Heimskringla - 16.10.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.10.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 16. OKT. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Lauslega þýtt og þó aðeins meiningunni náð: Lífið það er víf og vín Vonir, hatur, draumar, ást, Gleði að morgni — dagur dvín Dauðinn kemur — sporin mázt. Hún kunni alla hæversku- siði samkvæmislífsins og sómdi sér hið bezta á manamótum. Hún dansaði af sannri list og sótti þær samkomur tíðum. •— Varð Lincoln að fá aðra til að fylgja henni, ef hann var sjálfur vant við bundinn. — Ungur lögfræðisnemi hjá Lin- coln varð oftast til þess. Hann vottaði að frúin væri ekki einungis lista dansari heldur einnig hinn ákjósanleg- asti félagi og skemtin í við- ræðum. Herndon, félaga Lin- coln farnaðist ekki jafnvel. — Hann vildi hæla henni og fór- ust orð á þessa leið: “Þú ert alveg dásamleg í dansinum, líður áfram eins og slanga.” Það fauk í frúna. “Eg ætti, ef til vill, að þakka þér skjallið, Því meiningin er eflaust góð, þótt samlíkingin sé hvorki fög- ur né skáldleg” svarar hún. Frá þeim degi gat hún aldrei litið Herndon réttu auga og kæmi hún á skrifstofuna til fundar við Lincoln lét hún sem hún sæi aldrei Herndon. Hún hvatti líka mann sinn að losa sig við slíkan félaga en þar Um fékk hún engu þokað enda þótt hann væri að ýmsu hálf- gerður gallagripur, drykkfeld- ur, gerbyltingasinni er spilti stundum fyrir Lincoln með ó- gætilegu orðalagi. Þótt hún gaefi sig mjög að samkvæmum, °g það stundum í félagsskap ungra sveina, var hún aldrei kend við daður né lausung ueina. Mundi það þó ekki hafa verið sparað, ef nokkurt tilefni hefði gefist, svo óvinsæl sem hún annars var af sumum. Svo er að sjá, sem hún ætti einung- is eina ástríðu: að komast sem hæst i tröppustiga mannvirð- inganna. Þau hjónin voru ólík að flestu. Hún var stór í öllu því smálega, hann í því, sem mestu varðar. Hann var gleyminn á hina ytri hegðunarsiði, hún gekk ríkt eftir því að þeim væri fylgt í stóru sem smáu og niat menn gjarnan eftir um- gengis framkomu þeirra. Hann var svo kurteis, að hann var- uðist í lengstu lög að særa ann- ara tilfinningar; hún var að- eins hæversk meðan skapið hélzt ’í ótrufluðu jafnvægi. — Henni fanst Abraham ósiðleg- Ur af því hann gekk til dyra er gesti bar að garði, í staðinn fyrir að láta vinnukonuna gera t*að, já og það sem útyfir tók, hann var tíðum snöggklæddur, Jafnvel þegar hefðarkonur komu í heimsókn. Samt varð Það hans hlutskifti að biðja verzlunarþjóna forláts á hegð- Un konu sinnar, eftir að hún hafði sagt þeim til syndanna. Hún var vel ættuð en hann samt af ennþá göfugri rótum runninn, frá sjálfum frum- stofni þjóðarinnar, hinni til- tölulega hjartahreinu alþýðu. Hún var lærð en hann var sannmentaður. Hún var til tyrirmyndar í samkvæmum, hann sem þjóðfélagsþegn. Hún var kirkjurækin; hann var guð- elskandi. Hún var höfðingja- sinni, en hann var alþýðuvinur. Hún las hinar hálf-kaþólsku trúarjátningar biskupa kirkj- unnar á sunnudögum; hann rmkti sinn kristindóm daglega með því að elska þá aumu og hjálpa þeim föllnu. Framh. '7' F^hbi minn var blindfull- Ur í gærkveldi! — Það er nú ekki mikið til að monta af, held eg. Afi minn Var blindur í 3 ár, áður en hann dó! ÞRJÁR NÝJAR AT- YINNUGREINAR Eg hefi nýverið vakið máls á því, að hér á að vera hægt að koma á fót lífvænlegum verk- smiðjum til að framleiða áburð og steinlím til innanlandsþarfa. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar í þessu efni á undan- förnum árum. Þegar rannsókn- arnefnd ríkisinS tekur við stjórn rannsóknarstofu at- vinnuveganna nú með haust- inu ætti tafarlaust að byrja á framhaldsrannsóknum um bæði þessi mál. Guðjón Samúelsson húsa- meistari hefir á undanförnum árum leitast við að vekja á- huga manna hér á landi fyrir þrennskonar nýjum atvinnu- rekstri: saltvinslu, brúnkola- gerð og þilborðum. Um sum af þessum viðfangsefnum hef- ir hann ritað hér í blaðið. Fram að styrjöldinni, og einkum meðan við höfðum góð- an saltfisksmarkað í Miðjarð- arhafslöndum, var flutt hingað stórmikið af salti sunnan frá Miðjarðarhafi. Guðjón Samú- elsson benti á, að sjórinn hér væri vel saltur, og á jarðhita- stöðum, bæði á Reykjanesi og í Krísuvík og víðar, væri nógur jarð- og gufuhiti til að eima sjóinn og láta saltið verða eft- ir. Hér er, einkum fyrra hluta vetrar, nóg af atvinnulausum mönnum til að fást við þessa iðju. Hann reyndi fyrir stríð- ið, að fá saltkaupmenn hér á landi til að mynda félag um þessa framleiðslu. Málið var komið á góðan rekspöl, þegar styrjöldin skall á. En svo framarlega sem nokkurt fram- hald verður á saltfiskverkun hér á landi, er þetta sjálfsögð sjálfbjargarviðleitni. Fyrir mörgum árum kynti Guðjón Samúelsson sér brún- kolaframleiðslu úr mó, eins og hún tíðkast á Norðurlöndum. Upp úr þeim rannsóknum er komin framkvæmdin um að bæta mó með eltivélum. Það er fyrsta stig móvinslunnar. Næsta stigið er að þjappa món- um saman þannig, að hann líkist brúnkolum. Fyrir stríðið kostuðu slíkar vélar eða verk- stæði um 200 þús. kr. Slík smiðja hefði á einu sumri get- að framleitt næg brúnkol til allra heimilisþarfa Akureyrar- búa í eitt ár. Slík brúnkol má nota í gufuvélar og við verk- smiðjurekstur, svo sem stein- límsgerð. Hér er nóg af ágæt- um mó til margra alda notkun- ar. Vöntun á innlendum eldi- við hefir verið eitt af mestu þjáningarmálum íslendinga. Þegar Guðjón Samúelsson var að byggja landspítalann, kom honum í hug að fóðra veggina innan með vönduðu torfi, og leitaði fyrir sér um hentugt efni hjá Jóni Sigurðs- syni bónda á Reynistað. Hann hafði nóg af þvílíku efni, en er til kom, þótti ekki henta, að nota torf til einangrunar, nema því væri þrýst saman með sterkum vélum. Upp frá þessu hélt Guðjón húsameistari á- fram rannsóknum og tilraun- um um þetta efni, bæði innan lands og utan. Kom þar að lokum, að hann hafði fengið fulla vissu fyrir, að úr undir- ristu mætti gera góð þilborð, og jafnvel í efni í grindur í smáhús. Síðan tók Vilhjálmur Þór við málinu og hafði mik- inn hug á að gera þilborðs- verksmiðju við Laugalands- mýri í Eyjafirði, þegar rafstöð var komin við Laxá. Kaupfé- lag Eyfirðinga hefir með lög- um fengið einkarétt um 15 ára skeið til að framleiða þilborð til innanlandsnota. Stríðið hef- ir hindrað framkvæmdir að þessu. Hér hefir verið hreyft fimm stórmálum. Þau eru öll fram- kvæmanleg, og öll nauðsyn- leg. Það þarf ekki nema ráð- deild og þrek til að fram- kvæma slík verk. J. J. —Tíminn, 6. sept. MERKUR GESTUR I . WINNIPEG Fyrir hér um bil 12 árum kom hingað til Winnipeg mað- ur frá Englandi, sem Alfred Noyes heitir. Hann er ef til vill merkasta og mesta skáld sem nú er uppi á Bretlandi. Er talið víst að hann hefði orðið hirðskáld konungsins fremur en nokkur annar ef hann hefði ekki verið á móti síðasta stríði, en það féll manni í skaut, sem Masefiedl heitir, eins og öllum er kunnugt. Þegar Alfred Noyes kom hingað áður las hann upp kvæði eftir sig á opinberri samkomu og dáðist fólk bæði að ljóðunum og manninum. Eg þýddi þá tvö af kvæðum hans; annað þeirra heitir “The High- wayman”. Nú var þessi sami maður hér á ferð; hefir hann flúið stríðið á Englandi með konu sína og börn og er ráðinn af Menta- málafélaginu í Canada til þess að ferðast um landið og halda samkomur til arðs fyrir flótta- börnin ensku. Hann flutti hér ræðu og las kvæði í Young kirkjunni fyrsta þ. m. Kirkjan var troðfull; en þar voru langt of fáir íslend- ingar — ótrúlega fáir. Hann talaði um skelfingar ófriðarins, sem yfir stendur og ástæðurnar til hans. Hélt hann því fram að alvöruleysi, léttuð og trúleysi væru aðal ástæð- urnar. Eitt atriði, sem hann sagði frá var átakanlegt og eftir- tektavert. Hann kom vestur um haf þegar hann var hér fyr á ferð á skipinu “Lusitania”, sem Þjóðverjar söktu. Þegar fréttin um það mikla slys barst til New York var hann þar staddur í stórum sal í gistihúsi. Þar voru fjöldamargir verzl- unar og kaupsýslumenn; við fregnina kom skyndilegt skrið á þá alla; þeir ruddust út, hver í kapp við annan inn í annan minni sal og lá við að þeir træðu hver annan undir. í þessum seinni sal voru stöðugt ritaðar fréttir á vegg um heimsmarkaðinn og áhrif stór- atburða á hann. Þeir hugsuðu allir fyrst og fremst um mark- aðinn — tvö þúsund systra þeirra og bræðra, sem fregnin sagði að mist hefðu lífið kom ekki eins nærri þeirra innra manni. Það var vasinn, en ekki hjartað, sem næmasta hafði tilfinninguna. Og það sama sagði hann að hefði skeð í Liverpool á Englandi. Þessi hugsunarháttur eða lífsstefna sagði hann að væri aðal orsök þeirra skelfinga, sem nú eiga sér stað. Hér er um atriði að ræða, sem kaupsýslumennirnir ættu að brjóta heilann um. Eitt sem Noyes talaði um var form og búningur í list og. Ijóði. Hélt hann því fram að gildi hvers kvæðis væri að miklu leyti falið í formi þess og búningi. Að brjóta tilfinnan- lega á móti formi í ljóðagerð kvað hann sama sem að sitja við borð og brjóta alla borð- siði en slíkt væri siðuðu fólki viðbjóður. Því mætti einnig jafna við brot á þeirri kröfu siðmennigarinnar að klæðast siðsamlega og eftir vissum reglum. Mesta unun var að hlusta á hann þegar hann las kvæði sín; hann gerði það snildar- lega. Heil stef og setningar sem hann bar fram hljóta að óma langa lengi í hugum þeirra sem á hann hlýddu. Eg þýddi eftir hann kvæðið: “The Song Tree” og fylgir það hér með. Sig. Júl. Jóhannesson LUNDURINN HELGI Á ÞINGVÖLLUM Síðastliðinn vetur bauð Þing- vallanefnd ríkisstjórninni að efna til kirkjugarðs á Þingvöll- um, vegna Einars skálds Bene- diktssonar. Skyldi það vera upphaf að nýrri þjóðlegri venju, að grafa á Þingvöllum afburðamenn þjóðarinnar, þá sem mjög hafa skarað fram úr í listum, skáldskap, og vísind- um. Ríkisstjórnin tók þessu máli vel. Hún kostaði útför skáldsins, og hefir heimilað nokkurt fé til að framkvæma þessa þjóðlegu nýbreytni. — Guðjón Samúelsson héfir gert uppdrátt að þéssum nýja kirkjugarði og hefir yfirumsjón með verkinu. í Þingvallanefnd eru jafnan þrír þingmenn. Nú eiga sæti í þessari nefnd Haraldur Guð- mundsson, Sigurður Kristjáns- son og sá, sem þetta ritar. — Nefndin fékk biskup landsins, skrifstofustjórann í dóms- málaráðuneytinu, kirkjugarðs- vörðinn í Reykjavík, lækni og húsameistara ríkisins til að vera með í ráðum, hvar þessi grafreitur skyldi vera á Þing- völlum. Voru það sammál þeirra allra, að bezti staðurinn væri á hæð í túninu bak við Þingvallakirkju, og þar var skáldið grafið litlu síðar. Guð- jón Samúelsson byrjaði nú að gera uppdrátt af grafreitnum og Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri lagði fyrir sitt leyti lið með því að undirbúa hversu koma skyldi fyrir trjá- göngum kringum þennan nýja kirkjugarð. Nú fyrir skömmu byrjaði Jónas bóndi í Stardal að láta nokkra af vegavinnu- mönnum sínum starfa að graf- reitnum. Hinn nýi kirkjugarður er hringmyndaður, 30 metrar að þvermáli. Veggirnir eru hlaðn- ir úr hraunsteinum og likjast veggjum gjánna, alt um kring. Efsta lag hleðslunnar er úr uppréttum hraunsteinum. Sýn- ast þar vera drangar, en grasið gægist milli steinanna, eins og væri þar fornt hraun. Grafreiturinn er að ofan sléttur og grasi gróinn út á veggbrún. Yfir hverju leiði á að verera hvítleit hella, steypt úr íslenzkum steintegundum, og nafn þess er þar hvílir, með koparstöfum. í grafreitnum geta verið 44 leiði. Þar eiga ekki að vera nein minnismerki, nema hinar hvítleitu hellur, sem bera ekki hærra en gras- svörðurinn í garðinum. Stiga- þrep úr hrafntinnusteypu liggja upp í garðinn frá kirkj- imni, og frá innganginum gang braut, grískur kross, sem skift- ir grafreitnum í fjóra jafna hluta. Gangstígarnir verða svartir, eins og stigaþrepin, grasið grænt í garðinum og leiðin nálega hvít. Kring um garðinn er gang- braut, og utan við hana kemur belti af reynitrjám, sem skóg- ræktarstjóri mun reyna að láta vaxa þar á einum mannsaldri. Þá fyrst er lundurinn helgi á Þingvöllum fullmyndaður. Um það má segja, að ekki liggur á því að grafreiturinn á að end- ast íslenzku þjóðinni í margar aldir. Þingvallanefnd mun leggja fyrir Alþingi í vetur frumvarp um notkun grafreitsins. Nefnd- in mun sennilega leggja til að ákvörðun um þann heiður að vera jarðsettur í lundinum helga verði fyrst gerð af Þing- vallanefnd, og síðan borin und- ir samþykki Alþingis, án þess að umræður fylgi, og þurfi % hlutar þingmanna að játa til- lögunni. Með því eina móti, að hafa skilyrðin svo ströng, má gera ráð fyrir, að engir verði jarðaðir í þessum grafreit nema þeir listamenn, skáld og vísindamenn, sem nálega öll þjóðin telur sér sæmd veitta að heimila hvílu í lundinum helga á Þingvöllum. Það þarf ekki að efa, að þjóðin muni kunna að meta þessa viðbót við helgi Þing- valla. Jafnvel hin litla byrjun, sem nú þegar er gerð, vekur svo mikla eftirtekt, að Þing- vallagestir heimsækja grafreit skálda og listamanna um leið og þeir leita eftir hinum forn- helgu stöðum, lögréttu og lög- bergi. J. J. Leikkona (í ferðaleikflokki, kemur í hendingskasti og veð- ur að eiganda hússins): Eg tek ekki í mál að búa mig í þessari andstyggilegu kompu. Hún er lítil og sóðaleg og auk þess full af rottum! Húseigandi (með einstakri hægð): Herbregið er ekki stórt — eg kannast við það. En svo eru það rotturnar. Mér datt ekki í hug, að eg þyrfti að hafa kött þar inni, meðan þér vær- uð þar! ' * * * 1. stúlka: Við giftum okkur undir eins og hann Pétur minn hefir lokið herþjónustu. 2. stúlka: Já, þá hefir hann vonandi lært að hlýða! LJÖÐTREÐ Eítir Alfred Noyes Ó, þroskastu, ljóð mitt, sem lifandi tré— þig lifandi vaxa eg sá frá stundinni fyrstu, er stefnulaust barn af styrk þínum hrifinn eg lá. Og það var um dögun — já, það man eg enn, og því hef eg aldrei gleymt hve ljóðtónninn fyrsti var heiðrænn og hreinn, sem hafði þá sál mína dreymt. Þó fuglanna söngur með tónvald og tign sé töfrandi, fagur og hár, mér æðra fanst þetta — mig allan það hreif — af augum mér fossuðu tár. Og trúið mér, vinir — því sagan er sönn — í svalandi straumi eg kvað á óbrotnu máli — eg aðeins var barn — að endingu kraup eg og bað. Ó, þroskastu, ljóð mitt, sem lifandi tré, þú lifandi frelsaðir mig. Eg þúsundum drauma hef glatað og gleymt, en geymi og varðveiti þig. Því gaf eg þér sál mína, sorg mina og von, og söknuð (með tárunum hans), og bernskunnar ákefð og brennandi þrá, og bænir hins þroskaða manns. Eg sá þig í draumi; þú stækkandi stóðst sem stígi til himins frá jörð; í hreiðrum á angandi grein yfir grein þar gladdi sig smáfugla hjörð. Frá himni til jarðar, til himins — á víxl þar heilaga engla eg sá á ferð eftir stiganum ofan og upp, og eilífðin blessaði þá. Eg sá það í draumi er signandi mund því sólgeislum stráðir um lönd; eg sá er þú frjórætur faldir í mold, sem festi þar ódauðleg hönd. Já, líf mitt frá æsku til síðasta svefns og sál mín er þakklætis gjöf til þín, eins og líkaminn leystur frá þraut að lokum er helgaður gröf. Ó, þroskastu, ljóð mitt, sem lifandi tré, og leyf mér, þá vegmótt er hold, að deyja við rót þína, — finna þar frið og frjófga þar skapandi mold. Að deyja við rót þína; leggja þér lið til lífs og til vaxtar — hve kært ef hold mitt og blóð, þegar æfin er öll, að eilífu gæti þig nært. I huga mér sé eg hve sælt væri þá ef saklaust og stefnulaust barn í einfeldni leitaði vegar og vits um veraldar auðnir og hjarn. Já, einhver, sem eg fengi aldrei að sjá um ómældan komandi dag, sem leitaði vermdur af vinsemd og ást, en vissi ekki tón eða lag. Hve sælt væri, Ijóð mitt, ef settist það barn með sálina hreina sem gler við ræturnar þínar, og hlustaði hljótt á hvíslandi raddir frá þér. Og fyndi og heyrði þann töfrandi tón, sem társtrauma leysti frá mér og skapaði sál minni einlæga ást með eilífu trausti á þér. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.