Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.10.1941, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. OKT. 1941 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA minsta kosti hér áður, að við værum frændur. Má vera að þeir hafi nú komist að raun um, að við séum ekki náskyld- ir þeim. Að vísu eigum við sameiginlega forfeður, er uppi voru fyrir einum 1500 árum, og þó blóðblöndun hafi verið mik- il og gagngerð í Mið-Evrópu og Norður-Þýzkalandi á undan- förnum öldum, þá mun eima eftir af einhverjum skyldleika frá fornöld milli okkar og þeirra. Það kann að vera að við getum kallast þrítugmenn- ingar eða 45-menningar. Sagn- fræðingar telja þrjá ættliði á hverri öld, eins og menn vita. En ekki er að búast við að frændur í 30. eða 45. lið séu sérlega likir. Og eftir því sem stundir liðu fram hefir ættþró- un okkar farið sitt hvora leið. A Það er rétt, að fyrir rúmlega 1000 árum voru það forfeður okkar sem fóru í hernað til framandi landa. Þá voru þeir óþroskaða fólkið, sem rændu verðmætum frá öðrum, er þeir sjálfir gátu ekki framleitt, glöddust yfir því að eiga ráns- feng og voru hreyknir af að hafa náð eignum annara. Þá voru það þeir, sem töldu sér heiður að því, að aðrir óttuð- ust þá, því þeir fóru með meiri grimd en aðrir, og orðum þeirra varð ekki treyst. Ættmeiður okkar tók brátt að vaxa upp úr þessu, en þjóðir þær, er sunnar bjuggu, héldu bjargfastri trú á nytsemi lík- amlegra refsinga og töldu að blóðsúthellingar væru allra meina bót. En löggjafir for- feðra okkar, á miðöldum hurfu j frá líkamlegum refsingum, og j aftökur voru lítið í tísku. For-! feður okkar brendu ekki einu sinni galdramenn — dauða- j refsing á báli var þeim einum ætluð er sviku konung sinn og fósturjörð. Það var fyrst eftir að fursta- ætt frá Norður-Þýzkalandi kom til valda á Norðurlöndum, að erlendar hugmyndir og aðferð- ir komust inn í löggjöf okkar og lífsvenjur, og kvalahegning- ar og galdrabrennur komust hér á. Hvernig var í Noregi alt þangað til í fyrra er öllum í fersku minni. Við vorum horf- in frá dauðahegningu, sem einskonar villimensku fyrir 50 árum síðan. Það var vilji okk- ar, að jafnvel hinir verstu glæpamenn fengju þá meðferð sem samviska bauð, með rétt- læti og mannúð. Látum okkur aldrei gleyma að við vorum komin um þús- und ár frá villimenskunni, frá kvalafýsn og blóðþorsta. Við vitum að þetta stafaði ekki af því, að slíkar kendir væru al- dauða í hugum vorum, en við börðumst gegn þessum til- hneigingum af heilum hug. — Það átti að útrýma þeim eins og hverjum öðrum óþverra. Hetjulund sýndu þeir menn, í okkar augum, er lögðu líf sitt í hættu til þess að bjarga öðrum frá dauða, t. d. er heilar skips- hafnir vilja fórna lífi sínu til að bjarga mönnum úr sjávar- háska, eða bændur gera alt sem í þeirra valdi stendur þó ekki sé annað en bjarga búpen- ingi úr ógöngum í klettum eða jöklum. Við vitum að það er erfitt fyrir þá sem heima eru að halda fast við alt sem er norskt hugarfar og menning, hinn há- leita vilja til rétlætis, fórnfýsi og virðing fyrir mannréttind- um, líka meðal þeirra veiku, lasburða og þeirra sem hafa glæpahneigð. Til eru vissar tegundir giæpahneigðar, sem vekur meðal okkar svo innilegan og óendanlegan viðbjóð, að ekki er hægt að hata þá sem þvinga okkur til þess að horfa upp á og þola andstyggilega hluti. — Fyrir ykkur, sem nú verðið að horfa á að “ríkisráð”, samsett af vikapiltum útlendinga, vill stjórna Noregi, leggja niður fánann okkar sem norsk skip hafa siglt undir með heiðri og sóma um öll heimshöf og blakt hefir yfir sorgum okkar og gleði alt frá því við vorum smábörn í 17. maí skrúðgöng- unni og vill taka upp merki Ólafs helga, eftir að það hefir verið atað í forarpollum svika og lyga, fyrir ykkur er það erfitt að muna hvað það þýddi fyrir einu ári, að vera norskur. En munið orð Runebergs, er hann minti á, að enn kæmi dagur, enn væri ekki öll von úti. Enn berjast Bretar og högg þeirra verða þyngri með degi hverjum. Stærsta lýðræð- isríki heims er nú vaknað og veit um hvað er barist um gervallan hnöttinn, barist fyrir lífsréttindum manna og lífs- hamingju. Og fyrir yfirunnar þjóðir Ev- rópu er vert að muna orð hins háleitasta andans manns er Svíþjóð hefir alið, eins þess mesta manns af norrænni ætt sem séð hefir dagsins ljós: “Þeir yfirunnu eiga eftir sin vopn — þeir áfrýja til Guðs.” —Lesb. Mbl. Hennar verður mikils saknað af öllum sem þektu hana, og lengi munu vinir hennar, sem voru margir, minnast hennar. P. M. P. ‘TÍMARNIR BREYTAST” (Til Þ. Þ. Þ.) DÁNARFREGN Miðvikudaginn 24. sept. fór fram útför á Mountain, N. D., er Anna Jóhannesdóttir (Mrs. Hannes Björnsson) 70 ára að aldri, var jarðsungin, og fluttu líkræður prestur Lúterska safnaðarins á Mountain, séra Haraldur Sigmar, og séra Phil- ip M. Pétursson, prestur Sam- bandssafnaðar í Winnipeg. — Húskevðja fór fram áður en at- höfnin var haldin í kirkjunni í Mountain og þar flutti séra Philip M. Pétursson ræðu, en séra Haraldur Sigmar bæn. — Fjöldi vina og ættingja voru við báðar athafnir. Anna heitin var dóttir þeirra hjóna Jóhannesar Magnússon- ar frá Hóli í Tungusveit í Skagafjarðarsýslu og Stein- unnar Jónsdóttur frá Skardals- koti í Siglufirði, og var fædd 11. júni, 1871. Systkini hennar voru fimm, sem öllu eru nú dáin nema einn bróðir, Jón J. Magnússon, sem er nú sem stendur í Moun- tain, N. D., en hefir búið mörg ár í grend við Akra. Hin syst- kinin voru: Guðrún. kona Rögnvaldar (Walter) Hillman á Mountain; Helga. kona Frí- mans Hannessonar sem bjó á Mountain og seinna í Mouse River; Pétur, sem átti heima i Árborg, Man., og Asmundur, sem bjó í Selkirk. Anna heitin kom til Vestur- heims árið 1888, og settist að í íslenzku bygðinni i N. Dak., og fimm árum seinna, 3. júlí 1893, giftist hún Hannesi Björnssyni, sem er ættaður frá Mælifellsá í Skagafirði. Fyrri kona Han- nesar dó frá þremur börnum, og kom nú Anna í móðurstað, og sá um þau eins og þau væru hennar eigin. En þau börn eru nú öll dáin. Börnin sem nú lifa hana og sVrgja hana, eru sex, fimm alsystkini og ein hálfsystir, dóttir önnu, Lauga, Mrs. G. Q. Kristjánsson, sem býr á næsta landi við land móður hennar sál. og stjúpföð- ur, Hannesar. Hin systkinin eru: Hannes Jón, í Hensel, N. Dak.; Hjólmar, á Garðar; Steini í grend við Hensel; Sigurður með Canada-hernum á Eng- landi, og sem bjó í Selkirk, Man., áður en hann gekk í herinn; Helgi, í heimahúsum, og Anna, sem býr einnig á heimalandinu og sér nú um heimilið. Anna heitinn var kærleiks- rík móðir og góð eiginkona. Hún var félagslynd mjög, og tók mikinn þátt i starfi kven- félags Eyford-safnaðar. Á heimilinu var hún sívinnandi. glöð í anda, umhyggjusöm og einlæg. Þú ert stiltur, Þorsteinn —Það er engin lýgi— þrotlaus þolinmæði þín—á hæsta stígi. Einrænn ugludómur ef mér væri sendur mundi eg köldum klaka kasta á báðar hendur. Veit eg sigursælli samt er þögn og stilling meðan framhjá flýtur fordómanna trylling. Oft varð þras um “Þyrna” Þorsteins Erlingssonar: drengur sá var dæmdur dómum ýmis konar. Fordóm fékk að launum Fjallaskáldið góða fyrir sál og sannleik sinna beztu ljóða. Nú er nafni beggja nælt á hæstu fána; þeir, sem þrá að fljúga, þeirra fjaðrir lána. Sannleik “Sögu” þinnar seinni tímar geyma, blessa bækur þínar bæði vestra og heima. Sig. Júl. Jóhannesson skoða myndina af kerlingunni frá Perú. Gissur Elíasson. ÍSLENZKAN 1786 STUNDUM ER BETUR FARIÐ EN HEIMA SETIÐ Nýlega var gerð tilraun til að hrinda í framkvæmd þeirri hugmynd, að gefa alþýðufólki, víðsvegar um Canada og Bandaríkin, kost á að kynnast opinberlega ýmsum listamál- verkum úr Vesturálfu heims. Fyrir þremur árum stofnaði eitt af voldugustu verzlunarfé- lögum heimsins “International Business Machines” að nafni, til þessarar framkvæmdar með því að kaupa og safna í eina heild myndum eftir fræga list- málara, — tvær úr hverju ríki, frá Alaska til Cape Horn og frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Fé- lagið gerði þetta í þeim til- gangi að auglýsa sig og vörur sínar sem víðast í landinu og hefir sú tilraun síðst látið sér til skammar verða; því fleiri merkismyndir sem safnið eign- ast, því meira umtal og aðdáun vekur það; og stuðlar það þannig óbeinlínis að vekja meiri þekking á eigendunum og vörum þeirra. Auk þess er forseti félagsins, Mr. Watson, er hefir umsjón með öllu er að þessu lýtur, mjög hlyntur list- málurum, og bendir á í for- mála fyrir kveri er skýrir myndirnar, að listin geti átt verklegan þátt í athöfnum hversdagslifsins. Það sem fyrir mér vakir með þessum orðum er, að draga at- hygli fólks að myndasafni þessu, og sem öllum er heimilt að skoða meðan það er hér í bænum. Myndirnar eru til sýnis daglega frá kl. 2.30 til kl. 5.30 og einnig frá kl. 7.30 til 9.30 e. h. í listastofunni í Audi- torium. Ekki ætti fólk að draga það að heimsækja þessa stórmerkilegu sýningu, því myndirnar verða fluttar til London, Ont., um þann 8. okt. n. k. Oft að undanförnu hafa svipaðar myndasýningar, þó engin eins stórkostleg og þessi, staðið fólki til boða, en það er mikið vafamál hvort Islending- ar. yfirleitt h-afi notfært sér slík mentatækifæri sem skildi, og stafar það mest, ef til vill, af þvi, að þeim var eigi kunn- ugt um þau í tæka tíð. — Að- gangur er ókeypis og geta því allir farið og skoðað sig um, þó ekki væri nema fyrir for- vitnissakir, eða bara til að í einu tímaritanna íslenzku (Óðni 5 ár, 3. blað), hefi eg rekist á bréf það, sem hér fer á eftir. Það er skrifað á Jök- uldal og segir manni í Reykja- vík frá láti sonar hans. Er bréfið hér að gamni birt. Það sýnir að því er ætla má, stíls- máta og stafsetningu sendi- bréfa á Islandi í lok 18. aldar; hún mun hafa verið þessu lík annar staðar en á Jökuldal. Virðulege Velforstanduge Heidurs Man Trigdreinda elskulege Vin. Drotten gaf drotten Burtok hans blessada Nafn vil eg bera í brjoste og Sleppa ej, Sú hlyfd mun mier hollust vera, hvort Sem eg lyfe edur Dei. Nú fyrir Lyttellra Stúndu, Hefúr ockar Himneska Födur þocknast ad biírt-kalla Ydar Elskulegan Son frá þessú ty- manlega, til þess Eylyfa lyfs, Epter þad han hafde uppfilt mæling Jesú hörmunga og bored Þolinmódlega Hans Strídsmerke epter Honum og ad Hans blessúðum Vilja, Hier í guds nadarriki, Hann Lyfer nú hia Synum Endurlausnara Jesú Ljómar ætyd Sem Skiæra Söl, Nú í þessu ásigkomúlage jgiet eg valla Vændt ad Þier edúr Nockúr Ydar, giete Vered Nalæger vid Jardarfór ockar blessada ástvinar (Þo mier anars Hefde Hugarhægd Ver- ed). En þar hier um plass er mióg bagdt til manrads, Vil eg tilmælast (ef skie Kine) ad Hrafnkiels Dals bændúr giæd- úd Vered lykmen, Eg Skrifa Nú Jone Mínum til ad Koma og Smide Kistúna, Næsta Ekert Hefe eg af því Brene Vine Sem verdt er ad brúka fyrer alþydu, En þó Vil eg til Sia (Lofe gud) ad Lykmenerner Verde avarp- ader, Drotten Jesú giefe oss óllum ad Drecke nytt gledenar Vin og mettast af Guds Húss nægðargiæðum, úm óll ár Ey- lyfdarenar. Eg Kved Ydúr med Nalægúm Ástvinum fyrer mig og mina Astsemdar Kvediu Kosse Forblifande. Ydar Heidursamur elskande vin, BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld FJÆR OG NÆR Minningarrit Þeir, sem eignast vilja 50 ára minningarrit Sambands- safnaðar, geta eignast það með því að senda 50^ til Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave. Ritið er mjög eigulegt, með myndum og ágripi af sögu kirkjunnar á íslenzku og ensku. * * * Landnámssögu Islendinga í Vesturheimi má panta hjá Sveini Pálma- syni að 654 Banning St., Dr. S. J. Jóhannessyni að 806 Broad- way, Winnipeg og Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg. # # * Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 5. okt. 17. sd. e. tr. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Is- lenzk messa, kl. 12.15 e. h. — Ensk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson # # # Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og n. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir Jacob A. Riss. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. Upplag þessara bóka er lítið. Þeir sem eignast vilja þær, ættu því að snúa sér sem fyrst til ráðsmanns Hkr. * # • Samkoma verður haldin á Víðir 10. okt. n. k. til arðs fyrir sumarheimili barna á Hnaus- um. Þar skemta meðal annars séra Philip Pétursson með ræðu og P. S. Pálsson með upp- lestri gamanvísna. # • * Lítið inn Enn hefi eg eftir nokkrar bækur nýkomnar að heiman, þar á meðal Sólon Islandus, tvö bindi í bandi, bæði á $6.00 Markmið og leiðir $1.25; — Mannslíkaminn, eftir Jóh. Sæ- mundsson, í bandi $1.25 og ýmsar fleiri bækur. Sendið eftir bókalista. Á von á nýj- um bókum að heiman bráð- lega. Björnsson's Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA Hin árlega tombóla Sam- bandssafnaðar verður haldin mánudaginn þann 3. nóvember nœstkomandi. Nánar auglýst síðar. * • * Þakklœtisguðsþjónustur við Churchbridge o. v. I okt. í Hólaskóla kl. 11 f. h. þ. 5. 1 Hólaskóla ensk messa sama dag, kl. 3 e. h. 1 Concordía söfnuði þ. 12, og í Lögbergs söfnuði þ. 13, kl. 2 e. h. Við Winnipegosis þ. 19, kl. 11 í Red Deer Point skóla og kl. 3 e. h. í Winnipegosis sama dag. í Con- ■cordía söfnuði þ. 26. S. S. C. * # # íslenzk guðsþjónusta í Vancouver, B. C. verður haldin, er G. I., kl. 3 e. h. næsta sunnudag, í dönsku kirkjunn á horni W. 19th Ave. og Burns St. Komið sjálfir og látið sem flesta vita. R. Marteinsson # * • Lúterskar messur í Vatnabygðum Sunnud. 5. okt.: Mozart, kl. 11 f. h. á islenzku. Wynyard kl. 3 e. h. á ensku. Kandahar, kl. 7.30 e. h. á ensku. B. T. Sigurðsson # # ♦ BJÖRNSSON'S BOOK STORE 702 Sargent Ave., Winnipeg Hefir mikið úrval af skóla- bókum, pappír, bleki, og skrif- bókum, nótnabókum, strok- leðri, blýöntum og ýmsu fleira fyrir skólabörn. Komið og lítið inn. Dómarinn: Hversvegna stál- uð þér? Sakborningurinn: Neyðin knúði á dyr hjá mér. Dómarinn: Þér hefðuð getað látið vera að ljúka upp. * • • — Hversvegna sagðir þú lúðraþeytaranum upp, Clara? — Það var altaf málmbragð af honum. WINNIPEG Þörf hans er sú sama | p STOFNANIR FYRIR BÖRN ■ “ (á öllum aldri og þroska) HvatSa mun gerir þat5 til hans, hvort atS ó- hamingjan henti hann í Warsaw . . . Cov- entry . . . etSa Winnipeg . . . hann et5a hunórat) hundrut&ir annara er fyrir áfellum hafa ortHtS hér vor á metSal? Þ*etta eru hin munatSarlausu börn eöa félaust gamalt fólk, er blinda, krabbi etSa önnur mein þjá, er þarfnast lœkninga vit5, en geta ekki veitt sér þab, vegna þess ab fét5 skortir. Nei, hér er ekki um aö kenna sprengjuárásum eöa þesskonar áföllum, en hagur hjálparþurf- anna er engu síöur sárgrætilegur. Daginn út og inn vertSur Community Chest ab halda áfram, og bæta hag þeirra, sem fyrir áfalli hafa orbiö. ÞaS vert5ur aö finna þeim skjól, klæba þá og lækna, sem á kom- andl ári mun kosta $10,000 meira en áöur. Svo til þess atS ná takmarkinu, $315,000.00, þarf hver og einn ab gefa dálítib meira STOFNANIR ER SJA UM ALDRAÐA STOFNANIR FYRIR HEILSUEFTIRLIT STOFNANIR FYRIR FJÖLSKYLDUR STOFNANIR TIL UPP- ELDISLEIÐBEININGAR SMBKÍ! SEPT.22-OCT.4

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.