Heimskringla - 16.04.1941, Page 7

Heimskringla - 16.04.1941, Page 7
WINNIPEG, 16. APRIL 1941 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA Tvær íslenzkar konur sækja um þingmensku undir merkjum Social Credit flokksins Ásta Oddson Winnipeg Salóme Halldórson St. George Styðjið eina umbótaflokkinn sem nú er starfandi í fylkinu. Auglýsing Loðkragi hefir glatast hjá stúlku með kattarhaus og grænum augum á öðrum end- anum, en þrem hölum á hinum endanum. * * * Margar frumstæðar þjóðir á- líta ennþá, að skuggi mannsins sé annaðhvort sál hans eða hluti af líkama hans. Hjá þeim er þess vendilega gætt að skugginn verði ekki undir trjám, sem falla, eða að hann sé lokaður inni. Þannig hreinsa t. d. hinir ind- versku Hindúar nákvæmlega alla þá hluti, sem hinn þefilli og viðurstyggilegi skuggi Pari- anna (hinna óhreinu) hefir fallið á. LEIÐRÉTTING OG OFUR- LÍTIL ATHUGASEMD Frá Jóni úr Flóanum ÍSLENZKA UTANRÍKIS- ÞJóNUSTAN Frumvarp ríkisstjórnarinnar um utanríkisþjónustu Islands erlendis var til 1. umræðu í neðri deild í gær. Utanríkismálaráðherra hafði framsögn um það og rakti þá atburðarás, sem lægi til grund- vallar þeim ákvörðunum, sem Alþingi Islendinga hefði tekið 10. apríl s. 1. En þá lýsti Al- þingi því yfir, eins og menn rekur minni til, að Islendingar tækju meðferð utanríkismála sinna í sínar hendur. Með þessu hefði verið stigið spor í þá átt að landsmenn hefðu full forráð allra mála sinna. Frumvarp það, sem nú lægi fyrir deildinni til staðfestingar á bráðabirgðalögum um þessi efni væri rökrétt afleiðing af því sem gerst hefði s. 1. vor. Frumvarpið kvað ráðherrann vera samið og undirbúið af Sveini Björnssyni sendiherra, sem væri ráðunautur ríkis- stjórnarinnar um utanríkismál. Samkvæmt frumvarpinu yrði um sjálfstæða íslenzka utan- rikismálaþjónustu að ræða. — Fram til 10. apríl hefði með- ferð utanríkismála samkv. sambandslögúnum verið í höndum sambandsþjóðarinnar, Dana. Hér eftir yrðu utanríkismálin eingöngu í höndum Islendinga. I þessu sambandi rakti ráð- herrann, hvað nú þegar hefði verið aðhafst í þessum efnum. Eitt íslenzkt sendiherraem- bætti væri stofnað, og væri það í Kaupmannahöfn. Er sú ráðstöfun að vísu eldri. Sendi- fulltrúar (charge d’affaires) hefðu verið skipaðir í Stokk- hólmi og London. Sendifulltrúi íslands í London væri jafn- framt sendifulltrúi Islands hjá norsku stjórninni þar. Útsendur aðalræðismaður væri í New York en aðeins einn kjörræðismaður hefði enn ver- ið valinn. En ríkisstjórnin hefði skipun kjörræðismanna allvíða til athugunar og nyti í því að- stoðar Sveins Björnssonar sendiherra. Þá hefði Sveinn Björnsson unnið að því, að semja ítarleg fyrirmæli til leið- beiningar fyrir fulltrúa íslands erlendis. Yrðu þessar leiðbein- ingar prentaðar á erlend mál þar sem vænta mætti að víða yrði ekki völ á íslenzkum kjör- ræðismönnum en útlenda menn yrði að velja til starfans. Væri því nauðsynlegt, að þeir hefðu sem greiðastan aðgang að þess- um leiðbeiningum. Að lokinni framsögu ræðu tók Einar Olgeirsson til máls, en síðan var frumvarpinu vísað með samhljóða atkvæðum til 2. umræðu og allsherjarnefnd- ar. Til glöggvunar verða hér birtar þær greinar frumvarps- ins sem mestu máli skifta. “Ríkisstjórnin ákveður með tilskipun, á hvaða stöðum skuli vera sendiráð. Forstöðumenn sendiráða eru sendiherrar (en- voyé extraordinaire et ministre plenipotentiaire) eða sendi- fulltrúar (chargé d’affaires) og eru skipaðir af ríkisstjórninni. Ef ríkisstjórnin telur æskilegt, má fela forstöðumanni sendi- ráðs að veita forstöðu sendi- ráðum í fleiri löndum en einu. — Ríkisstjórnin skipar starfs- menn sendiráða”. “Ræðismenn eru sumpart sendir út af ríkisstjórninni (út- sendir aðalræðismenn) eða kjörnir meðal þeirra manna, er hæfir þykja (kjörræðismenn), á þeim stöðum erlendis, er rík- isstjórnin telur æskilegt”. “Rikisstjórnin ákveður með tilskipun á hvaða stöðum út- sendir ræðismenn skulu vera, og skipar þá”. “Kjörræðismenn þurfa ekki að vera íslenzkir ríkisborgarar. Þeir taka og engin laun.” —Mbl. 23. feb. * * * Tvö systkini deyja úr inflúenzu ó Seyðisfirði Vilhjálmur Árnason útgerð- armaður frá Hánefsstöðum við Seyðisfjörð andaðist í gær. — Hann hafði legið rúmfastur í inflúensu í 4 daga. Vilhjálmur var nafntogaður dugnaðarmaður. Hann var 74 ára að aldri. Systir hans átt- ræð, Hólmfríður að nafni, and- aðisí úr inflúensunni fyrir nokkrum dögum.—Mbl. 23. feb. 58. ársþing stórstúku Mani- toba og N. W. verður haldið í Good templara húsinu, Sargent Ave., mánud. og Þriðjudagskv. 21. og 22. apríl n. k. Utanbæjar stúkur eru beðnar að athuga þetta. Hún: Svo sagði eg við hann, að eg vildi ekki sjá hann leng- ur. Vinkonan: Hvað gerði hann þá? Hún: Hann slökti ljósið. Kæri ritstjóri: Mætti eg biðja þig fyrir eft- irfylgjandi leiðréttingar? I greinarkorni því, sem eg sendi þér um daginn, og sem prentað var í síðasta tölublaði Heimskringlu, hafa tvær setn- ingar ruglast almikið; þar stendur: “Eg hefi stundum ver- ið að lesa greinar í blöðunum, hvort að höfundarnir hafi aldrei fengið nokkra minstu hugmynd um, hvernig eigi að beygja algengustu nafnorð . ..” En þarna átti að standa: “Eg hefi stundum verið að hugsa um það, þegar eg hefi verið að lesa greinar í blöðunum, hvort o. s. frv.” Og fáeinum línum neðar er slept úr einni eða tveimur línum. Þar átti að standa: “Svona setningar’ eru mjög algengar: “Hann giftist dóttir Jóns Jónssonar. Björn kom til bæjarins ásamt dóttir sinni.” Eg man nú ekki hvort þessi dæmi eru orðrétt eins og þau, sem stóðu í handritinu, en svo gerir það ekkert til. 1 einni grein, sem á undan var komin, hafði prentarinn sett “skilyrði” fyrir “skilriki” og gerði það setninguna næst- um óskiljanlega. Hvers eigum við, aumir menn, sem ritum stundum í blöðin, að gjalda, að orð okkar skuli vera svona afbökuð? — Hafa prentarar og ritstjórar alls enga meðlíðun með okkur? Eða éru þeir að reyna að gera okkur hlægilega í augum hátt- virtra lesenda? .... Það er þá líka mest gustukin! Og svo vil eg þá um leið leyfa mér að gera tilraun til að leiðrétta misskilning, sem eg hefi orðið var við hjá ein- stöku manni út af því, sem eg sagði um það, sem hefir verið ort og ritað í blöðin hér um hina frægu söngkonu, Maríu Markan. Eg skal viðurkennna, að það hefði mátt komast betur að orði. Þetta er það, sem eg sagði: “Eg hefi ekki verið svo heppinn að heyra þá frægu söngkonu, Maríu Markan, syngja, og þykir mér það leið- inlegt. (Það, að eg hefi ekki heyrt hana syngja.) En eg hefi lesið sumt af því, sem um hana hefir verið ort og ritað í blöðin hérna, og þykir mér það líka leiðinlegt.” .... Þetta ber að skilja svo, að mér hafi þótt sumt af því, sem um söng- konuna hefir verið ort og ritað leiðinlegt; en ekki þannig, að mér þyki leiðinlegt, að um hana hefir verið ort og ritað, og að henni hefir verið hrósað, langt frá því; enda tók eg það fram strax í næstu setningu, að hún ætti eflaust mikið hrós skilið......En eg hefði líklega átt að segja, að mér hefði þótt sumt af sumu af því, sem um hana hefir verið ort og ritað, leiðinlegt, þar sem eg hafði ekki lesið nema sumt af því; og mér þótti sumt af því, sem eg hafði lesið, leiðinlegt. Maður getur aldrei verið of varkár með það að hafa framsetning- una nógu ljósa......Og ennþá lifi eg í voninni um að fá að heyra ungfrú Markan syngja. Nú hefi eg kynst henni svo mikið, að eg hefi talað við hana örfá orð, og árétta eg alt það, sem aðrir hafa sagt, um hið mjög látlausa og vingjarnlega viðmót hennar. Samsveitung mínum, Manga úr Móanum, sem var alinn upp fyrir ustan móhraukana (ef þetta er ekki Flóa mál!), vil eg segja þetta: það gæti skeð að einhverjum öðrum, sem eru ættaðir úr óæðri héruðum landsins, fyndist það óviðeig- andi, að tveir Flóamenn færu að hæla hvor öðrum of mikið. En alt um það met eg viður- kenninguna eins og hún er verð. Og þar sem þitt andans ljó.s hefir víst verið undir mæli- keri fram að þessu, er mál til komið, að þú farir að láta það skína. Eg er þér alveg sam- mála um að kvdsði dr. Björn- sonar er ágætt og líka vil eg Ijúka lofsorði á kvæði Ragnars ; Stefánssonar. En það segi eg þér, að þeir eru þau einu Maríu- skáld, sem mér þykir nokkuð til koma. Og þá erum við lík- lega svona hér um bil sam- mála. Nú er víst bezt að hætta. Og vona eg, ritstjóri góður, að þú finnir rúm fyrir þetta ein- hvers staðar innan um ávörpin til háttvirtra kjósenda. En blessaður líttu yfir próförkina. YFIRLÝSING til kjósenda í St. George kjördæmi Herra Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu: Þökk fyrir þitt frjálsa eðal- lyndi að leyfa hinu litla grein- arkorni frá mér að koma á prent í Heimskringlu fyrir skömmu. Það má geta þess sem gert er eins og altíðast er að það sem lengst mætti leggja til hliðar. Einar P. Johnson, ritstjóri Lögbergs með alt frjálslyndis gasprið fann sig knúðan til að láta þá afmán eftir sig liggja að búa til og láta frá sér fara, vinstri handar afkvæmi mér til minkunar sem hafði hvorki upphaf né enda. Samkvæmt grein minni (sjá Heimskr.). — Þar er rétt sett að einu orði frá dregnu. Tilfellið var, að grein mín bar það eindregið með sér, að eg var andvígur þessu ó- myndar samsteypusulli flokk- anna, því þeir höfðu ekkert lagalegt vald til slíkrar sam- steypu samkvæmt réttu og sönnu lýðræði og sú stjórn sem hefir sett sig þannig til valda er fallegt sýnishorn af fasisma eða öðru verra. Þessi stjórn sem eg er að tala um, (ef stjórn skyldi kalla), er að blanda sér í hermál sem henni koma ekkert við fremur en hinni háttvirtu sveitarstjórn á Lundar í Cold- well-sveit, og eg er standandi hissa að sjálfstæðir íslendingar skuli geta gert sig að slíkum andlegum löðurmennum. Grein mín viðvíkjandi því að eg ætl- aði að sækja um þingmensku í St. George og vera óháður og einlægur merkisberi mannrétt- inda en ekki *á auðvalds klíku- klafa á Einars vísu. Eg vildi hnekkja ráðabruggi sam- steypunnar sem mér fanst vera einveldi. Þetta var ástæðan til þess að herra Einar lét ekki grein mína sjá dagsljósið í frjálslynda afturhalds blaðinu. Frjálslyndi flokkurinn og aft- urhalds flokkurinn hafa brígsl- að hver öðrum um vammir og skammir síðan eg kom til þessa lands en nú eru þeir í faðm- lögum meðan þeir skara eldinn að afturhalds kökunni. Eg er ekki skarpskygnari en allir aðrir, en alstaðar kveður við sama tón. Hví er vesalings Skúli að vafsast í þessum stjórnmálum? Þar sem hann hefir aldrei haft gæfu til að Lótið dólítið af “KAR-EAL" í uppóhalds kaffi yðar. Það gerir bragð kaffisins betra. "KAR-EAL fyrir Kaffi" er frœgt um 100 ór. Kaupið pakka í dag. Yður mun þykja það kaffi gott. verða þeirrar þekkingar að- njótandi að hafa neitt vit eða stjórnsemi á því sem hann hef- ir tekið sér fyrir hendur að framkvæma. Með allri virðingu sem herra Skúla bera til beggja handa, þá þefir hann aldrei haft og hefir aldrei neina minstu hæfileika til að vera k forvígismaður framkvæmda i St. George kjör- dæmi og þar af leiðandi ætti hann nú í fyrsta sinni á æfinni að sýna viðeigandi undirgefni og draga nafn sitt til baka undir eins í stað þess að senda eftir Bracken og Thorson sér til aðstoðar svo hann tapi ekki veðfénu. Eg vona að hann skríði með það út en að hann vinni eru engin tiltök hvað mörgum leigutólum og leiru lækjan fúsum sem hann safnar að sér. Eg hefi nú ákveðið að hætta við að bjóða mig fram en bið alla þá sem mér eru vinveittir að greiða atkvæði með Salóme Halldórson. Hún hefir sýnt að hún er vel ment- uð og í alla staði vel fær til að koma fram kjördæmi sínu til sóma. Islenzkar konur, minnist þess að það var langt og erfitt stríð að fá viðurkendan atkvæðis- rétt og kjörgengi kvenna. Látið ekki pólitíska hrossakaupmenn þagga niður þessa einu kven- rödd í þinginu. Hún hefir tal- að máli mannúðar og réttlætis betur en allar hinar. Benedikt Rafnkelsson - - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusími: 23 674 Btundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Br aS flnnl 6 skrlfatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 AJloway Ave. Taltími: 33 lSt Thorvaldson & Eggertson Lögfrseölngur 300 Nanton Bldg. Talsíml 97 024 OrriCE Phoni Rks. Phonk 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MBDIOAL ABT8 BUILDINO Omci Hours: ia t i 4 P.M. - 6 P.M. áim BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Strgrein: Taugasjúkdómar Laetur útl meBöl 1 vlðlöguia VlBtalsttmar kl. 2—4 •. h. 7—8 att kveldlnu Simi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Johannesðon 806 BROADWAY Talaiml 30 877 ▼lOtalatiml kl. 3—6 e. h. A. S. BARDAL selur llkkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sö bestí. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarSa og legsteina. 843 SHERBROOKB ST. Phone: 86 607 WINNIPBQ * J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Financial Agentt Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnípeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets & Fvmeral Designs lcelandic Bpoken H. BJARNASON —TRANSFER— Boggoge and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allakonar flutninga fram og aítur um beeinn. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 6S4 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Someraet Bldg. Office 88124 Rea. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusimi 80 887 Heimasimi 48 551 THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Lícenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.