Heimskringla - 25.03.1942, Qupperneq 3
WINNIPEG, 25. MARZ 1942
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
fjárskorts, til að standast
kostnað til umbóta, og áfram-
halds til bygginga í stærri stíl.
En líkindi eru til að (hugmynd-
in hafi verið notuð af einihverj-
um þeim sem uppfyndinguna
sáu, því seinna komu hér á
gang tvennslags sleðar af líkri
gerð.
Þorgils var einnig djúp-
hyggjumaður á andlegum svið-
uim, þó hann léti ekki á því
bera, nema við góðkunningja
sína, eða vini. En hann átti
erfitt með að útskýra hug-
myndir sínar í stuttu máli. —
Hann hallaðist mest að spirit-
ista skoðunum í trúarefnum,
og las mikið um þau mál, bæði
á ísl. og ensku. Hann var frá-
hverfur öllum kreddum, en
lagði mikla áherslu á það sem
hann taldi aðal kjarnan í krist-
indóminum: kenning Jesú
Krists; — en vildi kasta burtu
öllum umbúðum sem um hana
hefir verið vafið, af ýmsum
trúmálaflokkum.
Síðan 1917 höfum við hjónin
verið í nágrenni við þau Þor-
gils og Kristínu, og kynst þeim
mjög ítarlega, og geturn með
sanni sagt: að við höfum aldrei
haft betri nágranna. Strang-
heiðarlegra fólk fyrirfinst ekki.
Öllum sein höfðu orðið fyrir
einhverju óhappi vildu þau
leggja lið, eftir bestu betu, og
yfir 'höfuð öllu því er til fram-
fara horfði. Hugur hans
stefndi altaf áfram og uppávið.
Hann las mikið og hugsaði
meira um ráðgátur lífsins, en
mörgum var kunnugt um. —
Hann unni öllu því besta í ís-
lenzku eðli og islenzkum bók-
mentum, sem hann lét sór ant
um að kynnast vel, eftir því
sem timinn leyfði. Hann keypti
bæði “Hkr.” og “Lögberg” frá
byrjun, eða iþví sem næst, og
ýms tímarit bæði hér prentuð
og heimanað. Ennfremur gerð-
ist hann meðlimur Þjóðrækn-
isfélagsins strax í byrjun. Var
meðlimur Bárunnar frá stofn-
un hennar til síns dánardæg-
urs.
Þorgils og Kristín eignuðust
7 dætur, 2 dóu í æsku en 5 lifa
föður sinn, ásamt ekkjunni
sem nú er 88 ára, og búin að
tapa að miklu leyti sjón og
heyrn. Dætur þeirra á lífi eru,
eftir aldursröð: 1. Málmfríður
Marzelía, heima ógift; 2. Sól-
veig Guðrún, gift Kristjáni
Geir, bónda að Eyford, N. D.;
3. Margrét Arnfríður, gift Dr.
A. J. Weher, Ohicago, 111.; 4.
Sigurrós, gift Árna V. Johmson,
bónda að Mountain, N. D.; 5.
Þorgerður Kristín, gift S. W.
Gudmundson, Waukegan, 111.
Þar að auk lifa hann 19 barna-
börn og 3 barna barnabörn.
Einnig 3 bræður: Thomas,
Kristján og Friðrik.
Þorgils var búinn að kenna
lasleika þess í rúmt ár, er varð
banamein hans, en rúmfastur
var hann í 6 vikur; hann kvaddi
þenna heim í febrúar 1942 að
viðstöddum konu hans og f jór-
Um dætrum. Þorgerður náði
ekki hingað fyr en að kveldi
þess dags.
títfararathöfnin fór fram þ.
5. s. m., að miklu fjölmenni
samankomnu. Fimm bræðra-
synir, og einn dóttursonur hins
látna báru hinar jarðnesku leif-
ur frænda síns og afa til hinsta
hvíiurúmsins hér, en “andinn
fer til guðs, sem gaf hann.” Og
þangað, yflr hafið mikla, inn í
hinn ósýnilega heim mun flest-
um verða hugðnæmast að
beina sinni ándlegu sjón, og
reyna að gera sér grein fyrir
þeim kærleiiksríku heimkynn-
Um sem þar bíða þreyttra veg-
farenda.
f*orgils var altaf að leita
sannleikans á trúmálasviðinu,
°g þess besta í mannlegu eðli.
Honum fanst að allir ættu að
geta samrýmst um þau háleit-
ustu atriði sem trúarbrögðin
hefðu að geymá, hvaðan sem
hau væru upprunnin, og le'it-
ast við að hegða sér þar eftir.
Hann spyr og svarar sjálfum
sér á þessa leið:
“Hvað er það sem mannvit
metur
mest af öllu? — Sannleikann.
En enginn vísað öðrum getur
eina leið, að gripa hann.”
Hann trúði á sigur þess góða,
og að sannleikurinn mundi um
siðir gera menn frjálsa, eins
og Kristur kendi, og því gat
hann einnig af einlægum huga
tekið undir með skáldinu okk-
ar Þ. E.:
“Eg trúi því sannleiki að sigur-
inn þinn
að síðustu vegina jafni;
og þér vinn eg konungur, það
sem eg vinn,
og því stíg eg hiklaus og von-
glaður inn
í frelsandi framtiðar nafni.”
Máske hefir þér allareiðu
auðnast að sjá hinn sanna
frelsisfána .blakta í þínu nýja
umhverfi, og ef til vill fengið
einhverja úrlausn á ráðgátum
tilverunnar! Hver getur svar-
að því neitandi?
“Farðu í friði, friður guðs
þér fylgi,” og Ihafðu þökk fyrir
góða samfygld.
Thorl. Thorfinnson
BRÉF TIL HKR.
316 Birks Building,
Winnipeg, Man.,
21. marz, 1942
Ritstjóri Heimskringlu,
Winnipeg, Man.
Háttvirti herra:
í grein, sem birtist í Heims-
kringlu 10. des. 1941, með fyr-
irsögninni “Skottulækningar
nútímans”, var minst á kristi-
leg vísindi (Christian Science)
og höfund þeirra, Mary Baker
Eddy, á þann hátt að nauðsyn
ber til, að leiðrétta sumt, sem
þar stendur, og væri oss þökk
á, ef þér vilduð svo vel gera,
að birta fylgjandi svar í næstu
útgáfu blaðs yðar.
Sú fullyrðing, að kristileg
vísindi standi mitt á milli lækn-
isfræði og trúarbragða, er ekki
samhljóða kenningum þeirra.
Kristileg visindi kenna læri-
sveinum sínum að treysta guði
afdráttarlaus sem allra meina
græðara, eins og Kristur Jesús
kendi og sýndi í verkum sínum,
því hann, eins og í ritningunni
stendur, notaði hvorki lyf eða
heilbrigðisfnæðireglur, þegar
hann lœknaði sjúka og réði
heldur engum að nota slíkt.
Hann læknaði allskonar sjúk-
dóma og andlegt ósamræmi —
vann jafnvel sigur yfir gröf og
dauða, sökum skilnings sins á
mætti drottins að lækna og
blessa mannkynið. 1 kenslu-
bók kristilegra visinda,
“Science and Health with Key
to the Scriptures” eftir Mary
Baker Eddy, (bls. 1) stendur:
“Bæn sú, er siðbætir syndar-
ann og læknar þai\n sjúka, er
alger trú á því að Guði sé ekk-
ert ómáttugt — það er andleg-
ur skilningur á drottni, óeigin-
gjarn kærleikur.”
Kristíleg vísindi kenna ekki
að allir sjúkdómar, og jafnvel
dauðinn sjálfur, sé einungis
hugarburður og blekking, —
sem þýða, samkvæmt skýringu
orðabóka, “það sem er aðeins
til í ímyndun manna” — held-
ur kenna þau að slíkt sé til
vegna ótta, fáfræði eða synd-
ar. Vér lesum ennfrembur í
sömu bók (bls. 460): “Sjúk-
dómar eru hvorki ímyndun né
hugarburður — það er að
segja, ef maður á við ótta og
rangar hugmyndir sjúklingsins
— heldur eru þeir sannfæring
hans á raunveruleik þeirra. —
Honum verður því að verða
komið í skilning um sannleika
tilverunnar”.
"Synd, sjúkíeiki og dauði eru
raunverulegá ekki til, því þáu
eiga ekki heima hjá Guði, né í
ríki hans. Að öðrum kosti
mundi Jesús ekki hafa getað
eytt þeim með sinni læknandi
þjónustu. Því, hann kom til að
niðurrífa verk hins illa alt hið
illa.
Það er hvergi að finna í
kenningum kristilegra vísinda,
að nokkrum manni sé bannað,
að velja sinn eigin máta um
lækningu, heldur er honum
frjálst, að leita þeirrar hjálpar,
sem hann telur að henti sér
bezt. Því eins og stendur í
áðurnefndri bók, (bls. 443):
“Hverjum er heimilt að leita
hjálpræðisins á þann hátt, sem
Ihans eigin skilingur bendir
honum á, og einkunnarorð vor
ættu því að vera orð meistar-
ans: “Dæmið ekki, svo þér
verðið ekki dæmdir.”
Það er oss mikil ánægja að
sjá, að greinaihöfundurinn
kannast við það, að lækning
fáist að nokkru- og jafnvel að
fullu leyti, í sumum tilfellum,
með aðferðum kristilegra''vís-
inda. Svar vort er: “Guði er
ekkert ómáttugt.”
Yðar einlægur,
James Perry,
Christian Slience Committee
on Publication for Manitoba.
ÆFIMINNIN G
Þorsteinn Jakobsson Johnson
Þann 11. nóvember síðastlið-
inn andaðist í Seattle, Wash.,
Þorsteinn Jakobsson Johnson
næstum 52 ára að aldri.
Þorsteinn var fæddur í Win-
nipeg 15. febrúar 1889. For-
eldrar hans voru: Jakob Jóns-
son frá Breiðabólsstöðum í
Reykholtsdal og Ingibjörg Þor-
steinsdóttir frá Hæli í Flóka-
dal, er fluzt höfðu vestur um
haf 1887. Tveggja ára gamall
fluttist hann með foreldrum
sínum út í Grunmavatnsbygð-
ina, þar sem þau þá settust að,
fyrst í “Síberíu”, eins og nyrzti
hluti bygðarinnar var þá kall-
aður ,og síðan við Markland,
P.O. Faðir hans dó árið 1900
frá fimm kornumgum sonum,
sem allir ólust upp hjá móður
sinni og Jóni Jónssyni Thistil-
f jörð, sem nokkru síðar kom á
heimilið og dvaldi þar 35 ár.
Ungur að aldri fór Þorsteinn
til Winnipeg og leitaði sér at-
vinnu þar. Lærði hann þar
húsasmíði og stundaði þá iðn
þar af og til nokkur ár.
1 febrúar 1917 giftist hann
Katrínu Guðmundsdóttur Kol-
beinssonar frá Esjubergi á
Kjalarnesi. Áttu þau fyrst
heima á Lundar, Man., fimm
ár, og stundaði Þorsteinn smíð-
ar þar. Árið 1924 fluttust þau
vestur til Seattle og þar vann
Þorsteinn lengi við smíðar
bæði hjá öðrum og upp á eigin
reikning, þar til fyrir átta ár-
um að hann fór að vinna í
verksmiðju (tile factory) og
vann hann þar unz hann var
þrotinn heilsu. Mörg síðustu
árin, sem hann lifði, var hann
mjög heilsutæpur.
Þau Þorsteinn og Katrín
eignuðust fjögur börn Sigríði,
sem er gift og á heima í Seat-
tle; Valdimar Konráð, Karólínu
Gróu og Normann, sem öll eru
hjá móður sinni. Auk þeirra
lifa hann móðir hans, sem á
heima á Oak Point, Man., og
bræðurnir fjórir: Jón, Skafti og
Jónatan, allir í Seattle, og Kári
á Oak Point.
Þorsteinn var maður vel gef-
inn, hagleiksmaður og verk-
maður góður, meðan hann
hafði heilsu til að vinna. Hann
var mjög hneigður fyrir hljóð-
færaslátt, var lengi í hornleik-
araflokki, sem stofnaður var í
Grunnavatnsbygðinni af Gutt-
ormi skáldi Guttormssyni, og
stýrði honum um tíma ef.tir að
Guttormur fluttist þaðan burt.
Þorsteinn var drengur hinn
bezti, glaðlyndur og skemtileg-
ur í viðmóti, hinn tryggasti
vinur vina sinna og kunningja.
1 Seattle tók hann allmikinn
þátt í félagslífi meðal Islend-
inga, var góður stuðningsmað-
ur hins frjálslynda safnaðar Is-
lendinga þar og vann mikið í
þarfir hans. Hann var vinsæll
maður og vel látinn af öllum,
sem kyntust honum. Er hans
þvi sárt saknað, ekki aðeins af
nánustu ættingjum og skyldu-
liði, heldur líka af öllum hans
mörgu vinum og kunningjum
frá fyrri árum í bygðinni þar
sem hann ólst upp og víðar.
Hann var jarðsunginn af
séra Albert E. Kristjánssyni og
var borinn til grafar af fjórum
samverkamönnum sínum í
verksmiðjunni, þar sem hann
vann, og tveimur islenzkum
vinum í Seattle. G. Á.
HÆTTIR
Einbúaháttur
Á sjötuga áramótum Dr.
Helga Pjeturss. 31-3-1942
I.
Yfir höfuðból og bygðir
Blasir eimbúinn:
Sem við landið töfra-trygðir
Tók, og himininn.
Undir rótum hans er hjarta
Hlýtt, sem ylar lind:
Þá sem fellur frá hans bjarta
Frera-glæsta tind.
II.
Yfir höfuð hans og bringu
Hrymja tárin enn:
Þegar Guðir gróður-vonum
Gráta yfir menn.
Tyrkjaháttur og Jörundar
I.
Eg er nú að yrkja’ um Tyrki
Ekki þetta hitt og þitt.—
Er þeir fræknir forðum daga
Fóru’ í orlof sitt og mitt:
Sigldu skipum út til íslands,
Undir Reykjanes þá bar—
Ráku ibændur, raga sauði
Reiddu og leiddu konurnar.
Þá lá nærri, það má segja—
Það var ekki nema von:
Piparsveinn um ár og aldur
Yrði Grímur Pétursson?
HERGÖGN TEKIN I LIBYU
Þegar herskarar Þjóðverja lögðu á flótta í Libyu síð-
ustu Vikurnar í desember 1941, skildu þeir mikið verðmæti
eftir íhergögnum, er þeir gátu ekki eyðilagt. Myndin sýnir
hvár Bretar éru að hirða herfangið.
Engir sálmar sungnir, eða
Sannkristninnar ljóða-foss:
Fallið gljúfur forherðinga,
Freistarann að skola’ af oss.
Holdsveikin þá hefði síður
Hlotið frægð af nafni hans?
Heiðinn Tyrkja hvergi lýður
Hrækt að sárum krossberans.
II.
“Hugsaðu um það herra minn
Hyggindum fáir safna—
Ef að þú skildir hirta hinn:
Hlýfir þú mér og nafna.”—
IH.
Eg má herja Hitler þinn,
Hinir vaða elginn—
Gera kaup við Gyðinginn
Gegnum rauða belginn.
IV.
Tjörfi vill taka hann allann
1 trássi vð Ribbentrop—
Hráann belginn af Hit-l-er
Hit-l-er “æpir þá stopp”?
Þá kemur Sólus til sögu
Segir að Tyrkjanna rán:
Hafi til heimsfrægðar unnist
Hinum af Jörundar smán.—
Arnór dróg steininn á sleða—
Stúlku í huga og sál—
Og það var á þessum sleða
Sem þvitarnir fengu mál.
V.
Hann sem var fyrstur að frelsa
Frónska á veglegan hátt:
Harðlæstum einræðis hurðum
Hleypti ’ann öllum á gátt.
Hjónabands fjötrarnir fúnir
Fóru í mola og kveik—
Það var sem ófrelsi Islands
Alt sýndist vaða í reyk.
VI.
Sigurför Jörundar sunnan
Sæmandi konungum var—
Vatnsskarðið var þó sprengjum
Varið, og Espóliín þar—
Skagfirskur einræðis-andi,
Örn? “Eða hani sem gól”.
Krækti í lýðræðis-kónginn
Klónum, úr einræðis-stól.
Brúnum hann hleypti af
hnakka,
Hnitmiðar augu á snið.
Jörundur hygginn þá hugði
Hentast að snúa þar við. ___
• ■ aíi miM u "Ml*.
vn.
Á höfuðpaura skal herja
Sem Hitler og Ribbentrop:
Sjá hvort að Espólín setti
Sunnlendska herskara stopp.
Ríðandi taglskeltum trippum,
Tömdum í útlendann móð.
Eldfornar útsela-byssur:
Espólín takið þið blóð.
•^v . I
vm.
Hann hafði höfuðborg landsins,
Hvernig sem á þessu stóð?
Lýðfrjálsar lifandi verur:
Laglega karlmenn og fljóð.
Brennivíns-ámurnar allar,
—Annála hefi eg spurt:
Óspiltum ungmeyja faðmi
Óspiltur hvarf hann á burt.
IX.
Því Bretarnir vildu ei berjast
1 bili við Espólín þann.
En hann var sá óþjálfi andi
Sem einræðis-lögmálið fann.
Tilfinningahóttur
“Mér finst eg finna til”
Er fljóðin senda yl:
Með alúðlegum augum
Af instu hjartataugum.
“Mér finst eg finna til”
Er fjandanum I vil:
Varð ást og æskufegurð,
Og ellin dygðamegurð.
“Mér finst eg finna til”
Er flónin segja til:
Þér skáld, sem skrifar sögu
Og skemtilega bögu.
MÆÐUR
NÝTT BARNAMEÐAL
Kvef og Sárindi
læknast á einni nóttu
Látið ekki böm — eða fullorðna —
þjást af kvefpest einum degi leng-
ur. Notið Buckley’s hvíta áburðinn
og losnið við pestina á einni nóttu.
Buckley’s hvíta smyrslið er alt öðru
vísi. Það verkar fljótara en must-
arð-plástur og hörundið getur ó-
mögulega hlaupið upp undan þvi.
Strax með fyrstu notkun gerir þetta
litarlausa mjúka meðal andardrátt-
inn þægilegri, losar frá brjóstinu
og gefur sjúklingum ró og svefn. Ef
hósti er samfara
kvefinu þá losn-
ið undir eins við
hann með því að
taka Buckleýs
hóstameðal. Út-
breiddasta hósta
og kvefmeðal í
Canada.
Kostar 30í og
500 askjan.
“Mér finst eg finna til”
Að fjandinn hafi spil:
1 altromp allra nauða
Eilífa kvöl og dauða.
Jakob J. Norman
DROTTINN HJÁLPAR
ÞEIM SEM . . .
Einu sinni á þeim tíma sem
við, William Swinton og eg,
vorum að byrja fréttaritara-
störfin, komumst við í alvar-
lega fjárþröng. Við þurftum
að fá 3 dollara tafarlaust. Swin-
ton hélt því fram, með fullu
trúartrausti, að Drottinn myndi
leggja okkur þá til. Eg ráfaði
inn á almennings-setustofu í
gistihúsi einu og reyndi að
hugsa upp ráð til að fá pening-
ana. Eftir litla stund kom
hundur inn til mín og lagði
trýnið vingjarnlega á hné mér.
Þá vildi svo til að Miles hers-
höfðingi gekk um stofuna og
veitti hundinum eftirtekt. —
“Þetta er ljómandi fallegur
hundur,” sagði hershöfðinginn.
“Viljið þér selja ihann?” Eg
komst í ákafa geðshræringu.
Það var undrunarvert, að spá-
dómur Swintons skyldi rætast
þannig. “Já,” sagði eg, “en
hann kostar 3 dollara”. Hers-
höfðinginn undraðist. “Aðeins
3 dollara”, sagði hann. “Eg
myndi ekki selja hann þó 100
doll. væru í boði. Þér verðið
að hugsa yður betur um.” —
“Nei, 3 doll. er verðið,” sagði
eg ákveðinn. Hershöfðinginn
borgaði hundinn og fór á brott
með hann.
Litlu síðar kom inn í stofuna
maður einn, mjög áihyggjufull-
ur á svip, og litaðist um. “Eruð
þér að líta eftir hundi?” spurði
eg. Svipur hans glaðnaði þá
og hann svaraði: “Já hafði þér
séð hann?” “Já, eg held að eg
gæti fundið hann fyrir yður.”
Sjaldan hefi eg séð slíkan
þakklætissvip á manni; en eg
sagðist vona að hann vildi
borga mér 3 doll. fyrir ómakið.
“Þó það væri nú,” sagði hann,
“eg er fús til að borga yður 10
doll.” “Nei,” sagði eg, “aðeins
3 doll.” og gekk eg svo brott.
Eg fór upp á loft til hershöfð-
ingjans og skýrði honum frá
öllum ástæðum, að þó mér ilt
þætti, neyddist eg til að rifta
kaupunum. Eg greiddi honum
aftur 3 dollarana hans; og
færði eigandanum hundinn.
Fór eg svo brott þaðan með
góða samvizku; því eg hafði
hegðað mér ráðvandlega.. Eg
hefði ekki getað fært mér í nyt
þá 3 doll. sem eg seldi hundinn
fyrir; þvi eg átti hann ekki. En
hina dollarana, sem eg fékk
fyrir að skila honum, átti eg
neð réttu. Maðurinn hefði
kanske aldrei fengið hund sinn
aftur án míns atbeina.
—Eftir Mark Twain. B.
Landnámssögu fslendinga
í Vesturheimi
má panta hjá Sveini Pálma-
syni að 654 Bannihg St., Dr. S.
J. Jóhannessyni að 806 Broad-
way, Winnipeg og Björnson’s
Book Store and Bindery, 702
Sargent Ave., Winnipeg.