Heimskringla - 20.11.1940, Qupperneq 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 20. NÓV. 1940
ifreimskringla
(Sto/nuB 1SÍ6)
Kemur t'it i hverjum miBviJcudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
IS3 ot S55 Sargent Avenue, Winnipet
Talsimia S6 537
Ver8 blaSslns er $3.00 árgangurlnn borglat
tyrirfram. Allar borganir sendlst:
THE VIKING PRES8 LTD.
311 viöskifta bréf blaðlnu aSlútandl sendtet:
Manager J. B. SKAPTASON
*SJ Sargent Ave., Winnipeo
Ritstjóri 8TEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
S53 Sargent Ave., Winnipeg
“Helmskringla” ls publlshed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
Í53-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepihone: 86 537
WINNIPEG, 20. NÓV. 1940
BEZTA BÓK Á ENSKU
UM ÍSLAND
Það er nú ekkert ótítt orðið, að sjá
jafnvel heilar bækur skrifaðar á er-
lendum málum um ísland. Sá galli
hefir þó á mörgum þeirra verið, að lýs-
ingarnar af landi og þjóð hafa verið
næsta hjátkátlegar og verður það skilj-
anlegt, er þess er gætt að þær eru flestar
skrifaðar af ferðamönnum, sem aðeins
hafa verið stundargestir heima, en hafa
ekki haft nægilegan tíma til að kynnast
til hlítar landinu, þjóðinni eða háttum
hennar. Undantekningar eru að visu
einhverjar frá þessu. En jafnvel þær
bækur sem það má um segja, hafa
sjaldnast gefið heildarmynd af þjóð-
inni, þó sæmilegar hafi verið, eins
langt og þær hafa náð, og ekki einu
sinni lýst því sýniléga rétt, að ekki sé
talað um hlægimyndirnar ^f hugsjóna-
lífi þjóðarinnar. Og þó hafa sumar þeirra
átt að heita saga Islands.
Iceland. The First American Republic,
eftir Vilhjálm Stefánsson, er bók af alt
öðru tæi en þær sem minst var á um
land vort og þjóð. Hún er ein fróðleg-
asta og bezta bókin, sem vér minnumst
að hafa lesið á ensku máli um ísland.
Hún er ekki saga þjóðarinnar beinlínis,
er ekki langorð lýsing af sögulegu við-
burðunum sjálfum. En samt er bókin
öll um sögu íslands. Höfundur byrjar á
að segja frá landinu eins og það nú er
og heldur svo áfram unz hann tengir við-
burðina við fortíðina og bendir á þróun-
ina þaðan. Hvað hefir land þetta við
sig að fornu og nýju og hvaða framtíð
á það? Þessum spurningum er í flestum
aðal-atriðum svarað í bókinni. Menn
líta þar eins og af sjónarhóli yfir leiksvið
sögunnar og myndunum bregður fyrir,
einni af annari, þeim sem næst eru
glegst, eins og náttúrlegt er, en þeim
sem fjær eru eigi síður með sínum forna
töfraljóma sögunnar. Maður andar að
sér þjóðlífinu við lestur bókarinnar, og
mála ekki aðrir en meistarar þannig.
Vilhjálmur nefnir bókina, Isiand,
fyrsta lýðríki Vesturheims. Út frá því
sjónarmiði er bókin skrifuð, þ. e. að
benda á sambandið við vesturálfu. Hlýt-
ur það út af fyrir sig að vekja hér eftir-
tekt bókarinnar. Er alllangur inngang-
ur um þetta efni, sem sýnir og sannar,
að Island sé jarðfræðilega skoðað “út-
vörður” Vesturheims í norðaustri, þrátt
fyrir það þó menning þess sé af evrópisk-
um uppruna. Menning Bandaríkjanna
og í raun og veru nú alls Vesturheims
er einnig frá Evrópu komin. Og sam-
kvæmt niðurstöðum höfundar, verður þá
ísland fyrsta lýðríki Ameríku en Græn-
land annað.
Það hefir sjaldan dulist hneigð Vil-
hjálms, að þræða ekki alfara leiðir í því
sem hann skrifar. Þessi bók hans er
ekki undantekning frá því. Gamalt
viðhorf eða skoðanir hvað viðurkent
sem er, verður að rýma, ef annað nýrra
hefir fundist, og það hefir oft komið
fyrir og kemur fyrir hvar sem saga ger-
ist. Hver kapítuli í bókinni ber þessa
einhvern vott, enda eru áhrif Vilhjálms
sem rithöfundar mikið í þessu fólgin.
Hann sér ekki aðeins viðfangsefnin oft
í öðru ljósi en aðrir, heldur leggur hann
iðulega eitthvað alveg nýtt til málanna.
Island er t. d. alment talið að hafa fund-
ist um 870 með komu Norðmannanna
þangað, og Ira litlu áður. En Vilhjálm-
ur er ekki á að ganga athugasemdalaust
fram hjá þessu. Irar voru þar ekki að-
eins 795 e. Kr., heldur eru að hans
dómi líkur til að Grikkir hafi vitað um
Island (Ultima Thule) 325 ár f. Kr., og
þó aðrir á undan þeim. Að þessu víkur
í inngangi bókarinnar. En ýmsar at-
huganir þessu líkar er víðar að finna
(t. d. getur á einum stað um að sigling-
ar um vesturhöfin og vitneskja um lönd
þar, hafi verið meiri alt að því 1000 árum
f. Kr. en síðar). Eykur þetta útsýnið,
eins og öll skrif Vilhjálms hafa gert, og
gerir lestur bókarinnar bæði áhrifameiri
og skemtilegri, tekur hug lesendans föst-
um tökum, sem góð skáldsaga væri;
samt er þarna um sannindi skýrslna og
taflna að ræða, er fræða um framleiðslu,
viðskifti, lifnaðarhætti úti og inni, þjóð-
hætti og mennigu/ Á löngun ber nokk-
urri að sýna yfirburði íslendingsins, en
höfundur gerir það þó oftast með orðum
sannorðra útlendinga og glöggskygnra
til að láta sem minst á tilfinningum sín-
um bera. Fyrir enskumælandi menn,
er bóin afbragðs vel úr gerði gerð til
þess að fræðast af um ísland; hún mætti
einnig vera þýdd á íslenzku og kend
samhliða sögu íslands í skólum heima.
Vestur-lslendingan, þeir er hér eru upp-
aldir og íslenzku lesa ekki, ættu og að
eignast þessa bók. Hún ætti í raun og
veru að vera á hverju slíku heimili,
vegna þess, að hún veitir réttari skilning
og hefir meira inni að halda af sönnum
fróðleik um Island, en maður hefir átt
að venjast í bókum á erlendum málum.
Theodore Roosevelt, sonur forsetans
fræga með því nafni, skrifar inngang
að bókinni.
Aðalkaflar bókarinnar eru 15 og heita
þetta, að innganginum undanskildum,
sem á hefir verið minst: ísland og sagan.
Bókmentir. Nútíðar ísland. Mentun,
Læknamál. Heilbrigðisástand. Sam-
vinnustarf. Búnaðarmál. Fiskveiði.
Aðrar iðngreinir. Verzlun. Samgöng-
ur. ísland ferðamannaland. íslending-
ar vestan hafs. Auk þessa eru töflur
aftast í bókinni, er sýna vöxt og viðgang
iðnaðarins og framfaranna. Myndir eru
og nokkrar í bókinni af nafnfrægum
stöðum eins og Geysir, Reykjavík, Akur-
eyri og ýmsum vinnubrögðum og iðnaði.
Um Vestur-íslendinga er getið, aðal-
lega í sambandi við landnám þeirra hér,
og hvar þeir eru flestir samankomnir.
Þar er engri íslenzkzri bygð gleymt.
Bókin er um 280 bls. að stærð; hún er
prentuð af Doubleday, Doran & Com-
pany, Inc., New York. En útsölu hennar
hafa í Canada McLelland and Stewart,
Limited, Toronto, Ont. Verðið er $3.25.
Höfundurinn .hefir unnið þarft verk
með því að skrifa bók þessa og á þakkir
þjóðar sinnar skilið fyrir það.
DEYR ÞVÍ MARGUR AÐ
ENGINN BJARGAR
í síðasta tölublaði Heimskringlu,
stendur þannig löguð frétt frá Þjóðrækn-
isfélaginu: “Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins hefir ákveðið að gefa ekki Bald-
ursbrá út þetta ár!” Má maður spyrja:
heldur hvaða ár? Eða er þetta, sem og
í eyTúm lætur, líkhringing bamablaðs-
ins, tilkynning um að útkomu þess sé
lokið í bráð og lengd? Ef svo er, má
það heita illa farið.
Það er erfitt að trúa því, að Vestur-
Islendingar geti látið við þessi úrslit
sitja í þessu máli. Það kemur þeim
svo mikið við, að segja má, að skömm
þeirra og Þjóðræknisfélagsins liggi við,
ef ekkert er gert til þess að koma í veg
fyrir að óhapp það hendi, að'hætt sé við
útgúfu barnablaðsins. Það væri fyrsta
spor Þjóðræknisfélagsins til að ganga
sig ofan í jörðina.
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins
þarf ekki að segja neinum hverjir erfið-
leikar eru á því að halda úti barnablaði
á íslenzku hér vestra. Menn vissu það
áður en tilraunin var gerð með það. Og
íslenzkur almenningur hefir svo að vita-
vert er verið tómlátur um sína skyldu að
kaupa blaðið, og færa sér í nyt tæki-
færið sem þar bauðst til að ná í lesmál
sem hæfilegt var fyrir íslenzk börn í
þessu landi. En þrátt fyrir það er hitt
þó verra, að Þjóðræknisfélagið, skyldi
láta sér erfiðleikana vaxa svo í augum,
að gefast upp við útgáfuna, hversu mikl-
um vonbrigðum, sem það hefir orðið
fyrir í sambandi við söluna. Áskrifend-
ur munu hafa verið frá tvö til fjögur
hundruð, mikið af þeim sex árum, sem
blaðið hefir komið út. Það er að vísu
ófyrirgefanlega lítið. En jafnvel þgir
áskrifendur hafa þó borið svo mikið af
útgáfukostnaðinum, að Þjóðræknisfé-
lagið hefir ekki orðið lotið í herðum
undan afganginum af honum ennþá.
En samt má við því búast, að það hafi
öllu fremur verið yfirvofandi kostnaður
af útgáfunni, sem stjórnarnefndin hefir
óttast.
Þjóðræknisfélagið hefir sem betur fer
nokkur skildingaráð. Tekjur þess á ári
eru svo miklar, að jafnvel allur útgáfu-
kostnaður þessa blaðs, er því alls ekki
tilfinnanlegur og þó ekkert sé ógert látið
af vanalegu starfi félagsins. Að öðru
leyti er það kunnugt, að blaðið á vin-
sældum að fagna á þeim heimilum, sem
það hefir verið gestur á undanfarin sex
ár. Tvö til fjögur hundruð íslenzk börn,
er ekki stór hópur. En hver getur sagt
nema að einhverjir í þeim hópi eigi eftir
að vinna að þeim hugsjónum hér, sem
Þjóðræknisfélagið berst fyrir? Er það
heldur einskis metandi, að hér er blátt
áfram verið að kasta frá sér samhug ís-
lenzkrar æsku, sem náðst hefir með blað-
inu undanfarin 6 ár? Og getur öllu
greinilegra verið í öfuga átt stýrt en
með því í þjóðræknismálunum?
Við mál þetta er því fleira að athuga,
en í fljótu bragði má virðast. Álit vort
er að það væri mjög æskiíegt, að stjórn-
arnefnd Þjóðræknisfélagsins athugi
frekar ályktun sína (eða er það útgáfu-
nefndin, sem ein hefir haft með málið að
gera?) um að hætta við að gefa út barna-
blaðið. Hún virðist ekki hafa verið nægi-
lega íhuguð og í raun og veru ekki við
neitt styðjast, nema fjársparnaðinn sem
henni er samfara fyrir Þjóðræknisfélag-
ið. Það er dollarinn, sem á hefir verið
blínt, en ekkert annað. Það er gott að
Þjóðræknisfélagið hafi ögn af þeirri trú
einnig, en hugsjón félagsins og tilgangi
má þó ekki fórnfæra fyrir hana'. Og satt
bezt sagt, er það spursmál, hvort nú
þegar hafi ekki á því bólað í Þjóðrækn-
isfélaginu, að hugsjónum þess hafi verið
fórnað fyrir dollarinn. Það þarf var-
lega í þessar sakir að fara, jafnvel þó við-
skiftaregla góð þyki, því þegar til stykk-
isins kemur, eru það hugsjónirnar, sem
almenningur lítur aðallega á í öllum fé-
lögum er hann er riðinn við, en ekki
fjárvonin. Hann á ekki heima í þeim
félögum, er til þess eins eru stofnuð.
Af þeim ástæðum, sem þegar hafa
verið teknar fram, er það alls ekki víst,
að almenningur í Þjóðræknisfélaginu sé
með þessum úrslitum málsins um útgáfu
“Baldursbrár”. Það hefði verið bezt,
að það mál hefði beðið til ársþingsins og
láta það þá bitna á þinginu, að hafa
grafið fyrirtækið. Að til séu menn sem
eitthvað vilja í sölurnar leggja fyrir það
innan félagsins, ber það vott um, að
ritstjóri blaðsins, dr. Sig. Júl. Jóhannes-
son, hefir endurgjaldslaust annast rit-
stjórnina í sex ár.
En hvað frekar vill þá Heimskringla
gera í málinu? Hún vill skora á öll ís-
lenzk heimili, að sinna þessu máli og
senda inn áskriftargjald fyrir blaðið hið
bráðasta. Ef menn léti sig þetta alment
varða /og góðir Islendingar í hverri bygð
greiddu málinu veg, þyrfti enginn lengi
að bíða þess, að sjá Bauldsbrá rísa upp,
æskunni, eða fyrri kaupendum hennar
til ánægju, en Þjóðræknisfélaginu til
sáluheilla.
HÉRAÐSSAGA BORGAR-
FJARÐAR i
Eftir prófessor Richard Beck
“í átthagana andinn leitar” kvað hið
spakvitra skáld, er vissi gjört af eigin
reynd, eftir langdvöl erlendis, hversu
hugurinn flýgur oft á fornar slóðir. Auð-
vitað unna ættræknir menn og þjóð-
ræknir ættjörð sinni og þjóð af heilum
og heitum huga, en þrátt fyrir það, mun
flestum svo farið, að þeir finni sig ná-
tengdari blettinum, þar sem vagga *
þeirra stóð og þar sem þeir stigu fyrstu
sporin. Má því ætla, að héraðssögur
þær, sem nú er farið að gefa út heima á
Islandi, finni sterkan hljómgrunn hjá
vestur-íslenzkum sonum og dætrum
þeirra héraða og börnum þeirra, ef þau
hafa eigi slitnað úr tengslum við ætterni
sitt og uppruna. Sem betur fer, eru
þess mörg dæmi, að svo er ekki; en lest-
ur sögu héraðs þess, sem yngri kynslóð
vor er ættuð úr, er ágætlega til þess
fallin, að glæða hjá heni ástina til Is-
lands og íslenzkra mennigarerfða.
Á sínum tíma ritaði eg í Lögbergi um
fyrsta bindi Héraðssögu Borgarfjarðar;
annað bindið, sem kom út í Reykjavík
1938, barst mér nýlega í hendur. Það er
að mínum dómi fyllilega jafnoki hins
fyrra, að sögu- og menningargildi, og
frágangurinn að sama skapi vandaður.
Það er prýtt mörgum myndum.
Prýðilega hefir útgáfunefnd-
inni tekist valið á inngangs-
orðum að bindinu, því að það
hefst með hinu stórbrotna og
tilþrifamikla kvæði Einars
skálds Benediktssonar, ‘Hauga-
eldur’ (Á sigling um Borgar-
fjörð). Fagrar náttúrulýsing-
ar og leifturmyndir úr sögu
héraðsins vefjast þar í sam-
ræma mynd, gerðri af þeirri
snild, sem meistarahöndin ein
fær meitlað í orðsins málm:
Jöklanna enni sjást upprétt og
skær
efst uppi til lands yfir skýj-
anna kafi.
Og snjóheiðar falda fannhvítu
trafi
með flakandi skikkjulafi.
En undir er daggarúðans sær,
í eiminum marar til hálfs hver
bær
með fjúkandi reykjum fjær og
nær,
sem ferðlaus skip sjáist kynda
út á hafi.
Forna tímans merki og myndir
mótuð sjást í bygð og lýð.—
Arna lífsins kynið kyndir.
Kröftugt streyma blóðsins
lindir.
Eðlið sama ár og síð.—
Yfir fólksins píslarstríð
lifa gömul glöp og syndir.
Gjaldskyld er hin nýja tíð.
Meginstofn þessa nýja bindis
er framhald af þáttum Krist-
leifs Þorsteinssonar og annálar
Mýramanna eftir Ásgeir
Bjarnason frá Knarrarnesi. —
“Færist þannig út svið sögunn-
ar”, eins og séra Eiríkur Al-
bertsson orðar það réttilega í
greinargóðum formála sínum.
Kristleifur Þorsteinsson er
löngu þjóðkunnur fræðimaður
og rithöfundur; hjá honum
renna saman í einn farveg næm
athygli og rík frásagnargáfa;
hann bregður upp lifandi lýs-
ingum af mönnum og atburð-
um. Þessir eru þættir hans í
bindinu: “Skipaskagi fyrir 60
árum”, “Notkun jarðhita í
Borgarfirði”, “Upphaf verzlun-
ar á Brákapolli”, “Útilegumenn
og útilegumannatrú”, “Kerl-
ingabækur” og “Gestir”. Eiga
þættir þessir allir mikið menn-
ingarsögulegt gildi.
Sama máli gegnir um “Ann-
ála Mýramanna” eftir Ásgeir
Bjarnason; er auðsætt, að þar
heldur glöggur maður og minn-
ugur á pennanum, og öll er
frásögn hans hin greinarbesta.
Kemur hann víða við sögu, eins
og sjá má af fyrirsögnum þátta
hans: “Veiðiskapur og hlunn-
indi,” “Slysfarir, sjóhrakning-
ar og skipsströnd”, “Árferði
frá 1800”, “Nokkrir hagleiks og
atorkumenn”, “Förumenn og
skrítnir menn”, og “Gufubáta-
ferðif í Borgarnes”.
Auk þess eru í bindinu ýms-
ir þættir eftir aðra, er nú skulu
taldir: Pétur Þórðarson: “Fisk-
veiðar við Mýrar”; Jósef
Björnsson: “Bátaferðir” og
“Framfardfélag Borgfirðinga”;
Kristján F. Björnsson: “Þróun
húsagerðar”; Sigurður Fjeld-
sted: “Laxveiði”; Pétur G. Guð-
mundsson: “Mannvirkið í
Reyðarvatni”; Þórunn R. Si-
vertsen: “Saga úr sveitinni”;
Björn Jakobsson: “Skáld, rit-
höfundar og hagyrðingar” og
Þorsteinn Jósefsson: “Borg-
firzk náttúrufegurð”v
Á öllum þessum þáttum er
mikið að græða, og þeir varpa
björtu ljósi á athafnalíf hér-
aðsins, verklegar framkvæmd-
ir þess og menningu þess frá
ýmsum hliðum.
Yfirlitsgrein Björns Jakobs-
sonar um skáld og rithöfunda
héraðsins að fornu og nýju fer
eðlilega, eins og hann tekur
fram, fljótt yfir sögu; en það
er ekki vandalaust að ganga
svo á rekana í þeim efnum, að
eigi verði einhver útundan,
sem þar mætti koma til fram-
tals. Dálítið er það einnig
misjafnt, hve ítarlega er skýrt
frá ritstörfum einstakra höf-
unda, en það mun ekki ólík-
lega oftsinnis að kenna ónóg-
um upplýsingum frá sjálfum
þeim. Alt um það er grein
þessi gagnfróðleg og mun
mörgum að góðu haldi koma.
Hún vitnar kröftuglega um
það, að Borgarfjörður hefir
verið gróðrarreitur Ijóðágerð-
ar og andlegra menta frá því
á tíð Egils Skallagrímssonar
og fram á vora daga. Þarf
I eigi annað en minna á það, að
aðrir eins snillingar i íslenzkri
Ijóðagerð eins og Jón Magnús-
son skáld og Magnús Ásgeirs-
son Ijóðaþýðari eru Borgfirð-
ingar.
Þá eru tekin upp í greinina
ýms óþrentuð kvæði eftir önn-
ur borgfirzk skáld, og væri
freistandi, að tilfæra hér sum
þeirra. Rúmsins vegna verð
eg þó að láta mér nægja, að
flétta inn í umsögn mína nokk-
ur erindi úr hinu fagra kvæði
“Vornótt” eftir séra Helga
Sveinsson frá Hraundal (f.
1908):
Er erfiðið sofnar og hvílist
í dalanna djúpu sæng
og dreyrinn er horfinn í vestri,
sem blæddi úr dagsins væng,
þá stígur úr moldinni lofgerð,
er ljómapdi máninn rís,
og lágnættið dreymir á jörðu
um morgun í Paradís.
Þú mannsbarn, sem vakir og
hlustar,
í sál þinni er söngur í nótt,
söngur alls heimsins um eilífð,
þess dýrðlega vaxtarþrótt.
Þig dreymir um nýja veröld,
sem svæft getur sorgir og
þrár
og sál þína hefir dreymt
hverja vornótt í þúsund ár.
Ef færirðu frelsisgjafir
og heggur á blóðug bönd,
þá fellur geisli frá Guði
á gefandans sterku hönd.
Og klæðirðu nektina gróðri
og græðir vesælan leir,
hver grein ,sem þú heggur í
eldinn,
mun blessa þig, þegar hún
deyr.
Lát innri eldinn þinn loga,
og öruggur gaktu þitt skeið.
Lát bjarmann falla sem breið-
ast,
þótt brenni þitt hjarta um
leið.
Það bál hefir brent þá alla,
sem breiddu út mestan yl.
í logandi sárum sviða
er sólskinið orðið til.
Alþýðukveðskapur hefir
einnig blómgast og stendur enn
með blóma í Borgarfirði. Hág-
yrðingar eru þar á hverju strái.
Víðkunnur í þeim hóp er Bjarní
Ásgeirsson frá Knarrarnesi,
þingmaður þeirra Mýramanna.
Harðar deilur stóðu á Alþingi
um virkjun Sogsins; þá kvað
Bjarni:
Fellur mælskufoss að ós,
freyðir á hverjum stalli.
Eg held þó meir sé hita en ljós
að hafa úr því falli.
Borgarfjarðarhérað hefir
einnig átt og á enn í ríkum
mæli rithöfunda í óbundnu
máli, fræðimenn og söguskáld.
Lokagreinin í bindinu “Borg-
firzk náttúrufegurð”, eftir Þor-
stein Jósefsson rithöfund, er
fagur og tilfinningaríkur lof-
söngur til átthaganna, og auk
allmargar fallegar landlags-
myndir af þeim slóðum á heill-
andi áhrif lýsingar hans. Á-
hrifavald hrikafegurðar ís-
lands yfir sálum sona þess og
dætra, og sú eggjan til góðra
verka og stórra, sem í þeirri
fjallatign felst, er vel túlkað í
niðurlagsorðum höfundar:
“En auk þess eru önnur tengsl
sem binda mig jöklinum. Töfr-
ar þess drifhvíta, formfagra