Heimskringla - 16.10.1940, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.10.1940, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 16. OKT. 1940 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA “ÞAÐ BRESTUR AÐEINS FÉ TIL SKÓGRÆKT- ARINNAR” Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri er nýkominn heim úr langri eftirlitsferð er hann fór í þágu skógræktarmálanna um Norðurland og Austurland. — Fréttamaður Tímans átti tal við Hákon í gær og birtist hér hið hellta af frásögn hans um málefni skógræktarinnar. ■— Við höfum nægilegt af öllu, sem þarf til að koma skóg- ræktarmálum okkar Islend- inga í gott horf, nema pening- um, mælti Hákon. Fé þvi, er lagt var til skógræktarinnar á þessu ári, var að mestu varið til að dytta að og umbæta gömlu skógargirðingarnar. Ný skógargirðing i Fnjóskadal Jafnframt hefir verið hafinn undirbúningur að stórri girð- ingu í Fnjóskadal, vestan ár- innar, og verður þar, þegar hún kemst upp, ein víðlendasta skóglendan á öllu landinu, sem friðuð er. Fyrirhugað er, að girðingin verði 10 kílómetra löng, en Fnjóskár nýtur til verndar landinu á 12 kílómetra svæði. Um helmingur lands þess, sem innan girðingarinn- ar verður, er vaxið skógi og kjarri, og verður væntanlega alt skógi þakið, þegar það hef- ir notið friðunar i nokkur ár. Innan girðingarinnar verða Skuggabjargaskógur, Þverár- skógur vestan Fnjóskár, Stór- höfða- og ef til vill Melaskóg- ur. Þessari girðingu verður væntanlega komið upp í haust eða næsta sumar og er til því sem næst nóg girðingarefni. Sömuleiðis er í ráðum að girða og friða skóglendi með- fram Skjálfandafljóti í landi jarðanna Fossels og Glaumbæj- arsels. Fleiri skógum hefi eg hug á að hlynna að, þegar fé og tæki- færi verður til. Birkirœturnar lifa heila öld, þótt skógurinn sé eyddur. Eitt það merkilegasta, sem komið hefir fram í skógrækt- armálunum, seinustu árin, er lífmagn það, er leynist með gömlum birkirótum, sem varð- veitst hafa í jörðu undir sauð- beit um marga áratugi. Þetta hefir sannast í girðingunum að Here’s a Real DRY CLEANING Bargain SUITS Men's Three-Piece DRESSESpiain, One-Piece 65 Men's & Ladies' COATS 7Sc Fur-Trimmed Extra PHONE 86 311 Uhun£&uC& Eiðum, Vöglum á Þelamörk og 30—40 þúsund plöntur síðast- í Garðsárgili í Eyjafirði. Að ! liðið vor, og vonandi fást alt að Eiðum var dálítill blettur girt- ur árið 1927. Á þessum slóð- um hafði enginn skógur verið í nálægt 90 ár. En bráðlega tóku birkiplöntur að vaxa upp af gömlum og jarðhuldum rót- um, og nú er svæðið vaxið álit- legu kjarri og hæsta tréð 2.80 m. að hæð, beinvaxið og fal- legt. Fyrir hálfu öðru ári var Eiðagirðingin stækkuð, svo að hún er nú 8 kílómetra löng og nýtur Lagarfljóts til friðunar á eina hlið. Allur norðurhluti þessa friðaða lands er nú að þekjast kjarri. Fyrir tveim ár- um fundust við allnákvæma leit aðeins örfáar nýgræðings- plöntur á þessu svæði. Eg hefi aldrei áður séð slíka umbreyt- ingu á gróðurfari á svo skömm- um tíma. Svipað hefir gerst í Þela- merkurgirðingu og í skógar- girðinu Eyfirðinga í Garðsár- gili. Birkiplöntur í skóg- lausu héruðunum Síðan hljóðbært varð um þessa atburði, ■ hafa ýmsir menn farið að gefa þvi gætur, hvort þeir yrðu ekki varir skógarplantna á ýmsum stöð- um, þar sem hingað til hefir verið talið, að slíkur gróður væri ekki til. I þessari ferð minni hitti eg meðal annars Bjarna Jónasson kennara og bónda í Blöndudalshólum í Blöndudal. Hann benti mér á, að í sjö stöðum i Austur-Húna- vatnssýslu hefðu fundist litlir birkikvistir. Einnig hafa menn fundið slíka birkianga á einum stað í Miðfirði í Vestur-Húna- vatnssýslu. Þessi héruð hafa um langan aldur verið talín skóglaus með öllu, en af þessu er sýnt, að hér eru birkirætur á lífi í jörðu niðri, þott nýgræð- ingurinn nái ekki að vaxa úr grasi meðan landið á við bú- fjárágang og beit að búa. Slík- an nýgræðing er og að finna í Vaðlaheiði, í Fnjóskadal, á Út- héraði og norðan Lagarfljóts og sjálfsagt miklu viðar. Þess- ar plöntur finnast oft í mýr- lendi eða hálfdeigjum, enda myndast slíkt jarðlag mjög víða, þar sem skógur gengur til þurðar, þótt áður hafi verið þurlent, meðan skógargróður- inn dróg til sín vatnið úr jarð- veginum. Vaxa tvœr birkiteg- undir hér á landi? Það eru líkur til, að gott fræ- ár verði að þessu sinni, og á það rót sína að rekja til hins góða árferðis í fyrra. Þó sleit ofviðri í vor mikið af reyni- berjum af trjám, svo að vera kann að hörgull verði á reyni- viðarfræi. I haust verður birkifræi safnað í skógum víðsvegar um landið, og því sáð í tilraunaneiti í því skyni að komast að raun um, hvort hér á landi er um að ræða aðeins eina tegund birk- is, eins og talið hefir verið, eða fleiri. Mér þykir grunsamlegt, hversu skógar á Vestfjörðum eru miklu kræklóttari en skóg- ar norðanlands, austan og suð- austan. Eg þykist og sjá þess merki, að Bæjarstaðaskógur sé annarar tegundar en aðrir ís- lenzkir skógar og hið sama gildir um einstök tré á Þórs- mörk. Mér virðast einkenni benda til þess, að þar séu bast- arðar milli hinnar norrænu birkitegundar og Mið-Evrópu- birkis, en í öðrum skógum vaxi aðallega birki af norræna kyn- inu. Úr þessu vil eg fá skorið með samanburðartilraununum, sem efnt verður til í haust. 60—80 þúsund skógarplöntur úr uppeldisstöðvunum Uppeldisstöðvar fyrir ís- lenzkar skógarplöntur eru nú þrjár: Að Múlakoti, Vöglum og Hallormsstað. Fengust þaðan I því helmingi fleiri næsta ár, þrátt fyrir skemdir, sem urðu á plöntunum í ofviðri í júní- mánuði í vor. Nokkuð af útlendum trjá- plöntum hefir verið gróðursett undanfarin vor í Hallormsstað- arskógi. Hafa plöntur þessar dafnað ágætlega, en sumstað- ar hafa þær orðið fyrir á- gengni nautgripa, geldneyta og kúa, sem eru í eign húsmæðra- skólans á Hallormsstað, og spilla eðlilegum þroska ný- græðingsins í Hallormsstaðar- skógi. Ef alt gengur með eðlilegum hætti, á eg von á að fá allmik- ið af sitkagrenifræi frá Alaska í haust. Um þá trjátegund geri eg mér beztu vonir, eins og eg hefi oft skýrt frá áður, og tel líklegt, að hún geti náð mjög góðum þrifum hér á landi. Innan skamms mun eg leggja af stað í nýja ferð og þá til Vestfjarða. Mun eg væntan- lega fara héðan laust eftir miðjan ágústmánuð. í haust fer eg austur í Bæjarstaðaskóg til eftirlits og athugunar. —Tíminn, 13. ágúst. ORÐ 1 BELG Fyrir nokkru síðan barst mér eintak af Ljóðmælum Jónasar Stefánssonar frá Kald- bak, sem eg las og endurlas með nokkurri áfergju margra hluta vegna. Fyrst og fremst er það, að nýjar bækur frá höndum Vest- ur-íslendinga, hafa ávalt verið sjaldgæfar, og fara að sjálf- sögðu sífækkandi, og svo fann eg strax að hér var um sérstök nýmæli að ræða. Bókin, sem heild, er spegill nýrra umbrota í hugsun og sálarlífi lægr'i stéttarinnar í þjóðfélagi voru og má því teljast ný varða á þróunarbraut mannsandans, að minsta kosti í okkar eigin heimi. Hún er bending þess, að brjóstvit grúans sé loksins að losna úr læðing hins æfagamla átrúnaðar og vana; því það er margsannað, að þegar einn kyrjar upp úr þá er aldan orðin heimslæg og nýtt sjónarsvið fyrir höndum. Að vísu höfðu Sig. Júl. Jóh., Stephan G. og Guttormur, og máske fleiri, túlkað þær sveifl- ur vel og dyggilega strax í ár- daga, en ekki þó nema í og með, því hin nýja vitund var aðeins í myndun. Það, sem fyrst var aðeins velvildar og réttlætiskend, er nú orðið þekkingaratriði. — ölmusu- dýrkunin er að styrkjast upp í réttlætis-tilfinningu og vonin að breytast í kröfu. Hin nýja hreyfing er þegar komin vel á legg, og talsmenn hennar verða því að stika stóran til þess að gera köllun sinni skil. Og það hefir Jónas Stefánsson reynt að gera eftir mætti. Hann er einn af oddamönnum okkar á því sviði hér vestra og ljóðin hans svipan, sem knýja á hina latrækari hugsuði . til fyllri meðvitundar um rétt sinn í mannfélaginu og stefnugang hinna sögulegu afla þróunar- innar. Nokkrir dómfærir menn mintust ljóða þessara skömmu eftir að bókin kom út og hældu þeim undantekningarlaust, að eg held; en raunar sá eg aldrei ummæli ritstjóra Lögbergs. En þeim kom líka saman um að frágangur bókarinnar væri slæmur og réttritun og próf- arkalestur í lakara lagi. Einn- ig var bent á að ýmiskonar braglýti fyndust hér og hvar, og mun það alt satt vera. En út af aðfinslum þeim spunnust því miður, all-harðsnúnar á- kærur, sitt á hvað, en þó aðal- lega milli skáldsins og útgef- andans. Af þeim ástæðum, sérstaklega, hefi eg hikað við að minnast málsins alt til þessa, þótt eg álíti bókina vel þess verða að komast í hendur allra hugsandi Islendinga. — Smágallar mega ekki spilla gengi góðs erindis. Línur þessar eiga ekki að skoðast sem ritdómur. Fyrst og fremst finn eg mig varla þess umkominn að dæma eins og þeir, sem vald hafa; og svo er mér á móti skapi að vega og mæla og kljúfa hár, ein- hverju atriði eða aukaatriði til stuðnings eða sönnunar. Afl erindisins er það, sem mestu varðar; og sé það tímabær og nauðsynleg hugvekja gerir minna til þó umbúðirnar séu fáskrúðugar, einhverra hluta vegna. Auðvitað er ákjósanlegast að bæði áferð og efni séu í fullu samræmi svo þau hrífi hugann í sameiningu og veki aðdáun. Þá er listin á hæsta stigi og alt hjálpast að við að grípa • lesandann þeim tökum er seint losna. Því hámarki finst mér J. S. ekki ná nema á stöku stað. Enda er það sjald- gæfur sigur. Þótt leitað sé ljósum logum mun vandfundin sú ljóðabók, sem ekki hefir sína ágalla, sínar smekkleysur og vankanta. Eftir sæmilega athugun er það skoðun mín að ritvillur bókarinnar séu báðum aðiljum að kenna. Sömu villurnar end- urtakast of oft til þess að mis- tök einber og hending geti þar verið um að ræða. Ef til vill hafa höf. og prentari stólað hvor á annan í því efni, og leið- réttingar því farið forgörðum að mestu. Það er ógleðileg yfirsjón, sem stoltur lesari harmar yfir en getur þó leitt hjá sér við uppgötvun hinna innri verðmæta. En hispurslaust sagt á eg bágra með að fyrirgefa höf- undi hroðvirknina, sem kemur í ljós svo víða. Hann brýtur allar reglur bragfræðinnar hvað ofan í annað, án saka og skeytir engum skilmálum. Það veit eg að öll stórskáld út- heimsins gera einnig að jafn- aði, og hvað mest þau sem einna ákveðnasta viðurkenn- ing hafa hlotið. En íslenzk ljóðagerð er sérstæð og kröfu- hörð í þeim sökum og almenn- ingseyrað er orðið næmt fyrir hverjum agnúa, seni fyrir- finst. Vel með farið geta form og hljómur gert hið einfaldasta efni að ljóði, og sömuleiðis lyft hinum dýpri hugsunum í enn hærra veldi. Það er skilgrein- ingin milli ljóðs og lesturs, sem aldrei mun haggast til muna, hvað sem skrípalátum núlegra trúða líður um lönd öll. En eins og eg vék að áðan á heil og einörð hugsun ávalt erindi til fólksins og viðurkennist og sigrar að lokum, hvernig sem hún kann að vera til fara. Jón- as mun lifa og vaxa að vin- sældum með hverju líðandi ári, þrátt fyrir smágallana, sem á verkum hans finnast, og munu vera honum sjálfum full ljósir. Sýnishorn af kvæðunum hafa áður birt þeir séra G. Árnason og Sig. Júl. Jóh., á- samt áliti þeirra sjálfra á gildi bókarinnar, og væri fleiru af því tæi því ofaukið hér; en mig langar til að nefna nokkur kvæði, í meðmælaskyni, þeim til örfunar og forvitni, sem augastað hafa á bókinni til eignar. “Borgin brennur” er eitt af lengstu kvæðum safnsins og að mínum dómi hið voldug- asta. Þar kemur fram hugsjón byltingamannsins, sem veit að tjaldbúð hinnar úreltu menn- ingar verður að brenna til kaldra kola áður en musteri hins nýja tíma fæst reist, og leikur á fiðlu sína fagnandi yfir hruninu, jafnvel þó hann viti að hann sjálfur farist, sem fórn, í þeim eldi. “Kolka”, “Lofgerð til dalsins” og “Aug- lýsing tuttugustu aldarinnar” - NAFNSPJÖLD - ^ Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusiml: 23 674 Stundar scrstaklega lungnaajúk- dóma. Er aS flnni á skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 ÍSS Thorvaldson & Eggertson Lögfræfilngar 300 Nanton Bldg. Talsími 97 024 Ornci Phone Rks, Phonx 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINO Orrrc* * Hours : 12 - 1 4 p.m. - e p.m. AITO BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasfúkdámar Lætur útl meSöl t yifflögum Vllitalstfmar kl. 2—4 *. i,. 7—8 ab kveldinu Simi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Johannes.Ton 806 BROADWAT . Talsíml 30 877 ViBtalatimi kl. 3—fi e. h. A. S. BARDAL selur likkiatur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður só bestl. Ennfremur selur hann allakonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: S6 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agentí Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg- Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Fhone 27 989 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We epecialize in Wedding & Concert Bouqueta & Puneral Designa lcelandic spoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um beeinn. MARGARET DALMAN TEACHER QF PIANO S54 BANNING ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 27 702 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusím i 80 887 Heimasími 48 551 eru sterk áróðurskvæði í hlið- stæðu augnamiði. “Eg ann þér”, “Október fífillinn”, “Þögn”, “Hefnd”, “Drotning dagsins” og “Eg veit ei hvað því veldur” fjalla um ýmislegt úr daglega lífinu og bregða víða upp fögrum, og sumstað- ar sláandi myndum. “Til Is- lands”, “Heimför” og “Tómas Arinbjörnsson” eru fögur ætt- jarðarkvæði, þótt hið síðast- nefnda hafi ef til vill orðið það án forsjár. Nokkur minni stíl- uð til manna, bæði lífs og lið- inna, eru óvanalega notaleg og haldgóð listaverk, án tillits til aðilja. Þar á meðal má nefna “Til Dr. S. O. Thompson”, “Margrét Tómasson” og “Eftir- mæli (St. G. St.)”. Og svo eru allar tækifærisvísurnar mark- vissar og vel samdar. Hið fáa, sem hér að ofan hefir verið tilgreint er vissu- lega nóg ástæða til útgáfu, þó ekkert ann^ð fémætt fyndist í bókinni. En sannleikurinn er sá, að margt annað stendur hinum nefndu kvæðum sáralít- ið að baki. Eitt af þvi er “Vökumaðurinn”, sem eg tek hér upp af því að mér finst það svo skýr mynd af höfund- inum sjálfum og hugsjónalífi hans. “Viðsjált er að vaka, víðskygn myrkrið kanna; horfa á drísil-djöfla drepa farsæld manna. Unna yngri menning engum reyndist gróði. Oftast eftir dauðann á hann fyrst í sjóði. Svalt er morgun-sárið; segir fátt af einum. Engum óskum svarað. Ástin hans í meinum. THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marrlage Licenaea Issued 699 Sargent Ave. Þó er vert að vaka, vera í broddi farar, ef á dauða dægri dagrenningin svarar.” Ekki er mér kunnugt um hvernig útgáfunni hefir verið tekið alment; en Jónas á sann- arlega þakkir skilið fyrir ljóð- in, og þykir mér líklegt að landar sjái sóma sinn í því að eignast upplagið fyr en seinna. —P. B. Bannað að guðlasta Samkvæmt 5250. kafla hegn- ingarlaganna í Delaware-ríki í Bandaríkjunum, kostar það hvorki meira né minna en tveggja mánaða fangelsi, eða 50 dollar sekt, að guðlasta. Lög þessi eru frá tímum Georgs 2. Bretakonungs. * * * j — Þér segist vera meir en 100 ára? — Já, hundrað og þriggja. — Og hverju álítið þér, að : það sé nú einkum að þakka, að | þér hafið náð svo háum aldri? — Eingöngu því, skal eg segja yður, að síðustu þrjá mánuðina hefi eg lifað á ein- tómu grænméti! * * * Hann: Ef þér neitið að gift- ast mér, þá veit eg hvað eg geri: Eg hengi mig fyrir aug- unum á yður! Hún: Nei, fyrir alla muni! Pabbi hefir þrásinnis sagt, að hann vilji ekki hafa yður hang- andi yfir mér dag og nótt!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.