Heimskringla - 14.01.1942, Side 6

Heimskringla - 14.01.1942, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JANÚAR 1942 Sonur Öræfanna Hún hafði áður skotið úr skammbyssu. Það varð að spenna hana til þess að hún gæti unnið . Hún spenti byssuna hægt og gæti- lega og læddist síðan gætilega upp úr klef- anum. Hún hélt hendinni fyrir aftan bakið þangað til hún kómst upp á þilfarið. Þá hóf hún vopnið og miðaði á brjóst Sams. Það var einkennileg sjón. Hú horfði eft- ir skambyssu hlaupinu með starandi augum, sem gljáðu eins þau væru úr gleri. Hún var náföl en það var engin skilfing í svip hennar; bara kuldi. Nú skyldi hann fá að sjá að hún var dóttir máttugs guðs. Hún sneri bakinu í vestur og síðustu kveldgeislarnir leiftruðu um hana eins og töfrabrynja og glóðu eins og gull í hári henanr. Sam hrökk við þegar hann sá hana, en brátt horfði hann í augu við hana alvarlegur og rólegur. “Snúðu bátnum,” skipaði hún honum. Hann hristi höfuðið. “Þetta er alvara, Sam, snúðu bátnum,” sagði hún. Hann leit við með vilja og horfði á mark- ið, sem hann sigldi eftir. “Júní, þegar tár þín gátu ekki hrært mig, því heldur þú þá að þetta geti það?” “Það lítur ekki út fyrir að þú skiljir mig,” Hún miðaði alt af á hann byssunni. “Eg skal skjóta þig ef þú hlýðir ekki.”' “Skjóttu mig bara,” sagði hann,“ef þú þarft ekki lífs míns með, þá þarf eg þess ekki held- ur. Þú átt það og getur gert við það hvað sem þú vilt. Skjóttu bara, sé skambyssan hlaðin þá fer skotið af strax.” Hún saup hveljur. “Byssan er hlaðin, ef þú heldur að þú getir blekt mig----” “Eg hugsa ekki. En það hangir hlaðinn riffill niðri í klefanum. Reyndu bara skam- byssuna fyrst og sé hún tóm taktu þá riffil- inn.” Hendi henar seig hægt niður. “Eg er ekki viss um að eg hefði drepið þig, bara sært þig til þess að eg hefði getað komist heim. Eg hefði vel getað gert það — eg hefði haft fullan rétt til þess--” “Já, þú hefir rétt til þess en gerðir það samt sem áður ekki. Hver veit nema að þú hefðir drepið mig, Júní.” “Ó, þú breytir ekki heiðarlega . . . hvað á eg að gera-------?” Hún reikaði og skambyssan féll glamr- andi niður á þilfarið. Hann slepti stýrinu og greip hana í faðm sinn og bar hana niður í klefann. Hún var í yfirliði. Hann lagði hana á bekkinn, svo tók hann skambyssuna og stakk henni í slíðrið á veggnum og tók síðan stýrisveifina. Júní sofnaði út úr yfirliðinu og þegar hún vaknaði skein tunglið. Fyrst vissi hún ekki hvar hún var. Hana hafði dreymt hræðileg- an draum, en nú var draumurinn liðinn—hún starði út í myrkrið og hinn hræðilegi sann- leikur rann upp í huga hennar. Hún stökk á fætur, en hneig svo niður á ný. Hún gat ekkert gert. Ekkert gat snúið manninum við stýrið. Það var ekki til neins að vera að gráta, þó grét hún bæði sárt og lengi eins og hjarta hennar ætlaði að springa. ' Hún gat ennþá heyrt stunur vélarinnar. Sam stýrði bátnum gegnum myrkrið með- fram hvítu ströndinni. Þetta var eins og hitaveikis órar. Hinn kaldi vindur, gutlið í öldunum á kinnungum bátsins og hin jöfnu högg vélarinnar. Alt í einu hætti hún að gráta og fór nú fyrst að athuga ástand sitt fyrir almöru. Hún reyndi að finna ráð til að sleppa frá honum. Hún rendi augunum um og sá að skambyssan var komin á sinn stað og fyrst í stað horfði hún á hana án umhugsunar. Hún gat ekki notað hana til að hræða Sam með henni. Til þess var hún þýðingarlaus. Hann hafði notað sér veikleika hennar og mundi gera það oftar, en vopnið gat kannske orðið henni að liði á annan hátt. Hún gat ekki aftur notað vopnið með köldu blóði gegn Sam, en hún gat hugsað sér þær kringumstæður að það gæti verndað hana. Hún stóð upp, tók byssuna og rann- sakaði hana eins vel og hún gat í myrkrinu. Hún sá að hún var hlaðin. Hún hengdi byss- una og hulstrið á beltið sitt. Þá fór hún að hugsa um vélina. Gat hún eyðilagt hana, svo að Sam gæti ekki haldið lengur áfram? Við nánari umhugsun sá hún að það var ómögulegt. Hún gat ekki komist inn í vélarúmið án þess að Sam sæi hana. Júní var ung stúlka, sem ætíð hafði hrós- að sér af því að hún gæti snúið sig út úr hvaða vanda, sem væri, og það sem meira var, hún var að eðlisfari hugrökk. Hún vissi að nú var sá tími kominn að eitthvað varð til bragðs að taka, og að hún mátti eigi láta örvæntinguna buga sig. Það var henni ómögulegt að bifa Sam. Það sem þurfti að gera, varð hún að gera ein. Hún varð að berjast sjálf til að geta komist heim. Þessvegna mátti hún ekki láta yfir- bugast, en hafa augun opin og grípa tækifær- ið þegar það gæfist. Síðar meir þegar frá liði mundi hann ekki verða eins árvakur og þá yrði hún að vera tilbúin. Það var þýðingarlaust að eyða kröftun- um í vonlausa baráttu. Hitt var miklu skyn- samlegra að taka því sem að höndum bar með rósemi og reyna að koma hounm til að verða síður árvakur en hann var nú. Á meðan hún barðist gegn honum mundi hann gæta hennar vel. Hún varð að gera sér upp eftirlátssemi, sem hún átti þó ekki til. Nú stansaði vélin. Hafði Sam stansað hana eða var eitthvað að henni? Vonin bloss- aði upp í brjósti hennar. Hún lá grafkyr og hlustaði. Nú heyrði hún lágt þrusk sem hún hafði ekki fyr heyrt. Hún reis á fætur eins hægt og hún gat og gægðist út. Hún sá hvað um var að vera. Frá vestri kom skip. Sam hafði stansað vélina til þess að ekki heyrðist til hans. Júní horfði út í myrkrið með eftirvæntingu. Henni þótti vænt um að hún hafði hrest sig upp. Nú var tækifærið til að snúa á Sam. Skipið var ennþá langt í burtu. En héldi það þess- ári stefnu mundi það fara framhjá þeim til- tölulega nálægt. Gat hún gefið því nokkuð merki? Það mundi árangurslaust að kalla á hjálp. Rödd hennar mundi ekki ná þeim á skipinu. En við belti hennar hékk tryggur bjargvættur, og rómur hans í kyrð nætur- innar mundi ekki einungis heyrast heldur krefjast rannsáknar. Skot var venjulegt neyðarmerki á hafinu. En hún varð að bíða þangað til skipið kom nær *-----skyndilega stóð Sam við hlið- ina á henni. Hún stundi hátt er hún sá hann, því að hún óttaðist að hann mundi sjá ráð það, er hún hafði í hyggju. Hann virtist ekki sjá hana, en starði á skipið. Hún herti upp hug- ann og reyndi að veita Jrá sér öllum grun, sem hann kynni að hafa, og dylja fyrir honum skambyssuna, sem hékk við beltið hennar. “Þarna sérðu, að þeir eru komnir,” sagði hún. “Hverjir?” “Hann faðir minn. Eg sagði þér að þú gætir aldrei komið þessu í framkvæmd. — Hann er strax búinn að ná þér.” “Þetta skip kemur úr annari átt.” “Það er hjálparskip, sem hann hefir sím- að eftir. Það er að leita eftir okkur. Hefir þú í raun og veru trúað því fyrir alvöru, að þú gætið sloppið?” “Þetta er Stjarnan,” sagði hann. “Stjarnan?” “Já, póstskipið, sem fer einu sinn á mán- uði frá Bristolflóanum til Seward. Þeir eru ekki að lejta eftir okkur. Það munu líða margar klukkustundir þangað til skip kemur til að leita okkar.” Hún hugsaði eins fljótt og hún gat. Hún mátti ekki fara frá hlið hans, því að það mundi vekja grun hans. Hún gat ef til vill framkvæmt fyrirætlan sína í myrkrinu. — Skipið var eins nálægt og það mundi verða og hendi hennar læddist að skambyssunni. En hún hafði ekki tekið með í reikninginn hina einkennilegu hæfileika Sams. Hún hafði gleymt hversu vel hann sá. Hendi hans læddist líka niður til þess að hræða hana ekki. Hún sá þetta, hljóðaði hátt og reif bysuna ur slíðrinu. Hann var fljótur í hreyf- ingum sínum. Hana hafði aldrei dreymt um að nokkur gæti verið svo fljótur. Hendi hans hreyfðist með leiftur hraða. Hún fann ekki til þegar hann sló á hendi hennar. Það var jiæstum því ótrúlegt. Hann negldi blátt áfram handlegg hennar að hlið hennar. Hún sveigði sig aftur á bak til að slá hann með hinni hendinni, en hann stöðv- aði þá hreyfingu eins fljótt og hina. Henni hefði verið ómögulegt að útskýra hvernig hann fór að þessu. Hún vissi bara að báðir handleggir hennar voru eins og negldir við síðurnar og að munnur hennar var nístur upp að yfirhöfninni hans. Þetta var í fyrsta skiftið að hann hafði beitt hana valdi, og hann beitti því á vissan hátt með ósegjanlegri blíðu. Það voru engin áflog. Engir hnýttir vöðvar. Það var eins og hún væri reirð upp að vegg. Það var eigi ein- göngu vegna þess að hún sá að þýðingarlaust var fyrir sig að sýna mótþróa, að hún hreyfði sig ekki, heldur að miklu leyti vegna þess að hún gat hvorki hreyft legg né lið. Hann hélt henni þannig meðan skipið fjarlægðist, er Ijós þess voru horfin slepti hann henni. Hún stökk til baka og stóð andspænis honum í myrkrinu. Þá fyrst var lif hans í alvarlegri hættu. Hún hélt á byssunni og í brjósti hennar æddi ofviðri mjög andstæðca tilfinninga. Augnablik liðu, hann var hólpinn. Geisl- ar tunglsins stöfuðu á andlit hans, með hinu daufa brosi. Hún fleygði sér niður á bekkinn og grét. Hvort það var af sorg eða af feginleik vissi hún ekki sjálf. Þegar hún vaknaði á ný var orðið bjart af degi. Vélin var kyr, en Sam hafði dregið upp tsegl og báturinn sigldi fyrir góðum byr. Hún reis á fætur og horfði á Sam. Hún bjóst við að sjá hann fölan og uppgefinn af hinni löngu næturvöku, en auðvitað var hann það ekki. Hún furðaði sig heldur ekkert á því, að sjá hann þarna eins og nýsleginn tú- skilding — og bros hans bjart eins og sólskin. Hún hafði kynst Sam Moreland miklu betur nú. Til hvers var að berjast við mann sem var þolin sem úlfur, þolinmóður eins og gaupa, er liggur fyrir bráð sinni. “Góðan daginn,” sagði hann glaðlega. Júní var glaðlynd og sá hið spaugilega í viðburðum lífsins. “Góðan daginn, Sam,” svaraði hún í sama tón. “Eg sé að ferðin heldur áfram.” “Já, Júní, en það stendur handtaska þarna inni, eg keypti hana í gær. 1 henni eru sápa og arinað því um likt til að búa sig upp á, eg hugsaði að vel gæti verið að þú gleymd- ir að taka slíkt með þér. Það er heitt vatn í þvottaskálinni.” “Þakka þér fyrir, eg kem brátt aftur.” Hún bjó sig og hresti það hana mjög og gladdi líka. Hún hafði löngu síðan öðlast þá sannfæringu, að vatn væri hið besta meðal sem til væri. Á meðan hún þvoði sér og greiddi gerði hún ákvörðun, sjálfrar sín j vegna en ekki vegna Sams, ætlaði hún að leika sitt hlutverk í þessum leik. Hún ætlaði að dylja örvæntingu sína og reiði, og vera eins almennileg við Sam og hún hafði áður verið. Hún hafði nóga skynsemi til að sjá að það var eina ráðið til að komast vel út úr þessari klípu. Auk þess mundi þessi aðferð veikja tortryggni hans og gefa henni tæki- færi til að flýja. “Hvað líður morgunmatnum?” kallaði hún. Hann brosti. “Þú ert ágæt Júní. Eg vissi altaf að þú varst það.” Hún varð strax köld eins og ísmoli. Hún gleymdi strax ákvörðun sinni. “Ekki skaltu treysta því svo mjög,” svar- - aði hún og varð þung á brúnina. “Eg vil bara ekki láta mér líða illa meðan eg bíð eftir því að þessi brjálaði flótti taki enda. Eg ætla að látast taka þátt í honum, en það er upp- gerð.” “Eg hefi þá tapað þér?” “Já, algerlega.” “Sé svo, þá hefi eg aldrei átt þig. Eg hafði kanske rangt fyrir mér, en eg verð samt að fylgja lögmálinu-----lögmálinu-------en brostu aftur Júní. Eg skal ekki misskilja þig framar.” “Það er gott.” Hún var nú glöð á ný. “Og hvað morgunverðinn snertir, þá neyðist maður til að borða þótt manni sé rænt. Á eg að útbúa matinn?” “Ef þú vilt gera svo vel . . það er rottu- eitur þarna í skápnum.” “Það væri viðbjóðslegt að sjá mann deyja af þeim ástæðum. Eg hugsa að eg láti ekki svo lítð aði eiga við það. Hvað segir þú um flesk og lummur?” “Það væri ágætt.” “Það verður strax tilbúið yðar sjóræn- ingja hátign.” Þau höfðu borðað morgunmatinn og hún sat á þilfarin, þar sem hún hafði setið daginn áður. Hún horfði um alt hafið eftir skipi, en ekkert sást. Hún bjóst við að leitin mundi hafin miklu nær Máfshöfðanum. Er þau höfðu siglt í langan sveig í kring um Heiden höfnina, nálgaðist báturinn nú æskustöðvar Sams. Hann þekti hvern klett þar um slóðir, hvern dal, hvert fjall í baksýn- inni. Það var stórt svæði en ekki í hans aug- um. Og þennan dag sýndi hann henni björn. Hann sýndist eins og lítill blettur í laxánni. Dagurinn leið og sólin nálgaðist aftur sjóndeildarhringinn, og rétt áður en myrkrið skall á feldi hann seglin og setti vélina af stað. Hann lét bátinn berast með flóðöldunni inn að ströndinni. Hún vissi að þetta var hættulegt. Hann brosti nú ekki, en augu hans voru kuldaleg og árvökur og hendi hans tók létt á stýris- sveifinni. Báturinn rann hægt áfram. Hann leit ekki eftir henni nú. Þetta var kannske góð stund til undankomu, til að ráðast á hann. Ef hún bara vissi hvernig það væri best. 1 stað þess að stefna á fjarlægt mið, sýndist hann stýra bátnum eftir skugga hans í vatn- inu. Hún skildi að hann var að stýra bátnum yfir flæðisker. Hin hvössu augu hans gátu séð þau niðri í sjónum. Hann sneri bátnum til hægri og vinstri, og einu sinni heyrði hún kjölinn skafa klettinn. Hún hafði aldrei séð Sam svona rólegan og alvarlegan. Hún sat i líka grafkyr. Hún reyndi ekki að trufla hann neitt. Hana brast blátt áfram kjark til að gera það. 1 fyrsta skiftið síðan þau fóru að heiman virtist hann vera í vanda staddur. Það mundi vera auðvelt að leyðileggja öll hans ráð á þessari stund, ráðast á hann, gripa hendi hans af stýrissveifinni, snúa bátnum og stefnunni og láta hann stranda á skerinu. Þetta var ágætt tækifæri fyrir hana, en hún notaði það ekki. Hún fann að hún átti að 1 sitja kyr. Það var eins og hún væri af sama huga og hann, og tæki þátt i áhyggju hans. Var hún tamin, hafði hún sætt sig við forlög sín ? Hún starði út í rökkrið til að sjá strönd- ina. Hún sá að hún lá óbrotin án þess að nokkur höfn sæist neinstaðar. Það voru hólar og sendin strönd, fram undan þeim var klettur. Hann stýrði beint að honum og komu fast að honum. Augnabliki síðar stöðvaði Sam vélina, varpaði atkerum og breiddi út faðminn af gleði. “Nú erum við komin,” sagði hann. Júní litaðist árangurslaust um eftir opnu hafinu . Hún skildi nú í öllu þessu — hann hafði siglt bátnum inn í lítinn leynivog á bak við klettinn. Ekkert skip, sem framhjá færi gæt fundið hann. “Þú hefir hugsað þetta vel út,” sagði hún háðslega. “Já, og nú ætla eg að sofa. Eg vil ráð- leggja þér að gera hið sama. “Hvar — hvar ætlar þú að sofa?” “Hérna á þilfarinu. Og Júní, það er þýð- ingarlaust fyrir þig að reyna að flýja í nótt. Eg heyri ef þú reynir að setja björgunarbát- • inn út og þú kæmist heldur ekki langt í hon- um. Þú gteur skorið stjórafærið ef þú'vilt, bátinn rekur ekki út héðan nema um flóð og ef hvessir er það okkur bráður bani.” Hún virtist ekki heyra hvað hann sagði. Hún var langt í burtu með hugsanir sínar. Hann. mundi ekki sitja við stýrið í nótt, en hann var sjálfsagt léttsvæfur. Hún sneri sér við til að ganga ofan í klefann, en staðnæmd- ist. Hún var náföl. Hinar titrandi varir hennar báðu um þá tryggingu sem hún þorði ekki að biðja um. “Hvað gengur að þér Júní?” spurði Sam lágt. “Eg er hrædd. Þú getur ekki láð mér það. Geturðu það Sam? Hvernig get eg vitað hvað þú ætlast fyrir-----” “Þekkir þú mig ekki betur en svo?” “Eg hélt það — en þú hefir sýnt nýja hlið Þú fylgir aiveg nýjum siðfreðisreglum. Þeg- ar þú fylgir hinum nýju reglum þínum á þennan hátt, því mundir þú þá ekki fylgja þeim á hinn veginn?” “Eg fylgi lögmálunum Júní. Það er þér trygging, en engin hætta. Lögmál öræfanna bjóða manninum að vernda konuna, en ekki að tortíma henni. Og hann bætti við gremju- lega: “Þú ert nú ekki í menningarheiminum og þú getur því verið alveg róleg.” “Þetta eru stóryrði,” svaraði Júní en' hræðsla hennar hvarf og kom aldrei aftur. Hún dáðist að sjálfstjórn hans meira en nokkru sinni fyr. Hann var vörn hennár en ekki óvinur hennar. “Eg trúi þér,” sagði hún — “við sjáumst aftur — á morgun.” Hún sneri sér við til að fara, hún heyrði hann segja með rödd sem var mjög hrærð: “Góða nótt Júní, og guð blessi þig.” Hún var komin inn í klefann áður en hún ákvað að svara. Hún gekk út aftur og andlit hennar ljómaði, þótt fölt væri þar í myrkrinu. “Guð blessi þig líka, Sam,” sagði hún vingjarnlega, þrátt fyrir það þótt hún væri reið við hann, og þrátt fyrir þau rangindi, sem hann hafði beitt hana. En það var Júní líkt. Hún var svona gerð. Hún gat ekki verið öðru vísi. Hjarta hennar var víðsýnt og göf- ugt. Stuna braust yfir varir Sams. Hann hafði háð hina hörðustu baráttu æfi sinnar — Júní sá það ekki þótt skygn væri — og nú var hún ekki í neinni hættu framar. 15. Kapítuli. Næsta dag kom Sam flutningnum í land. Hann leit lika eftir veðri og horfði oft á hafið. Síðari hiuta dagsins sáu þau fyrsta leitarskip- ið sigla fram hjá. Næsta dag kom vindurinn, sem hann beið eftir. Hann kom fljótar en hann bjóst við. Hann haiði hugsað að vel gæti verið að hann yrði dögum saman í litlu höfninni. Það er ekki ætíð, að vindurinn í landi öræfanna er svo hagstæður. Hvassar vindkviður fóru yfir hafið frá suðvestri, og nú gat hann komið ráðum sínum í framkvæmd. Hann útskýrði það fyrir Júní, að hann ætlaði að fara með bátinn út fyrir skergarðinn, reisa seglið og láta hann reka í norðaustur, og þá mundi hann kenna straumsins og berast með honum inn í Bristol-flóann. En þó svo færi ekki mundi hann samt finnast langt frá felustað þeirra.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.