Heimskringla - 30.04.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.04.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects «( CANADA BREAD “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. • LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 30. APRIL 1941 NÚMER 31. 4 4 HELZTU FRETTIR * * Landsreikningarnir Hon. J. L. Usley, fjármálaráð- herra sambandsstjórnarinnar, lagði landsreikningana fram í þinginu í Ottawa í gær. Á ár- inu liðna, sem lauk 31. marz 1941, námu tekjurnar $871,- 571,000. Eru það tvefalt meiri tekjur en nokkru sinni áður. En betur má ef duga skal. Tekjuhallinn á árinu nam eigi að síður $395,056,000. Á árinu 1941 til 1942, eru út- gjöld öll metin, bæði stjórnar- kostnaður og herkostnaður, $1,768,000,000. Áætlaðar tekjur $1,150,000,000. Tekjuhalla er því búist við er nemi $618,000,- 000. Með skuld sem Canada á- byrgist fyrir Breta fyrir vörur keyptar hér, og sem ekki eru líklegar til að verða greiddar í tíma að fullu, getur tekjuhall- inn orðið alt að $1,500,000,000 á þessu nýbyrjaða fjárhagsári. En til þess að jafna reikning- inn að nokkru er gert ráð fyrir nýjum sköttum á árinu, er nemi alls um $300,000,000. Eins fyrir því, er lán álitið nauðsynlegt er nemur $1,000,- 000,000. Nýju skattarnir eru aðallega fólgnir í þessu: Stríðsskatturinn (National Defence) hækkaður úr 3% í 7% og úr 2% í 5; byrjar 1. júlí 1941. Tekjuskattur hækkaður um 15% á fyrstu $1,000 og eykst um 5% á hverju þúsundi eftir það. Á gasolíu verður 3 centa skattur lagður á hvern mæli. Á bílum er kosta alt að $700 hækkar skatturinn úr 20% í 25%. Á víni er skatthækkun. Á sykur 2c á pundi. Á aðgöngumiðum á hreyfi- myndahúsum er 20% skatt- hækkun. I ýmsu fleiru eru skattarnir fólgnir. Svo er tollur hækkað- ur á einum 20 vörutegundum. Fylkisstjórnir Canada eru beðnar að leggja niður tekju- skatt og corporation skatt. Skuld Canada var 31. marz 1941 $4,744,057,000. Arðbært er um ein biljón af því fé ($1,077,741,000). Hrein skuld verður því $3,665,316,000. Vélarnar unnu sigur Hinn víðkunni enski fregn- riti Cummings, skrifar um stríðið á Grikklandi sem hér fer á eftir: “Bretar og Grikkir töpuðu stríðinu á Grikklandi, aðallega vegna þess, að þeir voru illa útbúnir að flugliði, skriðdrek- um og byssum til eyðileggingar skriðdrekum. Með nokkur hundruð fleiri flugvélar, og skriðdreka, hefði Þjóðverjum tafist að taka Aþenu, ef þeir hefðu nokkru sinni gert það. Upphaflega var áformið fyrir Bretum, að gera sér víglínu þar sem kostur var á að hún væri sem styzt, og það var suður í miðju landi, við fjallið ólymp- us. Grikkir áttu að draga sig smátt og smátt til baka úr Al- baníu meðan Júgóslavar héldu í við Þjóðverja. En Júgóslavar hrukku snemma fyrir nazist- um, sem vonlegt var, sama sem vopnlausir á móti véladeildum Þjóðverja. Vegna þess urðu Grikkir að hraða sér út úr Al- baníu meira en ella, enda þótt þeir hefðu mjög lítið af stærri vélum. Þeir voru auk þess ekki nema lítill hópur manna á móti því liði sem nazistar og Italir sendu þangað. En það sýndi sig í stríðinu á Grikklandi, að her Breta og Grikkja var hraustari en her óvinanna. Að jafnri tölu liðsmanna og véla, hefðu Þjóðverjar farið halloka. Þjóðverjar hafa nú tekið Grikkland, eins og Noreg, Hol- land og Belgíu. Munurinn er þó sá, að mannfall þeirra á Grikklandi var óheyrilegt. Lofther Þjóðverja virtist alls staðar. Það er óhætt að segja, að það voru mörg flugskip um hvert eitt brezkt. Eins var með landherinn og skriðdrekana. Hreysti og hugprýði ein vinn- ur ekki á móti vélunum. En þegar Bretar hafa jafnstóran flugher Þjóðverjum og hálf miljón hermannanna er búinn út með skriðdrekum, þá mun ekki Hitler þurfa að hafa fyrir að sækja á í stríðinu. Það er gott til þess að vita, að Bretar hafa nú manninn starf- andi að eftirliti með skriðdreka og flugvélasmíði, sem hæfastur er allra manna til þess, Sir Clive Liddell. Flugvélar Breta á Grikklandi voru svo fáar að undrun sætir. Þær voru þess utan sumar æði gamlar. Samt unnu þær ótrú- lega sigra.” Menn úr flugskólum Canada koma til Englands í byrjun þessarar viku komu 1000 hermenn frá Canada til Bretlands. Þeir voru úr flug- skólum Canada og af ýmsum þjóðum. Flestir munu hafa verið frá Canada, Ástraliu og Nýja-Sjálandi. Segir John Bird, ritstjóri Winnipeg Tribune, sem nú er á Englandi, að liðinu hafi mjög verið fagnað. Fréttin um komu þess hafði góð áhrif á hugi manna, eftir fréttirnar frá Grikklandi. Starf Canada í þágu stríðsins, er þarna að koma raungæfilega í ljós. Þörf fleiri manna í her Canada þykir nú þörf fleiri manna. Lýsti Mr. Ralston því nýlega yfir, að þeir, sem nú yrðu kallaðir til fjögra mánaða heræfinga, mundu verða áfram í landvarnarher Cana'da. “Við höfðum lítinn vopna útbúnað til að byrja með,” sagði hermálaráðherr- ann. “Áherzlan var því þá lögð á framleiðslu þeirra. Nú höfum vér útbúnað fyrir fleiri menn en áður.” Til orða er sagt að einnig hafi komið, að kalla þær 75,000 manna, sem eins mánaðar her- æfingar tók á síðast liðnu hausti í herinn. Fóður úr viði Þýzkaland, Noregur, Svíþjóð og Finnland, eru að vinna sam- an að því, að búa til skepnufóð- ur úr viði eða trjám í stórum stíl. Fregn þessi er höfð eftir akuryrkjumáladeild stjórnar- innar í Washington. Færa sér sigurinn í nyt Þjóðverjum sézt ekki yfir það, að færa sér sigurinn á Grikklandi í nyt. Nota þeir hann nú sem mest þeir geta til að koma Franco til að leyfa sér að sækja á Gibraltar með her frá Spáni og til þess að fá Tyrki til að gera sér þann greiða, að lofa her að fara yfir land þeirra suður til Egyptalands. Með slíkri sókn úr tveimur áttum á Egyptaland (því Gib- raltar á að taka í hvellinum), séu Bretar tapaðir. Ennfrem- ur telja þeir Ástralíu vera að skilja við Bretland fyrir að senda lið þeirra til Grikklands. Enn sem komið er, virðist ekk- ert af þessu hafa áhrif á Spán- verja eða Tyrki. Tyrkir í hættu Blöð í Tyrklandi könnuðust í fyrsta skifti við það um síð- ustu helgi, að Tyrklandi staf- aði mikil hætta af Þjóðverjum. Frá grísku eyjunum sunnan við Dardanellasundin, væru þeir líklegir til að færa sig til eyja nær átrönd Tyrklands og þaðan til meginlandsins austan sund- anna. Lindbergh fer úr stöðunni Charles Lindbergh skrifaði 'Roosevelt forseta bréf s. 1. mánudag, og sagði í því stöðu þeirri lausri, er hann hefir haft hjá stjórninni. Hann var vara- ráðunautur (reserve officer) í flugher Bandaríkjanna. Roosevelt líkti Lindbergh og hans líkum við þá menn í bæði frelsis- og borgarastríðinu, er altaf stöðugust á friði vegna þess, að ósigur væri vís. Þeir héldu fram að Bretum væri ekki til neins að berjast, vegna þess, að þeir töpuðu. Roose- velt hafði þessi orð við fregn- rita. Lindbergh lét sér þau að kenningu verða. FREGNSAFN Roosevelt forseti lýsti því yfir s. 1. mánudag, að gull eða inneignir Grikkja í Bandaríkj- unum væru fastsettar í því skyni, að Þjóðverjar nytu þeirra ekki. * # * Churchill sagði meðal annars í ræðu sinni s. 1. sunnudag: Hitler er ósigurinn vís. Það eru ekki fullar 70 miljónir húnskra ókinda til. Sumir þeirra eru læknandi, en aðrir munu bana- skál sína drekka. Margir þeirra eru bundnir við að bæla niður óeirðir meðal Austurrík- ismanna, Tékka og Pólverja. I Bretaveldi og Bandaríkjunum eru um 200 miljón manna enskra. Þeir eru drotnar á haf- inu, hvernig sem Hitler lætur og verða það bráðlega í loftinu. Stál-framleiðsla þeirra í heim- inum er meiri en allra annara þjóða til samans. Þetta lúbarða grey, Musso- lini, sem ítölsku þjóðina seldi í þrældóm til þess að húðin yrði ekki af sjálfum honum fleginn, hann kemur nú spertur við hliðina á þýzka tígrisdýrinu og geltir, ekki einungis til að þóknast Hitler — það væri skiljanlegt, heldur jafnframt sem sigurvegari!” # # # í fréttunum í gær var frá því sagt að meginið af her Breta og Grikkja væri kominn út úr Grikklandi. Sá hluti hans, sem síðustu vörninni hélt uppi, er þó sagður tapaður og ómögu- legt undankomu. # # * Þrautirnar og hugarkvölin, sem sumir verða að líða vegna Hitlers, sýndi sig t. d. í Ung- verjalandi. Þegar Paul Teleki, greifi og forsætiráðherra var skipað að bera vopn á ná- granna þjóð sína, Júgóslavana; þverneitaði hann því. Hann kvaðst hafa gert friðar- og hlutleysissamning við þessa þjóð. Að ganga á bak orða sinna og svíkja nágrannaþjóð sína gerði hann hvorki fyrir Hitler né aðra. Og hann efndi það. Þegar ógnanir nazista hörðnuðu, fyrirfór hann sér heldur en að hlýða skipunum þeirra. Þetta skeði 7. apríl, um það leyti, er Hitler hóf árásina á Júgóslavíu. # # # Japanir segja að Bandaríkin eigi ekki fótmál út í stríðið. Ákvörðun þeirra um að annast flutninga um allan vestur- helming Atlantshafsins, hafi gert út um þetta. Á Kyrrahaf- inu gefa Japanir í skyn, að þeir muni líta eftir þeim eða stöðva ganginn þó út í stríð fari! # # * Ein fréttin frá Grikklandi er sú, að af Þjóðverjum hafi fallið um 70,000 menn og 200,000 særst. # # # Hitler er sagt að hafi boðið Trykjum Þrakíu í Grikklandi fyrir að láta sig hafa stjórn Dardanella sundanna og Bos- porus. # # # Hitler tók Aþenu, höfuðborg Grikklands s. 1. sunnudag. # # * James Roosevelt, sonur Roosevelt forseta og um skeið einkaritari föður síns, en nú kapteinn í flota Bandaríkjanna, kvað vera á leið til Cairo á Egyptalandi. * # * J. M. Keynes, einn af fremstu hagfræðingum Breta, kvað vera á leið til Washington til þess að tala um leigu-lánið við Bandaríkjastjórnina. Úrslit Manitoba kosninganna Kosningunum í Manitoba er fóru fram 22. apríl, lauk með stór sigri fyrir samvinnustjórn- ina, sem mynduð var í fylkinu á s. 1. hausti. Af 55 þingsætum alls hlaut stjórnin 50. And- stæðingar eru aðeins 5 á þingi. 1 kosningunum skeði auðvit- að margt, sem menn áttu ekki von á; eitt af því var eflaust það, að John Queen borgar- stjóri í Winnipeg tapaði. Hefir þingstyrkur C. C. F. flokksins minkað úr 7 í 3. Social Crediit sinnar voru áður 5; eru nú 3. Eftir kosningarnar 1936, voru liberalar og prógressívar 23; nú eru þeir 27. íhaldsmenn eru jafnmargir og áður. Allir ráðgjafar samvinnu- stjórnarinnar náðu kosningu, sex af þeim meira að segja gagnsóknarlaust. Tíu eða tólf þingmannaefni töpuðu veðfé sínu. Að öðru leyti skal vísað til nafna-skrár þingmannanna, er hér fer á eftir. Er kjördæmis þeirra §etið, meiri hluta at- kvæða, og ef endurkosnir eru. Ennfremur úr hvaða flokki þeir eru: Lib.-Prog. kosnir—27 Arthur—J. R. Pitt (accl); unchanged. Birtle—F. C. Bell, 189 maj.; unchanged. Carillon — Ed. Prefontaine, 813 maj.; unchanged. Cypress—J. L. Christie, 499 maj.; unchanged. Dauphin — Hon. R. Hawkins (accl.); unchanged. Dufferin — Dr. J. A. Munn (accl.); unchanged. Ethelbert — N. Hryhorczuk, 407 maj.; gain from Social Cr. Fairford—Hon. S. S. Garson, 490 maj.; unchanged. Gladstone—Hon. W. Morton (accl.); unchanged. Glenwood — J. W. Breakey (accl.); unchanged. Lakeside—Hon. D. L. Camp- bell (accl.); unchanged. Lansdowne — M. R. Suther- land (accl.); unchanged. LaVerendrye—Hon. S. Mar- coux, 217 maj.; unchanged. Mountain — Hon. Ivan Schultz (accl.); unchanged. Russell—W. W. W. Wilson, .22 maj.; unchanged. St. Clement—N. J. Strýck, 620 maj.; gain from C.C.F. St. George—S. Sigfússon, 552 maj.; gain from Social Credit. The Pas—Hon. John Brack- en (accl.); unchanged. Virden — R. H. Mooney (accl.); unchanged. Winnipeg — Hon. J. S. Mc- Diarmid elected, first count; unchanged. Winnipeg—C. Rhodes Smith Winnipeg—Paul Bardal. Fisher—N. V. Bachinsky, 43 maj.; unchanged. Rupert’s Land—D. R. Hamil- ton 312 maj. Springfield—E. F. Shannon, 26 maj.; unchanged. St. Boniface—A. L. Clark, 701 maj,; gain from C.C.F. Ste. Rose—D. McCarthy, 194 maj.; unchanged. Conservatívar kosnir—15 Beautiful Plains—Dr. J. S. Poole (accl.); unchanged. Brandon— George Dinsdale, 372 maj.; unchanged. Deloraine—Hon. Errick Wil- lis (accl.); unchanged. Kildonan-St. Andrews—Hon. J. McLenghen, 1,554 maj.; unch. Killarney—J. G. Laughlin, 595 maj.; unchanged. Manitou — H. B. Morrison (accl.); unchanged. Minnedosa—Dr. E. J. Rut- ledge, 1,009 maj.; unchanged. Norfolk—John Lawrie, 41 maj.; unchanged. Portage la Prairie—W. R. Sexsmith (accl.); unchanged. Swan River—G. P. Renouf, 1,816 maj.; unchanged. Turtle Mountain—Hon. A. R. Welch (accl.); unchanged. Winnipeg—G. S. Thorvald- son. Morden-Rhineland — W. C. Miller, unchanged. C.C.F. kosnir—3 Gimli — Joseph Wawrykow, 411 maj.; unchanged. Winnipeg—Hon. S. J. Farmer Winnipeg—M. A. Gray Social Credit samvinnu- menn kosnir—3 Hamiota—Hon. N. L. Turn- bull, 421 maj.; unchanged. Roblin—S. E. Rogers (accl.); unchanged. Gilbert Plains—Dr. S. W. Fox 601 maj.; unchanged. óháðir samvinnum. kosnir—4 Emerson—John R. Solomon, 416 maj.; gain from Lib.-Prog. Morris — J. C. Dryden, 391 maj.; gain from Lib.-Prog. Iberville—A. R. Boivan, 723 maj.; gain from Lib.-Prog. Rockwood—Dr. M. T. Lewis 96 maj.; unchanged. Á móti samvinnu kosnir—5 Assiniboia—D. A. Best, Cons. 257 maj.; gain from C.C.F. Winnipeg—L. St. G. Stubbs, elected on first count; unch. Winnipeg—Gen. H. D. B. Ketchen, Cons. Winnipeg—William Kardash, Workers’ committee. Winnipeg—Steve Krawchuk, Tndenendent. Nýju íslenzku þing- mennirnir í Manitoba G. S. Thorvaldson lögfræðingur var sá fimti í röð- inni af 10 þingmönnum er kosn- ir voru sem fulltrúar Winnipeg- borgar í síðustu fylkis-kosning- um. Hann stundar lögfræði í félagi með Árna Eggertssyni yngra K. C., í Winnipeg. Hann er sonur Sveins Thorvaldsonar, M.B.E., við Riverton í Mani- toba. Paul Bardal var sá sjöundi í röðinni er kosn- ingu hlaut sem fulltrúi Winni- pegborgar á fylkisþinginu. — Hann hefir um mörg ár verið bæjarráðsmaður og vara-borg- arstjóri í Winnipeg. Hann er sonur Páls Bardals bróður Halldórs heitins og Arinbjarn- ar Bardals og þeirra systkina. Hann starfar með föðurbróður sínum A. S. Bardal er um út- farir annast. Skúli Sigfússon er fulltrúi St. George-kjördæm- is. Hann hefir áður verið þing- maður þessa sama kjördæmis, selur búnaðaráhöld og er gild- ur bóndi í grend við Lundar. Margir hafa enn þá trú, að fiskur sé fæða fyrir heilann, að skaðlegt sé að færa úrvísira aftur á bak, og að rottur yfir- gefi jafnan skip, áður en það fer í ferð er það á að farast í. # # # Skál til konunnar: Fyrir gift- inguna var hún drotning. Eftir giftinguna — borgari.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.