Heimskringla - 04.09.1940, Side 4

Heimskringla - 04.09.1940, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. SEPT. 194(T Heimskrtngla fStofnuO 18S6) Kemur út á hverjum mUSvikudegt Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. IS3 og 8SS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerB blaðslns er Í3.00 árgangurlnn borglat ryrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlSskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlat: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskringla'' is published and printed by THE VIKItia PRESS LTD. 653-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 4. SEPT. 1940 BRÉF TIL LINDBERGHS (Eftirfarandi bréf er skrifað af Willi Schlamm, fyrrum yfirritstjóra “Welt- buhne”, helzta blaði frjálslyndra manna á lýðveldisárum Þýzkalands. Það var upp- haflega birt í “The New York Leader New York, en hefir síðan verið endur- prentað í f jölda blaða í Canada og Banda- ríkjunum). Minn kæri ofursti, Lindbergh! Ef maður sem kom aðeins með gufubát vestur um Atlanzhaf, hefir nokkurt leyfi til að ræða um utanríkismál, vildi eg gera nokrkar athugasemdir við ræðu þá, er þú fluttir 4. ágúst 1940 í Chicago. Athugasemdir mínar lúta að engu leyti að stefnum þeim, er þú heldur fram, að Bandaríkin ættu að fylgja á þessum tímum. Þær eiga aðeins við raunverulega hluti. Ef blöðin greina rét frá, mæltirðu á þessa leið til áheyrenda þinna í Chicago: “Það hefir verið mér ljóst í mörg ár, að hagur Evrópu yrði að breytast, með góðu eða illu samningum eða stríði. . . Kínverskur málsháttur segir, að þegar hin- ir ríku verði ofríkir, og hinir fátæku of fátækir, komi eitthvað fyrir. Þegar eg sá auð brezka ríkisins, fanst mér sem eg sæi hina ríku, sem væru orðnir of ríkir. Og þegar eg sá fátæktina í Mið-Evrópu, virtust mér þar vera fátækir sem væru orðn- ir of fátækir. Að eitthvað myndi koma fyrir fanst mér ritað á himin Evrópu af hinum vaxandi þúsundum herflugvéla, er þar voru í smíðum.” Ef orð hafa nokkra þýðingu, er ekki um það að villast, að í þessum orðum felst skoðun þín um það, hvernig ófriðurinn í Evrópu hófst, skoðun, sem mig langar til að segja um, án þess að leggja nokkurn dóm á tilgang þinn, að er endurtekning aðeins með heflaðri orðum, á því, er Mus- solini og Hitler færa sér til afsökunar fyr- ir árásarstríðum sínum: fátækar þjóðir, reglulegir proletarar (öreigar) hafa lagt út í þetta stríð í nafni málefnis síns á móti plútókrötunum með auðinn í hendi sér og sem vilja að hann ráði öllu. Eg er ekki neinn sérfræðingur — sem mér er maðal annars sagt að þér sé illa við — en mér er samt ekki ókunnugt um hag Mið-Evrópu. Og leyfið mér nú fyrst af öllu að spyrja, hvaða hluta Mið-Evrópu þú hefir í huga? Þegar þú, kæri ofursti, og sá er þetta ritar, voru síðast í Evrópu, heyrðu fimm óháð ríki til Mið-Evrópu: Þýzkaland, Austurríki, Ungverjaland, Tékkóslóvakía og Sviss. Sviss, sem um ómuna tíð hefir verið svift sem næst öllu hráefni, er enn ekki fátækt land; þar býr þvert á móti ein ríkasta þjóð í heimi. Aust- urríki og Tékkóslóvakía voru heldur engin miljónera lönd, en hafa samt komist sæmi- lega af síðast liðin tuttugU ár, og höfðu ekki minstu löngun til að fara í stríð við Bretland. Gagnstætt því, börðust þessar þjóðir alt sem þær gátu á móti því að sam- einast Þýzkalandi, er þá var orðið ákveðið í að leggja undir sig smáþjóðir Mið- Evrópu til þess að herja með sér á vestur ríki Evrópu. Úr því Ungverjaland gat ekki komið til mála, geta orð þín um Mið- Evrópu ekki átt við annað en Þýzkaland, “hið fátæka, já, raunalega fátæka Þýzka- land.” Við skulum nú athuga þessa fátækt þess. Jafnvel áður en Hitler kom til Þýzkalands, var mikið af fátæku fólki þar. En það var vissulega ekki fátækara, en íbúar fátækra hverfanna í London, eða hvar annar stað- ar sem er. En þú munt samt ekki hafa haft skiftingu auðsins í þjóðfélaginu í þessum skilningi í huga, eða neinn almennan jöfn- uð, þegar þú með kínversku skýringunni, gafst ástæðuna fyrir núverandi stríði? Það væri ástæðulaust með öllu,~að gruna þig um, að hvetja fátæka til byltingar gegn hinum ríku. En það sem þér bjó í huga, var að koma því inn í vitund manna, í Bandaríkjunum, sem annar staðar, að það væri ekkert við það að athuga þó fátæk þjóð gripi til vopna til þess að jafna þessar sakir við aðra þjóð. Það var alt annað mál, en innanlands bylting! * * * Myndirðu, meðal annars, telja það réttmætt, að Mexikó eða Suður-Ameríku ríkin, færu í stríð við Bandaríkin, aðeins af því að þau eru í einhverjum skilningi auðugri? Áður en um hag Þýzkalands verður rætt, vil eg minnast þess, að auður Bandaríkj- anna, borinn saman við auð Suður-Ameríku lýðveldanna, verður nokkur hundruð sinn- um meiri, en munurinn á auði Bretlands og Þýzkalands. Sá sem viðurkennir hinn um- talaða mismun á auði Bretlands og Þýzka- lands, sem góða og gilda ástæðu fyrir stríði, hlýtur að viðurkenna hitt, að Suð- ur-Ameríku lýðveldin háfi fullan rétt til að ráðast á Bandaríkin og kref jast nokkurs af auði þeirra. Hvað skyldu þeir vera margir innan Bandaríkjanna, sem hafa slíka skoðun? Hefir Lindbergh sjálfur hana? Vér efumst um, að stefna hans í því máli sé svo einlæg, að honum finnist þar nokkur ábyrgð á sér hvíla. En nú skal litið á við hvern sannleik um- mæli þín um fátækt Þýzkalands hafa að styðjast. Þegar þú sagðir, að Bretland væri ofríkt, áttirðu vitanlega við hinar ríku fjölskyldur þess. Það ætti þó ekki að vera ný frétt til þín, að þrjár af fimm rík- ustu fjölskyldum Evrópu, voru og eru ennþá þýzkar; Henkell von Donners- marcks, Krupps og Hohenzollarnir (þ. e. keisárinn sæli). Hvað áttu eiginlega við, þegar þú talar um “óþoíandi fátækt Þýzkalands?” — Kanské þú eigir við árstekjur landsins? Árið 1929, árið fyrir kreppuna, voru þjóð- tekjur Þýzkalands 76 biljón mörk — um 30 biljón dalir — eða um 1200 mörk — 480 dalir—á hvern mann á ári. Á þessu sama ári voru þjóðtekjur hins ríka Frakklands, 450 biljón fránkar (12 biljón dalir) ; tekjur til jafnaðar á hvern man á ári voru þar 1100 frankar (eða 290 dalir). Má eg spyrja þig, minn kæri ofursti, hvernig á því stendur, að hið fátæka Þýzka- land, fremur en hið ennþá fátækara Frakk- land heyir stríð við hið ofríka England? Og má maður þá spyrja, við hvern Banda- ríkin eigi að heyja stríð, þar sem einstakl- ingstekjur þar eru svipaðar eða ekki nema lítillega hærri en í Þýzkalandi? (Tekjur á hvern mann voru árið 1929 í Bandaríkjun- um 600 dalir, en lækkuðu 1933 í 340 dali; voru svo 1939 aftur orðnar 530 dalir). Eða áttirðu við, kæri ofursti, að Þýzka- land, þrátt fyrir hinar geisimiklu tekjur fyrir kreppuna, hafi haldið að sér höndum og étið upp þjóðarauðinn ? Ef þú hefir þá skoðun, verð eg að ónáða þig enn með nokkrum tölum. Þar sem þú hefir lagt fyrir þig að rannsaka hag Evrópu, munu ekki hafa farið fram hjá þér tölurnar, sem Herr Hitler gaf út fyrir skömmu um kostnað landsins við að koma upp her á ný. Fjögur s. 1. ár sagði Hitler að landið hefði veitt til vopnabúnaðar 100 biljón mörk — 40 biljón dali! Veiztu af nokkurri annari fátækri þjóð, sem slíkri f járhæð hefði mátt við að eyða til hernaðar, og án þess að taka nokkur lán erlendis, en innheimta það næstum eingöngu frá þjóð sinni? Þýzka- land, í allri sinni fátækt, eyddi því með öðrum orðum til hernaðar á fjórum árum nokkuð meiru en nam þjóðtekjum Frakka á þremur árum. Þar sem Bandaríkin eru helmingi mannfleiri, hefðu þau á fjórum árum átt að leggja fram 80 biljón dali, ef jafnast hefði átt við eyðslu hins fátæka Þýzkalands til hernaðar. En hvað held- urðu, ofursti sæll, um þetta? Hefði þetta ekki orðið all tilfinnanlegur útgjaldaliður á jafnvel hinni auðugu Bandaríkjaþjóð? En Þýzkaland, snautt og vesælt, mátti við þessu. Og þjóðin lifði það af, hafði oftast eitthvað að bíta og brenna og átti stundum aflögu fyrir bjórglasi. Mig furðar á hvað þú hafðir í huga er þú fluttir þessa ræða. Var það hráefna- skorturinn, sem Hitler kvartar svo oft og sáran undan? Hvernig stóð á honum? Eins lengi og Þýzkaland svifti sig ekki sjálft útlendum gjaldeyri með herútbúnað- inum, gat það keypt á sömu kjörum og Bretland út um allan heim. Það gat meira að segja keypt hérefni af Bretum, fram- leitt innan Bretaveldis hvar sem var, á alveg sömu kjörum og Bretland. Eg skora á þig, herra ofursti, að sanna að eg hafi í nokkru af þessu rangt fyrir mér. Eftir að Þýzkaland fór fyrir alvöru að hervæðast, olli það erfiðleikum út um allan heim. Aðrar þjóðir urðu að gera það sama. Við það fóru viðskifti öll út um þúfur. Þýzkaland var ekki eina landið, sem fyrir afleiðingunum varð af heimsku sjálfs þess. Þjóðverjar þóttust gera þetta, þ. e.. efla herinn, til að bæta úr meinum þjóðarinnar. Það eina sem til þess getur orðið að lækna hennar mein, er að rífa upp nasismann með rótum og brenna hann. Það er hann sem böli Þýzkalands veídur og bölinu út um allan heim. Þegar til alls kemur, er það eitthvað ann- að en að Þýzkaland sé fátækt land. Það hefir ávalt, síðan 1924 látist vera fátækt, en þá skapaði það kreppu heima hjá sér til þess að losna við greiðslu á stríðsskaða- bótunum. (Hér mætti skjóta því inn, að alt, sem Þjóðverjar greiddu af stríðsskaðabót- unum, nam 17 biljón mörkum (um sex bil- jón dalir), en Þjóðverjar tóku lán fyrir því frá Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum, alt að 27 biljón mörk, sem vextir hafa ekki verið greiddir af síðan 1930 og verða auðvitað aldrei greiddir, né höfuð- stóllinn. Skaðabæturnar var ávalt verið að lækka og síðast voru þær orðnar aðeins 600 miljón mörk — um 240 miljón dallr — sem var ekki nema brot eða % af því er Þýzkaland varði síðar á hverju ári til her- útbúnaðarins. Fyrir kreppuna og þar til þjóðin þýzka fór að ausa öllu sínu fé í her- útbúnað, var Þýzkaland tvímælalaust auð- ugasta landið á meginlandi Evrópu. Merking Orðsins Aríi Eitii Walter Theimer Qrðið Aríi var upprunalega notað af málfræðingum yfir flokk tungumála í Norður-Indlandi, en hefir ekki verið nafn á nokkrum mannflokki. Orðið “Arya”, er sanskrit, og er notað sem lýsing á ind- verskum herskáum mannflokki er getur um í gömlum trúbókum Indverja, um 3000 ár f. Kr. Orðið þýðir göfugur. Það varð svo að venju, er talað var um hin mörgu skyldu mál á Indlandi, að tala um þau sam- eiginlega sem “Arýan”. Þýzkur fræði- maður, Frederick Max Muller, er lifði í Oxford frá 1848 til dauðadags (1900), varð höfundur þeirrar kennigar, að Aríarnir, sem í forngoðafræði Indverja er talað um, hafi ekki einungis talað frumtungu Indo- Evrópumanna, heldur hefðu þeir verið “Urvolk”, frumþjóð. Rómantískir rithöf- undar og heitir þjóðernisvinir bæði í Þýzkalandi og á Englandi, bitu á þetta agn, og úr því varð það almenn trú, að þessi Aría-frumþjóð, hefði komið ofan af hinum snævi þöktu tindum í Pamír, og breiðst svo út, eigi aðeins yfir alt Indland og Persíu, heldur, sem meira er vert, til rússnesku heiðanna og þaðan um alla Evrópu; með því var svo grundvöllur lagður að allri framtíðar siðmenningu vestrænna þjóða. 'Því var haldið fram, að allir sem eitthvert indo-evrópiskt mál töluðu, væru afkomend- ur þessara Aría, sem eignaðir voru auð- vitað alveg sérstakir hæfileikar og yfir- burðir yfir alla aðra menn. Síðari rannsóknir hafa leitt í ljós svo að eigi verður um deilt, að tunga þessara Aría er ekki elzta, eða frumtunga indo-evróp- isku málanna. Það veit enginn hvernig sá mannflokkur leit út, sem fyrst talaði það mál, eða hvar hann átti heima (nema að því leyti, sem það mun hafa verið einhvers- staðar í Asíu) eða hvort að hann var í nokkru líkur þeim þjóðum, er nú byggja Evrópu. Það eru engar sannanir fyrir því, að nokkur Aríi hafi komið til Evrópu frá Indlandi. Mál þeirra getur alt eins hafa komið til Indlands frá Evrópu; tungur út- breiðast iðulega án þess að þjóðflokkurinn útbreiðist eða flytji sig báferlum, sem þær talar. Hin rómversku áhrif í ensku máli, bárust ekki til Englands með Rómverjum, heldur með Norðmönnum. Mannflokkur eða flokkar þeir, sem fluttu indo-evrópisku málin til Evrópu, þurfa alls ekki að hafa verið þessir Aríar, en hvar vagga þeirra manna stóð, veit enginn. Nýlegar rann- sóknir á þessari tungu og máli Hittíta, sem getur um í biblíunni, hafa jafnvel gefið til kynna, að þetta “Urvolk” sem á máli Aría mælti og Muller getur um, muni hafa verið Semítar. Það var þeim líkast, bæði langnefjað og svarthært. Muller viðurkendi villu sína síðar og skrifaði mikið til að leiðrétta þetta. Hann lagði áherzlu á, að “Aríi” væri aðeins orð- tak, en væri alls ekki nafn á neinum þjóð- flokki. Sannleikurinn er sá, að það var aldrei neinn þjóðflokkur til, með nafninu Aríi. En trúin á þetta hefir samt sem áður lifað höfund henn- ar og er nú eitt af aðal-vopnun- um á móti Semítum. Aríi þýðir nú oft ekki annað en að vera Gyðinga-hatari.—(Lausl. þýtt). Í TDRATTI R ÚR FUNDARGERNINGUM frá átjánda ársþingi Hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku Framh Þriðji þingfundur var settur kl. 9.30 sunnudagsmorguninn þann 30. júní. Ritari las fund- argerð síðasta fundar og var hún samþykt. Séra Jakob Jónsson lagði fram álit fræðslumálanefndarinnar, sem hér fylgir: Fræðslunefndin leggur til, að eftirfarandi tillögur séu sam- þyktar: 1. Að kirkjufélagið vinni eft- ir mætti, að stofna nýja sunnu- dagaskóla og aðstoða einangruð heimili við útvegun bóka og smá- rita um trúmálafræðslu. 2. Þingið mælir með því, að kennarar hvers sunnudagaskóla hafi fundi með sér reglulega til að ræða vandamál skólans. Enn- fremur, að skólanefnd sé kosin í hverjum söfnuði til að hafa um- sjón skólans í samvinnu við for- stöðumann og prest. 3. Fulltrúi sé sendur til The Midwest Religious Education Institute að Lake Geneva í Wis- consin næsta vor til að kynna sér sunnudagaskólamál. 4. Kirkjufélagið veitti fé til sunnudagaskóla eftir nánari á- kvörðun stjórnarnefndar. 5. Umsjónarmanni sunnu- dagaskóla sé falið í samráði við stjórnarnefnd, að safna fé til námsskeiðs fyrir starfsfólk sunnudagaskóla. 6. Umsjónarmanni sunnudaga- skóla sé falið að leitast fyrir um, hovrt unt sé að fá sett upp út- sölu á bókum og verkefnum, sem Beacon Press gefur út handa sunnudagaskólum. Wynyard, 29. júní 1940. Undirritað: Jakob Jónsson Philip M. Pétursson Helga Reykdal Séra E. J. Melan gerði tillögu um að nefndarálitið væri rætt lið fyrir lið. Tillagan var studd af P. M. Péturssyni og samþykt. Fyrsti liður var samþyktur samkvæmt tillögu S. Thorvald- sonar og E. Einarssonar. Annar liður samþyktur sam- kvæmt tillögu S. Thorvaldsonar i og J. O. Björnssonar. Þriðji liður samþyktur sam- kvæmt tillögu séra P. M. Péturs- sonar og E. J. Melans. Fjórði liður. Um hann tók séra Jakob Jónsson til máls, sagði, að hann hefði þegar verið samþyktur í f jármálanefndar- skýrslunni. Hann taldi nauð- synlegt, að umsjónarmaður sunnudagaskólanna heimsækti þá. Sveinn Thorvaldson tók einnig til máls og sagði, að kirkjufélagið hefði gert alt, sem í þess valdi stæði til að hjálpa sunnudagaskólunum. Gerði hann tillögu um að samþykkja liðinn. Tillagan var studd af Mrs. J. Sigvaldason og samþykt. Fimti liður. Séra Jakob Jóns- son tók aftur til máls um þennan lið, sagðist hann vilja, að ein- hver, sem gæti uppfrætt kennar- ana um sunnudagaskólastarfið, efndi til námsskeiðs undir um- sjón kirkjufélagsins bæði í þess- ari bygð og í austurbygðunum. Þó að slíkt námsskeið varaði ekki nema um viku tíma mundi það gera mikið gagn. J. O. Björns- son lagði til og séra E. J. Melan studdi, að liðurinn væri samþykt- ur. Tillagan var samþykt. Sjötti liður. Séra P. M. Pét- ursson gaf útskýringar viðvíkj- andi þessum lið með því að minna á, að útsala á bókum Bea- con Press hefði verið um tíma í Winnipeg undir umsjón kirkju- félagsins, en vanskil þeirra, sem bækurnar fengu hefðu eyðilagt þá tilraun. Hann sagði, að nokk- ur óþægindi stöfuðu af því að ekki væri hægt að skoða bæk- urnar áður en pantanir væru sendar til The Beacon Press og stakk upp á, að bókaútsalan væri falin einhverjum, sem ekki væru nauðsynlega í stjórnamefnd fé- lagsins. Sveinn Thorvaldson gat þess, að sunnudagaskólar Árborgar og Riverton safnaðanna hefðu nú talsvert bókasafn og hefðu enga þörf fyrir bókaútsölu eins og þá, sem tillagan færi fram á. Séra E. J. Melan áleit að heppilegt væri að hafa bækurnar, ef til vill eitt eintak af hverri, til taks. Séra G. Árnason lét í ljós sömu skoðun. Nokkrar fleiri umræð- ur urðu um liðinn, sem síðan var samþyktur samkvæmt tillögu fra S. Thorvaldsyni og E. Einarsyni. Nefndarálitið í heild sinni var síðan samþykt. Næst bað forsetinn um álit og tillögur tillögunefndarinnar. — Séra Jakob Jónsson bar þá fram eftirfylgjandi ályktanir fyrir hönd nefndarinnar. Tillögunefndin leyfir sér, að leggja til, að þingið sendi eftir- farandi símskeyti til biskupsins yfir íslandi og forseti Unitara- sambandsins: I Biskup, Reykjavík. Greetings from Conference. Icelandic Federated Churches Dr. Frederick May Eliot, 25 Beacon St., Boston, Mass. United Conference Icelandic Churches holding annual meet- ing in Wynyard sends hearty greetings. Wynyard, 29. júní 1940. Undirritað: Thorvaldur Pétursson Jakob Jónsson Sveinn Thorvaldson Tillögunefndin leyfir sér hér með, að leggja til, út af með- fylgjandi bréfi hr. Gunnars Er- lendssonar, að eftirfarandi til- laga verði samþykt af þinginu: Framkvæmdarnefndinni heim- ilast að veita fé til styrktar söng- starfsemi í söfnuðum, samkvæmt umsókn söngflokka, presta eða organista, eftir því sem hún tel- ur ástæður félagsins leyfa. Wynyard, 29. júní 1940. Undirritað; Thorv. Pétursson Sveinn Thorvaldson Fyrri hluti nefndarálitsins um símskeytin til biskups íslands og forseta A. U. A. var samþyktur, samkvæmt framkominni tillögu frá Sveini Thorvaldssyni og Th. Nelson. Séra Jakob las þá upp bréf frá G. Erlendssyni til sín um söng- starf kirknanna og þörf á góðum íslenzkum sönglögum. Kvaðst bréfritarinn hafa gefið út bók til notkunar við guðsþjónustur, en að tiltölulega lítið hefði selst af henni. Séra Jakob sagði, að eng- inn gæti efast um áhuga Gunn- ars Erlendssonar fyrir því að bæta sönginn og taldi söfnuðun- um alls ekki of vaxið að eignast bókina, en þrátt fyrir það hefði nefndinni fundist réttast að leggja þetta fyrir þingið og stjórn félagsins. Sveinn Thor- valdson sagðist hafa skoðað bókina og taldi hana mjög not- hæfa fyrir sönglfokka í kirkj- um, þar sem þeir hefðu tæki á að æfa sig undir góðri stjórn. Kvað hann sjálfsagt, að bæta kirkju- sönginn hvar sem því yrði við komið. Lagði hann til, að þessi tillaga nefndarinnar væri sam- þykt. Tillagan var studd af J. O. Björnssyni og samþykt. Þá lagði Mr. Finnbogi John- son fram álit ungmennafélags- nefndar, sem fylgir. Young People’s Report The committee elected to re- port on young people’s activities and plans presents the following suggestions:

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.