Heimskringla - 18.09.1940, Page 4
4. SíÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 18. SEPT. 1940
Ifeímskringla
(StofnuO 1886)
Kemwr út i hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VTEHNG PRESS LTD.
888 oq 8SS Sargent Avenue, Winnipeg
TaLsímis 86 537
VerB blaSslns er $3.00 árgangurlnn borgiet
ryrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
911 TlSsUfta bréf blaðinu aSlútandi sendlat:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Vtanáskrijt til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” ls pubUshed
and prlnted by
THE VIKIMG PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepbone: 86 537
WINNIPEG, 18. SEPT. 1940
ÓÞARFINN
Er hveiti eitt af þessu sem kallað er
óþarfi? Maður spyr svona hins vegar. Af
undirtektum bæði fylkis- og landstjórnar-
innar í að greiða fyrir sölu á hveiti, er
engu líkara, en að þær álíti hveitiræktina
einskis verða og þessa aðalfæðu manna nú
orðið, hveitið, helberan óþarfa.
Blaðið Winnipeg Tribune hefir flutt
greinar, sem hafa verið viðtal við bændur,
og sem sýna og sanna, að sala á hveiti, eins
og hveitiráðið hefir hugsað sér hana, er
með öllu ófullnægjandi. Að fá að selja 5
mæla af ekru hverri til jafnaðar, svarar
aðeins til eins þriðja af öllum hveitibirgð-
um bóndans. En að fá aðeins einn þriðja
vinnu sinnar goldinn, eru ekki góð kaup
fyrir verkamanninn, sem í þetta sinni er
bóndinn.
Vér höfum ávalt litið svo á, sem land-
búnaðurinn væri heillavænlegasta atvinnu-
grein þessa lands. Með því er ekki átt við,
að hún sé bóndanum neinn sérstakur upp-
gripa, eða gróðavegur. Hann gæti nurlað
saman margt árið eins mikið á að selja
harmónikur frá Þýzkalandi eða Japan. En
það er frá velferðarlegu sjónarmiði þjóð-
félagsins, sem búnaðurinn verður ávalt
mikilvægur. Hann er öryggi þess meira
verður enn nokkuð annað. Þar sem búnað-
urinn er í góðu lagi, farnast þjóðfélaginu
bezt. “Bú er landstólpi”, eins og kveðið
hefir verið að orði.
“Góð uppskera!” Það eru orðin sem fel-
ast í bænum eldri sem yngri, er sjálfum
sér og þessu landi, eða þjóðfélagi, óska
hins bezta. Drengir og stúlkur, ef aðeins
eru af óvita aldrinum, segja þegar spurt er
um hag og horfur, að alt verði gott, ef
landið fái góða uppskeru! Þá fari við-
skiftin af stað. Þá sé skildingunum hent
manna á milli tíðara en auga geti. á fest.
Til þessa þarf bóndinn auðvitað að gera
sitt. Hefir hann ekki gert það?, Bjó hann
ekki vel undir, ef veðráttan skyldi verða
hagkvæm, eins og hún nú reyndist? Jú.
Nú er mikið af hveiti til í landinu. En
það þarf meira að gera en að framleiða
það. Það þarf að selja það. Og þar sem
sala sú er mikið út úr landinu, hefir sam-
bandsstjórnin það verkefni með höndum.
En hvað hefir nú Kingstjórnin gert til
þess að greiða fyrir sölu hveitisins? Hefir
hún gert sína skyldu? Alls ekki. Hún
hefir ekkert sint þessu máli. Hún vaknar
nú upp við þann vonda draum, að öll forða-
búr landsins eru full og meira en það, sv,o
mikil er nú uppskera, en hún hefir ekkert
gert til þess að reyna að selja hana. Henni
hafa engin ráð dottið í hug til þess. Hún
hefir enga stefnu í akuryrkjumálum lands-
ins, sem nokkurs er verð. Önnur eins fyr-
irmunun verðskuldar ósvikna fordæmingu,
hjá hvaða stjórn sem er.
Auðvitað segja málsvarar stjórnarinnar
að hér standi sérstaklega á, sala út úr land-
inu sé tept vegna stríðsins, um aðeins fá
lönd sé að ræða, sem hægt sé að ná til, þó
kaupa vildu o. s. frv. Vissulega stendur nú
óvanalega á. En átti stjórnin ekki að sjá
að einhverju leyti við því, að þó að út af
hinu vanalega brigði, ræki ekki upp á sker
með þessa framleiðslugrein. Það verður
ekki ávalt stríð. Og það getur farið svo, að
hveitisins þurfi alls með áður en því lýkur.
Höfum vér þar fyrir oss orð Hon. J. G.
Gardiner, er fyrir skömmu hélt fram, að
þörfin fyrir hveitið mundi koma fyr en
margan varði, og að það væri ekki enn
nein ástæða að örvænta. Þetta glæddi bæði
vonir bænda og annara. En ef að nú svo er,
virðist auðsætt hvað gera þurfti. Sam-
bandsstjórnin þurfti að afla nokkurs fjár,
annaðhvort með því, að mynda sjóð til
þess á löngum tíma og það hefði hún gert,
ef hún hefði nokkurn gaum gefið þessu
máli, eða að taka lán til þess nú, að greiða
fyrir svo mikið af hveitinu, sem óselt er
um sinn hjá bóndanum. Það virðist sem
stjórnin hafi notað framsýni sína til ein-
hvers annars, t. d. að gæta hags flokksrýja
sinna, en að sjá rekstri þessa aðal- og mik-
ilsverðasta atvinnuvegs landsins borgið.
Stjórnin tekur nú hvert lánið af öðru og
hagur landsins í heild stendur jafn pall-
stöðugur fyrir því. Það má auðvitað segja,
að á þeim lánum standi öðru vísi, þar sem
það eru stríðslán. En á milli þess, sem
gert er í þágu stríðsins og hveitiframleið-
slu landsins, er skemmra, en margur ætlar.
Alt sem eins nytsamt er og matvæla fram-
leiðsla, er starf í þágu stríðsins, þessa
stríðs, sem hver ærlegur, frjálsborinn mað-
ur í þessu landi, getur ekki annað en látið
sig skifta, að hin heppilegustu úrslit fái.
Fylkisstjórnirnar, sem allar telja sig
bændastjórnir og sem haldið er við völd
af bændum, ættu vissulega að sjá skyldu
sína í að greiða eitthvað fyrir bændum, með
því að ábyrgjast að nokkru með landstjórn-
inni féð er til þess þarf í svip, að greiða
bændum vinnulaun sín, svo þeir geti fætt
sig og klætt og búnaðurinn verið eftir sem
áður stólpi landsins. Þær yrðu auðvitað að
gera þetta með því að taka sinn skerf
fjárins að láni hjá landstjórninni, því
utanlands geta þær ekki fengið lán nema
með aðstoð og góðu leyfi landstjórnar. En
með því að taka nú á sig rögg í þessa átt,
sýndu fylkisstjórnirnar að stefna þeirra
væri fólgin í öðru og meiru, en pólitísku
krúnki framan í bændur, eins og reyndin
hefir viljað á verða.
Þetta ber að gera, en hitt eigi ógert að
láta, stendur þar. Þegar hugleitt er starf
það, sem stjórnir verða að ynna af hendi á
stríðstímum, er það fleira en eitt, sem
kemur til greina. Það sannast þar full-
komlega gamla sagan: vegna tapaðs hest-
skónagla, týndist skeifan, vegna skeifunn-
ar, hesturinn, vegna hestsins, hermaðurinn,
vegna hermannsins, stríðið. Hermálastarf
stjórna nær til hins smæsta og ólíklegasta,
eigi síður en þess sem stærra og auðsærra
er.
Það er nú hermt, að mælafjöldinn, sem
hver bóndi má selja af ekru hverri, hafi
verið hækkaður og sé nú 8 mælar. Það eitt
út af fyrir sig eykur kaupgetu bænda um
45 miljón dali, sem er ágætt. En bændur
sitja fyrir því eftir með allan helming
hveitis síns.
Eina lausnin á þessu máli, virðist sú, að
landstjórnin hef jist handa og afli nægilegs
fjár til þess að standa straum af þeim
kostnaði í svip, er af sölutregðunni leiðir á
þessum stríðstímum. Það má auðvitað
segja sem svo, að það geti ekki til lengdar
haldið áfram. Og það er satt. En hitt er
víst, að það bjargar málinu í svip. Og hver
veit nema að hér sé aðeins um bráðabirgð-
arlán að ræða?
Síðast liðinn laugardag, tr Hon. J. G.
Gardiner, að setja ofan í við blaðið Winni-
peg Tribune fyrir að hafa eftir sér, að það
væri á ábyrgð fylkisstjórna vesturlands-
ins, að afstýra þessum áminstu vandræðum
bænda út af tregðunni á hveitisölunni. —
Telur hann sér ekki hafa komið í hug, að
segja neitt í þá átt. Hvers vegna er hann
að afsaka þettá? Stjórnir landsins, smáar
og stórar, eru ábyrgðarfullar fyrir að eigi
stafi að óþörfu vandræði af þessu, eða
framleiðsluhnekkir í einni aðal-atvinnu-
grein landsins. Það þyrfti að láta stjórnir
oftar finna til þess en gert er, að þær eiga
skyldum að gegna, en eru ekki ábyrgðar-
lausar, og er ekki vald og há laun veitt af
þjóðarinnar fé til þess eins að þær leggist
í sællífi, en láta reka að feigðarósi með at-
vinnugreinar þjóðfélagsins. Þessi ábyrgð-
arleysis tilfinning stjórna hefir gengið svo
langt á undanförnum atvinnuleysisárum,
að glæpi hefir næst gengið. Geta verka-
menn og fjölskyldur þeirra bezt um þetta
borið. En á nú að endurtaka það á bænda-
lýðnum og svifta hann kaupgetu, eins og
verkalýðinn, með því að líta á hina miklu
hveitiframleiðslu sem lítilsverðan óþarfa,
eins og stjórnirnar sjáanlega gera og bank-
ar landsins með því að neita, að greiða tú-
skilding fyrir það, eða lána til braða-
birgðar? Ætli það gæti ekki skeð, að pen-
ingar bankanna lækkuðu í verði, ef hætt
yrði að framleiða hér annan eins óþarfa
og hveiti.
Fegurðin er meðmælabréf, sem náttúran
gefur eftirlætisgoðum sínum. Voiture
Fegurðin er fyrsta gjöfin, sem náttúran
gefur konunni, og einnig sú fyrsta, sem
hún tekur frá henni. Méré.
Fegurðin er snara, sem náttúran hefir
lagt fyrir greindina. Lévis.
FJÖGUR LOFASTÓR RÍKI
Innan landa þeirra er um skeið hafa átt
í stríði í Vestur Evrópu og sem sum eru nú
hernumin, eru fjögur sjálfstæð lofastór
ríki. Þau hafa verið hlutlaus, þó löndin
sem þau eru hluti af hafi verið í stríði,
hafa alla stjórn sinna mála og viðskifta.
Það sem á hefir gengið í hinum stærri ríkj-
um umhverfis þau, hefir að vísu haft mikil
og íll áhrif á viðskifti og afkomu þeirra.
En sjálfstæði sínu halda þau óskertu.
Ríki þessi eru Andorra í Pyrenea fjöll-
unum, Liechtenstein við Rín, Monaco við
Riviera og San Marino á ítalíu.
Ríki þessi hafa hvorki her né vopn, nema
eina fallbyssu hvert, sem skotið er af,
þegar mikill fögnuður er á ferðinni.
Öll vona þau, að þau verði látin í friði
og haldi áfram að ráða sér sjálf, eftir að
næsti friðarsamningur hefir verið skrif-
aður.
Eitt þeirra, Monaco, hefir nokkra ástæðu
til að óttast um sjálfstæði sitt. Þessi heim-
ur Louis II, prins, er aðeins fáar mílur frá
borginni Mention, í Frakklandi, sem nú er
skipaður ítölsku setuliði. Þar til vopna-
hléð var samið, klæddist Louis prins
frönskum herforingjabúningi, þó land hans
væri ekki í stríði.
Þegar Frakkland jgafst upp lagði hann
herfroingja búning sinn niður. Heiðurs-
verðir landsins lögðu og niður sinn fagra
búning og fóru í lögreglumanna föt. Land-
verðir þessir fylgdu oft frönskum her-
mönnum yfir landið. Var samningur um
það milli frönsku stjórnarinnar og Louis
prins, að franskir hermenn mættu þar yfir
fara.
ítalir sem nú hafa aðsetur í Ventimiglia,
við landamærin, eru sagðir að hafa myndað
nenfd, er gengur um hrópandi: “Við viljum
hafa Monaco.”
Síðan stríðið byrjaði hafa öll þessi ríki
átt erfitt uppdráttar.
Andorra er ef til vill bezt af. Þó ríkis-
tekjurnar séu litlar aðrar en gróði af frí-
merkjasölu, eru þegnarnir, sem alls eru um
6,200, duglegir að koma framleiðslu sinni
til erlends markaðar. Fá þeir nú gott verð
fyrir hana þar. Þegnarnir stunda flestir
landbúnað. Vörunni smygla þeir út og
ferðast eftir óþektum fjallaleiðum, ef ann-
ars er ekki kostur.
Aðal tekjur Monaco-ríkisins koma frá
spilavítinu í Monte Carlo. En eftir að
stríðið hófst héldu beztu skiftavinir spila-
vítisins flestir burtu úr landinu. Varð því
að loka því um tíma. Nú kvað það opnað á
ný. En viðskiftin mega enn heita í kalda-
koli.
Francis Joseph, hinn ungi stjórnari
Liechtenstein ríkisins, er einn hinna fáu,
ríku, ógiftu prinsa, sem eftir eru í Evrópu.
Hann hefir helst ofan af fyri sér með því að
fara á veiðar í f jöllum síns litla lands, milli
Austurríkis og Sviss. fbúar Liechtenstein,
um 10,200 að tölu, þakka framsýni og viti
síns fyrverandi stjórnara, John II, það, að
hann 1924, knýtti landið viðskiftaböndum
við Sviss í staðinn fyrir Austurríki.
Liechtenstein er nú í raun réttri undir
vernd Svisslands og um leið og skömtun á
matvöru var tekin upp í Sviss og neyzla
gasolíu takmörkuð, gerði Liechtenstein
eins og það.
San Marino er eitt af elztu ríkjum Ev-
rópu. Það sem þar amar að, er að fyrir
ferðamannastrauminn hefir tekið til lands-
ins. En Mussolini er þar tíður gestur og
þykir íbúunum vænlegra áhorfast fyrir
það, því í för með honum eru oft margir
og svo vona þeir, að aðrir telji sér skylt, að
fara að hans dæmi.
FULLTRÚI ÍSLANDS í
BANDARÍKJUNUM
(Þegar Thor Thors lagði af stað vestur
um haf til að taka við fulltrúastarfi sínu
fyrir hönd íslands í Bandaríkjunum, var
honum fylgt úr hlaði með eftirfarandi
grein í “Vísi”. Þar sem hr. Thor Thors er
með þessu kominn í tölu Vestur-íslend-
ingá, á vel við að greinin birtist í vestur-
íslenzku blaði.—Hkr.)
Eftir að Þjóðverjar hertóku Danmörku
varð meðal annars sú breyting á högum
okkar að við tókum utanríkismálin í okkar
eigin hendur. Fram til þess tíma höfðu
Danir farið með þau fyrir okkar hönd.
Utanríkismálin eru meðal þýðingarmestu
og vandsömustu mála hverrar sjálfstæðrar
þjóðar. Kosta allar þjóðir kapps um, að
velja til untanríkisþjónustunnar aðeins
slíka menn, sem þær geta talið sér sóma að
hvar sem er. Smáþjóðum er síst minni
vandi á höndum í þessum efnum en hinum
stærri. Það var bráðar að en aétlað var, að
við tækjum við utanríkismálunum. Þess
vegna má vel vera að ýmsir hafi
talið okkur vanbúna í þessum
efnum sökum skorts á hæfum
mönnum. En það er óhætt að
fullyrða að enn hefir þetta ekki
komið að sök. Á Norðurlöndum
fer Vilhjálmur Finsen með um-
boð okkar, í London Pétur Bene-
diktsson. Hefir þótt vel takast
um ráðningu beggja þessara
manna. Loks hefir Thor Thors
verið ráðinn fulltrúi okkar í
Bandaríkjunum og er hann nú
farinn á stað til New York ásamt
fjölskyldu sinni.
Þótt Thor Thors sé enn ungur
maður, að eins liðlega hálf fert-
ugur að aldri, er hann þó löngu
þjóðkunnur orðinn. Hann lauk
kornungur lögfræðiprófi við Há-
skóla íslands með einhverjum
besta vitnisburði í þeirri grein.
Síðan sneri hann sér að viðskifta-
málum og hefir fengið langa og
víðtæka reynslu í þeim efnum.
Hann hefir um mörg ár verið
einn af forstjórum Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðanda, eins
stærsta fiskifyrirtækis í landinu.
Fyrir nokkrum árum fór hann af
hálfu þessa fyrirtækis í markaðs-
leit til Suður-Ameríku og bar sú
för hinn besta árangur. Síðan
1933 hefir Thor Thors átt sæti á
Aíþingi og er talinn, jafnt af
andstæðingum sem flokksmönn-
um, einhver mikilhæfasti maður
á löggjafarsamkomu þjóðarinn-
ar. í fyrra kom hann fram fyrir
landsins hönd á heimssýning-
unni í New York og fór það svo
úr hendi, að framkoma han's var
mjög rómuð.
Það eru mörg og mikilvæg
verkefni, sem bíða Thor Thors í
hinu nýja starfi. Fyrst og fremst
eru það vitanlega viðskiftamál-
in. Okkur er nauðsynlegt að
kappsamlega sé að því unnið, að
afla markaða fyrir afurðir lands-
ins vestan hafs. Með hinni víð-
tæku þekkingu og reynslu, sem
Thor Thors hefir í þeim efnum,
er hann flestum mönnum færari
til að greiða fyrir viðskiftum
okkar við hina miklu öndvegis-
þjóð vestan hafs.
Þá getur okkur komið J>að að
góðu haldi, að Bandaríkjamenn
öðlist réttan skilning á afstöðu
okkar til annara þjóða. Við er-
um næstu nágrannar Bandaríkj-
anna af öllum Norðurálfuþjóðum
og teljum okkur mikilsvert að
geta átt þar hauk í horni, þegar
fram í sækir.
Loks er það okkur kappsmál
að efla sem mest menningarsam-
bandið milli íslendinga austan
hafs og vestan. f fyrra ferðaðist
Thor Thors um íslendingabygðir
vestra og þótti hvarvetna au-
fúsugestur.
Ráðning Thor Thors í hið veg-
lega og vandasama starf hefir
mælst vel fyrir. Menn eru yfir-
leitt þeirrar skoðunar að vand-
fundinn hefði verið hæfari mað-
ur til þess. Vér óskum honum
fararheilla vestur um hafið og
farsældar í hinu nýja starfi.
—Vísir, 13. ág.
FORSETAÁVARP
dr. Richard Beck við afhjúpun
minnisvarða K. N. Júlíusar.
Kæru landar og vinir!
Ræktarsemi við minningu
þeirra manna og kvenna, sem
gnæft hafa yfir flatneskju með-
almneskunnar og öðrum fremur
auðgað líf vort, er bæði fögur og
frjósöm; frjósöm í þeim skiln-
ingi, að líf slíkra manna og
kvenna er altaf að einhverju
leyti lærdómsríkt. “Framtíð vex
af frægðarsögum”, segir þjóð-
skáldið Matthías Jochumsson í
þýðingu sinni á spaklegum orð-
um höfuðskáldsins Henriks Ib-
sen. Hugsunin í þeim orðum er
auðvitað sú, að menn sem ein-
staklingar og þjóðirnar í heild
sinni þroskist andlega við það,
að varðevita og hlúa að sínum
menningarlegu erfðum, ekki sízt
minningunni um látna snillinga
og andans menn. Stephan G.
Stephansson hafði nákvæmlega
hið sama í huga, er hann sagði í
einu kvæða sinna, að það lækkaði
menn -— minkaði þá í andlegum
skilningi — að gera lítið eða
ekkert úr sínum eigin hlut, og
hann bætti við: “Menn hefjast
við hitt, að horfast í augu við
hátignir allar, og hagræða um
sitt.”
Fögur og virk ræktarsemi,
þjóðrækni í sönnustu merkingu
orðsins og af hreinustu tegund,
er grunntónn og aflgjafi þeirrar
söguríku og hátíðlegu athafnar,
sem hér fer fram í dag. Við
erum hér saman komin til að
heiðra minningu merkisskálds,
sérstæðs snillings á sínu sviði í
ljóðagerðinni, sveitunga og vin-
ar. Að sönnu hefir hann í líf-
rænum ljóðum sínum reist sér
1 hærri og varanlegri minnisvarða
en þann, sem vér afhjúpum hér
í dag; en þó er sá minnisvarði
■ miklu meira en steinarnir og
’ sandurinn, sem hann er gerður
1 úr; hann er bygður af enn þá
1 traustara efni: góðhug, rækt og
; þakklæti til hans, sem sá bauta-
; steinn er vígður. Með varða
þessum hafa hinir mörgu vinir
og aðdáendur skáldsins í hópi,
landa hans hérna megin hafsins
viljað sýna þess nokkurn vott í
verki, að þeir kynnu að meta
merkilegt framlag hans til fé-
lagslífs vors og bókmenta. Á
það hefir þegar verið bent, að
slík ræktarsemi sé hin ágætasta
þjóðrækni. Vil eg því fyrir hönd
Þjóðræknisfélagsins þakka deild
‘ inni “Bárunni” prýðilega for-
göngu í þessu máli og jafnframt
öllum þeim, sem stutt hafa að
' því með fjárframlögum eða á
annan hátt, að minnisvarði þessi
er upp kominn, og þá sérstaklega
þeim mönnum, sem önnuðust
sjálfa byggingu hans. Er hér
sýnt, hverju orka má, þegar á-
hugi og samhugur haldast í hend-
ur, og mætti það bæði verða oss
til áminningar og fyrirmyndar í
þjóðræknisstarfi voru alment.
Öðrum er það hlutverk ætlað,
að túlka og meta ljóðagerð K. N.
Júlíusar, við þetta tækifæri; verð
eg því fáorður um það efni, enda
hefi eg áður gert því nokkur
skil, í ræðu og riti. Listgáfa
skáldanna er harla ólík og hlut-
verk þeirra í lífinu að sama skapi
frábrugðið; þau grípa með ýmsu
móti í strengi hörpunnar, og fer
það eftir eðli þeirra og smekk;
sum þeirra knýja úr strengjunum
hin hreimdýpstu sorgarljóð;
önnur bljúga bænarhljóma eða
sætustu svanasöngva; enn önnur
þeirra slá á létta strengi kímn-
innar, glaðværðar og gletni. Og
öll eru þessi ólíku skáld nauð-
synlegir hljómlistarmenn í hinni
miklu og margþættu hljómsveit
mannlífsins. Eitt eiga einnig öll
sönn skáld sameiginlegt: skap-
andi frumleiksgáfu. Því hafði
Sigurður Breiðfjörð rétt að
mæla, er hann kvað;
Hinn er skáld ,sem skapar, fæðir,
málar
myndir þær í þanka sér,
sem þektum aldrei forðum vér.
Enginn mun með sanni neita,
að því hafi verið þannig farið
um það skáldið, sem vér minn-
umst að þessu sinni. En vitan-
lega geta myndir þær, sem skáld-
in bregða upp fyrir oss, verið
með ýmsu móti. Hjá K. N. Júl-
íus voru það einkum nýjar mynd*
ir málsins, sem hlógu oss við
augum, orðaleikir; hann snýr
upp nýjum fleti á margstrend-
um demanti íslenzks máls. Einn-
»
ig fengu fyrirbrigði lífsins, jafn-
vel hin hversdagslegustu þeirra,
á sig nýjan blæ, þegar hann varp-
aði á þau kastljósi kímni sinnar.
Á því sviði ljóðlistarinnar lagði
hann fram sinn frumlegasta og
varanlegasta skerf til íslenzkra
bókmenta.
Þakklátum huga minnumst’vér
hans í dag, sem mikils gleðigjafa,
því að það var aðalhlutverk hans
sem skálds að bera vermandi ljós
gamansemi og græskulausrar
fyndni inn í hug vorn og híbýli,
þó að hann gæti einnig, þegar