Heimskringla - 11.12.1940, Page 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. DES. 1940
jlietmskrmglei
(StofnuO 1S861
Kemur út A hverfum nMvikudegl.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
IS3 og 85S Sargent Avenue, Winnipet
Talaimis 86 537
Ver0 blaðslrus er $3.00 árgangurlnn borglst
ryrirfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
tJU viðskifta bréf blaðinu aSlútandi sendtet:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Helmskrlngla” is published
and printed by
THE VIKItlG PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Mau.
Telepíione: 86 537
WINNIPEG, 11. DES. 1940
EIMREIÐIN
Júlí—september hefti Eimreiðarinnar
er fyrir nokkru komið vestur. Ferðir
Eimreiðarinnar sýnist ekkert tefja. Hún
virðist hafa erft það með nafninu, að
halda vel ferðaáætlun sinni, sem amer-
ískar járnbrautalestir.
Um innihald þessa heftis er yfirleitt
alt það bezta að segja. Það er mjög svip-
að að ágæti og hinn fyrri og hefir einnig
sama annmarkann að einstakra dómi að
minsta kosti. 1 þessu hefti eru nokkrar
góðar greinar t. d. “Andvökur hinar
nýju”, eftir Jón Magnússon, “Winston
Churchill”, eftir Svein Sigurðsson rit-
stjóra, “Efni og orka”, eftir Trausta
Ólafsson og “Draumar” eftir Sigurjón
Friðjónsson. Þá eru styttri ritgerðir:
“Um orð”, eftir Jón Dan (sem birt hefir
verið í þessu blaði) og margar fleiri,
ásamt smásögum og kvæðum, ritsjá o. s.
frv. Lesmálið er fjölbreytt. Saga Helga
Valtýssonar er góð mynd af hégilju-
átrúnaði, sem ætla mætti að algáðir
menn gæfu ekki gaum, en er samt al-
geng sýn hér sem í Noregi þar sem
sagan gerist; höf. notar, ef til vill, full
litrík orð, en látum það alt vera. Kvæði,
“Móðirin í dalnum,” eftir Heiðrek Guð-
mundsson, er vel kveðið.
En það sem þeim er þetta ritar hefir
þótt hálf óviðkunnanlegt við lesmál Eim-
reiðarinnar, eru greinarnar um ósýnileg
áhrifa-öfl og annað af dulrænu skrifi.
Það virðist tæplega eiga heima í tímariti
jafn ágætu og útbreiddu sem Eimreið-
inni. Verkefni íslenzkra tímarita ætti
að vera að fræða um það, sem komið
getur inn í það, að vera “yfirlit yfir sögu
mannsandans” eða framþróunina, eins
og dr. Ágúst Bjarnason reit um í sínum
fjórum bókum, og sem með þvi þarfasta
og sígildasta má telja, sem skrifað hefir
verið á íslenzka tungu. 1 Iðunni hélt
hann þessari stefnu áfram, en þar sem
hann var ekki nema stuttan tíma við það
starf og bækur hans ná ekki nema til
loka nitjándu aldar, má segja að yfirlit
yfir sögu mannsandans á 20. öldinni
eða það sem af henni er, sé enn óskrifað.
Fræðslustefnu fyrir tímarit að fylgja
getur maður ekki hugsað sér betri en þá,
sem dr. Ágúst lagði undirstö.ðuna að
með áðurnefndum bókum sínum. Sú
stefna væri jafnvel sjálfsögð fyrir alla
íslenzka presta, þó ekki votti enn fyrir
henni hjá öðrum en sambandskirkju-
prestunum vestan hafs. Venjan er vold-
ugt afl í heiminum.
Fyrir margar ágætlega skrifaðar
greinar og fagurfræðislegar, á ritstjóri
Eimreiðarinnar þakkir skilið frá íslend-
ingum vestan hafs sem austan.
Eimreiðina hefir Magnús Peterson
bóksali til sölu.
ÞJÓÐVERJAR FLÝJA ÚR BERLIN
Yfir 500,000 Þjóðverjar hafa flúið
heimili sín vegna loft-árása brezka flug-
liðsins. Hafa Berlínar-búar flutt þús-
undum saman til Frakklands, þess hluta
landsins, sem Þjóðverjar tóku. Þessi
flutningur úr Berlín, jókst mjög eftir síð-
ustu og hörðustu flugárásir Breta. 1
fólksflutninga- og eigin bílum og með
járnbrautum yfirgefa þúsundir manna
daglega höfuðborg Hitlers. Hundryðir
annara leggja af stað á hverjum morgni
gangandi úr borginni til þess að leita sér
öruggari staða innan Þýzkalands.
Þar til fyrir viku síðan, lét stjórnin sig
þetta ekkert skifta. Nú hefir stjórnin
tekið að sér, að greiða fyrir íbúunum.
Standa þeir í löngum röðum fyrir utan
skrifstofurnar er leiðbeiningar veita um
hvert fara skuli.
París er staðurinn sem flestir óska sér
til. Yfir 100,000 — og margir af þeim
konur yfirmanna í hernum — leita sér
þar skjóls og næðis. — Þeir ætla sig
öruggari þar, vegna þess, að þeir gera
sér vonir um, að fluglið Breta muni ekki
hefja árásir á hina fornu höfuðborg
Frakklands.
Yfirvöldunum í Prag, hefir verið falið,
að finna verustaði í Póllandi fyrir að
minsta kosti 250,000 Berlínar-búa innan
tveggja vikna. Þeim hefir verið sagt, að
reka Pólverja frá heimilum sínum í
vinnu til Þýzkalands, ef með þyrfti, svo
Þjóðverjar geti í sess þeirra sezt og verið
hólpnir. Tékkóslóvakar sættu sömu
meðferðinni á sínum tíma.
Frá Hamborg eru og flutningar hafnir
í stórum stíl. Það er ein þeirra borga,
sem fluglið Breta hefir ekki hlíft, enda
aðal flotastöð Þjóðverja. Fara daglega
sérstakar lestir þaðan til Austur-Prúss-
lands og Tékkóslóvakíu. Ferðin stend-
ur yfir í þrjá daga, en Hamborgarbúar
setja það ekki fyrir sig. Það er alt betra
en árásir brezka flugliðsins.
í Suður-Þýzkalandi hefir fjöldi af her-
mannakonum flutt sig frá heimilum sín-
um til Svisslands. Sumir nazista-her-
foringjarnir fara þangað heim til sín á
hverju kvöldi og í vinnu sína aftur að
morgni.
1 Vín er nú sagður meiri fólksf jöldi, en
verið hefir s. 1. 10 ár. Þúsundir Þjóð-
verja úr Berlín og úr Rinarhéruðunum,
sem skyldmenni eiga i þessari gömlu
höfuðborg Austurríkis, hafa yfirgefið
sín eigin heimili og búa nú hjá frænd-
um sínum.
Þessir flutningar ná aðallega til þeirra,
er nokkur efni hafa. En þeir koma sér
eigi að síður illa. Og margir eru þeir
sem formæla Göring fyrir að segja:
“Það skal aldrei brezk sprengjuflugvél
fljúga yfir Þýzkalandi!”
PILSSTJÓRN
í Norður-Carolina er þorp, sem Dover
er nefnt. Það er ekki stórt, hefir aðeins
um 800 íbúa. En það vekur eigi að síð-
ur nokkra eftirtekt um þessar mundir
og stafar það af því, að í síðustu bæjar-
kosningum hlutu konur öll sætin í bæj-
arstjórninni.
Borgarstjórinn er kona og alt bæjar-
ráðið eins og það leggur sig, er konum
skipað. Eftir fréttunum að dæma náði
þó einn karlmaður kosningu. En honum
leizt skrítilega á þetta og sagði strax
upp stöðu sinni.
Blöð segja þetta í fyrsta skifti, sem
nokkur bæjarstjórn hafi verið skipuð
eintómum konum. Hafa konur því nú í
fyrsta sinni tækifæri að sýna hvernig
stjórendur þær eru. Kvenborgarstjórinn
í Dover, er þess fullviss, að það muni
sannast á, að góð stjórn sé tekin við
völdum. Þegar alt er til greina tekið,
segir hún að enginn munur sé á góðri
bæjarstjórn og góðri hússtjórn.
Konurnar sóttu ekki sem kvenfrelsis-
konur eða vegna neinna málefna, sem
þær höfðu sérstaklega á dagskrá. I ræð-
unum sem sumar þeirra fluttu létu þær
skoðun sína uppi um, að tekjur og út-
gjöld yrðu að standast á, það væri óráð
að láta sökkva ávalt dýpra og dýpra.
Ennfremur að bærinn yrði að sýna eitt-
hvað fyrir útgjöldin. Að iðja og starfa
bænum til gagns og prýði og reka götu-
slæpingja úr bænum, töldu þær enn-
fremur með því sem gera þyrfti.
—Lausl. þýtt.
UM DAGINN OG VEGINN
íslenzkar bœkur
Það hefir oft verið um það talað í blöð-
um hér vestra, hvað gera ætti við ís-
lenzkar bækur, þegar eigendur þeirra
kveddu og afkomendurnir hefðu þeirra
engin not. Hefir stundum verið að því
vikið, að senda þær heim til íslands. Að
því hefir nú samt ennþá verið lítið gert,
það hefir að líkindum þótt vera að bera
í bakkafullan læk. Til Þjóðræknisfélags-
ins hefir nokkuð verið gefið af bókum,
sem í safni eru nú til útláns. Safn það
hefir nokkuð verið notað af almenningi
svo sú hugmynd hefir reynst hagkvæm
og þörf. Þá hafa ýmsir gefið bækur
sínar til Manitoba-háskóla, sem gott
getur verið, þegar annars staðar er ekki
upplýsingar að fá úr íslenzkum bókum.
En nú eru eins og maður veit meira en
eitt eintak til af hverri bók. Og hvað á
þá að gera við þau?
Það er af öllu þessu auðséð, að farið
er að líta hér á íslenzkar bækur, sem
muni, er á forngripasöfnum eigi heima,
bækurnar, sem andlegt líf Islendinga
hafa verndað og glætt svo, að óvíst er
að annað heilbrigðara geti nokkurs stað-
ar.
Stærri íslenzku bygðirnar munu flest-
ar hafa bókasöfn. En það eru til fá-
mennir hópar Islendinga, stundum að-
eins nokkrar fjölskyldur, hér og þar sem
ekki eiga eins góðan bókakost og þeir
óskuðu sér. Að greiða þeim veginn að
íslenzkum bókum, væri nauðsynlegt. —
Það mætti jafnvel telja með verkefnum
Þjóðræknisfélagsins, að gefa þessu
gaum. Þörfin virðist í raun og veru
miklu meiri hér fyrir íslenzkar bækur,
en menn álíta. Það er óþarfi að leita að
henni enn sem komið er annar staðar en
á meðal Vestur-lslendinga sjálfra.
Sá er þetta ritar veit. af einum stað
ennþá, þar sem vel kæmi sér, að væri
íslenzkt bókasafn. Það er á skrifstofum
íslenzku blaðanna. Verkið, sem þar er
unnið, og sem er miklu fjölþættara en
flesta grunar nokkurn hlut um, yrði
bæði skjótara og betur af hendi leyst og
greinlegra og fullkomnara oft en kostur
er á, ef gott bókasafn væri handbært.
Blöð verða oft að geta um eitt og annað,
sem enginn tími gefst til að leita sér
fræðslu um langt að, en sem bókasafn á
staðnum gæti bætt úr. Úr því svo illa
gengur að finna ritstjóra, sem eru al-
vitrir, er hagræðið af þessu auðsætt.
Gott bókasafn er og í sannleika ekki
annað en það, sem hver góð blaðastofa
hefir.
Af nýjum bókum er blöðum oft sent
eintak, en þó eru nokkrar bækur, bæði í
bundnu og óbundnu máli, samdar og
gefnar út af Islendingum vestra, sem
blöðunum hafa ekki verið sendar. Stund-
um koma þær ári seinna og þá mælst til
að með sölunni sé mælt. Þetta má nú
ef til vill áminningu lialla, en það er þó
fleira, sem til greina kemur, eins og t. d.
að blöð hér ættu að geta um það, sem
hér er gefið út, en gera það vissulega
ekki, ef þeim er ekki send bókin og þau
vita ekki hvort þess er æskt af þeim. En
um þetta skal ekki fjölyrða frekar. Af
því sem þegar hefir verið minst á, er
ofur ljóst, að þörf íslenzkra bóka er hér
mikil ennþá og að ótal staðir eru enn
fyrir þær, þar sem þeirra eru nokkur
not, svo óþarft er að senda þær nú þegar
á forngripasöfn, eða brenna þær með
öðru rusli, eins og bent er á í grein í
þessu blaði og einn hinn sorglegasta
vott ber sem vér minnumst að hafa séð,
um mat afkomenda íslendinga á andleg-
um verðmætum þjóðar vorrar.
HÚN AMMA
Þeir eru margir íslendingarnir, sem
muna eftir að hafa setið við hnén hennar
ömmu sinnar o'g hlustað á sögur og
kvæði. . . Eg er einn þeirra. . .
Hún amma mín hét Margrét og var
Sveinbjarnardóttir . . . það var friður og
ró uppi á loftinu hjá henni ömmu í
rökkrinu . . . hún var að spinna á rokk-
inn sinn og það var mikil list, fanst mér,
að kunna að spinna svona hárfínan ull-
arþráð . . . hún hafði fallega söngrödd,
hún amma, og stundum söng hún gömul,
íslenzk sönglög við rokkinn . . . lög, sem
eg hefi aldrei heyrt síðan. . . Hún átti
heima í sveit mestan hluta æfi sinnar
og hún sætti sig aldrei við bæjarlífið . . .
þó var það huggun, að hún hafði hana
Búkollu og gat mjólkað hana sjálf á
hverju kvöldi... Hún amma sagði okkur
frá æskuheimilinu sínu og merku fólki,
sem heimsótti foreldra hennar . . . faðir
hennar var prestur, en sérstaklega þótti
henni vænt um hana móður sína, sem
var fríð kona og vel að sér. . . Stundum
söng hún amma kvæðið, sem hann
Matthías Jochumsson orti og sendi henni
þegar hún misti hann afa og tvö upp-
komin börn í sjóinn á sama vetrinum. . .
Hún hafði búið til lagið sjálf, því hún
var söngelsk, eins og hún átti ætt til. . .
Eg man að eg grét altaf þégar hún §öng
það kvæði, en hún grét ekki. . . Hún var
skapstór, en hafði vald á tilfinningum
sínum. . . Hún var fróð kona og kunni
frá mörgu að segja. . . Sögurnar kunni
hún spjaldanna á milli og það var eldur
og ástríða í frásögninni um hann Skarp-
héðinn, er hann hjó Þráinn á Markar-
fljóti.. . hún kendi okkur að elska Gunn-
ar, Karjtan og Njál, en Skarphéðinn var
altaf uppáhaldið hennar. . . Hún kunni
ógrynnin öll af þjóðsögum . . .
þegar þjóðsögusafnið kom út,
voru þau afi og amma meðal
þeirra, sem söfnuðu saman
sögum, amma sagði frá og afi
skrifaði sögurnar niður og það
hefir mikill íslenzkumaður sagt
mér síðar, að sögur þeirra
hjóna hafi verið betur skrifað-
ar en nokkrar aðrar sögur í
safninu.. .
Ef eitthvað skeði í Reykja-
vík, sem gömlu konunni líkaði
miður, þá skrifaði hún grein
um málið, sagði álit sitt skýrt j
og skorinort á prýðilegri ís-
lenzku og kom svo greinin
venjulega í Þjóðólfi. . . Hún
átti fjölda barna, hún amma,
en hafði lítið barnalán . . .
mörg börnin dóu ung, en sum
voveiflega á besta aldri. . .
Aldrei heyrði eg hana barma
sér . . . þó knúðu erfiðleikarnir
oft þungt að dyrum og vel
mátti hún muna sina æfina
aðra. . . Stundum talaði hún
um, að hún hefði haft hug á að
sjá önnur lönd og eins mintist
hún oft á ferðalagið hans afa
til Danmerkur, en hann stund-
aði laganám i Kaupmannahöfn,
þegar hann var ungur. . . Hún
sagði okkur frá, hvað hann
hefði verið fríður maður og
skemtilegur. . . “Það var altaf
glatt á hjalla þar sem hann
var,” sagði hún. . . Um sjálfa
sig talaði hún sjaldan, en var
stolt af ættinni sinni og kunni
margar sögur um ættfeður
sína, Bjarna landlækni og
Skúla fógeta . . . og vildi eg
óska, að eg gæti munað þær
sögur nú. . . Hún elskaði okkur
barnabörnin sín og ef, eitthvað
bjátaði á var altaf leitað upp á
loft til hennar ömmu. . .
Ekki held eg að hún amma
hafi verið sérstaklega kirkju-
rækin, þrátt fyrir alla prest-
ana í ættinni, en sanntrúuð
manneskja, það var hún . . .
þeir sem áttu bágt og leituðu
hjálpar hennar, fengu altaf ein-
hverja úrlausn, og mjólkin
hennar Búkollu hjálpaði oft
fátækum börnum í veikindum.
Hún hafði mikinn myndug-
leik til að bera, hún amma og
oft hefi eg séð hana afstýra
illindum, er menn voru í harðri
orðasennu um stjórnmál, ró-
lega og með festu sneri hún
talinu út í aðra sálma og ein-
hvernveginn var það svo, að
engum datt í hug að firtast við
hana fyrir það . . . mér er oft
hugsað til hennar ömmu, þegar
eg hefi séð ýmsa menn og kon-
ur, sem hafa sitt fram við aðra,
menn og konur, er hafa það til
að bera, sem kallað er sterkur
persónuleikur. . .
Það er mynd af henni ömmu
á skautfötum hér fyrir framan
mig . . . hún er á að giska um
þrítugt á myndinni og fjarska-
lega alvarleg . . . en eg man
eftir hýru brosi í kímnislegu
augnaráði . . . eg man eftir
gáfaðri, íslenzkri konu, sem
hafði yndi af að syngja gömul,
íslenzk lög . . . eg man eftir
merkiskonu, sem átti sér dýr-
mætan fjársjóð, sem hún ætíð
var fús til að miðla af . . .
fjársjóðinn, sem kallaður er ís-
enzkar þjóðsögur.
Rannveig Schmidt
ÖSKUHAUGARNIR URÐU
ÆFINTÝRABORG
Amerísk vasabókarblöð.
Eftir Hauk Snorrason
‘Bréf” Stephans G. Stephans-
sonar, fyrsta og annað bindi, eru
til sölu á sama verði og áður,
$1.75 hvert bindi, hjá Magnúsi
Petersyni bóksala í Norwood og
Mrs. Hólmfríði Pétursson að 45
Home St., Winnipeg. Upplagið
er lítið, svo þeir sem hugsuðu
sér að eignast bréfin, og þau
ætti hver Vestur-íslendingur að
eiga, ættu að snúa sér sem fyrst
að því að ná í þau.
Jólakort
Björnsson’s Book Store and
Bindery, hefir mikið og fagurt
úrval af jólakortum á verði við
allra hæfi. Áður en þið kaupið
jólakortin annarsstaðar, þá lít-
ið inn að 702 Sargent Ave.
“Hvar er heimssýningin?”
spurði kunningi minn og
skygndist út í blámóðuna, sem
umvafði heimsborgina. Við
vorum staddir á 102. hæð Em-
pire State-byggingarinnar í
New York. Hann var að koma.
Eg var á förum. “Vertu rólegur
augnablik, við skulum ljúka
við þetta fyrst.” — Hudson-
fljótið liðaðist meðfram kletta-
beltinu New Jersey-megin, und-
ir George Washington-brúna,
og niður með skipakvíunum á
Manhattan-eyju. “Sérðu grá-
málaða hafskipið þarna við 42.
götu? Það er “Queen Mary”,
og hinumegin í kvínni annað
bákn hálfgrátt? Það er “Nor-
mandie”; þau leituðu griða hér
í ófriðarbyrjun. En sjáðu,
þarna neðar, gegnt skýjakljúfa-
þyrpingunni við Wall Street,
þar eru skipakvíar Suður-Ame-
ríku línanna. Þau skip sigla
ennþá, eins og ekkert hafi í
skorist, því þrátt fyrir alt tal
Evrópumanna um menningar-
leysi í Ameríku, þá ríkir friður
hér, og alt tekur stórstígum
framförum, meðan Evrópuveld-
in heyja sína harðvítugu tor-
tímingarbaráttu.
Annars finst mér, nú orðið,
næsta hlálegt af Evrópumönn-
um að tala um menningarleysi
hér. Líttu bara yfir þessa
borg! Sjáðu Rockefeller-bygg-
ingahverfið hérna ofar á eynni.
Eg ætla ekki að fara að verja
Rockefeller eða viðskiftaað-
ferðir hans, en hver verður
ekki snortinn af þessum bygg-
ingum? Horfðu á þessar ó-
brotnu, tignarlegu línur. Finst
þér ekki til um þær? Þær eru
tildurslausar og fagrar. —
Áður en eg kom hingað hélt eg,
að þinghúsið í London væri
fegurst allra bygginga. Víst
er það fögur bygging. En hví-
lik andstæða eru skýjakljúf-
arnir hér! Og manstu hvað H.
G. Wells sagði um þinghúsið í
London? Nei, — þú manst það
ekki. Jæja, — hann sagði, að
það væri eins og óskilgetið
barn gotneskrar kirkju og
flæmskrar ráðhallar.
Þarna ofan við Rockefeller
er Central Park, dásamlega
fagur í hjarta borgarinnar. Á
Manhattan er svo að segja
engin lóð, sem ekki ber hús
eða eitthvert annað mannvirki.
Heldurðu, að það hafi ekki ver-
ið freisting fyrir borgarbúa að
láta ekki undan sókn steinhall-
anna á Central Park? Þar
hefði mátt reisa tugi skýja-
kljúfa. Og svo er sagt, að
Ameríkumenn einblíni á doll-
arann. Lága byggingin þarna
á vinstri hönd, fyrir miðjum
garðinum, er Ameríska nátt-
úrusögusafnið. Þar getur þú
numið meira um náttúru, sögu
og menningu Ameríku en í
nokkru öðru húsi undir sólinni.
Hægra megin við garðinn, við
Fimtu götu, er listasafnið, sem
geymir ógrynni af listaverkum
fornrar Norðurálfumenningar
og nýrri amerískri list. Þetta
eru aðeins nokkrar bendingar.
Á næstu mánuðum átt þú fyrir
höndum það starf að kynnast
þessu fólki og þessu landi. Og
hvernig sem þér svo líkar að
lokum það, sem þú sérð og
kynnist, þá ætla eg að biðja
þig fyrir eitt. Hneykslastu ekki
á því, þó þeir hérna nefni land-
ið sitt “guðs eigið land”. Þeir
trúa á þetta land og tilbiðja
það. Þeir trúa því, að skipu-
lag þeirra sé rétt: “Þetta er
mín jörð, — hér er eg frjáls
maður.” Af þessum grunni
hefja allir Ameríkumenn leit-
ina að hamingjunni. Og hvort
sem þú ert nú samþykkur slík-
urp hugsunarhætti eða ekki,
vildirðu samt ekki að okkar