Heimskringla - 16.10.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.10.1940, Blaðsíða 1
The Modern Housewlfe Knows QuaUty That ls Why She Selects “CANADA BREAD” *The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. OKT. 1940 ALWATS ASK FOR— “Butter-Nut Bread’’ The Finest Loaf In Canada Rich as Butter—Sweet &s a Nut Made only by CANAOA BREAD CO. LTD. NÚMER 3. HELZTU Lúterskir kvarta um að Peii’ njóti ekki jafnréttis Fregnriti blaðsins Winnipeg Free Press, skrifaði s. 1. föstu- dag þessa frétt af þingi United Lutheran Church of America, sem stendur yfir í Omaha; Þingið hófst s. 1. fimtudag. Á þessu tólfta þingi kirkju- félags United Lutheran Church, sem haldið er annað hvert ár, kom fram kvörtun Um það í dag (11. okt.), að lútersku kirkjurnar í Canada °g þær eru 65 að tölu, nytu ekki jafnréttis annara kirkna síðan stríðið braut út á síðast- liðnu hausti. A m e r i c a n Mission-nefnd kirkjunnar, lýsti því yfir, að þrátt fyrir að flestir þeirra sem kirkjunni heyri til í Ontario, séu innfæddir Canada-menn og að í Vestur-Canada séu menn kirkju vorrar frá löndum sem ekki eru þýzk, eins og t. d. Rússlandi og Póllandi, þá samt virðist enginn munur á því gerður. “1 Ontario hefir algerlega verið bannað að prédika á Þýzku og stundum hótað skemdum á eignum kirkjunn- ar,” sagði nefndin. “1 Windsor er bannað að flytja ræður á nokkru máli nema ensku, frönsku og latínu. 1 vestur- landinu hefir ekki verið bann- að að flytja ræður á þýzku.” “óvinátta og óæskilegt við- horf gerir sérstaklega vart við sig, ef stofnanir vorar eru í lánsskuld við ýms félög. Tvö dæmi eru þess, að hótað var að taka eignirnar upp í veðlán. °g einu sinni var tilraun gerð til þess ,en það sem hlífði þá, var aðeins það, að formgallar voru á framkvæmdunum.” Oft sagði nefndin að kæmi fyrir, að kirkjurnar biðu halla °g tjón af því að þeir sem þeim tilheyrðu töpuðu atvinnu. 1 gær ákvað þingið bæna- hald á fæðingardag Marteins Luthers, sunnudaginn 10. nóv.; a Þá að biðja um ‘‘réttlátann frið í heiminum.” Þá var og samþykt að halda slmennan bænadag 25. sunnu- dag eftir trínitatis og biðjast Pess að kirkjunni farnaðist vel pg að hún ætti friðar og örygg- ls að njóta; ennfremur skal þá hiðja fyrir líðandi lúterskum braeðrum í störfum þeirra bæði heima og erlendis. Snemma á þinginu var'Dr. f1* H. Knubel, New York kos- inn forseti þingsins í þrettánda sinni. * Þingið greiddi atkvæði með Því að veita inngöngu íslenzka Lirkjufélaginu; eru í því 6,000 lúterskir menn í Canada og Handaríkjunum, sem fluttust vestur um haf frá íslandi. Er séra K. K. ólafsson forseti þess hirkjufélags. L>r. Knubel gagnrýndi eitt starf Roosevelts forseta. Það var “að senda fulltrúa til Vati- hansins í Róm.” Var nefnd osin til að íhuga ástæðurnar fyrir gagnrýni Dr. Knubels. í sambandi við ofanskráða rétt, var það samstundis leið- Loringjum lúterskra í indsor, Ont., að kirkjunni þar Víyri bannað að prédika á Þyzku. Segja þeir fyrst hafa vorið lagt bann við þessu af mjarráðinu (í Windsor) en Það hafi brátt verið afnumið, v°gna krafa margra kirkna um FRÉTTIR það. Það var aðeins á ensku og frönsku og latínu, sem pré- dika mátti. Prestar lútersku kirknanna í Kitchener og Waterloo, neit- uðu einnig að lúterska kirkjan í Canada væri nokkrum ójöfn- uði beitt. H. Lehmann prestur Trinity Lutheran kirkjunnar í Winni- peg, lýsti því yfir, að 10 lút- erskar kirkjur í bænum not- uðu þýzku við guðsþjónustur sínar og hefðu í engu verið aftrað frá því. Hann kvað a'lls 16 lúterskar kirkjur í Wfnni- peg með 6,000 til 7,000 felags- mönnum að jafnaði, þo skírðir mundu vera alt að 10,000. Sum- ar þessar kirkjur kvað hann nota útlend tungumál önnur en þýzku, svo sem íslenzku, dönsku, norsku ,sænsku; auk auðvltað ensku. i Vancouver og Calgary hefðu nokkrar lútersku kirkj- urnar tekið upp hjá sjálfum sér að hætta að nota þýzku við guðsþjónustur og án þess að þeim hafi í nokkru verið þröngvað til þess. Nýjar umbætur á talsíma í borginni Minneapolis, fá allir sem síma hafa, hvort held- ur sem er á heimilinu eða skrifstofunni, nýjan sima 1. nóvember. Hefir hann þann kost fram yfir hinn gamla, að skeyti má skilja eftir þó eng- inn sé í húsinu til þess að svara símanum. Það er á nýrri mið- stöð, sem skeytin eru tekin á talplotu og þegar símaeigandi kemur heim, víkur hann sér að símanum og fær þá skeytin eins og þau voru mælt fram af talplötunni frá þessari mið- stöð. Þetta er alt saman sjálf- virkt og enginn annar veit neitt um hvað skeytið inni- heldur. Fyrir þetta verður að greiða aukagjald. St. Paul er sagt að hafi einnið ákveðið, að taka upp þessa síma-aðferð bráðlega. Hitler andvígur ofbeldi eins og Gandhi Berlínar-útvarpið sagði fyrir nokkru tvisvar sinnum einn daginn í útsendingum sem ætl- aðar voru Indverjum og fóru fram á Hindúa máli, að Hitler hefði miklar mætur á Gandhi, enda væri margt líkt með þeim. Gandhi væri andvígur ofbeldi. Það væri Hitler líka! Bandaríkin fá flug- og flota- stöðvar í Suður-Ameríku Cordell Hull, ríkisritari til- kynti í gær, að ýms ríkin í Suður-Ameríku hefðu þegar á- kveðið, að veita Bandaríkjun- um flug -og flotastöðvar eins og Bretar hefðu gert. Brazilía og Chile eru þegar búin að þessu. í Argentínu, Uruguay og Paraguay er málið til um- ræðu. Saniningur milli Japana og Rússa Samning er haldið að Jap- anar og Rússar séu að gera sín á milli um að géra hvor öðrum ekkert mein. Er haldið að Jap- anir hafi lofað Rússum ítökum í Kína fyrir að láta sig í friði og hætta að aðstoða Kínverja í stríðinu. Sumir halda að Rússa hafi verið þörfin meiri vegna útlitsins milli Þjóðverja og þeirra. Berlín-búar flýja Bretar hafa háð sleitulaust á- rásir á Berlín undanfarið. Er afleiðing af því sú, að íbúar Berlínar eru í þúsundatali að yfirgefa borgina og leita sér friðar og næðis úti í sveitum eða í smærri bæjum. Ljóstar upp leyndarmáli Mr. Hansonð foringi íhalds- manna á sambandsþinginu, vék að því í ræðu er hann hélt s. 1. föstudag í Char- lottetown, að loksins hefði King-stjórnin aðhylst þá skoð- un, að æfa brezka hermenn hér í landi, sem hann hefði þver- neitað að gera fyrir ári síðan. Þetta telur stjórnin að ljósta upp leyndarmáli. — Hvernig þessu máli lýkur, hefir ekki verið ljóstað upp. Ræða Roosevelts forseta í ræðu sem Roosevelt forseti hélt s. 1. laugardag, lét hann skýrt og afdráttarlaust í ljós, að Bretar berðust fyrir því málefni, er Bandaríkjunum væri annast um og því styddu þau Breta á allan hátt sem hægt væri af hlutlausri þjóð. Stefnu einræðisherranna kvað hann hvern frjálssinnaðan mann verða á móti. Að öðru leyti laut ræðan að samvinnu Suður- og Norður- Ameríku í hervarnarmálum. Skráning í Bandaríkjunum 1 Bandaríkjunum fer fram skráning herfærra manna í dag. Um 16 miljón manna er sagt að hún nái til. Skrán- ingin er ekki sögð gerð vegna þess að Bandaríkin ætli sér í stríð, heídur sem varinn beztur sér til verndar þegar á Vestur- heim verður ráðist. Rússar og Tyrkir gera samning 1 morgun (miðvikud.) var útvarpað frétt um að Rússar og Tyrkir hefðu gert samning með sér er að því liti, að verja nazistum leið yfir Dardanella sundin. Nýr fylkisstjóri Manitoba hefir fengið nýjan fylkisstjóra; R. F. McWilliams, K.C., heitir hann; tekur hann við embætti sínu 1. nóv. n. k., en Hon. W. J. Tupper sezt í helgan stein. Mr. McWilliams er fæddur í Peterborough, Ont. Námi lauk hann við Toronto-háskóla, varð liberal þingmaður og loks borg- arstjóri í fæðingarborg sinni. Til Winnipeg fluttl hann 1910 og gerðist félagi í lögfræðis- starfi hér með Sir James Aik- ins. — Á árunum 1913—1920 hélt hann fyrirlestra um Mani- toba-háskóla í lögum og sögu. Rauði herinn á hreyf ingu Rússland gerði kunnugt í gær um það, að Þýzkaland hefði ekki sagt Moskva neitt um að það væri að hrúga her inn í Rúmaníu. Hvort að með þessu er átt við að Rússland sé að búa sig undir að veita Hitler viðnám, veit enginn um. “Rauða stjarnan”, málgagn rússneska hersins sagði að Rússland yrði að hafa her sinn við öllu búinn. í Búkarest var hermt, að 150,000 til 180,000 rauðliðar væru á landamærum Rúmaníu. Reuters fréttastofan kvað rauðliða í gær vera á verði suður við mynnið á Don-ánni. Alt ber þetta með sér, að Þjóðverjar, sem nú hafa ó- grynni her í Rúmaníu, ætli sér að reyna að koma ítölum til aðstoðar við að ná Egypta- landi. Itölum gengur þar ekk- ert. En hvernig Hitler ætlar að komast þangað er flestum ráðgáta. Að hann brjótist austur yfir Dardanella sundin og ráðist á Tyrki, er ágizkun ýmsra. Aðrir telja þó á því of mikla agnúa vera. En verði Grikkland að láta eyjar sínar af hendi við Itali verður leiðin auðveldari til Sýrlands. Þarna er ef til vill mesta hættan austur þar sem nú vofir yfir. Danir segja Bretar sigri Danir kváðu vera farnir að sýna nazistum mótþróa og eru orðnir sterktrúaðir á að Bretar sigri. Fluglið Breta hefir gert svo mikil spell á þýzkum borg- um, að alt brunalið Hollénd- inga er til Þýzkalands komið. Um 4000 Holendingar hafa ný- lega verið sendir til Hamborg- ar til að vinna þar að viðgerð- um. 3 tundurspillum sökt Við Sikiley var þremur í- tölskum tundurspillum (de- stroyers) sökt 12. október. — Breski flotinn var þar á ferð- inni og beitiskipið “Ajax” sá ítölsku skipin og sökti tveimur og laskaði hið þriðja svo, að það flúði í greipar. annars bresks herskips, er sökti því, eftir að skipshöfninni var bjargað. Eins og margir munu minn- ast var það beitiskipið “Ajax”, er var eitt brezku skipanna, er unnu á þýzka skipinu Graf Spee við strendur Uruguay. Segir af sér 1. nóv. Mrs. R. F. McWilliams, kona hins nýja fylkisstjóra Mani- toba, sem um mörg ár hefir verið fulltrúi í bæjarráði Win- nipeg-borgar, hefir tilkynt, að hún láti af fulltrúastarfinu 1. nóvember. Maður hennar tek- ur við fylkisstjórastöðunni þann dag. Mrs. McWilliams vonaði að kona tæki sæti sitt í bæjarstjórninni. 20 ára fangavist Mennirnir sem John McDon- ald lögreglumann skutu 10. feb. s. 1. í Radio-byggingunni hafa nú fengið dóm kveðinn upp yfir sér eftir að hafa játað að vera þeir, er hann myrtu. Nöfn þeirra eru John Andru- siak 29 ára og John Ashton Barnett 24 ára. Þeir voru hvor um sig dæmdir til 20 ára fangavistar. ÚR BRÉFI FRÁ MINNEAPOLIS — Tveir landar að heiman stunda nú nám við Minnesota- háskóla í Minneapolis. Stefanía Bjarnadóttir er annar neminn, dóttir Bjarna Jónssonar, eig- anda nýja bíó leikhússins í Reykjavík og bróðurdóttir Ein- ars myndhöggvara — kom aft- ur með foreldrum okkar í byrj- un ágústmánaðar og er við nám í fyrsta college-bekk. — Þórhallur Ásgeirsson, sonur Ásgeirs, fyrverandi forsætis- ráðherra og konu hans Dóru Þórhallsdóttur, biskups, kom í morgun (14. okt.) og er við framhaldsnám aðallega í pol- itical science og hagfræði; var hann við nám á Háskóla Is- lands eitt ár og síðar tvö í Stokkhólmi! Það er eins og æfinlega éitthvað af Vestur- Islendingum hér við háskól- ann, sem er annar stærsti há- skóli í Bandaríkjunum, með 15,000 til 16,000 nemendur. ís- lendingar í Minneapolis fagna þessu námsfólki bæði héðan og heiman af Islandi. Nemend- urnir að heiman vona að þeim gefist kostur á að koma norð- ur til Winnipég og sjá “höfuð- borg Vestur-lslendinga.” Þá mun Steingrímur Arason prófessor vera austur i New York og ef til vill fleiri landar. Valdimar Björnsson DÁN ARFREGN Mrs. Gróa Brynjólfsson ILLUMINATED MANU- SCRIPTS OF THE JÓNSBÓK heitir ný bók eftir Próf. Hall- dór Hermannsson. Það er sú 28. sem hann hefir samið fyrir Willard Fiske safnið í vörzlum Cornell háskólans, auk skráa um rit í nefndu safni (1914 og 1927) og um rit viðvíkjandi rúnum, sem safnið á (1917). 1 þessum ársritum, sem nefnast einu nafni Islandica, er mikinn fróðleik að finna um íslenzka bókagerð og um þau rit er sam- in hafa verið á ýmsum tungu- málum, viðvíkjandi bókment- um Islands að fornu og nýju. Auk þess rit eftir Halldór um ýms atriði snertandi sögu íslands (Vínlandsferðir, Laga- setning til forna), merka menn (Sæm. fróða, Eggert Ól-. afsson, Jón lærða o. fl.). Enn- fremur er að finna í ritum þess- um merkisbækur sem Haldór hefir gefið út, svo sem fslend- ingabók Ara fróða, með skýr- ingum og enskri þýðingu. Þessi nýjasta bók í Islandica er mestmegnis myndir af bóka- hnútum, upphafsstöfum og teikningum sem finnast í hand- ritum Jónsbókar. Sumar eru furðu vel gerðar og stórum stásslegri en þær nýju (í ís- lenzk fornrit). Þeir sem kynnú að hafa hug á þeirri íþrótt að prýða rit með útflúri, munu hafa gagn og gaman af þessum myndum og því sem útgefand- inn ritar um þær. Vitanlega bera þær ljóst vitni um merki- lega lagvirkni þeirra sem teiknuðu þær og lituðu með ýmsu móti, án tilsagnar, með litlum tilfæringum. Margir hafa hrósað því, hve fróður prófessor Halldór er og starfsamur og því, hve merki- lega hann vinni fyrir íslenzk fræði. Af ritum hans má sjá, að sá maður er aðgætinn, yfir- lætislaus og þó skorinorður, og framsetning hans svo skil- merkileg, að jafnvel ólærðir geta haft góð not og gaman af fræðum hans. * Sú nýja bók sem að ofan get- ur, er send Heimskringlu af Cornell University Press. Hana má panta, og allar aðrar bækur í Islandica, með því að skrifa til 124 Roberts Place, Ithaca, New York. K. S. • Carl J. Anderson, 921 Ban- ning St., Winnipeg, dó 11. okt. á sjúkrahúsinu á Gimli. Hann var á ferð norður á Gimli, er dauða hans bar að. Carl var 66 ára og skilur eftir sig konu Önnu Þóreyju Anderson og börn. Hinn látni átti við hjartasjúkdóm að striða síðari ár æfinnar, er að lokum mun hafa orðið honum að bana. Út- Mánudagsmorguninn s. 1., 14. þ. m. andaðist Mrs. Gróa Brynj- ólfsson, ekkja Skafta heitins Brynjólfssonar, 76 ára að aldri, eftir langvarandi vanheilsu. — Hún var lengi búin að eiga hér heima í Winnipeg, og átti hér marga góða vini, sem munu nú sakna hennar, þó að á sama tíma þeir skilji að hún hefir hlotið hvíld og frið sem er henni kær, og sem þeir vildu nú ekki neita henni um, þó að það væri í þeirra valdi að gera það. Hún hafði runnið skeið sitt og hefir hlotið nú að lokum þau verðmæti hvíldar og sælu sem hinir réttlátu verðskulda í svo ríkum mæli. Foreldrar hennar voru Sig- urður J. Jóhannesson og Guð- rún Guðmundsdóttir kona hans. Hún var fædd í Húna- vatnssýslu á Islandi, 12. apríl, 1864, og kom til þessa lands með foreldrum sínum á unga aldri, árið 1873. Þau dvöldu fyrst í Ontario nýlendunni, og seinna í Nova Scotia, en síðar í Norður Dakota bygðinni. Árið 1892 giftist hún Skafta heitnum Brynjólfssyni, sem dó í desember 1914. Þau komu til Winnipeg um árið 1992, og átti hún hér heima úr því. Öll hin mörgu ár sem hún dvaldi hér vann hún fyrst í Únitara söfnuðinum íslenzka og seinna með Sambandssöfnuðinum. — Hún var í kvenfélagi þeirra safnaða, og lengst af var hún í Hjálparnefnd safnaðarins og vann þar gott og þarft verk. Eina systur á hún á lífi, Mrs. Elizabeth S. Johnson, ekkju Al- berts heitins Johnson, sem var svo lengi konsúll Dana og ís- lendinga hér vestra, og engin á hún önnur skyldmenni hér nema hana og börn hennar, sem eru fimm alls. S. 1. mánudagsmorgun and- aðist hún að heimili sínu að 618 Victor St., þar sem hún var búin að dvelja nokkra mán- uði. Útförin fer fram í dag, (miðvikud. 16. þ. m.) frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg. — Séra Philip M. Pétursson jarð- syngur. útförin verður undir umsjón útfararstofu BardaTs og jarðað verður í Brookside grafreit. P. förin fór fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju í gær. Carl var listhneigður og fíngerður mað- ur, spilaði ágætlega á piano og studdi íslenzkt félagslíf hér mikið með þekkingu sinni á musik. Fyrir G. T. stúkurnar spilaði hann lengi og hélt þar uppi glaðværð og söng öllum öðrum fremur. * * * Stúkan Hekla heldur tom- bólu þriðjudaginn 19. nóv. n. k.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.