Heimskringla - 04.09.1940, Qupperneq 3
WINNIPEG, 4. SEPT. 1940
heimskringla
3. SÍÐA
meðallagi og fylgdist með í al-
mennum málum og einnig bygð-
armálum. Skýr og ákveðin var
hún í stefnu, aldrei hikandi eða
myrk í málum og gat látið í ljósi
skoðun sína skýrt og skorinort.
Síðastliðin 6 ár, öll þessi árin
síðan hún varð ekkja átti hún
heimili hjá syni sínum og tengda-
dóttir, Eyjólfínu, sem fyr er
getið. Því verður ekki auðlýst
hversu vel tengdadóttirinni fórst
við hina látnu með umönnun,
nærgætni og hugsunarsemi.
Eins áttu börn hinnar látnu
mikinn þátt í því að gleðja hana
á ýmsan hátt, og með nærveru
sinni gera henni lífið léttara.
Ekki má heldur gleyma að
geta þess að vinir hinnar látnu,
karlar sem konur, sumir ná-
grannar frá fyrstu frumbýlings-
árum, báru henni marga verm-
andi geisla á erfiðri leið, alt fram
að sólarlagi lífsins..
Margs var að minnast bæði
heiman frá gamla landinu og líka
samtíðarlífi í þessari bygð um
46 ára skeið.
Jarðarförin fór fram þann 14.
maí s. 1. frá lútersku kirkjunni í
Langruth að viðstöddu miklu
fjölmenni. Líkmennirnir 6 voru
allir barnabörn hinnar látnu. —
Séra S. Christoperson stýrði út-
förinni. Guðbjörg sál. var lögð
til hvíldar við hlið manns síns í
Langruth grafreit.
. S. B. O.
ABRAHAM LINCOLN
Eftir Náttfara
hann sagði þeim sögur.
Hann lagði mikla rækt við þau
mál er aðrir létu sér fátt um
finnast. Fyrsta málið sem hann
færði var fyrir ógifta móðir og
einstæðing. — “Hversvegna er
hún sér”, spyr Lincoln. “Af því
einhver hefir tælt hana til þessa
glapræðis. Sá er henni, að
minsta kosti meðsekur, og því er
hann ekki hér, sem tældi hana
með fölskum játningum? Því
er hann ekki hér til að játa sekt
sína og heimta föðurrétt sinn
eins og lieiðarlegur maður? Hún
ber sekt þeirra beggja en þyngri
en áfellisdómur almennings, er
vitundin um svik hans, er hún
treysti bezt, meðvitundin um ó-
menning hans ,er hún hugði öðr-
um betri. Eigum við að auka við
þá sorg, brjóta hinn beigða reyr,
leggja það lágt, sem er lamað og
veikt? — Rétturinn var henni
miskunsamur og Lincoln vann
sitt fyrsta mál.
Lincoln tók að sér mál fyrir
ekkju, sem hafði verið féflett af
öðrum lögmanni. Hún hafði
verið gift hermanni úr frelsis-
stríðinu og bar eftirlaun frá
stjórninni. Lögmaðurinn hafði
genigð í að innheimta þau en
stakk mestum hluta þeirra í sinn
eigin vasa. Lincoln leiddi hana
fyrir réttinn og mælti á þessa
leið: “Sjáið hversu elli og ör-
birgð hefir leikið hana, en einu
sinni var hún ung og fögur eins
og ykkar eigin dætur. Þá var
hún manni gefin og sá maður
lagði líf sitt í sölurnar fyrir
Frh. á 7 bls.
Framh.
Já, það er vissulega vandi hans
að vísa þeim málum frá sér, sem
hann vissi ranglega upp tekin.
“Nei, þennan mann vil eg ekki
verja, af því hann er sekur
(guilty as hell) —/látið ykkur
ekki detta í hug að Lincoln brúk-
aði ekki bölvið til bragðbætis
undir vissum kringumstæðum,
þótt hann væri oftast vandur að
málbragði sínu). Með þessum
orðum og álíkum lét hann marg-
an sökudólginn frá sér fara. —
“Jú, líklega getum við nú logið
okkur í gegn um það en eg myndi
hafa það altaf á simvizkunni að
eg væri að ljúga og ef til vill
kynni eg að gleyma mér og segja
það upphátt”, sagði hann eitt
sinn við mann er bauð honum
álitlega fjárupphæð til að verja
mál sitt í réttinum. Hann. lét
sér ekki nægja að málið væri
verjanlegt frá lagalegu sjónar-
miði ef það var ekki jafnframt á
siðferðislega réttum rökum reist.
“Jú,' lagalega kann það'að vera
verjanlegt en það er samt sem
áður á siðferislega röngum rök-
um bygt.” Aðrir lögmenn brostu
að slíkum athugasemdum og
kölluðu það sérvizku. Hann var
annars undarlegur þessi Abra-
ham, þótt hann gæti stundum
verið nógu skemtilegur, þegar
SILFIHBRtJÐKAUP
hjónanna á Fögruvöllum
í Geysisbygð.
Þrátt fyrir annir og óvenju
mikinn hita fjölmenti fólk við
samkomuhús Geysisbygðar þann
20. júlí til þess að samfagna hjón-
unum Guðmundi Sigvaldasyni
og Steinunni Guðmundsdóttur
konu hans á 25 ára giftingaraf-
mæli þeirra, er þau áttu í síð-
astliðnum marz-mánuði. Salur-
inn var alskipaður fólki, með
gleði og sumarblæ. Samsætið
hófst með því að sunginn var
brúðkaupssálmur og bænarorð
flutt af sóknarpresti, er bauð
gesti velkomna til samfagnaðar
með heiðursgestum dagsins,
börnum þeirra og fjölmennu liði
náinna skyldmenna. Gjafir voru
afhentar, vandað “chesterfield”
frá bygðarbúum og skyldfólki,
og stóll, samsvarandi, frá börn-
um heiðursgestanna og systur
brúðarinnar, einnig peningagjöf
frá almenningi. Fyrir minni
brúðar mælti Mrs. Jóhanna Thor-
varðarson, með einkar vönduðu
erindi. Jónas G. Skúlason bóndi
að Fögruhlíð mælti fyrir minni
brúðgumans, með glöggu og
skemtilegu erindi. Gestur bondi
Oddleifsson í Haga flutti heið-
ursgestunum hlýlegt erindi frá
Til Mr. og Mrs. G. Sigvaldasonar
Flutt í silfurbrúðkaupi þeirra að Geysir, Man., 20. júlí, 1940
Það sýnir engann tómleik þetta mikla stefnumót,
Sem minnistæðast verður lengst við íslendingafljót.
Og þegar landar ætla sér að breyta um hversdags brag
Þá bregst þeim ekki að snuðra upp einhvern merkan tyllidag.
Og fyrir “Steinu” og “Munda” okkar gamla gleðilag
Skal glymja hátt til minningar um þeirra brúðkaupsdag.
Því það er víst að öllum bera þjóðleg þakkargjöld
Sem þrauka í sama hjónabandi fjórða part úr öld.
Já, æskan gaf þeim djarfan hug, og fögur fyrirheit,
Og fylling þeirra í ríkum mæli veitti þessi sveit,
Og meðan yfir “Fögravöllum” morgunröðull rís
Þau ríkja þar sem konungshjón í eigin Paradís.
Mér finst eg býsna rétthár því í rauninni eg er
Sem registeruð undirtylla kvenfélagsins hér,
En náttúrlega þegar voða og vanda að höndum ber;
Eg veit þær treysta Guði bezt; en þar næst kannske mér.
Svo drjúpi yfir “Munda” og “Steinu”, þeirra börn og bú
Öll blessun þessa kvenfélags í ást og von og trú,
Og þótt mér hafi mislukkast að mæla í kvennatón
Eg tel mér sæmd að vera stundum þeirra “gramafón”.
Lúðvík Kristjánsson.
Guðmundur og Steina Sigvaldason
I silfurbrúðkaupi þeirra, Geysir 20. júlí 1940.
Nú vakna aftur æskustöðva heitin
Nú endurskapast mörg hin fyrri ljóð
Nú brosir enn við okkur sama sveitin
Og sumardagsins stund
Nú kallar lífið enn á ungdóm landsins
Sem okkur fyr, að renna göfugt skeið
Og enn er treyst á helgi hjónabandsins
Því himins dögg er oft á þeirri leið.
Nú vakna aftur allar gamlar sögur
Og æfintýri mörg er birtust þar
Þá var bygðin, alt eins frjáls og fögur
En “Framnes” búið, langt af öðrum bar.
Sigvaldi með sælu bros á vörum,
Sjónum rendi drengja hópinn á,
En Margrét átti kjark í öllum kjörum
Og kunni vel að herða og brýna þá.
Þá gerðist þeta æfintýra undur
Og ólst þar upp við mánaskin og nótt,
Vitni gætu borið, laut og lundur
Þá líður sælustundin heldur fljótt.
Og Mundi fann það þá, og alt í einu,
Hve ástin smýgur gegnum taugar manns
Hann fann. Það líf er allslaust utan Steinu
Og ekkert þvílíkt blóm á vegi hans.
Hún sagði : “Já”. Þau urðu síðan saman,
Og saman reistu bú á nýjum stað,
Og þessi stund er góðra vina gaman,
Því gleðin hefir rent í þeirra hlað.
Hvergi er bygðin fegri en “Fögruvellir”,
Fegurð landsins skín á búandann,
Þegar guð úr himin lindum hellir
Og heimsins börnum færir sáttmálann.
Það er okkar ósk og allra hinna
Að andi Drottins blessi þeirra rann,
Að ávöxt beri barna þeirra v.inna;
Á bústað þeim sem faðir þeirra ann.
Gleði lífs, og heill sé þessum hjónum,
Sem hlýddu þannig röddu sannleikans,
Við skynjum þennan óm úr æðri tónum,
Því ástin tendrar ljós á vegi manns.
G. O. Einarsson
Success
Business
College
^lrainjoy
Business
sjónarmiði gamals nágranna, og
sagðist vel. Meðal nokkurra
Winnipeg-búa er samsætið sóttu
voru Mr. og Mrs. A. S. Bardal,
mælti Mr. Bardal ljúfum ávarps-
orðum til Margrétar móður brúð-
gumans, og rifjaði upp kynningu
fyrri ára við hana og látinn mann
hennar, Sigvalda Símonarson. —
Friðrik P. Sigurðsson, bóndi i
Fagradal flutti heiðursgestunum
hlýtt kvæði. Mr. og Mrs. Lúð-
vík Kristjánsson frá Winnipeg
voru viðstödd og einnig börn
þeirra, hafa þau hjón lengi ver-
ið tengd vináttuböndum við
Fögruvallahjónin, flutti nú Lúð-
vík skáld eitt af sínum fyndnu
og hressandi ljóðum, til heiðurs-
gestanna og var gerður góður
rómur að kvæði hans.
Söngur allur var undir stjórn
Jóhannesar Pálssonar og Lilju
systur hans, eru þau bæði listræn
og vel kunn í öllu héraðinu fyrir
hæfilegleika sína í þarfir söng-
legra lista, söngflokkur hér, und-
ir stjórn þeirra, en almenningur
fylgdist með.
Guðm. O. Einarsson, verzlun-
arstjóri, flutti markvíst og
skemtilegt kvæði, er færði hress-
andi blæ inn í hitaþrungin salar-
kynni.
Ríkulegar veitingar voru fram-
bornar af fjölmennum og glæsi-
legum skara yngri og eldri
kvenna, var samsætið og sam-
fundir fólks indæl áningarstund
á annaþrunginni æfileið, um há-
sláttinn — úti í sveit.
Fögruvallahjónin, eru þrátt
fyrir 25 ára samfygld, ung, og
ágætlega á sig komin, enda er
Guðmundur bóndi rúmlega fim-
tugur en kona hans mun yngri.
Guðmundur er uppalinn í
Geysisbygð, sonur Sigvalda Sí-
monarsonar landnámsmanns í
Framnesi ,er Sigvaldi nú látinn,
en Margrét Benediktsdóttir
ekkja hans er á lífi, eru og þrótt-
mikil og hugarstyrk sem fyr,
þrátt fyrir stórt og mikið dags-
verk er hún hefir með sæmd og
heiðri af hendi leyst, og allháan
aldur. Eru synir hennar með
umsvifamestu og gildustu bænd-
um hér um slóðir: Bjarni við Ár-
borg; Sigurður á Hvítarvöllum,
kv. Láru Bjarna Marteinssonar á
Hofi í Breiðuvík; Benedikt
Valdimar, bóndi á föðurleyfð
sinni, Framnesi, kv. Ingibjörgu
dóttur Qlafs Anderson frá Gilsá,
Arilíus, í Riverton, kv. Önnu
Eastman og Jón heima, ógiftur.
Guðmundur á Fögruvöllum er,
sem fyr segir kvæntur Steinunni
Guðmundsóttir ættaðri úr Árnes-
sýslu ofanverðri, en uppalin í
Reykjavík. Hún kom ung vest-
ur um haf, og ung gengu þau
Guðm. og Steinunn út á mikla
veginn, hlið við hlið. Þau hafa
barist ágætri og sigrandi bar-
áttu, eru byggingar á heimili
þeirra hinar fullkomnustu í öllu
héraðinu, og þó víðar sé leitað;
einkar vandað nýtísku hús bygðu Diego
Winnipeg’s largest, most modern, and most beautifully
appointed private Commercial College.
Winnipeg’s only air-conditioned private Commercial
College.
In our Day Classes we enroll only students of Grade
XI (Supplements allowed), High School Leaving,
Grade XII, or University standing.
Provides its students with—
(a) Independent graduation examinations
set and marked by the Business
Educators’ Association of Canada.
(b) A large staff of experts, the most of
whom are University Graduates.
(c) The service of an active Employment
Bureau.
FALL TERM
Opens
Monday, August 26th,
and
Tuesday, September 3rd
As our accommodation is limited, we advise early
reservations. Write now for application form and
copy ohfree 40-page illustrated Prospectus.
Telephone 25 843
Portage Ave. and Edmonton St.
WINNIPEG
þau fyrir tveimur árum síðan, er
það hið ágætasta í alla staði. —
Hagsýn og fumlaus framsókn,
sem er ákveðin og markviss, hef-
ir ávalt einkent Guðmund og
konu hans, eru þau ábyggilegir
og trúfastir stuðnings og mátt-
arviðir þeirra mála er þau láta
sig skifta. Þau eiga mannvæn-
leg börn, eru synir þeirra sam-
hentir og ljúfir samverkamenn
foreldra sinna. Börnin eru:
Guðmundur Sigmar, Guðmund-
ur Pálmi, Aðalsteinn Octavíus
og Hulda May. Þrjú börn mistu
þau, öll í fyrstu bernsku. Syst-
ur Mrs. Sigvaldason eru 3 á lífi
og eru: Þórunn, gift Bjarna
Brynjólfssyni þrests frá Ólafs-
völlum Jónssonar, búa þau á
Skeiðárholti í Árnessýslu; Anna,
Mrs. B. K. Guðmundsson, San
Cal., og önnur systir
Anna að nafni gift kona, í sömu
borg.
Mikill hlýhugur og samfögn-
uður með heiðursgestunum lýsti
sér í ræðum, ljóðum og kvæð-
um í téðu samsæti; samhuga
árna héraðsbúar hjónunum á
Fögruvöllum hamingju og langra
lífdaga, og framhaldandi gæfu
og gengis á hinum indæla stað,
er þau hafa svo vel prýtt, og með
sóma setið.
Sigurður Ólafsson
Til Guðm. og Steinunnar Sigvaldasonar
á silfurbrúðkaupi.
Við lékum saman, litlir ungir drengir,
en leikurinn varð stundum nokkuð grár,
í Munda voru sterkir ofnir strengir,
Stóðst ’an enginn, þó hann væri knár.
Eg held ’ann sé nú hættur við að glíma,
Hefja stökk á pól og hlaupa til,
Enginn sér ’ann iðjulausan híma
Hann öllum gerir verkum sínum skil.
Honum sendi heilla og ásta dísin,
Hýra meyju vestur yfir sæ;
Fjallaliljur þola eld og ísinn
Og ekki fölna í hverjum mótgangs blæ.
Á Fögruvöllum fögur blómin gróa.
Finst þar alt sem þrífst í Bifröst sveit,
Má þar líta engjar, akra og skóga,
Einnig sauði, naut og hross á beit.
Nú lifir Mundi í hárri og glæstri höllu,
Sem hæfa mætti kóngi Bretalands.
Eg veit þau hafa unnið fyrir öllu
Og enginn þarf að borga skatt til hans.
Yfir heilan aldarfjórðung liðinn,
Þið ollu hafið sýnt hin bestu skil,
Því vil eg að þið hljótið fremd og friðinn
Og finnið glögt í minningunum yl.
Þegar æfin ykkar verður búin
Og enginn framar mæðir sorg né raun,
Er mín hjartans óskin bæði og trúin,
Þið öðlast megið, dýrust sigur laun.
F. P. Sigurðsson
- - Það er nýtt!
EATON'S nýja 32 blaðsíðu
Radio Verðskrá er nú til
reiðu . . . þitt eintak bíður
þín. 1 ár er það stærra og
tilkomumeira en nokkru
sinni fyr. Það inniheldur
hið nýjasta í Radios, Wind
chargers, Rafkæliskápum
Electric Fence Controllers.
Ljósaplöntum á bændabýl
um, Radio Rafgeymar o. fl
Sendið eftir eintaki í dag
Notið miðan sem hér fylg
ir. Prentið eða skrifið nafn
yðar skýrt.
Sendið eftir YÐAR