Heimskringla - 16.04.1941, Side 4

Heimskringla - 16.04.1941, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. APRÍL 1941 Ifíitttskrjngla (StofnuO 1SS6) Kemur út i hverjum mtOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerO blaðslns er $3.00 árgangurinn borglat ryrirfram. Allar borganir serndlst: THE VIKING PRES8 LTD. [JU viðskifta bréf blaSinu aðlútandl sendist: Manager J. B. SKAPTASON SSJ Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskríft til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskringla” is publlsbed and printed by THE VIKItlG PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Vti. Teleptoone: 86 637 WINNIPEG, 16. APRIL 1941 FYLKISKOSNINGARNAR Það er nú ekki full vika til kosning- anna. Samt ber lítið á að þær séu í nánd. Þingmannaefnin eru lítið á ferð- inni. Skrifstofur þeirra eru lýstar á hverju kvöldi, en þær eru mannlausar og lokaðar. Svo er að minsta kosti með sumar þeirra. Ástæðan mun mega skoð- ast sú, að áhugi manna verði ekki vak- inn í þessum kosningum, að þar sé ekki um neitt sérstakt mál að ræða, sem al- menningi virðist taka því, að deila um. Það er aðeins eitt mál sem þjóð þessa lands liggur á hjarta. Það er sigur Breta og vinþjóða þess í stríðinu. Alt annað hverfur fyrir því. Á þetta lag gekk fylkisstjórnin á s. 1. hausti, er hér var mynduð samvinnu- stjórn. Um það hvernig hún var mynd- uð, eru réttilega skiftar skoðanir, en það skilur samt sem áður ekki eftir neinn vafa um vilja þjóðarinnar að starfa í ein- ingu að þvi, sem nú varðar mestu. Sá hugsunarháttur er veruleiki og alveg eins fyrir það, þó Ottawa-stjórnin viður- kenni hann ekki og haldi áfram að stjórna, sem stríðið snerti aðeins einn flokk, en sem er móðgun gegn þjóðar- viljanum, eins og minni hlutinn á sam- bandsþinginu hefir oft dregið athygli að. En hvað sem segja má um þessi mál aftur og fram, er það afleiðing þeirra, að í þessu fylki er ekki um flokksmál að ræða í vali þingmanna-efnanna í þessum kosningum, heldur hæfileika þeirra hvers um sig. íslenzk blöð hafa nú vanalega verið vöruð við því, að það sé ekki þjóðernis- legt spursmál, að kjósa þingmenn; þeir reki erindi almennings, alþjóðar, á þingi, en ekki neins eins þjóðarbrots. Þetta er hverju orði sannara. Við hitt verður þó að kannast, að Islendingum hleypur kapp í kinn, er landi þeirra á í hlut í einu og öðru og ekki sízt í kosningum. Þetta kann að vera einhver horngrítis ann- kanni á landanum, en það mun þó líkleg- ast með það eins og Laxness segir að “enginn fær gert við því.” Þó landar séu því ámintir um, að vera sjálfum sér sam- kvæmir og krota töluna á atkvæðaseðil- inn við nafn þess landans, sem fyrirfram má vita að verður sér, þjóð sinni og þjóð þessa lands til gagns og sóma, ætti það engin goðgá að heita. Það eru nú náttúrlega ýmsir garpar sem sækja hér af annara þjóða mönnum. En hvað margir af þeim skyldu standa framar t. d. G. S. Thorvaldson, að ment- un þeirri og hæfileikum, sem til þing- mensku eru nauðsynlegir? Vér ætlum þá ekki marga. Eigum vér þar ekki við lögfræðina eina, þó hún sé vissulega ó- missandi við löggjafarstarf, heldur hitt jafnframt: hagsýni og hæfileik til rök- hugsunar. Landar, þó af beztu sannfær- ingu vildu velja mann, án alls tillits til þjóðernis, mundu samt ekki fara neitt af- vega í að greiða Thorvaldson atkvæði sitt og merkja töluna 1 við nafn hans. Hann væri hennar verðugur, frá hvaða sjónarmiði sem á málið er litið. Á þetta er hér mint vegna þess, að það virðist vera að rótfestast talsvert kæru- leysi vor á meðal er um val manna í opin- berar stöður er að ræða. 1 sambandi við þessar kosningar, hafa, sem dæmi af þessu, farið fram útnefningar, sem flest- ir munu vera hissa á, og sem gerðust þó aigerlega innan áhrifavébanda íslend- inga. Á það ber vissulega að ííta, að eftir þeim hæfileikum sem landar sýna i opinberum stöðum fer álit annara, þess- arar þjóðar, á Islendingum. Þetta er nú alment taláð; það á ekki einungis við þingmensku, heldur um hverja aðra opinbera stöðu sem er. 1 þessum kosningum sækja fleiri Is- lendingar en oft áður. í St. George- kjördæmi sækja tveir hvor á móti öðr- um. Hlýtur því annar hvor að tapa þar og á hlýtur að sannast sem sagt er, að allir geti ekki orðið Prinsinn af Wales. 1 Gimli sækir aðeins einn Islendingur; eru góðar vonr um að hann sigri. 1 Winnipeg eru þrír íslenzkir keppinautar, er gætu og óskandi væri, að allir næðu kosningu, en sem hætt er við að íslenzk- um atkvæðum skifti, sjálfum þeim ef- laust til nokkurs tjóns, en vonandi ekki til falls. Og svo: skál islenzku þingmanna-efn- unum! ÓSVÍFNI I HÁMARKI Grein sú er Lögberg þóknaðist að birta 11. apríl, eftir Lesbók Morgunblaðsins í Reykjavík, er að sumu leiti hin viðbjóðs- legasta árás á vissa menn og málgagn, sem eg minnist að hafa lesið, og snertir í rauninni heiðarleik Islendinga hér vestra yfir höfuð. Þar er svo djúpt kafað í svívirðing, að einhverjir ónefndir menn hér eru sakaðir um það, að hafa með yfirlögðu ráði drep- ið Gest heitinn Pálsson! Er þá engin ærleg taug eftir í þeim mönnum er láta slíkt frá sér fara? Við Vestur-lslendingar höfum oft átt að mæta heimskulega ósanngjörnum dómum í íslenzkum blöðum, en þessi síð- asta árás í okkar garð um andlát Gest Pálssonar er sá stóri dómur sem ekki má ósvarað. Eg þekti Gest sáluga persónulega nokkru áður en hann flutti hingað vest- ur, og vissi vel, að þar heima í Reykjavík var hann örgeðja drykkfeldur og stund- um hætt kominn fyrir ofdrykkju. Þetta var á almennings vitorði. Og það að hann gekk í Góðtemplara félag hér í Winnipeg um örstuttan tíma sannar ekk- ert, því að þar var þá sá bragur á, að engum var til sóma. Þetta eina ár, (1890—1891), sem Gest- ur Pálsson var ritstjóri Heimskringlu, voru starfsbræður hans þessir: Eggert Jóhannsson Þorstein Þórarinsson, Jón Dalmann og Þorsteinn Pétursson. Engir aðrir starfsmenn voru þar viðkomandi. Þessir fjórir starfsmenn blaðsins, eða einhverjir þeirra, hefðu þá átt að vera valdir að því samsæri, er lagði Gest í gröf. Á þessum árum var eg ekkert við Heimskringlu riðinn, og kom þar hvergi nærri, en síðar kyntist eg mjög náið þess- um ofangreindu fjórum mönnum. Og eg hefi nú lifað nokkuð lengi og aldrei kynst heiðarlegri eða betri drengjum. Þeir voru hver um sig svo varkárir um sitt mannorð, að öllum er þá þektu er það vel kunnugt. Eggert Jóhannsson var hinn varfærn- asti og samvizkusamasti ritstjóri er við höfum haft hér vestra, og engar slúður- sögur geta rýrt þann orðstír. Þeir Þorsteinn Þórarinsson, Jón V. Dal- mann og Þorsteinn Pétursson, voru hinir prúðustu menn í allri framkomu og vildu hvergi vamm sitt vita. En nú eru þessir fjórir menn löngu komnir í kalda gröf, og þá var svo auð- velt fyrir samvizkulausa þorpara að sví- virða minning þeirra. Og þótt það í rauninni komi almenn- ingi lítið við, þá skal það tekið fram, að þeir sem þá stóðu að Heimskringlu létu sér ant um velferð Gests meðan hann var við blaðið, eftir því sem í þeirra valdi stóð. Og honum var borgað meira fé en um hafði verið samið. En hann undi sér aldrei hér vestra, fanst lífið hér tóm- legt og flokkahatrið skrælingjaskapur. Og af því hann var svo framúrskarandi örgeðja maður ,þá reyndi hann alt of mikið að fá svölun hjá Bakkusi, og hefir slíkt margan góðan mann hent fyr og síðar. Þessi Gróusaga, sem er tilfærð eftir Einari Kvaran, er ekkert annað en ill- kvitnis árás á pólitíska andstæðinga, og á ekki við nein rök að styðjast. Að vísu voru þeir að fornu fari vinir, Gestur og Einar, en þeir voru hér á andstæðum pól -í stjórnmálum. Gestur var oft svo napur í háði að það var sem hvassasta eggjárn, en Einar Kvaran þoldi slíkt miður vel. Við eldri menn hér vestra munum eftir honum Ólafi ísleifssyni, sem virðist vera að einhverju leyti málsvari þessarar skammarlegu árásar. Hann cfvaldi hér um nokkur ár sem meinleysingi og var lítt til hans tekið, enda þótt hann um skeið fengist hér við “skottulækningar”, meðan Iandar hér gátu ekki betri björg sér veitt. Hann má nú í rökkurmollu æfi sinnar huggast við þetta frumhlaup. — Verði honum að góðu! En þessi Gunnar M. Magnússon, höf- undur þessarar svívirðilegu árásar í Morgunblaðinu, honum hefði verið betra að sitja heima og fara hvergi. Hann verður brennimerktur sem illviljaður ó- þokki. Eg er þess fullviss, að allur fjöldi manna og kvenna hér í Vesturheimi eru mér samdóma um það, að þessi dæma- lausa árás á siðferði okkar og dreng- skap er ófyrirgefanleg og eg vona að einhverjir þeirra láti til sín heyra. Við megum ekki láta svívirðing í okkar garð ósvarað hvaðan sem hún kemur. Og ritstjóra Lögbergs hefði verið það mikið sæmra, að stryka yfir þennan dæmalausa óhróður, er hann birti grein- ina um Gest. Hann hefði mátt minnast þess, að “betra er autt sæti en illa skip- að.” Mctgnús Peterson ÞJÓÐRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKT Eftir prófessor Richard Beck I. Hinn 9. apríl mun ritaður óafmáanlegu letri — rúnum blóðs og tára — í sögu Norðurlanda, því á þeim örlagaþunga degi í fyrra hertóku Þjóðverjar Dan- mörku og réðust inn á Noreg. Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu, kusu Norðurlandamenn í Bandaríkjunum landsnefnd til þess að draga athygli Bandaríkjaþjóðarinnar að þessum ör- lagaríka degi í sögu Norðurlanda. I nefndinni áttu sæti menn af norskum, dönskum, sænskum, íslenzkum og finsk- um ættum, er tóku höndum saman um að minnast umrædds dags á þann hátt, að málstað Norðurlanda mætti að sem mestu gagni koma. Gekst nefndin fyrir samkomuhöldum víðsvegar um Banda- ríkin og útvarpsræðum; átti hún einnig hlut að því, að dagblöð og vikublöð fluttu ritstjórnargreinar og ritgerðir um Norðurlönd og Norðurlandabúa, menn- ingu þeirra, frelsis og friðarást, og rétt þeirra til óskerts sjálfsforræðis. Fjölmenni sótti samkomurnar, t. d. í Chicago og New York borg; meðal heið- ursgesta á síðari staðnum voru ræðis- menn Norðurlanda og Finnlands, og var Thor Thors, aðalræðismaður Islands í Bandaríkjunum, í þeim hópi. Eðlilega varð ræðumönnunum á hin- um ýmsu stöðum og þeim, er greinar rit- uðu í tilefni af deginum, tíðrætt um það, hve erfið kjör Norðmenn og Danir eiga við að búa undir harðstjórnarhendi hinna erlendu árásarmanna; en jafn- framt var réttilega lögð áhersla á það, hversu hreystilega þjóðir þessar hafa snúist við hinum þyngstu örlögum og hversu glaðvakandi sjálfstæðishugur þeirra og sjálfsvirðing eru þrátt fyrir hina miklu örðugleika, sem þær verða að horfast í augu við. Þar lifir því góðu lífi hinn norræni frelsisandi, sá andi, sem segja má (í táknrænni merkingu), að blásið hafi byr í segl þeim frjáls- huga mönnum og útsæknum, er leituðu til Islandsstranda á landnámsöld. En þegar um er að ræða framtíð hins norr- æna stofns, á við að minna á fögur og sönn orð Þorsteins skálds Gíslasonar: “Norræni sterki stofninn ber greinar f jórar, en einni fæddar af rót. Limar þó greinist, leiti mót sólu, tengir þær sterki stofninn í eitt. Þrífist sá meiður! það er vor allra framtíðar hugsun, fylkis og lýðs. Greinarnar lyftist, grænar og fríðar, hátt móti bjartri himinsins sól!” II. Eðlilega er Winnipegborg miðstöð vorrar íslenzku félagsstarfsemi í landi hér, en þrátt fyrir það, má sú staðreynd eigi gera oss svo bjart í augum, að vér látum fara fram hjá oss þá margþættu og merkilegu félags- og þjóðrækisstarf- semi, sem unnin er víðsvegar í bygðum íslendinga hérlendis og þeim borgum, þar sem þeir eiga dvöl svo að nokkru nemur. Þessvegna er mér sérstaklega kærkominn lestur greinar eins og frá- sögn frú Jakobínu Johnson um sam- komuhald söngfélagsins “Harpa” í Bellingham á ýmsum stöðum á Vesturströndinni, undir stjórn H. S. Helgasonar tónskálds. Hefir ferð flokksins sýnilega orðið sjálfum honum til sæmdar, en áheyrendum til ánægjuauka, og er þá vel að verið. Annar íslenzkur söngflokkur hefir nýlega aukið á hróður sinn og varpað ljóma á Islend- ingsnafnið, en það er söng- flokkur íslenzkra kvenna í Minneapolis, undir stjórn Hjartar hljómfræðings Lárus- sonar, er hélt samkomu sína við heimkomuna. landið Þeir líta á . . í ást og von og trú af ennþá dýpri þörf en skapast heima.” íslendingum í Vesturheimi hefir reynst arfurinn, sem þeir taka með sér héðan, haldgóð- ur. Á einum stað í þessari bók, er eg nefndi áðan, segir svo: “Náttúra íslands er svo sterk, jörð þess svo kjarnrík og lífseig, og íslenzku sálinni svo mikill máttur gefinn, að þeir sem á Islandi eru bornir og þar þar í borg 11. marz. Voru dóm- j uppfóstraðir, eru þrælar þess, ar stórblaðanna í Minneapolis | eða ástmegir eftir ástæðum, um söngflokkinn (t. d. í Tri- bune) mjög góðir, ekki sízt þegar þess er gætt, að þetta var aðeins í annað sinn, að flokkurinn hélt opinbera sam- komu. Mánaðarrit þjóðrækn- isfélaga Norðmanna (“Sönner af Norge”) fór þessum orðum um samkomuna, en ritstjóri þess er einn af kunnustu söng- stjórum Norðmanna, eigi að- eins í Minneapolis, heldur einn- ig í þeim hluta landsins: “Þegar þess er gætt, að Is- lendingar í Minneapolis eru eigi nema fáein hundruð, er það hreint ekki lítið afrek, að þeir eiga á að skipa söngflokki 17 kvenna. Undir stjórn Harry Lárussonar sungu konurnar meir en tylft söngva af mikilli nákvæmni og með ágætum málblæ. Óhætt er einnig að fullyrða, að framburðurinn var prýðilegur, en söngvarnir voru allir sungnir á íslenzku. Manni kom það kynlega fyrir að heyra alkunna söngva eins og “Brude- ferden i Hardanger” og “Hör jag forsens vilda fall” sungna sem “Brúðfylgdin” og “He^ri’ eg fossins hrikasöng”; eigi að síður var túlkun þessara söngva í samræmi við norska og sænska venju, þá er best gerist. Islenzku lögin, sem flokkurinn söng, voru bæði list- ræn vel og mjög eftirtektar verð.” III. Þakklátlega tökum vér Is- lendingar hér í Vesturheimi þeim viðurkenningarorðum og hvatningar, sem oss berast nú ósjaldan heiman um haf. I al- vöruþrunginni og mjög athygl- isverðri áramótaræðu, er hann flutti í útvarpið 1. janúar, ræddi Hermann Jónasson, for- sætisráðherra Islands, um for- tíð hinnar íslenzku þjóðar, sögu hennar og stríð, og um þá nauðsyn, sem til þess ber, að hún reynist trú hinu besta í sjálfri sér og menningararf- leifð sinni á núverandi hættu- tímum. Meðal annars féllu hinum æðsta valdsmanni þjóð- ar vorrar þannig orð, og eru þau bæði vinsamleg mjög í vorn garð og jafnhliða eggjandi til umhugsunar og fram- kvæmda: “Aðstaða okkar nú hlýtur að vekja hvern góðan íslending til umhugsunar um þessi mál. En það, sem eg held að hafi einna mest ýtt við mér til að tala um þetta nú, er lestur ný- útkominnar sögu Islendinga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. Bók þessi er skrifuð af fylstu einlægni og á erindi til okkar hér heima. Þar sjáum við íslenzka menn, hold af okkar holdi og blóð af okkar alóði, sem barist hafa og berj- ast enn merkilegri baráttu fyrir jjóðerni sínu og tungu. Þar finnum við, hvers virði það hefir verið landnámsmönnun- um í Vesturheimi, að muna jað, sem við erum ef til vill, að sumu leyti, að gleyma. Vestur- íslendingar hafa unnað íslandi í fjarlægð, heitar en við flest skiljum, nema þá helzt á þeim augnablikum, er við höfum ver- ið lengi erlendis og. sjáum ís- and aftur í fyrsta sinn í bláma fjarskans — eða rísa af hafi hvert sem ferill þeirra liggur, hversu vel, sem þeir geta um stundarsakir lagað sig eftir út- lendu umhverfi, hvar sem þeir bera beinin. . . Þess vegna er það einnig svo, sem í sömu bók segir: “Landlausir hafa íslendingar myndað sérskilið þjóðerni, sem þeir elska miklu dýpra en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. En það þjóðerni er eðlilega bundið óslítandi tengitaugum við Is- land, fornbókmentir þess og þjóðlíf og erfðir allar.” Menn- ing þeirra “er reist á arfinum og íslenzku sálinni eins og hún var og menningu Norður-Ame- ríku eins og hún er.” Eg hefi tilfært þessar setn- ingar vegna þess, að þær sýna okkur, hvernig Islendingar í Vesturheimi líta á þessi mál og hvers virði þeir telja hinn forna arf...... Þannig líta þeir á, landar okkar í Vesturheimi. Þeir skilja það, sem Grímur Thom- sen segir: “En rótarslitinn visnar vísir þótt vökvist hlýrri morgun- dögg.” Þess vegna treystu þeir hvorki á hina hlýju morgun- dögg né gullregnið í hinum nýja heimi, heldur á ræturnar, sem tengdu þá hinum forna jarðvegi, er þeim var lífsnauð- syn að vaxa upp úr til að ná fram til þroska. En dæmi þeirra sýnir og sannar annað. Varðveisla og jafnvel tilbeiðsla hins forna menningararfs og þess, sem íslenzkt er, krefst engan veginn útilokunar frá heimsmenningunni. Þvert á móti standa íslendingar fram- arlega í nýmenningu hins nýja heims. Þeir hafa ofið þetta tvent saman, hið gamla og hið nýja, og skapað menningu, sem þeir vita að með því móti stendur traustari fótum. Kunn- ugra manna mál er það, að þeir landar vorir vestan hafs, sem hæst hafa borið og náð lengst fram, séu jafnframt þjóðrækn- ustu íslendingarnir. Þannig eru rök þjóða og þjóð- erna — þar og hér. Engin þjóð getur orðið sterk né haldið sjálfstæði sínu til lengdar, nema hún viðhaldi arfi sínum, þeirri reynslu, viti og hugsjón- um, sem forfeður hennar hafa þroskað með sér í rás aldanna. Þetta verður að vera aflvaki hennar og ylgjafi. Sérhver framkvæmd þarf að vera tengd þessum arfi, hafa vaxið upp af honum eins og viður af rót. Og hann verður einnig, ef vel á að fara, að vera undirrót okkar þjóðlífs, framfara okkar og andlegs lífs. — “Lífvörður okk- ar lands er vor saga”, segir Einar Benediktsson, og það eru sannindi, sem staðist hafa og standast munu reynslunnar próf.” (Tíminn, 7. janúar). — Veistu, hverju hún svar- aði, er eg bað hennar? — Nei! — Hvernig vissirðu það? Til þess að vera regluleg gæs og til þess að vera reglulegur engill, vanta konurnar oft og einatt ekkert annað, en — vængina.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.