Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. OKT. 1941 HEIMSKRINGLA \ 3. SIÐA ekki má nota til annars en vörukaupa. Laun þýzkra her- manna í Noregi eru greidd í norskum peingum, sem fást á reikning Þýzkalands í Noregs- banka. Fyrir þessa peninga kaupa hermennirnir norskar vörur og senda þær til Þýzka- lands. Matvæli þau og hráefni, sem Þjóðverjar kaupa í Nor- egi eru greidd á þenna sama hátt. Fyrir bragðið er skort- ur á matvælum — mest af kjöt- inu, smjörinu, eggjunum, ostin- um og niðursuðuvörunum, eru sendar til Þýzkalands — mjög mikil vöntun á hráefnum — sem Þjóðverjar nota til að byggja hermannaskála, flug- skýli, hernaðarvegi og ný fyr- irtæki, sem eru undir þýzkri stjórn — og loks hefir þetta verðbólgu í för með sér. Skortur ó nauðsynjavörum Afleiðingarnar af afskiftum Þjóðverja eru sérstaklega al- varlegar vegna þess, að þau hafa haft í för með sér skort á eftirtöldum nauðsynjum: 1. Kolum: Þjóðverjar hafa aðeins afhent tíunda hluta þess, sem þeir höfðu lofað norska iðnaðinum. 2. Benzíni og olíu. Strætis- vagnar í Oslo fá nú aðeins 6000 lítra af benzíni á mánuði, sam- anborið við 93,000 lítra venju- lega notkun. Auk þess er mjög mikill skortur á eldsneyti fyrir landbúnaðarfarartæki og fisk- veiðaflotann. 3. Steinlími og múrsteini. Þetta fer hvorttveggja nær ein- göngu í byggingar Þjóðverja. Pappírsiðnaðurinn hefir orð- ið að hætta störfum vegna kolaskorts, enda þótt trjákvoða sé enn framleidd vegna þess að cellulose er allmjög eftirsótt sem nautgripafóður. Fyrir bragðið er atvinnuleysi tölu- vert og þeir, sem hafa vinnu', vinna ekki eins lengi á viku og áður. Það á við um sápu, lýsi og feitiefna-framieiðsluna, svo og eldspýtnaframleiðsluna, þar sem aðeins er unnið 38 klst. á viku. Sama máli gegnir um margar aðrar framleiðslugrein- ir, ef þær liggja þá ekki alveg niðri. Noregur hefir auðvitað glat- að öllum mörkuðum sínum utan Evrópu, sem tóku við um helmingnum af framleiðslu hans fyrir stríðið. En “Völ- kischer Beobachter” hefir til- kynt Noregi, að hann geti orð- ið sjálfum sér nógur, með því að notfæra sér það hráefnið, sem óþrjótanlegt er — timbrið. Það á ekki aðeins að nota timbrið í byggingar, heldur og til þess að framleiða gas, er komi í stað steinolíu. Það er Ijóst orðið, að það á að hagnýta náttúrugæði Nor- egs í þágu Þýzkalands.. Þær iðngreinar, sem koma ekki Þjóðverjum að notum, mega veslast upp og leggjast niður. Skipastóllinn verður aldrei eins stór og fyrir stríð. Noregur á eingöngu að hugsa um að framleiða hráefni, en ekki full- unnar vörur, og það verður hlutverk hans í hinu nýja hag- kerfi Þýzkalands. Hagnýtingin Á hinn bóginn ælta Þjóðverj- ar að hagnýta sér þær greinar norsks iðnaðar og atvinnuveg- ar, sem þeim eru mikilsverðar. Þar á meðal eru fiskveiðarnar og verður að senda þrjá fimtu hluta alls, sem aflast, til Þýzkalands. Er Þjóðverjum sérstök nauðsyn að fá lýsið vegna þess, að nú fá þeir ekk- ert hvallýsi framar. Þá er það kaupskipastóllinn, eða það sem þeim tókst að ná í, því að lang- mestur hlutinn — 4,000,000 smál. — er í þjónustu norsku stjórnarinnar í London. Loks er það vatnsaflið, sem Þjóðverjar ætla að notfæra sér langmest. Hafa þeir á prjónun- um víðtæk virkjunaráform, til þess að framleiða afl til rekst- urs efnaverksmiðja, sem á að reisa í Noregi fyrir vígbúnað Þjóðverja. Auk þess á að leiða rafma'gn alla leið til Þýzka- lands. Ágætt dæmi um það, hvern- ig Þjóðverjar ætla að haga þessu, er fyrirætlunin um virkj- un Aurafossins, rétt hjá Krist- iansund. Reisa á nýja borg við fossinn og þangað á að flytja um 6000 verkamenn. — Ætlast er til, að norska ríkið borgi helming kostnaðarins við þetta, enda þótt Þjóðverjar ein- ir hagnist af þessu. Norðmenn vita ofur vel, að einungis sigur Bandamanna getur forðað þeim frá algeru hruni og þrælkun. Þeir láta því ekki mótspyrnu sína niður falla, í fastri trú á sigur rétt- lætisins. Ýms atvik, eins og á- rásin á Lofoten, glæða vonir þeirra, þrátt fyrir harðleiknina, sem Þjóðverjar hafa sýnt eftir þau. Og þeir eru hreyknir yfir því, að ein mesta auðsupp- spretta þeirra — kaupskip að stærð 4,000,000 smál. — starf- ar í þjónustu Breta. —Vísir, 2. ág. GUÐRÚN JÓNSSON (Æfiminning) Guðrún Jónsdóttir ekkja Jóns heitins fyrrum alþingis- manns frá Sleðbrjót andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Björns Eggertssonar að Vogar, Manitoba, 25. ágúst síðastlið- inn. Guðrún var fædd 20. október árið 1855 á Surtsstöðum í Jök- ulsárhlíð í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Jón Þor- steinsson og Mekkin Jónsdótt- ir, sem þar bjuggu. Var Jón son- ur Þorsteins bónda í Fögruhlíð Jónssonar Guðmundssonar, en faðir Mekkínar var Jón Mag- nússon, sem bjó á Hrafna- björgum í Jökulsárhlíð. Guð- rún ólst upp með foreldrum sínum og árið 1876 giftist hún Jóni Jónssyni frá Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð. Reistu þau bú það sama ár í Bakkagerði og bjuggu þar um hríð, nokkur ár bjuggu þau á Ketilsstöðum og í Húsey í Hróarstungu; en lengst bjuggu þau á Sleðbrjót, og við þann bæ var Jón jafnan kendur. Árið 1900 fluttust þau til Vopnafjarðar og veittu þar gistihúsi forstöðu um tíma, og þaðan fluttust þau vestur um haf árið 1903. Heimilinu á Sleðbrjót er þannig lýst af manni, sem var þar heimilismaður, að það hafi verið eitt með stærstu heimil- um þar um sveitir, t. d. voru þar einn vetur 22 manns í heimili. Viðurgerningur allur var þar hinn bezti og hæsta kaup goldið hjúum og kaupa- fólki. Heimilið stóð í miðri sveit og var þar mjög gest- kvæmt, en gestrisni húsráð- enda var við brugðið: Jón var oft langdvölum fjarverandi frá heimilinu, bæði vegna þing- ferða og annarar þátttöku í op- inberum málum, og hvildi þá i bússtjórnin að miklu leyti á herðum konu hans. En hún var stöðu sinni vel vaxin og lét sér mjög ant um allan hag ÓVÆNT ÁHLAUP GERT AF BRETUM Á VESTUR EYÐIMÖRKINNI Bretar gerðu nýlega óvænt áhlaup á eyðimörkinni vestur af Egyptalandi og komust alla leið til Capuzzo. Frá Tobruk kom þýzkur her æðandi og fylgdu því margar or- ustur. Tóku Bretar þar marga Þjóðverja og nokkuð af þýzkum skriðdrekum, er þeir höfðu heim með sér. Herlið frá Indlandi, sem svo mikinn þátt hefir tekið í orustunum í Eritrea og í þessari orustu gekk vel fram, er sýnt á myndinni. himni allan daginn í ausandi rigningu eins og hér er títt, þar sem enginn timir að hafa almennilegt og rúmlegt upp- boðshús, og mega menn muna eftir Thorgrímsen sáluga og fleiri, enda má finna þetta á lásnum, því að hann er allur ryðgaður og svo stirður, að hann lætur ekki undan öðru en einum eldgömlum pakkhús- lykli, stórum eins og voldug- er sú, að uppi og niðri eru verkstofur, og knýja þar fjöl- margar yngismeyjar jafnmarg- ar saumavélar og má glögt heyra þytinn af hjólunum og skruðninginn af nálunum með ýmsu hljpði, dimmu og mjóu, tirandi og urgandi, eftir því efni, sem verið er að sauma, hvort það er duffel, kamgarn, búkkskinn, dowlas, biber, silki, klæði eða vaðmál eða léreft eða heimilisins. Á hörðu árunum um og eftir 1880, þegar mest krepti að fólki sökum fjárfellis og annara vandræða, sem af harðindunum stöfuðu, leituðu margir sveitungar þeirra Sleð- brjóts hjóna hjálpar hjá þeim. Og með svo miklu örlæti og höfðingsskap var hjálpin í té látin, meðan þess var kostur, að þangað leituðu allir úr sveit- inni með vandkvæði sín. Eftir að þau fluttust vestur var efnahagur þeirra þröngur fyrst í stað. En þá nutu þau drengilegrar aðstoðar frænda og vina, einkum Jóns Sigurðs- sonar bónda að Mary Hill í Álftavatnsbygðinni. Voru þau fyrst hjá honum með fjöl- skyldu sína og fóru svo að búa á litlum landbletti þar í grend- inni, við Manitobavatn; en þar sem þar var ekki lífvænlegt til frambúðar, sökum skorts á slægju- og beitilandi, fluttust þau fimm árum siðar lengra norður með vatninu í Sigluness- bygðina, og komu þar upp góðu búi á fáum árum með hjálp sona sinna, sem þá voru að verða fulltíða. Bygðu þau þar upp gott heimili og efnahagur þeirra blómgaðist á ný. Þar bjuggu þau til ársins 1923, er Jón andaðist. Var fjölskyldan þá eitt ár í Winnipeg, meðan hann var veikur, en fluttist svo aftur út í bygðina, og þar bjó Guðrún áfram um sex ára skeið með sonum sínum tveim- ur Páli og Jóni. Tólf síðustu árin, sem hún lifði, var hún til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni áðurnefndum. Þau Jón og Guðrún eignuð- ust ellefu börn og eru sex þeirra nú á lífi, fjögur dóu i æsku og einn sonur, Guð- mundur, sem um langt skeið var smjörgerðareftirlits- maður á ýmsum stöðum í Manitoba, dó tæpum mánuði á undan móður sinni. Þau sem á lifi eru, eru þessi: Björg, kona Bjarna Þorsteinssonar frá Höfn í Borgarfirði í Múla- sýslu, áður í Selkirk nú í Win- nipeg; Páll, ókvæntur, á Vog- ar, Man.; Ragnhildur, kona Þorsteins Guðmundssonar, bróður Björgvins tónskálds, frá Rjúpnafelli i Vopnafirði, í Leslie, Sask.; Helga, kona Ey- steins skólastjóra Árnasonar í Riverton, Man.; Jón, bóndi á föðurleifð sinni við Siglunes, giftur konu af canadiskum ættum, Annie Bush að nafni; og Ingibjörg, kona Björns kaupmanns Eggertssonar að Vogar. Ein systir Guðrúnar er á lífi hér vestra, Mekkin, kona Guðmundar Guðmundssonar bónda í grend við Lundar. Guðrún var kona fríð sýnum og vel gefin, hún var hæglát og látlaus, framúrskarandi hjálp- söm og mátti víst ekkert aumt sjá svo að hún ekki reyndi að bæta úr því, hún var starfs- kona mikil og helgaði heimili sínu krafta sína óskifta, hún var ágæt húsmóðir, og öllum, sem einhvern tíma höfðu dval- ið á heimili hennar, var sér- staklega hlýtt til hennar. Hún var ein af þessum gætnu og hæglátu konum, sem bæði á heimili sínu og utan þess vekja traust og virðingu allra. Góð- semi hennar og velvild til ná- granna bar vott um hlýtt og göfugt hugarþel og trygð, sem jafnan stóð stöðug, hvernig sem á móti blés. Hún var gift ágætum og vel metnum manni og hjónaband þeirra var mjög farsælt. Börn þeirra öll eru vel gefin; og hún naut í ríkum mæli ástríkis þeirra og um- hyggju á elliárunum. Heilsa hennar mátti heita góð fram á síðustu ár, en hinn skyndilegi dauði sonar hennar, Guðmund- ar, mun hafa fengið mjög mik- ið á hana og hefir eflaust flýtt fyrir dauða hennar sjálfrar. Með Guðrúnu er til moldar gengin merk og góð kona, ein af þeim íslenzku húsfreyjum, sem með dugnaði og farsælli fyrirhyggju hafa veitt forstöðu heimilum bæði á ættjörðinni og hér, sem gengið hafa gegnum margs konar erfiðleika og bor- ið mikinn sigur úr býtum í lífs- starfi sínu. Hún var jarðsett í hinum nýja bygðargrafreit að Vogar 28. ágúst að viðstöddu miklu f jölmenni. Sá sem þessar línur ritar, talaði nokkur orð við út- för hennar. G. Á. “TIL VELFORÞÉNTRAR MINNINGAR” Þegar Benedikt Gröndal lýsti nóttúrugripasafninu asti kirkjulykill eða hjall-lyk-1 shirting; mun þetta vera fyrir- ill, og er alt eins og það væri boði hinna ókomnu sælutíma, frá ísgrárri fornöld, ryðgað og þegar landið er komið á það æruvert, sem segir í Grímnis- fullkomnunarstig, að alt er orð- málum: “forn er sú grind, en jð fult af vélum til allra fram- þat fáir vitu, hve hún er í lás kvæmda, svo ekkert fólk þarf um lokin” — nú, nú, vér berum iengur að kveljast hér á þessu þá lykilinn að hurðinni; en alt eyðiskeri, en allir geta farið í skelfur og drýnur og rymur gugs friöi til Ameriku eða hins eins og Hræsvelgur væri að fyrirheitna lands Canada, sem ræskja sig, yfirkominn af kvefi ag hljóðinu til og fyrir umsjón og brjóstþyngslum, þar sem forsjónarinnar minnir á Kan- hann hreyfir vængina í út- aan) eða þá það getur farið til synningsgarranum efst við Klondyke. Og svo er nú ekki endimörk jarðarinnar loks- nóg með skruðninginn og ó- ins tekst að ljúka upp dyrun- lætin, heldur hristist alt loftið um og getum vér komist inn í Qg sáldrast niður sandur og þenna sal, þar sem mestu mót- aiiskonar rusl og legst í hrúgur sagnir í heiminum eiga sér a gólfið og þorðin á safninu, svo stað, því að þar er fult af spritti þetta verður að rýmast á burt og brennivini, fjöldi fugla, sem i hvert sinn, áður en fólk kem- allir eru “templarar” og halda 1 ur jnnj og fer þ0 stundum í ó- “templara”-loforðið betur en iestri; en þetta er á sinn hátt nokkrir menn, ekki er verið að einskonar dögg af himni, þótt klaga þá né yfirheyra, enginn ekki takist betur en þetta að grunar þá og ekki “brjóta” líkja eftir náttúrunni eða sanna þeir — en þar er einnig fult af orðin j vöiUSpá: “Þaðan koma öðrum verum af ýmsu kyni, döggvar þærs í dala falla”. í sem liggja andaðir í brennivíni horninu safnsins næst dyrun- um aldur og æfi: það eru fisk- um er veggurinn þakinn með ar, ormar, krabbar og margs- ákaflega stórri járnþynnu, sem konar önnur sækvikindi. Safn- annaðhvort er afgangur af ið minnir þannig á lífið og þess gomiu þaki á grásleppuhjalli margbreytni betur en nokkur eða þá einhver eldgamall “templara” - prédikun; það skjöldur frá ómunatíð, kannske minnir á kraftyrðin í Fjölni, frá uppboði eftir Starkað þegar hann flutti bindindisrit- gamia eða Ketil hæng; þá má gerðina á 7. árinu forðum daga og leifar af gomium múr eða og sagði, að eitt glas af víni kletti, en á þessum fornleifum stytti aldur manns um tíu ár, eru þrju got, og eru þau ein- eða eitthvað á þá leið; þetta hver hin mestu furðuverk í sanna blessaðir fuglarnir best, Glasgow”, því að þau eru hvert því að þeir hafa aldrei drukkið um sjg ems og Hliðskjálf, þar eitt glas af víni og standa nú á sem óðinn sá um allan heim; safninu, ódauðlegir og eldast þar j gegnum má sjá alla fram- aldrei; en fiskar og önnur dýr tíð og alla pólitík, en guð varð- geta ekki verið þar, nema þau Veiti oss frá að fara fleiri liggi í brennivíni og alkohóli, orðum um þessa hluti. sofandi í svefni algleymisins, j nú er ekki fleira frásagnar- syndlausir og draumlausir, en vert j kotinu og ekki annað eft- um leið sýnandi, að alkohólið jr en útsjónin um gluggana. Þá er ómissandi, því að án þess er er best að fara fyrst inn í hlið- ómögulegt að geyma ótal hluti arherbergið, þar sem álftin á náttúrusöfnum, enda er það stendur; öllu er óhætt, því hún alstaðar notað til þess. Eg er Spök og hreyfir sig ekki, hefi áður lýst fyrirkomulag- hún hræðist ekki, þó að menn inu á safninu, og þarf því ekki komi nærri henni; þar er einn að orðlengja um það hér; þar á giuggi og j honum liggur gín- móti skal eg nú lýsa húsnæð- anúi haus af stórvörxnum inu sjálfu með fáeinum orðum. karfa, sem einu sinni var dreg- Komi maður inn í safnið á inn á skútu fyrir framan Látra- rúmhelgum degi, þá detta bjarg; en út um gluggann má manni í hug þessi orð úr Háva- sjá prentsmiðju “Dagskrár”, og málum: “yfir ok undir stóð- heyrist ekkert hljóð, þó að umk jötna vegar”, því að alt í pressurnar gangi og vinni ó- kring og uppi og niðri er þvílík- þrotlega nótt sem nýtan dag, ur ógangur og ólæti, að manni og er þetta alt öðruvísi en liggur við að ærast; það er.prentlæti ísafoldar, þar sem engu líkara en lætin á f jallinu, j dynkirnir heyrast út á götuna sem Parisade gekk upp eftir, í eins og hundrað saumameyjar sögunni í Þúsund og einni nótt. | séu að pressa ‘dimplomat- Framh. Þegar loksins upp er komið, þá mega menn vara sig, menn eru þegar mintir á hin óþægilegu fótakefli, sem for- laganornirnar leggja fyrir menn í lífinu, eins og skrifað stendur: “ljótu leikborði skaustu fyrir mik in lævisa kona”; barnavagn eða þvotta- stampur stendur venjulega á ganginum og sést ekki í niða- myrkrinu, því að engan Ijós- geisla leggur inn í þennan myrkheim, þótt hádagur sé á lofti og sól skíni um alla ver- öld. Mega menn því þakka fyr- ir að komast ómeiddir að með heila limi að sjálfum dyrunum á safninu. Þá tekur ekki betra við, því fyrir hinum eldgömlu dyrum er forneskjulegur pakkhúslás, lík- lega keyptur á einhverju upp- boði, þar sem menn hafa orðið að standa úti undir berum Maður má þakka fyrir að verða ekki að steini. En þetta minn- ir oss á að vera stöðugir í líf- frakka’ með fjórðungsþungum pressujárnum, en “góðtempl- ararnir” standa löðrandi í svita inu, hvað sem á gengur. Or-; svo alt rennur og flýtur og sökin til þessa rifrildishávaða Framh. á 7. bls. ORDER BY TRADE NAME Jhoh. i>ch. the. OmmyjuLcUThtaHjí

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.