Heimskringla - 20.11.1940, Síða 2

Heimskringla - 20.11.1940, Síða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. NÓV. 1940 U Esjan” komin heim með 258 íslendinga Island sendi skip til Petsamo á Finnlandi til þess að flytja heim íslendinga, er á Norðurlöndum voru er stríðið skall á og kom- ust ekki heim. Segir i eftirfarandi greinum frá þessu. Undirbúningur Esjuferðarinnar Um undirbúning og aðdrag- anda Esjuferðarinnar, komst H. J. Hólmjárn að orði á þessa leið: Á síðastliðnu sumri dvöldu á meginlandi Evrópu hátt á þriðja hundrað íslendinga, sem sóttu mjög fast að koma heim. mannáhöfn mikla vinnu og sama má segja um hið nýja sendiráð vort í Stokkhólmi undir stjórn hins þekta landa vors, Vilhj. Finsens. Má svo segja að starfsfólkið í sendiráð- inu í Kaupmannahöfn ynni bæði nætur og daga síðustu vikuna áður en ferðin hófst. Sendiráðið í Kaupmanna- Meginhluti þessa fólks var ungt höfn og Stokkhólmi höfðu sam- fólk, sem nú hefir lokið námi, ið við Ferðaskrifstofu sænsku en auk þess skipshafnarinnar járnbrautanna um að sjá um af E.s. Gullfossi, sem liggur í ferðina frá Danmörku yfir Sví- Kaupmannahöfn og E.s. Snæ- þjóð og Finnland til Petsamo felli sem liggur í Svíþjóð. Þá fyrir ákvæðisverð fyrir hvern má telja nokkra verzlunar- farþega. Skyldi Ferðaskrifstof- menn, sem dvöldu á megin- an leggja til fararkost allan, landinu í verzlunarerindum, þegar Þjóðverjar hremdu Dan- mörku og Noreg. — Sendiráðið í Danmörku barðist mjög fyrir því, að opna heimfararleið fyr- ir landa vora yfir Petsamo, og á öndverðu sumri mun Guðm. Hlíðdal, póst- og símamála- stjóri, sem þá var staddur Danmörku, hafa farið til Sví- þjóðar og Finnlands til þess að athuga möguleika á þvi, að koma íslendingum, sem heim vildu fara þessa leið. En þetta bar ekki árangur. Lá nú hemifararmálið niðri um stund. í júlímánuði tók sendiráðið í Kaupmannahöfn á ný og af miklu kappi að vinna að því, að koma íslendingum heim yfir Petsamo, og var svo komið um miðjan ágúst að * mestar likur voru taldar á að ferðin myndi takast og allir sem fara vildu voru beðnir að vera ferðbúnir um þann 20. ág. Fregnir frá ísl. ríkisstjórninni hnigu mjög í þá átt að e. s. Esja myndi verða komin til Petsamo, ef engar nýjar hindr- anir kæmu fyrir, laust eftir 20. ágúst. En þrem dögum áður en búist hafði verið við að lagt yrði af stað kom skeyti frá rík- isstjórn Islands til sendiráðsins í Kaupmannahöfn, þar sem ríkisstjórnin tjáði sendiráðinu, að úr ferð Esju til Petsamo gæti fyrst um sinn ekkert orð- ið. Sló nú óhug miklum á hina heimfúsu landa og töldu marg- ir vonlaust um heimferð. Eg og tveir aðrir fórum að leita að nýjum leiðum til heim- ferðar og vorum komnir langt á leið með að fá leyfi til’ þess að fljúga frá Kaupmannahöfn til Lisbon, og þaðan til New York — sú ferð myndi kosta um 4000 danskar krónur, — þegar símskeyti kom frá ríkis- stjórn Islands til sendiráðsins í Kaupmannahöfn, að nú mætti telja víst að úr ferð Esju til Petsamo gæti orðið seint í september. Hófst nú undirbúningur und- ir ferðin að nýju. Gekk mjög greiðlega að fá leyfi danskra yfirvalda og Þjóðverja til þess að fara úr landi og sömuleiðis leyfi Svía og Finna til þess að fara um lönd þeirra. Undirbúningur þessarar far- ar kostaði sendiráðið í Kaup- þ. e. skip, járnbraut og bíla og ennfremur mat á allri leiðinni og gistingu í Stokkhólmi. Ferðin frá Islandi til Petsamo Við vorum aðeins eins sólar- hrings siglingu frá Færeyjum, 220 sjómílur norðvestur af Noregi, skamt úti fyrir, Vest- fiorden, er tvær þýzkar hern- aðarflugvélar fóru að sveima yfir skipinu, sagði Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri, er fréttarit- ari Morgunblaðsins spurði hann fregna um ferð Esju til Petsamo. — Við lögðum af stað að heiman þann 20. september. Veður var ágætt og ferðin gekk greiðlega og hindrunar- laust, þangað til flugvélarnar birtust. Við þóttumst þó vel sloppnir er þessar fyrnefndu flugvélar flugu aftur til lands, eftir að hafa fengið upplýsing- ar um hverjir við værum og hvert við værum að fara, held- ur skipstjóri áfram. — En svo var þó ekki, því að skömmu eft- ir hádegi sama dag komu enn tvær flugvélar. Voru þær öllu vígalegri en hinar fyrri, mor- suðu í sífellu til okkar og skutu af vélbyssum fyrir fram- an skipið, er við brugðust ekki nógu skjótt við skipan þeirra. En það kom aðeins til af því, að sólarljósið truflaði mors- merkin. Brátt skildum við þó, að ætl- ast var til að við sigldum inn til Þrándheims, og urðum við þegar við þeim tilmælum. — Þýzkur varðbátur leiðbeindi okkur alla leið um tundur- duflasvæðið inn í skerjagarð- inn, og þrír sjóliðar stóðu vörð um borð. Er til Þrándheims kom lögð- umst við rétt hjá olíugeymum nokkrum, sem oft hafði verið reynt að hæfa undanfarna daga af hinum stríðsaðilunum. Annars var ekki hægt að kvarta yfir meðferðinni. Hern- aðarráðuneytið reyndi að af- greiða okkur eins fljótt og unt var og greiddi mjög fyrir mér með skeytasendingar og símtöl til Stokkhólms. Kváðu for- ingjarnir það á misskilningi bygt að skipið h^fði verið tek- ið. Vanrækt hefði verið að tilkynna um ferðir þess. — Hve lengi var skipið kyr- sett í Þrándheimi? OLIKIR SKATTAR Beinir skattar á strætisvögnum vorum og fólksflutningavögnum, eru 8.10% af öllum tekj- um félags vors, en eru 5% fyrir canadisk félög að meðaltali. Fyrir hverja 1000 farþega í Toronto sem fluttir eru, er skatt- urinn $1.68, Montreal $2.90, Que- bec $3.15, Hamilton $4.32, Ottawa $4.55, Winnipeg $5.66. WINNIPEGELECTRIC C O M P A N Y — Fjóra daga. En laugar- daginn 28. sept. lögðum við úr höfn og sigldum út í Skerja- garðinn. Fanst mér öruggara að hafa skipið þar um nóttina, því að okkur var sagt, að um kl. 5V2 á sunnudagsmorgna væru Englendingar vanir að fljúga yfir þessar slóðir, í þeim tilgangi að hæfa skip, sem þarna lágu rétt hjá, og olíu- geymana. Vildi eg ógjarna að Esja yrði þar tekin í misgrip- um. Næsta dajg sigldum við 150 sjómílur vestur í haf, og síðan eftir gefnum leiðum áleiðis til Petsamo. Gekk ferðin eftir þetta hindrunarlaust, þó sæum við á leið okkar þrjú tundur- dufl. — Þetta hefir verið allstór krókur, að koma til Þránd- heims? — Já, sá krókur nam 400 sjómílum, svarar skipstjóri. — En alls var leiðin, sem við sigldum, frá íslandi til Pet- samo, 1800 sjómílur. Þ. H. "Esjan" er komin að landi með 258 farþega Sú fregn flaug eins og eldur í sinu um bæinn í gærmorgun, að Esja væri að koma, og henn- ar væri von upp úr hádeginu. Átti enginn hér von á henni svo snemma, því búist var við að hún hefði tafist í breskri eftirlitshöfn fram yfir helgina. En skýringin á því, hve fljót hún var hingað, kom brátt. — Skoðuir sú eða eftirlit, sem bú- ist var við í Bretlandi, fóa aldrei fram. Það er framkvæmt hér, og byrjaði í gær, en verð- ur vafalaust lokið í dag. Á meðan það stendur yfir liggur Esjan á ytri höfninni. En undir eins og hennar var von þangað safnaðist fólk upp á Arnarhól og á aðra staði, þar sem útsýni er yfir höfnina. Því það var fróun að sjá skipið með eigin augum, hið langþráða skip með ástvini um borð, sem svo lengi hafði verið saknað. 1 gær barst blaðinu farþega- listi Esju. Varð ekki annað séð, en hann væri samhljóða þeim, sem áður hefir birst hér. Farþegar eru alls 258. En eftir því sem blaðið frétti í gærkveldi hafði hinn breski hervörður yfirheyrt 75 manns er dagsverkinu lauk. Þó er vonast eftir því að rannsókn verði lokið fyrir kvöldið í kvöld. Fararstjóri ferðamannahóps- ins frá Kaupmannahöfn til Pet- samo var H. J. Hólmjárn for- stjóri. Frá honum barst blaðinu í gærkveldi eftirfarandi frásögn af ferðinni frá Höfn til Finn-1 lands: Lagt af staö Burtfarardagurinn frá Kaup- mannahöfn rann upp fagur og heiður. Alt ferðafólkið skyldi mæta við Havnegade 49 kl. 9 árdegis þann 25. sept. og var brottförin ákveðin kl. 10 með Eyrarsundsbátnum “Bellevue”. Til þess að vera fararstjórar fyrir ferðinni hafði sendiraðið í Kaupmannahöfn ráðið þá Finn Jónsson alþm. og H. J. Hólmjárn forstjóra. Finnur var áður farinn til Sviþjóðar, en skyldi mæta í Stokkhólmi. Skoðun á vegabréfum og flutningi gekk mjög greiðlega og var að fullu lokið á klukku- tíma. — Þarna var samankom- inn mikill fjöldi fólks til þess að kveðja okkur, sem lögðum út í þessa löngu og erfiðu ferð. Ávarpaði fararstjórinn, H. J. Hólmjárn, mannfjöldann nokkrum kveðjuorðum; var þá hrópað húrra fyrir Danmörku og sunginn danski þjóðsöngur- inn. Þá mælti fararstjóri nokk- ur orð til konungs vors, sem átti sjötugsafmæli daginn eft- ir, og var hrópað nífalt kon- "ngahúrra og sungið Ó, Guð \rr\r<* lands. Þ* danskur kvenstúdent nokkur orð fyrir minni Islands og hrópuðu Dan- irnir þrefalt húrra fyrir íslandi. Voru kveðjur hinar glæsileg- ustu. Kl. 10.15 létti skipið akker- um og sigldi áleiðis til Svíþjóð- ar. Skyldi nú hafin ein hin fjölmennasta ferð, sem hefir verið til Islands farin. Við sigldum sem leið lá í lá- dauðum sjó beint til Málm- eyjar, en sú sigling tekur rúm- ar tvær stundir. Farþegar voru: 100 konur, 94 karlar, 12 börn 4—12 ára, 11 börn yngri en 4 ára. Yngsti farþeginn vár 4 mán- aða en elsti 63 ára. I Svíþjóð Þegar til Málmeyjar kom tók sænska toll- og vegabréfaeftir- litið á móti okkur. Var alt starf þess mjög vel undirbúið og skipulagt, enda var toll- skoðun og skoðun vegabréfa að fullu lokið á tæpum klukku- tíma. Allmikill hluti af flutningn- um var nú innritaður á járn- braut alla leið til Rovaniemi í Finnlandi og þaðan á bíl til Petsamo, þannig að fólk hefði ekki með sér í járnbrautinni nema það allra naðsynlegasta af fötum. Að tollskoðun lokinni var sezt að snæðingi á Járnbraut- arhótelinu í Málmey og snædd- ur miðdegisverður og kl. 14.20 var lagt af stað með hraðlest áleiðis til Stokkhólms. Við höfðum fengið sérstaka vagna fyrir okkur í lestinni. Voru þeir vel útbúnir, með stoppuð- um sætum, svo líðan fólksins var sæmileg. Um kl. 18 var veitt brauð og kaffi, te eða mjólk, og kl. um 23.30 brunaði lestin inn á Cen- tral - járnbrautarstöðina i Stokkhólmi. Þar tók á móti okkur chargé d’affaire Vilhj. Finsen. Tilkynti hann okkur þegar að þá um daginn hefði komið símskeyti frá skipstjór- anum á Esju, þess efnis, að hún hefði verið tekin af Þjóð- verjum og færð til Þrándheims. Finsen gat þess þá strax, að fyrir lægi þegar frá Þjóðverj- um loforð um að Esja skyldi látin laus eins fljótt og auðið væri og það tæki tæplega meira en 2—3 daga. Þetta þóttu okkur nú ekki svo góðar fréttir, því sýnt var, að nokkur töf yrði á ferðinni, því ekki kom til mála að fara frá Stokkhólmi fyr en Esja væri komin til Petsamo, þar sem ekki var hægt að fá hótel- pláss handa svo mörgu fólki annarsstaðar á leiðinni. Frá Kaupmannahöfn fylgdi með okkur Tryggvi Svein- björnsson sendiráðsritari, skyldi hann taka “Kurerpost”- úr Esju og aðstoða fararstjór- ana á leiðinni. Vika í Stokkhólmi Ferðaskrifstofan hafði kom- ið því svo fyrir, að fólkinu skyldi skift niður á 6 hótel í Stokkhólmi. Við Tryggvi not- uðum tímann í járnbrautinni frá Málmey til þess að raðd fólkinu niður á hótelinu og skipa einn flokkstjóra fyrir hvert hótel. Tókst það all- greiðlega, nema nokkur leyni- lega trúlofuð pör voru fyrst í stað skilin að, en seinna tókst að lagfæra það. Flokksstjórar voru: Á Park- Hotel, Jón Engil- berts listmálari. Þar bjuggu öll hjón með börn. Hafði því Engilberts ærið að starfa vik- una sem dvalið var í Stokk- hólmi. Hotel Stockholms Hospits Eggert Guðmundsson listmál- ari. bió mikið af ungu kvpnfólki. Hotel Continental Björn Sig- íæknir. Broddi Jóhan- nf'i’i’-'n rlr. nhil. Hotel Alexandra, Björn Jóns- son I. stýrimaður af Gullfossi. Central Hotellet, Brandur Jónsson kennari. Dvölin í Stokkhólmi varð ein vika. Var ekki lagt af stað þaðan fyr en daginn sem vissa var fyrir að Esja kæmi til Pet- sarpo. Dvölina í Stokkhólmi notaði fólkið til þess að sjá síg um í borginni, eftir þvi sem hægt var; skoða söfn og annað mark- vert, en fæstir höfðu neina sænska peninga, og var það mjög vel þegið, að sendiráðið í Stokkhólmi lét skifta meðal fólksins nokkurri upphæð, svo flestir eða allir höfðu einhverja sporvagnspeninga. Eitt af kvöldunum, sem við dvöldum í Stokkhólmi, bauð félagið Norden og Sænsk-ís- lenzka félagið okkur öllum á kvöldskemtun nokkra. Þótti það allgóð skemtun. Um Svíana má það segja, að framkoma þeirra og veiting öll á hótelunum, þar sem við bjuggum, var hin besta, og um sendiráðið í Stokkhólmi verð- ur ekki annað með sanngirni sagt, en það gerði alt sem í þess valdi stóð til að greiða fyrir okkur á allan hátt og fórst það prýðilega. Langur áfangi Svo hafði upprunalega verið ákveðið, að flokknum skyldi skift í tvent í Stokkhólmi og færu þeir þaðan norður á bóg- inn sinn daginn hvor, vegna þess hve erfitt er með bíla- flutninga í Finnlandi. Skyldi Finnur Jónsson alþm. vera far- arstjóri fyrir þeim fyrri en eg fyrir þeim síðari. Þegar dvölin nú varð lengri en áætlað hafði verið, var þessu fyrit’komulagi breytt þannig, að aðeins skyldu fara daginn áður en aðalflokkurinn færi, nokkrar stúlkur, sem síð- ur var talið að myndu þola að taka hina erviðu og löngu ferð frá Stokkhólmi til Petsamo í einum áfanga. Varð því úr að Tryggvi Sveinbjörnsson sendi- ráðsritari lagði af stað með lít- inn valinn hóp frá Stokkhólmi Þriðjudaginn 1. október áleiðis til Rovaniemi. Samanstóð sá flokkur af 8 konum, sem heldur þóttu veikbygðari, Haraldi Sig- urðssyni lækni og frú hans, sem einnig er læknir, og tveim börnum þeirra. Þetta reynd- ist að vera hin farsælasta skip- an. Miðvikudaginn þann 2. okt. kl. 12.30 lagði allur hinn hóp- urinn af stað í aukalest frá járnbrautarstöðinni í Stokk- hólmi. Skyldi nú haldið í ein- um áfanga til Petsamo. í fylgd með okkur var for- stjórinn fyrir ferðaskrifstofu sænsku járnbrautanna, Axel Ekström. Fylgdi hann okkkur alla leið upp til Rovianemi í Finnlandi, þar sem járnbraut- ina þrýtur, og reyndist fylgd hans öll hin besta og giftu- drýgsta. 1 Stokkhólmi bættust við í hópinn 26 karlmenn og 7 kon- ur, sem komu frá ýmsum stöð- um í Svíþjóð, og 5 karlmenn og 3 konur frá Noregi. Seinna bættist einn karlmaður í hóp- inn í Finnlandi. Meðal þeirra er frá Noregi komu var Skúli Skúlason ritstjóri. Lestin brunaði nú móti norðri í gegnum hin undur- fögru lönd Norður-Svíþjóðar. Fögur býli, akrar, skógar, vötn, ár og fossar bera fyrir augun. Hugur Petsamo-faranna er hress og vonglaður, gleðin yfir því að vera nú endanlega á leið heim til okkar kæra gamla Fróns, heirh til ættingja og vina, skín út úr hverju andliti. “Vittigheder”, sem vel hefðu sæmt Páli og Speglinum, fjúka hvar sem maður fer um lestina, og ættjarðarsöngvarnir hljóma ''töðtigt án afláts, og svona heldur það áfram þangað til járnbrautarþjónarnir koma og búa um bekkina til nætur- svefns. Áður höfðum við far- arstjórarnir, auðvitað á sið- saman og kristilegan hátt, skift fólkinu niður í svefnklef- ana eftir hjónastandi, kynjum og öðru því um líku, svo alt færi vel, enda fór líka alt í besta lagi. Fimtudaginn þann 3. október vöknuðum við árla í svefnklef- unum í járnbrautinni og risum úr rekkju. Kl. um 10 árd. komum við til Boden, sem er allstór bær norð- arlega í Svíþjóð. Þar snædd- um við ágætan morgunverð, b'æði heitan mat og kaldan. Dvöldum við þar rúman klukkutíma; stigum síðan inn í járnbrautina aftur og héldum áleiðis til Haparanda, sem er landamærabærinn á landa- mærum Finnlands. Hér endar frásögn H. J. Hólmjárns. Tíðindamaður blaðsins átti í gærkveldi tal við Klemens Tryggvason cand. polit., en hann fékk að koma í land í gærkveldi af Esju. * Hann skýrði svo frá: Ferðin gekk greiðlega norð- ur eftir Finnlandi. Komið var á endastað norðurjárnbrautar- innar að aflíðandi miðnætti að- faranótt föstudags. Það varð nokkur töf við að koma fólkinu fyrir í bílana, sem fluttu það til Petsamo. Flest voru það stórir bílar. — Varð fólkið þreytt á þeirri erf- iðu ferð. Bílarnir lögðu af stað á tíma- bilinu kl. 1—4 um nóttina og komu til Petsamo kl. 4—8 e. h. á föstudag. í Petsamo var gott veður, og eins fyrstu daga sjóferðar- innar. Var siglt langt vestur í haf, áður en beygt var til suð- urs. Sjóveiki var nokkur meðal farþega, eins og gengur, en skapið hið allra besta meðal manna yfirleitt, og gleðskapur góður. Var mikið sungið og söngflokkur stofnaður, er hélt uppi söng og glaðværð. Viðurgerningur á skipinu var allur góður, og aðbún^ður yfir- leitt. Um 70 manns urðu að hafast við í lestarrúmi skips- ins. Hvað gerðist í eftirlitshöfn- inni bresku? — Þar voru skoðuð vegabréf farþeganna og annað ekki. Er Esja fór þaðan fylgdi henni tundurspillir og kafbát- ur út fyrir hættusvæðið. Héld- um síðan beina leið til Islands og nú erum við hingað komin. —Mbl. 16. okt. ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. Meðan Lincoln sat á sam- bandsþinginu áttu Bandaríkin í stríði við Mexico og hernaðar- andinn hafði gegntekið þjóð- ina. — Stjórnmálamennirnir keptust við að halda þrumandi æsingarræður til að auka álit sitt hjá þjóðinni. Allar voru þær lærðar á eina bók. Nú skulum við líta inn í hinn glæsta þingsal einn sumarheit- an sólskinsdag. Nokkrir þing- menn sitja í sætum sínum en fleiri eru þó fjarverandi. Alt er þarna gljáandi, fágað og fint og ekki sízt þessir æru- verðu fulltrúar fólksins. Þeir hafa verið rakaðir, burstaðir, stroknir, kembdir og hand- snyrtir upp á þjóðarinnar kostnað, all flestir. Svona eiga ármenn auðugrar þjóðar að vera, hugsuðu þinggestirnir upp á áheyrenda pöllunum. Ekki virðast þingmennirnir neitt sérstaklega áhugasamir um landsins gagn og nauðsynj- ar þennan daginn. Sumir sötra ískalda gosdrykki, sem þjón-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.