Heimskringla - 18.09.1940, Síða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. SEPT. 1940
Þegar skammbyssuskotin hófust æpti Gill-
more upp. Það var ætlun hans að vara Nansen
við að taka skammbyssuna og lúta vilja Chianga.
En áður en orðin komust yfir varir hans tók
önnur rödd fram í. Sú rödd var ekki mjög há,
en hröð og skýr og heyrðist greinilega gegn
um skothvellina. “Kris, láttu skammbyssuna
liggja kyrra!” hrópaði röddin. “Snertu ekki
við henni!”
Það var María. Hún var róleg og flýtti sér
til að frelsa líf Hamiltons. Hún var líka
kannske að hugsa fyrir einhverju, sem hún átti
sjálf í hættu. Hún sá ef til vill að líf Nansens
var í hættu og vildi ekki að hann varpaði því á
glæ til einskis gagns. Hún fleygði sinni eigin
skammbyssu á jörðina. Allir frá “Chelsea”
voru nú afvopnaðir. f þessari kyrð sagði María
rólega og greinilega.
“Ert þú særður Snjóbolti?” Það var ekki
nema eðlilegt að hún sneri sér fyrst til svert-
ingjans. Hann hafði tekið upp málstað hennar.
“Ekki sem neitt heitir, Miss María. Bara
í handleggnum.”
“Og þér ofursti?”
“Bara skinnspretta.” Gillmore sneri sér að
Chianga og sagði: “Nú getið þér tekið til yðar
ráða.”
“Eigum við að líta á þetta eins og skák?
Ef svo er þá gæti eg kóngsins en sleppi drotn-
ingunni.” Chianga talaði skýrt og greinilega,
og þeir furðuðu sig allir á því, að þeir hefðu
nokkru sinni haldið að hann væri Aleutingur.
Hann hafði fyrst þegar uppnámið byrjaði, verið
hás af æsingu, og orðin stutt og hikandi, en nú
var hann rólegur og virðulegur. Hann sneri
sér við og gaf vissar fyrirskipanir á rússnesku.
Menn Kublis bundu fangana. Tveir þeirra voru
óbundnir. Páll Hamilton fékk leyfi til að ganga
laus, sem var vottur þeirrar virðingar, sem Chi-
anda bar fyrir honum. En enginn þeirra skildi
hversvegna María var ekki bundin.
Ungu stúlkunni þótti ekkert vænt um það.
Hún mat ekkert þessa nærgætni, sem henni var
sýnd af því að hún var kvenmaður. Á meðan
mún var á valdi þessara Moskóvíta, langaði hann
ekkert til að tillit væri tekið til þess að hún var
kona. Tilgangur Chianga var líka ekki hinn
sami hvað hana snerti. Hann virti ekki konur.
Hann virti Maríu mjög fyrir þrek hennar og
hugrekki—en ekki meira, en hann virti Nansen
og Gillmore ofursta. Er hún hugsaði til þess
að Chianga sýndi henni þessa umhyggju, þá
fyltist hjarta hennar skelfingu.
Nú var annað starf fyrir höndum. Fiski-
mennirnir sem eftir urðu á skipinu, höfðu farið
niður í hinn bátinn og stefndu nú að ströndinni.
Þeir höfðu heyrt skotin og fóru eftir boðunum,
sem þeim voru gefin. Þeir sóttu knálega róð-
urinn, en er Chianga sá það, gaf hann mönnum
sínum einhverjar fyrirskipanir. Þeir hlupu inn
í tjaldið og komu að vörmu spori aftur með
riffla. Gillmore ofursti tók að kannast við að-
ferðirnar. Þessir Rússar voru æfðir hermenn.
Þótt vopn þeirra væru aðeins veiðibyssur, þá
fóru þeir með þær eins og æfðir hermenn. Sam-
kvæmt skipun Chianga skipuðu þeir sér í röð á
ströndinni og brátt þutu kúlurnar í kring um
bátinn.
Þetta átti þá að verða ófriður. Þessir menn
skutu ekki til að hræða. Þeir miðuðu nákvæm-
lega. Fjarlægðin var ennþá of mikil. En það
var ómögulegt fyrir mennina í bátnum að kom-
ast í land á eyjunni, þar sem þeir voru eingöngu
vopnaðir með skammbyssum. Þeir sáu sjálfir
að það var ómögulegt og réru fljótlega út að
skipinu aftur til að athuga hvað gera skyldi.
“Guð veri lofaður fyrir að leiðtogi þeirra
er hygginn maður,” hugsaði Gillmore.
“Hefir þú með þér fallbyssu?” spurði Chi-
anga Kúbli. Hann talaði á rússnesku og skildu
amerísku mennirnir hann því ekki.
“Já, félagi.”
“Eg hugsaði mér þetta, að Berdinsky hefði
ekki látið þig fara án hennar. Gefðu þeim úti á
skipinu merki um að koma með hana upp á þil-
farið og sökkva “Chelsea” með fallbyssu skoti.”
Kúbli glenti upp augun. Hann var vanur
að drepa menn, en síðan á stjórnarbyltingar-
tímunum var hann orðinn því næstum af vanur,
og svona miklar blóðsúthellingar vöktu undrun
hans.
“Sökkva henni, félagi?” stamaði hann.
“Ert þú að setja út á skipanir mínar?”
“Nei, félagi, en ameríkanarnir---”
“Hvað geta þeir gert oss þegar vér erum
komnir heilu og höldnu í höfn í Okhotisk?, en
þangað erum við að fara. Ástæðan fyrir skipun
minni er sú, að þeir fái ekkert að vita um það,
sem hér gerist, eða það sem síðar kemur fyrir.
Langar þig kannske til að fiskimennirnir sigli
heim til Ketchikan og segi frá því, sem þeir hafa
séð og sendi hingað herskip! Þú ert ekki
heimskingi, Kúbli! Þeim mun leyndari sem at-
hafnir okkar eru hér, þess betra er það. Hið
mikla leyndarmál er að vísu vel geymt nú, en
okkur langar ekkert til að hafa neinar málaleng-
ingar út af þessu. Þegar fallbyssan þín hefir
talað við þá, segja þeir ekkert framar. “Chel-
sea” hefir sokkið með manni og mús, eins og
svo mörg skip hafa áður gert. Þarf eg að
standa hér eins og barnakennari og útskýra
þetta fyrir þér, sem svona er einfalt?” Augu
Chianga leiftruðu og Kúbli, sem heyrt hafði um
hvað það þýddi, hikaði nú ekki lengur við. Með
smáspegli einum gaf hann þeim merki úti á
skipinu.
Mennirnir hurfu og stuttu síðar komu þeir í
ljós aftur með vopnið. Er þeir höfðu sett hluta
þess saman með skrúfunni, því að það var gamal-
dags að gerð, kom það í ljós að þetta var dálítil
fallbyssa sem bar stutt. Fangarnir á Akamak
eyjunni horfðu á hana með galopnum augum.
Skipstjórinn á “Chelsea” var náfölur, svitinn
spratt út á enni Maríu, en Chianga var rólegur
— hirðulaus eins og Aleutingurinn, sem hann
nýlega hafði leikið.
Þeir sem voru um borð á Chelsea höfðu
einnig veitt því eftirtekt hvað þeir höfðust að á
“Bering”. Þegar alt var tilbúið, sneri kjaftur
.fallbyssunnar að þeim, og var það sýn, sem
Eiler, er nú var skipstjóri á “Chelsea” gast alls
ekki að.
Eiler hafði oftar en einu sinni horfst í augu
við dauðann. En ekkert er hræðilegra, en að
horfa inn í fallbyssukjaft. Honum datt það
aldrei í hug að svíkja Nansen, en hann ætlaði
sér samt aldrei að láta það viðgangast, að “Chel-
sea” sykki orustulaust. Hún var gott skip, en
hún gat ekki flotið með sex þumlunga breiðri
holu í skrokknum. Og á hafsbotni gat hún
ekki hjálpað Nansen né neinum öðrum. •
Gillmore hafði þakkað guði fyrir að Eiler
var skynsamur maður, Nú mátti hann endur-
taka það þakklæti. Eiler gaf skipun, sem skip-
verjar hlýddu tafarlaust. Atkerum var létt og
“Chelsea” sigldi burt.
Hin stóra fallbyssa hóf þegar upp raust sína
með djúpum drunum, er bergmáluðu frá klettum
eyjarinnar, en kúlan hvarf í kjölfarið. Næsta
skotið kom nær, en ekki nógu nálægt, og þriðja
var langt frá markinu. “Chelsea” hvarf í þok-
una, sem huldi alt fyrir utan voginn. Þegar
skipið var sloppið, ræddi Eiler við menn sína.
Átti hann að sigla til Unalaska eftir hjálp?
Hann mundi sjálfsagt hitta þar strandgæslu
skip, sem mundi skjótlega sjá fyrir þessum
rússnesku morðingjum. Eiler íhugaði málið
og hristi svo höfuðið.
“Við eigum á hættu að hitta ekkert skip
þar í höfninni,” sagði hann. “Við verðum
kannske að bíða tvo til þrjá daga, og þótt við
hittum skip þar, verða það tveir til þrír dagar
þangað til við komumst hingað aftur.”
“Og tveir dagar eru of margir dagar,” sagði
stóri Tommi. “Ef við verðum tvo daga í burtu,
megum við alveg eins vera altaf í burtu.”
Það var sár sannleikur. Viðburðirnir á
eyjunni voru að ná hámarki sínu. Það sem átti
að gerast, varð að gerast strax.
“Djöflar þessir bíða varla eftir því, að við
sækjum hjálp,” sagði Eiler. “Þeir si'gla sjálf-
Sagt beina leið til Síberíu — og komist þeir tvo
daga á undan okkur, finnum við þá aldrei fram-
ar. Japanskt fiskiskip flæktist hér í heilt ár
með skipshöfnina, sem næstum var hörfallin og
fanst ekki fyr en það hrakti inn í Port Towns-
end — manstu ekki eftir því?” Stóri Tommi
hafði ekki gleymt því. Öll blöðin höfðu sagt
söguna. “Eina hjálpin, sem félagar okkar geta
fengið, er sú að við reynum að fylgjast á eftir
þeim og gera fjarlægðina milli þeirra og okkar
ekki of mikla, en þrátt fyrir það eru tækifærin
ekki mörg.”
Þetta var alt satt. Engin hjálp utan að gat
komið nógu snemma. “Chelsea” hafði siglt
leiðar sinnar, eins og einstæðings úlfur, og það
varð hún að gera áfram, þangað til æfintýri
þetta var á enda kljáð.
Þeir gátu ekki kallað á neina hjálp í þessu
hafi. Þeir höfðu engin útvarpstæki, og auk þess
voru þar engin skip í margra mílna fjarlægð.
Og í raun og veru voru tækifæri fanganna miklu
minni, en Eiler hafði sagt. Þeir voru kannske
þannig komnir að enginn mannleg hjálp gat
komið þeim að liði.
Chelsea varð að vera. Hún varð að leyn-
ast í þokunni og reyna að elta Bering. Og
einhverstaðar á hinu gráa hafi milli Akamak og
hinnar bleiku strandar Síberíu, gátu þeir ef til
vill veitt hjálp.
II. Kapítuli
Búðirnar á Akamak eyjunni voru rifnar
niður. Kúbli varð að ljúka við þetta einhvern-
tíma seinna. Það var þýðingarmikið verk og
hann mundi fá mikinn heiður fyrir það síðar
meir, en það virtist ekkert nema aukaatriði nú.
Nú var meiri ábyrgðarhluti lagður á herðar
skipstjórans á Bering, og það var að flytja fanga
Chianga til Síberíu. Dauður eða lifandi hlaut
Páll Hamilton að komast aftur í fangelsið í
Síberíu.
Tjöldin voru brend. Öll merki um starfsemi
Kúblis á eyjunni voru afmáð. Skipanir voru
gefnar að flytja alt um borð í skipið. Fangarn-
ir, sem voru bundnir og undir gæslu, voru sett-
ir í báta og fluttir út í Bering. Eftir það léttu
þeir strax atkerumk
Páll Hamilton leit svo á að skipið mundi
sigla beint í vestur. Þar lá Okhotsk hafið og í
einhverri víkinni þar var leynihöfn, sem hann
hafði heyrt nefnda. En í stað þess stýrðu þeir í
suður suð-vestur í þá átt sem stefndi til Bladivo-
stok. En honum fanst það næsta ótrúlegt að
hann, sem var amerískur maður yrði fluttur
gégn um götur hins mannmarga Síberíu bæjar.
Fangaverðir hans mundu varla hætta á að nokk-
ur þekti hann, því að það gat leitt til óþæginda í
utanríkismálunum.
En þetta skýrðist brátt. Þegar þeir fóru
fram hjá lítilli eyju, suðvestur af Fjögra fjalla
eyjunum, setti Kúbli upp áhald til að gefa
merki með, og var merkjunum svarað inni á
milli hæðanna. Þarna voru rauðliðarnir auð-
sæilega að verki. Hamilton skildi að Kúbli var
annaðhvort að segja þeim frá brottför sinni, eða
gefa félögum sínum aðvörun um að eftir flótta
“Chelsea” væri þeim þarna ekki vært.
Eftir að hafa gefið þessi merki stýrðu þeir
meira í vestur. Skipið sigldi nú inn í hinn
verndandi faðm , Síberíu, en auðsæilega fanst
Chianga þ&ð ekki sigla nógu fljótt. Hann ávít-
aði vélastjórann, vélarnar og hásetana. En í
rauninni hafði skipið ekki náð hinum fulla
hraða, sem var 12 mílur á klukkustund.
Fangarnir stóðu í hnapp á þilfarinu. Þeir
töluðu fátt, sumpart af því að yfir þeim stóð
rússneskur fangavörður, og sumpart af því að
v þeir voru eins og lamaðir af hinni snöggu rás
viðburðanna. Þeir horfðu þungbúnir á grænt
hafið, sem þaut fram hjá.
Við og við brostu þau María og Nansen
hvort við öðru. Á þann hátt létu þau hvert ann-
að vita að þau lifðu ennþá, og fullvissuðu hvert
annað um traust^eirra hvert á öðru, að þau væru
félagar og létu hvergi bugast. Þetta var lítil
huggun, en hún var þeim báðum dýrmæt. Abó
hinn finnski sat við hlið Maríu, en hann virtist
ekki gefa henni neinn gaum. Hann var rólegur
eins og uxi og hin blíðlegu bláu augu hans
störðu í vestur. Bak við hann sat hinn magri
Hans. Hingað til hafði lítið borið á honum, en
nú kom það í ljós að þrek hans var stálslegið.
Hann brosti glaðlega þegar á hann var yrt og
sagði einu sinni spaugsyrði um fangavörð
þeirra. Lítið eitt frá hinum stóð Snjóbolti með
djúpar hrukkur á svörtu enninu og horfði við og
við á limlestan handlegginn.
Snjóbolti var ekki eini maðurinn, sem sárin
sviðu. Er stund leið frá, uppgötvaði Gillmore
ofursti að hann var særður dýpra sári, en hann
fyrst hafði ætlað. Fötin hans voru blaut og heit
af blóði og límdust við líkama hafis. Sárið á
brjósti hans sveið eins og eldur og við og við
fékk hann kölduflog. Kúlan hafði kannske sett
í hann blóðeitrun eða hitt einhverja megintaug.
Hann var máttlaus og veikur.
En hann lét ekki í ljósi með neinum svip-
brigðum að hann þjáðist neitt. Þegar vörðurinn
leyfði það talaði hann við Hamilton um það
sem fyrir hafði komið. Hann spurði ekkert um
leyndarmálið, því að það gat valdið Hamilton
bráðum bana:
Nansen fór eins langt og hann gat.
“Hvaða leið haldið þér að Chianga fari til
Síberíu?” spurði hann.
Líklegast gegn um Beringshafið til að forð-
ast önnur skip,” svaraði Hamilton. “Eg býst við
að einhverjir útsendarar þeirra séu fyrir norð-
an Adakh eyjarnar, sem Kúbli þarf að gefa
merki. Þá förum við stystu leið milli Adakh og
Kanaga eyjanna eða kannske milli Kanaga og
Tanaga eyjanna, og þaðan beint inn í Okhotsk
hafið.”
Nansen festi sér þessi nöfn í minni, þótt
hann sjálfur ekki vissi hvers vegna. Vonin bjó
enn í brjósti hans. Hann breytti ósjálfrátt.
“Og hvað munu þeir gera við okkur?”
spurði Nansen. Hann talaði lágt svo að María
ekki skyldi heyra til þeirra. Ef hann vissi um
fyrirætlanir Chianga, gat hann máske búið sig
undir þær að einhverju leyti. “Chianga tekur
okkur tæplega sem fanga til Síberíu.”
“Nei, það yrði of fyrirhafnarmikið fyrir
hann. Að setja oss alla í fangelsi yrði óþægi-
legt og mundi valda stjórnmálavafstri milli
ríkjanna. Eg verð auðvitað dreginn fyrir dóm-
stól, og tekinn af lífi. Og þar sem eg er njósn-
ari, þá er það ekki nema rétt. Eg býst við að
hann fleygi ykkur hinum fyrir borð einhvers-
staðar áður en við komum inn í Okhotsk hafið.”
Hann talaði svo rólega að Nansen gat fyrst
í stað ekki trúað sínum eigin eyrum.
“Meinið þér þetta bókstaflega?” spurði
hann hægt.
“Auðvitað meina eg það bókstaflega, Þér
vitið kanske ekki, vinur minn, hvaða mál það
er, sem þér eruð bendlaður við.”
“En við lifum á tuttugustu öldinni-------”
Blessaður hættið þessu Nansen! 1914 var
líka á tuttugustu öldinni en það skeði samt.
1918 var það líka. Þó varð bolsévika uppr^isn-
in, og hjá henni var franska stjórnarbyltingin
eins og gamanleikur. Tuttugasta öldin er hin
blóði drifnasta öld, sem mannkynið hefir séð.
Auk þess eigum við hér við Chianga — einn af
illræmdustu morðingjum Rússlands — maður
sem hefir dæmt hundruð, kannske þúsundir
manns til dauða, fyrir miklu minni yfirsjónir en
þessa. Við erum reyndar Bandaríkjamenn, en
við erum óvinir. Verði rannsókn sett á stofn,
munu Rússarnir neita því, að þeir hafi nokkru
sinni heyrt talað um skip, sem hét “Bering .
Og þetta, að í hópi vorum er kona, gerir engan
mun í huga þessa tígrisdýrs.”
“Þey! Látið hana ekki heyra það.”
“Eins og yður sýnist. En eg held samt að
hún þoli að heyra það ef það væri alt og sumt.
Allir menn vorir munu taka þessu með stillingu,
en skaparinn veit að eg kenni í brjósti um gamla
svertingjann. Hann er í mínum augum eins
og barn.
“Bíðið þér við.” Augu Nansens tindruðu á
einkennilegan hátt, en andlit hans var náfölt.
“Þér sögðuð að María þyldi að heyra það ef það
væri alt og sumt. Hvað áttuð þér við með því?
Eigið þér við að hann muni ekki myrða hana
ásamt hinum?”
Hamilton horfði á hann rólegur.
“Það var eMmitt það, sem eg átti við,” svar-
aði hann.
“Eg skil ekki — þér sögðuð að hann mundi
kasta okkur öllum fyrir borð. — Hvað er það sem
þú óttast, maður?”
“Eg óttast Chianga,” svarði Hamilton ró-
lega. “Rauðliðarnir hafa einkennilegar hug-
myndir um konur og Chianga er frá Asíu. Eg
er ekki hræddur um að hann fleygi henni fyrir
borð ásamt yður og hinum. Eg er hræddur um
að hann hafi hana eftir á skipinu.” 1
Nansen fanst þetta alt eins og hræðilegur
draumur. En Hamilton, sem þekti hina rauðu
til fullnustu, var þetta nakinn raunveruleikinn.
En María virtist vera hugrökk. Hún var
reyndar hljóð og bleik, en það stafaði að
nokkru leyti af því, hve lémagna hún var eftir
það, sem fyrir hafði komið. Hún var langt burtu
frá raunveruleikanum. Hún horfði á græna
hafið, sá sólina hníga til viðar og hin ýmsu
störf sjómannanna. En henni fanst hún sjá
þetta alt langt í burtu. Henni var það mikil
huggun að finna að Nansen var nálægt
henni og hún hugsaði til hinnar komandi nætur
eins og ópíum æta til draumsýna sinna er
aldrei áttu að verða að veruleika.
En eftir því, sem skuggarnir jukust vakn-
aði hún. Hún var eins og uglan, sem blindast
af ofsterku ljósi. Það sem henni hafði fundist
ótrúlegt um húbjartan daginn og óvirkilegt, var
nú næstum alt of trúlegt þarna í rökkrinu.
Skelfingin greip hana eins og líkamleg þjáning.
Hún gat varla dregið andann. Nansen sá óttan
í andlitssvip hennar og augum.
“Hvað gengur að, María skipstjóri?” spurði
hann.
“Eg er hrædd. Eg er hrædd um að eg geti
ekki leikið hlutverkið mitt til enda,” svaraði
hún lágt og augu hennar fyltust af tárum.
Nansen var mjög hrærður yfir þessari bar-
áttu, sem hún barðist við að sýnast róleg. Hann
langaði til að brjóta af sér fjöturinn og taka
hana í faðm sinn.
Það rökkvaði meira. Skuggarnir hrundu
yfir þetta djöflaskip. Máfarnir sem görguðu í
loftinu í kring um það voru næstum því ósýni-
legir. Og nú komu tveir rússneskir menn m«ð
mat. Þeir tóku böndin af föngunum eftir röð,
og gættu, þeirra nákvæmlega á meðan.
En máltíðin var föngunum til lítillar gleði.
Þeir voru sjö, en aðeins þrír þeirra borðuðu með
góðri lyst. Einn þeirra var Nansen, sem ekki
vildi láta örðugleika komandi nætur hitta sig
óundirbúinn, Abó og Hans átu með góðri lyst
eins og þeir væru um borð í “Chelsea”. En
María, þrátt fyrir beiðni hinna, gat ómögulega
komið hinu grófa brauði ofan í sig. Hamilton
þjáðist af ópíumleysi og vildi þessvegna ekki
éta, og Gillmore, sem var búinn að fá hitasótt
gerði hið sama. Snjóbolti, sem annars var mat-
lystugur, var svo langt inn í heimi draumanna
að hann þarfnaðist engrar jarðneskrar fæðu.
Eftir máltíðina voru fangarnir bundnir á
ný, en nú voru hendur þeirra ekki bundnar á
bak aftur heldur að framan, og böndin voru ekki
svo stríð að blóðið gat runnið um æðarnar. Og
aftur var hinn litli hópur einn með varðmann-
inum.
Samræðurnar urðu meir og meir fáorðari.
Fangarnir lögðu sig til hvíldar eins og þeir best
gátu á hið harða þilfar. Nú var orðið aldimt.
Létt ský huldu stjörnurnar og bleikur máninn
óð í þeim. Eina ljósið, sem sást var ljóskerið í
siglunni og hvítt löðrið í kjölfari skipsins.
Það var blæja logn og loftið var hlýtt. Það
var eins og skipið sigldi eftir suðrænu hafi en
ekki í norður íshafinu. Bárurnar hvíldu sig
eftir æðisganginn fyrir fáum nóttum síðan. Og
þessi ró og kyrð jók á hræðslu Maríu. Henni
hafði þótt vænna um æðisgang stormsins og
hamfarir aldanna, því að það hafði dreift hugs-
unum hennar. Þessi kyrð var illsvitandi.