Heimskringla - 06.11.1940, Síða 6

Heimskringla - 06.11.1940, Síða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. NÓV. 1940 ÆÆk ’ FISKIÖRNINN “Þú skalt og mátt til að gera það,” sagði hún og bar ótt á. “Það hefir verið nóg af blóðsúthellingum og dauða í þessari hræði- legu ferð. Þegar við hættum lífinu til að frelsa Hamilton, gerðum við það sem rétt var, það sem þurfti til að frelsa mörg manns- líf í framtiðinni, en þetta er ónauðsynlegt — lögleysa og ilt. Hvaða rétt hefir þú til að láta þessa tvo menn drepa hvern annan? Þú verður samsekur í glæpnum. Æ, hefirðu enn- þá ekki svalað blóðþorsta þínum?” Nansen hristi höfuðið á ný. “Þig langar bara til að sjá þá fljúgast á — það er það eina sem þig langar til,” sagði hún með beiskju. “Það er villidýrið í þér,T’ og hún bætti við með bænarrómi: “Sigraðu það, Kris. Gleymdu því ekki að þú ert sið- mentaður, amerískur maður, en ekki villi- maður. Flyttu Chianga aftur til Bandarikj- anna. Láttu dómstólana ákveða hvaða hegn- ingu hann skuli fá. Þú ert ekki dómari yfir lífi og dauða. Vertu miskunnsamur eins og þú vilt að þér verði sýnd miskunnsemi.” “Sýndi Chianga miskunnsemi þegar hann hafði fjölskyldu Abós á valdi sínu? Nei, og nú verður hann að gjalda fyrir það, María, eg kenni í brjósti um þig. Þetta hefir verið hræðileg reynsla fyrir þig, og þú heldur að þú þolir ekki meira. En eg segi þér, að eg get ekki skift mér um þetta. Það er ekki minn dómur sem hér dæmist. Það er æðri dómur.” “En þú getur afstýrt þessu ef þú vilt.” “Það get eg, en eg vil það ekki.” “Þú vilt það ekki?” Hún endurtók orð hans með raunablæ í rómnum. “Þetta er þá öll ást þín á mér.” Hin fögru augu hennar fyltust tárum. Hún greip um hendur hans. “Kris, eg bið þig að gera þetta — fyrir mínar sakir. Eg bið þig að gera þetta fyrir mig ef þú elskar mig. Og ef þú elskar mig í raun og veru, segir þú ekki nei.” Hún var trú því að vera kona. Hún not- aði vopn, sem voru næstum ómótstæðileg. Tár hennar snertu hann meira en alt annað. “Eg elska þig,” sagði hann svo lágt að hinir gátu ekki heyrt það. “Um það mátt þú aldrei efast. En það kemur þessu máli ekkert við. María, eg segi ennþá einu sinni, að eg get ekki skift mér af málefnum þeirra Abós og Chianga.” “Og eg segi þér---” hrópaði hún “að gerir þú það ekki’ hindrir þú ekki þetta morð getur ekkert samband orðið með okkur fram- ar.” Nú varð löng þögn. Nansen átti í hörðu stríði við sjálfan sig, var sú barátta eins hörð og sú er fyrir höndum var milli hvíta’ bjarn- arins frá Norðrinu og tígrisdýrsins frá Austr- inu. Andlit hans var afmyndað og eldur brann úr augum hans. Hann starði á hina upprennandi sál, eins af þeim gæðum for- feðranna, sem hann gat aldrei afneitað. Loks dró hann djúpt andann. En María vissi hverju hann mundi svara áður hann tók til máls. Hún var kona. Hann var karlmaður. Nokkur hluti hans var hul- inn augum hennar. Hann var hafið. Hún var skip. Hún gat hvílt í. faðmi hans, en aldrei lært að þekkja þá guði, sem stjórn- uðu honum. Hann bjó yfir djúpi, sem hún gat aldrei mælt. Hann var leiddur af öflum, sem hún þekti ekki. Hann laut lögmálum, sem hún hafði aldrei heyrt nefnd. “María, þetta er ekki málefni, sem til- heyrir dómstólunum. Það er ekki til sá dóm- stóll, sem getur dæmt það með réttlæti. Glæpur framinn á ófriðartímum í Finnlandi, er ekki glæpur í voru land. Eini dómstóll- inn, sem hægt er að sækja sökina fyrir er hérna á þessu hafi. Málið verður að útkljást eftir lögum, sem eru eldri en nokkur lög á jörðinni.” Hann þagnaði snöggvast og leit í augu hennar og bætti svo við með alvarlegum tignarblæ. “María, eg vona að þér hafi ekki verið al- vara með þetta, sem þú sagðir. Eg vona að þú, þegar þú hefir yfirvegað málið, ásakir mig ekki fyrir að breyta samkvæmt því, sem eg tel rétt. En jafnvel þótt þetta sé alvara þín, get eg ekki breytt öðruvísi. Eg get ekki blandað mér í þetta mál. Eg get ekki gengið á milli Chianga og þeirrar refsingar, sem beðið hefir hans í öll þessi ár. Morð unga drengsins, móðirin, blóðið á gráum hærum föðursins — fyrir það verður að bæta nú.” Hann þagnaði. Hann sá hana snúa sér við og ganga grátandi yfir í dimt stýrishúsið á “Chelsea”. Með handahreyfingu benti hann Abó og Michael Chianga að þeir gætu hafið einvígið. 17. Kapítuli. Einkennilegt bros breiddist yfir gult and- litið á Michael Chianga. Er hann tók klæðin af brjósti sínu hneigði hann sig lítið eitt fyrir Nansen. “Skipstjóri, eg er yður mjög skuld- bundinn,” sagði hann hreinskilnislega. “Þér hafið veitt mér tækifæri til að ljúka lífi mínu á þann hátt, sem hver hermaður óskar helst. En samt langar mig til að biðja yður einnar bænar.” “Og hver er hún?” Ameríkumenn hrósa sér af drengskap sínum, eg bið yður og félaga yðar að sýna mér hann. Það er Abó sjálfur, sem óskað hefir eftir þessum bardaga. Þér hafið svo gott sera boðið honum að setja mig upp að vegg og skjóta mig, en hann hefir neitað tilboðinu. Þessvegna ætti þetta að verða hlutdrægnis- laust einvígi.” “Það skal það líka verða.” “Og sigurvegarinn á að hafa sérstök for- réttindi. Hvort sem það verður Abó eða eg.” hélt Chianga áfram rólega. “Ef Abó drepur mig þá arfleiði eg hann að poka með gim- steinum, sem hann finnur í fórum mínum niðri í klefa mínum hér á skipinu, og eina skilyrðið, sem eg set er það, að hann gefi einn gimsteininn, sem hefir komið við þessa sögu okkar — ungri og hraustri Bandaríkjastúlku, sem eg dáist mjög að. Eg hugsa að henni muni þykja vænt um að eiga hann til minja um þessa ferð. Ef eg aftur á mtói drep Abó, krefst eg sérstakra launa.” Hann þagnaði og andlit hans var eins rólegt og fjöllin í Mansjúríu. “Hvers krefjist þér?” spurði Nansen. “Fyrst og fremst að Kubli og menn hans fái að halda heim til Rússlands. Því næst að mér sé ekki sýnt neitt ofbeldi nema hvað það snertir að þið getið sett verði yfir mér í sólarhring. Eftir þann tíma beiðist eg að fá leyfi til að yfirgefa þessa jörð á þann hátt, sem eg sjálfur óska mér.” “Er það ætlan yðar að svifta sjálfan yður lífinu?” spurði Nansen. “Eg er ekki frá Vesturlöndum,” svaraði hann vingjarnlega. “1 mínu landi lítum við öðruvíis á það mál. Við rísum ekki upp á móti fórsjóninni. Þegar við töpum síðasta spilinu, hættum við að taka þátt í leiknum. Auk þess erum við stoltir. Það hæfir ekki að eg snúi til Moskva, til leyniráðsins og segi frá ósigri mínum. Eg sór að fengi eg tæki- færi til að taka þátt í þessu tafli og tapaði þá skyldi eg ekki lifa þá svívirðingu. Flestir munu sjálfsagt þakka fyrir að hafa nokkuð meira með Michael Chianga að gera og hann yrði sjálfsagt dæmdur til dauða. Eg óska samt sem áður að fá stuttan frest til að sættast við sérstaka guði, sem eg lengi hefi vanrækt, og dauðdagann vil eg sjálfur velja mér.” Nansen hugsaði sig ekki lengi um. “Ósk yðar skal verða uppfylt,” sagði hann. “Yður skal heimilt að fylgja yðar eigin löngunum og enginn skal hamla yður neitt nema hvað snertir varðveislu okkar sjálfra. En ef hvorugur ykkar Abós lifir þetta einvígi, hvað viljið þið þá að gert verði við eignir ykkar?” “Eg á aðeins tvo minjagripi, þar á meðal skemda mynd, sem eg vil að Kúlbi sé afhent. Hann mun afhenda þá vinum mínum í Sovét ríkinu. Hvað gimsteinana snertir heyra þeir til sigurvegurunum. Við Asíu mennirnir vilj- um að herfanginu sé skift, eins og þér vitið.” “Það gerum við líka Ameríkumennirnir hvort sem okkur fellur það vel eða illa.” “Þeir eru ekki margir, en svo fáir sem þeir eru, eru þeir góðir. Þeir voru eign hinna göfugustu ætta í hinu forna Rússlandi, og Kotzitof hefir gefið mér þá sjálfur. Eins og eg sagði áðan, þá vil eg að gimsteinn hennar hágöfgi verði afhentur Miss Hunter. Af- ganginum verðið þið að skifta sjálfir.” Hann þagnaði. Hann hafði auðsæilega engu við að bæta. Nansen sneri sér til óvin- ar Chiagna, sem stóð og hallaðist upp að borðstokknum. “Abó, er það nokkuð, sem þú óskar að gert væri ef svo færi — ef svo færi að þú gætir ekki gert það sjálfur?” Abó hristi höfuðið. “Eg hefi ekkert í erfðir að gefa, nema fötin sem eg stend í, og hefi engan til að skilja neitt eftir, þótt eg ætti eitthvað. Eg er tilbúinn að byrja. “Byrjið þá,” sagði Nansen þurlega. Hinir tveir jötnar, naktir í beltisstað gengu fram. Þeir mældu hvor annan með augunum. Áður en fyrsta höggið var greitt, vissu þeir fyrir víst að þeir stóðu gagnvart mótstöðumanni, sem aldrei gæfist upp meðan hann drægi lífsandann. Þangað til Abó hafði tekið af sér skyrt- una, hafði Chianga ekki látið svo lítið að líta á hann. Hann taldi sér sigurinn vísan. Oft og tíðum á meðan Chianga var ungur, og var ekki kominn í þann háa sess, er hann síðar komst í, hafði hann barist við fræga mót- stöðumenn og sigrað þá alla. En hin möndlu- löguðu auguK Chianga kipruðust saman er hann sá hið hvíta, þreklega brjóst Finnans. Undir hinni hvitu húð sáust hinir þróttmiklu vöðvar Abós. Það voru vöðvar íþróttamanns. Handleggir Abós voru óeðlilega langir og enduðu með stórum höndum með löngum fingrum. Hann var herðabreiður og beraxl- aður og frá herðunum mjókkaði likami hans niður, jafnt niður að öklunum og voru línur vaxtarlagsins skarpar mjög. Hann var ákaf- lega hálsdigur. 1 hvítu hörundinu sáust berar æðarnar, sem titruðu snöggvast og hurfu svo. Já, Abó var fæddur bardagamaður. Hann var eins og hinn stóri, hvíti björn norð- urheimsskautslandanna, sem skrælingjarnir segja svo hræðilegar sögur af. Tartarinn sem var fimur eins og köttur kunni að vinna sig- ur, en hann yrði ekki auðveldur. Chianga tryltist. Á svipstundu skifti hann um ham. Stundum var hann hinn dreymandi, dulræni maður Austurheimsins, og í næstu andrá blóðþyrstur tartari, sem æðir yfir fjallgarða Amúrs til að ræna og myrða. Hann stökk fram með ótrúlegu afli og hitti hið hvíta brjóst mótstöðumannsins eins og lifandi spjót. Allir gátu nú skilið hversvegna Chianga hafði fengið viðurnefndið. Fimleiki hans, á- samt afli óargadýrsins og villudýrsæðið — alt minti á hið síðhærða tígridýs frá Mansjúríu, sem stekkur á bráð sína. Hár hans virtist rísa eins og strá á hundi og hendur hans voru heljar greipar. Áhorfendurnir voru sem steini lostnir, er þeir sáu frumhlaup Chianga. Það sýndi trylling og æðisgang, sem vestrænum mönn- um er óskiljanlegur. Gillmore einn hafði séð eitthvað svipað, er hinir svörty Sikhar réðust á skotgrafirnar í Frakklandi. En enginn skildi í hversvegna Abó laut ekki strax í lægra haldi fyrir slíkum hamförum. En Abó hélt velli. Hann reikaði en féll ekki. Hann hafði lotið áfram þegar Chianga sló hann og með því dregið litið eitt úr högginu. Tartar- inn rak upp grimdaröskur er hann sá að fjandmaður sinn féll ekki. Tígrisdýrinu dettur ekki í hug að sleppa bráð sinni. Nema að það fari langt fram hjá markinu, hugsar það sig ekki um, en stekkur á hana strax aftur. Abó var hálf lamaður af hinu æðisgengna tilræði og gáði því ekki að sér. Chianga reyndi því þrælmannlegt bragð, sem alt af hafði veitt sigur austurfrá. Hann sjó með útspentum fingrum. Hann miðaði á barkakýlið undir höku Abós. Það högg er banyænt ef það hittir. Finninn uppgötvaði í tíma á hverju hann ætti von. Hann beygði höfuðið og hendin hitti hökuna. Annars hefði bardaginn endað áður en hann byrjaði í raun og veru. Brátt varð það augljóst að tartarinn hefði beðið meira tjón en finninn. Við þenn- an' árekstur brotnaði litlifingur Chianga. — Óhapp þetta var ekki mikilvægt á þessu stígi bardagans, en það gat orðið mikilvægt atriði síðar meir. Inngangnum var nú lokið og bardaginn hófst fyrir alvöru. Gulir handleggir vöfðust um hvíta handleggi. Brúnar herðar nístust að hvítum lifandi snjóskafli. Þeir reyndu að varpa hvor öðrum til jarðar. Þeir reikuðu þannig fram og aftur um þilfarið um hríð, riðandi og stynjandi og hoppandi eins og í stríðsdansi. Áhorfendurnir viku frá til að verða ekki fyrir þeim. Þeir gáfu ekkert hljóð frá sér, því að þeir þurftu framar öllu öðru, að spara kraftana. Eftir að Chianga hafði rekið upp hið trylta öskur er frumhlaup hans mistókst, heyrðist við og við drynjandi urr af vörum hans. Abó andaði gegn um tennurnar og ekkert heyrðist til hans. Skyndilega skrikaði fótur finnans og hann féll þunglega til jarðar. Chianga þaut ofan á hann eins og elding og greip báðum höndum um háls hans. Áhorfendunum virt- ist það heljartök. Þessir gulu fingur mundu áreiðanlega ekki sleppa tökunum fyr en önd- in hefði skroppið úr Abó. Það mundi að- eins heyrast dauðakurrið í hinum gilda svíra hans. En Abó barðist áfram, er blóðið tók að stíga honum til höfuðsins hepnaðist honum að koma handleggjunum milli handleggja Chianga. Vöðvar hans hnykluðust út eins og belgir. Svo mikill kvalasvipur kom á andlit hans að fiskimennirnir sárkendu í brjósti um hann. Þeir biðu þess kannske í huganum, að þjáningar hans yrðu brátt á enda. Andlit þeirra sjálfra afmynduðust er þeir horfðu á hann. Hinir löngu handleggir hans neyttu allra sinna krafta og loks flugu hendur Chianga frá hálsi hans og Abó var laus. Það var eins og þeir hvíldu sig um stund. Þeir lágu grafkyrrir og nístu hvor annari. Svo tóku þeir að hreyfast eins og hraunleðja í eldgíg. Ýmist hreyfðist fótur eða handlegg- ur. Þeir ultu eftir þilfarinu, voru hreyfingar- lausir og ultu svo aftur. Bardaginn varð æðisgengnari. Chianga reyndi bragð eftir bragð, en öll urðu þau á- rangurslaus. Þegar tartarinn reyndi að krækja augað úr Abó með þumalfingrinum, lukust hinar hvítu tennur Abós um hendi hans. Hann beit þangað til holdið hékk í flyksum og Chlanga slepti. Við og við greiddu þeir snögg og þræls- leg högg. Einu sinni greip Abó um mitti Chianga, lyfti honum upp fyrir höfuð sér og slengdi honum frá sér. Chianga féll með dynk miklum niður á þilfarið. Hann virtist bjargarlaus eitt augnablik, með snarleíka bjarnarins, sem er öruggur að hremma bráð sína, réðist Abó á hann. En Chianga var ennþá snarari að rísa á fætur og mætti hon- um á miðri leið. Hinn skínandi líkami finnans var ekki lengur hvítur. Hið gula brjóst Chianga var málað með stríðsmáli eins og indíánans, sem hann hafði leikið. Þessi bardagi gat ekki varað lengi ennþá. Þótt tröllauknir væru voru kraftar þeirra samt að þrotum komnir. Bardaginn var kom- inn að lokum. Ennþá einu sinni lágu þeir í banvænum faðmlögum og voru krafkyrrir. Nansen virtist sem ljómi breiddist yfir andlit Abós. Hin ljósu augu hans, sem voru rauð og sokkin,. leiftruðu snöggvast — rétt eins og blys, sem blossar upp áður en stormurinn slekkur það — það var eins og hann mintist liðinnar hamingju, sem lengi hafði verið gleymd og grafin. Það virtist sem honum hefði verið blásið eitthvað í brjóst á þessari örlagaþrungnu þrautastund. Á hinum blæð- andi vörum hans virtist votta fyrir brosi. Nansen flaug í hug að Abó hefði á svip- stundu leitað til máttarlindar trúarinnar. En hann hafði þar rangt fyrir sér. Jahve var ekki í þessum stormi. Finninn barðist sinni eigin baráttú og treysti á mátt sinn og megin. Að leita hjálpar forsjónarinnar í þessum atriðum, hefði verið guðlast. Hann hlaut sjálfur að ljúka við það, sem hann hafði byrjað og biðja ekki guð að gera það fyrir sig. Félagi sá er Abó hét á á þessari stund og hafði vakið fjörglampann í augum hans var af þessum heimi, en átti ekki heima á hímn- um. Það var hafið — hið forna gráa haf, sem er hinn annar guðdómur sjómannsins. Það hafði mörgum sinnum reynst Abó vinur. Það hafði gefið honum daglegt brauð, þegar rauðliðarnir æddu yfir Finnland hafði það gefið honum griðastað, bárur þess höfðu borið hann burt og höfðu seint og um síðir flutt hann að hinni hrjúfu strönd Alaska. Þarna hafði það leitt hann til fjandmanns hans. Það hafði ekki leitt hann svona langt til þess að bergðast honum í þessari þrekraun hans. Hinar voldugu gráu hendur þess mundu hjálpa honum til að sigra þennan máttuga óvin. Myrkur þess mundi svelgja æðigengið Ijós þessara skásettu augna. Það mundi svelgja Chianga-------afmá hann og sam- stundis mundi það veit.a Abó ljúfan aldurtila. Það mundi vagga honum, láta vel að honum, veita honum hvíld. Það mundi kæla bruna- sviðann í augum hans og svala þjáðum lík- ama hans. Borðstokkurinn var ekki nema tvö fet í burtu. Ef hann gæti brotist þangað var hann viss um sigurinn. Eins og um- kringdur hermaður, sem heyrir óp liðsauk- ans, barðist hann með nýjum kröftum. Chi- anda fann strax breytinguna. Maðurinn, sem þreytti við hann fangið varð tröllaukinn. Rétt þegar flóðaldan var að stíga tartaranum í vil, náði Abó sér fyrir síðustu aflraunina. Hann hóf nú sóknina í þessum tryllingsleik. I ljósgráu augunum hans skein nýtt ljós, en lét von Chianga að engu verða, hinar lemstr- uðu varir hans glottu. Þeir utlu út að borðstokknum og börðust út við hann um stund. Hinir löngu hvítu handleggir vöfðust ennþá einu sinni um mitti Chianga. Ennþá einu sinni hóf hann hann upp þumlung í senn. Nú lá Abó á hnjánum. Hann virtist ekki finna hin hræðilegu högg, sem fjandmaður hans greiddi honum. Eins og þegar tröllvaxinn hvítabjörn lyftir rost- ungi í bardaga norðurljósanæturinnar, þann- ig lyfti Abó fjandmanni sínum yfir riðið kring um boðstokkinn. Það var auðséð hvað hann ætlaði sér. Trylt gleði fylti huga skipverjanna frá “Chel- sea”. Fiskimennirnir stóðu eins og stein- gerfingar; og María Hunter mundi nú jafnvel sjálf hafa óskað að bardaganum lyki. Það virtist ekki lengur vera mannleg barátta, heldur viðureign frumkrafta, sem ósjálfrátt berðust svo að ný blessun mætti fæðast. Að stöðva þá nú, mundi vera hið sama, sem að stöðva hinn hrikalegasta sjónleik sem nokkru sinni væri leikinn á leiksviði lífsins. Chianga skildi líka hver tilgangur fjand- manns síns var. Hann öskraði hátt. Heróp frá hinni ótömdu æsku hans er hann reið frá- um fáki í liði keisarans — og handleggir hans læstust um herðar Abós. Ef hann fær- ist skyldi sigurvegari hans fara með honum. Hann hékk lengi yfir grindurnar. Hægt Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.