Heimskringla - 18.09.1940, Qupperneq 7
WINNIPEG, 18. SEPT. 1940
HE.IMSKRINGLA
7. SÍÐA
“HIN FRAMRÉTTA HÖND
HITLERS”
Ummæli Alþbl. um síöasta írið■
artilboð Hitlers, 22. júl.
“Prússland er mett”, sagði Bis-
marck, þegar Danmörk, Austur-
ríki og Frakkland höfðu verið
barin niður í blóðugum styrjöld-
um á árunum 1864—1871 og kúg-
uð til þess að láta lönd af hendi
við hið upprennandi þýzka keis-
aradæmi, sem hið gamla Prúss-
land var kjarninn í. Það gat því
boðið frið'í allar áttir, frið á
kostnað nágrannaríkjanna.
Þýzkaland er mett í bili, mun
Hitler á sama hátt hugsa í dag.
Þess vegna getur hann slegið um
sig með fullyrðingum um friðar-
vilja sinn. Hann er búinn að
leggja undir sig Austurríki,
Tékkóslóvakíu, meira en helm-
inginn af Póllandi, Danmörku,
Noreg, Holland, Belgíu, Luxem-
burg og mestan hluta Frakklands.
Hvaða furða þá, þó að hann bjóði
upp á frið við England, og það
því heldur, sem hann mun vera
farinn að fá eitthvert hugboð um,
að það geti verið vafasamt, Kve
mikinn ávinning hann hafi af á-
framhaldiandi stríði við það? “Ef
stríðið heldur áfram,” sagði Hitl-
er í ræðu sinni fyrir ríkisþinginu
á föstudaginn, “þá mun mikið
heimsríki til grunna ganga.” Það
sagði véfréttin líka, áður en
Krösus fór yfir Halysfljót forð-
um. Og Krösus lagði þau orð
þannig út, að með þeim væri átt
við ríki andstæðingsins. En það
fór á aðra leið. Það var ríki
Krösus sjálfs, sem til grunna
gekk.
Það var auðheyrt á ræðu Hitl-
ers, að hann er ekki alveg eins
viss og Krösus um, að það geti j
ekki orðið einmitt hans ríki, sem
til grunna gengur í áframhald- j
andi stríði við England. Því að
“ef stríðið heldur áfram”, sagði
hann ennfremur, “þá lýkur því
ekki fyr en annaðhvort brezka
heimsveldið eða Þýzkaland hefir
verið molað.” Það er í öllu falli
auðheyrt, að hann telur tryggara
fyrir sig, ef hann gæti fengið J
friðinn nú, á kostnað þeirra ná-
grannaríkja, sem hann er búinn
að sölsa undir sig, en að halda
stríðinu áfram gegn hinu vold-
uga brezka heimsveldi, í fullri
óvissu um það, hvernig því
myndi ljúka.
Hvaða furða þá, þó að fylgis-
menn hans og aðdáendur tali
með fjálgleik um “hina framréttu
hönd Hitlers” og um það “á-
byrgðarleysi” Breta, að “slá á”
hana, eins og Morgunblaðið gerði
í gær? Um hitt tala slíkir herr-
ar ekki, hvers konar friður það
er, sem Hitler býður upp á, og
hvers virði yfirleitt samningar
við Hitler eru. Hvers virði reynd-
ust Munchensamningarnir fyrir
Tékkóslóvakíu? Sagði ekki Hitl-
er þá, að hann hefði engar landa-
kröfur meira að gera í Evrópu,
eftir að hann hafði fengið Súdeta
héruðin? Hvers virði reyndist
sú yfirlýsing hans? Og hvers
virði vináttu- og öryggissamn-
ingurinn við Danmörku og hlut-
leysi Noregs, Hollands, Belgíu
og Luxemburg, sem Hitler hafði
upp á æru og samvizku lofað að
virða? Það þarf áreiðanlega
meira en blint fylgi við þýzka
nazismann til þess að lá Bretum
það, þótt þeir neiti að semja við
svo margfaldan svikara og samn-
ingsrofa.
Það er auðvelt að skilja það,
að blöð í þeim löndum, sem eins
jog Danmörk og Noregur eru nú
ofurseld harðstjórn Hitlers og
jundir ritskoðun hans, þori ekki
annað en að syngja lof um þann
“friðarvilja” og þá “framréttu
hönd”, sem hann hafi sýnt í ræðu
sinni fyrir þýzka ríkisþinginu á
föstudaginn. En það er óskiljan-
legt, að í löndum, sem ekki
standa undir ógnarstjórn þýzka
J nazismans, skuli finnast svo aum-
ir aðdáendur kúgunarinnar, að
þeir skuli við hvert tækifæri,
sem gefst, vera eins og útspýtt
hundskinn til þess að breiða út
blekkingar hins þýzka ofbeldis-
herra meðal þjóða sinna. Og það
er alveg nýtt í sögu okkar ís-
lendinga, að heyra kúguninni
sungið lof og dýrð á þann hátt,
sem nazistar og kommúnistar
gera nú í hvert skifti, sem Hitler
og Stalin bera fram fals sitt, yfir-
gangi sínum og ofbeldisverkum
til réttlætingar.
Þá er íslenzku þjóðinni illa
aftur farið, ef slíkur undirlægju-
skapur við harðstjórn og ofbeldi
finnur hljómgrunn hjá henni.
UMMÆLI AMERÍSKA
BLAÐA UM ISLAND
í ameríska tímaritinu Times
birtist nú nýlega smágrein um
fsland.
Er ekki laust við að sú lýsing á
landinu og þjóðarhögum sé smá-
skrítin.
Eru hér týndir til nokkrir stað-
ir úr nefndri grein.
“fsland hefir engan her, engan
flota, engar áætlunflugvélar,
engar járnbrautir, enga svína-
rækt og engar ríkisskuldir.
Trjágróður er þar varla nokk-
ur eða matjurtarækt, en ágæt
beitilönd og 6 sauðkindur á
hvern íbúa landsins.
En gnægð fiskjar hefir for-
sjónin sent hinni iðjusömu vík-
ingaþjóð, sem landið byggir”.
▲
Þá er lauslega minst á afstöðu
íslendinga til Dana og þá at-
burði, sem gerðust 10. apríl, er
Alþingi fól ríkisstjórn fslands
meðferð konungsvaldsins og
lýsti því yfir að utanríkismálin
yrðu tekin í hendur landsmanna.
í því sambandi segir í grein-
inni:
“ísland neitaði að ganga í
Þjóðabandalagið á sínum tíma
vegna þess að Danir voru með-
limir í því. Þó verður varla sagt,
að um óvináttu sé að ræða milli
Reykjavíkur og Kaupmannahafn-
ar. fslendingar segja, að Kristj-
án konungur sé “minna óvinsæll
á íslandi” en nokkur Danakon-
ungur hafi verið”.
A
Þá er rætt um ýmsar ráða-
gerðir, sem Þjóðverjar hafi haft
um ísland og meðal annars þetta
saft:
“Síðastl. ár voru auðsæ merki
þess að Þjóðverjar hugðu á að
geta tekið á einni nóttu þetta
litla konungsríói.
Við strendur landsins var hóp-
ur af þýzkum svokölluðum tog-
urum við fiskveiðar, en móður-
skip þeirra var,þýzka beitiskipið
Emden.”
f þessu sambandi er og talað
um landfræðirannsóknir Þjóð-
verja á íslandi, myndun og starf-
semi íslenzks nazistaflokks og
samband hans við erlend öfl og
jafnvel undirbúning af hans
hálfu til byltingar.
Um íslenzka forsætiráðherrann
er sagt að hann hafi verið “King
of Glima” og sé maður mikill á
velli og rammur að afli.
Það fyrsta, sem íslendingar
segi við útlendinga sé þetta:
“Gerið svo vel að gera yður
þess grein, að við erum ekki
Eskimóar”.—Mbl. 3. júlí.
Ritstjórinn: Eg er í vafa um
þessar skrítlur?
Sá, er selja vildi: Þér þurfið
ekki að vera í vafa. Þær hafa
birst í felstum blöðum landsins,
svo að ekki þarf að efast um vin-
sældirnar.
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
í CANADA:
Amaranth.............................J. B. Halldórsson
Antler, Sask........................,K. J. Abrahamson
Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal
Árborg................................G. O. Einarsson
Baldur.........................................Sigtr. Sigvaldason
Beckyille.............................Björn Þórðarson
Belmont..................................G. J. Oleson
Bredenbury..............................H. O. Loptsson
Brown..............................Thorst. J. Gíslason
Churchbridge------------------------H. A. Hinriksson
Cypress River............................Páll Anderson
Dafoe...................................S. S. Anderson
Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson
Elfros...............................J. H. Goodmundson
Eriksdale..............................ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason
Foam Lake................................H. G. Sigurðsson
Gimli.................................. K. Kjernested
Geysir...........................................Tím. Böðvarsson
Glenboro..................................G. J. Oleson
Hayland....„.........................Slg. B. Helgason
Hecla..............................Jóhann K. Johnson
Hnausa.................................Gestur S. Vídal
Húsavík................................John Kernested
Innisfail.....................................ófeigur Sigurðsson
Kandahar...............................S. S. Anderson
Keewatin...............................Sigm. Björnsson
Langruth............................... B. Eyjólfsson
Leslie..............................Th. Guðmundsson
Lundar..................................... D. J. Líndal
Markerville......................... Ófeigur Sigurðsson
Mozart;................................S. S. Anderson
Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor
Otto......................................Björn Hördal
Piney...................................S. S. Anderson
Red Deer..........................................Ófeigur Sigurðsson
Reykjavík.................................
Riverton............................Björn Hjörleifsson
Selkirk, Man...........Mrs. David Johnson, 216 Queen St.
Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson
Steep Rock.................................Fred Snædal
Stony Hill................................Björn Hördal
Tantallon...............................O. G. Ólafsson
Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason
Víðir..................................Aug. Einarsson
Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis.....................Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach.....................................John Kernested
Wynyard................................S. S. Anderson
í BANDARÍKJUNUM:
Bantry................................E. J. BreiðfjörB
Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier and Walsh Co............... Th. Thorfinnsson
Grafton...r...........................Mrs. E. Eastman
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmana
Los Angeles, Calif....
Milton.................................. S. Goodman
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain........ .....................Th. Thorfinnsaon
National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts....................... Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6728—21st Ave. N. W.
Upham...................................E. J. Breiðfjörð
The Viking Pfess Ltd.
Winnipeg Manitoba
NEYÐAR KALL
CANADIAN
REDCROSS
Sjáið auglýsingu á öðrum stað
í blaðinu.
TIL FLJÚGANDI
YILLIANDAR
Eitir Jóhönnu F. Sigbjörnson
I.
Æ, gef mér vængi að fylgja þín-
um flug;
Þá frænda þinna er allra sofin
bjöð,
hví flýgirðu alein yfir næturbug,
hví ein að svara þarftu vöku-
kvöð ?
Þitt vængjahvísl eg heyri á him-
in sjó,
og hygg mig líta fold sem þekti
í sýn,
með verum kvika viltum skyld-
um þó,
sem Verið eitt sinn jörð sú hefði
mín!
II.
Þú hvarfst sem örskot! hljóður
skuggi fer,
um hábogann, sem áður flug
þitt var,
þú lézt mig eina á ljósshæð
dreyma hér,
og langan blígja í sumars
stjörnumar,
og finna yl af eðlisskyldleiks
reynd,
mig undarlega töfra sætri kvöl.
Sælt stundarbil, er veitti anda
eind,
þín æ skal geymt, þótt skiljumst
tíðarspöl.
Lárus Sigurjónsson
(Snúið úr ensku).
ISLAN DS-FRÉTTIR
Nefnd í áíengismálinu
Ríkisstjórnin hefir skipað 5
manna nefnd til að athuga og
gera tillögur um skipun áfeng-
ismálanna framvegis.
í nefdninni eiga þessir menn
sæti: Felix Guðmundsson og
Friðrik Ásmundsson Brekkan,
fulltrúar Stórstúku íslands,
Sveinn Sæmundsson, yfirlög-
regluþjónn, fulltrúi lögreglunn-
ar, Árni Benediktsson, fulltrúi
Áfengisverzlunar ríkisins og
Ragnar Bjarkan, fulltrúi ríkis-
stjórnarinnar.
Nefndin mun hraða störfum
sínum eftir mætti og leggur síð-
an tillögur sínar fyrir ríkis-
stjórnina. Hún mun taka afstöðu
til, hvort á að loka Áfengisverzl-
uninni eða koma á skömtum.
—Vísir, 15. ág.
* * *
Leynileg sendistöð
finst í Reykjavík
í gær fanst í Reykjavík sendi-
tæki, sem maður að nafni Sig-
urður Finnbogason hefir starf-
rækt undanfarið. Var það breska
herlögrfeglan, sem fann sendi-
stöðina og var Sigurður þegar
handtekinn og stöðin gerð upp-
tæk.
Málið er í byrjunarrannsókn
og verður ekki gefin út nein yfir-
lýsingar af hálfu setuliðsstjórn-
arinnar fyrri en rannsókninni er
að fullu lokið.
Eftir því sem Vísir hefir heyrt
munu bresku yfirvöldin líta mjög
alvarlegum augum á þetta mál.
—Vísir, 14. ág. 1940.
* * *
- NAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiml: 23 674 Btundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að íinnl á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 153 Thorvaldson & Eggertson Lögfrseðing-ar 300 Nanton Bldg. TaLsíml 97 024
Orric* Phonb Res Phonx 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDIOAL ART8 BtJILDINO Omcx Hours: 12 - 1 4 P.H. - 6 P.M. AND BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMtNNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Laetur úti meðöl i viðlöguia Vnstalstimar kl. 2—4 s. h. 7—8 at kveldinu Simi 80 857 643 Toronto St.
Dr. S. J. Johannesion 806 BROADWAT Talstml 80 877 Viðtalatimi kl. S—6 •. h. A. S. BARDAL selur likklstur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestí. — Enníremur seiur hann allskooar minniavarða og legsteina. 843 8HERBROOKB 8T. Phone: 81397 WINNIPXQ
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inrurance and Financiol Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—W innipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Fresh Cut Flowera D&ily Plants in Seaaon We speciallze in Wedding St Concert Bouqueta & Puneral Deslgna Icelandic apoken
H. BJARNASON —TRANSFER— Bagooge ond Fvrniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allakonar flutninga fram og aftur um bœlnn. MARGARET DALMAN TKACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551
506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702
Englands.
Eitthvað af verzlunarbréfum
mun þó hafa verið tekið úr póst-
inum og skoðað hér, eins og í
fyrra skiftið.
(í þetta fyrra skiftið, sem hér
er átt við, voru 24 pokar af pósti
frá New York teknir á Reykja-
víkurhöfn og sendir til Englands
til skoðunar. Var þetta þrem
vikum áður en sá póstur var tek-
inn, sem hér að ofan ræðir um og
hann var ekki eftir þann tíma
kominn til baka frá Englandi. Á
þetta er hér minst til þess að
vekja athygli á að póst héðan
heim er ekki til neins að senda
til New York í von um skjótari
flutning. Hann er allur háður
ritskoðun á Englandi. — Hkr.)
—Vísir, 17. ág.
THL WATCH SHOP
Thorlakson Baldwln
Diamonds and Weddlng
Rings
Agents for Bulova Watóhes
Marrlage Licenaea Issued
699 Sargent Ave.
VITIÐ ÞÉR
— að þann 15. maí var opnuð
útvarpsstöð í New York, sem er í
lögun eins og fiðla? Hljómlist-
arsalurinn er eins og fiðla í lög-
un og klæddur viði, sem er á-
þekkur því efni, sem fiðlur eru
smíðaðar úr? Að hljómfegurð-
in, er framleiðist, er ætluð áþekk
hljómfegurð Stradivarifiðlanna?
að Rússar temja elgsdýr og
nota þau á áþekkan hátt og við
íslendingar notum hesta? Að
þeir nota þau til að bera á þeim
og líka til dráttar? Að elgsdýrin
eru hættuleg mönnum um tímg-
unartímann og tömdu elgirnir
þjást af meltingarsjúkdómum,
sem örðugt hefir reynst að
stemma stigu fyrir?
—að auk heimskautalandanna
eru stór landflæmi í Asíu, Ást-
ralíu og Suður-Ameríku Iítið
sem ekkert rannsökuð ennþá?
myndatökur og setjist ekki á
máluð andlit leikaranna meðan á
myndatöku stendur?
—að samkvæmt upplýsingum
sakamáladómara, er 2500 óleyfi-
legum skammbyssuskotum árlega
hleypt af í París, 4000 í New
York og 6000 í Chicago?
—að veðhlaupahestur getur
hlaupið 1160 metra á mínútu,
tígrisdýr ekki nema 850 metra,
úlfur 560, en hérinn aðeins 400
metra?
—að ungur ungverskur læknir,
sem ekkert fékk að gera, en var
blómelskur mjög, hófst handa
með að lækna sjúkar innanhúss-
plöntur — og að nú hefir hann
meira að gera á þessu sviði en
flestir læknar, sem stunda menn.
Mamma hafði komist að raun
um, að þörf væri að sannfæra
Moniku litlu um nauðsyn þess,
að fara snemma að sofa.
“Vertu góð”, sagði hún, “eins
og litlu hænungarnir. Þeir eru
allir farnir að sofa”.
“Já,” svaraði Monika, “en
mömmuhænan fer að sofa um
leið og þeir.”
— Hvaða skelfileg hljóð og
læti eru þetta þarna inni í hús-
inu?
— Ekki gott að segja. En lík-
legast þykir mér, að annað hvort
sé verið að drepa einhvern, elleg-
ar þá, að einhver sá að fæðast!
Bandaríkjapóstur tekinn í 2. sinn
Póstur kom hingað frá Banda-
ríkjunum í gær og tóku Bretar
hann til skoðunar. Verður hann
að öllum líkindum sendur til
—að 17 kirkjusóknir í Hol- _______________________
landi hafa kosið sér kvenpresta?
—að í Hollywood er það ein at- BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
vinnugreinin, að gæta flugna, svo þyí gleymd er goldin sltuld
að þær eyðileggi ekki kvik-