Heimskringla - 16.10.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 16. OKT. 1940
%
Heimskrittgla
(StofnuO 118«)
Kemur út A hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipe•
TaltimiB 86 537
Verð blaCslna er $3.00 árgangurlnn borgist
tyrirfram. AUar borganir sendlst :
THE VIKING PRES8 LTD.
OU vlCsktfta bréf blaSinu aðlútandl sendlst:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritatjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Helmskrlngla” is pubUshed
and printed by
THE VIKIhlG PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 16. OKT. 1940
HVERT ER NtJ VERIÐ AÐ
LEIÐA ISLENDINGA?
Þegar maður les fréttirnar af kirkju-
þingi “United Lutheran-Church of Amer-
ica” sem haldið var í Omaha s. 1. viku,
verður naumast hjá því komist að
spyrja, hvert “Hið evangeliska lúterska
kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi” sé
nú að teyma landann.
í fréttunum er þess getið, að íslenzka
lúterska kirkjufélaginu hafi verið veitt
innganga í þetta mikla kirkjufélag sem
lengi hefir staðið til.
Á þessu þingi er hermt að kvartað hafi
verið undan því, að kosti kirkna félags-
ins í Canada hafi verið þröngvað og
þeim bannað að mæla á þýzl^a tungu.
Þó það kæmi stjórnarvöldunum hér í
hug og af framkvæmdum yrði eitthvað
í svip að banna að flytja ræður á því
máli, var slíku banni brátt létt af aftur.
Enda var það aðeins á vissum stöðum,
sem þetta var bannað. Canada leyfir
enn og mun í lengstu lög leyfa málfrelsi.
Á stríðsárum, eins og nú eru, væri það
ekkert óeðlilegt, þó menn yrðu stundum
öðru að venjast, en því, sem viðgengist
hefir. En af vitnisburði canadiskra
kirkna þessa félags að dæma, hafa þær
ekki neitt á þessu kent ennþá, sem þing-
ið kvartar undan. Að þeirri umkvörtun
mun Canada-mönnum tæplega hafa
geðjast vel.
Af þingi þessu er það í fréttir fært, að
samþykt hafi verið kirkjusameining, er
næði sem næst til tveggja miljón manna.
Þó lúterskir vestan hafs séu naumast
það margir, er hitt sjáanlegt, að þeir
hafa allir sameinast, hver sem hin rétta
tala þeirra er. Og hverjir eru svo
þessir menn, er þetta stóra og mikla
kirkjufélag skipa? Af fyrirlestri séra
Friðriks heitins Bergmanns, að dæma
1916, er hann nefndi: “Hvert stefnir?”
eru það Þjóðverjar, Svíar, Danir og
Norðmenn, sem lútersku kirkjuna skipa
og flýtur af sjálfu sér, að Þjóðverjar séu
þar mannflestir og þeir sem öllu ráða.
Yfirfélag þeirra var þá General Council
nefnt. Er lýsing séra Friðriks af því
kirkjuráði á þessa leið (í bókinni: “Hvert
stefnir”, bls. 53): Þar (þ. e. í General
Council), hefir það bandalag orðið með
Pennsylvaníu-Þjóðverjum og skandinöv-
um i Bandaríkjunum, að fara ekki í
nokkrum hlut feti framar en játning-
arnar, sem til urðu á 16. öld, en ríg-
binda sig við þær í einu og öllu. 1 guð-
fræðilegu tilliti lifa þessir menn allir í
hugsana-heimi 16. og 17. aldar, og þver-
neita að hreyfa sig eitt hænufet út úr
honum.”
Á blaðsíðu 55 í sömu bók stendur
þetta, sem ekki er laust við að rifji upp
í huganum Omaha fréttina s. 1. viku:
“Þegar talað er um að kirkjufélagið (ís-
lenzka, lúterska) gangi inn í General
Council, þá er tilgangurinn sá, að binda
það við þessa guðfræði, eins lengi og
nokkuð er eftir af því. Þá gætu Islend-
ingar fengið þýzka General Council
presta, til að verða presta hjá sér, þegar
svo bæri undir. Þá væri 17. aldar
Þýzkaland búið að skipa þýzkum her-
foringjum yfir aumingja landann, eins
og nútíðar (þ. e. 1916) Þýzkaland hefir
gert við Tyrkjann.”
En það mun nú sagt, að hér sé ekki
um General Council að ræða, heldur
United Lutheran Church of America.
En er ekki skeggið skylt hökunni? Þeir
er kirkjuráð eða félög þessi skipa munu
einn og sami lýðurinn vera. Að minsta
kosti er lýsing Dr. B. B. Jónssonar, af
hinu síðarnefnda félagi einkennilega
samhljóða lýsingu séra Friðriks heitins,
því hann hefir á móti sameiningu við
það félag og ber einmitt fyrir þröngsýni
þess og fastheldni við gamal-trúfræði.
Virtist hann þó gæta þess vel, að halda
engu fram er hneykslað gæti smælingj-
ann í skrifum sínum um trúmál. Hann
var meira að segja forseti kirkjuþings-
ins, er séra F. J. B. reit orð þau, er upp
eru tekin í þessari grein og beinir þeim
til hans. En þó hann og séra F. J. B.
væru þá um fátt sammála, kom það síð-
ar í Ijós, að Dr. B. B. J. var af svipuðum
ástæðum á móti því að kirkjufélagið is-
lenzka gengi United Lut'heran Church á
hönd og séra F. J. B. var að það væri
innlimað í General Council. Hversu
fjarskyld sem félög þessi kunna að vera,
er hjónasvipurinn samt óhrekjanlegur
með þeim.
Ummæli þessara rrtanna kunna að
vera ýkt og fornsaga og nútíðarsaga
lúterskunnar getur verið önnur. En það
eitt er víst, að þeirri sögu lýsa þarna
menn sem lútersku unna en eru ekki
óvinir hennar.
Lútersk kirkja heima á Islandi, hvað
sem hina vestrænu áhrærir, hefir að
frjálslyndi til líklegast borið ægis-
hjálm yfir lúterskar kirkjur annar stað-
ar. Það mun erfitt að benda á lút-
erska kirkju, sem eins hefir orðið við
þekkingarkröfum samtíðar sinnar og
kirkjan á Islandi. Islendingar hafa
aldrei til lengdar þolað að vera í tjóður-
bandi. Það hlýtur því að vera þeim von-
brigði, að horfa nú upp á það, að íslenzk
kirkja sé að gera fóstbræðralag við þau
kirkjufélög, sem í hugarheimi 17. aldar-
innar lifa og hrærast; þó ekkert annað
sé nefnt. íslendingurinn hefir aldrei
dregið rótt andann í slíku loftslagi, í
hvaða skilningi, sem um er að ræða.
Honum hefir verið frelsisþráin í brjóst
borin alt frá því er hann sleit átthaga-
böndin við Noreg og nam Island.
Það er haft eftir einum forkólfi United
Lutheran Church í frétt frá Austur-
Canada, hvort sem sönn er eða ekki, að
þessi sameining íslenzku kirkjunnar við
kirkjufélag sitt, ætti að vera ísienzku
kirkjunni styrkur, er til þessa hefði ekki
notið mikillar andlegrar forustu. Veg-
urinn ætti nú eftir þessa sameiningu að
verða ofurlítið beinni í skaut Abrahams
fyrir lúterska landa!
Herr Von Ribbentrop, utanríkismála-
ráðherra Þjóðverja, kann ekki ítölsku og
Ciano greifi, utanríkismálaráðherra
Itala, talar ekki þýzku. Þegar fundum
þeirra ber saman, sem æði oft ber við,
tala þeir ensku; báðir kunna hana.
FLUG-ÁRÁSIR Á CANADA?
Getum við hugsað okkur að það bíði
þegna þessa lands, að verða oft á dag
að hlaupa inn í öryggisskýli undan flug-
árásum frá Þjóðverjum? Ef stríðið end-
ist aðra sex mánuði, ef árás Hitlers á
England bregst, ef svo bjátar á, að hon-
um þyki uggvænt úm að hann sigri, þá
má Canada búast við loftárásum. Borgir
Canada, frá mynni St. Lawrence-fljóts-
ins og alla leið vestur til kornhlöðuborg-
anna við stórvötnin, eiga sér þá allar ills
von. Og árásanna mun víðar verða vart.
Það mun til þeirra heyrast á svæði því,
er nefna mætti “iðnaðar-þríhyrnuna”
suður af St. Lawrence og Vötnunum
miklu” í nágrannalandinu, Bandaríkjun-
um.
Þetta er spáin, sem maður að nafni
Dyson Carter, M. Sc., F. C. G. S., heldur
fram í bók, er hann nefnir “Sea of
Destiny”, og sem kom út rétt áður en
Noregur var hernuminn. Af reynslu
þeirri sem fengist hefir hér af vetrar-
flugi, álítur hann sprengjuflugförin aðal-
vopn norðursins. Þeim sem hugmynd
þessi um sprengjuhernað Þjóðverja úr
norður átt þykir ósennileg, skal á það
bent, að það þótti einnig um það, er
haldið er fram í bókinni um Noreg sem
margir góðir menn efuðu, að átt gæti sér
stað, eins og eftirfarandi dæmi sýnir.
Viðurkendur rithöfundur um hernað-
armál, sem heima átti í New York,-rit-
aði dóm um bókina “Sea of Destiny” og
hélt því hiklaust fram, að hugmyndin
um loftárásir á Canada hefði við ekkert
að styðjast; Hitler gæti ekki einu sinni
tekið Noreg, af því að til þess þyrfti sjó-
flota, sem hann hefði engan. Sex dögum
eftir að þetta var skrifað, tók Hitler
Noreg með flugliði sínu!
Bretar hafa nú borgað dýru verði fyrir
reynsluna sem á er orðin um að hinir
eldri herfræðingar voru svo langt á eftir
tímanum orðnir í flug hernaði sem mest
má verða. Hernaður nútímans er í loft-
inu. Með stuðningi fáeinna sprengju-
flugbáta, getur land- og sjóher unnið
stórvirki, sem þeim væri ómögulegt án
þess. Hið sterkasta varnarvirki sem
getur um að til hafi verið í heiminum,
Maginot-virkið á Frakklandi, reyndist ó-
nothæft, vegna þess, að flugliðið flaug
yfir það.
Canada og Bandaríkin hafa setið í ró
og næði handan við “varnarvirki” sitt,
hið mikla Atlanzhaf. Hitler mun aldrei
reyna, hugsa þau, að yfirstíga það virki,
alveg eins og Frakkar héldu um Mag-
inot-virkin. En það mun ekki aftra
honum frá, að nota Norður-Ameríku,
sem bakdyr til að komast inn í sjálft
húsið. Hann mun ganga á snið við hinn
mikla bandaríska flota og allar hinar
ramgerðu varnir á Atlanshafsströndinni.
Hann sækir á að norðan, frá Hudsons-
flóanum.
Við munum flest aðeins eftir Hudsons-
flóanum sem stóru opi á landabréfinu,
sem við vorum látin teikna i skóla. En
þrátt fyrir það, sá einn af fræðimönnum
Breta, jafnvel fyrir stríðið mikla, eða
1910, að í friði og stríði, væri framtíð
Canada undir því komin, hvað í norðrinu
gerðist. Þegar hann var landstjóri Can-
ada, spáði Grey lávarður því, að Hud-
sons-flóinn yrði Miðjarðarhaf Ameríku.
Sannleikurinn er sá, að England og
Frakkland börðust um yfirráð Ameríku
á Hudsons-flóanum og löndunum, sem að
Ifóanum liggja. Ein mesta sjóorusta
Canada var þar háð 1897. Við Churchill
gerðu Englendingar sér Gibraltar, sem
sagt er að öruggari vígi hafi verið en
Quebec-virkin. Á þessum tímum vissi
allur heimurinn, að Hudsons-flóinn var
ekki Ishafið. En til þess að gera sér
fulla grein fyrir hvað flói þessi er þessu
landi mikilsverður, er ráðið snjallast, að
líta á heimskringluna.
Þú munt þá skjótt verða þess var, að
þú horfir á leiðina, sem farin verður, er
á Canada og Bandaríkin verður ráðist.
Þar er framtíðar flugleiðin milli Ame-
riku og Evrópu, af því það er beinasta og
styzta leiðin milli nýja og gamla heims-
ins. Á þetta hefir hinn frægi landkönnuð-
ur Vilhjálmur Stefánsson fyrir nokkru
bent. Stefánsson vonaði að hér yrði um
hagkvæma viðskifta-flugleið að ræða. 1
stað þess koma sprengju-flugbátar hana.
Þýzkaland þarf hvorki ísland né Græn-
land fyrir áfanga, eða til að fá sér elds-
neyti. Göring hefir olíustöðvar sínar í
Noregi sem með þurfa til að komast
beint vestur yfir hafið til Hudsons-fló-
ans, sem þó langt virðist á landabréfinu,
er ægilega stutt, er litið er á leið þessa
á hnettinum.
Það er að vísu satt, að það er ekkert
fyrir nazista að sprengja upp norður við
flóa. En þar er það, sem árásar-fluglið
Hitlers tekur sér bólfestu, annaðhvort á
ströndinni eða langt eða skamt uppi í
landi. Móðurskip, sem þau er nú randa
um höfin, geta aðstoðað flugbátana. En
fluglið eitt, eins og flugmenn í Canada
vita, getur flutt nægar birgðir handa
heilum þorpum og bæjum jafnvel norð-
ur í íshaf, og veitist það auðvelt, En
Hudsons-flóinn er ekki í Ishafinu. Að
sumrinu eru lendingarstaðir á þúsundúm
vatna í norðurlandinu. Að vetrinum
frjósa þau að vísu, en þá eru þau svo
slétt, að flugbátar með skíða-útbúnaði
geta leikandi lent þar.
Nú geta stærstu flutningasflugför
farið um 200 mílur á klukkustund. Með
þennan hraða í huga, hve langt erum við
í burtu frá sprengju-flugstöðvum? Með
óvininn í Hudsons-flóalöndunum ein-
hversstaðar, erum við nær honum, en
staðirnir sem Bretar nú hefja flugárásir
á frá Englandi á hverri nóttu! Toronto
og Montreal eru aðeins 5 klukkustuftda
flugleið burtu. Welland-kanállinn að-
eins 4 stunda flugleið. Fort William og
Port Arthur 3 tíma ferð. Winnipeg með
járnbrauta-líflínu landsins, aðeins
tveggja stunda ferð. Eins algengar og
flugárásir eru nú orðnar, eru þessar
vegalengdir ekki neitt fram yfir það
sem vanalegt má heita. Og þegar við
lítum á eitt enn, eru þær í raun og veru
mjög aðgengilegar.
Hér um bil alt flugið er yfir óbygð
héruð þar sem enginn er til frásagnar
um ferðir flugvélanna. Hér er um svo
stórt svæði að ræða, að ekki kæmi til
mála, að hægt væri að verða ferða
þeirra var. Reynslan á Englandi sýnir
og að sjaldan kemur fyrir, að hægt sé
að fylgja árásarflugvélunum til stöðva
sinna. 1 héruðunum kring um
Hudsons-flóann, yrði úr svo
mörgum stöðvum að velja, að
flugbátarnir gætu farið enda-
laust í allar áttir. Aðsetur flug-
flota nazista þyrfti að finna,
áður en hægt yrði að eyði-
leggja nokkuð af honum. Eins
og Ishafs flugmönnum er
kunnugt, yrði eins erfitt að
finna fulgför þarna og elta
þau, eins og að finna nál í hey-
stakk. Þessi norðlægu héruð,
eru eins stór ummáls og öll
Mið-Evrópa.
Ef Hudsons-flóinn er í raun
og veru Miðjarðarhaf vort
hversvegna hefir það gleymst
til þessa? Hví höfum við
verið svo ákafir í að gera land-
varnir við Kyrrahafið, Atlanz-
hafið og St. Lawrence strönd-
ina, en skilja hafið eftir opi5,
sem Bretland sigldi um hingað,
er það lagði undir sig alla
Norður-Ameríku?
Svarið er eitt hundrað og
fimtíu ára gamalt. Það er sag-
an af því stríði sem uppihalds-
laust hefir verið háð með og
móti siglingum til Evrópu um
Hudsons-flóann.
Það var kunnugt löngu áður
en Stefánsson spáði fyrir um
norður flugleiðina, að Hud-
sons-flóa sjóleiðin var bæði
styttri og öruggari en St. Law-
rence leiðin til Evrópu. Þegar
litið er á hnött af jörðinni,
verður þetta mönnum mjög
ljóst. Mælið fyrst leiðina frá
mið-hveitiræktarsvæðum í
Saskatchewan til Port Arthur:
900 mílur. Þaðan til Montreal
eftir vötnunum: 1100 mílur. —
Frá Montreal til Liverpool:
2900 mílur eða alls~%900 mílur;
það er lengd leiðarinnar sem
hveitið verður að senda. Samt
eru hveitilöndin í Saskatchew-
an aðeins 800 mílur frá hafn-
borginni Churchill. Og Chur-
chill er aðeins 3000 mílur frá
Liverpool. Churchill höfnin er
því 1000 mílum nær Englandi
en Montreal.
Þrátt fyrir þetta, er Chur-
chill leiðin ekki notuð neitt
líkt því er skildi. Brautin var
bygð þangað eftir að pólitiskar
deilur höfðu um það staðið í
fimtíu ár. En áróðurinn á
móti brautinni hefir samt hald-
ið áfram. Endalausum lygum
hefir verið dreift út um hættu
þessarar leiðar. Þó fólk hafi
verið gint til að trúa því, að
leið þessi sé ekki fær nema
nokkra mánuði úr árinu, er
sannleikurinn sá, að viðarskip
sigldu leið þessa fyrrum aftur
og fram alt árið um kring. Með
ísbrjótum eins og þeim, sem
notaðir eru á Austursjónum, er
auðvelt að komast þessa leið
viðstöðulaust vetur sem sum-
ar.
Það er kepnin á milli St.
Lawrence vatnaleiðarinnar og
Hudsonsflóa leiðarinnar sem
gert hefir að norðurleiðin hefir
gleymst. En eins og lagningu
á brautinni var flýtt á stríðs-
árunum síðustu, eins verður
Canada nú að gæta Norður-
landsins, ef það á ekki að
verða ofurselt Hitler. Barátt-
an gegn því að búa sig út í
það, sem vor bíður á Miðjarð-
arhafinu í norðri, er ekki leng-
ur barátta milli pólitískra
flokka, það er starf sem gerast
verður í þágu alls landsins og
meira að segja Banadríkjanna
einnig. Hin sameiginlega land-
varnarnefnd Canada og
Bandaríkjanna, sem nú er að
taka til starfa í norðaustrinu,
gefur þessu væntanlega þann
þaum, sem það á skilið.
Það hafa margir í Canada
bent á, að land þetta freisti
Hitlers. Vér erum ekki vissir
um, að það sé það Canada, sem
við höfum enn gert byggilegt,
sem Hitler ásælist. En Þýzka-
land er eftir því Canada,. sem
við þekkjum svo lítið, auðs-
lindum hins ókannaða norð-
austur og norðvestur lands. —
Hinn nafnkunni Colin Ross,
sem frjálsar hendur voru hér
gefnar til könnunar landsins
meðan beztu menn þessa lands
voru hlyntir nazisma, bar vitni
um það, að Þýzkaland leit hýru
auga norðrið. Nazistar gera
sér fulla grein fyrir því, sem af
ásettu ráði hefir verið dulið
fyrir oss flestum, að í norðrinu
er að ræða um samgöngur á
sjó inn í mitt þetta mikla land.
Skip, hvaðan sem eru úr heim-
inum, geta siglt örugg og án
þess að fara norður í Ishaf til
hinna ókönnuðu landa við Hud-
sons-flóann eftir vild og munu
gera það áður en langt um líð-
ur.
Þarna eru síðustu ósnertu
auðslindir Canada. Og þær
eru svo takmarkalausar ^að
maður getur ekki gert sér enn
nokkra sanna grein fyrir þeim.
Þarna eru endalaus skóglönd,
fiskur í ám og vötnum, málm-
ur og kol í jörðu nægur til að
setja upp gífurlegan iðnað og
óheyrin öll af óbeisluðum foss-
um til rafyrkju. Við McMur-
ray í norðvestur Alberta, er
olían svo að segja fljótandi á
yfirborði jarðar. Segja fróðir
menn um það, að þar sé meiri
steinolia í jörðu, en í öllum
þektum olíulindum í heimi til
samans. Þessar birgðir verður
ekki hægt að kanna fyr en
olían þaðan verður leitt til
Churchill.
Það eru lindir eins og þetta,
sem flugvélar Görings draga
til Hudsons-flóans. Og menn
mega trúa því, að herráðið
þýzka hefir dregið upp áætlun
sína um hvernig árás frá Hud-
sons-flóanum verði gerð.
Eini maðurinn sem flugleið-
ina um Hudsons-flóann hefir
enn farið, er nazisti. Hann
flaug alla leið frá Evrópu til
Churchill, svo suður Canada
og til Bandaríkjanna. Og hann
er enginn annar en Wolfgang
von Gronau, einn af æðstu
mönnum í flugher Hitlers og
foringjans hægri hönd að því
er flugmál áhrærir.
Hann flaug frá Þýzkalandi til
Canada árin 1930, 1931 og 1933
í gamaldags flugskipi að sjá.
Síðar narraði Gronau yfirvöld-
in hér til að lofa sér að gera
landmælingar á stóru svæði í
norðvesturlandinu og viðvíkj-
andi sjóleiðinni einnig til Ev-
rópu. Enginn brezkur eða
canadiskur flugmaður hefir í
fórum sínum slíkar upplýsing-
ar og þær sem í skúffum stjórn-
arinnar í Berlín eru. Slíkar
myndir og landabréf og þær
sem Gronau kom þangað, eru
hvergi til. Við þetta var Gron-
au hjálpað af manni, sem
klæddur var í svartan, siðan
prestakjól, og sem flaug stöð-
ugt aftur og fram milli Canada
og Þýzkalands á þessum árum
og sem allir héldu á gistihúsum
hér, að væri guðstrúarhetja
einhver, sem væri að fórna sér
fyrir heiðingja i Norður-Can-
ada!
Nazistar vita hvernig ráðast
skuli á Canada. Noregur var
erfiðari viðfangs en þetta ó-
bygða og óverndaða land norð-
ur við Hudsons-flóa. Þar geta
þeir hver sem er fram með
ströndinni sett sig niður án
þess að svo mikið sem blaktað
verði við þeim.
Það var slikt tækifæri sem
Frakkar gripu fyrir löngu síð-
an, er þeir komu að Englend-
ingum óvörum norðan frá Hud-
sons-flóa og tóku hálfa Norð-
ur-Ameríku. Með flugsprengiu-
flota má fara nærri um hvað
hægt er að gera. Víð skulum
vona að ekki verði komið að
Canada og Bandaríkiunum sof-
andi. En við getum reitt okk-
ur á, að árásin verður gerð á
þessa álfu og að hún kemur
norðan að.
Safnaðarnefnd Sambandssafn-
aðar efnir til Tombólu, mánu-
daeskvöldið 21. október í sam-
komusal kirkjunnar. ,