Heimskringla - 18.06.1941, Page 1
'l” ■ .11 ■■ " —**'
s
I The Modern Housewife Knows
| Quality That is Why She Selects
l“CANADA
BREAD”
! “The Quality Goes in
S Before the Name Goes On”
IWedding Cakes Made to Order
. PHONE 33 604
ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread”
The Finest Loaf in Canada
j Rich as Butter—Sweet as a Nut
! Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
Phone 33 604
-----------------.-—4
LV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. JÚNI 1941
NÚMER 38
Fyrsta Únítarakirkja íslendinga reist 1904
við Sherbrook og Sargent strœti.
Prestar Sambandssafnaðar í Winnipeg
FYRSTI ÚNÍTARA PRESTUR
Björn Pétursson
Hér birtist mynd af mannin-
um, sem stofnaði (Fyrsta) Úní-
tarasöfnuð Islendinga í Winni-
peg. Það var 1. febrúar 1891.
Björn var prestur safnaöarins
og því hinn fyrsti Únítara-
prestur, og fyrsti prestur
kirkjustofnunarinnar um leið,
sem nýlega hélt 50 ára afmæli
sitt. Skal vísað til þess er seg-
ir um hann í ræðu séra Guðm.
Árnasonar i þessu blaði. Hann
þjónaði Únítarasöfnuðinum frá
1891—1893.
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI
ÚNÍTARAFÉLAGSINS
Dr. Rögnvaldur Pétursson
Fáir prestar hafa skilið eftir
sig gleggri spor í þarfir starf-
semi Únítara, en dr. Rögnvald-
ur Pétursson. Með honum má
heita að starfið sé skipulagt og
nái svo mikilli festu, að grund-
völlur þess er ólíklegt að hagg-
ist. Hann var prestur Winni-
peg-safnaðar nokkuð af árinu
1900—1901, árin 1903—1909 og
frá 1915—1922.
Hann var útbreiðslustjóri
Únítarafél. meðal íslenzku
kirknanna frá 1912—1928 og
kirkjufélagsins 1935—1940. —
Hann var og einn af stofnend-
um Heimis og ritstjóri um
mörg ár.
FYRSTI FORSETI KIRKJU-
FÉLAGS ÚNÍTARA
Séra Magnús J. Skaptason
Það var 16. júní 1901, að hið
Únítariska kirkjufélag Vestur-
íslendinga var stofnað. Fyrsti
forseti þess var séra Magnús J.
Skaptason. Félagið var stofn-
að á Gimli. Séra Magnús var
prestur Únitarasafnaðarins í
Winnipeg frá 1894—1899. Sjá
ræðu séra G. Árnasonar í þessu
blaði.
Séra Jóhann P. Sólmundsson
Hann var prestur Únítara-
safnaðarins í Winnipeg frá
1902—1903. Eftir það prestur
á Gimli til 1910.
Séra Jakob Jónsson
Hann þjónaði Sambandssöfn-
FORSETI 50 ÁRA MINNING-
AR-HÁTÍÐARINNAR
Bergþór Emil Johnson
Bergþór Emil Johnson stýrði
50 ára minningarhátíð Sam-
bandssafnaðar. Hann er og
hefir verið nokkur ár forseti
Sambandssafnaðar, er formað-
|ur leikfélagsins og vakandi og
'áhugasamur um alt stárf safn-
j aðarins. Minningarhátíðinni
stýrði hann með þeim ágætum
er frekast verður ákosið. —
Stuðlaði sú stjórn hans ekki lít-
ið að því, hve vel minningarhá-
tíðin fór úr hendi og verður í
sögu safnaðarins ógleymanleg-
ur viðburður.
uði frá því í nóv. 1934 til apríl-
mánaðar 1935. Árin sem hann
var hér vestra, þjónaði hann
Quill Laks söfnuði í Wynyard.
Hann hélt til íslands 1940 og er
nú prestur í Reykjavík.
Séra Benjamin Kristjónsson
Séra Benjamín tók við prest-
starfi hjá Sambandssöfnuði í
Winnipeg árið 1928. Hafði hann
það á hendi í 4 ár, en þá fór
hann aftur til Islands. Er hann
nú þar þjóðkirkjuprestur. Að
ritsnild og gáfum, á séra Benja-
mín óvíða sína líka.
KIRKJUFÉLAGS FORSETI
1923 — 1933
Séra Ragnar E. Kvaran
Séra Ragnar var prestur
FYRSTI ÍSLENZKI RÁÐ-
HERRANN í SAMBANDS-1
STJóRN
Fyrsta Sambandskirkja í Winnipeg. Hún var reist 1921
ó Banning strœti, skamt fró Sargent.
Hon. J. T. Thotson, K.C., M.P.
Minningarhátíðin í Sambandskirkjunni
Sú frétt barst rétt eftir að
blaðið var komið í pressuna s.
1. viku, að Joseph T. Thorson,
þingmaður Selkirk-kjördæmis,
hefði verið skipaður ráðherra í
Kingstjórninni. Stjórnardeild-
in er ný og lýtur að umsjá
stríðsstarfa (War Services), og
var yfirmaður hennar áður Mr.
Gardiner, landbúnaðar ráð-
herra. Heimskringla óskar
hinum nýja íslenzka ráðherra
til lukku með heiðurinn, sem
honum og um leið þjóð hans
hefir hlotnast með vali hans í
þessa stöðu.
Sambandskirkjunnar frá því
árið 1922—1928. Hann var og
forseti Sameinaða Kirkjufé-
lagsins frá 1923—1933. Frá ár-
inu 1928—1933 var séra Ragnar
utbreiðslustjóri Únítarafélags-
ins. Hans verður lengi minst
hér af vinum hans, enda voru
áhrif hans í kirkjustarfinu
mjög mikil.
NÚVERANDIPRESTUR
SAMBANDSSAFNAÐAR
Séra Philip M. Pétursson
Við preststarfi hjá Sam-
bandssöfnuði tók séra Philip
M. Pétursson árð 1935. Var
hann þá nýkominn heiman af
íslandi, en þar var hann við
íslenzku-nám vetrarlangt eða
eitt ár. Þjónaði hann hér
enskum söfnuði áður, en tók
þá aftur við honum ásamt ís-
lenzka söfnuðnum; hefir hann
því þjónaði tveimur söfnuðum,
sem ekki væri öllum hent, því
samfara því er óheyrilega mik-
ið starf. En séra Philip er enn
ungur, fullur af lífi og fjöri og
tekur verk sitt ekki neinum
vetlingatökum. Hann nýtur
sakir ágætra hæfileika og
einkar ljúfs viðmóts, álits og
vináttu bæði safnaða sinna og
allra er honum kynnast. Hann
mun fyrsti hérfæddi íslend-
ingurinn, sem íslenzkt prest-
starf hefir með höndum.
Sunnudagurinn 15. júní var
bjartur og dýrðlegur. Sólin
skein í heiði frá morgni til
kvölds. Birtan umhverfis þig,
hvanngrænka grassins og ungu
glóandi blómkollarnir, alt þetta
minti á sól og sumar. Það
duldist heldur ekki að sól og
sumar bjó í hugum þeirra, er
fyltu Sambandskirkjuna ’þenn-
an dag, á fimtíu ára minning-
arhátíð Sambandssafnaðar. —
Það sem fyrst blasti við sjón-
um, er inn í kirkjuna kom,
voru blómin fögru er kirkjan
var skreytt veggja milli, fyrir
framan söngpall og ræðustól.
Út frá þeim hvarflaði hugur
gestanna til liðins tíma, til
minningaheimsins, sem svo
bjartur og töfrandi getur ver-
ið, hvað sem á dagana hefir
drifið, til áranna, er starf það
var hafið, sem í þessari kirkju
er haldið áfram. En upp af
þessum hugsunum yöktu nú
brátt tónar orgelsins hátíðar-
gesti. Minningar hátíðin var
byrjuð.
Þessi 50 ára minningarat-
höfn hófst með guðsþjónustu
kl. 2 e. h. Tóku þrír prestar
þátt í henni: séra Eyjólfur J.
Melan, séra Philip M. Péturs-
son og séra Guðm. Árnason
(hér taldir í þeirri röð er þeir
KIRKJUFÉLAGS FORSETI
Séra Guðm. Árnason
Séra Guðmundur Árnason
flutti ræðu á minningarhátíð
Sambandssafnaðar og heilla-
óskir frá hinu Sameinaða
Kirkjufélagi Islendinga í Vest-
urheimi, er hann hefir veitt
forstöðu síðan 1934, og frá söfn-
uðum hans á Lundar, Oak
Point, auk annara við Mani-
toba-vatn, er hann hefir þjón-
að síðan 1928. Hann var prest-
ur Sambandssafnaðarins í Win-
nipeg frá 1909—1915; hafði á
þeim árum ritstjórn Heimis
með höndum. Séra Guðmund-
ur er einn af fremstu bók-
mentamönnum vor Vestur-ls-
lendinga. Ræða hans er birt
á ritstjórnarsíðu þessa blaðs.
fluttu ræður sínar). Eru ræð-
urnar birtar á ritstjórnar síðu
þessa blaðs. En sálmar voru
þessir sungnir: “Ó sýng þínum
drotni, Guðs helgur andi helg-
ar oss, enskur sálmur: O Light
From Age to Age the Same, og
síðast: Faðir andanna. Auk
þessa voru sungnir lofsöngvar:
Einsöngur, The Lord’s Prayer,
sunginn af ungfrú Lóu Davíð-
son, en kórinn söng tvö lög:
Lofsöng, eftir H. R. Shelley og
Lofi,ð guð í helgidómi hans,
eftir Gunnar Wennerberg. Mr.
Pétur Magnús stjórnaði söngn-
um, en Gunnar Erlendsson spil-
aði á orgelið.
Guðsþjónustu-athöfn þessi
má segja, að verið hafi í senn
sérlega vel viðeigandi við þetta
tækifæri og áhrifamikil, minn-
ingarík og ógleymanleg.
Við guðsþjónustuna voru les-
in heillaóskaskeyti frá Islandi,
þau hin sömu, er birt eru í
þessu blaði.
•
Að kvöldi eða kl. 7 þessa
sunnudags, hófst samkoma í
kirkjunni. Mátti heita hús-
fyllir. Fóru þá fyrst fram ræð-
ur og söngur uppi í kirkjunni,
er stóð yfir alt að því tvær
klukkustundir. Samkomunni
stjórnaði Bergþór Emil John-
son, forseti Sambandssafnaðar.
Var fyrst sungið: Ó guð vors
lands. Eftir gott forsetaávarp,
sem birt er í þessu blaði skemtu
með ræðuhöldum og söng þeir
er hér skal greina: Friðrik
Sveinsson, með ræðu um starf
Menningarfélags safnaðarins í
Winnipeg; mintist hann og að
nokkru stofnunar safnaðarins
1. feb. 1891 og fyrstu presta
safnaðarins, Björns Pétursson-
ar og séra Magnúsar Skapta-
sonar. Var hann einn af stofn-
endum Únítarasafnaðarins og
sagði frá því einu er hann hafði
sjálfur heyrt og séð. Er í riti,
sem söfnuðurinn hefir gefið út
getið 6 annara af stofnendum
á lífi. Eru þeir Magnús Péturs-
son, bóksali; Árni Þórðarson,
Gimli; Mrs. Anna Gíslason,
Mrs. Margrét Benediktsson,
Mrs. Jóhanna Merril og Sigfús
Benediktsson. Að ræðu Frið-
riks Sveinssonar var gerður
hinn bezti rómur. Annar ræðu-
maður þetta kvöld var Dr. M.
B. Halldórson. Umræðuefni
hans var “Menningarfélagið í
Norður Dakota”, er hann kvað
sögu frjálstrúarhreyfingarinn-
ar vera mjög tengt, ef þar
væri ekki um upphaf hennar
að ræða. Mrs. A. N. Sommer-
ville hélt ræðu um Ungmenna-
félagið; áheyrilegt og vel flutt
jerindi. Gísli prentari Jónsson
flutti erindi um útgáfustarf
safnaðarins, sem aðallega var
fólgið í prentun tímaritsins
Frh. á 5. bls.