Heimskringla - 11.12.1940, Síða 2

Heimskringla - 11.12.1940, Síða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. DES. 1940 KVENLÖGREGLAí BANDARÍKJUNUM Tæplega mun auðið að benda á nokkurt það starf, er konur í Bandaríkjunum telja jafnæfin- týralegt og lögregluþjónsstarf- ið. — Hvað gerir kvenlögregl- an? Eruð þið girtar sverði eða vopnaðar löngum kylfUm? Hve marga takið þið fasta á dag? Er ekki ægilega spennandi að vera lögregluþjónn? Þannig eru kvenlögreglu- þjónarnir spurðir dags daglega. í stað þess að svara þessum spurningum beinlínis, skal hér reynt að lýsa nokkuð starfi kvenlögreglunnar í Bandaríkj- unum. Stúlka í ameríska kvenlög- regluliðinu nú á dögum er mentaður sérfræðingur á sínu sviði, oft með háskólamentun að baki sér. Hún hefir nokk- urra ára reynslu sem starfs- maður í þágu þjóðfélagsins og á sér auk þess í ríkum mæli það, sem Ameríkumenn nefna “common seríse” (þ. e. heil- brigða skynsemi). Hún ekur í einkalögreglubíl sínum, iðkar daglega leikfimi og keppir við | karllögregluþjónana í því, að skjóta af skammbyssu. Hún er ekki einvörðungu vel að sér í glæpamálabókmentum, heldur kann hún mjög sæmilega skil á bókmentum Norðurlanda, , þeim, er þýddar hafa verið á ameríska tungu. Hún er sið-1 mentuð kona, sem ann starfi sínu eins og raunar flest sann- mentað fólk. Og hún fylgist allra manna best með hinum gifurlega hraða, sem einkennir daglega lífið í stórborgum Bandaríkjanna. Það er eiginlega ekki fyr en eftir heimsstyrjöldina, að kven- lögregluþjónum fer verulega að fjölga vestur í Bandaríkjunum. Stríðið markaði í þessum efn- stúlkurnar í henni eru hvorki stórar né þreklegar. Þær eru ekki í neinum viðhafnarbún- ingi, en þær eru klæddar þokkalegum, nýtísku fötum. Það má einna helst þekkja þær frá öðru kvenfólki á fullkomnu látleysi í framgöngu og íburð- arleysi i klæðaburði. En kven- lögregluþjónn hefir tvö ótví- ræð einkenni, sem bæði eru fal- in í handtösku hans: skamm- byssu og lögreglumerki sitt. Hið fyrnefnda notar hann sér til varnar, en þótt merkilegt megi teljast, hafa amerískir kvenlögregluþjónar sjaldan þurft að grípa til byssu sinnar í varnarskyni, þótt starf þeirra sé engan veginn hættulaust. Hins vegar þurftu þeir oft að sanna réttindi sín með því að sýna merki sitt. Við ökum af stað í lögreglu- bíl. Þar sem við erum í De- troit, er þetta vitanlega Ford- bíll. Hann er að öllu leyti eins og venjulegir bílar. Enginn fær séð, að hér sé lögreglan á ferð. Við ökum eftir hinum breiðu og glæsilegu aðalgötum borgarinnar, þar sem umferðin er gífurleg. Það er eins og uppljómaðir skýjakljúfarnir renni að lokum saman við blá- an kvöldhimininn. Við sjáum alls ekki, hvar turnar þeirra enda. Við ökum áfram, því að starfssvið okkar er ekki á þess- um alfaravegum, heldur úti í fátæklegri borgarhlutum, þar sem göturnar eru ekki eins uppljómaðar og hér. Ekki höfum við ekið lengi um eitt af þessum hverfum, er við komum auga á unga stúlku, er reikar þar fram og aftur, án þess að hún eigi sér nokkurn sérstakan ákvörðunarstað. Við veitum henni athygli góða stund, en að því loknu tökum við hana tali, skýrum henni frá því, að hér sé lögregluþjónn á ferð, og biðjum hana að segja okkur, hvert hún sé að halda. i > stúlka teymir hann á afvikinn 1 ferðisafbrotum. stað, dregur upp lögreglumerki sitt og segir: — Þér eruð hér með tekinn fastur! Spákonur eru þjóðarböl í Bandaríkjunum. Þær hafa sumar hverjar gífurlegar tekj- Manngarmurinn var tveim ! ur> sem verulegu leyti eru um sem víðar merkileg tíma- mót. Nú fjölgar þeim konum ^*ar sem svur hennar eru mjög hins vegar jafnt og þétt, sem ! lo®m hún er ekki nema 16 starfa í þágu lögreglumálanna ara gömuh ökum við henni til vestra. Og í öllum borgum, | lögr°glustöðvarinnar. f>ar ger. sem eru að íbúafjölda á borð hún brátt ræðnari og hrein- við Reykjavík eða þaðan af skilnari. fjölmennari, finnast konur í Hún er ein af þeim þúsund- lögregluliðinu. j um ungmenna, sem hafa yfir- Það er fyrst og fremst hin gefið sveitirnar í þeirri trú, að mikla aukning á afbrotum Þau gætu hlotið atvinnu og meðal æskulýðsins vestra, sem höndlað gæfuna í borginni. — gert hefir það að verkum, að Skemtanafýsnin hefir þyrlað konur hafa í stórum stíl verið rnörgum ungum stúlkum úr kvaddar þar til lögreglustarfs. átthögum þeirra alla leið út á Glæpahneigð æskunnar í j malbik stórborganná. Dögum Bandaríkjunum er fyrir löngu saman hefir þessi unga stúlka orðin ráðandi mönnum landins árangurslaust leitað sér at- ærið áhyggjuefni. í baráttunni vinnu. Þegar peningarnir, sem gegn þessu þjóðarböli er fólgið veigamesta viðfangsefni kven- lögreglunnar þar í landi. Ment- un hennar er einmitt miðuð við þörf unglinganna á margs- j hún hafði að heiman, voru þrotnir, sá hún ekki annað ráð ! sér til framdráttar en að ofur- selja sig næturstarfi hinna ' lauslátari kvenna. Lögreglan konar vernd og hjálp á hinni virðist hafa skorist hér í leik- hálu braut freistinga og af- hm á réttri stund. Hún veitir brotahneigðar. Fáar borgir í Ameríku eiga nú þessum 16 ára gamla ungl- ingi þá hjálp, sem hann hefir sér betra kvenlögreglulið en árangurslaust leitað. Hér hefir Detroit, bær Henry Fords. Þar erm einu mannslífi verið forð- eru fjórir lögreglustjórar. Einn af þeim er kona, Eleonor Hut- zel að nafni. Hjá henni starfa 54 kvenlögregluþjónar. Varðstarfið er mikilvægasta starfsemi amerisku kvenlög- reglunnar í baráttu hennar fyr- ir siðgæðisvernd æskulýðsins. Þetta starf vinnur hún í félagi við karllögregluna, enda þótt hver lögregluþjónn sé að jafn- aði einsamall. Og starfið er vitanlega unnið jafnt á nóttu sem degi. Við skulum fylgja amerísk- um kvenlögregluþjóni ,á vörð að frá yfirvofandi tortímingu. Og aftur ökum við af stað, samkvæmt skipun lögreglu- varðstofunnar, sem alla nótt- ina tekur á móti aðstoðarbeiðn- um utan úr bænum. Að þessu sinni hefir eigandi kvikmynda- húss eins kvartað undan manni nokkrum, er ekki láti kvenfólk í friði, meðan á sýningunni stendur. Kvenlögregluþjónninn okkar fær að vita, hvar maðurinn situr, og sest hjá honum. Áður en varir, er þessi náungi farinn að fitla við stúlkuna. Hann sér, hennar út i eina af stórborgum i að hún er ung og lagleg, og hin Bandarikjanna kl. 11 síðd. — j dillandi hljómlist kvenmynd- Orðið lögregluvörður minnir arinnar örvar kvensemi hans okkur einna helst á burða- tvímælalaust. Von bráðar hef- mikla og fílhrausta karlmenn, j ir hann gripið um handlegg klædda einkennisbúningum stúlkunnar ,en slíkt athæfi með gyltum hnöppum. En hér varðar refsingu í Bandaríkjun- á ekkert slíkt við. Kvenlög- um. — Hvemig haldið þið nú, regla Bandaríkjanna er yfir- að manntetrinu hafi orðið við, leitt ekki einkennisbúin, og þegar þessi unga og fallega ! MmarSmmi no Irw- dögum seinna dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvist- ar. Slíkt er nú, að því er virð- ist, allhörð refsing fyrir það eitt, að hann hafði tekið um handlegg á laglegum kvenlög- regluþjóni! En vafalaust er þessi ráðstöfun áhrifarík í þágu kvennaverndar í Bandaríkjun- um! Næst förum við þangað, sem dansinn dunar. 1 Ameríku er ótölulegur fjöldi af náttklúbb- um, sem eingöngu eru sóttir af þeim, er sæmileg fjárráð hafa. En miklu fleiri eru þó þeir staðir, þar sem hver dans er seldur á nokkra aura. Allir þessir skemtistaðir eru háðir eftirliti karl- og kvenlögregl- unnar í sameiningu. Ódýru danssalirnir (the taxi dance halls”) eru ekki beinlín- is ákjósanlegir staðir fyrir ung- ar stúlkur. Lög mæla svo fyr- ir, að þar megi ekki dansa yngri stúlkur en 18 ára gamlar. En það ákvæði er furðu oft virt að vettugi. Þetta kvöld finnum við t. d. þrjár 15 ára gamlar stúlkur, sem dansa í ákafa, til þess að vinna sér inn peninga. Afleiðingarnar verða þær, að eigandi skemti- hússins fær allháa sekt, en stúlkunum er leiðbeint inn á brautir, sem eru þeim hollari. Þannig starfar ameríska kvenlögreglan nótt eftir nótt. Hún stendur stöðugt andspæn- is nýjum viðfangsefnum og ó- þektum andlitum. Ný tækifæri bjóðast, til þess að rétta villu- ráfandi sálum hjálparhönd. í glæsilegri, uppljómaðri stór- borg eru því miður furðu mörg óholl skúmaskot. I HoIIywood, kvikmynda- bænum heimsfræga, hefir kvenlögreglan mikið og marg- víslegt verk að vinna. Þar verður hún að hafa eftirlit og umsjá með öllum þeim hundr- uðum kvenna, er jafnan streyma til bæjarins hvaðan- æfa að. Margar þessara stúlkna dreymir um gull og græna græna skóga á sölutorgi kvik- myndabæjarins. Þær eru þess albúnar, að feta í fótspor Grétu Garbo eða Marlene Diet- rich. En því miður liggja spor margra þeirra ekki í áttina til heimsfrægðar á léreftinu held- ur — til lögreglustöðvarinnar. En starf amerísku kvenlög- reglunnar miðar ekki einvörð- ungu að því, að hlífa og hjálpa þeim, sem reika á barmi glöt- unarinnar. í New York er tal- ið, að hún taki árlega fasta ekki færri en 500 menn! Stúlkurnar í þessari lögreglu hafa ekki ástæðu til að kvarta um tilbreytingarleysi i starfi sinu. Til þess eru störf þeirra of margvísleg. Þær eiga að grafast fyrir alt óleyfilegt lækningakukl og afla sér í þeim efnum sannana, er leitt geti til ákæru. Hér koma til greina allar glæpsamlegar fóstureyðingar, en þeim f jölgar mjög um þessar mundir. — Skottulækningar eru afar tíðar í amerískum stórbæjum, eink- um þó meðal mislits fólks (þ. e. blökkumanna, rauðskinna og þeirra gulu). Njósnarastarfsemi kvenlög- reglunnar á þessu sviði er eng- an veginn hættulaus. Venju- lega verða lögreglustúlkurnar siálfar að látast vera veikar og taka skottulæknana síðan fasta. þeear beir eru í bann veeinn að ráðast í að fram- kvæma aðo'erðir sínar. Þá bevra oe öú ólönlee kvn- ferðisafhrnt nndir starfssvið bnqcai-nr k^ænlnp'rpp'ln nr OfirrmloiíS’C traoda á sknbim bnrria1r>5VTranTirv> ncr baðsfnðnm TT'n 5 crlrlrrrrn o+?rðirm pr bmð* peningar, er ungar stúlkur hafa unnið sér inn með súrum sveita. Ofboðslegir spádómar, ásamt alls konar gjaldþvingun, hafa leitt til margvíslegra, hörmulegra viðburða í Ame- ríku, þar sem samviskulausir bragðarefir hafa átt skifti við meinlaust og heiðarlegt fólk. Slíkt athæfi á kvenlögreglan að koma í veg fyrir. Einnig á hún að sjálfsögðu að berjast gegn hinni marghöfðuðu vasa- þjófahersingu, sem er alls stað- ar nálæg í borgunum vestan hafs, að búðaþjófunum ó- gleymdum. Fjöldi kvenlög- regluþjóna hefir alveg sérstak- lega lært að fást við þetta þjófahyski og koma í veg fyrir ófremdarstarfsemi þess. Verð- ur ekki annað sagt en lögregl- unni hafi í þeim efnum orðið mikið ágengt. Kvenlögreglan í New York er einstöku sinnum í einkennis- búningi. 1 öðrum borgum tíðk- ast sá búningur ekki, enda vilja lögreglustúlkurnar helst ekki klæðast honum. Það er ekki hlaupið að því að komast í lögregluna í Bandaríkjunum. Með hverju ári, sem líður, aukast kröfur þær, er gerðar eru til lögreglu- liðsins þar í landi. Fyrir nokkru voru 20 stúlkur ráðnar í lög- reglusveit New York borgar. Þær skyldu hafa lokið prófi, er nánast jafngildir stúdents- prófi hér á landi, og auk þess urðu þær að hafa starfað árum saman í þágu þjóðfélagsins Helst var þess óskað, að þær hefðu numið húkrunarfræði. Enn þá fleiri kröfur voru gerð- ar: Þær máttu ekki vera þyngri en 65 kg. og ekki lægri vexti en 160 cm. Þær urðu að vera góðar í langstökki og færar um að lesa sig upp eftir kaðli Og áður en við þeim væri litið, urðu þær að ganga undir þriggja klukkustunda gáfna- próf. Yfir 3000 stúlkur sóttu um þessar 20 kvenlögregluþjóns- stöður. Þar af reyndust ekki færri en 1000 starfinu vaxnar, samkvæmt framangreindum kröfum. — Hvað ber þá amerískur kvenlögregluþjónn úr býtum fyrir hið mikla og vandasama starf sitt? mun menn spyrja Kaupið er frá 2—3000 dollar- ar á ári, og eftirlaunin eru mjög sæmileg. Reynist konan prýðilega í starfi sínu, ber hún vanalega sama kaup úr býtum og karlmaður. En það er ekki nóg, að hún sé góð í langstökki, hafi stúdentsmentun o. s. frv. Til þess að geta orðið lögreglu- þjónn, verður hún að ganga á lögregluskóla. Þar sitja nú þessar 20 hamingjusömu stúlk- ur, sem valdar voru á dögunum úr 3000 kvenna hópi vestur í New York, belgtroðnar við að læra refsilöggjöf, hvers kyns bókleg lögvísindi, alls konar líkamlegar æfingar og glimu- brögð. Eftir nokkra mánuði sendir skólinn þær út í lífið — annars vegar til mannúðar- starfa, hins vegar til þrotlausr- ar barátu við glæpafólkið á refilstígum miljónabæjarins. —Samtíðin. Sparnaður VOGUE 0G VÖRUGÆÐI f FINSK0RNA TÓBAKI Vefðu vindlinga þína sjálfur og notaðu VOGUE Fínskorna Tóbak. Þá veiztu hvað skemt- un er af reykingum—og gildi vöru er hvergi meira en í lOc pakka af því og % pda. dós á 65c. Vogue Fínskorið Tóbak með VOGUE Sjálfbrennandi Vindlingapappír—það er óvið- jafnanleg samstæða. Til þess að vefja sjálfur vindlinga. er Vogue óviðjafnanlegt í SÍLóAM Smásaga Eftir Helga Valtýsson Maður nokkur af Norður- landi lá á margbýlisstofu á Landsspítalanum. Eitt kvöld hélt læknir nokkur útvarps- fyrirlestur um lús. Þá varð Norðlendingnum að orði: — “Hann heldur því fram, að lús komi af sóðaskap. Jæja, mitt heimili er eitthvert mesta sóða- heimili á landinu, og það segja allir, sem þar koma. En þar er aldrei lús.” LESIÐ HEIMSKRINGLU Þungar öldur æstra og tryll- ingslegra tilfinninga geisuðu um allan stóra samkomusal- inn, sem var troðfullur af fólki úr öllum áttum landsins. Það var landsmót “Hvítasunnu- safnaðarins” norska í unaðs- legu sveitaþorpi “vestanfjalls.” Inni á ræðupallinum stóðu sex stúlkur og tveir piltar. Þau sungu hvelt og hjáróma og léku undir á gítar. Raddirnar voru óþjálar og sundurleitar, en sterkar og gjallandi. Var auðheyrt á framburðinum, að söngfólkið var sitt úr hverri áttinni. Ein stúlknanna hafði þó skæra rödd og fallega, en öldungis ótamda og misbeitti henni hörmulega. Söngurinn reif óþægilega í næm eyru, en þó var eitthvað við hann, er vakti eftirtekt og hreif ein- kennilega. Einhver falinn eld- ur, sem veitti söngnum alveg sérkennilegt ástríðuþrungið magn, er braust út og ruddist fram eins og á í leysingum og gerði þennan sundurleita og hjáróma söngflokk að miðstöð dularfullrar andlegrar orku, er sendi áhrif sín út um allan salinn. Andlit söngfólksins voru öll himinvend, og hafði sumt lok- að augunum. Þetta voru ein- kennileg andlit. Allir drættir þeirra voru stirðnaðir eins og hjá svefngengli. Þau voru svip- laus og hreyfingarlaus, en á þeim öllum Ijómaði sérkenni- legur bjarmi eldmóðs og öldu- róts hrifklökkra tilfinninga. — Sálmarnir voru flestallir San- key-söngvar, illa þýddir og fá- tæklegir. En þó var einmitt eins og þessi ömurlegi söngur vekti djúpt bergmál í hjörtum safnaðarins. Hér var auðsjá- anlega töluð þeirra tunga. — Allra augu mændu á söngfólk- ið: '----Skrúðgöngum til Zion, fríðu og fallegu Zion. Já, förum nú upp til Zion, guðs dýrðlegu dásemda borgt '----ó, eg veré ánægður, ánægður, ánægður, sá er eg vakna upp þann dýrð- ardag! Ó, sæti unaður, ó, sæti unaður, já er eg vakna upp þann dýrð- ardag!------------” Sámsaman tóku fleiri og fleiri undir sönginn, einkum viðlögin, og að lokum bergmál- aði allur salurinn: “Undir hans væng, undir hans væng enginn úr hönd hans dregur. Undir hans væng, undir hans væng er óhult mín sál, eilífur dúnn hans vegur! Viðlag: Gleðibjöllur hringi dýrðarhelgum tónum! Heilög börnin syngi að eilífum nónuml Heyr, heyr vor helgu ljóð og klukknahljóð!----------” “—Kom heim, kom heim þú færð kálfakjöt nóg, skikkju, gullhring og skó. Gleym ei glóheitum arn, mitt glataða barn! Kom heim, ó kom heim!--------” Nú voru allar stíflur opnað- ar. Tilfinningar manna slitu af sér öll bönd og tóku völdin í þessum fjölmenna hóp. Sálmasöngur, ræður, hróp, á- kallanir og fyrirbænir kváðu við úr öllum áttum. Og inn í þennan klið blandaðist grátur, örvæntingaróp og kvalastunur syndum þjáðra og sundur- kraminna hjartna, er ekkert eygðu framundan sér annað en eilífa fordæmingu, eilífa glöt- un og útskúfun í hin yztu myrkur. — Og á hinn bóginn fagnaðar- og sigur-óp hinna, er sáu *blasa við sér öll . hlið himnaríkis, opin upp á gátt, og guð föður sjálfan sitjandi fyrir miðjum dyrum í logagyltu há- sæti. En fyrir utan “Perlu- portið” stóð sjálfur frelsarinn með útbreiddan náðarfaðminn öllum þeim er trúðu og hlotið höfðu fyrirgefningu syndanna fyrir lambsins blessaða blóð. Hellalúja! — Og þessir trúðu! Örvæntingin, fögnuðurinn og sálmasöngurinn runnu saman í þungan, sterkan nið, er fylti allan salinn, eins og dimt og geigvænlegt flóð. Og upp úr dökku djúpinu stigu kvalaópin og hallelúja-hrópin, eins og oddhvassir drangar úr hafi. En hátt yfir haf og dranga hófu sig raddir þeirra, er töl- uðu tungum eftir innblæstri heilags anda. Þær voru eins og þungfleygir dökkir fuglar, er garga hátt og sterkt gegnum vindþyt, bárugnauð og brim- svarr langra, svartra sanda. Yfir þessum dökku djúpum grúfði kæfandi molluloft og hitasvækja, þar sem mannaþef- urinn var yfirgnæfandi. Loftið í samkomusalnum var stint og óveðursþrungið, og rauðgló- andi þrumufleygar hugróts og hamslausra tilfinninga ristu öðru hvoru gegnum sortann,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.