Heimskringla - 30.04.1941, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.04.1941, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. APRÍL 1941 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA “ÖLDXJR” Leikrit í þrem þáttum. J Frumsamið af séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Leikið í Sambandskirkjunni í Winnipeg, undir umsjón Leikfélags Sambandssafn- aðar, 31. marz og 1. apríl 1941. Þetta er annað leikritið, sem séra Jakob Jónsson hefir samið og leikið er eftir hann hér vest- an hafs. Það er augljóst að honum hefir tekist mikið betur með þetta síðara leikrit sitt, bæði hvað skipulagning og samtali viðkemur. Þó er það galli nokkur, að fyrsti þátturinn er látinn fara fram inni í sjóbúð Ásmundar gamla. Það virðist’ vera of tilkomulítið og óhríf- andi. — Var það mikil bót til batnaðar, að svo skildi vera hagað til með sýningu fyrsta þáttarins, að hún gerist fyrir utan kofann, með fagurri sýn út á sjóinn og f jöll í fjarska. Það er mikið færst í fang, að semja leikrit um sjómannalífið og fangbrögð sjómannanna við gamla Ægi í hamförum sínum. í viðskiftum þeirra gerast oft svo stórfeldir og jafnvel yfir- náttúrlegir viðburðir, sem eng- in orð ná að lýsa. Jafnvel sjón vor, sem er sögu ríkari, nær ekki nema broti af ytri þátt leiksins, þar sem vér erum á- horfendur að baráttunni milli hinna hamstola dætra Ægis, og mannanna á bátnum, sem þær hossa eins og fjöðurstaf á brjóstum sínum, tilbúnar að soga hann í djúpið ef nokkurt ósamræmi, hræðsla eða mistök eiga sér stað, hjá þeim, sem í bátnum eru og um stjórnar-| völinn halda. — Og smá-leikrit um svo stórvægilegt efni, getur aldrei gefið nema óljósa hug-1 mynd um hvað er að gerast íi þeim ójafna hildarleik, sem háður er þar milli lífs og dauða. En þrátt fyrir, þó augað sjái ekki, og andi manns verði að skapa sér að miklu leiti þær ógnir og skelfingar, sem sjó- maðurinn á við að etja í fang- brögðunum við dætur Ránar, þá má segja að séra Jakob hafi með leikriti þessu, tekist vel að semja þennan þátt úr sjó- manna lífinu. Yfirleitt er leikritið vel sam- ið. Það er alvöruþrungið, sem við á um svona efni. Samtalið eðlilegt og víða hnittið og hríf- andi og tekur áheyrendur svo sterkum tökum strax í byrjun, að þeir verða að hlusta og fylgjast vel með öllu, sem þar fer fram. Allir, sem séð hafa leikinn, ljúka á hann lofsorði miklu, og það að verðleikum, og sumir ganga svo langt, að segja að hann sé einn með þeim allra bestu, sem hér hafa verið sýnd- ir, og er þá mikið sagt, því margar góðar leiksýningar hafa farið hér fram, er skipaðar hafa verið ágætum leikurum. Við lestur leikritsins, varð mér það ljóst, að efni það, sem hér var tekið til meðferðar, krafðist sérstaklega góðra leik- hæfileika, ef vel ætti að fara. Og satt að segja var eg von- daufur með að mögulegt væri að fá hér nokkra unga stúlku, er borið gæti uppi hlutverk Erlu hjúkrunarkonunnar, dótt- ur sýslumannsins, og hlutverk Helgu, fósturdóttur Ásmundar og Hildar konu hans, því hlut- verk þeirra er bæði stórbrotið og vandasamt. Báðar þessar stúlkur unna sama manninum, Val Arason kandidat í lögfræði. Og hlutverk þeirra er að ber- ast á lagspjótum ástar og hat- urs gegnum allan leikinn. — Skiftast á kaldhæðni, storkun- aryrðum, alvöruþunga og blíð- um og stríðum ástríðu ofsa í hlátri og gráti, svo að segja á sömu mínútunni. Það eru aðeins ágætir leik- arar, sem fallið geta inn í slík hlutverk, sem þessi, og þeim tekst það oft misjafnlega þó æfðir séu. Um hinar persónurnar í leiknum, Val Arason, Ásmund, sjógarpinn mikla og Hildi konu hans, var eg ekki í hinum minstu vandræðum með að skipa í huganum. Eg vissi um persónur, sem falla mundu í þeirra hlutverk, þó all erfið og vandleikin séu. En það er hvorki tími né tækifæri fyrir mig að fara um leik þenna mörgum orðum, né dvelja lengi við einstök atriði hans. Eg vil því aðeins geta þess, að eg man ekki til að eg hafi séð jafn vel leikið í nokkr- um leik hér vestan hafs meðal íslendinga, sem þessum. Ótti minn um að ekki mundi vera hægt að fá ungar stúlkur til að leika hin vandasömu hlutverk þeirra Erlu og Helgu, reyndist með öllu þarflaus, eins og komið hefir í Ijós, eftir þeim ágætu og almennu um- mælum fólks um leikinn, sem hefir séð hann. Sigurbjörg Sigurbjörnsson lék Erlu, hjúkrunarkonuna, — Og svo meistaralega vel lék hún öll skapbrigði og kenjar, ást og stjórnlausar tilfinningar eftirlætis barns, sem átt hefir því að venjast, að aít, sem hún fer fram á óskar og krefst, nái fram að ganga, — að það gat engum sem ekki þekti til, — komið til hugar annað en að þarna væri æfð leikkona í einu af sínum beztu hlutverk- um. Og sannfærður er eg um að þeir, sem eiga eftir að sjá hana í þessu hultverki, eiga erfitt með að trúa því, að þetta sé aðeins í annað skiftið, sem hún kemur fram á leiksviði í mismunandi gerfi, og sýnir það best hversu næmum og góðum leikhæfileikum hún á yfir að ráða. Kristrún Johnson, sem lék Helgu, fósturdóttur hjónanna, lék einnig mjög umfangsmikið og erfitt hlutverk, sem hún leysti með afbrigðum vel af hendi, bæði með svipmyndum, látbragði og hreyfingum, sem hún stilti í hóf og hafði fult vald yfir. Og aðdáanlegt var hve vel hún bar fram íslenzka málið. Hafsteinn Jónasson lék Val Arason, skólapiltinn, kandidat- inn, léttúðarfullan og flögrandi. Hann er elskhuginn, sem vald- ur er að hinu óslökkvandi hatri milli Erlu og Helgu, og örsök í því, að sonur hjónanna — Grímur — sem leikinn er af Haraldi Vestdal, er nær því druknaður fyrir að reka erindi fyrir Val út í smyglara skip. Þá er það, sem sjógarpurinn og hetjan hann Ásmundur gamli lætur til sín taka, og leggur út á sjóinn ásamt Val til að leita að Grímsa syni sínum, sem er einn á smábát úti á firðinum í ofsa roki og hamslausum sjó- gangi. Þarna er áhrifaríkt augablik, fyrir þá sem þekkja eitthvað til sjómanna lífsins þegar þeir eru að ræna hinar viltu dætur Ránar herfangi sínu, og teflt er um líf eða dauða fyrir þá alla. En meðan þessu fer fram úti á firðinum, halda stúlkurnar áfram að veg- ast í orðum í fiskimanns kofan- um og kenna hvor annari um ófarnirar. Jafnvel á þessari ör- lagaríku stund lífs eða dauða, geta þær ekki sefað hatrið. Og Hildur (Elin Hall) hin marg- reynda hægláta og góða kona Ásmundar á fult í fangi með að halda þeim í skefjum og koma þeim í skilning um að þessar haturs hugsanir þeirra og orða- senna geti flýtt fyrir druknun ástvina þeirra, sem verjast greipum dauðans úti á freyð- andi firðinum. Elin Hall, Hafsteinn Jónas- son og Ragnar Stefánsson, eru okkur öllum að góðu kunn fyrir listfengi sína og leikhæfileika í hvaða hlutverki, sem þau koma fram á leiksviði. En Sig- urbjörgu og Kristrúnu sem þarna koma fram í annað sinn á leiksviði, og gera hinum erf- iðu hlutverkum sínum þau skil, sem þær gera, eru vissulega ó- venjulega góðum leikhæfileik- um gæddar. Þeir, sem ekki hafa enn séð þenna áhrifaríka og spennandi leik, ættu ekki að setja sig úr færi er hann verður leikinn hér þann 3. maí mánaðar. Þökk sé leikfélaginu og öll- um þeim, sem lagt hafa fram hugvit og krafta sína til að semja, æfa og sýna þenna leik. Davíð Björnsson LAUSAVÍSUR Eftir J. S. frá Kaldbak Ferskeytlan Ferskeytlan sinn fána bar fljót í andans brýnum. Aldrei meira mannvit var mælt í fjórum línum. Roosevelt Roosevelt fæðir hálfan heim. Hitlerisman bannar. Atlantshafsins öldugeim örmum löngum spannar. Vopna bæði og vistagnægð vítt um hafið streymir; það er Bretum hugár hægð. Hitler illa dreymir. Fyrra stríðið Fólki gaf hið fyrra stríð frelsisroða trúna. En hún sveik hinn auma lýð. Ætli það skáni núna? Seinna striðið Eggjum beitir orsök huld. Eitur býr í falnum. Grett á svipinn gamla Skuld glottir yfir valnum. Tveir prestar dóu í sama mund sinn á hvorri skoðun Þó um hársbreidd himneska hér í lífi keptu, sigldu í dauða samskipa sama dóminn hreptu. Vissa Þegar hylli heims er mist hugans dýpkar saga, þá fer guð og gæfan fyrst götu þína að laga. Hvöt Haltu áfram Oddsson minn alt þó bresti í sundur. Þér er gefinn þrótturinn. Þú ert rithöfundur. Lýðrœðið Lýðræðis er veldi valt veður uppi Prússinn. Þó er held eg hundrað falt hættulegri Rússinn. Hœgt er að sitja lött Gott er að vera gengis án —gerast drykkur sætur— það er hart að þýðast lán þegar einhver grætur. "Lítilrœði" Stórt þarf til að byggja brú bólginn yfir græði. Enginn tími fræga frú fyrir lítilræði. Ávinningur Sögulausir sátum við. Saga er nú á ferðum Islands sóma leggur lið. Lifi Björn í Gerðum! Vinur Vinur oft með bros á brá bölvun margri olli, læddist burt er lá þér á líkt og vín úr kolli. Háð Háðið eins og hnífur sker. Háði undan blæðir. Háð í nauðum hatað er. Háðið aldrei græðir. Veraldarsagan Heimsins sögu Kristur klauf — kenningarnar dofna — Hitler alla eiða rauf, á hún nú að klofna? Lítilmennið Af því þú varst eðlissmár ertu að reyna að sýnast. Þó muntu eftir örfá ár algerlega týnast. Kosningar Auðvaldsfangið eins og fyr arma ‘mjúka hefur. Enginn vakir, enginn spyr, í þeim fólkið sefur. "Boom" Stríðs er “boom” í bygðum hér býsna saddur maginn. Allsleysið á eftir fer eins og fyrri daginn. Salóme Sætið misti Salóme, sízt það verður gróði. Auðvald veður upp í hné elg úr manna blóði. Umskifti Þeir sem aldrei arðinn fá eiga senn að hækka. Þeir sem lifa öðrum á allir munu lækka. TIL MISS MARÍU MARKAN Eins og fyrirsögn þessara er- inda benda til, komu þau mér í hug, þegar eg hlustaði á söng Miss Maríu Markan yfir útvarp- ið frá Vancouver, B. C., þá hún söng íslenzku kvæðin, sem eg kunni frá bernsku heima; fanst mér sem eg bærist á vængjum hugans heim til æskustöðv- anna í Breiðafirði (er fæddur í Ólafsvík á Breiðafirði). Fyrir tilmæli vissra vina minna í G. T. félaginu, gerði eg þau heyrum kunn á sumar- málasamkomu stúk. “Skuld”. Mér finst sem eg horfi yfir the Euterpe Opera Reading Club and in Rigoletto at the Del Mar Club, Santa Monica. She has sung with the Ellis Club, with the Los Angeles Woman’s Symphony Orchestra and for the Crown Prince of Norway at the University of Southern California reception. Thora Matthiason has al- ready attained a perfection of technic and accuracy of tone not often heard in older colora- tures, and it is predicted by all who hear this young artist that she will go far in the field of opera, concert and radio. Press Comment Los Angeles Times (Isabel Morse Jones): “Thora Matthia- son, a surprise coloratura from Iceland .. . was a complete suc- cess. Her clear and beautiful voice is breath-taking in its loveliness. She looked like a flower of spring, fair, willowy- slim and unaffected. Her quiet poise and assurance quite evi- dently based on adequate pre- paration reminded one of Flag- stad. Some day she will ap- pear in grand opera, increase her dramatic intensity and be a box office attraction. Miss Matthiason began with the testing aria from Rossini’s ‘Barber of Seville’ and passed the examination with flying colors. She took the flights calmly and the audience gave her a real ovation when she finished. ‘Solveg’s Song, had a personal message and the ‘Air du Rossignol’ by Saint-Saens proved ability to perform the most difficult vocal feats with- Þarfnastu fjár? PRIVAT LÁN ER SVARIÐ. Þér getið samið um lán við félag vort sé fyrirtæki yðar nokkurs vert, greitt það til baka mánaðarlega. Vextir eru lægri hjá oss en nokkrum öðrum í Win- nipeg, þar sem við höfum starfað í 20 ár. Komið, simið eða skrifið oss. Commercial Securities CORP. LTD. C. H. McFadyen, stjórnandi 362 Main St. Sími 93 444 out sacrificing the musical values. ‘The Last Rose of Summer’ was sung impeccably.” Sendið bækur ykkar í band til Davíðs Björnssonar. Alls- konar tegundir af efni. Vand- að verk en ódýrt. Greið og á- byggileg viðskifti. Margar góð- ar íslenzkar bækur til sölu og enskar bækur eftir íslenzka höfunda. Bókalisti sendur til allra sem vilja. — Stórt Lend- ing Library, spennandi sögur. — Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið voacccccccccccccccccccccccc INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU f CANADA: hafið og heyri þess öldu rót, sem líti eg land fyrir stafni, og leggi það undir fót, og fagni mér útvörður íslands, að eilífu töfrandi svás, sem ber þar með höfuð og herðar, við himinn, Snæfells ás. Sem hugfanginn virðist eg hlusta, á heiliandi radda klið, frá syngjandi svönum á heiði og svellandi fossa nið; þá verð eg sem vakinn af draumi, svo voldugt er guða mál, og hrífandi í tárfegurð tóna sem túlka hér íslands sál. Þín svanfagra söngrödd oss heillar, . þér sjálfri, er hún vöggu gjöf, og svífandi á bláhvelsins bárum hún berst yfir lönd og höf. Oss gleður, þinn heiður, þitt gengi, þín gæfa, er oss hjartans mál. Á blómstráðum listanna braut- um, sé bjart yfir þinni sál. Hjörtur Brandson THORA MATTHIASON By Hans Clemens Thora Matthiason, young twenty-three year old colora- tura, comes from a distinguish- ed line of musicians and poets of Iceland. Her grandfather was Poet Laureate of Iceland and was knighted by the King of Danmark. She received her first musical training from her singer father. Having come recently to Los Angeles to live she is now coaching with Hans Clemens, Metropolitan opera tenor. In a very short time, Miss Matthiason has received re- markable recognition from both the public and the press. She has had term contracts with the National Broadcasting Company and the Columbia Broadcasting System. She was soloist in Lakme at Amaranth.............. Antler, Sask.......... Ámes.................. Árborg................ Baldur................ Beckville............. Belmont............... Bredenbury............ Brown................. Churchbridge---------- Cypress River......... Dafoe_________________- Ebor Station, Man..... Elfros---------------- Blriksdale............ Fishing Lake, Sask.... Foam Lake............. Gimli................. Geysir................ Glenboro.............. Hayland................ Hecla................. Hnausa................ Húsavík............... Innisfail.............. Kandahar.............. Keewatin.............. Langruth.............. Leslie................ Lundar................ Markerville........... Mozart................ Narrows_______________ Oak Point_____________ Oakview_______________ Otto.................. Piney................. Red Deer______________ Reykjavík............. Riverton.............. Selkirk, Man..—....... Silver Bay, Man....... Sinclair, Man......... Steep Rock............ Stony Hill............ Tantallon............. Thornhill............. Víöir................. Vancouver............. Winnipegosis.......... Winnipeg Beach........ Wynyard............... .............. J. B. Halldórsson ..............Jí. J. Abrahamson ..............Sumarliði J. Kárdal ................G. O. Einarsson ...............Sigtr. Sigvaldason ................Björn Þórðarson ................. G. J. Oleson ............*....H. O. Loptsson ..............Thorst. J. Gíslason _________________ H. O. Loptsson ................Guðm. Sveinsson ..................S. S. Anderson ...............K. J. Abrahamson --------------J. H. Goodmundson .................ólafur Hallsson ----v............Rósm. Árnason ................H. G. Sigurðsson ..................K. Kjernested ................Tím. Böðvarsson ....................G. J. Oleson ...............Slg. B. Helgason .............Jóhann K. Johnson ................Gestur S. Vídal .................John Kernested ...............Ófeigur Sigurðsson -------------------S. S. Anderson ................Sigm. Björnsson ................Böðvar Jónsson ...............Th. Guðmundsson ........T...........D. J. Lfndal ............. Ófeigur Sigurðsson .................S. S. Anderson ...................S. Sigfússon ................Mrs. L. S. Taylor ...................S. Sigfússon ...................Björn Hördal ..................S. S. Anderson ..............Ófeigur Sigurðssoa ...............Björn Hjörleifsson ..Mrs. David Johnson, 216 Queen St. .................Hallur Hallson ..............K. J. Abrahamson ....................Fred Snædal ....................Bjöm Hördal ...................O. G. Ólafsson ...............Thorst. J. Gíslason .................Aug. Einarsson ...............Mrs. Anna Harvey .......................S. Oliver ..................John Keraested ------------------S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Bantry................................E. J. Breiðfjörö Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash..................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co_______________ Grafton..............................Mrs. E. Eaatmam Ivanhoe...........................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.... Milton....................................S. Goodman Minneota..........................Miss C. V. Dalmazua Mountain............................Th. Thorfinnsson National Cfty, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St Point Roberts........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Mlddal, 6723—21at Ave. N. W. Upham----------------------------------E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.