Heimskringla


Heimskringla - 14.01.1942, Qupperneq 1

Heimskringla - 14.01.1942, Qupperneq 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 ----------------- . 4 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LVI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. JANCAR 1942 NÚMER 16. < < HELZTU FRÉTTIR * < Stríðið í þremur álfum Rússland: Frá Rússlandi eru síðustu fréttirnar þær, að Hitl- er sé flúinn úr Smolensk. — Rauði herinn sækir fram og er nú ekki yfir 100 mílur frá þess- ari borg, sem Hitler hafði hugs- að sér að búa í yfir veturinn. Nú þykir mjög tvísýnt, að naz- istar geti nokkur staðar búið sig til varnar í hinum hertekna hluta Rússlands. Það er hald- ið að hann og herfroingja hans hafi einmitt greint á um þetta á síðast liðnu hausti. Herfor- ingjarnir vildu koma upp her- línu, sem þeir gætu haldið yfir veturinn, en Hitler dreymdi um leiftur sigra og ekkert annað. Því var ávalt haldið áfram en fengins fjár miður gætt. Fyrir þessa heimsku Hitlers er nú komið svo fyrir Þjóðverjum, að þeir fara hvern ósigurinn af öðrum fyrir Rússum. Kveður nú svo mikið að þessum ósigr- um orðið, að engum dylst, nema ef vera skyldi Þjóðverjum sjálf- um, að stríðið er þeim tapað. Þýzkalandi: Viss tegund af taugasýki, sem óþrif og illur aðbúnaður veldur, er ætlað að komið hafi upp í her Hitlers í Rússlandi og hafi með her- mönnum borist til Þýzkalands, Rúmaníu og fleiri Mið-Evrópu landa. Hvað mikið af þessu kveður á vígstöðvunum, er ekki kunnugt um. í Berlín voru um helgina sögð 15 sjúkdóms til- felli. Sýkin er nefnd spotted typh- us og er talin ill lækningar. Aðrar fréttir frá Þýzkalandi lúta að því, að Hitler muni hafa látið fara fram “hrein- gerningu”, þ. e. drepið fjölda herforingja sinna. Philipseyjar: Þar reyndu Japanir að lenda við stað þann er Bataan heitir, er her Mac- Arthurs stöðvaði þá og hrakti burtu. Vopnin máttu heita slegin úr höndum Japana. Þyk- ir líklegt, að Bandaríkin hafi komið vopnum nýlega til Mac- Arthurs, hershöfðingja sins. Malaya: Því var hreyft i London í gær, að innan þriggja daga yrði brezki herinn þar orðinn nægilega sterkur til þess að gLíma við Japani. Jap- anir hafa verið að smáþokast suður eftir skaganum og eru nú ekki nema 150 mílur frá Singapore. Flugher mun það aðallega sem þarna er von á, en hvort hann er frá Bretum eða Bandaríkjamönnum, segir ekkert um. Undanfarna daga hafa heyrst staðhæfingar um þ^ð, að Jap- anir tækju Indlands-eyjarnar allar, Singapore, Ástralíu og jafnvel Indland, áður en Bandaríkin og Bretland gætu brugðið hönd fyrir höfuð séV. Á eignum Bandaríkjanna er þarna ekki mikið að græða. En eyjar Hollendinga og lönd Breta, eru þarna óheyrilega auðug. Var í London í gær- kveldi talað djarft um að verja þessar síðast töldu eignir hvað sem það kostaði. Japanir hafa tekið aðeins tvær smáeyjar af Hollendingum, en þeim var þar eftir skilin “sviðin jörð”, og olíubrunnar allir eyðilagðir. Er sagt að fleiri mánuði þurfi til að koma þar aftur á rekstri. Libya: í Libyu eru Bretar nú um 600 mílur vestur af landa- mærum Egyptalands. Hefir ó- vina herinn flúið undan suður og vestur í landið. Eru leifar hers öxulþjóðanna þar hingað og þangað í hópum. Einn slík- ur hópur bjó um sig við Sallum og hefir þar varist. Er það einum 300 mílum austar en Bretar eru lengst komnir vest- ur í Libyu. I gær tóku Bretar þetta hreiður. Var sagt að sjö til átta þúsund manna hafi haldið sig þar. Þeir handteknu voru bæði Þjóðverjar og Italir h. u. b. jafnmargir af hvorum. Kína: Kínverjar heyja árásir á fjórar borgir í Kína; þær eru Hwaiyang, Taiking, Chi- Cheng og Luyi. Þær eru aliar í höndum Japana. Borgirnar eru i Honan-fylki. 1 fyrstu árás- inni, er gerð var fyrir norðan Hwaiyang, hríðféllu Japanir. Frekari fréttir hafa ekki af þessu borist. Skipi sökt við Nova-Scotia Um 160 mílur austur af Nova Scotia, var flutningaskipi sökt nýlega eftir fréttum að dæma í gær; fórust 90 manns á skip- inu af 180 er á því voru. Hvað skipið var að fara getur ekki um, en fjöldi þeirra er með þvi voru, voru farþegar. Þeir sem lifandi náðust höfðu hrakist í 24 klukkutima á flekum og björgunarbátum. Voru þeir sem nærri má geta, herfilega leiknir, freðnir og hungraðir. Allan tímann sem þeir voru í björgunarbátunum, var hvast og frost fyrir neðan núll, og rauk yfir bátana meira og minna. Af þeim sem björguð- ust voru 23 hvítir menn, en hinir Kínverjar. Af þeim sem fórust, er sagt að mikill meiri- hlut hafi verið Kínverjar. Gandhi á öndverðum meið við flokk sinn Frá lítilli borg er Bardoti heitir í Indlandi, barst frétt fyrir skömmu um að Mahatma Gandhi, leiðtogi sjálfstæðis- manna indverskra og nú 72 ára gamall, hefði á þingi er All-Indian Congress flokkurinn hélt, orðið vinum sínum ósam- mála og neitað að starfa með þeim. Ástæðan fyrir þessu var sú, að All-India Congress hafði samþykt, að veita Bretum að- stoð í yfirstandandi stríði. — Gandhi taldi það á móti sinni friðarstefnu. Hann skýrði af- stöðu sína þannig, að hann væri hvorki með Hitler, eða öðrum yfirgangsseggjum, en að veita honum mótspyrnu, þó hann réðist á Indland, væri gagnstætt friðarstefnu sinni. All-India Congress kvað hér fleiri þjóðir eiga hlut að máli en Breta, sem Indland væri vinveitt t. d. Kína, Rússland, Malaya og Burma. Á þessar þjóðir hefði verið ráðist og Ind- landi væri skylt að aðstoða þær þrátt fyrir þó Bretinn gerði pað líka (!) og taldi ekki vikið frá stefnu flokksins fyrir því, sem auðvitað er sú, að vera andstæður Bretum, því Bretar mundu meta þetta, þeg- ar þeir væru um meira sjálf- stæði beðnir. Gandhi var ekki ánægður með þetta og er enn ósáttur við flokk sinn. Söfnun fyrir meðöl til Rússlands Rauðakross félagið í Canada hefir sett sér það mark og mið, að safna fé til að kaupa lyf fyrir, og senda til Rússlands. Fjárhæðin er 500,000 dalir, sem fram á er farið. Hefir félag á Englandi verið stofnað, er senda ætlar lyf til Rússlands svo að 4^2 miljón dollara nem- ur. Hafðist strax helmingur þess fjár saman fyrstu tvær vikurnar eftir að söfnunin byrjaði. Rússland hefir svo mikið af særðum að annast, að umbúða og sáralyfja er þar hin brýn- asta þörf. Fagnaðar samsæti Dr. P. H. T. Thorlakson bauð um 25 Islendingum til miðdags- verðar í Manitoba Club-bygg- ingunni 12. janúar s. 1. Gerði hann það í fagnaðarskyni út af heimkomu bróður sins, séra Ootavíus Thorlákssonar, sem missionarstarfi hefir gegnt í 2V2 ár í Japan, en er nýkominn heim frá því. Séra Octavíus talaði um á- standið í Japan og hafði frá mörgu fróðlegu og skemtilegu að segja, frá árunum sem hann hafði dvalið þar. Hann fór að hugsa til heimferðar þaðan í september mánuði. En erfið- leikarnir að komast burtu voru óteljandi. Skoðun hans var sú að al- menningur eða mikill meiri hluti japösku þjóðarinnar væri, á móti stríði. En herinn, þó í minni hluta væri, réði öllu, og væri hamslaus í stríð og land-, vinninga. Þjóðverjar hefðu hvíldarlaust æst þá upp í að hervæðast og berjast. Heimili séra Octavíusar verð- ur í Berkley í Californíu. Hefir hann verið skipaður umsjónar- maður missionarstarfs (Field Missionary) í vesturhluta Bandaríkjanna og Canada af Lýterska missionarfélaginu og leggur af stað þessa viku suð- ur til New York, en þar eru aðal-bækistöðvar félagsins er hann starfar hjá. Vinir séra Octavíusar óska honum til heilla í hans nýju stöðu. Rússar egna Japani Fiskisamningar Japana og Rússa, eru sagðir vissasta mælisnúran á samkomulagi þessara þjóða. — Núverandi samninga varð að endurnýja s. 1. viku. En þegar til þess kom neituðu Rússar því, að minsta kosti í bráðina. Samningurinn lýtur að því, að ákveða, eða takmarka veiði Japana við strendur Rússlands eystra. Hafa oft síðan 1934 orðið nokkrar deilur milli Rússa og Japana um veiðina. Árið 1936, þegar Japanir gerðu samninginn við Þjóð- verja, neituðu Rússar að skrifa undir samning, sem þá hafði verið gert uppkast að. Varð að gera nýjan samning og Japön- um ekki nærri eins hagkvæm- ur og fyrri samningar þeirra. Hefir floti Japana oft hótað Rússum að taka til sinna ráða, ef þeir fái ekki að veiða á mið- um Rússa eftir þörfum, en Rússar hafa aldrei látið það á sig fá. Fiskveiðar þessar eru eitt af mikilsverðari málum Japana. Kjöt er þar í landi af skornum skamti. Japanskar húsmæður reyna að bæta sér upp hrís- grjóna-máltíðina, með soya- baunum, garðmat og fiski — hráum, reyktum, soðnum. Nú er erfitt að flytja vörur að landinu vegna stríðsins. Fisk- veiðin heima fyrir er því mikil- vægari fyrir Japani en hún hefir nokkru sinni áður verið. Árið 1938, var gott veiðiár. Gerðu þá 20,000 veiðimenn sig út og nam veiði þeirra 80 milj- ónum laxa. Og mikið af þeim fiski, sem Japanir sjóða niður í dósir og selja út úr landinu, er veiddur í Okhotsk-sjónum, sem Rússum tilheyrir; þar hafa Japanir og stórkostlegar niðursuðu verksmiðjur á landi og skipakvíar. Síðan Japanir fóru í stríð við Bandaríkin og Breta, hafa þeir verið blíðmálir við Rússa. — Þarna er að líkindum ein á- stæðan fyrir því. SEGIR FRÉTTIR AÐ HEIMAN All-stór hópur Islendinga sat til borðs með Sigurði Jónassyni frá Reykjavík, s. 1. fimtudag á Moore’s matsöluhúsinu í Win- nipeg. Þegar sezt hafði verið til borðs, kynti séra Valdemar Eylands gestinn og beiddist þess af honum, að hann segði fréttir að heiman. Varð Mr. Jónasson vel við því og sagði ökkur margt fróðlegt að heim- an, einkum síðan herinn kom þangað, af feginleik manna, þegar þeir vöknuðu við hávaða frá fyrstu herflugvélunum og komust að raun um, að herinn var frá Bretlandi, um árekstra á vegunum heima fyrst í stað; íslendingar fóru hægt úr vegi, þóttust eiga vegina sjálfir — og um margt og margt fleira. Hann kvað yfirleitt mikla vel- megun heima og fésæla tima. En menn vissu og að þeim góðu árum fylgdu hallærisár, nema því betur væri við öllu séð og hugur stjórnarinnar snerist mikið um að sjá að sínu leyti um að menn yrðu við þeirri breytingu búnir. Hann sagði með áherzlu, að það væri ekki efi í sál nokkurs Islendings heima um það, að Island héldi áfram að vera fullvalda og sjálfstætt ríki að stríðinu loknu. Þjóðin væri undir það búin og þar sem setuliðið væri frá þjóðum þeim er loforð sín virtu, en skoðuðu ekki alþjóða- samninga pappírslappa, mælti alt með því, að þær vonir rætt- ust. Að ræðu Mr. Jónassonar lok- inni, þakkaði Hjálmar Berg- mann, K.C., gestinum komuna og hinar góðu fréttir að heim- an — og bað hann að fyrirgefa hvað veðrið væri slæmt, en lof- aði því betra, næst er gestur- inn heimsækti okkur. Mr. Jónasson kvaðst mundi bregða sér snögga ferð heim með næsta skipi. Hann hefir verzlunarstörfum að sinna í New York. ÚR ÖLLIJM ÁTTUM Það var her frá Síberíu, sem kom til aðstoðar við Rostov og rétti þar við bardagann, rak Þjóðverja til baka. Þegar Jap- anir fóru af stað, varð að senda þennan her, sjö hersveitir, aust- ur aftur. Rússar gátu ekkert á hættu átt eystra. * * • Blaðið Times í London hélt fram í ritstjórnargrein fyrir helgina, að Churchill yrði að svara því í þinginu, þegar hann kæmi heim frá Bandaríkjun- um, hvaða ástæða hefði verið til digurmælanna um herstyrk Breta á Malaya og í Singapore, áður en Japanir fóru í stríðið. • • • iSambandssitjórnin er að koma því til vegar, að konur taki upp verksmiðjustörf, svo karlmenn séu frá þeim leystir og geti tekist á hendur her- manna störf. Um 200,000 kon- ur er hugmyndin að koma fyrir í verksmiðjunum. • • • Hitler hefir skipað að loka öllum kaþólskum skólum í Austurríki. Þessu var harð- lega mótmælt, en nazistar sögðu það sem Þýzkalandi væri fyrir beztu, kæmi fyrst til greina, trúmálin síðar. • # • Ihaldsmenn í British Colum- bia-fylki samþyktu tillögu á ársfundi sínum s.l. mánudag, er um það hljóðaði, að flytja alla Japani í fylkinu austur fyrir fjöll og setja þá þar niður. — Önnur tillaga var samþykt um að krefjast ótakmarkaðrar hersykldu af sambandsstjórn- inni. * • • Ritstjóri blaðsins Blaine Lake Echo, í Blaine Lake, Sask., var kærður s. 1. laugar- dag fyrir bort á herlögunum og dæmdur til 9 mánaða fanga- vistar. Ritstjórinn hét Charles C. Stuart og er 64 ára gamall. ÞORGILS ÁSMUNDSSON DÁINN í bréfi nýlega meðteknu frá Los Angeles, er getið láts Þor- gils Ásmundssonar. Orsök láts hans virðist rakið til' fyrsta myrkvans, er gerður var í borg- inni, er eflaust fylgdu fleiri dauðsföll og mörg slys. Hér á eftir fer bréfið með dánar- fregninni og frásögn af slysinu. Los Angeles, Calif., 10. jan. 1942. Mr. S. Einarsson, ritstjóri: Eg vildi láta yður vita um lát föður míns, Þorgils Ásmunds- sonar og biðja að láta þess get- ið í Heimskringlu. Hann fanst druknaður í djúpu vatni, þann 13. des. 1941, og er það álit okkar, að slysið hafi viljað til þann 10. des. um kveldið, milli kl. 7 til 11, því það kveld var hann síðast séð- ur, og eins það kveld var hér skyndilega skipað að slökkva öll ljós, af herstjórninni (black- out), og var alt í þreifandi myrkri og ekkert ljós mátti sjást; allir bílar og strætis- vagnar voru og stöðvaðir frá kl. 7 til 11. Sonur hans, Victor Ásmunds- son, hafði verið fluttur kveldið áður á Almenna spítalann hér, og lá þar þungt haldinn af lungnabólgu og ætlaði faðir minn að fara þangað að vita um hann og mun hann hafa verið á heimleið þegar slysið vildi til. Og vegna þess að strætisvagnar voru stöðvaðir, ætlað sér að ganga heim, sem var um tvær mílur, og stytta sér leið, með að fara yfir auða lóð, en þar var þessi vatnstjörn, sem hann hefir ekki séð í ihyrkrinu og druknað í. Hann lifði einn í litlu húsi, sem er nokkuð langt frá mér, og af þvúhann var hér hjá mér þegar Victor fór á spítalann og mikil rigning var næsta dag og nokkra daga á eftir, undraði mig ekki mikið þó hann kæmi ekki til mín, og svo voru ná- grannar hans búnir að lofa að láta mig vita ef eitthvað gengi að honum, en af því að hann hafði sagt þeim að hann ætlaði sér að fara til mín næsta dag, héldu þeir að hann væri hjá mér. Eg læt hér með fylgja blaða- FYRSTI SÖNGUR MARIU MARKAN I METROPOLI- TAN OPERA HOUSE María Markan Miðvikudagskvöldið, 7. jan., söng María Markan í fyrsta sinni í Metropolitan Opera House í New York. Til frá- sagnar höfum vér ekki annað en tvo ritdóma úr dagblöðum New York borgar, blaðinu New York Times og Herald Tribune. Eru dómar þessir birtir á öðr- um stað í blaðinu á ensku. Þeir b^rust of seint til að verða þýddir þessa viku. Þeim sem ekki fylgjast með efninu þar málsins vegna má sejga það, að dómarnir eru eins og við er að búast, gagnrýnin ein og að öllu fundið sem hægt er, en ekki á kostina minst, fyr en enga tá- tyllu er að finna fyrir aðfinsl- um. Það er ávalt svo með dóma um söng í óperum sem þessari. Samt eru nú aðfinslurnar ekki nema þær, að sönkonan hafi verið feimin eða ekki virst eins frí og frjáls og vera hefði átt; að rómur hennar hefði verið stríður, eða “harður”, á hæstu tónum og að samræmi hafi skort i samsöng hennar og ann- arar konu. Þetta er auðvitað í vissum tilfellum. Annars er lártið vel af söngnum í dómun- um og framkomu söngkonunn- ar. Þrautina að syngja þarna í fyrsta sinn virðist María Markan því hafa leyst sæmi- lega af hnedi. grein um slysið sem kom út í Los Angeles Times, blaðinu 13. des. 1941. (Er innihald grein- arinnar hið sama og þessa bréfs og því ekki birt hér. — Hkr.) Hann var jarðaður í Forest Lawn Memorial Park, Glendale, Calif. 17. des. 1941. Nánustu ættingjar sem eftir lifa eru: ein systir, Mrs. Josie Stevens, búsett í Blaine, Wash.; ein dóttir, Mrs. Ellen M. Owen; tveir synir, Högni Jón og Victor E. Ásmundsson, og fjögur barnabörn, öll í Los Angeles nema Högni og hans f jölskylda, sem er búsettur í E1 Monte, California. Sonur hans, Victor, er nú á bata vegi og komin heim úr spítalanum. Það hefir dregist lengur en vera skyldi að skrifa þetta bréf en eg hefi verið mjög upp tek- in og ekki getað komið því við fyr. Eg er ekki sem best til þess fallin að skrifa eða stíl- setja islenzku, og bið eg því yður að endurbæta þetta fyrir blaðið og laga svo fólk geti lesið það og skilið. Mig langar að láta æfiminningu um hann seinna í blaðið. . . Virðingarfylst, Ellen M. Owen —405V2 East 28 Ave. Los Angeles, Calif.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.