Heimskringla - 17.12.1941, Side 4

Heimskringla - 17.12.1941, Side 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. DES. 1941 iticimskrtrtgla (StofnuO 1888) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta bréí blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON TOanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 17. DES. 1941 JÓLIN I NÁND Sleða klukkurnar hringja í útvarpinu og Santa Claus er á hverju horni og í hverjum búðarglugga. Fyrir öllum liggur nú þetta vanalega, að leita uppi eitthvað að senda vinum sínum, sem tákn vináttu. Jólagjafir eru slíkt tákn, tákn bróðurþels og samúðar, hverjar svo helzt sem þær eru. Þessu fylgir eins og allir vita mikið vafstur og eilift ráp í búðir. Er margur fótasár eftir það alt á jólunum. En hvað er það alt saman hjá jólafögnuðinum? Það hefir einhver haldið fram, að gleðin væri bezti vottur um heilbrigði mannsins. Menn mega því illa við að vera án jólagleðinnar. En til þess að létta mönnum búðar- göngurnar eða röltið, vill Heimskringla benda þeim á viðskiftahús þau er aug- lýsa í þessu blaði. Þegar auglýsingarn- ar eru lesnar, erum vér þess fullvissir, að menn hafa séð margt, sem þeim hefði ekki annars dottið í hug, en eru einmitt munirnir, sem svo vel eiga við, smekk- legir, í sérstökum umbúðum og á hinu rýmilegasta verði. Að veita þessu eftir- tekt heima hjá sér, getur tekið margt ómakið af mönnum á þessum anna tíma fyrir jólin og orðið til þess að þeim líði betur í skrokk og fótum á jólunum, en þeim oft gerir, eftir allan erilinn. Það mun margur ætla að um viðskifti verði lítið á þessum jólum. En það gagn- stæða hefir komið í ljós. Þrátt fyrir þó á einstöku vörum sé nú hörgull, hafa þeir, sem rannsakað hafa þessa hluti í Bandaríkjunum, komist að þeirri niður- stöðu að meira verði um kaup til jól- anna en nokkru sinni fyr, eða um 15— 20% meira en 1929, en það ár hefir haldið meti í þessu efni. Vestanhafs mun hvar sem er óhætt að gera ráð fyrir eitthvað svipuðu þessu. Á þessum tímum virðist oss, sem líta megi á þetta sem vott þess, að jólin, með gleðina og kærleikann ríki ekki aðeins hjá mönnum, heldur verði ekki, þrátt fyrir fíflsku allrar fíflsku, frá þeim tek- in. Og þá er vel. Heimskringla endurtekur óskina gömlu og góðu til skiftavina sinna, les- enda og allra Islendinga: GLEÐILEG JÓL! JóLAGLINGUR Jón — Það kvað vera ófrávíkjanleg regla hjá Kínverjum, að borga upp allar skuldir sínar á nýársdag. Helgi — Svo er sagt. En gáðu að því, að Kinverjar hafa ekki jól vikuna áður. • * * Manninum minum þykir ákaflega vænt um jólagjafirnar sem eg gef hon- um, sagði Guðrún vinkonu sinni. Eg keypti honum kassa af vindlum á jólun- um i fyrra. En þó honum þyki vindlar eitt það bezta, sem honum er gefið, er hann ekki enn farinn að reykja einn ein- asta af þeim. * * * Drengurinn — Má eg ekki verða prest- ur, þegar eg er stór? Móðirin — Auðvitað máttu það, góði minn, en hví spyrðu að þessu? Drengurinn — Af því að eg geri ráð fyrir að þurfa að fara til kirkju alla mína æfi og það er mikill munur á að mega standa og hafa hátt við sig eins og presturinn heldur en að sitja kyr og þegja. FERÐAHUGLEIÐINGAR Eftir Soffonías Thorkelsson Eg ætla ekki að skrifa ferðasögu, svo að G. Á. verði ekki vondur. Hann er með aðfinslur yfir því hvað margir skrifi ferðasögur og hvað menn haldi marga fyrirlestra þegar þeir komi úr ferð um frá íslandi. En fyrst eg er brotlegur um annað, þá má eg eins vera brostlegur um bæði boðorð prestsins ef hann vill nefna þessa þanka mína ferðasögu. En þetta á ekki að verða ferðasaga, aðeins ferðahugleiðing. Síðan eg kom að heiman í vor hefir það legið á meðvitund minni að eg skuld- aði eiginlega Islendingum nokkrar ferða- hugleiðingar og fréttir frá íslandi. (Hefði það nú ekki verið fyrir þessa hvatningu hans G. Á. þá hefði líklega ekkert orðið af því.) Margt er það sem að því stuðl- ar, hið veglega samsæti, er fjölmennur hópur vina minna í Winnipeg hélt mér kvöldið áður en eg lagði af stað í langþráðu og hugnæmu ferðina heim, þ. 27. marz fyrir nærri því einu og hálfu ári síðan. Einnig hefi eg orðið var við mikla löngun hjá mörgum vina minna og sönnum íslands vinum, að eg segði sem flest af landinu fagra og þjóðinni ágætu, ættingjum okkar. Einnig hvöttu hinar prýðilegu móttökur mig mikið sem eg fékk þegar eg kom heim, vinátta og umhyggjusemi hjá öllum sem eg kyntist. Morguninn sem eg lagði af stað, hinn 27. marz, verður mér altaf minnisstæður. Það var bleytuhríð, versta veðrið sem hafði komið á vetrinum. Og datt mér í hug máltækið “að svo gæfi hverjum sem hann væri góður til”. Átti eg þá ekki betra skilið eftir allan þrældóminn í hinni góðu Ameríku? Nei, líklega ekki, hefi sennilega verið of eigingjarn, og forsjónin því ekki fundist eg eiga það skilið að hún legði mér neitt afbragðs veður. Hvað um það, eg hafði samið við C. N. R. að flytja mig til New York fyrir ærna borgun og var því áhyggju- laus þótt veðrið væri ömurlegt. Börnin mín fylgdu mér á stöðina og komu mér fyrir í vagninum. Þegar þau voru farin sá eg mér til undrunar, að eg var eini farþeginn i þeim vagni og var aðeins einn í þeim næsta. Fanst mér sem máltækið mundi sannast, “að ekki eru allar ferðir til fjár” og mætti heimfæra þar nokkurn hluta þess geysitaps sem þjóðin verð- ur fyrir árlega á járnbrautinni, sem mun vera um 50 milj. á ári, að fólksflutnings- lestirnar þjóta fram og aftur um landið, oftast mannfáar og stundum að heita mannlausar. Þessu mundi ekki þykja vel stjórnað ef það væri einstaklings fyrirtæki. En hvernig stendur á því að þjóðeignafyrirtæki geta ekki, eða fá ekki að lúta sömu lögum og einstakl- ingsfyrirtæki? Svari þeir sem vita. Eða er þessum fyrirtækjum þjóðarinnar stjórnað þannig og mörgum fleiri, að færa fólki heim sanninn fyrir því, að þjóðeignir geti ekki þrifist í þessu frjó- sama landi heldur verði stóreigna menn að hafa alt sem miklu máli skiftir til umráða ? Hvenær skyldi sá dagur renna upp fyrir fólkinu í þessu nægtanna landi, að það trúi betur sinni eigin stjórn held- ur en kapitalistans? Mig minnir, að eitt af blöðum þessa bæjar kæmist að þeirri niðurstöðu, að þetta væri aðeins fólksins fé þegar það komst upp að háskólafé Manitoba-fylkisins, nær 2 milj. dollara hafði verið stolið, ásamt $100,000 dollur- um úr fjárhirzlu fylkisins og einum 10 þúsundum úr bæjarsjóði. Hvenær verð- ur það að við losnum við þessa óheil- brigðu meðferð almennings fjár? Og hvernig stendur á því að fólkið líður þetta, í lýðfrjálsu landi, þar sem það hef- ir hagldir og tögl í hverju máli sem það nennir að beita sér fyrir? Þannig var það, þannig hefir það verið og þannig er það enn í dag. En vonandi stendur þó breyting fyrir dyrum í náinni framtíð. Farþeginn í næsta vagni er eg mintist á var ung og ofurfalleg stúlka um tví- tugt. Vakti það athygli mína að hún var mjög hnuggin. Fann eg til með- aumkvunar með henni vegna æsku henn- ar og fyrir hvað mér virtist hún ein- stæðingsleg. Mig dauðlangaði til að flytja mig í vagninn til hennar en eg kom mér ekki að því. Eg hafði með mér á- gætt útvarpstæki og kom mér til hugar, að ef eg setti það í gang, þá mundi vera líkt á komið fyrir henni og mér, að hún vildi halda sambandinu sem lengst við dvalarstað okkar, hina gömlu og góðu Winnipeg. Þetta hepnaðist ágætlega. Sú unga kom með tösku sína í vagninn til mín og bauð eg henni til sætis í bekknum, svo við gætum notið útvarps- fréttanna frá Winnipeg sem bezt. Nú tókst með okkur góður félagsskap- ur. Var stúlkan að fara til St. Paul. Hafði hún verið ráðin þar sem hjúkrun- arkona. Ástæðan fyrir sorgum Línu, en svo nefni eg hana, var sú að þetta var í fyrsta sinni sem hún hafði farið til dvalar frá mömmu, pabba og kærastanum, sem henni þótti ósköp vænt um og sem hún þreyttist aldrei á að tala um. Bar hún mikinn kvíðaboga fyrir því, að hann mundi gleyma sér og önnur að ná sæti hjá honum, því hann væri svo fallegur og aðlaðandi. Hafði hún mikla skemtun af því að segja mér ýmislegt af högum sínum og foreldra sinna, og lengi fram eftir deginum rann út í fyrir henni við þær hugleiðingar. En eg lagði mig allan fram til að hughreysta hana og glæða hjá henni bjartar vonir um framtíðina, og í sannleika vorum við orðnir ágætir vinir þegar við skildum um kvöldið á brautarstöðinni í St. Paul, og sá eg mikið eftir að skilja við svo góðann félaga. — Fyrir mig hafði dagurinn verið hinn skemtilegasti í hennar félagsskap. Fram- koma hennar var öll óþvinguð og leyndi sér ekki að hún átti óspilta barnslund. Óskaði eg henni þó frekar í hljóði en upp- hátt, allrar blessunar í framtíðinni. Mér hafði komið félagsskapur hennar mjög vel, eg sjálfur svolítið meyr “að skilja við garðana í Gröf.” Hafði eg liðið og notið mikils með fjölskyldu minni og starfi í öll þessi ár. Leitaði því hugur- inn til baka, til endurminninganna og líklega hefir mesta ástæðan verið til þess að eg var þreyttur, næstum þvi uppgefinn, og þá bregður oft til við- kvæmni hjá mörgum. Eg var líka klökkur af gleði yfir því, að nú væri eg að fara heim — heim til þeirra einu átthaga þar sem mig hafði altaf sárlangað til að eiga heima. Mér fanst eg aftur vera orðinn að litlu barni og eg vera að fara heim til mömmu með reynslu mína, sorgar-, gæfu- og gleði- spor. Mér komu til hugar vísurnar hans Matthíasar: Ýtti eg knerri við Englands strönd auðuga’ af gullinu rauða. Dúðaði vorskraut hin voldugu lönd viljugan, nauðugan drógu mig bönd heim yfir hafflæmið auða — heim, heim í átthagann snauða. Næsti áfanginn var Chicago. Þar átti eg, sem fyr, vinum að mæta, Jónasi Sveinssyni, trésmið, Málfríði konu hans og börnum, sem lengi höfðu verið ná- grannar mínir í Winnipeg, og góðir ná- grannar líka. Dvaldi eg þar í tvær nætj ur. Eru þau hjón hin prýðilegustu, hún sem fyrirmyndar húsmóðir en hann einn bezti verkmaður í sinni grein, sem eg hefi kynst. Hafði eg mikla ánægju af dvöl minni með þeim og börnum þeirra, sem hafa nú heimili sjálf og eiga nú stálpuð börn. Það var erfitt fyrir mig að átta mig á því, að nú var önnur kynslóð risin upp — og sú þriðja, og þarf varla að bíða lengi eftir því að hin fjórða vaxi upp við hlið- ina á mér. En hvað tíminn er fljótur að liða þegar litið er til baka. Er það þó ekki gaman að vera til og fá notið lífsins, þó aldrei nema því fylgi erfiðleikar og stríð? Þær eru líka margar sólsksins- og unaðsstundirnar, sem við ættum að vera minnug á og geta litið til þeirra aftur og aftur. Jú, vissulega er það gaman að vera til og hafa greind og minni til að athuga rás viðburðanna og geta verið þátttakandi í því öllu. Já, en hvað segja svo vitring- arnir um lífið og tilgang þess, sem er svo óendanlega merkilegt og fjölbreytt, en sem vitum samt að er þó enn merkilegra en okkur virðist nú, ef okkur auðnast einhverntíma að þekkja tilgang þess. Spekingarnir hafa sagt okkur að til- gangur lífsins væri lft og framþróun, en vissulega finst mér ekki öll skýringin þar á lífinu, bara leyndardómsfull orð sem hver getur teygt og togað eftir geð- þótta sínum, eins og mælskur klerkur ritningagrein. Því er ekki að neita, að trúarbrögðin og prestarnir hafa unnið mikið gagn og átt mikinn þátt í að vekja og glæða tilfinningalíf mannsins og gera hann að því sem hann er orðinn. óttinn við skortinn hefir aukið mjög framsækni og gáfnafar mannsins og sannar sig enn gullvæga spakmælið “að neyðin kennir naktri konu að spinna og lötum manni að vinna.” Það er ekki sennilegt, en þó er það satt, að svo oft sem eg hafði komið til Chicago og iðjuhöldurinn mikli Hjörtur Þórðarson til Winnipeg, þá höfðum við aldrei kynst, ekki svo mikið sem mætst eða tek- ist í hendur. En nú veittist mér sú einstaka ánægja að kynnast Hirti, heimsækja hann á skrifstofunni og vera með honum eina 4 tíma. Margt hafði eg heyrt um manninn sagt og alt gott, en við kynn- inguna fanst mér eg ekki hafa fengið nema svip hjá sjón um alt það sem eg hafði heyrt um hann. Mér var vísað til einka- skrifstofu hans upp á lofti, sem er einnig bókhlaðan. Þar mætti mér maður við uppganginn og við fyrstu sýn kom hann mér þannig fyrir sjónir, að hann mundi vera 65 ára. Hann var skarplegur, hvatlegur, léttur í spori, örlítið lotinn í herðum með léttan og þíðan limaburð eins og unglingur. Sagði hann mér í óspurðum fréttum: “Eg er Hjörtur Þórðarson. Þú munt vera Soffonías Thor- kelsson. Komdu blessaður og sæll og velkominn. Það er mik- ið að það skyldi nokkurtíma geta orðið af því að við gætum mætst. Eg þekki þig vel þó við höfum aldrei hizt.” Datt mér þá í hug hendingin: “Táp og fjör og frískir menn”, því Hjörtur er reyndar kominn nokkuð á áttræðis aldur, og manni getur ekki annað en komið það til hugar, að hann eigi enn eftir að lifa önnur 80 ár, fágætur maður að lífsfjöri og þrótti. Leiddi hann mig eins og barn um bókhlöðu sína sem er geysistór salur alsettur því ógrynni bóka að mér hefði aldrei getað hugkvæmst að nokkur einstaklingur hefði þau undur í vörslum sínum. Varð mér á að segja: “Hvað hefir þú, maður, að gera við allar þessar bækur? Það er ólíklegt að þú hafir les- ið nema litinn hluta af þessu öllu.” “Já, hvað heldurðu Soffonías, heldurðu að eg kaupi bækur sem eg les ekki? Eg á enga bók, sem eg er ekki kunnugur að efni. Eða viltu benda hér á einhverja bók í bókhlöðunni og skal eg skýra fyrir þér efni hennar.” Af handahófi greip eg til einnar. Eg er nú búinn að gleyma hver bókin var, en eg man það eitt, að hún var um efnafræði. Tekur Hjörtur til að þylja innihald hennar þang- að til eg bað hann blessaðan að eyða ekki tímanum lengur í þetta, því hér væri svo margt að sjá og skoða. Við leidd- umst fram og aftur um bók- hlöðuna og altaf komu í ljós nýjar og nýjar hillur, fullar af bókum. Annars hefir bóka- hlöðu Hjartar verið lýst svo oft af öðrum, að eg eyði ekki fleir- um orðum í það. En það er ekki einungis bókamergðin sem vekur athygli manns og undrun, heldur líka bandið á þeim sem er vissulega það bezta sem nokkursstaðar finst. Var hann svo vandlátur að hann gat ekki fengið nógu gott bókband i Ameríku. Hefir hann því látið binda bækurnar á Englandi. Sagði hann mér að þær væru nú búnar að kosta sig á aðra miljón dollara. En nú er svo margt annað þarna inni, sem hann hafði með höndum. Fyrst af öllu skulum við minnast á skrifborð gamla mannsins. Nei, Hjörtur er ekki gamall, hann verður eilíflega ungur. Skrifborðið er alsett útskornum myndum úr norrænni goðafræði og hið mesta völundarsmiði, gert af Islendingi i Chicago, sem eg man því miður ekki hvað heit- ir. Þar var einnig vikingaskip útskorið, fullkomið listaverk. Þar voru eftirmyndir af göml- um norrænum konungasetrum, ein var af skála Haraldar hár- fagra, og m. og m. fl. . Eg vissi það áður að Hjörtur var hugvitsmaður mikill og manna fróðastur um marga hluti. Hafði hann hlotið dok- torsnafnbót frá háskólanum í Wisconsin, og kalla eg það vel af sér vikið og vel að verið af umkomulausum sveitadreng, sem aldrei hefir notið minstu skólagöngu. Því Hjörtur er, eins og mörg okkar sem kom- um að heiman fyrir löngu síð- an, sveitabarn og sjálfmentað- ur. Það sýnir okkur, eins og ótal margt annað, hvaða dugur er í íslenzka þjóðareðlinu, dómgreind þess og framsækni. Af því sem eg hafði lesið um Hjört, var mér þetta alt vel kunnugt, en nú sýndi hann mér nýja hlið á lifsbók sinni, að hann er líka teiknari og mál- ari, og dró hann fram myndir af 40 íslenzkum fuglum, sem hann hafði málað í fullri stærð I og litum. “Þetta geri eg mér stundum til skemtunar,” sagði Hjörtur, “og þessu ætla eg að halda á- fram meðan eg lifi, og eg ætla að lifa lengi enn. Eg má til með að lifa lengi enn. Áhuga- mál mín og viðfangsefni í vél- fræði, listum og sögu fjölga með ári hverju.” Og eg trúi því. Það var enginn tími til að skoða verkstæðið núna, enda hafði eg séð það áður. Bauð j Hjörtur mér á einn fínasta ! “klúbb” * Chicago-borgar til þess að njóta með sér alls þess bezta sem þar var að hafa. Hefi eg kannske aldrei notið mín betur í félagsskap með nokkr- um manni, og umtalsefnin voru ótal mörg, öll af íslenzkum rót- um runnin. Elskar hann land- ið og þjóðina eins og gott barn móður, og lagði eg mig því all- ann fram með að fá Hjört til að verða mér samferða heim til íslands. Fann eg að hann langaði mikið til þess, en hann sagðist hafa ný viðfangsefni með höndum nú, sem hann mætti ómögulega yfirgefa, en sagði mér ekki hver þau væru. En eg komst að því þegar eg kom til baka og fann hann þá, I að þetta nýja ^em hann var að jglíma við var flugvél af nýrri gerð, og sagði hann mér þá að hann væri á góðum vegi með að fullkomna hana og gerði sér vonir um að hún tæki þeim loftförum fram að mörgu leyti sem enn væru notuð. j En þegar við skildum bað hann mig að bera ástarkveðju til landsins. “Eg geri mér full- komlega grein fyrir því”, sagði hann, “hver eg er og hvaðan eg er, því sál mín er íslenzk í anda og sannleika.” Og ber alt sem maður sér og kynnist hjá Hirti honum vott þess. — Bað hann mig að færa sér þeg- ar eg kæmi til baka, 4 góða vekringa og tvær ungar, fall- egar stúlkur, sem gætu ritað bæði málin, ensku og íslenzku. Og enn er það eitt, sem eg hefi gleymt að segja ykkur frá, sem Hjörtur er að gera, að hann er að safna öllum þeim enskum orðum sem eru af nor- rænum og íslenzkum uppruna. Sagðist hann vera búinn að finna yfir 5,000 orð, og gerði sér vonir um að finna enn fleiri. Ætlar hann að gefa þetta út við fyrstu hentugleika. Eg hefi talið það mitt mesta lán í lífinu að kynnast góðu fólki, og eg geri mér ekki grein fyrir því að eg hafi nokkurn- tíma kynst betri íslending, veglegri, veigameiri og f jölhæf- ari heldur en Hirti Þórðarsyni. Hann er prýðilegur maður. — Endurminningar mínar frá samverustundum með horium gleymast mér aldrei. Og frá Hirti og öðrum vinum mínum þar, fór eg áleiðis til New York með nestispokan fullan af endurminningum. Framh. KAUPIÐ HEIMSKRTNGT-U— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.