Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. OKT. 1941 FERÐ MÍN TIL SASKAT- CHEWAN OG ALBERTA Eftir Jónas Pálsson Framh. m. Elfros er lítill bær, en þar býr stór maður. Þar býr hið þjóðkunna skáld og rithöfund- ur Jóhann Magnús Bjarnason. Lengi hafði mig langað til að mæta þeim manni, en nú rann upp sú langþráða stund. Að vísu hafði eg lesið flest, ef ekki öll hans ritverk, sem á prent hafa komið, og sum oft, en ekk- ert er eins líkt manninum, eins og maðurinn sjálfur. Ef eg segði um J. M. B. það sem mér býr í brjósti, myndi eg særa til- finningar hans, en það vildi eg ógjarnan gera. J. M. B. er sá eini maður, sem eg hefi nokkurntíma kynst, sem er illa við að heyra gott um sjálfan sig. En þar sem enginn virðist vita af neinu illu um manninn, hlýtur umsögn mín að verða stutt. Eitt mætti eg þó máske segja, sem mér er ekki vitanlegt að hafi verið áð- ur um hahn sagt, og það er að hann sé stórauðkýfingur, og að mínu áliti ríkasti núlifandi Vestur-lslendingur. En er hægt að færa nokkra sönnun fyrir þessu, eða er þetta aðeins heimskulegur framsláttur? Eg held að sönnunin sé við hendina. J. M. B. er stórkostlegum hæfileikum gæddur, og þessa miklu hæfileika hefir hann ver- ið að þroska alla sína æfi, með lærdómi og lestri. Sömuleiðis á hann hreina og fagra sál og göfugt hjarta. Þetta er hans auður, og sá auður er óað- skiljanlegur frá manninum sjálfum. Hann er maðurinn og maðurinn er hann. Grunur minn er sá, að auð- æfi J. M. B. muni standa í blóma lífsins, löngu eftir að auðæfi samtíðarmanna hans, sem liggja fyrir utan mennina sjálfa, eru fyrir löngu gleymd, nema að því leiti, sem þau hafa úrkynjað og afmannað afkom- endurna í þriðja og fjórða lið. Mrs. Bjarnason er mikilhæf kona. Hún er kjarnmikil, hjartagóð og skörungur hinn mesti. Mann sinn skilur hún og metur, og aðstoðar hann i hvívetna. Stundunum, sem eg dvaldi hjá þessum stórmerku hjónum gelymi eg aldrei. Á meðan eg dvaldi i Elfros heimsótti eg Mrs. Jóhönnu Johnson pianókennara, hana þekti eg vel, því hún var ein af mínum uppáhalds nemend- um til margra ára í Winnipeg. Jóhanna er bráðgáfuð kona, og prýðilega hæf í sinni list, en því miður hefir hún orðið að striða við heilsuleysi til margra ára, en þann kross ber hún sem hetja. Nokkrar milur suður af El- fros býr borgfirskur bóndi: Sigurður Sigurðsson frá Stóra- kroppi í Reykholtsdal, og fór eg auðvitað að heimsækja hann, og sé eg ekkreftir þeirri ferð. Sigurður fluttist vestur þegar hann var 12 ára gamall. Eg þekti hann og fólk hans vel, og að öllu góðu. Eg man vel eftir því, að það var til þess tekið hvað fallegur drengur Sigurður var, og eg er ekki frá því, að sumar blóma- rósirnar hafi verið farnar að skotra til hans hýru auga, þó hann væri aðeins 12 ára gam- all. Við Sigurður þutum, í anda, til allra bæja í Reyk- holtsdal og Hálsasveit, og undraði mig stórum hve minn- ugur hann var á alla hluti heima. Eg hafði hina mestu ánægju af að heimsækja þessi hjón, þau voru svo einlæglega alúðleg og skemtileg. Kona Sigurðar er systir konu Péturs Andersonar kornkaupmanns í Winnipeg. Sigurður keyrði mig til C. P. R. stöðvarinnar í El- fros. Næst fór eg til Wynyard, þar þekti eg aðeins einn mann, og fór eg að heimsækja hann, en hann bauð mér ekki inn. En eg veit að hann gerði þetta af einskærri góðvild við mig, til þess að tefja mig ekki, svo eg gæti komist sem fyrst til þeirra, sem eg ekki þekti. Séra H. E. Johnson var búinn að út- vega mér verustað, þegar eg kom til Wynyard, og var þar ekki í kot visað. Það var hjá hjónunm Mr. og Mrs. Sigurður Johnson. Mr. Johnson er korn- hlöðu eftirlitmaður þar í bæ. Engum þurfti að leiðast þar, heimilið prýðilegt og hjónin ræðin og alúðleg í besta lagi. Mér leið þar eins og best varð ákosið. Einum manni vissi eg af í Wynyard, sem eg hafði hugsað mér að sjá, hvað sem tautaði, það var Jakob Norman. Eg hafði lesið töluvert eftir hann, og fanst mér verk hans bera vott um, að hann væri hneigðari fyrir að ganga einn síns liðs, leitandi að nýjum leiðum, heldur en að skokka með fjöldanum eftir gömlum troðningum. Sömuleiðis dróg það huga minn að honum, að eg hafði heyrt að hann væri sérvitur, sem mun þýða: Sér- staklega vitur, eða að vera vits- munalega sjálfstæður. Enn- fremur hafði eg heyrt, að Jakob væri stór hrifinn af skáldverk- um Stephans G. og skildi þau manna best. Alt þetta til sam- ans, fanst mér næg sönnun þess, að hér væri ekki um neinn flónskjamma að ræða, og reyndist mér það svo. Eg fór nú að heimsækja þenna mann, og eftir fárra minútna dvöl á heimili þeirra hjóna, fanst mér eg vera staddur þau mér með alúð og hlýleik. sem íenlzka þjóðin var svo ó- hlýjum foreldra húsum, þar sem ylinn lagði til mín úr hverjum krók og kima. Jakob er fastur i skoðunum, og færir fram skynsamleg rök, þeim til styrktar, en hlustar þó með at- hygli á mótbárur annara, án þess að þykkjast. Sterklega grunar mig það, að ef eg ætti heima i Wynyard bæ, þá myndi grasinu ganga illa að gróa í götunni heim að bæ Normans hjónanna, og víst er um það, að ekki liði mér vel, ef þau hjón heimsæktu strönd- ina okkar fögru, og sneiddu fram hjá kofa mínum. • í Wynyard heimsótti eg Mr. og Mrs. Jón Þorsteinsson. Tóku Geymið fé yðar á öruggum stað Opnið sparibankareikning hjá Royal Bank of Canada og sparið nokkuð á hverjum mánuði. Pen- ingar yðar eru öruggir (þeir eru verndaðir af eignum bankans, sem eru yfir $900,000,000). Það fé týnist hvorki né verður stolið og þér getið notað það hvenær sem þörfin krefur. Það borgar sig að spara. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $900.000,000 Sigríður kona Jóns er ágæt söngkona; rödd hennar er bæði þróttmikil og blæfögur. En það sem mér finst einkenna þessa söngkonu framar öðru er, að hún virðist hafa eld list- arinnar í ríkum mæli. Söng- fólk og hljóðfæra leikarar geta haft tekniska æfingu á háu stigi, og einnig ágæta söng- fræðilega þekkingu, en samt skort hita sálarinnar, sem ger- ir list þeirra djauða og áhrifa- lausa. Tvo aðra menn heimsótti eg i Wynyard, þá Jón Jóhannsson og M. Ingimarsson, og tóku þeir mér báðir ágætlega. Hjá Ingimargsyni stansaði eg að- eins örstutta stund, því eg var á hraðri ferð. Hjá Jóni dvaldi eg aftur á móti lengur, og ræddum við um margt. Jón er hinn mesti skýrleiks maður. Ekki var hann að öllu leiti á- nægður með fyrirkomulagið í vorum synduga heim en bjóst við bráðum bata, en við urðum ekki á eitt sáttir um batan. Eg skemti mér ágætlega hjá Jóni. Nokkrum fleiri mætti eg á förnum vegi í Wynyard, og þar á meðal fornvini mínum Valda Johnson, sem oft var kallaður “Valdi bakari” sökum þess að hann keyrði brauð um bæinn. Valdi var að líkindum sá eini brauðkeyrslu maður í veröld- inni, sem gaf kerlingum músik með hverju brauði. Valdi bauð mér heim, og bauðst til að sækja mig og koma mér aftur til baka. En því miður gat eg ekki þegið boðið sökum þess að eg var rétt að leggja af stað heimleiðis, en Johnson fjöl- skyldan býr nokkrar mílur út á landsbygðinni. Eg saknaði þessa mjög, því eg vissi að þar átti eg verulegum vinum að fagna. Eg þakka boðið. Eg kveð nú Vatnabygðirnar með hlýjum huga, og innilegu þakklæti fyrir ágætar og alúð- legar viðtökur, og held þaðan heim á leið, með marga nýja og góða vini upp á vasann. Nú byrjuðu aftur örðugleikar min- ir, því enn á ný varð eg sjálfur að líta eftir hinum margþætta farangri mínum, nfl. töskunni, regnhlifinni og “kótinu”. Þetta var ærið umfangsmikið starf fyrir mig, þar sem að heima hjá mér, er mér ekki ætlað stærra verksvið, en að lita eft- ir pipunni minni, sem oft á tíð- um reynist mér full erfitt. — Stundum hefir það komið fyrir, að eg hafi tínt pípunni og kon- aft fundið hana, eftir langa leit upp í munninum á sjálfum mér. Ekkert gerðist frásagnarvert á leiðinni frá Wynyard, þar til eg kom til Saskatoon, en þar voru 2 menn búsettir, sem mig lang- aði til að mæta, þó hvorugan þekti eg mikið. Það voru þeir dr. Thorbergur Thorvaldson og Valdi Sveinson. Leigði eg mér því ökumann, og bað hann að koma mér til þessara manna. Ökumaðurinn sagði, að eg yrði að hafa hrað- an á, því upp hefði verið hróp- að, að við hefðum aðeins 2V<> stunda bið, en mér heyrðist það vera 10Y2 stunda bið. Síð- ar meir, en þó um seinan reynd- ist það, að eg hafði á réttu máli að standa, og mun það vera í fyrsta og eina sinni á æfi minni, að eg skildi ensk- una betur, heldur en Englend- ingar sjálfir. Eg heimsótti dr. Thorberg fyrst, tók hann mér ágætlega og bauð mér til húsa. En því miður, gat eg aðeins verið þar skamma stund, því ökumaðurinn beið eftir mér. Mér þótti fyrir að þetta skyldi þannig fara, sökum þess að eg hefi ávalt haft hinar mestu mætur á Thorvaldsons bræðr- unum. Eg hefi skoðað þessa bræður, sem einhverskonar þjóðarfyrirbrigði. Það eru aðeins 3 bræður í fjölskyldunni og allir verða þeir þjóðfrægir menn, hver á sína vísu. Þorvaldur heitinn, heppin að tapa úr hópi sínum, þegar hann var á unga aldri, var samt búinn að verða þjóð sinni til hinnar mestu sæmdar, með sínum afburða gáfum og starfsþreki. Mig langar til að nota þetta tækifæri til þess að þakka dr. Thorbergi fyrir hina stórsnjöllu Islendingadags- ræðu, sem birtist í Heimskr. nýlega. Eg tel það hið bezta Canada minni, sem eg hefi les- ið um langa tíð. Áfram var nú leiðinni haldið til Valda Sveinssonar. Hjá þeim hjónum var eg í góðu yfir- læti, þar til lestin fór. Valdi er bróðir Helga Sveinssonar á Lundar, Man., og Þorkels Sveinssonar í Selkirk. Valdi er bráð skemtilegur maður, sem að mínu áliti hefði átt að leggja fyrir sig leikara list. Sá maður sem ekki getur brosað í návist Valda, er að líkindum ekki langan spöl í burtu frá gröf sinni. Mér leið ágætlega hjá Sveinsson hjónunum. — Valdi keyrði mig til Síennar, hagræddi dóti mínu, og sneri mér í rétta átt, var svo haldið í vestur, þar til komið var til Edmonton í Alberta, en þar fór eg af lestinni og sneri mér í suður, því til Markerville var nú ferðinni heitið. Tók eg því boss frá Edmonton til Red Deer, sem er miðja vega milli Edmonton og Calgary. Frá Red Deer ætlaði eg að sima til Ófeigs Sigurðssonar, en mér var ráðlagt að halda áfram með bossinu, til Penhold, sem væri aðeins 9 mílur frá Ófeigi, og gerði eg það. Eg símaði Ófeigi frá Pen- hold, og bauðst hann til að sækja mig þangað. Eg beið svo þarna óhultur, því eg vissi að loforðum Ófeigs mátti treysta eins og sólar gangin- um, enda kom hann innan lít- illar stundar. Bíll Ófeigs var ágætur, eftir nútíðar kröfum að dæma, en ekki líkaði mér hann að öllu leiti eins vel og Raymore bíllinn, því hvorki var hann eins mikill söngbíll né heldur var hann eins þorst- látur. En hinn látlausi þorsti bílsins gaf tilefni til þess, að stansa á hverjum bæ, og kynn- ast fólkinu. Framh. ÁTTATIU ÁRA AFMÆLI ,Fjóra tigi æfiára elju með og spöku geði þú hefir stjórnað þessu búi, þess að minnast skylt við finn- um. Óskum við Stefán ern og frisk- ur enn til þarfa megi starfa, og sitja heill í hárri elli hér í Lundi, Ólafs kundur. E. Scheving l Stefón Óiafsson GISLI SVEINSSON sextugur og sjálfstæðis málið (Þannig mintist Bjarni Ás- geirsson alþm. þess í maí 1941, eftir að Alþingi hafði gert á- lyktanir um sjálfstæðismálið): Þú hefir siglt um sextugt djúp, sorti huldi ála; eygðir þú samt ysta núp okkar frelsismála. Siglirðu nú á sjötugt djúp. Senn mun lægja vinda. Altaf þynnir þokuhjúp um þessa fögru tinda. Sigldu enn um sama djúp, senn mun dagur lýsa, og foldin þráða gróðurgljúp græn úr hafi rísa. —Lesb. Mbl. Heforinginn: Hvað gerið þér, þegar þér eruð á verði, og yfir- foringi gengur fram hjá? Nr. 67: Heilsa: Herforinginn: Rétt, — en þegar flokkur af fullum mönn- um fer fram hjá? Nr. 67: Heilsa: Herforinginn: Hvers vegna? Nr. 67: Vegna þess, að það getur verið yfirforingi á meðal þeirra! Takið eftir Mikið úrval af allskonar bók- bands efni ný komið. Sendið bækur yðar í band og viðgerð- ir til Daviðs Björnssonar að 702 Sargent Ave., Winnipeg. — Vandað verk og ódýrt. Fljót af- greiðsla. Suhnudaginn 17. ágúst síð- astliðinn komu nokkrir vinir Stefáns bónda Ólafssonar í Lundi, í grend við Lundar, Man., saman á heimili hans, til að minnast þess, að hann varð áttatíu ára þann dag. Séra Guðmundur Árnason ávarpaði hann með nokkrum orðum og afhenti honum hægindastól, sem var gjöf frá börnum hans við þetta tækifæri. Þá afhenti Mrs. Rannveig Guðmundsson honum göngustaf silfurbúinn, gjöf frá nokkrum nágrönnum hans og vinum, og Mrs. Björg Björnsson talaði til hans nokk- ur orð; Eiríkur Scheving flutti honum ávarp það í ljóðum, sem hér fer á eftir. Stefán ólafsson er Vopnfirð- firðingur að ætt og uppruna og átti heima í Vopnafirði öll þau ár, sem hann .dvaldi á íslandi. Eftir að hann kom hingað vest- ur, var hann fyrst nokkur ár í Winnipeg, en fluttist svo til Álftavatnsbygðarinnar og hef- ir búið þar ávalt siðan; hefir hann átt helming æfinnar heima í Lundi. Kona hans, Petrina Vigfúsdóttir andaðist fyrir tíu árum. Börn þeirra hjóna eru: Einar, sem býr norð- anvert við Manitobavatn; Sveinbjörn bóndi í Hofteigi, skamt frá Lundar; Árni, sem er heima með föður sínum; Þóra og Björg, giftar bræðrum tveimur, Muires að nafni, grend við Russell, Man.; Ólöf, gift Jóni Árnasyni, ættuðum af Vopnafirði, í St. James við Winnipeg; og Margrét, gift Jóni Sigurðssyni frá Geysi Álftavatnsbygð, og búa þau grend við Lundar. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, sem Óskar heitir, og stúlku, sem Guðfinna heitir. Stefán er enn hress, þrátt fyrir sinn háa aldur. Hann hef- ir verið mikill starfsmaður um dagana og vinnur nokkuð enn. Hann er bókelskur maður og les mikið. Meðal nágranna sinna hefir hann ávalt notið mikilla vinsælda; enda er hann manna gæflyndastur, velvilj- aður og hjálpfús; hann er litið gefinn fyrir að sýnast og góð- verk sín vinnur hann í kyrþey. Hann er glaður og kátur og hinn ræðnasti við gesti. Þegar hann heimsækir nágranna sína, sezt hann sjaldnast upp í bíl, heldur leggur land undir fót, enda er hann enn furðu léttur á fæti. Hinir mörgu kunn- ingjar og vinir hans óska hon- um langra lífdaga. Af skyldmennum hans voru viðstödd börn hans þau, sem eiga heima í grend við hann, dóttir hans og tengdasonur frá St. James og nokkur barna- börn. G. A. A áttatíu ára afmœli Stefáns Ólafssonar í Lundi NOREGUR UNDIR OKI HERNÁMSINS Nokkrar upplýsingar um erfið- leika norsku þjóðarinnar. Mjög erfitt er að fá nákvæm- ar fréttir af ástandinu í Noregi, en þær fáu fréttir, sem þaðan berast, sýna að norska þjóðin á nú við mikla erfiðleika að stríða. — Eftirfarandi upplýs- jingar eru teknar eftir hinu merka brezka blaði “The Econ- omist”. A ndstæðingar segja má óhikað Sit þú heill í hárri elli hér i Lundi á vinafundi, nýtur drengur í anda ungur, áttræður, við lifið sáttur. . . . Til að minnast eins og annars, yfir sem að hefir drifið, samað koma sér til gamans, sifjalið og grannar yðar. nazista, sem að séu níu tíundu hlutar þjóðarinnar, halda uppi mótspyrnu sinni jafnt um bjartan dag sem um nætur, þrátt fyrir síaukna harðstjórn nazista. Jafnvel skólabörn hafa verið handtek- in eða flutt á brott úr heima- högum sínum. Hefir verið stofnaður sérstakur betrunar- skóli fyrir þau skólabörn, sem sýnt hafa nazistum andúð með framkomu sinni. Kúgun og kímni En það er einkennandi hversu kímnigáfa þjóðarinnar hefir þroskast í þessu and- streymi hennar—og er þó ekki hægt að segja að sú gáfa sé á háu stigi hjá Norðurlandaþjóð- unum. Möllgaten-fangelsið er nú t. d. eingöngu nefnt “Hotel Norge” og fólk segir að “gesta- bókin” þar sýni að andstaðan gegn nazistum nái til allra flokka og stétta. Krónu og tveggja krónu seðl- ar hafa verið gefnir út. Tveggja krónu seðlarnir eru nefndir “Quisling”, en krónu-seðlarnir “Usling”, sem þýðir þorpari eða óþokki. Ef menn spyrja um ástæðuna fyrir þessu er svarið á þá lund, að það þurfi tvo þorpara til að jafnast á við einn Quisling. Það er fastur siður, að þegar festar eru upp götuauglýsing- ar, þar sem birt er nafn Quisl- ings strika menn út stafina Q og i, svo að eftir verður aðeins “usling”. Jonas Lie hefir líka fengið sitt nafn og er nefndur “Judas“ Lie. Ný frímerki hafa verið gefin út, þar sem hvorki er mynd Há- konar konungs eða letrað Kongerikt Norge. Menn hafa það í flymtingum, að Quisling þori ekki að láta prenta frí- merki með mynd sinni, þvi að almenningur mundi ekki væta bakhlið þeirra heldur spýta á framhliðina. Fjárhagsörðugleikar Þetta léttlyndi er enn meira undrunarefni, þegar menn gera sér það 1 jóst, að þjóðin býr ekki aðeins við pólitíska kúgun og auðmýking, heldur og fjár- hagsvandræði. í fyrsta lagi verður hún að standa straum af hernámi Þjóðverja, sem mun nema um 1200 miljónum norskra króna á ári, eða um 400 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Þar er þó ekki talin sú fjárhagslega byrði, sem her- teknu löndin eru neydd til að taka á sínar herðar með því að þau verða að láta af hendi meira af vörum en þau fá í staðinn. Norðmenn áætla að þessi liður nemi um 500 miljón- um norskra króna. í Berlin er sérstök “clearing” skrifstofa, sem hefir umsjá með allri verzlun Þýzkalands við herteknu löndin. Útflutningur Noregs til Þýzkalands er greiddur með mörkum, sem

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.