Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. OKT. 1941 Sonur Öræfanna 1. Kapítuli. Ofviðri og ósjór — myrkur, tjón og gleymska! Skipið hékk á klettunum og beið banans fyrir framan strönd öræfanna. Það hafði ekki hitt Unirhak sundið, sem það hefði getað siglt í gegn um heilu og höldnu inn í hið norðlæga íshaf, en hafði í stað þess hrak- ið í austur nálægt hinum löngu ströndum, sem nefndar eru Alaska skaginn, og nú var þar að farast. Eina sundið, sem áhöfnin gat fundið, iá til himnarikis sjómannanna, þar sem ofviðrin gnýja ekki og mild gola andar móti gestunum. Þetta var ekkert óvenjulegt. Þeir sem sigla um höfin við Alaska sjá ætíð slika sýn. Storm, bylgjur og skip, sem hefir strandað á einhverjum kletti, sem ekki stóð á kortinu. Einkum fá skipin að kenna á þessu við vestur Alaska. Hinir máttugu landvættir þess á- kváðu, að það skyldi vera lokað land mensk- um mönnum. Eyðiland hjúpað þoku, æðandi ofviðrum, sem bölvun hvíldi yfir. Þessvegna hafa þeir umkringt það með varnarvirkjum ramgjörvum og ósigrandi. Hulin undir hinu kalda hafi, liggja mörg rif, hárbeitt, oddhvöss og banvæn. Og þar strandaði nú eitt skipið ennþá. Um borð í skipinu ríkti rólegur hetju hugur. Sjómennirnir vissu hvað þeirra beið og tóku forlögum sínum með stóiskri ró- semi. Önnur skip og aðrar áhafnir höfðu far- ist og nú sló stund “Laxins”, hins traust- bygða skips, sem var eitt af laxveiða skipun- um. Vlð þessu var ekkert að gera og ennþá minna að segja. Klettarnir höfðu sollið lengi og bárurnar biðið rólegar. Nú var stundhi komin. Þetta var slæmt hvað þá snerti, hugsuðu sjómennirnir, en þúsund sinnum verra fyrir vesalings móðirina og börnin hennar, en þau voru einu farþegarnir. Það var ekki rétt- látt, að hún skyldi farast á þennan hátt. Hún átti ekki heima á hafinu, það veitti henni ekki viðurværi og átti því engan rétt á því að taka líf hennar. Hún var ákvörðuð til að deyja rólegum dauða heima í rúminu sínu, með hendurnar krosslagðar á brjóstinu og krjúpandi ættingja hjá rúmstokknum, en ekki í þessu víti ofviðris og öldugangs. Ung og fögur — átti eftir að giftast á ný og eignast fleiri börn. Þetta var alls eigi hæfilegur dauðdagi handa henni. Og börnin hennar. Þau voru tæplega farin að sjá lífið ennþá, og nú hlutu þau að deyja. Sam, elzta barnið, var bara sjö ára gamall — snotur, alvarlegur drengur, sem hafði náð hylli allra sjómannanna. Ungabarnið var aðeins árs gamalt. Grannvaxin kona í ekkjubúningi — ynd- isleg og barnsleg eins og Mrs. Moreland, var í raun og veru sjaldgæf sýn á þessum hrjóst- ruga stað jarðarinnar; en að þessi forlög skyldu bíða hennar var ennþá óvenjulegra. Á meðan hásetarnir létu niður eina björgunarbátinn, sem til var hélt hún áminn- ingarræðu yfir börnum sínumð og það mundi máske verða hin síðasta. Þar var ósegjanlega átakanlegt hversu mikið traust eldra barnið bar til hennar. — Hann hélt að hún gæti verndað þau, fyrir brotsjóunum er þvoðu yfir þilfarið. Hún grét lágt, en þau horfðu á hana með galopnum augum. Aldrei höfðu þau haldið sér svona fast í hana. Þau fundu til þess eins og ósjálf- rétt að þau þrjú yrðu að styðja hvert annað. hún kraup á þilfarinu og Sam litli stóð hjá henni og litlu hendurnar hans leituðu eftir hennar hendi og hann þrýsti litla líkaman- um sínum upp að brjósti hennar. Yngra barnið lá á vinstri handlegg hennar og hélt sér dauðahaldi í kjólinn hennar. “Gleymdu mér ekki, drengurinn minn ef eg fer burtu frá þér og þú verður hér eftir,” hvíslaði hún að Sam. Dökku augun hans er voru svo lík augum föður hans, störðu inn í augu hennar svo fast að hún fann næstum því til. “Mundu eftir hver þú ert. Sam More- land, sonur Sams Moreland. — Gleymdu því aldrei Sam. Heyrir þú það?” Þetta var í maí og snjórinn var horfinn úr dölum vestur Alaska, en stormurinn ofan frá ströndinni var hráslagalegur og nísti gegn um merg og bein. 1 skyndi reif hún af sér þykka loðfeldinn og vafði honum um son sinn. Er hún lyfti honum upp í björgunar bátinn, kom henni til hugar að hún gæti trygt líf hans enn betur, því batt hún hinar löngu kápu ermar, sem náðu langt fram yfir hendur drengsins við þóftuna til þess að hann skyldi ekki taka út. Síðan þrýsti hún yngra barninu að brjósti sér og settist í bát- inn. “Látið frá!” hljóðaði skipunin og bár- urnar virtust grípa bátinn. En goðin, sem ráða norðurhöfunum, eru voldug og einráð, og gegn goðmagni þeirra duga engar mannlegar varúðarreglur. Isa- bella Moreland hafði tekið allar þær varúðar- reglur, sem í hennar valdi stóðu. Hún hafði fylgt móðureðli sínu, sem er göfugast allra tilfinninga. En illvætti norðurhafanna glotti í kampinn. Það voru því engin undur að báru- kambarnir öskruðu sigri hrósandi, Litla þrenn ingin í bátnum, sem var tengd saman hinum sterkustu böndum, sem mannkynið þekkir, fékk nú ekki leyfi til að fylgjast að lengur. Er báturinn var kominn hálfa leið ofan að sjónum, slitnaði annar kaðallinn og hinn fór á sömu leið á svipstundu og er hann hvarf með flughraða út í myrkrið var í honum að- eins einn farþegi, barn, litill drengur, er var bundinn við þóftuna á ermum hinnar þykku loðkápu. Neyðaróp hans kafnaði í storm- gnýnum. Það heyrðist aldrei neitt framar af þeim, sem með honum voru í bátnum eða af skips- höfninni, sem stuttu síðar yfirgaf hið sökkv- andi skip i hinum björgunarbátnum. Enginn kunni frá þeim að segja nema stormurinn og aldan, og þau ein fylgja litla farþeganum á hinni einmanalegu ferð hans. En Sam litli skildi þetta auðvitað ekki. Hann var altof lítill til að skilja í öllum þess- um ósköpum, sem umkringdu hann. Það var svo mikið að það yfirgekk skilning hans. Að- eins hinar einföldustu, barnslegu eðlishvatir voru vakandi í meðvitund hans. — Hræðslan, skilningurinn um myrkrið, einstæðingsskap- urinn og þráin eftir faðmi móður sinnar. Þetta var hræðileg sjón, hið gráföla myrkur, hinar hvitfölduðu bárur og litli bát- urinn, sem skoppaði eftir þeim. Barnið var aleitt þarna á æðandi úthafinu. Hann sat í afturstafninum og þykka kápan verndaði hann að mestu fyrir kuldanum, og þótt hann væri eins og ruglaður og lamaður, sofnaði hann samt ekki, en var með fullri meðvitund. Dökku augun hans voru opin og í þeim var ekkert tár. Hann hafði mist húfuna og sæ- rokið hafði gert dökkjarpa hrokkna hárið hans rennandi blautt. Hann var fallegur, ef einhver hefði verið til að dáðst að honum. Hann hafði ætíð verið fremur alvörugefið barn svo að jafnvel bros hans voru alvarleg, en nú mátti lesa á andliti hans hátíðlegan furðusvip, sem var miklu átakanlegri en tár. Þar sem ermarnar voru bundnar, sat hann kyr á sínum stað þótt öldurnar köstuðu bátn- um til og frá. Hann þagði oftast nær — hann var of lamaður til að gráta — við og við stundi^ hann sárt af þrá og skelfingu, en þær stunur drukðnuðu í stormgnýnum. Hann nefndi að- eins eitt nafn — nafn hins eina guðdóms, sem hann þekti. En hún heyrði ekki til hans. En hvort hún fylgdi honum í anda yfir hið úfna haf vissi hvorki hann né nokkur annar lifandi maður. Það voru ekki miklar líkur til þess að báturinn kæmist gegn um rifin — en samt gerði hann það. Fluttur af vindinum rann hann út úr myrkrinu og inn í morgun skímu maí dagsins. Risavaxin bylgja lyfti bátnum inn í smávík eina, eða stöðuvatn, sem finnast víðsvegar á þessari strönd, sama aldan slengdi bátnum á land, þar sem hún skildi við hann á hvolfi. Ef hin dutlungsömu sævargoð, sem hingað til höfðu leikið með drenginn og voru nú þreytt af leiknum, hefðu óskað þess, hefðu þau getað drepið hann, en þau köstuðu bátn- um á land. En svo furðulega vildi til að aft- urstefnið lenti á þurrum runna, er þar gréri og tók af honum mesta fallið og hékk hann þannig að drengurinn féll fremur mjúklega í sandinn og meiddist ekki neitt. Það var dimt og hlýtt undir bátnum. Skelfingin er greip drenginn er hann féll var svo mikil að hann misti meðvitundina og um stund heyrði hann hvorki né vissi neitt. Hin þykka leðurkápa var heit og hlý. Það var alt sem hann átti eftir af móður sinni, en hún minti hann á hana og virtist flytja hana nær honum, og var það hughreysting fyrir þetta einmana barnshjarta. Hann vaknaði með angistarópi og kallaði eins og hann væri frávita á mömmu sína. Fyrsta ópið fékk hana ekki til að svara né heldur hið næsta og nú fór hann að gráta. Stuttu síðar kallaði hann á ný — hátt og skerandi — og grét svo á ný sárt og aumkv- unarlega eins og börnin ein geta grátið. Áður en langt um leið varð honum það ljóst að hann yrði að leita eftir mömmu sinni. Brimniðurinn var ekki eins hár og áður og dagsbirtan gægðist inn undir bátinn. Hann reyndi að skríða út, en fyrst hélt kápan hon- um föstum. Annað bandið hafði samt til allrar lukku losnað þegar báturinn barst í land, og þar sem drengurinn var lítill og lið- ugur, tókst honum brátt að losna og innan skamms sat hann í fjörunni. Hann hafði auðvitað enga hugmynd um hvar hann var. Hann vissi því hreint ekki, sem vonlegt var að hann hafði borist upp á eyðiströnd, sem næstum átti ekki sinn líka í víðri veröld — suður strönd Berings hafsins í nánd við vesturhluta hins langa Alaska skaga. Unimak sundið, sem skipstjórinn á “Laxinum” hafði árangurslaust reynít að finna, var fimtíu mílum vestar. Svika sundið, laxamið, milli suður odda skagans og Unimak 1 eyjarinnar var helmingi skemra burtu, en tuttugu og fimm mílur geta verið ókleif tor- færa í þessu landi. Lengra austur bjjuggu nokkrir innlendir menn. Aleutingar, bland- aðir eskimóum og voru þessir menn ásamt starfsmönnum laxveiða félaganna hinir einu, sem bygðu þetta mikla land. En drengurinn vissi ekkert* um þetta, enda hefði honum verið sama um það, þótt hann hefði vitað það. Hið eina sem á þessari stundu lá honum þyngst á huga var, að hann sá móður sina hvergi. Sjónar sviðið þar sem þessi sorgarleikur gerðist var líka alveg einstakt í sinni röð. Það bar á sér blæ, sem ekki var einu sinni jarðneskur.- Það sást ekkert til mannaferða, ekki einu sinni reykurinn frá nátteldi ferða- manna eða eitt einasta spor eftir mannlega veru, sem gerði umhverfið svolitið meira við manns hæfi og síður skelfilegt. En þarna var ekkert nema hafið, himininn, landið og barnið aleitt. Yfir öllu hvíldi einhverskonar svipur feiknar og takmarkaleysis. Yfir höfði hans hvelfdist grár himininn, sólin sást ekki til að verma hann; dagurinn var dimmur og þung- búinn. Framundan honum lá hið takmarka- lausa haf. Það var markað á landabréfinu og eftir því fór einstaka skip við og við, sem hafði vilst þangað. Það var því raunveru- legt en ekkert draumahaf, en eins og bak- tjald fyrir þetta sjónarsvið virtist það næst- um vera draumsýn. Það var svo víðáttumik- ið, grátt og grafið í móðu. Beggja vegna við hann var hinn guli fjörusandur. Djúp þögn, sem eigi verður með orðum lýst virðist að ríkja á öllum ó- bygðum ströndum. Einveran virtist marg- falt meiri þarna, en í nokkrum eyðiskógi eða á fjallstindum hálendisins er þeir eru baðaðir í tungslskini. Villudýrin, sem heimsækja strendurnar eru í sjálfu sér merki einverunnar — máfar, örn eða krabbi, sem skriður í sand- inum, en að mannlegar verur hefðu nokkru sinni komið eða mundu koma þangað, virtist óhuganslegt. Þarna var ekkert nema sandur, á stöku stað grár klettur eða rekabátur, sem öldurnar höfðu varpað á land. Og nú stóð hin siðasta gjöf hafsins upprétt og lifandi á sandinum. Upp frá ströndinni lá flöt sléttan, sem nefnd er tundra og náði hún upp að nöktum fjöllunum, það voru Aleutfjallagarðarnir. — Hin miklu fjöll snæviþakin og alsett eldgig- um, og náðu þau óslitin mörg hundruð mílur yfir til sín. En Sam vissi ekki hvað þau hétu. Hann stóð bara undrandi og lotningarfullur og starði á jökurbreiðurnar. Hann litaðist árangurslaust eftir tré. En skógur sást þar hvergi nokkurstaðar, en trén mundu hafa hrest hug hans vegna þess að þau voru lifandi verur eins og hann sjálfur, og þar sem hann var alinn upp í skógarlandi hefði hann glaðst yfir þeim eins og gömlum kunningjum. En hann gat ekki komið auga á eitt einasta tré. Barnið stóð í miðri þessari auðn og starði með opnum augum, sem skelfingin og tárin spegluðust í. Grámáfur flaug yfir höfði hans og gargaði hátt er hann sá hann. Þegar Sam hafði losnað úr loðfeldinum fanst honum að nú gæti hann kannske fundið hana mömmu sína. Það var hið eina áhuga- mál hans. Hann var bæði þreyttur og kaldur og hræddur, en alt yrði gott gæti hann aðeins fundið hana. Hann gekk fram og aftur um ströndina og kallaði á hana. Rödd hans hljóm- ’ aði há og skær í andarhléum stormsins. Þetta var skemtun vættanna, sem ráða fyrir Jötun- heimum óbygðanna — leit hans og hróp. Allir andar auðnarinnar virtust standa á öndinni og hlusta meðan litlu fæturnir báru hann lengra og lengra frá bátnum. Þeir vissu það þessar vættir, hver árangurinn yrði af leit hans. En Sam litli var samt á réttri leið. Hann fór i rétta átt til að finna hana mömmu sína. Einhverstaðar á þessum furðu ströndum mundi hún bíða hans með útbreiddan faðm- inn. Hann yrði að ganga gegnum dimma dali og djúpa skugga til að finna hana, en hann var sannfærður um, að sér tækist það að síðustu. Hún mundi lúta niður að honum, taka hann í fangið og bera hann burtu. “Hverfðu aftur! Snúið til baka litlu fætur!” Var það rödd hennar? Kom að- vörun þessi, er hann heyrði svo skýrt frá henni, eða frá sjálfsbjargar hvötinni, sem í honum bjó, og sem er svo vakandi hjá litlum börnum? Einfaldasta skýringin er sennilega sú, að hann var kominn svo langt frá loðkáp- unni. Honum var fjarskalega illa við að fara langt frá henni. Hún var eins og verndari hans. Hún var alt, sem hann átti eftir af móður sinni. 1 raun og veru var hún eini á- þreifanlegi hluturinn í þessum illa draumi. Hún kom í staðinn fyrir mömmu hans, sem farin var í burtu frá honum. Hann sneri sér hægt við og gekk grátandi til kápunnar og bátsins. Hann laut niður í bátinn. Þar lá feldurinn — gljáandi, hlýr og yndislegur — og hann hjúfraði sig inn i hann. Þar fann hann nýja hughreystingu og hlýju. Hinn napri og ískaldi vindur náði ekki til hans þarna. Kuldinn hvarf úr líkama hans og honum hitnaði öllum, eins og hann hvíldi í faðmi hennar! Þarna var griðaskjól gegn hinni hræðilegu einveru. Hann grét lengi, kallaði við og við á mömmu síná og sofnaði um síðir. Hann kall- aði, grét og svaf til skiftis í langa hríð þang- að til að honum skildist að hún var alt of langt í burtu til að heyra til hans. Hann drakk ferskt vatn út litla læknum, sem rann hjá bátnum. Það var bragðgott samanborið við sjóinn. Hjá læknum óx græn jurt, sem hann hélt að væri æt og var hún bragðgóð. Þetta var ekki æt jurt og ekki mikil næring í henni, en hún slökti samt versta hungrið. Seinna borðaði hann hart brauð, sem var í kút í bátnum og hafði verið vel bundinn við hann. En honum fanst loðkápan vera aðal atrið- ið. Hún'var ekki lengur flík, sem hafði til- heyrt mömmu hans, en kom nú í staðinn fyrir hana, varð eins og móðir hans. Hann grét nú ekki altaf af þrá eftir henni, jafnvel ekki fyrsta daginn, heldur talaði við sjálfan sig eins og börn gera venjulega er hann lék sér á einfaldan hátt. Er sólin settist sat hann hjá fjörusandinum og lék sér að smásteinum. Þarna fann óttinn hann. óttinn, sem varð einvaldur í landinu er nóttin færðist yfir það. Þar sem leikurinn stóð hæðst heyrði hann nýja rödd í stormgnýnum. Skiln- ingsvit barnanna eru næm — þau geta séð og heyrt margt, sem fullorðnu fólki er hulið — og drengurinn hrökk saman af ótta. Hann hefði hlaupið til mömmu sinnar, hefði hann vitað hvar hana var að finna, og nú stökk hann á fætur til að komast í hreiðrið sitt. Það heyrðist hvísl gegn um loftið. ógn- andi, ægilegt eins og heiftuðug formæling. Það var rödd anda næturinn, sem var að líða yfir heiminn — ekkert sem menn þurfa að óttast ef eyru fullvaxinna manna grípa það. Horfnir guðir koma fram um nætur, andar óttans og dauðans gera reimt á slíkri eyði- strönd sem þessari. Villumennirnir eru löngu síðar flúnir frá þeim, hafa eytt töfrum þeirra og varpað frá sér oki þeirra. En Sam hafði ekkert nema eðlishvatir sínar. Alveg eins og hinir litlu meðbræður hans, snæhérinn og rjúpan, er heyrðu hina fyrstu raddir nætur- innar — hættuna. Óttast skaltu myrkrið! var hið forna boðorð. Stormurinn hvílsðai það. Það barst til hans frá fannbreiðum jöklanna. En hvað skuggarnir urðu einkennilegir og langir og ó'hemjulegir. Og hve hafið varð ógurlegt. Og rödd í loftinu yfir höfði hans gerði hann skelfdan. En þetta var rödd fuglahóps sem flaug yfir hann, ‘en er þeir horfðu niður til hans fanst honum að þeir hefðu boðskap að flytja. 1 gargi þeirra heyrði hann hið forna harmljóð sem ort er til hinnar hverfandi sálar. 1 því bergmálaði óttinn við hin miskunarlausu öfl næturinnar. Þetta var skelfingar óp — hin forna skelfing, hin ískalda skelfing, angist dauðans, sem nóttin og myrkrið boðar því sem lifir. Síðasta ópið dó út í loftinu og drengur- inn hjúfraði sig þéttara inn í hreiðrið sitt. Það var hljótt og dimt inni þar, og mjúkur feldurinn var huggunarríkur er hann lagði vangann að honum. Það var ekki eingöngu óttinn, sem einstæðingsskapurinn vakti í sál hans, heldur líkamleg skelfing sem greip hann, er hann gægðist út gegn um smugu í ifeldíinum. i Tennurnar glömruðu í munni hans af ótta. “Óttast skaltu myrkrið!” var hvislað að honum á ný. “Sólin var blessuð, dagsbirtan góð og mild, en myrkrið er dauðinn!” Þetta var fyrsta lexían, sem hann lærði. Það var dásamlegt að lifa og anda í dagsljósinu, en myrkrið var illur andi. Hann titraði af skelf- ingu, og vissi ekki hvað hann var hræddur við. Hættan beið hans í hinum löngu skugg- um. Fullorðinn maður hefði sjálfsagt fundið til hræðslu, hefði svona staðið á fyrir honum, en hann hefði aldrei fundið til þeirrar skelf- ingar, sem heltók Sam litla. Minsti hávaði varð heyranlegur gegn um báruniðinn. Sam gat ekki skýrt þennan hávaða. Hann vissi bara að hann var hræðilegur. Hvernig gat hann vitað að hið ámátlega garg máfanna væri máfagarg og höggin sem hann heyrði væru af þeirri orsök að rekaviðurinn væri að berjast saman í fjörunni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.