Heimskringla - 30.04.1941, Síða 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. APRÍL 1941
SUMARKOMAN
Rœða flutt í Sambandskirkju
27. april af séra Philip
M. Péturssyni.
Eg hefi valið texta minn í
kvöld úr Davíðs sálmunum, þar
sem ritað stendur:
“Hann gerði tunglið til þess
að ákvarða tíðirnar, sólin veit
hvar hún á að ganga til viðar.
. . . Hversu mörg eru verk þín
drottinn, þú gerðir þau öll með
speki, jörðin er full af því, er þú
hefir skapað.” (104: 19, 24).
Eg var þegar búinn að velja
mér efni fyrir þetta tækifæri,
hér í kvöld, sem eg nefndi
“Frelsi til að trúa.” En þá varð
eg þess var, að eftir íslenzku
tímatali, værum við að
byrja sumarið, og að þessi dag-
ur í dag, væri fyrsti sunnudag-
ur sumars. Mér fanst eg geta
ómögulega látið þennan dag
líða hjá, án þess að minnaát
hans, eða að minsta kosti, að
láta það, sem eg ræddi við
þetta tækifæri, vera í samræmi
við daginn og árstíðina.
Vér vitum að sumarið, í allri
blómlegri fegurð þess, er ekki
meira en rétt að byrja.
En samt, er vér lítum í kring
um oss, getum vér ekki annað
en orðið þess vör, að jörðin og
öll náttúran er full af því, sem
Guð hefir skapað, full af vakn-
andi fegurð, og bjartri von um
frjósamar tíðir, sem sumarið
veitir, er það færist yfir oss!
Náttúran er full af dásemdum,
og fyllingum lögmáls guðs, sem
hann hefir fyrir sett, og sem
veitir mönnum alskonar gæði,
er þeir læra að hagnýta sér
það lögmál og alt, sem það
hefir í för með sér. Þegar
mennirnir læra að hagnýta sér
þetta mikla náttúrulögmál, þá
fyllist líf þeirra einnig af als-
konar fegurð og fullkomleika,
M* I nJ>. ínl/t
nákvæmlega eins og heimurinn
umhverfis þá.
En er mennirnir snúa sér frá
lögmáli guðs, þegar þeir
gleyma því, eða loka augunum
fyrir því, eða gefa því lítinn
eða engan gaum, eða kannast
ekki við það, þá fyllist líf þeirra
af alskonar tegundum hins illa
og ófagra og ófullkomna.
Og er vér lítum út yfir heim-
inn þennan fyrsta sunnudag á
þessu sumri, verðum vér þess
átakanlega vör að heimurinn
er fullur af þessu hvorttveggja.
Jörðin er full af því, sem guð
hefir skapað, fegurð og von um
frjósamar og hagstæðar tíðir.
Og jörðin er einnig full af því,
sem mennirnir hafa skapað,
bæði því, sem þeir hafa skapað
í samræmi við lögmál guðs, og
sem er gagnstætt því, og þess
vegna ófagurt, ófullkomið og
ljótt á að líta.
En þó ætla eg, eða vil eg, við
þetta tækifæri, ræða aðallega
um það, sem guð hefir skapað,
en gleyma eða snúa mér frá,
miklu af því, sem mennirnir
hafa skapað. Og er eg geri
það, eða geri tilraun til að gera
það, vil eg endurtaka að
nokkru leiti hugsun sem eg lét
einu sinni í ljósi við sumardags
fyrsta samkomu. Sagt er í
textanum, að Guð hafi skapað
tunglið til að ákvarða tíðirnar,
og að sólin viti hvar hún á að
ganga til viðar.
Sköpunarverkið, undir stjórn
náttúruiögmálanna sem sett
voru, er sköpunarverkið hófst,
fylgir vissum reglum og vissu
fyrirkomulagi. Þannig kemur
vorið, og þar næst sumarið, á
sínum tíma. Alt lifnar og grær
og klæðir jörðina nýjum
skrúða! Ný fegurð og nýtt líf
breiðist yfir alt, og hylur það
sem áður sýndist vera dautt.
Þannig, á hverju vori, og á
hverju sumri, og í raun og veru,
árið um kring, sannast það,
em ritað var fyrir mörgum öld-
um, og lýst var sem sáttmála
guðs við jörðina og alt, sem i
henni býr, “Meðan jörðin stend-
ur, skal ekki linna sáning og
uppskera, frost og hiti, sumar
og vetur, dagur og nótt.” —
(1, Móseb. 8:22).
Einnig er sagt, að guð hafi
gefið sýnilegt tákn, eða merki,
til þess að hvorki hann né
mannkynið gleymdi nokkurn
tíma sáttmálanum, sem hann
PRICES SLASHED!
Kveðjuorð frá Jósep til Þórunnar
Þitt líf var svo fagurt og hjartað svo hlýtt
Á heiðríkum vordegi liljan mín unga.
í laufsölum æsku þú blundaðir blítt
Og brosið þitt skein yfir mannlifsins drunga
Eg átti þann draum sem þú ein hefir þýtt
Og anda minn vakti þín hljómfagra tunga.
Eg kveð þig nú hljóður í síðasta sinn
Og sorgskuggar leggja á bliknaða dalinn,
^ En yonleysið hylur nú vordrauminn minn.
1 vornætur frostinu, er liljan mín kalin
Samt finst mér sem ástin og armurinn þinn
Sé enn um mig vafinn, og þar er eg falinn.
Mér sýnist þú, ástin mín halda í hönd
Á höfundi lífsins á vormorgni blíðum,
Og engiarnir beri þér blys út um lönd
Og brosin þin lifi í himninum víðum.
Svo finst mér við eigum á eilífðar strönd ✓
Útsýni fagurt og bjómskraut í hliðum.
G. O. Einarsson
gerði um að menn ættu, frá
þeim degi, að fá að njóta alls,
sem náttúran hefir að bjóða,
og að þeir mættu fá að búa í
öruggleika og fullnaðar trausti
undir vernd hans, og lögum
hans. Ritað er: “Og guð sagði:
Þetta er merki sáttmálans, sem
eg geri milli mín og yðar og
allra lifandi skepna, sem hjá'
yður eru, um allar ókomnar
aldir: Boga minn set eg í skýin,
að hann sé merki sáttmálans
milli mín og jarðarinnar. Og
þegar eg dreg ský saman yfir
jörðunni og boginn sést í skýj-
unum, þá mun eg minnast sátt-
mála míns, sem er milli mín
og yðar og allra lifandi sálna
í öllu holdi, og aldrei framar
skal vatnið verða að flóði, til að
tortíma öllu holdi, og boginn
skal standa í skýjunum og eg
mun horfa á hann, til þess að
minnast hins eilífa sáttmála
milli guðs og allra lifandi sálna
í öllu holdi, sem er á jörðunni.”
Menn urðu þess varir mjög
snemma, í sögu þeirra, sem
skynjandi verur, að alt í heim-
inum, var stjómað af vissum
föstum lögum. Og meðal ann-
ars notuðu þeir sögur eins og
þessa í tilraun þeirra til a£S gera
grein fyrir þeim, fyrir reglunni
í heiminum, fyrir árstíðunum,
sáningu og uppskeru, frosti og
hita, ljósi og myrkri, lífi og
dauða. Þeir dáðust að þessari
reglu í heiminum, og vörpuðu
þakkarbænum til guðs í undr-
un og lotningu. Og það gerum
vér enn, og segjumst vilja að
líf vort, alt sem vér gerum eða
hugsum eða segjum, geti verið
í samræmi við hinn ytra heim
náttúrunnar. En hvernig er
lífi mannanna og þjóðanna
hagað? Eins og eg gat um, um
daginn, við páskadags guðs-
þjónustu vora, eins og vér sjá-
um öll, sýnist alt það, sem er
undir stjórn mannanna, oft
fylgja engri reglu eða lögmáli,
og heiminum, sem þeir stjórna
er sí og æ steypt í myrkur,
þegar minst varir, og alt þeirra
verk lendir í stjórnleysu! Þeir
hlutir, sem þeir hafa á sinu
valdi sýnast vera á ringulreið,
og það, sem þeir þóttust einu
sinni ráða, sýnist sjálft oft taka
völdin af mönnunum og stjórna
þeim í stað þess að þeir stjórni
því.
En í þessu, eins og í öllu sem
þeir gera, ef að þeir hafa augu
til að sjá og eyru til að heyra,
geta þeir lært af náttúrunni,
því þar gengur alt í röð og
reglu eftir þeim lögmálum, sem
sett hafa verið og ef að menn-
irnir gerðu tilraun til að fylgja
hinum sönnu lögmálum, og að
hagnýta sér þau, og það, sem
þau kenna, gæti líf þeirra, og
líf þjóðanna í heiminum, verið
eitthvað alt annað, háleitara
og fegurra, en það nú er orðið.
Eða eins og sagt er í sálminum
góðkunna eftir Valdimar Briem
sem bendir svo skýrt á þetta ó-
samræmi:
Sjá, himinljósin hverja nátt
sinn halda veg í friði og sátt
og brosa blítt í hæðum;
ef saman gengi svo á jörð
ATKVÆÐAGREIÐSLAN í GIMLI KJÖRDÆMI
$50,000
Stock Reduction
SALE
USED CARS
Better Looking
Better Prices
Better Conditioned
Better Terms
Better Trade-ln Allowances
$595
$645
$765
$795
1940 Dodge De Luxe (PQ7C
Sedan ..... ■ ö
1938 Ford
Sedan ....
1937 Buick
Sedan ...
1938 Buick
Sedan ....
1940 Chevrolet
Coach .........
1938 Hudson
Sedan .........
1937 Nash-Lafayette ^^0g
1938 Nash-Lafayette $695
1937 Oldsmobile
Sedan .........
1938 Oldsmobile
Sedan .........
$695
$595
$695
Over 100 Quality Cars to Choose From
Western Canada Motors Ltd.
Used Car Showroom — In Our Building
Corner Edmonton and Graham Ph. 86 336
USED CAR DEPOT
No. 1
Cor. Edmonton
and Graham
Phone 21 438
USED CAR DEPOT
No. 2
Cor. LANGSIDE
andPORTAGE
(North Star Station)
Phone 33 658
USED CAR DEPOT
No. 3
215 MAIN ST.
SOUTH
Phone 94 896
iOPEN EVERY EVENING EXCEPT SUNDAYi
íslendingum mun fróðlegt þykja, að sjá hvernig at-
kvæði voru greidd þingmanna-efnunum í Gimli-kjördæmi
á hverjum kjörstað út af fyrir sig (að 5 afskektum kjörstöð-
um undanskildum) í nýafstöðnum kosningum. Samkvæmt-
því er meirihluti Joseph Wawrykow 411 atkvæði. Hann
sótti undir merkjum C. C. F. flokksins og heitir samvinnu-
stjórninni stuðningi eins og gagnsækjandi hans, S. V.
Sigurðson, er liberal-progressive flokksmerkið bar. Mr.
Wawrykow náði fyrst kosningu 1936, hlaut þá 1800 at-
kvæði, en gagnsækjendur hans Thor Lifman 1539 og Ásta
Oddson 1066. James Grant, óháður og á móti samvinnu-
stjórn, tapaði tryggingarfé sínu. Hér birtist skýrslan:
1—Foley - Sigurdson Lib.-Prog. 10 Wawrykow C.C.F. 107 Grant Ind. (Opp.) 0
2—Husavick 88 88 2
3—Gmli 388 457 5
4—Fraserwood 63 314 5
6—Meleb 35 185 3
8—Camp Morton — 50 48 1
9—Arnes 85 34 1
10—Rembrandt 8 81 0
12—Arborg .. 273 131 5
13—Geysir 122 42 0
14—Hnausa 117 39 3
15—Riverton 397 36 2
16—Ledwyn 37 124 0
18—Vidir 92 33 0
19—Sylvan 17 49 - 0
20—Hecla 144 3 2
22—Shorncliffe 4 137 0
23—Park School 20 118 0
24—Hayek 18 98 0
25—Hamerlik 9 82 0
26—Morwena 8 60 0
27—Silver 19 89 1
28—Jaraslaw 14 74 0
2018 2429 30
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton”
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboósmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
í sátt og friði drottins hjörð,
vér hvíld í hjarta næðum.
Það er meðal annars vegna
þessa ósamræmis á milli nátt-
úrunnar lögmálanna og mann-
lífsins og vegna þráarinnar að
geta komist í samræmi við lög-
mál heimsins að menn fagna
komu vorsins, og sannleikan-
um, sem það kennir! Hvar sem
íslendingar eru, og halda upp á
þennan dag, sem er íslenzkur
hátíðadagur í insta eðfi sínu,
geta þeir ekki annað en gert
þennan samanburð og birt hug-
leiðingar af ýmsu tagi, sem
benda allar á eitt, þ. e. a. s. á
nauðsynina fyrir fullkomnara,
kærleiksríkara og guðdómlegra
líf hjá öllum mönnum, hverjir
sem þeir eru, og hvar sem þeir
eru.
Þannig, fyrir nokkrum árum,
á íslandi, er hann íhugaði komu
sumarsins, sagði maður einn:
“Aftur er vor yfir landi, og rís
hátt veldi ljóss og lifs! Sumar-
öflin sigra í ríki náttúrunnar.”
En þá spyr hann, er hann snýr
sér að ríki mannanna, og íhug-
ar það, sem þar gerist, og hann
hefir sérstaklega í huga, líf
þjóðar sinnar, það er, íslands,
en orðin eiga samt við allar
þjóðir alstaðar, og alla menn,
(hann spyr): “Mun svo einnig
í lífi þjóðar vorrar? Verður
þeim stökt burt af sumarsól
vetrarskuggunum, er dregið
hefir saman yfir höfði hennar?
Hvernig munum vér bregðast
við nýjum verkefnum og nýj-
um tækifærum, sem nú gefast
oss?”
Að svo spurðu, bendir hann
á ýmislegt, sem vér, sem þegn-
ar þessarar þjóðar megum vel
og gaumgæfilega íhuga engu
síður en Islendingar á ættjörð-
inni og ef til vill miklu fremur.
Og vil eg því leyfa mér að hafa
eftir honum nokkuð af því sem
hann sagði:
“Það er auðvelt að benda á
margt, sem öfugt er og aflaga
fer,” sagði hann, “en harðir
dómar hrökkva skamt til þess
að bægja frá þjóðarvoða. Sá,
sem vill vinna gegn honum,
verður fyrst og fremst að
stinga hendinni í eigin barm og
heyja þar stríð við heiðnina,
sem er undirrót allra vorra
meina, eigingirni, öfund og hat-
ur. Án þess getur hann alls
ekkert gert þjóð sinni til bjarg-
ar. Oss skortir kristindóm, lif-
andi trú á guð og kærleiksanda
hver til annars. Þann beiska
sannleika þurfum vér að sjá og
skilja, og snúa oss þangað, sem
hjálpina er að fá. Hvert blóm,
hver geislastafur, hver vængur,
sem vermir egg í hreiðri, hvert
bros í barnsauga visar oss veg-
inn! Kærleiksmáttur er að
baki tliverunni og hann einn
getur orðið þjóð vorri “hulinn
verndarkraftur.” Innilegt sam-
félag vort við hann, og þann,
sem hann sendi, . . . er bjarg-
ráðið fyrir oss hvert um sig, og
þjóð vora í heild sinni .... það
er ekki nóg eins og spámaður-
inn sagði, að “kveina í rekkjum
sinum,” heldur verður að
“hrópa til guðs af hjarta,” hans
veruleikans mikla og eina, og
láta hverja hugsun og handtak
verða þögla bæn um heill fóst-
urjarðar vorrar. Þá unir þjóðin
ekki lengur því ástandi, sem
verið hefir. Þá mun endurtak-
ast í lífi hennar saga týnda
sonarins, sem mælti: “Eg ferst
hér í hungri. Eg vil taka mig
upp og fara heim til föður
míns.” Þá munu sumaröflin
sigra.”
Mér fanst þessi kafli vera svo
vel viðeigandi, og benda svo vel
og nákvæmlega á sannleika,
sem vér verðum að viðurkenna,
að mér fanst eg mega til að
taka hann allan eins og hann
lá fyrir. Sumaráhrifin og tákn
nýs lífs og nýs anda, sem um-
kringja oss, geta ekki annað en
vákið í hjörtum vorum, hugs-
unina sem felst í orðum týnda
sonarins, og löngunina til að
snúa aftur til þeirrar breytni
og þeirrar framkomu, sem eru
í meira samræmi við lögmál
guðs, sem gefur öllum líf og
anda og alla hluti, til að full-
komnast og endurnýjast eins
og náttúran umhverfis oss er
nú að fullkomnast og endur-
nýjast. Eg veit að sumir halda
að það sé fjarstæða að vera að
tala svona, á tímum eins og
þeim sem vér lifum á. En þá
er það einnig f jarstæða að vera
kristinn! Kenningar kristin-
dómsins bíða ekki hagstæðra
tíða! Þær eiga við á öllum
stundum, og þess vegna eins
vel við nú og nokkurntíma.
Jörðin er full af dásemdum
guðs. En á þeim sviðum sem
mennirnir ráða yfir er alt ann-
að en dásemdir og fegurð. En
samt, eins og sézt af kaflanum
sem eg las, og eins og sést af
sálmunum sem vér höfum
sungið hér í kvöld, og eins og
sézt af mörgum öðrum fögrum
hugsunum og verkum, sem
birst hafa, vita menn betur og
vilja betur en þeir oft gera. Þeir
eru ófullkomnir eins og Páll
postulí forðum og finna oft til
ófullkomlegleika sinn eins og
hann gerði, þegar hann hrópaði
“það sem eg vil, geri eg ekki, en
það sem eg vil ekki, það geri
eg!”
Sannleikurinn er sá, eins og
Sir Herbert Samuel hafði eftir
vísindamanninum mikla, Ein-
stein, á fundi brezka heim-
spekifélagsins, fyrir nokkrum
árum, að “vandræða ástand
heimsins stafaði aðallega frá
þeirri staðreynd, að hinar vís-
indalegu framfarir hefðu verið
miklu örari en hin siðgæðislega
þróun. Þegar hinar siðgæðis-
legu framfarir næðu hinum
vísindalegu, þá mundum vér
fá betri tíma.”
En þó að hinar siðgæðislegu
framfarir séu langt á eftir hin-
um vísindalegu framförum, þá
hafa menn í sér sæði þess í and-
legum skilnngi, sem mun að
lokum leiða þá til siðgæðislegr-
ar fullkomnunar. Og þá mun-
um vép geta sagt að hafi vorað
í sálum þeirra og að sumar
hins fullkomna siðgæðislífs sé
í nánd í heiminum með allri
sinni fegurð og fullkomnun.
Nú er andlegur vetur í heimi,
en samt sjást tákn þess, um-
hverfis oss, í mörgu sem vér
sjáum í mannssálunum, að sæði
hins nýja og fullkomna gróðurs
bíði aðeins hlýju sólarinnar til
þess að það nái þroska og full-
um blóma. Þess vegna megum
vér flýta fyrir þeim gróðri, í
sálum vorum og í sálum allra