Heimskringla - 06.11.1940, Page 3

Heimskringla - 06.11.1940, Page 3
WINNIPEG, 6. NÓV. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Verðmæt bréf geta ekki tapast eSa eyðilagst í ÖRYGGISHÓLFI Staðurinn fyrir borgarabréf, eignabréf, vá- tryggingar skírteini og önnur verðmæt skjöl, er í yðar eigin öryggishólfi í bankanum. Þér getið leigt það fyrir minna en lc á dag í næsta útibúi Royal Bankans. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $950,000,000 farmbréfi til mín. Landlækn- inum til leiðbeiningar læt eg hér fylgja myndir af áritun umbúðanna og farmbréfinu. Eg fór þá til skrifstofu Ríkisspítal- anna, afhenti þar eitt eintak af farmbréfinu, og bað að send- ingunni yrði veitt móttaka fyr- ir spítalans hönd og eins að greiddur yrði áfallinn kostnað- ur við umbúðir og flutning tækisins. Þessu var lofað, en mér til mikillar undrunar fékk eg vegna vanrækslu heilbrigð- isstjórnarinnar, nýja kröfu frá sendanda tækisins, dags. 2. epríl s. 1. um greiðslu á £5.:0:0. Eg sendi því afrit af þessu bréfi strax til skrifstofu Rikisspítal- anna. Eftir að gjöfin kom til Eeykjavíkur, lá hún lengi á af- greiðslu Eimskipafélags Is- iands. En þegar yfirstjórn Rík- isspítalanna loksins kom því í yerk, að gjöfin væri flutt á Landsspítalann, lá hún þar í umbúðunum, þar til fyrri hluta uiaímánaðar, en um það leyti ætlaði eg að fara alfarinn af spítalanum, og snögga ferð til Ameríku. Mér þótti undarlegt, að yfirstjórn Ríkisspítalanna skyldi ekki skifta sér af gjöf- inni og mér fanst ekki að eg gæti farið af spitalanum eftir þau afskifti, sem eg áður hafði haft af þessu máli, án þess að hún yrði tekin úr umbúðunum. Þessvegna tók eg “stállungað” úr umbúðunum og setti það saman. Eg hafði verið beðinn af einu blaðinu hér í bæ um viðtal vegna þessarar gjafar. Mér fanst viðeigandi að almenningi skyldi vera gert kunnugt um þessa höfðinglegu og þýðing- armiklu gjöf, enda er í Eng- landi áreiðanlega skýrt frá minni gjöfum í dagblöðundm, þó til ríkari stofnana sé gefið en Iandsspítalinn er. Eg áleit því rétt að gefa blöðunum og útvarpinu kost á að fá vit- neskju um þessa góðu gjöf. Atti eg því tal við próf. Jón Hj. Sigurðsson og forstjóra Lands- spítalans dr. Gunnlaug Claes- sen um að sýna blöðum og út- varpi lækningatæki þetta og samþyktu þeir það. Framh. á 7. bls. BRÉF TIL HEIMSKRIN GLU Eæri ritstjóri: Þegar einskonar innbirling- ar sækja á mann þá geta menn °ft ekki á sér sitið og annað en látið þá rása út og koma fram fyrir almennigs sjónir, Jafnvel þó þeir séu svoleiðis innrættir, að maður telji það víst að þeir sæti ýmislegu hnaski í almennings dómi. Nú hafði eg fyrir löngu síðan skrif- til Heimskringlu dálítið fréttabréf en mér fanst þá eg vera taka fram fyrir hendur niér eldri og færari manna, Þó samt hefi eg ekki séð að neinn hafi tekið sig fram um að senda Eringlu sinni eða Lögberg lín- Ur um hagi og líðan sína eða landa sinna héðan, og fljótt frá Sagt líður þeim öllum vel og una giaðir við sitt. Um leið sem það er skemti- tegt og oft fróðlegt að lesa vel samin fréttabréf úr ýmsum átt- Uru, þá um leið getur það oft létt undir með því feikna starfi Sem stundum er lagt á ritstjóra hlaðanna, þegar til greina er tekið það ónæði sem þeir verða syo iðulega fyrir með heim- suknum manna, og stundum angraðir með mismunandi og fánýtum viðræðuefnum, svo fyrir það sama oft orðið að leSgja á sig langar vökunætur til að geta viðhaldið stundvísi °g reglu með útkomu blað- anna. Það er líka þakkarvert hvað núverandi ritstjórar ís- lenzku vikublaðanna okkar hér afa gætt hófsemi í rithætti sínum og hvort sem það yrði nú kallaðar fréttir eða innbirl- ingar hjá mér að geta þess hér, að núverandi ritstjóri Heims- kringlu er víst að eignast lengsta ritstjórnarstarfsemi á íslenzku máli af nokkrum öðr- um Islendingi hér vestan hafs, síðan ólafur S. Thorgeirsson dó. Svo það væri nú nógu gaman að einhver léti í ljósi álit sitt á því langa og oft van- þakkláta starfsviði. Eg hefi aldrei neitt séð um það álit manna um ritstjórn og rithátt á Heimskringlu síðan Dr. Sig. Júl. Jóhannesson þótti hún heldur lávær. Hann hélt eins og þá var umhorfs að taka svolitla spretti til að rífast yki á starfslífið andlega og líkam- lega. Þetta var á árunum þeg- ar talað var um að leggja Lög- berg og Heimskringlu í sömu sængina. Nú er sumarið að enda að ís- lenzku tímatali og rennur það í skaut fortíðarinnar blítt, hóg- legt. En ekki að sínu leyti eins hagstætt fyrir almennings gagn til arðberandi uppskeru hér um Kenora og Rainy Riv- er sveitirnar. Heyfengur al- staðar rýr og sumstaðar hálfur við meðalfeng. — Korn- blettir víða góðir og kartöfl- ur í tæpu meðallagi. — En rétt allar aðrar sortir ekki teljandi. Þessu ollu þurkar of miklir og engisprettan er víða hér skaðræðis pest að verða. En austan til í þessu fylki voru of miklar rigningar og svo frost um miðjan ágúst, er hafði gert 5 miljón dollara skaða á tó- baksökrum þar. Atvinnulíf er hér dauft að verða. Bæirnir hafa engin ný fyrirtæki á hendi og verða aldrei fyrir neinum náðarverk- veitingum frá Landstjórninni. Það er ekki nema þegar Pétur Heenan getur látið einstöku falla í lukkupottinn á vega- spottum hér og hvar í þessu umdæmi sínu. En hann er oft vel búinn að gera í því falli, enda vegir að klárast þar sem þeirra þarf með, svo bæði vinn- an og lukkan sem þeirra tæki- færa hafa orðið aðnjótandi við vegavinnu er nú að mestu þrot- in. Þessar höfuðstarfslindir hér, pappírsmyllan í Kenora og hveitimyllurnar í Keewatin, er hvorug með neinum ofsa flýtir eins og oft áður hefir átt sér stað á þessum tima áður en frís upp. Það er ódýrara fyrir Lake of the Woods að senda hveitimjölið frá Fort William vatnsleiðina til vöruhúsa sinna í strandarfylkjunum og sent svo þaðan mest sjóleiðis til að fylla upp orður utan úr heimi. En héðan frá og til Fort Wil- liam kostar félagið ekkert fyr- ir flutning á sínu hveitimjöli. Það fyllir upp körin sem tæmd eru hér af hveitikorninu frá bændum og þeir eru látnir borga fyrir til Fort William, 300 mílur héðan frá og það gerði engan mismun þó körin væru hlaðin í Whitemouth, 63 mílur hér fyrir vestan en tæmd hér. Bóndinn yrði að borga fil Fort William. Er þetta lýð- ræði eða einræði? Skyldi nokk- ur leiðrétting fást á þessu í stríðslokint Ein atvinnugrein sýnist þríf- ast hér með fjöri og hagnaði árið um kring og það er bjór og vínsalan. Hér mun teljast svo til að fólksfjöldi sá er verzl- un sína sækir til Kenora og Keewatin mun vera á veturna um 15 þúsund. En á sumrin meðan sumarbústaðir fólks eru þéttsettir, og gestir sífelt kom- andi og farandi er fólkstalan þá 20 þus. Það eru líka til fyr- ir alt þetta fólk 14 bjórsalir, 8 fyrir karlmenn en 6 fyrir konur og einn bjórsalinn á einu hótelinu aðeins, mun hafa getið þess að þegar heitt væri á tyllidögum mundi tylftin fara upp á mínútu. Svo er hér ein stór heildsölu vínbúð, ein smá- sölubúð fyrir alla og eitt öl- gerðarhús. Önnur atvinnugrein er hér, sem menn hagnast oft á, en tapa aldrei, það er fiskiríið. — Það er raunar ekki sá sægur manna sem stundar jafnmikið fiskirí hér á Lake of the Woods og gert er árið í kring á Winnipeg-vatni. Það hagar hér öðruvísi til. Það hefir hver hér afskamtað svæði sem borg- ast renta af 30 dollars á ári. Svo hér eru engin tækifæri að fá veiðileyfi nema einhver vilji renta sitt leyfi, selja eða þá tapar því fyrir brot á veiðiregl- um. Prís á fiski hér síðast lið- inn vetur var á pikk að jafnaði 14 cent. Það var byrjað með 10 cent, en endað í apríl með 20c. Hvítfiskur oftast 2 cent- um lægri en Jack 6 til 8 cent, stór og hauslaus. Það er ó- þarfi að taka það fram að pikk- urinn hér er mismunandi að stærð, hefir sama lag og litar- far og pikkur úr Manitoba- vötnunum og borða hann nýj- ann hefir alveg sama bragð og næringarefni. Greindir og at- hugulir menn hér segja að pikkur og hvítfiskur séu mikið að aukast í Lake of the Woods, og þakka það því, að nú í fleiri ár hafa stór svæði þar verið lokuð fyrir allri netaveiði. Svo hefir nú á seinni árum reynst ágæt útkoma á fiskiklökum í Kenora. Síðast liðið vor, það hæsta til gagnlegrar útkomu sem nokkurntíma hefir orðið þar, 169 miljón egg, og af þess- ari upphæð varð að lifandi pikkseiðum um 120 miljón, er hér var miklu slept og stór partur þess flutt til austurenda þessa fylkis og sumt alla leið til Quebec. Það er ekkert sérstakt af okkur Islendingunum að segja. Þeir draga víst rétt allir and- ann á ensku hér, því félagslíf milli okkar er svo æði lengi steindautt. Það eina andans verðmæti er okkur áskotnaðist var að séra Guðmundur Árna- son frá Lundar, Man., kom hér um mánaðarmótin september og október s. 1. og prédikaði i húsi Sig. Sigurðssonar og benti okkur óspart á til eftirbreytnis þolgæði og trúfestu Jobs. Þegar við Islendingar erum að tala um okkar miklu menn og förum svo að aðgreina þá í sundur með þeim nöfnum sem þýða eitthvað meira en að vera afreksmaður, svo sem víking- ur, berserkur og hamhleypa. Þessir innbirlingar hlupu í huga mér þegar eg frétti að nú- verandi forseti Þjóðræknisfé- lagsins, Dr. Richard Beck, hefði lofast til að styðja þá Thorgeirsson bræður við út- komu Almanaksins næstkom- andi ár. Þeir sem fylgjast með öllu starfi Dr. Becks í huga sér, verða meir enn undrandi yfir hvað sá maður getur af- kastað. En gæti hann sett hér á stað í Keewatin deild af ís- lenzku þjóðernisstarfi tilheyr- andi aðal Þjóðræknisfélagsinu, vissi eg hreint ekki hvað eg ætti að kalla prófessorinn. Nú eru þessar fréttir og inn- birlingar mínir bráðum á enda. En fyrst eg leiddi nú huga minn inn á þjóðernishug- sjónir og störf einstöku manna í þarfir þess málefnis, og er nú kominn svo nálægt stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, og þrátt fyrir það þó eg verði nú þar grunaður um græsku, þá vil eg nú benda henni samt á, að ef hún á nokkurn tillöguþátt á vali þeirra manna er ríkis- stjórnin á íslandi býður í orð- fof til lands síns væntanlega ár hvert úr þessu, þá skyldi valin maður í senn einn úr hverri sýslu, því vafalaust hafa allar sýslur íslands orðið á bak að sjá mörgum vöskum bræðrum er svo hjartanlega vildu mæt- ast aftur og jafna upp á milli sín tap og vinning er leiddi af þeirri löngu leið og mörgum ár- um er á milli bar og rif ja upp í sveit sinni og sýslu svo marg- ar endurminningar er báðum aðilum entist til hins síðasta eilífa landnáms. Þegar svo •þessir menn koma til baka aft- ur þá séu þeir ekkert nefndir annað en sýslumenn í stað Mr. eða herra. Þeir bæru þann titil með réttu. En þeir heima sem undir þeim titli ganga eru auðvitað lögfræðingar og svo skattheimtu eða tollheimtu- menn. En ekkert meiri sýslu- menn en hver annar innbyggj- ari sinnar sýslu. Þegar svo jþessir réttnefndu sýslumenn kæmu til baka heim til sín skyldu þeir semja ítarlega ferðasögu sína, gefa hana til íslenzku vikublaðanna hér, er þeim gæti orðið taugastyrkur að, og verðugt og hjartastyrkj- andi til lesendanna, því vafa- laust hefir hver einn og einasti Vestur-lslendingur eitthvað af mörkum lagt til orðlofs sjóðs- ins. Ritað á fyrsta vetrardag, 1940. Bjarni Sveinsson LEIKSVIÐ LÍFSINS er ógurlega stórt orð. Já, svo stórt að það tekur yfir alla til- veru sýnilega og ósýnilega, þekta og óþekta, skapaða og óskapaða. Þetta hafa víðsýnir hugsuðir séð. Allra alda heim- speki hefir séð að meira og minna leyti að leiksvið lífsins var og er of þröngt og þoku- kent í hugum jarðarbúa. Svo segir í riti nokkru: “1 augum forfeðra vorra var heimurinn lítill, og í samanburði við skoð- un vora á honum nú á tímum, tiltölulega handhægur hlutur. Hann hafði staðið í hæsta lagi sex þúsund ár. 1 sögu hans gnæfðu upp fáeinar mannlegar hetjur — konungar, kirkju- skörungar og dýrðlingar, og köstuðu þeir með kröfum sín- um og kostum, skugga á í- myndunaraflið, svo að ekki að- eins um sjálfa þá, heldur og um alla handgegna þeim, tindraði töfraljómi sem haldið var að jafnvel hinn almáttugi hlyti að kannast við og virða. Þessir skörungar og félagar þeirra voru kjarninn í hópi hinna ódauðlegu. Svo komu minni hetjur og dýrðlingar smærri flokka, og að baki og til fyllingar stóðu svo minni- háttar mennirnir. Leiksvið ei- lífðarinnar (að minsta kosti að svo miklu leyti sem himininn einn, og ekki neðri staðurinn var tekinn til greina) varð aldrei ægilega stórt, né óþægi- lega fjölment, í huga hins trú- aða. Þetta mætti kalla stór- bokkaskoðun á ódauðleikan- um; hinir ódauðlegu — eg tala aðeins um himinn, því eilífðar kvalir þurfum vér ekki að taka hér til grein — voru ætíð úr- valið, valin og handhæg tala. En með kynslóð vorri hefir um vesturhluta heimsins runnið upp alveg nýtt skygni yfir stærðirnar. Framþróunarkenn- ingin krefst þess nú, að vér hugsum oss langt um ægilegri hlutföll tíma, rúms og talna en forfeður vora nokkru sinni deymdi um að fólgnar væru í heimsrásinni. Mannkynssagan r e n n u r smátt og smátt upp af rótum dýralifssögunnar. Ef nokkur skepna lifir eilíflega, því þá ekki allar? Því þá ekki dýrin þolinmóðu? Svo ef vér eigum að trúa á ódauðleikann nú á dögum, þá verður hann að ná til slíks feiknafjölda, að ímynd- unarafl vort lémagnast og til- finningar vorar gugna við. Hinir kristnu forfeður vorir gerðu sér í þessu efni hægra um hönd en vér. Að vísu skortir samúðarþel, en þeir höfðu blátt áfram óbeit á þess- um annarlegu mannverum, og í barnaskap sínum héldu þeir, að guðdómurinn hefði líka ó- beit á þeim. Þar sem þeir voru heiðingjar fundu forfeður vorir til einskonar gleði er þeir hugsuðu sér að skaparinn hefði aðeins ætlað þeim að vera kurl á glæður helvítis. Þér opnið augun, en skiljið ekkert af því sem þér sjáið. Sérhver þessara afkáralegu, eða jafnvel ógeðfeldu manna, fjörgast af innri lífsgleði, jafn- hlýrri eða hlýrri en sú er sem þér finnið titra í brjóstum sjálfra yðar. Það er heimsku- legt að halda að hjarta hinnar ótakmörkuðu veru geti kent ofgnóttar eða of mettunar að- eins af því að samúðarþel vort nær svo skamt. Innra gildi annars lífs yfirstígur með öllu samúðarþel vort og skilning. Ef vér gætum skilið að fortíð og framtíð eru raunverulega eitt og augnablik og eilífð eru hvert í öðru, þá þektum vér leiksvið lífsins betur en raun er á. M. I. ISLANDS-FRÉTTIR Síld seld til Svíþjóðar Nýlega hafa tekist samning- ar um sölu á saltsíld til Sví- þjóðar, er nemur 5500 tunnum.' Verðið er 70 krónur íslenzkar hver tunna komin um borð í skip í höfnum hér. Hefir Síldarútvegsnefnd í alt sumar unnið að því að reyna að selja Svíum síld. Hafa þeir óðfúsir viljað kaupa, en staðið hefir á leyfi Þjóðverja. Þó hef- ir leyfi þeirra loks fengist fyrir þessum 5500 tunnum, en reynt verður að fá þá til að leyfa meiri síldarsölu til Svíþjöðar. — Nýtur Síldarútvegsnefnd dyggilegs stuðnings sænska aðalkonsúlsins hér og íslenzka sendiráðsins í Stokkhólmi (Vilhj. Finsens) við tilraunir þessar um síldarsölu. —Isl. 13. sept. * * * Verður innflutningur frá Bretlandi gefinn frjáls? Ríkisstjórnin hefir um þess- Þér sem notíð— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgtUr: Bearj Ave. b*t Siml 95 551—95 562 Skrifatofa: Hcnrj og Argyh VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA ar mundir til athugunar tillög- ur frá viðskiftamálaráðherra um frjálsan innflutning frá Bretlandi á ýmsum nauðsynja- vörum. En eins og kunnugt er hafa Sjálfstæðisblöðin haldið fram þeirri skoðun, að gjald- eyrisráðstaða Islendinga gagn- vart Bretum hafi nú batnað svo mjög hina síðustu mánuði, að sjálfsagt væri að leyfa frjáls innkaup allrar nauðsynjavöru í Bretlandi. Ekkert hefir verið látið uppi um, hversu mikla tilslökun verður um að ræða, ef tillögur viðskiftamálaráðherra ná sam- þykki, en búist er við, að hún sé allveruleg. Væntanlega stendur ekki á hinum ráðherr- unum að fallast á tilslökun á höftunum.—Isl. 13. sept. * * * Breskur hermaður ferst í umferðarslysi Það slys vildi til á sunnudag- inn á steinsteypta veginum inn að Elliðaám, rétt hjá Múla, að tvö bresk bifhjól rákust saman og slösuðust báðir mennirnir, sem á þeim voru. Annar svo mikið, að hann dó samstundis, en hinn hættulega. Hermannabíll var á eftir öðru hjólinu, er þau rákust saman, og tókst bílstjóranum ekki að stöðva bílinn og ók yfir báða mennina. —Mbl. 17. sept. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU * JOHN S. BROOKS LTD. DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bæði vörugæðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. I Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg i Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta. FEDERAL GRAIN LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.