Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA Hdmakrittgla (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 1. OKT. 1941 HEIMSKRINGLA 55 ÁRA Með þessu tölublaði Heimskringlu, byrjar hún 56. árið. Sennilega hefir stofnandann, Frímann B. Anderson, ekki dreymt um það, er hann fór af stað með blaðið, að það ætti eftir að verða eins lengi og nú er raun á orðið ”ljós í lágu hreysi” hingað fluttra íslendinga. Hann var ungur mentamaður, fyrsti Islending- urinn er útskrifaðist úr Manitoba-há- skóla og var fróðleikur fyrir öllu. Þörf- ina á íslenzku blaði hér gat honum því ekki dulist. Úr fé var ekki miklu að spila, en það litla sem hann átti, lagði hann, upp á von og óvon, út fyrir hugsjón sína. En hann lifði það samt að sjá Heims- kringlu sina verða hálfrar aldar gamla og þó nokkuð betur, því hann varð lang- lífur, lézt fyrir skömmu á ættjörðinni. Sagði hann í bréfi til Hkr. síðasta árið sem hann lifði, að í hvert skifti sem Heimskringlu bæri að garði, létti yfir sér og honum fyndist hann lifa upp aftur sína fyrri tíma. I byrjun var blaðið óháð í stjórnmál- um og trúmálum, en ^lét sig auðvitað frelsi og viðsýni bæði í þessum áminstu greinum og öðrum skifta. Þá birtast í því kvæði og frumsamdar sögur eftir hina kunnu snillinga, Einar Hjörleifsson, Gest Pálsson og Jón Ólafsson. En að einu ári liðnu og eftir að annað blað var hér stofnað (Lögberg), fóru stjórnmálin brátt að freista blaðanna. Flokksmálin eru ávalt gott æsingalyf og fyrir þau hafa eflaust margir orðið stöðugir fylgis- menn Heimskringlu og Lögbergs. En þó virðist sem miklu meira beri fyrst í stað á persónulegum skömmum í blöð- unum en verulegrar fræðslu í stjórnmál- unum. Það hefir stundum verið í þetta timabil hér vitnað á síðari árum, sem “hina gömlu, góðu tima blaðamenskunn- ar vestra” en flestir, er íslendinga þekkja, mun gruna í hverju góðu tím- arnir voru helzt fólgnir og að stjórnmál- unum voru þeir ekki að þakka. Ákveðn- ara flokksblað íhaldsflokksins hefir Heimskringla ef til vill aldrei verið en á ritstjórnartíð B. L. Baldvinssonar, en aftur frjálsust, ekki endilega víðsýnust, í nálega öllum öðrum málum, að því leyti, að í henni gat hver sem vildi komist að með sitt og nálega hvað sem það var. Auðvitað hefir það sína kosti, en jafn- framt ókosti. En alt um það átti Heims- kringla miklum vinsældum að fagna á tíð Baldvinsonar, ef til vill meiri en á tíð nokkurs annars ritstjóra. Upp úr árinu 1921 styður Heimskringla í stjórnmálum hina svonefndu nýju Bændahreyfingu, eins og íhaldsmenn þá yfirleitt gerðu, og var þá um tíma meira skrifað um hana og samvinnumál, en íslenzk blöð hér hafa gert fyr eða síðar. Á milli stefnu Heimskringlu þá og fram- sóknar flokksins heima, var ekki sjáan- lega mikill stefnumunur. En hér brást flokksforingja. Hér var enginn Jónas frá Hriflu. Á meðal enskra var hér enginn, sem fram úr öðrum skaraði inn- an bændaflokksins, svo maður úr flokki liberala, sem hreyfingunni eða tilgangi bænda með henni var al-ókunnugur, var gerður að forustumanni bændaflokksins. Leið ekki á löngu, að ekki varð greint á milli þessa bændaflokks og annara lib- eral flokka í vesturfylkjum Canada og reyndar hvar sem var í þessu landi. En framsóknin drógst úr hömlu og skildi í þjóðlífinu litlar eða engar menjar eftir sig í jafnaðar- eða viðreisnaráttina eins og þó var til ætlast og raun bar vitni um að heima á Islands átti sér stað. Yfirleitt munu Islendingar hér hafa lagt sama skilning og Hkr. í hina nýju stjórnmálastefnu, bændahreyfinguna, og séra Albert Kristjánsson hlífðist vissu- lega ekki við að túlka þá skoðun fyrir enskum bændum bæði á fylkisþinginu og út á meðal þeirra. En þeir reyndust þá, sem fyr, í þeim málum sem að þjóð- félagsumbótum eða breytingum lúta, ekki hugsuðir á borð við Islendinga. Eða stafar það af óvana í að hugsa nokkuð í breytingaráttina? Hvað sem olli afstöðu þeirra, átti heimskringla á meðal landa sinna þarna, sinn þátt í raunverulegu umbótastarfi í þjóðmálunum. Siðustu 20 árin má segja, að stefna Heimskringlu hafi í þá átt hneigst, að líta sem óháðustum augum á hvert mál og hvetja íslendinga til að halda áfram að hugsa fyrir sig sjálfa. Það eru engin bjargráð til sem það. Hér er fult af flokkum sem annarstaðar, sem reka þá iðju, að halda á lofti alskonar blekking- um bæði í stjórnmálum og trúmálum í þvi eina skyni, að halda öllu sem lengst í sömu skorðunum og tryggja sér völd og yfirráð með þvi. Við þessu verður að sjá. Múgsálin gerir það ekki. Þessvegna er svo mikið reynt til að fjölga þeim. Látið okkur um það að hugsa fyrir ykk- ur, er kjörorðið. Liberalar notuðu það er þeir átu upp bændaflokkinn sem hér hefir verið minst á, og verkamannaflokk- inn á tíð Dixons sællar minningar. Hjá þessum flokkum varð vart einlægra um- bóta hugsjóna. En það hafði svipuð á- hrif á liberala og rauð dula á tarf. í trúmálum er sömu blekkingum og í sama tilgangi haldið á lofti af kaþólskum og þeim andlega skyldum kirkjum, blekk- ingum um lifið og þennan heim, sem jafnvel engu skólabarni dylst að er helber vitleysa. Á þetta er aðeins minst sem dæmi af mörgu öðru, En þau nægja til að sýna þörfina á sönnu um- bótastarfi í þjóðfélaginú í margvíslegum skilningi. Og það er í því sem Heims- kringla vildi eiga einhvern þátt á árun- um, sem hún á eftir að tóra. í trúmál- unum hefir hún síðustu 20 til 30 árin hallast ákveðið að stefnu Sambands- kirknanna íslenzku af því, að þar er um þá einu stefnu í trúmálum að ræða, sem reynir að sameina þau vísindum. Það má kalla að gera sér far um að fylgjast með tímanum alt sem unt er og af því veitir ekki. Flokksfylgi Heimskringlu hefir af sömu ástæðum dvínað og færst nær hinni upprunalegu stefnu hennar en nokkru sinni fyr. Á stjórnmál lítur nú enginn hugsandi maður eingöngu frá flokkssjónarmiði, nema liberalar, vegna þess'að í þvi er engin sönn umbót fólgin og ekkert annað en valdafýkn. Stórt hlutverk íslenzks blaðs hér í landi, má auðvitað skoðast í því fólgið, að halda hér við íslenzku og kynningu við frændurna heima, sögu þjóðarinnar, í einu orði sagt erfðirnar. Þetta er alt okkur svo náið að við megum ekki án þess vera. Það má vera að við minn- umst þess af og til að eitt sinn skal hver deyja, og búumst við þvi, með tíð og tíma, að hverfa inn í þjóðlíf þessa lands. En fari svo, óskar maður þess, að það verði með svipuðum hætti og þegar Róm- verjar lögðu Grikki undir sig, en grísk menning stóð þá svo föstum fótum í heim inum, að mál Grikkja var tekið upp og talað meira og minna um alt Rómaveldi hið forna. Um skeið var sagt að helm- ingur allra ibúa Rómaborgar hefðu mælt á gríska tungu! Að ýmsu leyti stendur likt á með okkur Vestur-lslendinga og Grikki. Við erum að vísu ekki herteknir sem þeir, en flutningi vorum til þessa lands fylgja svipuð álög. Við eigum sem Grikkir bókmentir, sem dýrmætar eru. Þær geyma menningarsiði nor- rænnar þjóðar, sem á sínum tíma var öndvegisþjóð Evrópu. En öndvegisþjóð verður engin þjóð af tilviljun. Ástæðan fyrir því að norrænir menn báru ægis- hjálm yfir öðrum mönnum, andlega og líkamlega, var að líkindum sú, að upp- eldi þeirra var í meira samræmi við lifið á þeim tímum, en átt hefir sér stað hjá nokkurri annari þjóð síðan. Þetta er arfur sem vert er um að ræða og að reyna að vernda og halda við. Sú vernd verður auðvitað í því fólgin, að kenna afkomendum okkar íslenzku eins lengi og þess er nokkur kostur, því arf- inn hefir ekkert geymt sem tungan. Eftir því sem það tekst, fer um framkvæmd- irnar að kynna Vesturheimsmönnum hann eins og grískuna Rómverjum. Af- komendur vorir hér verða að gera það, því þeir standa þar betur að vigi með sína hérlendu mentun, en innflytjendurn- ir. Að þjóðernisspursmálið okkar hér sé því einskisvert fer mjög fjarri. Þó menn segi að á sama standi um það og allir menn séu jafnir, er það helber heila- spuni. Það eru ekki allir menn jafnir og hafa aldrei verið. Það er meira virði, en menn gera sér grein fyrir, að eiga ætt að rekja til mikillar þjóðar. Grikkir voru sagðir að hafa sýnt yfirburði forn- þjóðar sinnar, andlegt þrek, í stríðinu á Grikklandi. íslendingar eiga vissulega enn sinn norræna arf óskertastan allra þjóða. Canadisk þjóð þarf þess arfs með. *Það er því í þágu hennar eins mikið og sjálfra vor, að halda hér við íslenzku og missa ekki sjónar á norræn- um arfi. Að öllu þessu athuguðu er vonandi að enginn Islendingur láti sér í hug koma að öll þörf íslenzkra blaða sé hér úti. Von- góð um það heilsar Heimskringla því við byrjun 56. ársins. GRUNDVALLARRIT UM ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR Eftir prófessor Richard Beck Einar Ól. Sveinsson: Um íslenzk- ar þjóðsögur. Hið Islenzka Bók- mentafélag, Reykjavík, 1940. íslenzka þjóðin er óvenjulega auðug að þjóðsögum, ekki óliklega auðugasta þjóð í þeim efnum, að tiltölu við mann- fjölda. Glögt dæmi þess er það, að í hinni itarlegu skrá höfundar þessa rits (bls. 124-127) eru talin 20 þjóðsagna- sofn, sem komið hafa á prent síðan 1915; þetta er einnig talandi vottur um það, hverjum vinsældum þjóðsögurnar eiga enn að fagna með þjóð vorri. Mætti þá ætla, að mikið hefði þegar verið ritað um þessa merkilegu bók- mentagrein á vora tungu; því fer þó fjarri; um það efni hefir fátt eitt, fram að þessu, verið skráð á islenzku, og ekk- ert heildarrit. Bók þessi fyllir því stórt skarð í bókmentasögu vorri og mun reynast traust grundvallarrit í íslenzkri þjóðsagnafræði. Höfundurinn á því mikla þökk skilið fyrir samningu þess og Bókmentafélagið fyrir að hafa gefið það út; en stjórn félagsins valdi hinn rétta mann til verksins, þar sem var dr. Einar Ól. Sveinsson, því að hann er bæði lang lærðastur íslenzkra samtíðarmanna sinna í íslenzkum þjóðsagnafræðum og hefir áður margt og merkilegt um þau ritað á erlendum málum og íslenzku. Segir hann, í megindráttum, frá þeirri bókmentaiðju sinni í formála ritsins og kemst þar þannig að orði: “Þegar eg lít um öxl, við lok þessarar bókar, verður mér því mjög rikt í huga samhengi allrar þessarar viðleitni minnar^ og eg skoða þessa bók sem þáttarlok.” Lesandinn gengur einnig fljótt úr skugga um það, að hér heldur þaulæfður vísindamaður og prýðilega ritfær á pennanum; strang-fræðimannlega er með efnið farið, en þó er bókin greiður lestur hverjum þeim, sem ekki telur eftir sér að einbeita dálitið huganum á það, sem hann les, og mun, góðu heilli, enn- þá margt af slíku fólki íslenzku beggja megin hafsins. En jafnframt víðtækari þekkingu og glöggum skilningi á við- fangsefni sínu, er höfundurinn í ríkum mæli gæddur því ímyndunarafli og inn- sæi, sem blæs lífi í þurran og kaldan fróðleikinn og gerir hann almenningi aðgengilegri og hugstæðari. Ritið, sem er hið skipulegasta, er í fimm þáttum. Fyrsti þátturinn er al- menns efnis; skilgreinir höfundur þar, meðal annars, hvað átt er við með þjóð- sögum, sk^rir frá flokkun þeirra, ein- kennum þeirra og uppruna, og kenning- um fræðimanna um þá hluti. 1 öðrum þætti eru heimildir íslenzkra þjóðsagna að fornu og nýju raktar ítar- lega, og er það einkar fróðleg greinar- gerð. Hefir höfundur réttilega lagt á- herslu á það: “að draga fram í dagsljósið og halda á lofti gögnum um íslenzkar þjóðsögur á þeim öldum, þegar þær eru mest myrkva huldar.” Eigi verður hon- um samt svo starsýnt á það tímabilið í sögu íslenzkra þjóðsagna, að hann van- ræki að rekja þá sögu á siðari öldum; itarlega er hér einnig, að verðleikum, sagt frá þjóðsagnasöfnun Jóns Árnason- ar og samverkamanna hans, og að nokkuru greint frá þeim, er síðan hafa fylgt honum í spor í söfnun þjóðsagna og útgáfu þeirra. Þriðji þátturinn, sem er mjög yfir- gripsmikill, nefnist “Þjóðtrú og þjóð- sagnir”; segir hér frá því, hvernig þjóð- trúin kom til Islands frá ýmsum vættum, innlendum og erlendum, tröllum, huldu- fólki, ófreskisgáfum og göldrum, o. s. frv. Fjórði þátturinn er margþætt lýsing á íslenzkum æfintýrum, uppruna þeirra og sérkennum. I fimta þættinum, sem nefn- ist “Mannheimar og huliðs- heimar”, sýnir höfundur með glöggum dæmum, hvernig þjóðsögurnar standa djúpum rótum í þjóðtrúnni, en eru jafn- hliða að öðrum þræði spegil- mynd þjóðlífsins. En auk bók- mentagildis margra þjóðsagn- anna, frásagnarsnildar þeirra, er það einmitt hið menningar- sögulega gildi þeirra, sem gerir þær svo merkilegar og verð- mætar. Um þessa hlið þeirra farast dr. Einari þannig orð: “Þjóðsögurnar eru sneisa- fullar af alls konar smámynd- um úr þjóðlífinu, og er það ein hin mesta prýði þeirra. Hér er fólk inni við að vefa eða kemba eða' sauma eða smíða, fólk úti við slát eða hirðingu, smali að fé eða í göngum, gegninga- maður við beitarhús. Hér get- ur að líta alls konar dýr, vilt og tamin, fugla og fiska, og sambúð manna við þau, illa og góða. Hér eru menn að veiða í björgum eða á heiðum uppi, eða við fisk á sjó og vötnum, það má sjá svipmynd af því öllu, skip og skinnklæði, ver- búðir og mötu, vermenn á ferð um óbygðir í kafaldi. Langar skreiðarlestir hlýkkjast eftir götuslóðum og feta áfram klyfjaganginn langan vordag- inn, og á þær rignir og skin sól þessa lands, sem gerir öllum jafnt undir höfði, réttlátum og ranglátum. En stundum sjást menn líka varpa frá sér allri vinnu og reyna þolrif gæðing- anna, riða til kirkju, þeysa í brúðkaup eða til gleðinnar, og þar kveður við langspilið, söng- urinn ómar, og dansinn glym- WINNIPEG, 1. OKT. 1941 flytur Heimskringla með á- nægju, enda þótt umrædd bók hafi henni ekki verið send. “ÞEIR SIGRUÐU EIGA ENN SIN VOPN” Eftir Sigrid Undset Á efri árum sínum ritaði Linné bók, sem hann tileinkaði einkasyni sínum, hinum glæsi- lega léttúðuga manni. 1 bók þessari ætlaði Linné að færa í letur það sem hann hafði lært og reynt á langri lífsleið sinni. En það fór svo að hann skrif- aði ekki um sinn eigin merki- lega æfiferil, um drenginn frá fátækasta prestsetri landsins, sem varð heimsfrægur vísinda- maður, elskaður og dáður um alla Evrópu, og sem nú var riddarinn Carl von Linné. Hann hafði myndað sér lífs- skoðun er var eipkennilega ó- snortin af því, að hánn sjálfur var sannkallað óskabarn ham- ingjunnar. Það sem hafði haft dýpst áhrif á hann og gert hann sannfærðan um réttláta heimsstjórn, var, að hann hafði aldrei orðið annars var en synd- um og glæpum yrði hefnt, stundum í skjótu bragði, stund- um seint og síðar meir. Kvörn Guðs malar hægt, en hún malar örugt. Og hver sá, sem fremur ranglæti getur ver- ið viss um að hann fær ein- hverntíam makleg málagjöld. Bók sina kallaði Linné “Nem- esis Divina” (Guðlega hefnd), og trú sinni lýsti hann m. a. með þessum orðum: “Hinir sigruðu eiga sín vopn, þeir á- frýja til Guðs.” ur. Myndin, sem þjóðsögurnar gefa af islenzku þjóðlífi, er fjarska f jölbreytt og skemtileg, og verður ekki önnur heimild fundin, sem sé auðugri af þessu efni. Margt af því, sem þar er lýst, er nú breytt. Borgir og kauptún hafa bygst síðan, og menning þeirra er önnur; jafn- vel sveitalífið er breytt. Grasa- ferðir eru úr móð, menn eru hættir að brenna til kola, selin eru rústir einar, skreiðalestir sjást ekki framar. Öll þessi störf eru lifandi, því að hvarvetna má finna mannshjarta slá. Þau eru þrungin gleði og sorgum, von- um og vonleysi menskra manna. Alstaðar eru menn að bjástra við sín viðfangefni, berjast fyrir lífinu, reyna að ná í nokkra sólskinsdaga, áður en þeir yfirgefa þessi störf.” íslenzkar þjóðsögur eiga eðli- lega mörg megineinkenni sam- eiginleg með þjóðsögum ann- ara landa, en dr. Einar leiðir gild rök að því, að þjóðsögur vorar beri að mörgu leyti svip hins islenzka umhverfis; hann telur þær vera líkar landinu í því að vera tilþrifamiklar og stórfeldar; “þær eru íslenzkast- ar af öllu íslenzku”, bætir hann við. Þjóðsögurnar íslenzku eru því hinn merkilegasti þáttur í menningar- og bókmenta-arf- leifð vorri. Þessvegna er það þá einnig drjúgum meir en fyrirhafnar- innar virði, að kynnast þessum margþætta þjóðskáldskap vor- um í umræddri bók dr. Einars, jafn skarplega og skilmerki- lega og hann er þar skýrður og túlkaður. Og sé hún rétt lesin, getur þessi prýðilega bók gert ennþá meira, og vil eg um það atriði gera að mínum orðum ummæli prófessors Ólafs Lár- ussonar um hana (Eimreiðin. 4. hefti, 1940): “Hún ætti að geta styrkt þjóðernismeðvitund vora og ást vora á íslenzkri menningu og mentun, og má þar segja, að þótt oft hafi verið þess þörf, þá sé nú fullkomin nauðsyn.” Þau orð eru að sönnu töluð til landa vorra heima á Islandi, en eiga þau ekki jafnmikið erindi til vor Vestmanna? Aths. Hkr.: Ritdóm þennan ▲ Ykkur löndum mínum heima í Noregi kann að finnast, að auðvelt sé fyrir okkur að tala, sem erum langt í fjarska inn- an um frjálsa menn í frjálsu landi. — Þó við hér yfir frá reynum að vinna Noregi gagn, þá er það ekki í frásögur fær- andi. — Hér leggur enginn stein í götu okkar. Síður en svo. Við erum beðin um að tala og við erum spurð frétta um erfiðleika Noregs meira en við getum leyst úr. Fólk hér vestra vill fá okkur til þess að segja frá reynslu okkar í hin- um litlu lýðræðisríkjum, þar sem yfirlit yfir öll fyrirbrigði þjóðlífsins er svo Ijóst, að þessi ríki okkar eru ágætis reynslu- skóli í öllu því er lýtur að ann- mörkum og ágæti lýðræðisins. Fólk vill fá skýringu á því hvers vegna land okkar varð ofbeldismönnunum svo auð- unnin bráð, og hvað við höfð- um áunnið með frelsi okkar, hvernig við höfðum bygt upp þjóðfélag okkar á þá lund, að hver maður hafði rétt sinn trygðan til þess að lifa sínu lífi, og vinna fyrir lífsham- ingju sinni. Fólk spyr um það þjóðfélag, þar sem það var borgaraleg skylda að sjá, að hvert barn fengi tækifæri til þess að læra það, sem gáfur þess leyfðu, og vernduð yrði andleg og líkamleg heilbrigði hinnar uppvaxandi kynslóðar, en sjúkum og gömlum séð fyrir hjúkrun. Vissulega áttum við langt í land til þess að ná því takmarki er við höfðum sett oss í þessum efnum, við áttum margt vangert þegar yfir okk- ur skall það sem steypti í rúst þeirri þjóðfélagslegu byggingu, er við vorum hreykin af. Hve langt við vorum komin, hve mikið, þrátt fyrir alt, okkur hafði áunnist, það sjáum við e. t. v. best nú, þegar framandi ofbeldismenn reyna að kasta eign sinni á Noreg, sem við Norðmenn og engir aðrir höf- um ræktað og bætt í árþús- undir, og það undir óbliðum skilyrðum. Og ef til vill vitum við það best nú, hvernig þjóð- arsál okkar er, þegar aðrir leitast við að undiroka okkur. k Aðkomumennirnir halda því fram, eða þeir gerðu svo að /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.