Heimskringla - 30.04.1941, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. APRIL 1941
^Treimskring,la
(StofnuB ÍSSS)
Kemur iít á hverjum miBvikudetjt.
Eigendur:
THE VTKXNG PRESS LTD.
SS3 og SS5 Sargent Avenue, Winnipef
Talsimia 86 537
VerB blaSslns er $3.00 árgangurinn borglst
tyrirfram. Allar borganlr sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
OU vlSskHta bréf blaðinu aðlútandl sesdlot:
Manager J. B. SKAPTASON
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
S53 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskrlngla” ls published
and printed by
THE VIKIiIO PRESS LTD.
153-855 Sargent Avenue, Winnipeg Vu.
Telepfaone: 86 537
WINNIPEG, 30. APRÍL 1941
KOSNING ARN AR
1 heild sinni verður ekki annað um
fylkiskosningarnar sagt, en að þær hafi
farið eins og við var að búast. Samvinnu-
stjórninni var sigurinn vís frá upphafi.
Fyrst og fremst voru 16 af fylgismönnum
hennar kosnir gagnsóknarlaust. I öðru
lagi voru gagnsækjendur hennar lítið
yfir tuttugu. Þó allar heillavættir hefðu
með þeim verið i kosningunum, hefði
það ekki nægt. En nú var langt frá, að
því væri að skifta; kosningu náðu aðeins
f jórir af þeim.
En að flokksmálunum fráskildum,
voru þó kosningarnar í einstökum atrið-
um eftirtektarverðar. Frá sjónarmiði
íslendinga, er það gleðiefni að eiga nú 3
landa á fylkisþingi Manitoba. Sigur
þeirra “Solla” Thorvaldsonar og “Palla”
Bardals er eftirtektaverður að því leyti,
hve mikils fylgis og trausts hérlendra
manna þeir njóta. Vér gerðum oss satt
að segja ekki í hug, að fleiri en einn Is-
lendingur næði kosningu í Winnipeg;
þingsætin voru aðeins 10 og í hlutfalli
við atkvæðastyrk Islendinga, var það
ærið, meira að segja vel í lagt. Að tveir
af þremur, sem sóttu, náðu kosningu, er
því fram yfir það, sem sanngjarnlega
var hægt að gera sér vonir um, þó ó-
væntast og skemtilegast hefði óneitan-
lega verið, að allir landarnir hefðu náð
kosningu.
Að svo miklu leyti, sem flokksmál
máttu heita úr sögunni, þótti blöðunum
Heimskringlu og Lögbergi nú fýsilegt,
að gera tilraun með, að veita íslenzkum
þingmannaefnum óskift fylgi sitt. Um
áhrif þess skulum vér ekki segja. En
eitt er víst og það er, að flutningur at-
kvæða ber það talsvert með sér, að lönd-
um hafi verið það áhugamál að sín at-
kvæði kæmu íslenzku þingmanna-efnun-
um að góðu, eins lengi og þess var kost-
ur. Og það er eins og það á að vera.
1 Gimli-kjördæmi verður ekki sagt, að
þessi stefna blaðanna yrði að þeim not-
um, sem til var ætlast, en að áhrif henn-
ar hafi nokkur verið, er ekki að efa. Hún
að minsta kosti kom því til leiðar að einn
Islendingur var í vali, en ekki fleiri. En
einingin virtist samt ekki nóg, ef satt er
sem kunnugir segja, að íslendingar geti
ráðið atkvæðum í kjördæminu, ef ein-
huga eru um það. Með þessu er þó ekki
sagt, að fyrir skiftingunni geti ekki verið
neinar ástæður.
Salóme Halldórsson, er tapaði í St.
George-kjördæmi, hefir heiðurinn af því,
að vera önnur konan, sem á fylkisþingi
Manitoba hefir setið. (Fyrsta kona á
þinginu var Mrs. Rogers). Hún er og
fyrsti íslenzkur kven-fulltrúi á löggjafar-
þingi í Canada.
íslenzku þingmönnunum nýju, óskar
Hkr. til lukku með heiðurinn. Hún von-
ar og að hin nýja afstaða þeirra verði
þeim nýr möguleiki til að efla sæmd og
hróður sinn og þjóðar sinnar. En það
gera þeir bezt með því að helga sér frels-
is, mannvits og mannréttinda hugsjónir
íslenzkrar þjóðar og hennar beztu
manna, eins og Jóns Sigurðssonar, sem
nefndur hefir verið, ‘sómi íslands, sverð
og skjöldur.’ Megi styttan af honum
úti á balanum fyrir framan dyr þing-
hússins, sem þingmennirnir ganga senn
daglega út og inn um, ávalt minna þá á
hann og starf hans og gefa þeim fram-
sýni hans, trú, festu og einlægni við
góðan málstað.
“ÖLDUR” AFTUR LEIKNAR
I samkomusal Sambandskirkjunnar
verður leikurinn “Öldur” sýndur næst-
komandi laugardag. Hann var leikinn
aðeins tvö kvöld í febrúar, er hann var
hér fyrst sýndur, en nú hafa óskir borist
leikfélaginu um að sýna leikinn í þriðja
sinni og hefir leikfélagið snúist vel við
því.
Engum, sem leikinn sáu í febrúar,
blandast hugur um það, að hann .er
skemtilegur. Leikurinn er fyrst og
fremst hrífandi ástarleikur, leikinn af
tveimur ungum, skemtilegum og gáfuð-
um stúlkum er snildarlega fara með
verkefni sín, og einum manni, sem mörg-
um finst hlægilegur fyrir það, að vita
ekki hvora stúlkuna honum þykir vænt
um, en sem er auðvitað ekkert hlægilegt
og eins erfitt að leysa úr og írinn sagði,
er var þrígiftur, og spurður var hverja
konuna sína hann hefði elskað mest.
Bíttu, lagsi, í þrjú epli, svaraði Irinn og
segðu mér hvert þeirra er bezt. En fyrir
þá sem þetta er of ungæðislegt, er þá
gamii sjómaðurinn, með hugsjónum sjó-
mannsins fyrir tíma gufuskipanna, er
menn urðu að treysta á eigið vit og mátt
til þess að sleppa úr greipum ægis, er
hann fór í trylling sinn og sem leik
mannsins sýnir í nánara sambandi við
náttúruna en nú á sér stað á okkar véla-
öld. Einnig þeirri persónu er gaman að
kynnast í þessum leik og ekki einungis
hinum eldri heldur hinum yngri jafn-
framt, sem mynd þessari eru hættir að
kynnast, nema ef vera skyldi af bókum.
Þetta verður að likindum í síðasta sinni
sem leikurinn yerður sýndur í Winnipeg.
Þeir sem nokkurs meta það að sjá ís-
lenzkan leik, leik sem að efni til er ágæt-
ur og leikinn svo vel og hispurslaust og
eðlilega, að vér höfum ekki séð leik-
flokkinum takast oft betur up^, þeir
ættu að nota þetta tækifæri, að sjá nú
leikinn í Sambandskirkju salnum næst-
komandi laugardag (3. maí).
Leikflokkur Sambandssafnaðar hefir
haldið uppi íslenzkum leiksýningum á
hverju ári til þessa. Á hann þakkir og
viðurkenningu íslendinga fyrir það skil-
ið. 1 ár stjórnar Árni Sigurðsson leik
hans og eru auðséð snildartök hans í
þessum leik í undirbúningi hans og
æfingu leikenda. Meðferð leiksins er
honum og leikendum til sóma.
FLUGVÉLAR HANDA BRETUM
Bandaríkin senda Bretum nú orðið til
jafnaðar 425 hernaðarflugvélar á mán-
uði. 1 september 1940 var talan 208;
næstkomandi júní-mánuð (1941), er gert
ráð fyrir að senda 800 flugvélar.
Frá byrjun stríðsins og þar til í des-
ember 1940, voru 2,189 flugvélar smíð-
aðar í Bandaríkjunum fyrir Breta. Voru
1,467 af þeim sendar beina leið til Eng-
lands; fyrir Canada voru 562 smíðaðar,
Ástralíu 109, Suður-Afríku 35, Indland
(brezka) 10 og fyrir Hong Kong 6. En
fiugvélar þessar til nýlendanna brezku,
eru nú flestar eða allar notaðar einhvers-
staðar í þágu stríðsins.
í janúar-mánuði 1941 voru 375 flug-
vélar sendar Bretum og í febrúar 425. Til
febrúar loka hafa því Bandaríkin látið
Bretland hafa alls 2,989 flugvélar — í 18
mánuði alls. •
Um 450 af þessum flugförum hafa flog-
ið austur um haf; afgangurinn eða um
2,450 hafa.verið send með skipum; hafa
mjög lítil slys verið því samfara. Með
vorinu, er búist við að senda meginið
af þeim loftleiðina. Það er sagður mesti
fjöldi fulgskipa sem nú bíður þess að
veður stillist og flugfæri batni.
Á fjórum mánuðum, talið frá febrúar,
er áætlun um flugskipasendingarnar
þessi: í marz 500, apríl 600, maí 700,
júní 800.
I síðast liðnum september mánuði,
varð nokkurt hlé á sendingum flugvéla.
Stafaði töfin af því, að Bretar urðu að
gera breytingu á flugförunum eða pönt-
unum sínum. Þegar Hitler hafði lagt
Frakkland, Holland og Belgíu undir sig,
styttist leiðin fyrir honum að fljúga til
Bretlands. Hann gat því komið fleiri
flugförum við nú en áður í árásunum á
London og sem kostaði hann þó ekkert
meira eldsneyti. Bretar þurftu þá á
meiri og sterkari byssum að halda en
áður. Nú komast Þjóðverjar ekki nær
Englandi en þeir eru komnir, svo breyt-
ingar á flugvélunum vegna þess, verða
ekki nauðsynlegar.—(Lausl. þýtt).
CHURCHILL SKÝRIR MÁLIÐ
Yfir síðustu helgi flutti útvarpið langa
ræðu eftir Winston Churchill, forsætis-
ráðherra Breta. 1 ræðunni gerði hann
grein fyrir stríðsmálunum, sem hann er
vanur. Margt var þar vel sagt, en það
sem mönnum þótti vænst um að heyra
skýrt, var stríðið á Grikklandi. Þó von-
laust væri um, að Grikkir gætu varið
landið, jafnvel með þeirri aðstoð, er þeir
gátu frekast fengið frá Bretum, horfðu
Bretar ekki í þátttökuna með þeim,
vegna þess, að þeir höfðu lofað Grikkj-
um aðstoð og þeir skoðuðu heiður brezku
þjóðarinnar undir því kominn, að standa
við loforð sín. Það skoðuðu þeir skyldu
sína, hvað sem hættunni leið og fórn-
færslunni. Sannast þar orð Stephans
G. (um Hergilseyjarbóndann) á Bretum:
í voðanum skyldunni víkja ei úr,
og vera í lífinu sjálfum sér trúr.
Og merkilegt er það, að Brétinn skyldi
vera eina stórþjóðin, er með liðsafla að-
stoðaði þessa litlu þjóð, aðeins um 6
miljónir manna, þó öllu sé til skila hald-
ið, er tvær þjóðir, önnur f jörutíu miljónir
að tölu, en hin 80, ráðast á hana með
einum mesta vopna-útbúnaði sem heim-
urinn hefir séð og djöfullegustu grimd,
sem hægt er að hugsa sér að í hjarta
nokkurs manns búi. Á þessa litlu þjóð
er ráðist saklausa, og af eintómri dráps-
girni, blindaðri af anda yfirdrotnunar og
óbilgirni. En engin önnur stórþjóð skerst
í þennan ójafna leik. Rússinn horfir
þegjandi á þetta. Bandaríkin aumkva
það og senda eitthvað af vopnum, en
meira er ekki fyrir því verið að hafa.
Bretinn hefir reynt að‘ verja hverja
smáþjóðina eftir aðra og lagt mikið í
sölurnar fyrir það. Skyldi hann lengi
enn þurfa þess, áður en augu hinna stór-
þjóðanna opnist fyrir skyldunni, sem
ekki hvílir síður á þeim en honum, og
sláist í leikinn?
GÓÐ SAMKOMA
Laugardagsskóla samkoman í Fyrstu
lútersku kirkju s. 1. laugardag, var ein
hin allra skemtilegasta árssamkoma
skólans. Margt fór þar að vísu fram
með sama sniði og undanfarin ár. Börn-
in lásu upp íslenzk kvæði og sungu á
íslenzku. En tilbreytingin í þetta sinn
var í því fólgin, að þar var leikur sýndur,
er kennararnir höfðu samið. Var hann
um árstíðirnar eða mánuði ársins og
komu börnin fram og sýndu bæði í bún-
ingi og með viðeigandi vísum hvern mán-
uð eða einkunnir hans. 1 júní t. d. kom
fram litil brúður og brúðgumi í brúð-
kaupsskrúða o. s. frv. Desember mintist
jólafagnaðarins og sjálfstæðisdags ls-
lands. Sumir mánuðirnir höfðu margt
að sýna og því þurfti 3 eða 4 til að minna
á þá. Þetta var ný og ágæt skemtun.
Mrs. Hólmfríður Daníelsson stjórnaði
söng barnanna og hefir líklegast átt eigi
minstan þátt í sköpun þessa leiks.
Séra Valdemar J. Eylands stjórnaði
samkomunni, en séra Philip M. Péturs-
son flutti ræðu og hvatti íslenzka for-
eldra til að styðja íslenzku skólann með
ráði og dáð.
Kennarar skólans voru í ár: Mrs. Einar
P. Johnson, Mrs. Hólmfríður Daníelsson,
Mrs. S. E. Sigurðsson og Mrs. F. Magnús-.
son. Ýmsir fleiri hafa og á margan hátt
veitt starfi þessu aðstoð sína. Eiga þeir,
en kennararnir þó sérstaklega, þakkir ís-
lenzks almennings þessa bæjar skilið
fyrir það mikla starf sem þeir hafa af
hendi leyst með kenslunni. Árangur
þeirrar göfugu viðleitni sýndi sig á þess-
ari samkomu. Þarna er innan skólans
barnasöngflokkur, vel æfður, sem færri
hafa vitað um.
Bandarískur maður, A. A. Berle að
nafni, áminti landa sína nýlega um það,
að tímarnir væru nú þeir, að menn ættu
að hugsa um landið sitt, en ekki einungis
og eilíflega um sjálfa sig. Þessarar á-
minningar er víðar þörf en í Bandaríkj-
unum.
* * *
Bergmál er skuggi hljóðs, rödd án
munns, orð án tungu.—Paul Cþatfield.
* * *
Gallinn á því að vera ríkur er sá, að
auðurinn stjórnar svo oft eigandanum í
stað þess að þjóna honum.
* * *
Sólin er auga og sál alheimsins.
—Milton
THORA MATTHIASON
Það er ánægjulegt hvað marg-
ar stjörnur, sem hafa verið
huldar á bak við þokuský ó-
kunnugleikans, eru að koma
fram í heiðríkju blettina á lista-
himni íslenzku þjóðarinnar og
hella gleðigeislum indælla tóna
yfir sálir sælu og sorgarbarna
veraldarinnar, “lyfta sál til
ljóss heimkynna,” eins og ís-
lenzka góðskáldið komst að
orði. Ein af þessum skínandi
stjörnum er íslenzk yngismær
í Los Angeles, Thora Matthia-
son, 23 ára að aldri. Foreldrar
hennar eru Gunnar Matthiason,
Jochumssonar, lárviðarskálds
Islands, og kona hans Guðný
Matthíasson, fædd og uppalin
í Winnipeg. Þau hafa um rúmt
30 ára skeið verið leiðandi fólk
í Seattle-borg; þau eru afbrigða
gott söngfólk.
Ungfrú Matthíasson er á
hraðri braut til frægðar, eins
og gefur að skilja, þar sem hún
er kvistur af slikum stofni.
Frá henni berast yfir útvarp-
ið í Los Angeles á hljóðsveifl-
um listarinnar út yfir víða ver-
öld hin hjartfólgnu ljóð hins ó-
dauðlega afa hennar; og ann-
ara góðskálda íslands, og ann-
ara þjóða ágætis skálda, á
vængjum tónlistar hinna
frægu íslenzku tónskálda, svo
sem Sveinbjörnssonar, Kalda-
lóns, Björgvins Guðmundsson-
ar, Sigurðar Helgasonar og
margra annara, ásamt fræg-
ustu tónskálda annara þjóða.
Máli mínu til sönnunar læt
eg hér með fylgja ummæli
Hans Clemens, Metropolitan
Opera Tenor, og ummæli dag-
blaða i Los Angeles, sem eg bið
þig kæri ritstjóri, að birta í
Heimskringlu ásamt með þess-
um línum. (Sjá meira um söng-
konuna á öðrum stað í blaðinu)
Þorgils Ásmundsson
DANIR í ÞÝZKRI
VINNUMENSKU
(Undanfarið hefir þýzka út-
varpið oft sagt frá dönskum og
norskum verkamönnum, sem
nú leita til Þýzkalands, úr at-
vinnuleysinu heima í alla at-
vinnuna þar. Eftirfarandi frá-
sögn, heimild Amerísk-Skandi-
navisku stofnunarinnar í New
York, segir frá tildrögum þess-
arar vinnumensku og þeim
kjörum, sem verkamennirnir
og danska ríkið eiga við að
búa.)
Danskir atvinnuleysingjar í
þúsundatali eru nú fluttir til
Þýzkalands, til þess að bæta úr
hinum tilfinnanlega verka-
mannaskorti, sem þar er. —
Fréttir af högum þessara
dönsku verkamanna eru litlar
og strjálar, en nokkrum þeirra
hefir tekist að hverfa heim aft-
ur, annaðhvort til fulls, eða í
nokkurra daga leyfi. Eftir því
sem næst verður komist, er
vinnutími þeirra langur, launin
lítil og annar aðbúnaður hinn
versti.
Fæstir hinna dönsku verka-
manna æsktu þess, að fara til
Þýzkalands. En við atvinnu-
leySísskráningarnar, á skrif-
stofum verklýðsfélaganna, er
þeim sagt þetta, samkvæmt
skipun Þjóðverja: “Hvers
vegna farið þið ekki til Þýzka-
lands? Það er nóg um atvinnu
þar.” Og ef ekki er síðan farið
að þessu ráði, er þeim gefið í
skyn, að það sé vissara fyrir þá
að hugsa sig betur um, því að
atvinnuleysisstyrkur þeirra
verði annars feldur niður. —
Framkvæmd þessarar- hótunar
færir skort og sult, og venju-
lega liður ekki á löngu þangað
til þessir menn “sækja” um at-
vinnu í Þýzkalandi.
Hver verkamaður fær að
senda fjölskyldu sinni heima
125 ríkismörk á mánuði, og hér
verður augljóst eitt greinileg-
asta dæmið um blygðunarlausa
féflettingu Þjóðverja á danska
ríkinu. Það sem skeður er
þetta:
Þýlka stjórnin gefur út ávís-
un á danska þjóðbankann í
Kaupmannahöfn, fyrir þessari
upphæð, og ávísunin er síðan
greidd af bankanum og henni
bætt við miljónirnar, sem
Þýzkaland skuldar Dönum á
þeim reikningi. Útkoman verð-
ur sú, að í stað þess að greiða
atvinnuleysingjunum 100 kr.
styrk á mánuði hverjum, heima
greiðir danska ríkið 250 krónur
fyrir það að þegnar þess eru
kvaddir til þess að vinna hjá
óvinunum.
Skömmu áður en Christmas
Möller sagði af sér viðskifta-
málaráðherraembættinu, lét
hann svo ummælt, að Þjóðverj-
ar hefðu aukið skuld sína við
danska þjóðbankann um kr.
800,000,000, fyrstu fjóra mán-
uðina eftir hernámið; hann
bætti því við, að sitt álit væri,
að mestar. likur væru til þess
að Danir sæu aldrei einn eyri
af þessari upphæð aftur.
Þýzka rit- og fréttaskoðunin
nær til allra dagblaða, útvarps
og stjórnarskrifstofa; til skrif-
stofa skipafélaganna og allra
stærri verzlunarfyrirtækja. —
Hver smáfrétt er grandskoðuð
áður en henni er slept. Dönsku
blöðin og útvarpið fá aðeins að
birta þýzkar fréttir, sem segja
stöðugar sigurfréttir af Þjóð-
verjum. En Danir hafa komið
á leynifréttaþjónustu, og fylgj-
ast því allvel með því sem er
að gerast, þrátt fyrir allar ráð-
stafanir Þjóðverja.
Þótt að Danir hati og fyrir-
líti Þjóðverja, er hatrið þó enn-
þá meira á þeim “útvöldu”
Dönum, sem hafa látið hafa sig
til þjónustu við hinn þýzka
málstað, og vinna nú að því að
koma Danmörku undir skipu-
lag nazismans að öllu leyti.
Eftir þessum mönnum verður
munað, þegar tími endurreisn-
arinnar kemur, og nazisminn er
að velli lagður.—Dagur 13. feb.
HITT OG ÞETTA
Það kostar ekkert að vera
kurteis, segir máltækið. En
það er nú stundum en ekki alt-
af sem það er rétt. Hvernig
var ekki árið 1745, er enskur
og franskur her stóðu and-
spænis hvor öðrum viðbúnir að
berjast. Englendingar buðu
Frökkum að skjóta fyrst. En
hinir hæversku Frakkar af-
þökkuðu boðið og buðu Eng-
lendingum að byrja. Og það
gerðu þeir — með þeim á-
rangri, að 50 franskir herfor-
ingjar og 760 hermenn féllu í
fyrstu skothríðinni.
* * #
Það er staðreynd að negrar
eru hjátrúarfullir. Fáir eru þó
víst eins slæmir og Jim Web-
ster í bænum Winston-Salem í
U. S. A. Síðustu 40 árin hefir
hann ávalt haft silfurpening
upp í sér, til þess að halda illum
öndum í hæfilegri fjarlægð. Á
þenna hátt hefir hann sogið
upp til agnar 3 peninga.'
* * *
Það var Mexicomaðurinn
Villo Gaezo, sem setti met í því
að halda niðri í sér andanum.
Hann sat fyrir framan “dóm-
nefndina” í 14 mínútur og 2
sekúndur, án þess að anda.