrir okkur — þá hina
sömu og heima er gerð fyrir
hjóðsystkinum okkar í kirkju-
^ökum og manntölum.
III. ,
Þess var getið í greininni:
^afn til sögu Vestmanna, hve
°kkur sé manntal þetta nauðsyn-
eSt í sögulegum skilningi, en
h þess að fá hin fyrstu gögn
r®tt, verði að komast í samband
Vlð íslendinga heima. Það verð-
Ur að leita uppi í kirkjubókum
°£ öðrum skilríkjum, alla þá sem
Vestur fóru, með öllum tilheyr-
andi skýringum, hvaða ár var
flutt og hvaðan, o. s. frv. Með
þessu eina móti er hægt að fá
nokkurnveginn áreiðanlegt yfir-
lit yfir þá sem vestur fóru, og
hægt verður á annað borð að
grafa upp.
Allir þeir menn eiga að vera
skráðir, sem hingað hafa flutt,
hér hafa fæðst, hér hafa lifað,
og hér hafa dáið — ef nokkur
íslenzkur blóðdropi hefir runnið
þeim í æðum, og hvar sem þeir
hafa lifað hér og borið beinin.
Eins og drepið er á áður, þarf
manntal þetta að vera miklu
fyllra, en nokkurt manntal, sem
eg þekki til að tekið hafi verið,
sökum þess að það nær eins yfir
dána sem lifandi, og alt frá ný-
fæddu barni 1940 (eða hvaða ár
sem skýrslan verður skrifuð)
aftur til foreldra hvers einasta
vesturfara, sem flutti frá ís-
landi. Og bezt væri að rekja
ættina lengra aftur, ef um hana
er vitað með vissu, eða vísa
greinlega til prentaðra heimilda.
Yrði þetta því um leið stutt ætt-
artala hvers einasta manns, og
einnig helztu æfi-atriði í nokkr-
um línum, eða lengra máli, eftir
því sem hverjum sýnist, sem
ætti að verða seinni tímum að
fult eins miklu gagni og kirkju-
bækurnar heima, sem geyma
meiri flóðleik um íslendinga —
þótt óprentaðar séu — en flest-
ar aðrar bækur.
Sumir kunna samt að vera
annarar skoðunar um kirkju-
bækurnar. Eg hefi átt tal við
all-marga menn og konur, bæði
hér og heima, sem standa á þvi
fastar en fótunum, að þær skýri
ekki rétt frá fæðingu sinni, og
ekki eins og mamma eða pabbi
hafi sagt þeim. Oft er það fæð-
ingar dagurinn en stundum árið
og fæðingar staðurinn, sem á
milli ber, auk margs fleira. —
Sjálfum var mér sagt í æsku, að
eg væri fæddur viku seinna en
kirkjubókin segir frá. En eg
hefi látið hana ráða. Eg þekki
misminni og minnisleysi manna
of vel til þess, að eg full-treysti
ártölum þess, eða hvar það bjó
þetta og þetta árið. En þó að
eitthvað kynni að vera hæft í
því, sem sumir bera fram, að
einstaka prestar hafi verið
trassar að færa strax nöfnin í
bækurnar, og farið þar sjálfir
seinna meir eftir minni, þá dug-
ir hér ekki að deila við dómar-
ann, því bækur þessar eru fulln-
aðar úrskurður allra þrætu mála,
og farið eftir þeim á sama hátt
og lífsbókinni á himnum, sem
æfinlega er tekin trúanleg, án
þess að litið sé í vasakver eða
viðskiftabók vesalings syndar-
ans.
Þess vegna verður alt það sem
við skrifum um þá, sem á íslandi
eru fæddir, að standa heima við
kirkjubækurnar, því annars tel-
ur seinni tíminn sögu-sögn okk-
ar ranga. Og á þessu hefðu ís-
lendingar vestan hafs átt að
vera búnir að átta sig fyrir
löngu, og útvega sér skírnar
skírteini sitt áratugum áður en
sjötíu árin og centin féllu þeim
í skaut, því oft ber þá ekki sam-
an við það sem áður hefir verið
sagt, og oft verið búið að setja í
prentaða þætti þeirra, en aldrei
leiðrétt, auk rangra skýrslna í
prentuðum og óprentuðum skjöl-
um Vesturheims manna, vegna
þess að farið var eftir minni og
sögu-sögn annara.
IV.
Manntalið er starf, sem allir
íslendingar geta unnið í samein-
ingu, án þess að það kosti mikið
annað en tímaeyðslu, skriflæki
og frímerki. En þó að það sé
mikið heildar-verk og kosti mikia
þolinmði og vandvirkni um
það lýkur, þá getur hver sæmi-
lega skrifandi maður á íslenzku
eða ensku, samið það fyrir sig
og sína, þegar búið er að útlista
alt sem skrifa þarf með prent-
uðum sýnishornum eða eyðublöð-
um. Og þannig verður þetta að
vinnast af sjálfsdáðum. Og þann-
ig hafa öll beztu íslenzku störf-
Sparnaður
VOGUE
OG VÖRUGÆÐI í
FINSKORNA
TÓBAKI
Vefðu vindlinga þína sjálfur
og notaðu VOGUE Fínskorna
Tóbak. Þá veiztu hvað skemt-
un er af reykingum—og gildi
vöru er hvergi meira en í lOc
pakka af því og V2 pda. dós á
60c. Vogue Fínskorið Tóbak
og VOGUE Vindlingapappír,
er það sem hafa þarf til að
vefja vindlinga sína sjálfur.
Vipda. dós
fyrir
60c
TU Þess að Vef ja Sjálfur Vindlinga, er Vogue óviðjafnanlegt
in vestan hafs verið unnin —
þegar alt kemur til alls.
Fult skírnarnafn og full for-
elda nöfn ættu alstaðar að vera
birt, og öll þau nöfn og nafnaj
breytingar, stytt nöfn (gælu-
nöfn líka) og ættarnöfn, sem upp
hafa verið tekin (eða fólkið verið
kallað um tíma) þótt þau nú séu
orðin breytt (eða hafi breyzt)
frá því sem áður var. Einnig
ættu allir þeir staðir að vera
taldir, sem fólk hefir talið sér
heimili í.
f þessu manntali ættu allar
þær skekkj ur, um hvern og einn,
að vera leiðréttar, sem finnast
og fundist hafa í landnámsþátt-
um, eftirmælum, dáhar-skýrsl-
um o. fl., frá því fyrsta og fram
á þenna dag, og vísað eins ná-
kvæmlega og hægt er til alls
þess, sem um hvern einstakling
finst á prenti, og allra heimiida
getið skilmerkilega, og þess get-
ið við fæðingardag og ár 0g
bæja nöfn heima, eftir hverjum
heimildum sé farið. — En þetta
er alt lauslegt yfirlit, dregið
saman í flýti, sem seinna yrði
betur raðað niður og öðru vísi, ef
til framkvæmda kæmi.
Við skulum hugsa okkur að
aldrei kæmi til þess að manntal-
ið yrði notað til stuðnings sér-
stæðrar framhalds sögu íslend-
inga hér, af þeirri einföldu á-
stæðu að íslendingurinn í okkur
vildi fara að sofa og gæti ekki
hlustað á meira. En væri þá
ekki manntals skýrslurnar og sú
grein, sem þar yrði gerð fyrir
okkur, enn þá nauðsynlegri fyr-
ir íslenzkan seinni tíma? — Því
ákyldum við, sem á marga vísu
höfum tekið alls konar framför-
um í þessu landi, verða þeir aft-
ur úr kreistingar, að geyma ekki
allra okkar nöfn í röð og reglu í
bókum framtíðarinnar eins og
kirkjubækurnar, manntölin og
fleira heima, geyma nöfn allra
þjóðsystkina okkar heima, sem á
sama tíma hafa lifað og við?
Eg hugsa ekki svo langt, að
manntalið yrði prentað í sinni
upphaflegu mynd. En það ætti
að verða hægt með tíð og tíma
að vélrita nokkur eintök af því,
sem geymdust á íslandi, Canada
og Bandaríkjunum.
V.
Ef þetta verk á að geta kom-
ist í framkvæmd, þá þyrfti að
byrja strax á því, og vinna að
því eins ötullega og kraftarnir
leyfa, þó tæpast sé samt hægt að
búast við, að því yrði lokið með
öllu fyr en í enda næsta árs,
1941.
Þótt ætlast sé til, að allir sem
það geta, skrásetji sig og sína,
látna sem lifandi, og 1 samstarfi
við ættingja sína og ástmenn, þá
er samt nauðsynlegt, að fjöldi
smárra deilda myndaðist í hverri
bygð: borgum og sveitum, þar
sem íslendingar búa, sem hefðu
mál þessi með höndum og sæu
um að enginn félli úr, eða væri
skilinn eftir við veginn. En
þetta yrði erfiðast þar sem land-
ar væru algerlega komnir út úr
íslenzku félagslífi; eða hefðu
aldrei í það komist. Samt mun
það fremur fágætt, að þessir
menn eigi ekki frændur einhvers
staðar í íslenzkum bygðalögum,
sem um þá vissu eða gætu spurt
þá uppi.
Ef Þjóðræknisfélagið og deild-
ir þess, kirkjufélögin og söfnuð-
ir þeirra, Góðtemplara stúkurn-
ar, Jóns Sigurðssonar félagið og
íslendingadagurinn, vildu sam-
eina sig og hafa aðal umsjón
þessara mála, þá hygg eg að vel
væri af stað farið, því öll þessi
félög ættu að eiga all-mikil og
góð gögn, sem að gagni gætu
kornið, en þó sérstaklega kirku-
félögin. Og auk þessara félaga
yrðu vikublöðin, Heimskringla
og Lögberg, hjálpar-hellan eins
og fyrri við allar skýringar og
tilkynningar.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
BRÉ F
159—llth Ave.,
New Westminster, B. C.
31. jan. 1940
Kæri ritstj. Hkr.:
Næst því að þakka þér kærlega
fyrir blaðið, og fullvissa þig um
áframhaldandi viðskifti, frá
minni hálfu, vil eg líka biðja þig
að koma til skila til Manager
Viking press, innlagðri ávísun
upp á þrjá dallara, — borgun til
blaðsins.
f Heimskringlu 17. jan. og
aftur 24. jan. birtust enskar þýð-
ingar gerðar af próf. Skúla
Johnson sem eg hafði mikið gam-
an af mest af því að prófessor
Johnson virðist vera vandvirkur
langt fram yfir aðra sem við þýð-
ingar fást, af íslendingum, og
nákvæmur með afbrigðum. Hann
sjáanlega skilur og veit skyldur
þýðandans: Að ná innihaldinu,
merg málsins, án þess að vaða
elginn og láta gamminn geysa.
Er það líka ekki það sem þýð-
arinn tekst á hendur, að hafa
ekki það eftir höfundinum, sem
hann hefir aldrei sagt? Þrátt
fyrir það að hann stundum neyð-
ist til að brjóta lögmál listarinn-
ar: Mix meters, skakt rím, röng
skansion etc.
Sannleikurinn verður að sitja
fyrir öllu, en orðlist, teknik, er
næst, og ómissandi, eftir ítrustu
getu.
Próf. Skúli Johnson veit þetta
manna best, og eg fyrir mitt
leiti er honum afar þakklátur
fyrir allar hans þýðingar.
Eg legg hér með tvær þýðing-
ar, — tilraunir — sem eg gerði
eftir að hafa skoðað fyr á minst-
ar þýðingar í Hkr.; og sem eg
vil biðja þig fyrir að miskunna
þig yfir og ljá rúm í þínu kæra
blaði, svoleiðis af prófessorinn
sjái þær, og verði kannske vond-
ur?
Eins og bæði þú og hann getið
ímyndað ykkur, er eg ekki að
reyna að brjótast upp á hinn ís-
lenzka skálda PARNASSUS, til
skáldguða liðins tíma með þessu,
en mér finst eg fá meira út úr
þýðingum Mr. Johnsons en ís-
lenzku þýðingunum sem eru þar
til samanburðar, og þá vinning-
ur að íslenzka þær.
Með kærri vinsemd og ósk um
fagra framtíð bæði fyrir sjálfan
þig og blað þitt.
E. G. Gillis
HORACE. ODES I. 4.
Til Sestiusar. — Hugvekja um
vorkomuna. (Hkr. 24. jan)
Kaldur vetur veik, vorið skarst í
leik;
hreinsað’ hrím af tind með hlýj-
um sumarvind.
Kylir þurrir þá þokast fram að
sjá;
ei lengur engið lágt, liggur hélu-
grátt.
Hús og hey vill þá hjörðin ekki
sjá;
arninn firnast enn, akurgerðar
menn.
Samansöngva'dans, við silfur
vormánans
stígur Cyprus sjálf við sævardís
og álf,
þær trítla til og frá og tagt með
fótum slá;
eldguðs er andlit heitt," við afl-
inn, rautt og sveitt.
Nú hæfði kolli hans hágrænn
myrtlukrans,
eð’ að gjörð sé gerð úr gullin-
blóma mergð.
Nú Faunusi færa á fórn er þókn-
ast má,
—hvort er lamb eða kið—um
kvöldsett skógarsvið.
Dauðinn dyrnar ber, hvort dýr-
legt fyrir er
auðmanns óðals-slot, eða moldar-
kot.
Bannar, sérhvert sinn, Sestíus
vinur minn,
Stutt ferð, — með vonarvöl, von
um langa dvöl.
Senn þig nálgast nótt, hjá Neðri-
heima drótt, —
vofur, vandséðar, á vegum Plút-
usar. —
en hvorki, hið fyrsta kvöld, kæ-
meistara völd
þú fær, — þótt sækir fast — við
fyrsta teningskast!
Né þarftu að reyna þar íþrótt
Lycidasar, —
kúnst, sem hvergi brást: að
kveikja meyja ást.
fslenzk þýðing — (tilraun), að
mestu leiti bygð á enskri
þýðing próf. Skúla Johnson,
Hkr. 17. janúar 1940.
Svo megi Cyprus eyjar gyðjan
æzt
og uppheims stjörnur, bræður
Helenar,
og stormaguðinn stjórna þinni
ferð
að storma lægi, nema vestan byr.
Ó, vernda hann sem þér innan-
borðs,
Attikuströndum skila heilum þú
Vergil, sem er sálar minnar
helft;
sjá þú honum borgið, þess eg
bið.
Eikarbrjóst með eir þreföldum
lagt,
átti sá er fyrstur veikum bát
beindi út á öldum sollið haf,
Afríku meðfram, norðan roki
mót.
Þann skelfdu ei sunnanrok né
hretin hörð,
—er Hadria sjávar-guðinn æsti
mest,
og ekki kyrð hins ógnumþrungna
hafs—,
sem ögrað hverri dauðans hættu
gat.
Hann sem þurrum horfði sjón-
um á
hafrótið, og mardrekana vaða,
og brimið þruma björgum Skillu
á.
—Hvar býr sá Guð er markar
honum bás?
Guðir girtu lönd með höfum
heims
er hindra skyldu mannsins ofur-
hug;
hann svífðist ekki að ögra valdi
því,
0g atti veikri gnoð á höfin þver.
Sonur Jafets sótti, fyrr á tíð,
í sálarkynni Ólympusar tíva,
eld, — því miður, mönnum sem
hann gaf,
og mæðu, böl og sóttir færði í
heim.
Dauði, böl, kom áður hægt og
hægt,
hröðum skrefum þá um heiminn
fór.
Daedalus sveif á vængjum víðan
geim,
var þó mönnum fyrirboðin leið.
Reginsterkur Herkúles braut
hlið
Hadesar. Vort einfalt, syndugt
kyn,
hygst að vinna — jafnvel him-
ininn,
þótt hýði það með leiftrum Júpí-
ter.
E. G. G.
Westinghouse MAZDA LAMPS
111 og léleg ljós, hafa illar afleiðingar; fáið yður því
nýjar Westinghouse Mazda ljósapærur í stað hinna
slitnu; með því fáið þér eins mikið ljós og yður ber
fyrir peningana.
15—25—40—60—
75—100 Watts...
20c hver
Pantið pakka og látið senda hann gegn borgun út í
hönd eða skrifa andvirðið á ljósareikninginn. Skjót
afgreiðsla.
CITY HYDRO
Boyd Building • Sími 848 131